Þá er komið að fyrsta risa slagnum í Carling Cup á þessu tímabili, lið Northampton Town mun heimsækja Anfield á morgun. Stjórinn hjá þeim talaði um það að þessi leikur muni tryggja afkomu félagsins næsta árið og jafnvel lengur. Það er bara jákvætt og það er ávallt gaman að því þegar neðri deildar félögin detta í lukkupottinn í þessum bikarkeppnum. Þessi lið vita það alveg að þau eru ekki á leiðinni á Wembley, heldur sitja menn og biðja um að fá alvöru lið og það helst á útivelli. Northampton fengu sinn Lottó vinning í þetta skiptið.
Það er morgunljóst og liggur algjörlega í sólgleraugum uppi að þetta er sú keppni sem stærstu liðin leggja minnsta áherslu á. Jú, úrslitaleikurinn er á Wembley, og þangað vilja allir komast, en það telst ekkert svaðalegt afrek að vinna þessa keppni, hún er bara svona auka konfekt. Margir hafa verið að gagnrýna tilverurétt þessa bikars, en ég er ekki einn af þeim. Ég er þó mótfallinn því að þessi bikar skuli gefa Evrópusæti, finnst að þetta sæti ætti frekar að detta inn í gegnum góðan deildar árangur heldur en keppni þar sem stóru liðin stilla upp sínum b og jafnvel c-liðum. Deildarárangurinn segir miklu meira um styrkleika liða og velgengni á tímabili, heldur en svona bikar, og ég er á þeirri skoðun að þeir sem eiga að spila fyrir hönd Englands í Evrópukeppnum, eigi að komast þangað út af því að þeir eru sterkastir.
En hvað um það, leikmenn Northampton eiga vart eftir að sofa í nótt yfir spenningi fyrir því að labba inn á Anfield á morgun. Reyndar leiðinlegt fyrir þá að leikurinn skuli ekki vera sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi, en þetta verður mikil upplifun og svo maður noti nú þessa gömlu klisju, bikarúrslitaleikur fyrir þá. Þeir munu þó væntanlega ekki fá að tækla Torres eða Gerrard með stjörnuglampann í augunum, Roy Hodgson hlýtur hreinlega að stilla upp ungu liði í þessari keppni, jahh annað væri hrein firra í mínum augum.
Ég væri til í að taka Arsenal á þetta hreinlega, bara engann leikmann sem er að spila reglulega fyrir aðalliðið. Gefa þessum ungu strákum blóðbragð í munninn með því að leyfa þeim að spila alvöru leik á Anfield. Ég held þó að við munum sjá einhverja reyndari leikmenn inná vellinum, menn eins og Kyrgiakos og jafnvel Babel, Ngog og Lucas.
Ég er eiginlega alveg grútsvekktur yfir því að þessi leikur skuli ekki vera sýndur í beinni. Er eiginlega spenntari yfir því að sjá suma leikmenn sem ég haldi að spili þennan leik, heldur en minni leik í deildinni. Skrítið, en svona er það bara. Ég hef nefninlega mikla trú á nokkrum strákum sem eru þarna að sprikla með varaliðinu. Ég held að það sé bara nánast útilokað að hitta á rétt lið í upphitun, en ég ætla að skjóta beint út í loftið og spá að svona lítið byrjunarliðið út:
Darby – Kyrgiakos – Wilson – Kelly
Shelvey – Spearing
Amoo – Pacheco – Babel
Ngog
Bekkurinn: Hanson, Robinson, Irwin, Wisdom, Eccleston, Ince og Suso
Þetta er kannski full ungt hjá mér miðað við hvernig ég held að Roy Hodgson setji þetta upp, en ég væri alveg til í að sjá þetta svona. Það er algjörlega pottþétt að Jones spili í markinu, hefði svo jafnvel viljað setja Robinson inn í vinstri bakvörðinn, en ég held að Roy búi til pláss fyrir Darby í liðinu, nema hann taki hreinlega Kelly út. Held samt að þetta verði svona, hef ekki heyrt neitt af meiðslaþróun hjá Aurelio, en ef hann er að koma tilbaka, þá gæti hann alveg dottið inn vinstra megin til að komast í spilaform.
Í miðvarðarstöðurnar set ég þessa tvo, er nokkuð viss um þær. Wisdom gæti svo jafnvel komið inn og fengið einhverjar mínútur. Varðandi miðjuna, þá er það kannski meiri óskhyggja. Yrði ekkert hoppandi hissa á að sjá Lucas þar inni í stað Jonjo. Sama með kantana, gæti alveg trúað því að Jovanovic kæmi inn vinstra megin og þá jafnvel Babel yfir til hægri (eða Pacheco). Meira að segja gæti alveg verið að Ngog yrði hvíldur og að Babel fengi tækifæri uppi á topp. En hvað um það, maður verður að setja eitthvað niður þrátt fyrir að fáránlega erfitt sé að ráða í þetta.
Hvað um það, þrátt fyrir reynsluleysi þessa liðs sem ég stilli upp, þá eiga gæðin að vera það mikil að við eigum að taka andstæðinga okkar. Ég ætla að spá okkur 2-1 sigri í þessum leik og að Babel setji eitt og Pacheco hitt.
Góð upphitun. Ég er sammála því að ég vil sjá eins marga af ungu strákunum og hægt er í þessum leik. Gefa aðalliðinu algjört frí – ef það kostar okkur áframhald í þessari keppni er það þess virði, strákarnir þurfa að fá reynslu. Hef annars engar áhyggjur, leikmenn á borð við Ngog, Pacheco, Babel, Amoo, Eccleston, Shelvey og Ngoo eiga alveg að geta tekið lið eins og Northampton, með fullri virðingu fyrir þeim klúbbi.
Annars eru minnst óvæntu fréttir ársins þær að Dirk Kuyt er að verða heill … langt á undan áætlun. Ég er enn hissa á því að hann hafi yfirhöfuð getað meiðst til að byrja með.
mér lýst ágætlega á þetta lið, ég er þó ósammála því að hafa Darby þarna. Hann á aldrei eftir að festa sig í sessi hjá Liverpool, hvorki efnilegur né góður leikmaður. Vil frekar sjá Robinson í vinstri bakverðinum og Kelly í þeim hægri. Robinson er að mínu mati efnilegasti varnarmaðurinn í akademíunni í dag.
Hodgson hefur gefið það út á offical síðunni að Wilson verði í vinstri bakverði, Kyrgiakos og Agger miðverðir og Kelly þá væntanlega í hægri bakverði. Einnig gefur hann í skyn að Babel, Ngog, Pacheco og Spearing muni spila. Vonandi taka svo Shelvey og Amoo síðustu 2 plássin.
Ég væri til í að sjá þenna Suso byrja frammi og hafa gogginn bara á bekknum til að koma inn á ef að þetta e rað spilast eitthvað illa. annars er ég hrifinn af þessu :=)
Er þessi leikur ekki sýndur á Liverpool TV ?
Liverpool FC: Jones, Kelly, Agger, Kyrgiakos, Wilson, Lucas, Spearing, Pacheco, Babel, Jovanovic, Ngog, Bouzanis, Darby, Amoo, Eccleston, Shelvey, Ince, Suso.
þykir líklegt að fyrstu 11 í þessari upptalningu hefji leik.
Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer á morgun og hvernig hann mun stilla upp liðinu.
Annars gaman að fylgjast með Benitez sem er byrjaður að brjóta niður leikmenn : )
http://www.dv.is/sport/2010/9/21/diego-milito-ohress-med-benitez/
Hvað er eiginlega málið með að það er hvergi hægt að sjá leikinn í beinni? Hann verður bara sýndur í upptöku hjá lfc.tv.
örugglega hægt að sjá hann á netinu
ef þið viljið horfa á fótboltaleiki í beinni þá mæli ég eindregið með ATDHE.net
ég er ekki með stöð 2 sport enn ég horfi samt á alli liverpool leiki og fleiri spennandi leiki á þessari síðu 🙂
hvernig stendur leikurinn ? ?
HAHAH blellar… leikurinn er á morgun, over and out….
Brad Jones and Danny Wilson will be handed their debuts when Northampton Town visit Anfield on Wednesday night, Liverpoolfc.tv can reveal.
lekur byrjunarliðið ekkert út fyrir svona deildarbikarleiki ?
Það er bara sjónvarpað frá tveimur leikjum í þessari keppni og það er ekki hægt að horfa á þetta á netinu því það eru engar útsendingar frá þessum leikjum. Þið getið prófað að fara á My2py og ATHDE eða hvað þetta heitir allt en þið getið bara séð sama leik og stöð2sport sýnir. Þetta er fúllt en það er bara við enska knattspyrnusambandið að sakast.
Byrjunarliðið er
Jones
kelly soto agger wilson
babel lucas spearing jovanovic
pacheco Ngog
Hvar fékkstu þetta byrjunarlið staðfest ?
vitiði hvort leikurinn sé sýndur á players, þá á sky eða eitthvað álíka? Hann er nefnilega ekki sýndur á sport og þoli ekki að streama…
Skv. heimasíðunni er hann sýndur kl. 21.30 á ísl tíma, beint á ská:
20:00
Intermission
LFC TV off-air during match
21:45
This is Anfield: Match Day special
Call 0845 2344567 or email thi…
22:30
The Match: Liverpool v Northampton Town
All the action from Liverpool’…
http://www.liverpoolfc.tv/video/LFC-TV/
Fann nokkra linka sem segjast vera með leikinn live:
http://eurorivals.net/liverpool~northampton-live-stream.html
http://www.sportingo.com/football/a14345_watch-liverpool-northampton-live-streaming-free-online
leitaði eftir “liverpool northampton live”
Þessi leikur ekki sýndur, svo ætlar stöð 2 sport ekki að sýna Liverpool v Sunderland um helgina vegna íslenska boltans.
Veit ekki með ykkur en mér finnst þetta út í hött, persónulega er ég bara að borga fyrir sport stöðvarnar til að geta öskrað á sjónvarpið þegar Liverpool er að spila.
Tekið af stod2.is:
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Sport 2 er íþróttastöð sem helguð er enska boltanum og sýnir árlega yfir 380 beinar útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni auk helstu leikja í næstefstu deild og valinna æfingaleikja stóru liðanna. Langflestir ættu því að geta horft á alla deildarleikina með sínu eftirlætisliði á Stöð 2 Sport 2 og valið á milli annarra spennandi leikja. Yfir keppnistímabilið er hægt að velja á milli allt að 10 beinna útsendinga um næstum hverja helgi.
Ef að það á að sýna íslenska boltann á kostnað enska á þessari stöð er það greinilega gegn tilgangi hennar og þar að leiðandi ástæðu þess að ég kaupi þessa þjónustu
Henda e-mailum á stöð 2 😀
Þetta dæmi með leikina um helgina hefur ekkert með Stöð 2 sport að gera, þetta er að beiðni KSÍ. Þar hafa þeir stuðning meðal annars FIFA til að sýna “heimaboltann” fram yfir enska. Þetta er einn dagur, við hljótum að lifa þetta af .
væri alveg til í að sjá Guðlaug victor þarna í liðinu
Jóhann #24
Þetta er eflaust rétt hjá þér og jú bara einn dagur. Ég er samt á því að stöðin sem ég kaupi til að horfa á enska boltann eigi að sýna mér enska boltann… Þeir sem vilja horfa á íslenska boltann geta alveg gert það.
það verður ekkert sýndur íslenskur bollti nema kannski á aukarásunum. en það er rétt að þetta er beiðni frá KSÍ og ég skil það svosem alveg… en það sem ég skil ekki er af hverju þessi umferð er ekki á sunnudaginn eins og það hefur verið í allt sumar ( fimmtud og sunnud ) það er held ég bara á laugardaginn svo að leikmenn geti dottið í það á laugardagskvöld það er bullshit!
Lóki. Er það ekki alveg sjálfsagt að leikirnir séu settir á laugardag þegar líklegt er að megi búa til betri stemningu og einnig til þess að leikmenn geti gert sér glaðan dag eftir langt tímabil?
Leikurinn verður sýndur klukkan 16, þegar íslenski boltinn er búinn.
jújú mer finnst það í fínu lagi en af hverju eru þeir að setja þetta klukkan 2 á sama tíma og enska deidiln getur þetta ekki byrjað klukkan 4 ég bara spyr allir leikirnir í sumar hafa byrjað seinnipart dags. ég allavega er ekki að fara að hugsa. “heyrðu ja enginn liverpool leikur syndur útaf pepsi deidinni. jæja best að kíkja þá á völlinn í staðinn”. nei ég fer á bar eða horfi á netinu á liverpool leik. en svo eftir enska þá væri maður alveg til í að kíkja á völlinn..