Gleymum þeim leikmönnum sem við höfum til afnota hjá klúbbnum, gleymum eigendum liðsins og öllu bullinu í kringum þá og í guðana bænum gleymum Rafael Benitez, í dag gerði núverandi framkvæmdastjóri Liverpool enn eitt sjálfsmarkið og nældi í önnur úrslit sem fara í flokk með þeim mest niðurlægjandi í sögu félagsins.
Það er hann sem er að leggja leikinn upp með þeim hætti að eftir 45.mínútur eru gestirnir í BLACKPOOL sem er betur þekkt sem tívolí heldur en fótboltalið með 60% af boltanum, helmingi fleiri færi og miklu betri hugmynd um það hvernig liðið á að spila fótbolta.
Liverpool er í fallsæti og miðað við spilamennskuna er það bara fullkomlega eðlilegt og þegar stuðningsmenn Liverpool eru mjög svartsýnir fyrir heimaleik gegn nýliðum Blackpool og sjá tapleik nánast 100% fyrir daginn fyrir leik er ekki nokkur spurning um að tími er kominn á kallinn í brúnni.
Auðvitað er þetta enginn tími sem hann hefur fengið með liðið og ég hef sagt það áður að ekki ætti að dæma Hodgson fyrr en í ca. janúar. En eftir hverju í fjandanum eigum við að bíða? Hann heldur að hann sé að stýra Fulham, leggur leikinn upp þannig og bendir leikmönnum okkar á að þeir séu bara ekki rassgat betri en leikmenn Fulham. Fyrir mér framkvæmdi hann nánast harí kírí í þessu viðtali sem ég linkaði á í gær og eftir daginn í dag gef ég honum í mesta lagi tvær vikur í viðbót sem stjóri Liverpool að því gefnu að Hillett og Gicks missi klúbbinn að þeim tíma liðnum, eða 15.október (inni í þessu er landsleikjahlé).
Ef við förum aðeins yfir þennan leik í dag þó ég hafi það varla í mér þá lögðum við líklega upp með að halda í þetta stig sem við byrjuðum leikinn með og buðum leikmenn Blackpool hjartanlega velkomna á vallarhelming okkar og leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu með boltann. Liverpool sat með sínar tvær hundlélegu varnarlínur og vonaði það besta. Þegar við vorum með boltann var trikkið að koma honum sem allra fyrst fram og helst alls ekki halda honum of lengi innan liðsins.
Blackpool sem er ekkert ömurlegt lið og var klárlega til í þennan leik sótti bara eins og þeir gátu, fóru upp kantana og voru ekkert ósanngjarnt yfir í hálfleik. Fyrra markið kom eftir enn einn ömurlegan varnarleikinn hjá Glen Johnson sem stóð mjög illa er hann fékk Varney á sig og braut klaufalega á honum. Púllarinn Charlie Adam afgreiddi vítið og það versta var að fáir voru of hissa á að staðan væri 0-1 á Anfield.
Liverpool átti alveg sín færi úr skyndisóknum og það hjálpaði ekki að Torres fór meiddur útaf eftir innan við 10.mínútur en leikur liðsins í heild var bara til skammar. Í restina á fyrri hálfleik komust gestirnir svo í 0-2 er þeir spóluðu sig í gegnum vörnina.
Eina skiptingin sem maður vildi sjá í hálfleik var að fá Dalglish sem sat sjokkeraður í stúkunni inn fyrir Roy Hodgson. Anfield púúaði hraustlega á leikmenn liðsins er þeir gengu til búningsherbergja og það er ekki oft sem maður sér það.
En Hodgson datt ekkert sniðugt í hug og setti bara sama lið inná í seinni hálfleik. Að vanda vorum við mun betri í seinni hálfleik og fórum að sækja aðeins eins og liðið gerir nú þegar það er 1-2 mörkum undir, sem er nánast í hverjum leik. Á 55.mín tók Gerrard aukaspyrnu fljótt á Kyrgiakos sem skallaði boltann vel í netið. Hercules er líklega sá leikmaður sem kemst næst því að vera sóknarmaður í ætt við það sem Hodgson vill spila með og ef það væri félagslega samþykkt er ég ekki frá því að hann yrði notaður frammi hjá okkur.
Þegar leið á leikinn héldum við áfram að sækja og núna var Liverpool mikið meira með boltann og mun líkara því liði sem við höfum þekkt undanfarin ár, það er að pressa andstæðingana. En ekkert gerðist, við nýttum ekki færin og þeir fengu meira að segja sín færi á móti og hefðu vel getað klárað þetta ennþá stærra.
Reyndar gerðust ótrúlegir hlutir á 60.mínútu þegar Hodgson tók einn besta leikmann Blackpool af velli og setti Liverpool leikmann inná í formi Jovanovic (vissi ekki að þetta mætti). En í lokin þegar Blackpool var augljóslega farið að þreytast gríðarlega datt Hodgson ekkert í hug fyrr en á 88.mín er hann setti Maxi inná fyrir Cole. Á 88.mínútu 1-2 undir á Anfield áttaði hann sig endanlega á því að hans blessaða Plan A var ekki að virka.
Ég er búinn að fá meira en nóg af hugmydnum Roy Hodgson og þeim fótbolta sem hann stendur fyrir.
Þetta segir allt sem segja þarf.
Babú
HELVÍTIS FOKKING FOKK !!!!!!!!
Nýja eigendur, nýjan þjálfara og nýja leikmenn…
af hverju var verið að kaupa dönsku skinkuna poulsen…niðusoðinn bauni sem ekkert getur. what a mess
Þannig fór það….verulegur leki kominn að skútunni, spurning eða gera eitthvað áður en dallurinn sekkur og allir skipsverjar stökkva frá borði í Janúar…!
RIP Liverpool
Ég trúi þessu ekki, þetta er fyrir löngu hætt að vera fyndið. Blackpool? Það er ekki langt síðan maður vissi að þeir væru til…
Hef aldrei verið jafn ógeðslega ósáttur við að hafa rétt fyrir mér. Fari það grákolandibölvað, og svo framvegis.
Farinn að horfa á NFL. Ætla að reyna að láta eins og ég sjái ekki stöðuna í Úrvalsdeildinni næstu tvær vikurnar.
Kristján Atli!
Ég krefst þess að þú biðjist afsökunar á þessari svartsýnu spá sem þú settir fram.
Ótrúlegt að þú hafir ekki meiri trú á liðinu en það að við færum að tapa 0:2 heima gegn Blackpool.
Roy og félagar létu þig svo sannarlega líta illa út með því að skora þetta eina mark.
Enda mun Roy eflaust fagna því að við unnum seinni hálfleikinn!
In your face
Roy Hodgson er að drepa mig
Orðlaus
Þetta er allt öðrum um að kenna. Daglish hvar ert þú?
Shankly, rís upp frá dauðum og leidd’ okkur aftur á sigurbraut!
Jæja andskotinn hafi það..botninum hlýtur að hafa verið náð í dag á Anfield ! Ekki það að Blackpool er nokkuð gott lið með nokkra skemmtilega leikmenn. En eins og ég sagði hér á kop.is fyrir einhverju síðan þá er það eina sem gleður okkur United stuðningsmenn í dag eru sú staðreynd að við erum aðeins betri en LFC og eigum vonandi þokkalegan séns að enda ofar á töflunni þetta tímabilið , en það er langt síðan ég hef séð jafn dapurt lið á Old Trafford eins og núna…þar eins og á Anfield eru ansi margir að leika langt undir getu og satt best að segja í tómu rugli.
Ég er mjög mikill stuðningsmaður Liverpool og sé alla leiki.
En nú er komið nóg ég fylgist bara með næsta tímabili sjáumst piltar.
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH !
vááááá hvað ég er reiður núna !!!
Djöfullinn að hafa ekki vaknað í tíma til að setja þúsundkall á blackpool, stuðullinn á þeim var algjörlega út í hött.
Vonandi gerir þetta slaka gengi veru eigendanna óbærilega. Boycott eða ekki boycott, með þessu áframhaldi fer anfield að tæmast.
Vááááá hvað ég er reiður. Núna er ég ekki húsum hæfur eftir þennan leik í dag. Hræðileg frammistaða hjá leikmönnum og hinum svokallaða “knattspyrnustjóra” liðsins. Af hverju setur maður orðið “knattspyrnustjóri” í gæsalappir ?? Jú það er útaf því að þetta er ekki knattspyrna sem við erum að spila.
Fáránlegur fyrri hálfleikur en þó skömminni skárri í þeim seinni. Grikkinn okkar besti maður í leiknum en Roy Hodgson fær falleinkunn dagsins.
Ég verð að vera sammála mönnum með að segja honum upp og fá Dalglish í brúnna í staðinn. Vonandi fáum við nýja eigendur og það STRAX. Lélegasta LFC lið sem ég hef séð frá því ég byrjaði að fylgjast með klúbbnum fyrir tæpum 30 árum síðan.
Np; Muse – Invincible
Hann hlítu að seigja af sér
Þegar maður sér cole spila saknar maður Benayoun
Sælir félagar
Burt með RH. Annað hef ég ekki að segja um þennan leik.
Það er nú þannig.
YNWA
Þegar ég horfi á Joe Cole spila þá líður mér eins og gæjinn sé alltaf sprunginn á limminu. Það að skipta honum útaf á 88 mín er í besta falli brandari.
Gaman líka að sjá þegar við komumst í skyndisóknir þá voru kannski í mesta lagi 3 leikmenn LFC að sækja. Frekar ömurlegt.
Bíð spenntur eftir viðtali eftir leikinn um ,,high flying blackpool ´´ sem hafa verið á góðu runni og alltaf er erfitt að mæta liðum sem eru ný í EPL, það er auka keppniskap í þeim.
http://www.visir.is/hodgson-osattur-vid-gagnrynina/article/2010503845787
hann HLÝTUR að hafa það í sér að segja upp eftir svona útreið
Andskotans helvitis fokk…. King Kenny strax… og sóknarbolta… burt með pulsuna. burt með glenduna… burt með Kanana,,,,,,,,,, Er svo piss og reiður,,,,
Cole var dapur…en að halda að Maxi reddi einhverju á 5 min er stórkostlega fyndið..RH er ekki beittasti hnífurinn í skúffunni !
Mér finst að við eigum allavegana að leyfa RH að vera út þetta tímabil. Það borgar sig ekkert að vera alltaf að skipta um stjóra. Ferguson gekk nú ekki beint ótrúlega með Man Utd sitt fyrsta tímabil. Þetta fer allt að koma hjá okkur. Við erum með spennandi leikmenn í liðinu, væri til í að sjá Poulsen og Lucas saman á miðjunni í næsta leik, held að þeir geti brotið miðjuspilið upp. Spennandi tímar á Anfield og allir verða bara að vera þolinmóðir. YNWA! ÁFRAM RH!!
Daglish inn, strax í dag!!
Annað hvort er Jonni #26 Man U aðdáandi eða þá haugdrukkinn á sunnudagseftirmiðdegi.
Miðað við úrslit og það sem ég les hér segi ég bara, Mikið er ég feginn að hafa ekki horft á þennan leik.
Nú tek ég mér eldri mann til fyrirmyndar og er farinn í fjölmiðlabann .. því liðið mitt skítur alltaf uppá bakk!!!!!!!!!!!!! er gjörsamlega sturlaður af reiði og tjái mig ekki meir um þessa vitleisu að sinni….
gaman væri ef þú gætir grafið upp fréttamannafundinn hans Roy á Youtube (eða eitthvað) og póstað honum í leikskýrsluna.
Gaman að sjá hvað hann segir um þessa nauðgun!
Já, oftast voru okkar menn að sækja 3 á 6.
Þetta er svo ömurlegt að það er með ólíkindum. Ég var ekki reiður, heldur horfi ég á Liverpool leiki hálf dofinn. Þessi spilamennska er hryllingur og Hodgson er því miður ekki að sýna neitt, sem færir manni von um að hlutirnir muni batna. Ég hef á mínum 33 árum aldrei gefist jafn fljótt upp á þjálfara Liverpool og er að gerast núna undir stjórn Hodgson. Þrátt fyrir að Benitez hafi byrjað illa, þá komu inná milli leikir einsog gegn Norwich (Xabi Alonso leikurinn) sem að sýndu manni að liðið var á réttri leið.
Auk þess var Benitez að koma frá Valencia, sem hafði spilað frábæran bolta og hafði rústað Liverpool.
Hodgson er að koma frá fokking Fulham. Ég vonaði svo heitt og innilega að hann myndi stinga uppí okkur, sem lýstu svekkelsi með ráðningu hans – en þetta er lélegra en mig hafði nokkurn tímann órað fyrir.
Beisiklí þá finnst mér að það eigi að gefa öllum þjálfurum sjens á að sanna sig hjá nýjum liðum. En þegar að maður sér nákvæmlega ekkert jákvætt í spili liðsins – þá verður erfiðara og erfiðara að vera þolinmóður.
Það er allavegana ljóst að þetta landsleikjahlé verður athyglisvert.
mikið afskaplega er ég sáttur að horfa ekki lengur á þennan bolta hjá liverpool. fór á facebook og Allir gera grín af liverpool. þetta lið er orðið brandari þetta tímabil er orðið brandari þessi eigendarugl er orðið brandari Allt sem tengist Liverpool er bara Brandari fyrir alla aðra en stuðningsmenn Liverpool.. Mikið lagt á okkur þessa daganna og langt þangað til Sólin rís með réttu úrslitum. bikar er í dag ekki sjánlegur, sé ekki eftir að hafa sleppt því að horfa á síðustu 5 leiki með liðinnu því alltaf er talað um liverpool heppið að sleppa með jafntefli liverpool heppið að tapa ekki með meiri mun… Þetta lið er taka LEEDS tímabil :C
þetta er rosalegt , þessi taktík er alveg að fara með klúbbinn RH kominn á blað með alverstu byrjun/season sem þekkist í sögu LFC
Nú er manni nóg boðið !!!!!!!! Ég hafði aldrei trú á því að Roy Hodgson ætti eftir að gera neitt gott fyrir þetta lið og tap fyrir blackpool á Anfield er HRIKALEGT hverjum hefði dottið þetta í hug og þá tala ég nú ekki um þessi skítakaup sumarsins… Burt með Hodgson og inn með King Kenny eins og þetta átti að vera…..:(
Roy Bassett ætti að skella sér út í uppistandsbransann. Búinn að gera ansi mikið grín á þessum stutta tíma sem hann hefur verið stjórn LFC.
ég sit hér við skjáinn og veit ekki hvað ég get sagt, er ándjóks algjörlega orðlaus. Held að það séu bara tveir hlutir sem geta gerst núna. Liverpool breytir engu, fellur langt niður og verður ekki lengur stórveldi eða þá að það koma nýjir menn í flesta stöður sem tengjast liverpool eins og eigendur, þjálfara og svo þarf að kaupa einhver sálfæðing til að skrúfa hausinn á leikmenn, getum örruglega fengið Dr. Phil á lítin pening, er hann ekki ”free-transfer”?
shit skoo……
Y–N–W–A
Vandamálið er ekki það að við töpuðum fyrir Blackpool. Óvænt úrslit geta alltaf átt sér stað í Ensku úrvarlsdeildinni.
Vandamálið er að Blackpool, eins og öll önnur lið sem Liverpool hefur mætt í deildinni á leiktíðinni, var betra liðið. Betra spil, betri vörn, betri taktík. Þetta var ósköp einfaldlega sanngjarn sigur hjá Blackpool og Roy Hodgson er ósköp einfaldlega gríðarlega lélegur knattspyrnustjóri. Taktík hans og uppstilling í þessum leik var alveg jafn barnalegt og annað sem við höfum séð frá honum á þessu tímabili. Ég vorkenni leikmönnum liðsins stundum – en rifja svo upp að þetta er það sem Gerrard og Carragher vildu. Verði þeim að góðu.
Nennir einhver að pikka í mig þegar RH og kúrekarnir eru farnir … ætla að skreppa í sjálfskipaða knattspyrnuútlegð á meðan!
Mar er orðlaus. Pressan segir allt sem ég vil segja http://www.pressan.is/pressupennar/SteingrimurSaevarrOlafsson/kaeri-hodgson
Er með hauspoka til sölu 50 kall stikkið!!!!! Hvar endar þetta eiginlega?
Fólk að röfla hér um Ferguson. Þegar Ferguson tók við United þá voru þeir bara meðallið, hann gerði þá af því liði sem þeir eru í dag. Hann hafði ekki Reina,Torres og Gerrard. Nei hann byggði upp United.
Ég trúi ekki öðru en að menn nýti sér tækifærið meðan O’Neill er ennþá á lausu og sparki RH. Maður á alltaf að gefa nýjum mönnum séns en RH er bara einfaldlega búinn með alla sína. Þetta er hreint ótrúlegt. Motiverun Rafa lítur út eins og svæsnasta klámmynd við hliðin á því sem Hodgson virðist segja við menn fyrir leik og í hálfleik. Hann er lesinn eins og opin bók. Ian Holloway gerði grín að honum í dag. Meira segja varamenn Liverpool (pælið í því að vera varamaður í þessu liði ?) lesa hann og vita nákvæmlega að þeir eru annað hvort að fara að koma inn á í uppbótartíma eða bara alls ekki neitt.
Það er eitt að tapa og annað að tapa. Ég gæti alveg fyrirgefið tap gegn B’pool þar sem að Gerrard hefði skotið 3 í slánna o.s.frv. En að leggja upp leik á Anfield með því að beita skyndisóknum á B’pool er móðgun við mig sem manneskju, ekki bara fótboltaunnanda.
Go Home Roy !
Benitez var Geir H. Haarde og Hodgson er Jóhanna Sigurðardóttir.. fullkomanlega sammála þessu
J.Cole var dapur..ég er samála því en að halda að Maxi reddi einhverju á 5 min er brandari..RH er EKKI beittasti hnífurinn í skúffunni !!
Maxi eru þau bitrustu kaup sem ég veit um. Geðveikur með argentíngska og félagsliðunum þar á undan. Kemur til Englands og er sjálfum sér og argentískri knattspyrnu til skammar.
Hvers vegna í fjandanum gátu þessir apaheilar í Liv ekki spilað fyrri hálfleik eins og þann seinni. Hvað er í ganga og Torres búinn að vera og er bara orðinn meðal framherji. Er eitthvað samsæri í gangi og ef það er þá væri gott að fá að fylgjast með. Menn eins og Gerrard eru ekki að gera rassgat og nú er ég orðin frekar fúll, ég sem hélt að nú fari allt að ganga en djö fokking fokkkkkkkk
Ég er aðdáandi Argentínu og hef séð alla leiki þeirra sem möguleiki hefur verið að sjá síðustu 20 árin. Maxi R. var góður…fyrir sirka 5-6 árum síðan…ég skildi aldrei hvers vegna menn glöddust yfir því að hann væri á leið til LFC…Undir það síasta hann hann ekki í lið sitt á Spáni..Espanyol ef ég man rétt
Eru menn í liv að vera 2 deildar menn já eða 1 deildar eftir hvernig er litið á þetta. Það er eitthvað að þjálfaraliðinu hjá Liv…..Þorlákshöfn var að spila betri bolta 1969 svei mér þá.
commen 38,
já þetta er ömurlegur þjálfari, en það eru 11 Liverpool menn inná vellinum og eiga það ekki skilið.
Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara að keppa í meistaradeildinni eftir ár og hvað þá að spila í evrópukeppninni. Ekki nógu gott…
Liverpool er í molum. Hefði aldrei gerst með RB. Leikmenn þurfa gera betur. Reka Hodgson, ráða Dalglish.
Ég sé ekki annað í stöðunni en að fá nýja eigendur, nýjan þjálfara og nýja leikmenn ef Liverpool á að eiga snjóboltaséns í helvíti á að halda sér í toppbaráttu.
o´neil strax, takk
Það vilja allir losna við kallinn og ég vil það svo sannarlega líka en er einhver séns á að hann verði rekinn eða segji af sér??? hvað haldið þið???
Ég segist alltaf vera hættur að horfa á leiki með LFC eftir slaka framistöðu en þetta er samt eins og dóp ég bara verð og get ekki hætt…………. hvort sem það er gott eða slæmt veit ég ekki :-/
Ágætis skemmtun að renna yfir þessa færslu.
http://www.kop.is/2010/07/01/08.45.40/
Ef að tap gegn Blackpool á heimavelli var ekki kornið sem fyllti mælinn, þá er spurning hvaða þol áhangendur og forráðamenn Liverpool hafa gagnvart samskonar niðurlægingu í næsta leik sem er jú, Everton á Goodison Park.
Ég held að það sé ekki til neins að vonast eftir að liðið rífi sig upp á stemmingunni í þeim leik og fari að snúa við taflinu. Hef einfaldlega ekki séð neitt sem bendir til þess að það gæti gerst. Ef að Hodgsson skítur í ræpuna í þeim leik fæ ég ekki séð að hann eigi sér viðreisnar von.
Eg eyddi fokking 30 pundum til thess ad fara a thennan andskotans helvitis leik. Sat fyrir aftan mark Blackpool i fyrri halfleik og held ad Roy hodgson hafi tekid Torres utaf ekki vegna thess ad hann var meiddur heldur vegna thess ad hann pressadi varnamenn Blackpool og var buinn ad vinna thrja bolta thegar hann for utaf.
Ps. thad er kirkjugardur sirka 500 metrum fra Anfield… bara svo menn vita hvar Hodgson endar.
ógeð..hörmung…..
KING KENNY IN, RH OUT!!
Hvenar er það annars sem bankinn á að taka klúbbinn?
Mér er allvega sama hvort RH sé með stórundarlegar leikaðferðir, sé með væntingar sem ekki hæfa klúbbnum, Benites hafi verið ómögulegur, bandaríkjamennirnir séu að mergsjúga klúbbinn, ekki hafi verið staðið rétta að innkaupum í sumar o.s.fr. Þessi leikmannahópur (allvega sama hvaða uppstilling eða leikaðferð er beitt) á ekki að tapa fyrir Blackpool og Northampton og þakka fyrir jafntefli á móti Birmingham og Sunderland.
Fyrsta skref komið : http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/hodgson-i-m-responsible?
Núna þarftu bara að taka næsta skref og sjá sóma þinn í að segja af þér og leyfa Kenny eða O’Niell að taka við.
Ótrúlegt hvað það eru fáir sem skammast út í leikmennina sjálfa….. Það var tuðað um það í ár að reka Benitez og svo þegar það var gert skánaði liðið ekki hót. Vandamálið er eitthvað stærra en einn maður, ég held að það séu þeir leikmenn sem eru að spila og voru að spila í fyrra. Ég er viss um að sjálfur Ferguson næði ekki árangri með þessa leikmenn eins og þeir eru að leggja sig fram.
Nr.56 T.L.F
Ég var meira að skoða þessa færslu í gær, fyrir leikinn! http://www.kop.is/2010/06/05/02.25.12/
Áhuginn á Hodgson var enginn.
Talandi um varnarboltann sem RH er að spila þá höfum við fengið á okkur 11 mörk á meðan Chelsea hafa fengið á sig 2. Menn fá ekki betra tækifæri en heimaleik gegn Blackpool til að snúa taflinu við og ef menn geta það ekki, hvað geta þeir þá? Maður trúði því að tapið gegn Northampton hefði verið slys en nú eru að renna á mann tvær grímur. Við voru auk þess að spila gegn lélegustu vörn deildarinnar og mokuðum inn einu marki úr föstu leikatriði. Síðan vil ég biðja KAR afsökunar á að hafa gert frekar lítið úr spánni hans í gær.
Svolítið kjaftasöguleg grein, eða hvað? http://www.caughtoffside.com/2010/10/03/liverpool-boss-roy-hodgson-to-quit-anfield-manager-ready-to-walk-out/?
Ég held að þeir félagar séu að plotta eitthvað
Ferge og Hodgson kanski ?veðmál
Hodgson ég skal koma Liverpool nyður um deild
Veðmál uppá 1 pund
Er botninum náð?
Nei, held að hann sé ennþá suður í Borgarfirði. Hann mun ekki finnast nema eitthvað stórvægilegt gerist. Nýr stjóri … nýir eigendur eða eitthvað.
Maður er bara gjörsamlega orðlaus.
Ætli það sé bara yfirhöfuð margir sem myndu vilja taka við Liverpool núna ef svo færi að Roy kallinn yrði rekinn ? Ég held að ástandið á félaginu sé nú ekki beint aðlaðandi þessa dagana. Spurning hvort menn þori að taka starfið að sér.
Vantar eitt u þarna 🙂
65, þetta er argasta slúðursíða já.
Ótrúlegt að horfa á okkar ástsæla lið í dag, við stillum upp varnarsinnuðu liða á heimavelli gegn nýliðum, en getum ekki einu sinni varist! Út með RH strax, maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera og það sem hann gerir er fáránlegt, og í guðanna bænum taktu dönsku pulsuna með. Raul M, ER CENTRAL miðjumaður!!! Býð eftir Hemma Gunn segja , ” hey þú ert í falinni myndavél”, og að þetta sé mín versta martröð! Og svo þarf maður að mæta í vinnuna á morgun!
Ég biðst afsökunar á skrifum mínum í gær og morgun um að það væri fáránlegt að taka Hodgson af lífi svona snemma á tímabilinu. Ég dæmi orð mín ómerk.
Aumkunarvert, og að horfa síðan á Chelsea-Arsenal strax á eftir, þetta var eins og að horfa á 2 mismunandi deildir, úrvalsdeild og síðan Liverpool að spila í 4.deild.
Skil ekki hvernig fólk getur enn mætt á leiki þarna í Bítlaborginni, besta sem þeir gætu gert væri að hætta að mæta og þá fatta kannski þessir Amerísku ræflar að þeir eru ekki velkomnir, annars veit ég ekki hvað þarf að breytast allt kannski..
.
Gott hjá hjá Kuyt að biðjast afsökunar á arfaslakri frammistöðu en hvernig væri þá að liðið mundi gera eitthvað í því að bæta frammistöðuna í stað þess að koma með of miklar yfirlýsingar.
http://www.lfc.tv/news/latest-news/kuyt-issues-fan-apology
Sanngjarnt tap gegn andlausu Liverpool-liði. það þarf að gefa þeim antvetamín fyrir næsta leik og Roy Rogers svefnlyf!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!