Liðið gegn Trabzonspor

Þá er búið að birta byrjunarliðið fyrir Evrópuleik kvöldsins og er það sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Kelly

Kuyt – Poulsen – Lucas – Aurelio
Joe Cole
Ngog

BEKKUR: Gulacsi, Skrtel, Spearing, Shelvey, Eccleston, Babel, Pacheco.

Torres, Gerrard, Jovanovic, Maxi Rodriguez (magakveisa), Mascherano, Agger og Brad Jones urðu eftir í Liverpool, og án þeirra verður að segjast eins og er að þetta er mjög varnarsinnað lið í kvöld. Við erum að verja 1-0 forskot, vonum að þetta lið geti klárað dæmið.

Áfram Liverpool!

60 Comments

  1. Ætla að leyfa mér að pirra mig á þessu liði.

    Ryan Babel á að fá að spila frá byrjun og ég vona innilega að valið á Kuyt sé réttlætanlegt eftir sérkennilegar fréttir umboðsmanns hans og besta vinar í hollenska landsliðinu síðustu klukkustundirnar.

    En þetta lið á að vera nógu gott til að klára dæmið, ekki spurning.

  2. Það á greinilega að verjast… Það er ekki einu sinni boðið upp á þann möguleika á að geta beitt skyndisóknum. Hefði viljað sjá Shelvey, Pacheco og Babel í stað Ngog, Lucas og Aurelio.

  3. Ohhh, þetta Poulsen/Lucas dæmi er verri útgáfan af hinni sóknargeldu miðju Lucas/Mascherano. Við þurfum að fá Shelvey eða Pacheco í stöðuna hans Lucasar en mest af öllu hefðum við þurft á Aquilani að halda núna.
    Og Goggurinn á ekki að byrja, fáum Babel eða Kuyt í senterinn, helst fyrir 75. mínútu.

  4. Já full varnarsinnað lið og synd að sjá ekki Pacheco í byrjunarliðinu í kvöld.

    Spái þessu 1-1. Við lendum undir í fyrri hálfleik en Cole setur hann á 73 min og þar við situr.

  5. Ég get ekki séð að byrjunarliðið okkar eigi ekki að geta klárað þetta. Við erum með ungan dreng í vinstri bakverði (Kelly) og N´gog á toppnum, þess fyrir utan þá er þetta lið sem ætti vel að geta spjarað sig í leikjum í deildinni. Ég sé fyrir mér að uppstillingin sé 4-2-3-1 með Kuyt, Cole og Aurelio fyrir aftan N´gog og að það verði ekki mikið um stöðuskiptingar hjá sóknarmiðjumönnum okkar. Babel kemur ábyggilega inná í seinni hálfleik fyrir Aurelio og ef við náum að setja inn mark í fyrri hálfleik (nota bene, þá þurfa Trabanzpor að skora 3 til að vinna) þá sé ég fyrir mér að Shelvey komi inn fyrir Kuyt (Cole færi þá yfir á hægri) og jafnvel að Pacheco komi inn fyrir N´gog.

    Þennan leik held ég að við verðum að vinna geðheilsunnar vegna. Ég hef vanist því á síðustu árum að horfa á Liverpool spila í evrópudeildunum og ég get ekki ímyndað mér hvernig heill vetur án evrópubolta verði.

  6. Sammála Magga með Babel, hann á að byrja þennan leik! Eins skil ég ekki afhverju vinstri bakverðir okkar eru ekki notaðir í vinstri bakverði! Þetta ættu ekki að vera geimvísindi.

    Kuyt, Poulsen, Lucas og Aurelio look-ar alveg merkilega óspennandi miðja, vonandi skilar þetta þó tillætluðum árangri. Sjálfur skil ég ekki ennþá hvernig Aquilani gat ekki nýst okkur, sérstaklega ef hann á svo að nýtast JUVENTUS!!! Það er ekki eins og hann hafi farið til Brecia!

  7. Vona bara að við töpum þessum leik því það er ekki séns í helvíti að við vinnum þessa keppni. Ekki vera eyða orku í þetta, hugsa bara um að koma liðinu í meistaradeildina. Höfum ekki breiddina í þetta og sé hana ekkert aukast neitt verulega áður en glugginn lokast.

  8. Það væri strax betra að hafa Kelly í hægri, aurelio í vinstri bakverði og Johnson á kantinum

  9. Hrikalega óspennandi lið verð ég að segja, ég vona að við komumst snemma yfir þannig að gamli fái smá hugrekki og setji inná unga og skemmtilegri stráka.
    Ég skil þetta ekki með Babel, hefði ekki verið nær að hafa þá frekar Johnson á bekknum eða prófa hann á hægri kantinum og setja Kelly í hægri bakvörðinn og Aurelio í bakvörðinn v/meginn og Babel á V/ Kantinn eða fram þar sem að hann nýtist best.

  10. Varðandi aquilani þá bara leist Hodgson ekkert á hann.

    Hann lagði sig ekki fram á æfingum og var stanslaust að reyna að komast hjá því að æfa og spila.

    Allavega er það sem ITK’s á rawk eru að segja.

  11. Átta varnarsinnaðir útileikmenn og hægasta miðja sem sést hefur. Þetta verður erfitt. Dóri Stóri: Þetta lið mundi ekki spjara sig í deildinni, yrði slátrað af liðum í evrópusætum (CL og EL). Vonandi ná þeir samt að þrauka í gegnum þennan leik.

    Mundi samt ekkert gráta það þó liðið fari ekki langt í þessari keppni, eigum að leggja áherslu á deildina eins og Hodgson gerir og að reyna að komast aftur í CL sem yrði kraftaverk með núverandi hóp.

  12. Ljósu punktarnir í þessari liðsuppstillingu er Kelly og Aurelio blandan. Þar eru 2 menn með fótboltaskilning á ferðinni og það verður spennandi að sjá hvað gerist þeirra megin á vellinum.

  13. *Magnús says:
    26.08.2010 at 17:19

    Átta varnarsinnaðir útileikmenn og hægasta miðja sem sést hefur. Þetta verður erfitt. Dóri Stóri: Þetta lið mundi ekki spjara sig í deildinni, yrði slátrað af liðum í evrópusætum (CL og EL). Vonandi ná þeir samt að þrauka í gegnum þennan leik.

    Það er svosem alveg rétt hjá þér, en í gegnum tíðina höfum við einmitt átt erfiðara með að vinna lið einsog Wolves, Blackburn og Reading. Gegn þessum liðum ætti þessi uppstilling að virka vel… vonandi 😛

  14. Ég fæ alltaf auka slag þegar ég sé Aurelio í liðinu……hvað þá þegar honum er stillt upp á miðjunni. Skil samt vandamálið á vinstri vængnum…….Babel eða Aurelio. Ekki alveg þeir leikmenn sem þjálfari vill velja um. Sammála Ásmundi með að henda Johnson frekar á kantinn, Kelly í bakvörðinn hægra megin og Aurelio niður í bakvörðinn.

    Vonum að þetta lið haldi þangað til hákarlarnir komast í lag hjá okkur.

  15. shit hvað Liverpool er með lelegt lið við gátum ekkert í æfingaleikjunum, og höfum mjög lítið getað í deildinn (ágætir í seinni hálf á móti arsenal) höfum rett slefað í þessari evrópu keppni og erum komnir undir núna ! shit!! held að þetta verði ömurlegt season! sorry leiðinlegt comment en þetta lítur bara ekki vel út

  16. Kyut, aurelio, lucas og Kelly í vinstri bak. Þetta boðar alls ekki gott.

  17. Úff. Skelfileg byrjun, og mér líst ekkert á þetta.

    Útivallarmarkið mun skera úr. Ef við skorum förum við áfram, ef ekki föllum við út í venjulegum leiktíma því þetta Trabzonspor-lið mun skora fleiri mörk en bara þetta eina í dag.

  18. hvað sögðu menn síðast þegar Kelly var hægramegin voru menn ekki alveg að missa sig eftir leik hann var svo góður

  19. Já, sæll. Það vantar allt í liðið !
    Og ég lét mér detta í hug að það væri hægt að spila án Torres og Gerrard og ná árangi. Þvílíkur bjáni get ég verið.

  20. Fekar ljótur og leiðinlegur bolti og ekki að skila neinu. Hljóta að pota inn einu grísa marki.

  21. Rosalega er ég nú ánægður að litla liðið Juventus gat notað Aquilani og losað hann frá okkur á láni enda væri það sennilega hrikalegt að geta notað hann í kvöld í fjarveru Gerrards til þess að stjórna spilinu, enda sést greinilega að Poulsen og Lucas fara létt með að gera þetta sjálfir og nóg hafa þeir skapað af færum í kvöld.

    Virkilega sáttur með þetta allt saman.

  22. Hvað segið þið var ekki komið tilboð í Kyut. Ekki bara málið að selja kallinn?
    Annars er ekkert varið í þennan leik, kannski eins og við mátti búast.
    Við skulum vona að menn mæti hressari í seinnihálfleik annars erum við ekki að fara að keppa í evrópukeppninni þetta árið. Tími til að sýna smá karakter!!

  23. Hvernig fór Ngog að því að skalla framhjá þarna? Þetta hefði getað verið markið sem okkur vantar.

    Annars, aðeins skárra í síðari hálfleik. Við erum að loka betur á þá, gefa þeim minni tíma á boltanum. Þeir eru þó áfram hættulegir í sóknum. Þessi leikur getur endað á hvorn veginn sem er.

  24. Þessi miðja er gjörsamlega alveg steingeld, jesús minn. Vona að Hodgson átti sig á því fyrir 70.mín.

  25. Tvær spurningar:
    1) Hafið þið einhverntíman séð Ngog taka mann á?
    2) Gæti hann þvælt fánastöng?

  26. Er gæji með HÚFU inná vellinum eða er ég bara með svona lélegan link á leikinn?!?

  27. Pæling: Kuyt er að spila mjög illa í dag, Joe Cole er að spila mjög illa í dag. AF HVERJU Í FJANDANUM er Ryan Babel ekki kominn inná? Skoraði hann ekki eina mark fyrri leiksins, eða misminnir mig eitthvað? Völlurinn er blautur, Tyrkirnir eru þreyttir og Ngog farinn að hlaupa framhjá þeim að vild núna. Myndi Babel ekki stúta þessu liði og skapa mikinn usla?

    Skil þetta ekki. Inná með Babel núna strax, hvort sem það er fyrir Kuyt eða Cole.

  28. Það virðist á fyrstu leikjum tímabilsins að RH hafi nokkra nákvæmlega sömu galla og forveri hans. Aðallega þá að þrjóskast við að gera breytingar á liði sínu þar til leikurinn er svo gott sem búinn. Að missa þennan leikí framlengingu og bíða eftir vítaspyrnukeppni er varla góður kostur ef deildin er í forgangi. Því hlýtur að vera kostur að setja einhverja nýja leikmenn inná til að freista þess að skora úrslitamarkið. Auk þess er t.d. Poulsen alveg búinn á því.

  29. Jahh það er reyndar smá munur á leik í deild og leik sem getur farið í framlengingu… Ekki það samt, Babel ætti að vera löngu kominn inná. En jæja styttist í það reyndar.

  30. Mikið hlýtur Hodgson að vera að hrífast af spilamennskunni, 76 min og ekki ein einasta skipting.

    1. 77unda mínúta og fyrsta skipting … Aurelio út, Pacheco inn. Aurelio að mínu mati verið okkar besti maður á miðjunni í dag, Kuyt og Cole fá hins vegar að spila lengur. Kannski er hann að vernda Aurelio fyrir meiðslum, mér dettur ekkert annað í hug.

    Fínt að sjá Pacheco þarna inni, samt. Er samt enn hissa á að Babel sé ekki kominn inn. Ætlar hann Babel að spila framlenginguna fyrir Ngog, ef við förum svo langt?

  31. nákvæmlega, sammála Jói #5 þið eruð ekki búnir að gera annað en að væla allan leikinn í virkilega erfiðum leik á erfiðum útivelli.

  32. Jæja þó við höfum ekki verið að spila neinn glimrandi bolta þá hafa Tyrkirnir ekki verið mjög sprækir í seinni hálfleik og ekki ógnað okkar marki að neinu viti.

    Ágætt að komast áfram í þessari keppni svo maður fái nokkra fimmtudagsleiki í vetur.

  33. Hvaða kjaftæði er þetta? Það er enginn að „væla“, menn eru bara að ræða leik sem hefur ekki verið neitt sérstaklega vel leikinn af hálfu okkar manna. Sleppið því að persónugera þetta.

  34. Jói#5 liðið var ömurlegt fram að fyrsta marki og eðlilega eru menn ekki sáttir við það!! Sé svo ekki betur en að þessar skiptingar sem við höfum verið að öskra á hafi gert útslagið! Þetta lið áttum við að klára á Anfield.

  35. Babel greyið hlýtur að fara að hugsa sinn gang hjá þessu liði okkar, hann er tekinn útaf í hálfleik í fyrri leiknum nýbúinn að skora og svo fær hann 5 mínútur í þessum leik þrátt fyrir að það vanti fjölmarga leikmenn.

  36. Flottur skyldusigur undir erfiðum kringumstæðum. Enginn bjóst við flottum bolta fyrir leikinn. Ég er sammála einum eða tveimur ræðumönnum hér á undan sem benda á menn eru annsi fljótir til að fara að röfla/væla/gagnrýna liðsuppstillingu ef menn sjá ekki það sem þeir óska. Mér sýnist strategían hafa gengið upp.

  37. Nei, nei held að Babel fái hlutverk í leiknum gegn WBA, Annars áttum við seinni hálfleikinn fannst mér og aldrei spurning um hvort við myndum skora.

  38. Babu. Þú þarft ekkert að vera að taka þetta til þín.

    Þetta er samt svo yndislega findið að lesa sum kommentin hér inni. Á það ekki að vera öllum ljóst að við erum langt því fram með sterkasta mannskapinn þarna úti í kvöld? Er ekki Hodgson búinn að gefa það út að þessi kepni er aukaatriði í ár? Voru ekki nokkrir nýjir menn að spila þarna eða menn sem ekki hafa mikið verið að spila með liðinu undanfarið?

    Þeir sem spila eiga að leggja sig alla fram, auðvitað. Gæðin eru bara ekki alveg til að hrópa húrra fyrir eins og er í kvöld. Menn sýndu þó í þessum leika að halda áfram fram á síðustu stund og það komu tvö mörk sem betur fer. Það er gott.

    Mörg komment hér eru neikvæð, væl yfir því að þessi eða hinn sá á vellinum en ekki einhver annar, sem jafnvel er ekki lengur í liðinu. Andvarp.

    Munið bara að þetta er ekki búið fyrr en feita kellingin springur.

  39. Kannski eitt að lokum. Þráðurinn er svo súr að loksins þegar fyrra markið okkar kom þá var einn sem skrifar inn komment til að fagna. Staðan samanlagt 1 – 2 og útivallamark og hlutirnir líta vel út. Þegar seinna markið kom var líka einn sem kommenterar. Síðan koma einn, tveir í lok leiks og kommentera. Hefðum við tapað þessum leik, hvað haldið þið að það hefðu komið inn mörg komment? Held stundum að menn séu haldnir sjálfspíningarhvöt gagnvart liðinu okkar.

    PS. KR heldur betur að gera góða hluti þessa dagana og er kominn í topbaráttu :o)

  40. Vá steinar og glerhús og allt það.

    KR-ingur að saka aðra um að væla.

Aðeins um Kuyt

Trabzonspor 1 – Liverpool 2