Um helgina var málið leikvika 3.
Á laugardeginum byrjuðu Arsenalmenn á að sigra lið Allardyce á Ewood Park í hefðbundnum leik. Þá meina ég að Allardyce er búinn að setja sín fingraför á áður ágætlega spilandi Blackburnlið. “Kick players and run at them” heitir leikkerfið og hefur vissulega dugað honum annað slagið. Í þetta sinn fóru lærisveinar Wenger með stigin í suðurátt eftir 2-1 sigur. Það gefur Wenger klárlega sjálfstraust og hlutir líta ágætlega út fyrir lærisveina hans.
Three o’clock kick-off. Án vafa voru stóru fréttirnar fyrstu stig Wigan Athletic og það með útivallarsigri, 1-0 á White Hart Lane. Sérkennileg úrslit í ljósi upphafs leiktíðarinnar en kannski eru Spurs bara að læra á CL-þynnkuna. Hvað sem það var er ljóst að þetta var blaut tuska í rauðleitt andlit Redknapp og sennilega verða þessi úrslit að hann áttar sig á því að hann vantar sárlega framherja með Defoe.
Chelsea sigruðu Stoke tiltölulega vandræðalítið og Blackpool náði sér í stig og í raun ekki langt frá að vinna Fulham, virðast ekki ætla að láta slátra sér svo glatt. Úlfarnir gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle áður en ManU tók á móti Hömrunum í 17:15-leiknum. Það varð aldrei merkilegt, West Ham höfðu enga trú á því að fá nokkuð út úr leiknum og voru heppnir að sleppa 0-3.
Sunnudagurinn hófst á sterku jafntefli fyrir Boltonmenn, 2-2 heima eftir að hafa lent manni færri og 0-2 undir. Þrír leikir aðrir voru á sunnudeginum, við höfum rætt töluvert okkar sigur á W.B.A. en sama marktala varð í hinum leikjunum tveimur. Aston Villa sigruðu Everton 1-0 og sáu til að Blámennirnir sk***** eiga nú við verstu byrjun sína í um 30 ár en það virðist þó ekki ætla að duga Liverpoolmanninum Kevin McDonald til að verða framkvæmdastjóri liðsins varanlega. Sunderland brosfylltu svo daginn þegar þeir sigruðu ofríkisdrengina í Man.City með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vissulega eftir svakalegt klúður Tevez í fyrri hálfleik en í raun áttu Sunderland alveg inni fyrir stigunum þremur og stór munur virðist á City heima og úti.
Draumaliðsleikurinn
Þá rúllum við yfir leikinn okkar. Í samræmi við gang leikjanna um helgina voru þessir fimm leikmenn að skora hæstu stigin:
1.sæti Nani (MUtd) 14 stig
1.sæti Luke Young (AV) 14 stig
3.sæti Wayne Rooney (MUtd) 10 stig
3.sæti Theo Walcott (Ars) 10 stig
3.sæti Florent Malouda (Che) 10 stig
Röðin í okkar leik breyttist, við erum með nýtt topplið, sem INNIHELDUR okkar leikmann
Það er lið Júlíusar Arnarssonar, Kanill sem er kominn í 219 stig eftir 72ja stiga skor í þessari leikviku, 6 stigum á undan næstu liðum, FC Malbik og Hraðlestinni.
Kop-pennarnir
Við erum flestir aðeins að lyftast á listanum góða. Aggi og Babu eru okkar efstir, í sæti nr. 146 með 144 stig og svo erum við hinir ekkert alltof langt á eftir.
Við hlökkum mikið til þegar einhver okkar kemst inn á blaðsíðu 1 í uppgjöri leiksins (sæti 1 – 50) og spurning um sérstakan bónus fyrir okkur þá!!!
Nú er auðvitað landsleikjahlé og gluggalok svo við hvílumst á leiknum næstu helgi og því vel hægt að liggja yfir liðsskipan og slíkum málum.
Flott heildarsamantekt fyrir helgina Maggi og svo ég noti nú orð ákveðins ríkisstjóra: “I’ll be back”.
Maður fór afar illa af stað í Fantasy, svo illa að ég ákvað að nota wild card fyrir síðustu umferð, þannig að það er bara frá.
Sigur okkar manna skilaði þremur stigum í hús og ekki skemmdi það helgina að sjá þá bláu halda “rönninu” sínu áfram. Long may it continue:-)
Ég fékk heil 33 stig í þessari umferð. Rooney og Van der Sar með 16 af þeim þannig að hinir 9 leikmennirnir mínir voru einungis með 17 stig samtals. Mér tókst að velja nær eingöngu leikmenn sem fengu 1-2 stig fyrir að mæta og spila leikinn. Fyrirliðinn minn misnotaði svo vítaspyrnu.
Ég íhugaði alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir þessa umferð. Helvítis fokking fokk.
Ég læt þó ekki bugast. Safna orku í tvær vikur, á wildcard-ið enn eftir ef liðið mitt heldur áfram að vera glatað. Ég hef trú á þessu þegar líður á. 🙂
Ég er þokkalega ánægður með 68 stigin mín í þessari umferð og er í 73. sæti núna. –