Mascherano bað um að spila ekki

Mér sýnist Echo menn vera nokkuð vissir á því að Mascherano bað um að spila ekki fleiri leiki fyrir Liverpool. Að gera það sama dag og við erum að fara að spila gríðarlega mikilvægan útileik gegn Man City er hreinasti óþverraskapur. Hvað í andskotanum ætlaði Mascherano að græða á því? Ætlaði hann að neyða Liverpool til að selja hann fyrir slikk?

Dominic King, sem skrifa leikskýrsluna fyrir Echo er vægast sagt brjálaður:

>To stand any chance of doing so, Roy Hodgson needs to be able to keep all the class players he has in his squad but, regrettably, it appears as if he is going to lose the man who is widely-regard as the best holding midfielder in the world.

>Javier Mascherano’s absence probably signals the end of his Liverpool career and if he doesn’t want to be here, fine; in telling Hodgson he wouldn’t play, he let himself, his team-mates, his manager and his club down. It was totally, utterly unforgivable.

>He was, remember, a West Ham United reserve when arriving on Merseyside, unable to oust Hayden Mullins; he will depart in shame, having enraged those who are desperate for Liverpool to succeed; you don’t turn your back on the Red shirt. Ever.

>In a show of staggering selfishness, Mascherano plunged Hodgson’s plans into chaos; Christian Poulsen was not fit enough to slot into the position he would have occupied and it meant the manager was forced to play an unfamiliar system. Shame on him.

Nákvæmlega!

King segir beinlínis að þessi bón Mascherano hafi **neytt** Hodgson til að fara í 4-4-2 þar sem hann treysti ekki Poulsen í 90 mínútur. Það má vel vera að við hefðum tapað líka með Mascherano í liðinu og ef við hefðum spilað 4-5-1 einsog eðlilegt hefði verið. En það er alveg ljóst að þessi eiginirni Mascherano hafði gríðarleg áhrif á liðið.

52 Comments

  1. Þvílíkur óbjóður sem þessi sjálfselski tittur er. Köstum honum í unbarnalið Liverpool og látum hann rotna þar í tvö ár frekar en að selja hann á slikk.
    Gaman samt að sjá frekjuna hjá gjaldþrota Barca mönnum. Eiga ekki pening og ætlast samt til þess að fá Mascherano og Fabregas á útsöluverði. Þvílíkir hálfvitar.

  2. Ég hef haft samúð með málstað Mascherano í sumar. Ekki lengur. Berið hann saman við James Milner sem lék og skoraði með Villa nokkrum dögum áður en hann fór til City, vitandi að kaupin væru að ganga í gegn. Þvílík vonbrigði sem Mascherano hefur valdið okkur.

  3. smá þráðrán sorry,Torres,Gerrard,Agger og Maxi skildir eftir í Liverpool fyrir leikinn á morgun.Meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikningin.

  4. Fullkomlega sammála.

    Vill ekki sjá þennan mann aftur í treyjunni, ef við höfum efni á að láta hann rotna í varaliðinu, fine.

    En ekki sjá hann í treyjunni aftur – þvílíkt sem ég læt fara í taugarnar á mér þa staðreynd að samningar knattspyrnumanna halda ekki nema fyrir leikmennina. Þeir virðast bara geta hirt samningsbónusa við undirskrift og svo sveifla þeir ýmsu “Konan fílar sig ekki”, “þarf nýtt challenge” eða bar “leikstíllinn / þjálfarinn hentar mér ekki”.

    Ég verð alveg sótrauður þegar ég sé svona mál í gangi því virðingarleysið fyrir félaginu sem þeir leika fyrir og milljónum aðdáenda út um allan heim er skammarlegt. Þjálfarar koma og fara, leikstíll breytist, sjáið t.d. Xabi núna. Ef Rafa var málið þá ætti það ekki að vefjast fyrir honum lengur er það?

    Mascherano er enn eitt svona dæmið, í fyrra sáum við Kristjönu Rögnvalds fara eftir að Rauðnefur grét í honum að klára eitt ár enn og Lescott vinurinn tók annað skref en Masch, einfaldlega lék illa til að fá að fara að vera vinstri bakvörður hjá City (Moyes gafst upp eftir fyrsta leik þegar vörnin lak 6 mörkum og leikmennirnir bentu allir á augljósa staðreynd).

    Svo er það besta að í dæmunum þessum öllum er löngu búið að gera samning við leikmanninn. Samningar Kristjönu og Alonso lágu á borðinu vorið 2009, sumir segja haustið 2008 hjá Kristjönu.

    Nú er samningur tilbúinn við Masch, upp á 85 þúsund pund í vikulaun og FEITAN bónus við undirskrift. Í gær sá ég á spjallsíðu að bónusinn hann tengdist þó því hvað greiða þyrfti Liverpool fyrir hann, skyldi það vera ein ástæðan fyrir verkfallinu að það skiptir hann máli hversu lítið Barca þarf að borga fyrir hann?

    Ömurlegt í alla staði og ég bara ítreka það að þessir menn eru að svíkja félagið og aðdáendur þess, ekki neitt afsakar það. Samningur er samningur við félag og við hann eiga allir að standa!!!

  5. Halda áfram á sömu braut. Ekki selja nema fyrir rétt verð! og ekki leyfa honum svo mikið sem að fara á bekkinn með varaliðinu! Eg væri til í að sjá þessum manni refsað all hressilega og sett fordæmi fyrir svona barnaskap

  6. Ekki hægt að líkja þessu á neinn hátt við Ronaldo. Hann kláraði heilt season, fór frá liðinu í sátt fyrir mikinn pening og hefur ávallt talað vel um klúbbinn.

    Þetta er frekar líkara drullusokknum Tevez sem fór í City og gaf stuðningsmönnum UTD fingurinn, þessar argentínudruslur eru auðvitað báðir tengdir Kia Joorabchian. Það sem hins vegar verst við þetta Mascherano mál, er að skítaklúbburinn Barca getur ekki drullast til að borga uppsett verð. Þeir geta að minnsta kosti boðið það sem þeir fengu fyrir Yaya Touré.

  7. Hélt nú að Masch myndi nú reyna að spila eins og hann best getur til að sýna öðrum liðum fram á að hann væri vænlegur kostur eins og hann gerði á móti Arsenal. Er samt ánægður með hvernig Hodgson brást við og sýnist að það sé líklegra að Masch verði í varaliði Liverpool á þessari leiktíð frekar en spila með Barca eða öðru álíka liði. Er líka hjartanlega sammála þeirri taktík ef maðurinn er að reyna að þvinga fram sölu.

    Nú er bara fyrir aðra í liðinu að stíga upp og sýna hvað í þeim býr.

  8. Þetta er sorgleg hegðun. Verst að LFC hefur ekki efni á að láta hann rotna í varaliðinu.

  9. Ótrúlega ófagmannleg hegðun hjá Masch og þetta er algjör drullusokkur og ekkert annað.
    Er kominn með upp í kok af svona hegðun.

    Er sammála því að henda honum í varaliðið þar sem hann fær bara að mæta á æfingar og sýna þessum andskota hver ræður.
    Það yrði þá ekki Liverpool sem mundi eyðileggja hans feril heldur hann sjálfur enda er hann að grafa sína eigin gröf með þessari hegðun og algjört virðingarleysi af hans hálfu.

  10. S-Ameríka er svo sannarlega einn af mínum uppáhaldsstöðum. Menningin og fólkið dásamlegt. Samt verð ég að segja hreint út að menn frá S-Ameríku taka stundum mjög eigingjarna og jafnvel ófaglega afstöðu. Mascherano fjölskyldan er dæmi um það. Kerlingin með eitthvað væl og staðinn fyrir að skella sér á enskunámskeið og þreyja þorrann og góuna í nokkur ár er Javier ræfillinn fláður og grillaður á teini eða svo segir sagan.

    Skrítið þetta líf – frú Mascherano vill liggja á ströndinni í Sitges og borða paellu og nokkrum mánuðum síðar þarf Hodgson að spila 4-4-2 í mikilvægum leik á útivelli.

    Hitt er svo annað mál að mér finnst sá gamli vera að komast nokkuð vel frá þessari störukeppni. Hegðun Barcelona á leikmannamarkaðnum þetta sumarið er ekki til fyrirmyndar. Það er greinilega róið í leikmönnum og þeir ruglaðir í hausnum í þeirri von að þeir bregðist við eins og Macherano. Nú veit Barca að Javier hefur brennt allar brýr að baki sér með sérlega ruddalegri framkomu í garð félagsins sem gerði hann að stjörnu eftir að hafa hitað plankana í West Ham með rassgatinu á sér. Liverpool getur ekki notað Mascherano lengur eftir þessi drottinsvik við klúbbinn. Þá er gert hlægilegt tilboð í leikmanninn ef marka má fréttir.

    Liverpool er því ekki í góðri stöðu en samt er aðeins ein leið til að mæta vinnubrögðum Barca og leikmannsins. Gefa hvergi eftir – Borgið markaðsverð og hirðið leikmanninn eða hann fer aftur á bekkinn þar sem Liverpool hirti hann á sínum tíma.

  11. Vona bara að Barcelona selji Zlatan til AC Milan í kvöld (næstu daga) eins og mun líklega gerast og þá ættur þeir að hafa efni á því að kaupa Mascherano!

  12. Ég var að meina að Kristjana fór áður en félagið vildi. Fergie féllst á málamiðlun, það voru þrjú ár eftir af samningnum þegar salan varð.

    Ekki nokkur vafi að United vildi hann áfram en leikmaðurinn þrýsti á brottförina í ljósi þess að “want another challenge”.

    Ekki jafn gróft og dónalegt og hjá Masch, en af sama meiði.

    Og UEFA gerir ekki neitt við spænsku liðin sem eru í því að semja við samningsbundna leikmenn…..

  13. Fíla Mad Masch í tætlur en ég á erfitt með að fyrirgefa mönnum fyrir að neita að klæðast treyju Liverpool, enda algjör forréttindi að fá að klæðast henni. Þó hann vilji fara þá er hann enn samningsbundinn félaginu, á meðan svo er á hann að haga sér fagmannlega og spila þá leiki sem ætlast er til að hann spili.

  14. Eitt með helvítið hann cronaldo, hann hafði efni á því að segja að hann vildi nýja áskorun. Hann var jú búinn að vinna allt með liði sínu sem hann gat möguleg unnið.

    Masch er að koma skítlega fram, ég er hræddur um að það SJÓÐI á Gerrard og Carra við að heyra þetta. Mikið vona ég að Hodgon hafi efni á því að henda Masch í varaliðið í tvö ár frekar en að selja hann á 10 milljónir punda eða eitthvað slíkt.

    Svei mér þá, ég er svo reiður yfir þessu. Frekar vildi ég sjá Masch í varaliðinu heldur en að fá 10-15 milljónir í leikmannakaup.

  15. Ef Gjaldþrotalona eiga ekki pening fyrir Mascherano mætti alveg skoða skipti á Daniel Alves, Andreas Iniesta, David Villa eða jafnvel Messi. Þeim er enginn vorkunn,

    Vona að Barcelona borgi uppsett verð fyrir Argentínska ræfilinn, ef ekki þá vona ég innilega að Royson hendi honum í varaliðið með klósetthreinsunarskyldum frekar en að láta aumingjann komast upp með svona hegðun gagnvart Liverpool FC, samherjum sínum og stuðningsmönnum sem björguðu honum úr varaliði Vondrar Skinku FC með Bjögga og Eggmann í nágrenninu.
    Ef Barca neitar að borga meira en þetta grínverð, þá má Mascherano alveg borga sjálfur restina enda hefur hann verið með draumaupphæðr í laun fyrir að sparka í tuðru síðastliðin tvö ár hjá Liverpool. Líklegt er að hann hafi verið með 70. þúsund pund í 104 vikur. Þá ætti hann að vera með um 7 milljónir punda sem hann getur pungað út úr sínum eigin vasa. Þessi naggur á ekki skilið meiri laun en starfsmenn kassagerðarinnar fyrir tuðruspark með þessari hegðun.
    Ég myndi gefa eitt lunga og eitt og hálft nýra fyrir að sitja á varamannabekk Liverpool í deildarbikarleik gegn Shrewsbury á sama tíma og hann hegðar sér eins og ungabarn í frekjukasti í Mecca fótboltans.

  16. Er þetta nokkuð staðfest, þeas að hann hafi hreinlega neitað að spila leikinn ? Hodgson sagði að leikmaðurinn hefðir ekki verið með réttu ráði og því ekki tekinn með til Manchester. Hann hefur kannski farið í nett frekjukast þegar hann frétti að Liverpool hafnaði tilboði í hann.

    Gæti sú staða ekki einfaldlega komið upp að ekkert nægilega gott tilboð fáist í kappann, hann komi skríðandi til Hodgson og biðjist fyrirgefningar þeagr hann sér fram á varaliðið í vetur og verði svo í liðinu á móti ManU !

  17. mascherano treyjan fer upp í skáp og verður aldrei notuð aftur!! Helvíts rotta sem ég myndi senda í loðnuvinnslu í Rússlandi ef ég mætti ráða!

  18. Maggi segir: „Samningur er samningur við félag og við hann eiga allir að standa!!!“

    Finnst þér þetta vera algilt? Líka þegar félög vilja losna við leikmenn sem þau telja ekki nógu góða, eða til þess að losa um fjármuni til að kaupa aðra leikmenn?

    Auðvitað á Mascherano ekki að láta eins og hálfviti þó að hann vilji fara enda skemmir hann mest fyrir sjálfum sér með því. Væri ekki besta lausnin fyrir Liverpool að selja hann frekar til liðs sem hefur efni á því að kaupa hann heldur en að senda hann í Barcelona eða að punga út gríðarháum launakostnaði en geyma hann í varaliðinu?

  19. Get ekki alveg verið sammála þessu hjá þér Egill.
    Þú segir og ég quota:
    “Væri ekki besta lausnin fyrir Liverpool að selja hann frekar til liðs sem hefur efni á því að kaupa hann heldur en að senda hann í Barcelona eða að punga út gríðarháum launakostnaði en geyma hann í varaliðinu?”

    Ég er alls ekki sammála þessu því með þessu sendum við klúbbum sem eiga pening þau skilaboð að ef menn haga sér eins og fífl þá beygjum við okkur fram og tökum því brosandi sem er otað að okkur.

    Liverpool á ekki peninga í dag en það þýðir ekki að við eigum að láta taka okkur í ósmurt bara af því að Masch hagar sér eins og ofdekraður krakkaskratti.

    Láta hann rotna og senda liðum eins og Barcelona (sem hafa btw hagað sér eins og hálfvitar í allt sumar) þau skilaboð að þeir geti étið það sem úti frýs og þeir skuli bara borga sómasamlegt verð eða láta það vera að bjóða móðgandi tilboð í leikmenn.

  20. Þetta er sorglegt mál og auðvitað á hann ekki að fara á minna en 25 milljónir punda. Væri helst til í að klára söluna í dag svo tími sé til þess að kaupa 1 klassa senter fyrir peninginn áður en glugginn lokar.

    Svo er Konchesky að koma, hvað finnst mönnum um það???

  21. Ég man þegar að Gerard Houllier tók við liðinu hvað ég varð spenntur þegar hann fór allt í einu að vinna bikara alveg hægri vinstri. Ekki endilega stærstu bikarana, en bikara engu að síður. Síðan súrnuð þau ber með tímanum og þegar sá franski hætti virtist klúbburinn vera í tómu rugli.

    Svipaður spenningur gerði síðan vart við sig þegar Rafael Benitez tók við liðinu. Þjálfari sem hafði náð frábærum árangri með Valencia og einn sá heitasti í bransanum á þeim tíma. Ekki skemmdi heldur fyrir þegar karlinn landaði stærsta bikar sem maður gat látið sig dreyma um og vann sjálfa meistaradeildina. Líkt og hjá Houllier virtist spánverjinn hafa tapað þræðinum og þvert á allar væntingar skildi hann við klúbbinn í tómu rugli að því að manni virðist.

    Nú er mættur á Anfield Roy Hodgsson. Ég meina Roy fkn Hodgsson sem var að lufsast með Fullham rétt fyrir ofan miðju og í úrslitum UEFA cup. Þetta er maðurinn sem á að snúa hlutum til betri vegar hjá fyrrum stórveldinu Liverpool FC.

    Nú ber svo við að ég finn alls ekki fyrir þessari spennu sem að Houllier og Benitez vöktu hjá mér og ég hef engar væntingar til þess að einhver viðunnandi árangur náist í vetur. Klúbburin virðist vera að laða að sér menn eins og Carlton Cole og Paul Konchesky, menn sem vita hvað þarf til þess að halda sér um miðja deild. Á sama tíma vill Mascherano fara í burtu og spurning hvað menn eins og Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt og jafnvel Torres verða tilbúnir í þetta strögl.

    Þannig að mínar væntingar eru að liðið verði rétt fyrir ofan miðju en detti fljótlega út úr UEFA bikarnum þar sem áherslan virðist ekki vera á þeim vígvelli. Hugsanlega mun hér sannast hið fornkveðna að sígandi lukka sé best og eftir 2 ár eða svo verði Roy búin að koma okkur í toppbaráttuna í englandi og evrópu. Kannski fáum við líka einhvern ríkan sugar daddy sem snýr öllu á hvolf og kaupir Messi og C Ronaldo til klúbbsins. Ekki gott að segja.

    En ég ætla allaveganna að vera alveg hel slakur og bíða með að setja kampavínið á ís að þessu sinni og bara láta Pepsi Max duga í vetur. Áfram Liverpool

  22. Já, ekki gott, ekki gott. Ég hef hingað til haft afar litla samúð með Javier blessuðum, finnst bara með eins og hverja aðra vinnu, á meðan þú ert í vinnu hjá einhverjum, færð borgað (svo maður tali nú ekki um milljónir á viku) þá er engin spurning um það að þú leggur þig 100% fram, gerir það sem þér er borgað fyrir að gera, alveg þar til þér er sagt annað og þú sért kominn í aðra vinnu.

    Það sem Javier gerði á mánudaginn er algjörlega óafsakanlegt. Þetta er eins un-professional eins og hægt er að hugsa sér. Þetta er alveg á tæru, Liverpool FC á að halda sig við uppsett verð á kappanum og ekki penný undir því. Á meðan enginn vill borga það, þá skal hann halda sig uppi í Kirkby, á sér velli og látinn æfa þar. Fínt að sýna ungu strákunum hvað getur gerst fyrir menn ef þeir haga sér eins og rakin fífl.

    Javier sýndi þarna félaginu, stjóranum, öðrum leikmönnum og ekki hvað síst, okkur stuðningsmönnum, algjöra lítilsvirðingu. Það þarf ekkert að fara nánar út í það hvernig Barcelona hafa hagað sér í þessu máli, ekkert nýtt undir sólinni þar, enda geta Arsenal væntanlega vottað það á góðan hátt.

    Ég er hrikalega ánægður með Roy í þessu máli, þ.e. að hann segir okkur það sem maður vill heyra. Ég er reyndar ekkert ofur ánægður með að hann láti það hálfpartinn í ljós að hann gæti jafnvel notað Javier þegar leikmannaglugginn lokar og hann væri ekki farinn. Ég vil ALDREI sjá Javier aftur í rauðu treyjunni (eða varabúningum Liverpool), aldrei. Ég vil helst aldrei frétta af honum aftur á Melwood, ef út í það er farið.

    Ég er nú engu að síður ekki að kaupa það að RH hafi þurft að fara í 4-4-2 út af þessu. Hann gerði í þessum umrædda leik, alveg ferleg taktísk mistök að mínum dómi. Það var fullt af öðrum options í stöðunni. Poulsen var nægilega fit til að vera á bekknum, Maxi hefur spilað inni á miðri miðjunni með Argentínu með góðum árangri. Kuyt fyrir aftan Torres hefði boðið upp á mun þéttari pakka þar sem hann er duglegur tilbaka og svo hefði meira að segja verið skárra að henda manni eins og Spearing þarna inn. Við vorum gjörsamlega kafsigldir á miðjunni sem gerði það að verkum að kantmenn City léku lausum hala mest allan leikinn. Þannig að ég kaupi það engan veginn að þessi uppstilling hafi verið neyðarbrauð í þessum leik.

    Eins og fram kemur að ofan, þá virðast samningar engu máli skipta lengur. Einhver talaði um að þetta væri í hina áttina líka, en það er bara gjör ólíkt dæmi. Leikmaður getur alltaf neitað sölu, en fær samt borgað sitt kaup eins og samið var um í samninginum. Liðin sleppa ekkert við að borga þeim laun, þó svo að þjálfarinn hafi ákveðið að ekki séu lengur not fyrir leikmanninn í liðinu. Það er það sem er gjör ólíkt því að leikmaður sem fær borgað, geti neitað að vinna vinnuna sína sem honum er borgað fyrir.

    En Javier, bara svei’attann og skammastu þín.

  23. Ég sagði það í öðrum þræði hérna og ýtreka það bara, að við eigum ekki að gefa tommu eftir í þessu máli. Þessi leikmaður má fara ef það berst tilboð í hann uppá 23 millur, (give or take small amount), og ekkert múður með það. Hann á auðvitað aldrei að fá að vera viðriðin aðalliðið aftur, en ég er reyndar á þeirri skoðunn, að hann hefur ekkert að gera í varaliðið heldur. Til hvers að láta hann æfa og vera í varaliðinu ? Þar eru menn sem eru að reyna að vinna sér inn sæti í aðalliðinu og þar á Macherano ekki heima. U-16 ára liðið færi ágætlega með manninn, miðað við það hvernig hann hefur hagað sér.

    Mér finnst þetta afskaplega ófagleg hegðun og það þarf ekki einu sinni að fara svona fínt í hlutina og allt í lagi að kalla þetta bara réttum nöfnum… þetta er bara skítleg hegðun hjá honum!!

    Ég ætla aldrei að fyrirgefa honum þetta … það er á hreinu… hann fær ekki að koma í afmælið mitt !!!

    Insjallah.. Carl Berg

  24. Sammála Kristni J. Er ekki að vonast eftir titlum á þessu seasoni.

    Macherano er eins lélegur fagmaður og hann er góður miðjumaður. Ef við ættum nægan pening myndi ég helst vilja hafna allri sölu, setja hann útúr liðinu og setja fordæmi fyrir þessi mál hjá Liverpool. En ef hann fer eins og ég tel allar líkur á verður álagið enn meira á þá miðjumenn sem fyrir eru og sá hópur (fyrir utan gerrard) er ekki það sem við myndum telja top class miðjumenn. Í því ljósi verð ég enn meira ósammála ákvörðun Hodgson að lána Aquilani út í heilt ár.

    20+ m punda, 24 ára, frábær miðjumaður, að stíga upp úr meiðslum, lán í eitt ár? Ég bara skil ekki þetta dæmi. Ef hann er að stíga upp úr meiðslum þá þarf hann hægt og rólega að fá spilatíma. Ekki senda hann í lið sem mun spila honum eins og enginn sé morgundagurinn þar sem eignin og afleiðingarnar eru ekki þeirra.

    Hodgson segir að hann þurfi að spila fótbolta. Það er ekki eins og það þurfi að kenna honum fótbolta frá grunni, hann getur vel spilað þann fótbolta sem hann þarf hjá Liverpool. Hann er góður, hæfileikaríkur og hann var keyptur til að notast á þessu seasoni hjá liverpool. Stjóri liðs getur haft afsakanir fyrir að geta ekki keypt leikmenn eða verða að selja leikmenn vegna peningastöðu en þessi ákvörðun hans með Aqua virðist eingöngu vera sú að hann vilji ekki nota hann. Að mínu mati finnst mér Hodgson vera gera rangt í þessum málum.

  25. Mér líst bara ekki rassgat á nánustu framtíð félagsins. Við höfum keypt nokkra þrítuga leikmenn, erum orðaðir við fleiri meðan endalaust er verið að djöflast og rugla í þeim fáu heimsklassaleikmönnum sem við eigum.

    Liðið, félagið og stuðningsmenn eru í sárum, ekki bara eftir mjög ljótt 3-0 tap gegn Man. City heldur líka eftir vorið og sumarið sem hefur engan veginn gefið okkur tilefni til bjartsýni. Þeir sem fengnir eru til félagsins koma annað hvort frítt eða fyrir mun lægri upphæðir en við eigum að venjast og það verður að segjast eins og er að þú færð oftast það sem þú borgar fyrir í fótboltanum. Reyndar er breiddin í hópnum að aukast en það er varla hægt að segja að gæðin hafi aukist mikið. Ef við missum Mascherano þá stöndum við uppi með töluvert veikara lið en það sem endaði í 7. sæti í fyrra.

    Hegðun Mascherano er auðvitað skelfileg en ég kemst ekki hjá því að setja mig í spor heimsklassa leikmanna sem eru nú hjá skútu sem er orðin hriplek og nálægt því að sökkva. Endalausar sögur af hinum og þessum heitum kaupendum virðast engan endi ætla að taka án þess að nokkuð raunverulegt gerist. Það er alveg ljóst að ef þessir bévítans eigendur ætla að vera áfram með liðið þá fer það beinustu leið niður á við því reksturinn er ekki sjálfbær og núverandi eigendur koma greinilega ekki með verðlausa krónu inn í reksturinn.

    Þess vegna er alls ekkert óeðlilegt fyrir þessa leikmenn að horfa í kringum sig og skoða lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna stóra titla því hver og einn leikmaður hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig og árangur sinn, að hámarka hann. Steven Gerrard gæti t.d. verið búinn að vinna fjölda titla með Chelsea ef hann hefði farið þangað árið 2005. Ef Torres hefði valið Barcelona á sínum tíma frekar en Liverpool þá væri hann án efa mun sigursælli leikmaður en hann er í dag. (Ég man þó ekki til þess að það hafi staðið til) Þess vegna er lítið hægt að böggast í leikmönnum, það eru eigendurnir sem eru krabbameinið og ekkert mun breytast fyrr en þeir fara. Hodgson er ágætur þjálfari og fær tiltölulega mikið út úr sínum mannskap en mannskapurinn er ekki nógu góður til að berjast um titla. Það er bara hin sorglega staðreynd sem við stöndum frammi fyrir a.m.k. þennan veturinn. Því miður.

  26. Tek það þó fram að Mascherano hefur hegðað sér fáránlega og á akkúrat ekkert skilið frá félaginu og stuðningsmönnum þess. Hann á alls ekki að taka sæti í varaliðinu, helst á bara að segja honum að mæta til vinnu kl. 8 á morgnana, skúra klefana og slá grasið og fara heim kl. 5.

  27. Ég verð að vera sammála Ívari Erni. Skil Mascherano fullkomnlega með að vilja fara til Barcelona og þó að hann hafi tilkynnt Hodgson að hann væri ekki í réttu ástandi til að spila leikinn þá verður líka að horfa til þess að þetta er ólíkt Milner dæminu og ekki hægt að bera það saman eða t.d. Ronaldo. Milner vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær hann færi, Ronaldo var lofað að hann fengi að fara en það var búið að gera heiðursmannasamkomulag við Masch að hann fengi að fara í sumar en svo segir Hodgson um daginn að hann vildi frekar láta hann fara frítt eftir tvö ár en selja hann ódýrt.

    Vissulega eru Barca ósvífnir að bjóða svona lítið í hann en skil að Masch verði ringlaður í þessu, heyrir að hann þurfi kannski að “dúsa” í miðlungsliði sem á minni möguleika en meiri á meistaradeildarsæti á þessum tíma í stað þess að berjast um alla titla sem eru í boði og einu besta félagsliði allra tíma.

    Munur á að vera með Lucas við hliðina á sér og Kuyt og Jovanovic á köntunum og að vera með Iniesta, Messi og Pedro. Ef Zlatan fer svo þá skulum við vona innilega að það gerist eitthvað í eigendamálum og að það komi einhver moldríkur gæji sem er tilbúinn að kaupa Man City stæl því það er það sem við þurfum akkúrat núna. Liðið er í svo djúpum skít að við þurfum leikmenn fljótt og svo þegar það er komið má reyna að byggja á rómantískri hugmyndafræði um að ala upp alvöru scousers og byggja á uppöldum leikmönnum. Án nýs kaupenda sem er tilbúinn að kaupa grimmt í janúar og næsta sumar munum við einfaldlega missa Torres næsta sumar, ekki spurning. Jafnvel Gerrard líka. Gerrard langar mögulega til að spila með liði sem getur gert raunhæfa atlögu að deildartitli.

    Mér er sama þó að það verði sagt að við munum selja sál klúbbsins ef við fáum einn Sheikh því það er það eina sem virkar fyrir okkur ef við viljum ná árangri á allra næstu árum. Ef við fáum ekki einn slíkan heldur einhvern sem vill byggja þetta upp sjálfbært og þannig þá verður það án Gerrard og Torres.

    Ég er ekki að reyna að gagnrýna Hodgson, veit að þetta eru eigendurnir sem eru að halda honum frá því að berjast um betri leikmenn. Finnst bara að við aðdáendur ættum aðeins að setja okkur í spor heimsklassaleikmanna eins og Masch sem býðst að fara til besta og skemmtilegasta liðs í heimi eins og Barca og svo að vera með raunhæfar væntingar um gengi liðsins á þessari leiktíð. Við fáum ekki kaupenda fyrr en eftir að leikmannaglugganum lokar, líklega í kringum október þegar kemur pressa á Hicks og Gillett að borga lánið sem fellur þá. Tel það ágætt ef við náum að redda okkur vinstri bak og framherja, þyrftum líka einhvern fyrir Masch og kantmenn en held að það náist tæplega úr þessu. Þurfum að bíða fram í janúar/næsta sumar.

  28. Ef rétt er þá ömurlegt af honum. Er þetta ekki samningsbrot?? Sekta hann um 18 millur punda og gefann svo til Port Vale.

  29. Þessi maður á enga vörn skilið að mínu mati. Þótt það hafi verið búið að lofa honum að fara þá var það einungis ef að rétt tilboð komi í hann og hann veit það vel. Hann er ekkert ringlaður heldur bara með frekjukast af verstu gerð. Mér finnst að Liverpool ætti að gera fordæmi úr honum í stað þess að selja hann nema rétt verð komi fram ! Liverpool pungaði út 18 milljónum punda og mér finnst það vera algert lágmark. Hef engan áhuga á að fá leikmenn í skiptum frá Barca, ekki nokkurn og er vandlega að athuga þessa dagana að hætta að styðja Barcelona í spænsku deildinni eftir framkomu þeirra ! Móðgandi hreint út sagt !

    Hinsvegar tek ég undir með SStein að ég hef enga trú á að taktísk mistök hans á móti Shitty hafi verið út af þessu. Hann er með aðra möguleika á miðjunni í dag sem að Liverpool sárlega þarfnaðist í þeim leik og skrifast það á Hodgsons algerlega !! Hitt er annað mál hvort eitthvað betur hefði gengið með 3 manna miðju en ég er viss um að vinnslan á miðjunni hefði verið allt önnur ef svo hefði verið !

    Í unglingaliðið með Mascherano, Dale Carnegie námskeið og nýja konu !!

  30. smá spurning. Hefur Liverpool ekki rétt á því að kæra Mascherano fyrir að standa ekki við samningsskyldu? Hann skrifar undir samning sem hann neitar að fara eftir?

  31. Hvar er Okkar Jóakim Aðalönd?
    Ekkert að gerast í eigandamálum!

    Argentínumenn, Javier vildi ekki spila?

    Ef að þetta reynist rétt þá á Javier ekki sæla daga framundan, ef Baca kaupir hann ekki?
    Þeir eru í fjárhags vesseni og þurfa helst að losa sig við leikmenn heldur en að fá til sín.
    Ég get ekki séð að hann verði í náðinni hjá Kopinu eftir þetta.

    Svo er verið að tala um Cole frá west ham? flott
    en mér finnst við ættum bara að fá Zlatan í staðinn fyrir JM. Eða fá Zlatan á láni?

  32. Smá joke , bara til að brosa ( tekin af teamtalk ) :A liverpool fan goes into blockbusters and sees a video “Liverpool, the glory years”.. he asks how much? £100 says the shopkeeper. “thats a bit steep, how come its so dear? “well” said the shopkeeper, “its a fiver for the video and £95 for the betamax player”

  33. Fuck it! Ég mun styðja Liverpool í 15 sæti í Championship alveg eins og í 1. sæti í Úrvalsdeild. 🙂

  34. Ég hreinlega held að það sé réttast að sleppa því að lesa fréttir tengdar Liverpool FC þar til fram yfir 1. september og taka bara stöðuna þá, vona það besta á meðan. Mér líst ferlega á þessar fréttir sem hafa verið að poppa upp undanfarið.

  35. Það má vel vera að heiðursmannasamkomulag hafi verið gert við Masch um að hann mætti fara í sumar. En það er auðvitað alltaf háð því kaupverði sem Liverpool vill fá fyrir leikmanninn. Það má heldur ekki gleyma því að Liverpool borgaði enga smáaura fyrir Masch á sínum tíma!

  36. Skil Mascherano fullkomnlega með að vilja fara til Barcelona og þó að hann hafi tilkynnt Hodgson að hann væri ekki í réttu ástandi til að spila leikinn þá verður líka að horfa til þess að þetta er ólíkt Milner dæminu og ekki hægt að bera það saman eða t.d. Ronaldo. Milner vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær hann færi, Ronaldo var lofað að hann fengi að fara en það var búið að gera heiðursmannasamkomulag við Masch að hann fengi að fara í sumar en svo segir Hodgson um daginn að hann vildi frekar láta hann fara frítt eftir tvö ár en selja hann ódýrt.

    Heldur þú virkilega að Ronaldo hefði verið leyft að fara ef Real Madrid hefðu boðið 15 milljónir punda? Uhh, nei. Hvað er ólíkt við þessi tilfelli, annað en það að Javier lætur eins og bjáni og gefur okkur öllum puttann, en hinir höguðu sér meira professional.

    Javier var á sama hátt og Ronaldo, lofað að hann færi að fara frá félaginu, ef menn borguðu rétt verð. Það hefur verið staðfest og stendur ennþá. Að það skuli vera einhver sem vorkennir grey kallinum er bara ótrúlegt verð ég að segja. Bottom line er að við vorum nógu góðir til að rífa feril hans upp frá því að vera að spila með varaliði West Ham og til þess að hann skrifaði undir feitan samning við okkur, og fær milljónirnar sínar greiddar í hverri viku. Er þá ekki lágmark að hann standi við samninginn þangað til að það kemur boð í hann sem hæfir hans prófíl? Halda menn virkilega að félag sé svo heimskt að selja svona mann á minna heldur en hann var keyptur á? Hann var keyptur á 18 milljónir punda sem varaliðsmaður hjá West Ham og ekki fastamaður hjá Argentínu, en á svo að vera 12-15 milljón punda virði verandi orðinn einn sá besti í bransanum í sínum flokki og fyrirliði Argentínu. Nei, give me a break.

    Upp í Kirkby með hann, skyldumæting klukkan 8 á morgnanna og til klukkan 17. Láta hann vera þar og æfa einan og sekta hann um vikulaun í hvert skipti sem hann skrópar á æfingu. Þetta á að gera allt þar til að eitthvað félag borgar uppsett verð fyrir hann eða þar til samningurinn klárast.

  37. United og Arsenal vinir mínir hafa alltaf sagt að Mascherano væri ógeðslegur karakter.
    Djöfull er það rétt hjá þeim.

  38. Fyrst Barcelona vill losa sig við Zlatan og við viljum losa okkur við Mascherano, hvernig væru þá bara slétt skipti? Þá erum við allavegana komin með hágæða striker með Torres.

  39. Algjörlega sammála SSteini. Algjörlega óverjandi hegðun hjá Masch. Að koma svona fram við klúbbinn sem bjargaði honum frá varaliði West Ham er með hreinum ólíkindum. Ekki möguleiki að hann verði seldur á eitthvað klink. Frekar má hann dúsa hjá klúbbnum. Er eiginlega mest hissa á því að Barca sé enn að eltast við þennan vitleysing eftir þetta.

  40. Lóki says:
    25.08.2010 at 19:12

    þeir borguðu samt held ég einhverjar 40+ fyrir Zlatan

    Já og plús eto sem er 20-30 M maður

  41. Það er ekki skrýtið að þú sért ósammála mér Júlli því að ég virðist hafa komið þessu frá mér á eitthvað furðulegan hátt miðað við hvaða merkingu þú hefur lagt í orð mín:) Þú segir: „Ég er alls ekki sammála þessu því með þessu sendum við klúbbum sem eiga pening þau skilaboð að ef menn haga sér eins og fífl þá beygjum við okkur fram og tökum því brosandi sem er otað að okkur.“

    Pointið mitt var m.a. að selja hann EKKI til Barcelona heldur frekar eitthvert annað, og þá í lið sem hefur efni á að borga uppsett verð fyrir hann (sem Barca hefur klárlega ekki). Þar með er Barca og öðrum liðum sem gætu hugsað sér að nota svipaða taktík gefin þau skilaboð að það þýði ekki að hræra í leikmönnum annara líða og leikmönnum sjálfum gert ljóst að það að taka regluleg hissí fitt virki ekki fyrir þá til þess að komast í ákveðin lið.

    Burtséð frá því hvort að Liverpool hefur efni á því að geyma mann með jafn há laun og Mascherano fær í varaliði í tvö ár þá er alveg ljóst að hann er þannig týpa að hann á eftir að eitra út frá sér eins og versta krabbamein í þannig stöðu miðað við hvernig hann lætur núna.

    Guðmundur Ingi spyr: „Hefur Liverpool ekki rétt á því að kæra Mascherano fyrir að standa ekki við samningsskyldu? Hann skrifar undir samning sem hann neitar að fara eftir?“

    Ég efast um að nokkuð lið myndi leggja í slíka kæru. Og þá aðallega af því að þau sjálf hika ekki við að losa menn undan samningum annað setja menn á sölulista ef þau telja þá ekki nógu góða eða þegar pening vantar til þess að kaupa aðra leikmenn. Þessi samningamál eru ekki alveg jafn svarthvít og sumir virðast vilja meina hérna.

  42. Og þá aðallega af því að þau sjálf hika ekki við að losa menn undan samningum

    Egill, rétturinn er alveg ljós í þessu. Kjósi liðið að losa menn undan samningum, þá ber þeim að greiða viðkomandi leikmanni upp samninginn, eða semja við hann um greiðslu og þá getur hann farið frítt hvert sem er.

    annað setja menn á sölulista ef þau telja þá ekki nógu góða eða þegar pening vantar til þess að kaupa aðra leikmenn

    Réttur leikmanns er engu að síður tryggur, hann getur neitað að fara til liðs sem býður í hann og hann á engu að síður rétt á sínum launum áfram, þannig að rétturinn er alltaf hjá leikmanninum. Félögin þurfa að standa við samningana við leikmennina, no matter what.

  43. Þú losar ekkert mann undan samningi bara af því að þér dettur það í hug Egill, höfum það alveg á hreinu. Í þessum samningum eru kanski ákvæði um, að hægt sé að segja honum upp á einhverju ákveðnu tímabili og eftir x langan tíma, þannig að ef leikmaður hefur skitið á sig, þá sé hægt að losa félagið (og hann) undan þessari kvöð, en þetta á yfirleitt ekki við um stærri nöfn i boltanum, og þá ekki fyrr en langt er liðið á samningstímann. Það er afskaplega fátt sem kemur í veg fyrir að félagið þurfi að standa við sinn hluta samningsins.. þ.e að greiða leikmanninum laun. Þeir þyrftu að greiða honum laun áfram, þá hann myndi missa báða fæturna eitt þriðjudagskvöldið !!!
    Leikmenn eiga bara að uppfylla sína samninga og ekkert helvítis múður með það !!!

    Þetta er fáránlegt af leikmanninum í alla staði.

    Og varðandi það að selja hann eitthvað annað, þá þarf nú í fyrsta lagi að berast boðlegt tilboð í kappann frá öðrum liðum, sem og hann að vilja að fara þangað. Því það er jú alltaf leikmaðurinn sem á síðasta orðið í sölunni… hann verður að vilja fara í viðkomandi lið.. eða í þessu tilfelli, blessuð konan hans !!!

    Insjallah..
    Carl Berg

  44. Vonandi að Inter sé að bjóða rétt verð fyrir þennan ræfil svo hann geti drullað sér úr Liverpool borg. Skil samt ekki hver myndi vilja borga svona háar upphæðir fyrir jafn mikinn amloða og hann er.
    Vissulega frábær knattspyrnumaður en guð minn góður hvað þessi maður er búinn að skíta á sig. Ef Inter býður uppsett verð, þá vonandi verður því tekið.

    Vonandi verður þetta svona: Masch fer fyrir rétt verð, Poulsen og Lucas fá meiri ábyrgð, og Liverpool nær í góðan striker fyrir peninginn, Kuyt fer ekki.
    Er þetta þá ekki ágætis lið með fína breidd sem gæti verið að berjast um meistaradeildarsæti?

    Hér er fréttin um Masch og Inter.
    http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6338294,00.html

  45. Ok, Leo Messi fær verðlaun fyrir hálfvitalegasta komment vikunnar.

    “Javier won’t play for the club again, I can assure you of that, and I think the Liverpool coach knows that now.

    “Javier’s family are unhappy and the pressure of seeing that is making him depressed. Liverpool must act humanely and let him go.”

    Eru þessir menn á einhverjum lyfjum?

  46. hahaha þetta er alveg frábært! Það mætti halda að fjölskylda Mascherano sé í hlekkjum inni í einhverri kolanámu að vinna þrælkunarvinnu. “Liverpool must act humanely” haha hló upphátt.

  47. Sælir félagar
    Djöfull er ég þreyttur og pirraður á Masch og öllu hans athæfi. Vil akldrei sjá hann, heyra né nokkuð af honum vita nema hann fari á 24+ millur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

Kop-gjörið, leikvika 2

Trabzonspor á morgun.