Þessi helgi var nokkuð viðburðarík í ensku deildinni svona almennt séð.
Fyrsta tap Chelsea í langan tíma leit dagsins ljós þegar Manchester City vann þá sanngjarnt 1-0 í hádegisleiknum á laugardag. Þetta City-lið virðist ætla að ná saman eftir allt, það er náttúrulega skýrt og ljóst að þeir verða í toppfjórum nema að stórslys verði og því augljóst að breyting er að verða á þeim “klassísku” í það sæti. Chelsea voru þarna að tapa öðrum leiknum í röð eftir tap í Deildarbikarnum í vikunni og í fyrsta skipti í langan tíma sá maður veikleika í liðinu þeirra, þar sem mér fannst City vinna miðjubaráttuna.
Get ekki annað en blandað James Milner í þessa umræðu. Benitez reyndi minnst tvisvar að fá hann en í bæði skiptin fékk hann ekki fjármagn til þess. Margir vildu meina að þau kaup sýndu fram á meðalmennsku, guð á himnunum hvað ég væri til í að hafa hann á hægri kantinum okkar í dag, auk þess sem ég hefði alveg þegið að liðið hefði keypt Adam Johnson síðasta sumar, en það á líka að hafa klikkað út af peningaleysi. En City hófu umferðina á sterkum sigri.
Laugardagsleikirnir buðu upp á óvænta hluti. Ekki eyði ég fleiri orðum á okkar leik, en W.B.A. unnu Arsenal verðskuldað á útivelli og West Ham náðu í sinn fyrsta sigur með því að leggja Tottenham. Norður-Lundúnarisarnir tveir eru að lenda í vandræðum, fyrst og fremst vegna meiðsla lykilmanna og þá um leið skorts á breidd. Vörn og markvarsla Arsenal var skelfing og sóknarleikur Tottenham var númeri of lítill. Markvert var líka að sjá að Everton sitja í neðsta sæti deildarinnar eftir helgina, náðu 0-0 jafntefli gegn Fulham sem setti þá þangað, eitthvað smá til að gleðjast yfir þar!
Á sunnudaginn tryggði lítill senter Unitedmönnum stig gegn Bolton á útivelli og Aston Villa og Stoke unnu góða útisigra. Aftur langar mig að tala um leikmann sem Benitez vildi fá og var töluvert gagnrýndur, Kenwyne Jones nokkur. Mikið óskaplega væri nú skemmtilegt að hafa þann leikmann í okkar liði. Feykilega líkamlega sterkur senter sem veldur varnarmönnum stöðugum vandræðum, skoraði flott mark og var óheppinn að setja ekki þrennu.
Hætti að pirra mig núna á leikmönnum sem við ekki eigum en hefðu breytt mjög miklu.
Kannski má segja að helgin hafi varpað ljósi á það að minni munur er á milli liða í Englandi en oft áður. Tottenham, Arsenal, Chelsea og United sýndu öll veikleikamerki en W.B.A., Stoke og Aston Villa unnu sterka sigra. Reikna má með hörkudeild í vetur þar sem mörg “óvænt” úrslit munu dúkka upp. Manchester City stimpluðu sig svo inn sem alvörulið um helgina.
Kop – deildin
Fyrst eru það stigahæstu leikmenn helgarinnar:
1.sæti: Darren Bent (Sun) 13 stig
2.sæti: Luis Nani (MUtd) 12 stig
2.sæti: Samir Nasri (Ars) 12 stig
4.sæti: Jerome Thomas (W.B.A.) 11 stig
5.sæti: Martin Petrov (Bol) 10 stig
Fernando Torres var stigahæstur okkar manna með 7 stig.
Ekki varð breyting á toppi Kop-deildarinnar. FC Malbik undir stjórn Tryggva Páls situr efst með 376 stig en A-liðið undir stjórn Eyþórs Guðjónssonar var hástökkvarinn, fékk 66 stig í leikviku 6 og komst í 2.sætið með 370 stig, velti liði Júlíusar Arnarssonar Kanill úr öðru sætinu og niður í það þriðja.
Mér er það svo sönn ánægja að tilkynna að undirritaður hefur nú náð forystu í keppni okkar kop-pennana eftir fína leikviku. Ég er nú kominn inn á topp 100 (einn pennanna) og sit í 85.sæti með heil 292 stig! Steini er enn á uppleið líka, situr í sæti 116 en aðrir eru neðar….
Við Steini fáum nú örugglega öflugri samkeppni þegar íslenski boltinn hættir að stela athygli Agga, KAR og hjá Babu, en þó er ráðgáta hvað varð um sprettstartarann Einar Örn, við treystum því að hann taki nú öflugan kipp alla leið að utan!!!
Þetta var ágætis vika hjá mér. Torres með tvær stoðsendingar sem fyrirliði, það var góð ákvörðun. Að hafa Drogba og Scholes í liðinu mínu? Ekki jafn góð ákvörðun. En ég er allavega á uppleið, spái því að ég verði orðinn efstur okkar pennanna um miðjan október. 🙂
Ég get ekki falið mig bak við ísl. boltann!
Ég tók bandið af Nani enda var ég að selja sál mína með að hafa hann fyrirliða og setti á Camkah því Arsenal var alltaf að fara rústa WBA !!
Frábært.
Chamakh fyrirliði? Vá, það er næstum jafn vitlaust og þegar ég setti fyrirliðabandið á Vidic einhvern tímann í fyrra því hann var að raða inn skallamörkum…
…hefur ekki skorað síðan held ég.
Blessaðir prófið að halda þessu áfram, fórna sér fyrir félagið.
Sýnist þið leggja álög á þessa menn með því að gera þá að fyrirliðum sem er auðvitað hið besta mál!!!
Oh ef það væri nú bara svona auðvelt. Þá myndi ég fylla liðið mitt af lykilmönnum toppliðanna (og Everton, en þeir þurfa enga hjálp sjálfir í ruglinu þessa dagana).
Þessi 70 stig sem voru mest Darren Bent að þakka voru engann veginn þess virði…