Það má segja að stutt sé á milli leikjanna þessa dagana, það er BARA gott. Næstur á dagskránni er algjör lykilleikur fyrir okkar menn. Jú, það er ekki oft sem maður getur flokkað leiki gegn sjálfum W.B.A sem lykilleiki, en svo sannarlega flokkast þessi undir slíkt. Það er ekkert sem heitir, við hreinlega verðum að vinna þennan leik til að stimpla okkur inn í tímabilið í deildinni. Við vorum óheppnir gegn Arsenal í opnunarleik okkar, en áttum svo algjörlega skilið að steinliggja úti gegn Man.City á mánudaginn, þar sem Roy Hodgson framdi taktískt sjálfsmorð.
En nú er kominn nýr dagur, annar leikur og menn hreinlega verða að stíga upp og sýna úr hverju menn eru gerðir. Fjölmargir leikmenn voru hvíldir og losaðir undan erfiðu ferðalagi til Tyrklands, þannig að menn ættu almennt ekki að vera þreyttir. Þeir sem spiluðu þann leik verða almennt ekki þreyttir, og því er engin afsökun á morgun á Anfield. Ég heimta ekki bara sigur, nei, ég heimta sannfærandi sigur. Það getur vel verið að maður líti út fyrir að vera spoiled krakki, en þetta er bara svona. Við verðum að fara að leggja af stað í þessa 38 leikja göngu sem deildarkeppnin er. Við erum búnir að spila einn góðan hálfleik og í honum vorum við einum færri.
Ég nenni ekki að velta mér neitt upp úr þessu W.B.A liði, það er bara ekki þannig lið að það þurfi að spá mikið í það. Ef okkar menn spila eðlilegan leik, þá á að vera algjör og stór klassamunur á liðunum. Mig minnir að ég hafi séð það einhvers staðar að þeir hafi ekki unnið okkur síðan sautján hundruð og súrkál og það eru fimmtán hundruð og ferskjur síðan þeir náðu að skora á Anfield. Ég rétt vona að þeir haldi sig áfram við þá iðju að gera harla lítið og ekki neitt á þessum yndislega velli.
Ég reikna með okkar nánast allra sterkasta liði á morgun. Ég er reyndar hræddur um að Roy Hodgson stilli enn og aftur Agger upp í bakverðinum, en ég hefði kosið að sjá Aurelio þar, enda einn af fáum sem átti góðan leik í Tyrklandi. Ég vil hreinlega sjá bara alvöru vinstri bakvörð í þessari stöðu og ég hreinlega vil sjá okkar besta miðvörð (lesist Agger) í miðvarðarstöðunni. CarrAgger er mitt uppáhald þegar kemur að miðvarðarstöðunum. Glen að sjálfsögðu hægra megin í vörninni og ég ætla að koma aftur á óvart (kannski öruggara að setja það hér inn að þetta sé kaldhæðni) og velja Reina í markið. Miðjan er öllu erfiðari, ég vil sjá Dirk hægra megin, Milan vinstra megin og Lucas með Gerrard á miðjunni. Það kæmi mér reyndar akkúrat ekkert á óvart að sjá Poulsen þarna inni. Minn draumur væri svo að fá að sjá Pacheco fyrir aftan Torres frammi. Ég veit, engar líkur á því, en ég væri samt til í það. Það er jú oft glettilega mikill munur á því sem maður sjálfur kýs, eða hvað maður telur líklegast.
Mitt lið:
Johnson – Carragher – Agger – Aurelio
Lucas – Gerrard
Kuyt – Pacheco- Jovanovic
Torres
Liðið eins og ég spái því:
Johnson – Carragher – Skrtel – Agger
Lucas – Poulsen
Kuyt – Gerrard- Jovanovic
Torres
Bekkurinn: Jones, Kelly, Aurelio, Kyrgiakos, Maxi, Babel og Ngog
En eins og ég sagði hér í byrjun, algjör lykilleikur þar sem við verðum gjörsamlega að stimpla okkur inn. Javier er farinn og ætti því að vera sæmilegt andrúmsloft á Melwood. Væntanlega munu einhver andlit bætast við á æfingasvæðið á næstu dögum, en það er um að gera fyrir hina að stimpla sig inn, vinna fyrir kaupinu sínu og landa 3 stigum á öruggan og fallegan hátt. Roy mætti mín vegna í svona leik stilla upp 4-4-2, allt annað að spila við þetta lið á heimavelli heldur en City á útivelli. Hann má í sjálfu sér stilla upp í hvaða kerfi sem er, bara að leikmenn þeir sem hann velur inná séu klárir í slaginn og keyri yfir mótherja okkar. Ég ætla að vera bjartsýnn á þetta og spá 3-0 sigri. Gerrard og Torres stimpla sig báðir inn og svo opnar Milan markareikning sinn hjá okkur. KOMA SVO.
Frábær upphitun
ég myndi reyndar vilja sjá Gerrard og Poulsen saman á miðjunni og svo Maxi í holunni.
Væri til í a Maxi fengi að reyna sig þar 🙂
soldið sammála þér villi held að maxi se fínn inná miðjunni. svo vil ég líka sjá babel á öðrum hvorum kantinum hann hefur hraða og við þurfum það í þessum leik og mer finnst að Liverpool eigi ekki að þurfa að spila með varnarsinnaða miðjumenn á Anfield á móti WBA allavega ekki tvo !
Ekki skil ég hvað þú vilt gera með Kuyt og Jovanovic á vængjunum á Heimavelli á móti WBA. Ég vil sjá Babel á vinstri og Maxi á hægri, einfaldlega finnst mér Babel búinn að spila sig inn í byrjunarliðið með góðum innkomum í síðustu leikjum og svo finnst mér Maxi sterkari kantmaður heldur en Kuyt, og ekki þarf að útskýra það neitt nánar. Annars sammála með Pacheco í holunni og Poulsen með Gerrard á miðjunni. Veit ekki með Reina í markinu? Hefur ekki virkað sannfærandi á mig og mér finnst ekkert sjálfsagt að hann eigi öruggt byrjunarliðssæti ef hann er ekki að standa sig leik eftir leik. Plís ekki missa ykkur þó ég hafi sagt þetta 🙂 engin kaldhæðni í gangi.
Vil ekki sjá Lucas þarna, hann hvorki leggur upp mörk né stöðvar margar sóknir og ekki er hann að stjórna miðjunni sem einhver playmaker að dreifa spilinu eins og Xabi gerði svo vel. Annars vona ég bara að liðið valti yfir þennan leik og komi sjálfstraustinu í lag.
áfram Liverpool
Kominn tími á að sýna klærnar.
Allt annað er stórsigur verða mér vonbrigði, 3 mörk+.
Bara með sigri getum komið upp í 5 sæti svo ég spái að Liverpool 3-0
Gerrard og svo Jovan og síðan Torres
leikurinn fer 4-0, torres 2 fyrirliðinn 1 og milan 1
lýst vel á þessa spá,koma svo drengir(liverpool leikmenn)
og standið bakvið þessa spá.
Fáum Martin O´Neal.
Ég kann ekkert á þetta quote dót, svo ég paste-a þessu bara.. :
” og ég ætla að koma aftur á óvart , og velja Reina í markið. “
Ertu eitthvað klikkaður þarna SS-teinn eða hvað þú heitir ?? Liggur það ekki í augum uppi að Reina verður í markinu ?? Þetta er fanta góður markmaður sko….
😉
Insjallah…
Carl Berg
Flott upphitun eins og alltaf!
En ég vona einmitt eftir sama byrjunarliði og þú nema væri til í að sjá Gerrard og Poulsen sama á miðjunni.
Ég ætla að spá 3-0 sigri fyrir okkur, eða jafnavel 4-0 svona því ég er í góðu skapi! 🙂 Gerrard 2, Torres 1 og Liverpool hjartað(Kuyt) með 1!
YNWA!
er ég einn um það að vilja sjá babel byrja ?? finnst hann eiga það inni og jafnvel pacheco líka 🙂
Sammála þér með þína uppstillingu SSteinn en ég væri hrikalega til í að sjá Babel inn fyrir Kuyt, spila þetta svolítið sóknarlega nýta vangetu WBA til að spila fótbolta og raða inn mörkum, okkar mönnum vantar eitthvað til að rífa upp sjálfstraustið í næstkomandi deildarleikjum og þetta er rétti leikurinn til þess !
Er annars ekkert nýtt að frétta af Meireles ?
YNWA
Ragnar: this just in…. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-agree-meireles-fee
Ekki líst mér að hafa Lucas og Poulsen saman á miðjunni og Kuyt og Jovanovic á vængjunum á heimavelli á móti slöku liði sem liggur í vörn (raunar ekki á móti neinu liði en það er svo annað mál 🙂 ).
Inná með Babel og Pacheco. Gerrard á miðjuna, Pacheco í holuna og Babel á vænginn.
Kaupin gerast hratt á eyrinni þessa dagana, sbr. -> http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-complete-meireles-deal
WBA er klárlega lið sem við eigum að stilla upp 4-4-2 á móti. Ég væri til í að sjá Gerrard með Poulsen á miðjunni, Kuyt á hægri og Jova á vinstri og svo Torres og Babel uppi á topp. Einnig er sennilega nóg varnarlega að hafa Aurelio í vinstri bak og setja þá Agger í sína bestu stöðu.
Annars spái ég stórum sigri á morgun, 4-0 og Torres setur sitt fimmtugasta mark á Anfield!
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96532
Ósammála þeirri fullyrðingu að Hodgson hafi framið taktískt sjálfsmorð á móti man city. Vil spila með tvo ef ekki þrjá í öllum leikjum.
… frammi.
Ég held að þessi kaup á Poulsen hafa verðið hugsað sem Eftirmann Masch og Raul Meireles sem eftirmann Xabi þarsem skarð Xabi var ekki nægilegt fyllt með Aqui.
Ef Hodgson ætlar eitthvað að nota Babel og Ngog, þá finnst mér sénsinn akkúrat gegn WBA. Ngog hefur spilað MJÖG VEL það sem af er tímabilinu og afhverju að henda Torres inn núna gegn WBA þegar hann var hvíldur í evrópuleiknum? Gera þrír dagar svona svakalega mikið hvað formið/meiðslin varðar?!?!?! Ngog á sitt sæti skilið og það bara mun gera Torres æstari í að sanna sig. Er það eitthvað svo slæmt, Torres elskendur? (Sparið þumlana!).
Hvað City leikinn varðar að þá var ekkert nema “taktískt sjálfsmorð” í gangi hjá RH þar sem hann gjörsamlega vanmat andstæðing sinn eins og hægt var að gera. Andstæðingurinn var ekki nema ríkasti arabi í heimi sem á fótboltalið, og svoleiðis manneskjum mætir maður ekki til leiks með lið fullt af leikmönnum spilandi vitlausar stöður. Ég yrði illa svikinn ef Pacheco fengi ekki að spila í byrjunarliðinu fljótlega á meðan ekkert gersti í leikmannamálum.
Ég var að skoða þessi nýju kaup en þessi nýji spinnigali var að eiga gott HM mót en var hann að gera eitthvað fyrir utan það? Mér finnst þetta vera innáskipting fyrir Babel sem virkar á mig sem nýr kantur sem í raun er ekki kantur, sem minnir mann á sl. 12 árin. Leikmenn keyptir inn í ákveðinni stöðu en notaðir í allt annað. Það þarf afskaplega djúpa hugsun a bak við slíkt rugl.
Ég myndi ekki láta bakara gera við bílinn minn, né setja bankastarfsmanninn í að afgreiða hamborgara í sjoppunni.
Aðeins of spenntur að sjá Meireles spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool (birmingham 12.sept?) ! Ætli það verði ekki komin nýr framherji þegar við vöknum á morgun, þetta gerist allt svo óvenju hratt !
Smá munur á kaupum 2010 og svo 2006 ég hugsa að benitez sé ennþá að reyna að fá Simao Sabrosa.
Ef einhver er með eitthvað inside intel um þennan flúraða töffara, þá má allveg share-a
Vinnum þetta 2-1. Kominn tími á Torres sem setur bæði.
Já og svo hálf vorkenni ég Inter aðdáendum að þurfa að hlusta á svona loðnar útskýringar, það þarf að breyta mörgu hjá þreföldum meisturum: http://www.visir.is/benitez–tharf-ad-breyta-ymsu-eftir-mourinho/article/2010896113746
Liv, tekur þennan leik STÓRT. Auðvita á Torres að spila alltaf ef hann er leikfær og ég fatta ekki hvað menn sjá við Ngog allavegana eins og hann er í dag, jú hann getur skorað eitthvað en hann missir bolta ansi oft og kemst yfirleitt ekki framhjá varnarmönnum, TORRES TORRES TORRES alltaf inná.
Sammála Stjána Bláa: Hvað er Benitez að rugla, til hvers að vera með miklar breytingar á góðu liði, já hann er skrítinn kýrhausinn.
Inná með alla flinkustu gæjana í hópnum. Aurelio í bakvörðinn, Maxi, Babel og Torres inn. Ef gengur illa að skora þá má Pacheco koma inná á 60. mínútu. Ekki veit ég í hvaða draumaheimi þið lifið sem heimtið stórsigur, liðið er varla komið af stað ennþá. 2-0 er fínt fyrir mig.
Liverpool hrunið byrjaði daginn sem Lucas varð fastamaður í Liverpool, gefum honum pásu og setjum hann á bekkinn. Sprækustu mennirnir þessa dagana eru þeir sem hafa minnst verið undir stjórn Benitez; Pacheco og Kelly. Leyfum þeim að byrja og setjum svo Babel og Torres saman á toppinn.
Þá náum við 2 mörkum og fáum bara 1 á okkur. Sem teljast má sem góð úrslit fyrir lið í mótun.
með þennan City leik þá finnst mér allt of lítið gert úr frammistöðu Liverpool, fáranlegt að segja þetta eftir 3-0 tap en fyrir utan mörk City þá ógnuðu þeir varla marki Liverpool… fannst þetta vera “flattered by the scoreline” sigur hjá City
svo maður taki uppáhaldstölfræðiþátt Houllier þá átti Liverpool bæði fleiri skot á markið og framhjá heldur en City… og munurinn á possession skv. Sky 55% / 45% City í vil sem er enginn svakalegur munur sérstaklega gegn svo sterku liði á útivelli
vona að tilkoma Meireles og sigur í dag gegn WBA rói aðeins Benitez-istana, þó er ég hræddur um að tilkoma Konchesky eigi eftir að æsa þá aftur upp
Spái 2-0, El Nino með bæði
bíddu er það rétt hjá mér að leikurinn sé ekki sýndur á stöð 2 sport?
held að hann sé sýndur á stod2sport 4 🙂