Ég hef í þó nokkurn tíma ætlað að henda niður á “blað” smá hugleiðingum um stjóra Liverpool FC, Roy Hodgson. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég var afar fjarri því að vera spenntur fyrir honum þegar orðrómur fór á flug í sumar um að hann væri hugsanlega að taka við liðinu. Fannst hann hreinlega vera einn sísti kosturinn í stöðunni. Hann var þó ráðinn og þar við sat. Ég var í kjölfarið algjörlega fús til að gefa honum fullan séns á að sýna sig og sanna og þar með stinga upp í efasemdarraddir eins og mína. Og þetta byrjaði hreint ekkert svo illa (þ.e. áður en liðið byrjaði að spila). Mér fannst hann kom vel fyrir í fjölmiðlum, var að segja réttu hlutina og virtist ná að slá á umræðuna um hugsanlega brottför manna eins og Stevie og Fernando.
En hver er staðan í dag? Ég hefði aldrei trúað því hversu fljótt almennur stuðningur við hann hvarf. Ég er nú persónulega seinþreyttur til vandræða þegar kemur að stjórum Liverpool, hef yfirleitt verið meira gagnrýndur í gegnum tíðina fyrir of mikinn stuðning við þá. Ég studdi Roy Evans dyggilega og var innst inni ekkert of sáttur við það þegar Houllier var ráðinn. En eins og með Hodgson, þá fékk hann stuðning minn algjöran þegar hann var kominn með liðið í hendurnar. Flestir voru búnir að missa trú á honum áður en ég missti hana. En ég held að Roy Hodgson hafi hreinlega sett nýtt met núna á haustmánuðum í því að tapa stuðningi meirihluta stuðningsmanna félagsins, hann bara hvart á nokkrum vikum. Liverpool var búið að spila 20 leiki undir hans stjórn (með undirbúningstímabilinu) þegar kom að leiknum gegn Blackburn. Þá kom fyrsta alvöru frammistaða liðsins. En lítum nú á atriði sem hafa orðið til þess að hann setti þetta vonda met:
– Kick & hope boltinn. Taktíkin hefur verið algjörlega afleit. Hápressan lögð af og liðið látið verjast aftar, oft á tíðum skilaði það sér í því að miðjan var bara klippt út úr leikjunum. Ef Houllier átti að hafa verið varnarsinnaður, hvað var þá þetta? En munið, hann sagði einfaldlega að þetta væri aðferð sem hann væri búinn að nota í 35 ár og hann væri ekkert að fara að breyta henni, hún myndi virka fyrir rest. Það sem ég furðaði mig helst á varðandi þetta er að einhverjir hafi orðið hissa á þessari taktík, því eins og hann sagði sjálfur, þá hefur hann notað þetta áratugum saman.
– Leikmannakaup/sölur. Sala á Javier var óumflýjanleg og verður honum ekki kennt um hana, sama má segja um Benayoun. Búið var að ganga frá kaupum á Shelvey, Wilson, Jovanovic og Cole áður en hann kom (undirskriftir komu samt formlega eftir að hann kom), þá eru eftir Poulsen, Konchesky og Meireles. Mér líst vel á þann síðast nefnda, en hitt eru algjörlega óskiljanleg kaup, vægast sagt. Leikmenn sem eru að komast undir lok ferilsins og hafa ekki verið að mála bæinn rauðan. Þegar því er svo bætt inn í jöfnuna að Insúa og Aquilani voru lánaðir út í staðinn, þá verður þetta enn verra. Mig hryllir hreinlega við tilhugsununni hvað Roy myndi gera í næsta “glugga”.
– Gagnrýni hans á mótmælin gegn eigendunum. Hann skoraði fá stig hjá stuðningsmönnum þarna, í rauninni setti hann stórbrotið sjálfsmark.
– Úrslit leikja. Það er stundum hægt að gefa mönnum séns þó úrslitin séu ekki að falla með manni, ef maður sér eitthvað í leik liðsins sem fær mann til að vera bjartsýnn. Ekki hefur verið mikið um það, þó síður sé. Vorum hundheppnir að vinna WBA á sjálfum Anfield og sama sagan með jafnteflið þar gegn Sunderland. Svo höfum við horft upp á töp á OKKAR heimavelli gegn sjálfum Blackpool og Northampton. Ekki hafa útileikirnir verið meira sannfærandi, flengdir af City og Everton, verðskuldað tap gegn Man.Utd og svo heppnis jafntefli gegn Birmingham. 18. sætið staðreynd eftir 8 leiki. Sóknarleikur hefur verið í molum (utan Blackburn) og varnarleikurinn ekki skárri.
– Skiptingar. Ef fyrirrennari hans pirraði mann með því að bregðast seint við í leikjum með því að nota bekkinn, þá hefur Roy sett ný viðmið í þeim málum. Bara sem dæmi, gegn Northampton, engin skipting í venjulegum leiktíma.
– Fröken Fergie. Roy virðist verulega umhugað um að styggja ekki félaga sinn hjá Man.Utd. Sá rauðvínslegni kallaði hans aðal framherja svindlara og í stað þess að (á vandaðan hátt) segja honum að grjóthalda kj. þá kaus hann að svara því bara ekki, ekki fyrr en nokkrum dögum síðar þegar hann var búinn að fá reiðigusu frá stuðningsmönnum Liverpool FC. Og hvað var það líka að labba inn á Old Trafford nánast í sleik við sinn elskulega félaga?
– Vonir og væntingar. Gegn Birmingham, já þið lásuð rétt BIRMINGHAM: “My expectations were not that high anyway. It would have been disappointing to lose but I’m not that disappointed to draw”. Hann sagðist jafnframt ekki hafa búist við miklu fyrirfram gegn Man.Utd. Sótti stig á ERFIÐAN útivöll gegn Evrópurisanum Utrecht. Var virkilega sáttur við spilamennskuna gegn Everton, þar sem okkur var bara hreint út sagt slátrað, and the list goes on.
– Vinaleikurinn aftur. Skælbrosti eftir flenginguna á Goodison þegar hann hitti Moyes vin sinn. Einn punktur fyrir þig Roy, þú átt ekki að stjórna Liverpool til að halda uppi vinasamböndum, þú getur borið virðingu fyrir mótherjunum, en þú bara hreinlega brosir ekki eða skellihlær yfir tapi í grannaslag þegar þú hittir mótherjann.
– Torres til Man.Utd. Þegar þú ert spurður að því hvort þú sért að selja þinn besta framherja og einn allra besta framherja í veröldinni, til nágranna þinna, þá segir þú ekki: “”I think I’d have to say we’d cross that bridge when we come to it”, þú segir “OVER MY DEAD FU***** BODY”, eða bara “okkar besti framherji er einfaldlega ekki til sölu. Ónefndur stjóri LFC var spurður að þessu sama eitt sinn og hvert var svarið hans? “I’m confident it will never happen, if it did, I’d resign”
– Orðrómarnir. Ég tek yfirleitt alltaf lítið mark á orðrómum sem eru í gangi í borginni góðu. En maður þarf að loka augunum algjörlega til að sjá ekki að það er eitthvað mikið að í leikmannahópnum. Stanslausar sögur um lykilmenn sem eru búnir að fá nóg af taktíkinni og stjórnuninni á liðinu eru orðnar svo háværar að maður er farinn að spyrja sig hvort þetta sé einfaldlega rétt.
Ég veit vel að þetta er að verða ansi þreytt umræðuefni, en það breytir því ekki að staðan er eins og hún er í dag, Roy Hodgson er ennþá stjóri Liverpool FC. Ég styð mitt lið í hverjum leik og mun aldrei vonast eftir tapi, þó svo að það þýði að hann verði áfram með liðið. Þetta má ekki verða of einsleitt og því verður maður að telja upp það sem kappinn hefur gert rétt líka:
– Fékk Torres og Gerrard til að vera áfram
– Keypti Raul Meireles
Damn, man ekki eftir fleiru, og það er einmitt okkar stærsta vandamál. En hvað getur kappinn gert til að vinna stuðningsmenn Liverpool FC aftur á sitt band? Nokkur atriði í rauninni, og þetta er vel gerlegt, ef hann sér ljósið og byrjar að haga sér eins og stjóri Liverpool.
– Vinna leiki
– Láta liðið spila fótbolta
– Hætta að sleikja óæðri endann á mönnum eins og fröken Fergie
– Hætta að spila niður væntingar liðsins og stuðningsmanna þess
– Hætta að kaupa útbrunna jálka sem hann hefur áður stjórnað
– Bregðast við fyrr í leikjum ef plan A er ekki að ganga upp
– Vera með plan B
– Vera með plan C
– Vera með plan D
– “Over my dead body” svör við fáránlegum spurningum um leikmannasölur
– Vinna leiki
Þetta þarf til, ekki flókið, en gæti orðið erfitt verð ég að segja. Þetta verður alveg hrikalega uphill battle hjá kallinum, þ.e. að vinna stuðningsmenn á sitt band, er það gerlegt? Já. Er það líklegt? Nei. Staðan hjá mér persónulega er þannig að ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að hann fái að sjá um leikmannakaupin í janúar. Ég er hræddur um að Blackburn leikurinn hafi frekar verið undantekningin sem sannar regluna, en vonandi hef ég enn og aftur bara rangt fyrir mér. Eitt er allavega alveg ljóst með Hodgson, ef hann væri að spila hangman, þá ætti hann bara eitt vitlaust gisk eftir.
Áfram Liverpool
Sammála þessum pistli 100%. Helgin verður athyglisvert, því mér skilst að það séu 442 dagar síðan Hodgson vann síðast útileik í deildinni. Núna væri góður tími til að byrja á því…
Algjörlega sammála því sem kemur fram í þessum pistli.
Hérna er eitt dæmi:
Aquilani til Juventus(láni) og við fáum Poulsen frá Juventus,algjörlega priceless…fyrir Juventus!!!
Ég fæ óbragð í munninn!!
Ég er svo sammála þér! Hodgson hlýtur samt að lesa þetta spjall því samkvæmt fréttum frá liverpoolTV í gær, þá gáfu þeir út að Man Utd hefðu ekki haft samband við Liverpool hvað varðar Reina né Torres, og það sem meira skiptir máli, þeir ætla sér ekki að selja Reina né Torres! Þeir hafa nóg af peningum og þurfa ekki á sölu þeirra að halda.
Loksins finnst mér Hodgson gera e-ð almennilegt en það er þó langt frá því að vera nóg! Hvernig getum við sem stuðningsmenn verið sáttir þegar það er meira spennandi að fylgjast hvað sé að gerast hjá liðinu utan vallar frekar en innan? Maður fylgist með fréttum hvern einasta dag um það hvort að Liverpool ætli sér að gera e-ð tengt Hodgson? Hvað er að frétta af NESV? Ætla þeir að setja pening í liðið í Janúar? Ætla þeir að byggja nýjan völl eða stækka Anfield?
Næstu leikir verða þó algjörir lykil leikir fyrir liðið! Hver sigur hjá Hodgson er eins og lífssprauta sem heldur honum lifandi! Ef hann vinnur leiki þá öðlast hann smá vonarglætu en með hverjum töpuðum stigum hrinur vonaneisti hans hratt! Ef Hodgson vill halda starfi sínu skal hann fara sigra þessa leiki eins og Bolton, Blackpool og fara skila inn stigum! Ef við töpum fleiri stigum gegn svona liðum fyrir áramót er orðin lítil von á að skila einhverjum árangri þetta tímabil og kallinn verður að fara!
Ég er alveg sammála því að RH hefur oftar enn ekki verið hálf klaufalegur…
Möguleikarnir eru að mínu mati 2 :
1) Kallinn fer að skila 65 % árangri og honum verður fyrirgefið..Menn benda á hvaða bull hafi verið í gangi áður enn hann tók við.
2) Árangurinn verður undir 60 % og hann verður rekinn fljótlega.
Þau úrslit sem verða að nást á næstu vikum eru :
1) Bolton – Sigur
2) Napoli – Sigur
3) Chelski – Jafntefli
4) Wigan – Sigur
5) Stoke – Jafntefli
Sigurleikirnir verða að skila meir en einu marki í plús og sóknarbolta.
Frábær grein !!!!! Mikil ástríða fyrir LFC hjá höfundi !!!
Þessi pistill er bara allt sem ég hef verið að hugsa, og er ég viss um að 95% að öllum stuðningsmönnum Liverpool finnst þetta líka, og maður er hálf hræddur að vera að vona að við séum komnir í gang. Við eigum kannski eftir að verða aðeins betri og betri, enda varla hægt að vera mikið verri, og þá mun Hodgson segja að allt sé á betri leið og allir voða ánægðir. En aðal málið er að við verðum aldrei samkeppnishæfir til lengri tíma ef við ætlum að treysta Hodgson og hans ömurlega leikstíl.
Í dag hafa bæði Henry http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/john-henry-on-transfers
Og Hodgson tjáð sig um leikmannakaup og sölur í janúar http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-outlines-transfer-plans
Frábær pistill, setur upp á mjög skýran hátt hvers vegna RH er eins óvinsæll meðal stuðningsmanna og raun ber vitni.
Ég tek undir flest þarna, og vil bæta við að ábyrgð leikmanna er mikil einnig. Þeir eru að spila fyrir LFC ekki bara RH – ef þeir geta ekki drullast til að skila betri frammistöðu en þeir hafa gert síðustu vikurnar þá eiga þeir ekki skilið að klæðast treyjunni. Rétt eins og RH þá mun koma að skuldadögum hjá leikmönnum, þeir verða dæmdir af frammistöðunni sinni á vellinum og ef við náum að komast í gegnum 1-2 leikmannaglugga með myndarlegan “mínus” á bakinu, þá verða það leikmennirnir sem fá að fjúka.
Það eru nokkrir leikmenn á vellinum sem hafa ekki bara spilað illa eins og allt liðið, þeir hafa hreinlega verið til skammar. Vil ég nefna manninn með verstu klippingu allra leikmanna í PL (að undanskyldum Sagna með spagettíið sitt), Glen nokkurn Johnson. Eins og ég var nú ánægður með kaupin, eins og hann var nú sterkur fyrstu mánuði Liverpool ferilsins (aðalega sóknarlega) … þá er hann á góðri leið með að festa sér sess sem einn lélegasti bakvörður deildarinnar. Bakvörður sem er geldur sóknarlega, með lélega sendingargetu og kann ekki að verjast – Arbeloa er heimsklassaleikmaður í samanburði … meira að segja Insua er ágætur við hliðiná GJ.
Tek undir með SStein, ég mun aldrei vonast eftir tapi LFC nema í einu tilfelli – ef að við erum nú þegar búnir að tryggja okkur titilinn og ein umferð eftir, tap í þeim leik sendir MUFC niður um deild. Það má alltaf láta sig dreyma 😉
Takk fyrir góða lesningu og verður að viðurkennast að ég er líklegast bara sammála þér í flest öllu, ef ekki bara öllu, sem þú ferð inn á þarna.
Roy var maður sem ég bar mikla virðingu fyrir þegar hann var með Fulham, náði góðum árangri með frekar óspennandi lið og var ég alltaf spenntur fyrir því að sjá hvernig honum tækist upp með “alvöru” lið og því var ég nokkuð spenntur að sjá hvað hann myndi gera hjá Liverpool. Hnn var þó langt frá því að vera einn af mínum fyrstu kostum enda fellur hann ekki undir þá lýsingu sem ég vil hafa knattspyrnustjóra Liverpool og ekki með aldurinn sem stjóri Liverpool á að hafa þegar komin eru kaflaskipti í sögu félagsins. Það vantar að mínu mati einhvern ungan þjálfara með langtíma hugsjón og ætlar sér að byggja upp liðið með unglingana í huga – so far þá er ég ekki svo viss um að Roy hugsi út í það því þá hefði verið kannski hægt að spara hellings pening með því að halda mönnum eins og Aquilani eða Insua og sleppa við kaupin á mönnum eins og Poulsen og Konchesky. Þeir hafa “reynsluna” fram yfir forverana en that’s about it.
Persónulega þá er ég ekki svo viss um að langtímahugsjón NESV og Roy haldist ekki í hendur, og ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær hann muni þurfa að leita á önnur mið. Ef að Liverpool ætlar að leika sama leik og Arsenal eða Man Utd, þ.e.a.s. fjárfesta í ungum leikmönnum fyrir mikinn pening þá verða framtíðarhugsun eigenda og stjóra haldast í hendur og miða við meira en hámark 3-5 ár.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að það gæti verið í janúar, jafnvel eftir tímabilið, sem að Roy mun víkja en það er bara tímaspursmál í mínum augum.
Heyrðu, Maradona er á lausu og vill þjálfa lið í ensku deildinni! Er það ekki æðisleg lausn?
Frábær pistill, dregur mjög skýrt saman af hverju Hodgson er orðinn svona gagnrýndur á svo ótrúlega skömmum tíma. Nýjustu fregnir herma að Hodgson sé ekki að fara neitt – þótt tap í næstu tveimur deildarleikjum muni eflaust breyta því – þannig að maður getur lítið annað en vonað að hann hafi loks hrokkið í gang með liðið um seinustu helgi og að nú sé þetta bara upp á við.
Ef liðið heldur áfram að spila eins og það gerði gegn Blackburn mun ég ekki hafa yfir neinu að kvarta. Við lærum ansi mikið um framhaldið gegn Bolton á sunnudag því Roy verður að fara að vinna útileiki og það gerir hann ekki nema að spila sóknarbolta. Jafntefli á útivelli er ekki gott þegar þú ert að stjórna Liverpool og hann verður að fara að hætta að tala um að það sé erfitt að vinna hér og þar og setja stefnuna á sigur í hverjum leik. Öðruvísi nær hann aldrei árangri.
Það sem hefur pirrað mig einna mest er viðhorfið hans. Að hrósa liðinu fyrir tap gegn Everton, að segja að hann hafi ekki búist við sigri á útivelli gegn Birmingham, að segjast vonast eftir heppni á heimavelli gegn Blackburn, svona ummæli gera mann alveg brjálaðan að heyra.
Ég vona að leikurinn á sunnudag fari vel og liðið hrökkvi í fimmta gírinn héðan í frá. Ef það gerist, og ef Roy hættir að tala eins og bjáni á blaðamannafundum, hef ég ekki mikið á móti því að hann haldi áfram með liðið. Ég hef því miður bara ekki mikla trú á að hann nái þessum tveimur atriðum réttum.
Sammála nr. 8 að Glen Johnson er búinn að vera einhver jafnslakasti leikmaðurinn það sem af er og þvílík vonbrigði. Það liggur við að maður vilji frekar Carra í bakvörðinn enda skilar hann allavega 110% varnarvinnu sem er fyrsta hlutverk bakvarðar. Á meðan Johnson er að spila jafn illa og raun ber vitni í sókninni þá á hann ekkert erindi í liðið því ekki er varnarleikurinn upp á marga fiska hjá honum. Má alveg íhuga það að setja Johnson á kantinn ef hann fer að ná sér á strik, hann getur allavega tekið menn á annað en þeir hægri vængmenn sem fyrir eru í hópnum. Kannski hann blómstri þá eins og Bale hefur gert hjá Spurs. Allavega er það slæmt þegar maður getur skammast minna yfir bakverðinum hinu megin, Paul Konchesky, heldur en GJ.
Ég vona samt að miðjuspilið fari að skána nú þegar Hodgson virðist vera búinn að átta sig á því að Meireles er hvorki hægri vængmaður né framliggjandi miðjumaður. Hann er búinn að vera besti maður liðsins í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann hefur fengið að spila þá stöðu sem virðist henta honum best. Mér finnst það reyndar benda til þess að hann hafi verið í sigtinu hjá félaginu í einhvern tíma og Hodgson hafi einfaldlega ekki þekkt mikið til hans. Hefði svo sem ekkert á móti því að fá vinnuhest á miðjuna með Meireles (raunhæfir kostir t.d L. Diarra, Muntari eða Defour) eða framliggjandi miðjumann (t.d. Afellay) og nota Stevie G á miðjunni með Meireles.
Hitler er líka alveg brjálæður yfir að Hodgson skuli ennþá stjórna Liverpool 🙂
http://www.youtube.com/watch?v=TUNkOHSQLpY&feature=share
Flottur pistill Steini og ég mótmæli engu þarna.
Langar samt líka að benda á þennan pistil um sama málefni, Gerry á Kopblog er snilldarpenni þegar hann nennir að sjóða saman pistil og þessi er fjandi góður http://www.thisisanfield.com/kopblog/2010/10/roy-of-the-ravers/#addacomment
Fói, afhverju grunar mig að þú hafir verið að svíkjast um að lesa Kop undanfarið???
Forkastanlegt alveg
heyrðu já sá þetta núna Babu….my mistake.. var svo lítið á netinu í gær því ég fór til stórveldis bæjarins Selfoss að skipta um píkur á bílnum mínum 🙂
Roy Hodgson: ætla mér að kaupa leikmenn í janúar.
Óskandi að það verði fyrir annað félag en Liverpool!
Magnaður pistill og sammála flestu ef ekki öllu sem þú nefnir. það sem pirrar mann mest er framkoma hans í fjölmiðlum… svona utan við árangurinn auðvitað. En ég hjó eftir einni snilldarsetningu eftir hann á fótbolti.net áðan (reyndar örugglega af erlendri síðu en þar sem þeir geta aldrei uppruna frétta…)
,Ég er eins og allir stjórar og passa mig á félagaskiptaglugganum í janúar. Ég held að það geti verið hættulegt þegar félag er að reyna að kaupa til að leiðrétta mistök.”
Ætli hann sé þá búinn að átta sig á eigin mistökum? Sem sagt að hafa keypt Poulsen og Konchesky? Ég vona það innilega!
Já og ekki má gleyma að lána A.A. til Juve.
þessi hérna setning hans er líka til að byggja upp sjálfstraustið hjá nokkrum leikmönnum
“There are a lot of things here that the club has got to get right. We have got a lot more expensive failures on our list than good players that we have brought in for next to nothing.”
Hann talar eins og hann sé að undirbúa það að afsaka sig eftir að hann verður látinn fara. Persónulega get ég ekki beðið eftir því.
Flottur pistill, en Ferguson kallaði Torres ekki svindlara, hann kom seinna fram í fjölmiðlum og útskýrði málið frá A-Ö, það voru fréttamenn sem bjuggu til fyrirsögn sem tengdist innihald fréttarinnar ekki neitt.
En var Hodgson ekki ráðinn á meðan HM var í gangi? Minnir að hann hafi talað við Cole og fengið hann tl að skrifa undir, kannski er ég að rugla.
En flottur pistill og ég einmitt fattaði ekki af hverju Hodgson stökk til Moyes, brosandi hringinn eins og hann hafi verið að vinna deildina, þegar liðið var búið að tapa 2-0 gegn erkiféndum sínum.
Hodgson er líklega mesti meðalskussi sem nokkurn tímann hefur þjálfað á Anfield. Hann er einn af þeim sem svo upptekinn við að taka ekki áhættu, styggja engan og þóknast öllum að hann styggir alla og þóknast engum.
Flestir voru, held ég, eins og greinarhöfundur; ekki spenntir fyrir karlinum, en hins vegar nokkuð sáttir hvernig hann tæklaði undirbúningstímabilið en síðan tóku við hyldjúp vonbrigði þegar í ljós kom að sá gamli hefur nákvæmlega ekkert fram að færa af því sem LFC þarf á að halda.
Ég var alltaf hrifinn af Benitez kannski af því ég er verkfræðingur. Þegar ég sá hvernig heildarhugsunin hjá Rafa virkaði, leikskipulagið á vellinum, utanumhald mannskapsins utan vallar, þjálfun líkama og huga leikmanna o.fl., var fylltist ég sömu lotningu og þegar ég kem í frábært fyrirtæki eins og Össur hf þar sem fátt er komið undir tilviljun og heppni heldur hugsun, festu og skipulagi. Það voru fyrst og fremst ólánsmennirnir frá Texas sem skitu í buxurnar og þar er ástæðan fyrir því að á endanum sitjum við uppi með einhvern Finn Ingólfsson sem þjálfara!
LFC þarf á einhverskonar knattspyrnulegu 12 spora kerfi að halda í dag. Fyrsta skrefið væri að reka Hodgson og fá ungan og spennandi þjálfara sem ynni eftir 5 ára áætlun. Slíkir menn liggja ekki á lausu og því sitjum við uppi með Roy garminn eitthvað áfram. Það er huggun harmi gegn að NESV kann þetta. Það hafa þeir sýnt í Boston. Það síðasta sem LFC þarf er enn einn skaplausi minnipokamaðurinn.
Félagar; við þurfum því að þreyja þorrann og góuna eitthvað áfram og jafnvel mun eitthvað syrta enn áður en glittir í ljósið við enda ganganna. En það kemur svo hjálpi mér heilagur Shankly!
Æðisleg grein grein hjá þér Þórður!
Ætlaði að taka bút úr þessu hjá Þórði og segjast vera sammála en sá þegar ég las lengra að ég hefði þurft að taka allt kommentið!
Þetta er þó besta lýsingin á honum til þessa:
Skulum ekki gleyma að þegar hann tók við Blackburn 4 árum eftir að þeir unnu deildina þá spilaði hann 14 leiki vann 2 og var rekinn og Blackburn féll sama ár. Semsagt skaðinn var skeður, allt hungur í leimmönnum hann drap það, hann vissi ekkert hvernig ætti að höndla hitt og þetta. Mæli með að menn lesi http://www.goal.com/en/news/9/england/2010/10/29/2188806/liverpool-manager-roy-hodgson-has-failed-in-the-premier
Hvað hafa allir á móti Maradona?
Verða að vera aðeins á móti ykkur númer 8 og 12. Er samta alveg sammála ykkur um að GJ er búinn að vera mjög slakur það sem af er þessu tímabili. Aftur á móti verð ég að segja að það hefur Torres líka verið, Joe Cole hefur að mínum mati verið frekar lélegur, maxi, Skrtle, Agger og meira að segja Kuyt og Reina hafa bara verið nokkuð vafasamir í vetur.
Það sem ég er að segja með þessu er að ég held að allir þessir leikmenn hvort sem það er Torres, Kuyt eða Glen Johnson eiga helling inni og við eigum eftir að sjá hvernig þeir muni standa sig sennilega hjá öðrum þjálfara.
Held að þetta muni taka tíma. NESV eru ekki hérna til að tjalda til einnar nætur og vilja örugglega skoða allann pakkann í einu eða vera með eitthvað heildarplan fyrir klúbbinn og framtíðina. Allt frá unglinga og scouting strarfi, umgjörð klúbbsins, lekvangamálið og svo aðalliðið.
Tel þetta miklu miklu betra fyrir okkur til lengra tíma litið í staðinn fyrir að fá einhvern inn sem rýkur til og kaupir mann og annan, rekur fleiri og hverfus svo á braut.
Hodgson fer vel í taugarnar á mér en það kæmi mér ekkert á óvart að hann myndi tóra fram á sumar. Er þó hræddastur um að missa menn eins og Torrres útaf því. En fyrst og fremst má bara ekki hleypa Hodgson í budduna aftur því hann gæti endað með að kaupa Fulham liðið eins og það leggur sig því það spilar svo skemmtilegann bolta ; )
PS: spái því hinsvegar að ef við töpum fyrir Bolton um helgina þá verður hann DREKINN !
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=99392
Málið er leyst. Guð er tilbúinn að þjálfa Liverpool og þá getum við hætt að leita að einhverjum minni spámönnum í jobbið.
Las það einhversstaðar að verið sé að orða Aquilani við ítalska landsliðið núna eftir byrjun hans með Juventus. Ég vildi gefa þessum manni séns…..
Diddi þetta kallast nú false advertising… Robbie Fowler bar þetta nick síðast þegar ég vissi.
En ég ætlað að vona að allir þeir sem nefna Maradona sem nýjan manager séu að grínast. Óþarfi að fara nánanar í það.
“Málið er leyst. Guð er tilbúinn að þjálfa Liverpool og þá getum við hætt að leita að einhverjum minni spámönnum í jobbið.”
Reyndar segir hann að öll þau lið sem honum líst á séu fyrir með góðan þjálfara… sem hlítur að þýða að honum líst ekki á Liverpool…?
Það er alltaf þannig í þessu lífi að grasið er ávalt grænna hinumegin.
AA er klárlega maður sem við gætum notað – ekki spurning. En við skulum samt ekki gleymda því að maðurinn eyddi fleiri mínútum á postilíninu en á vellinum á sínum tíma hjá LFC. Hann var sjálfur að segja sig frá leikjum trekk í trekk. Ekki beint það “passion” sem þarf þegar á móti blæs.
Ég higg að þessi Maradonna comment séu sett fram í gríni. Verð bara eins kurteis og ég get verið og segji nei takk. Óvissan í kringum félagið hefur verið meira en nóg undanfarin misseri.
Góð yfirferð hjá Steina yfir “afrek” Hodgsons síðan hann kom en hann gleymdi að nefna að fyrir leikinn við everton lýsti Hodgsosn yfir aðdáun á því félagi og þeirra starfsemi.
Það gerði meira en að fara í taugarnar á mér – ég hreinlega þoli ekki manninn síðan.
Nú er Ferguson að segja, þegar Rooney er meiddur, að það sé slæmt vegna þess að nú hafi hann bara 3 möguleika. Hvað með okkur?!? Nú er enginn meiddur hjá okkur og við höfum 2 menn!
Góður pistill af flestu leyti. En ég get ekki tekið undir að Konchesky séu óskiljanleg kaup á leikmanni sem er að komast undir lok ferils sín. Í fyrsta lagi er Konchesky 29 ára og á kannski 6-7 ár eftir í úrvalsdeildinni og í öðru lagi sárvantaði okkur vinstri bakvörð þar sem Insua er ekki inní myndinni og Aurelio hefur aldrei verið hægt að treysta á. Svo þetta eru nokkuð skiljanleg kaup miðað við aðstæður og miðað við þá leiki sem ég sá með Fulham, er ég nokkuð viss um að þetta eiga eftir að reynast hin sæmilegustu kaup, þó maður hafi vissulega verið spenntari fyrir öðrum kostum.
35
Jú það er einn meiddur hjá okkur. Dirk Kuyt virðist hafa færst af kantinum og inn á miðsvæðið, í holuna eða frammi með Torres, svo ég lít þannig á að það sé einn framherji hjá okkur meiddur (ekki í standi til að spila eftir meiðsl) og því höfum við eftir tvo, jafnvel þrjá ef Babel er taldur með, aðra kosti í framlínuna en málið er kannski bara að tveir af þeim framherjum sem eru í okkar röðum eru kannski ekki alveg nægilega sterkir til að vera svona framarlega í goggunarröðinni, sbr. Babel og Ngog.
Spot on grein hér fyrir þá sem hafa áhuga á því að eltast við sökudólga.
http://www.dailypost.co.uk/sport-news/liverpool-fc/2010/10/29/comment-former-liverpool-fc-boss-benitez-not-to-blame-for-roy-hodgson-s-mess-55578-27563021/
?442: number of days since Roy Hodgson last won away PL game when #LFC play Bolton on Sunday
Og stjórn Liverpool taldi sig hafa valið besta manninn í starfið, af þeim sem voru á lausu. Hversu slæmir voru eiginlega hinir kostirnir???
Tekið af Twitter, góðar fréttir ef satt er.
GuillemBalague
No truth in Torres and Reina exit clauses, and no intention of quitting Anfield in Jan.
Frábærar fréttir ef satt reynist með Torres og Reina. Verð samt að segja það eins mikið og ég elska Torres þá vil ég frekar missa hann en Reina. Frábærir markmenn eins og Reina koma ekki af hverju strái, myndi segja að það séu 7 markmenn í heiminum í dag sem eru í sama klassa. Ef við seljum Reina þá erum við virkilega að kalla yfir okkur dauða dóm. Og með Torres það nátturlega hefur enginn leikmaður í sögu LFC verið jafnfljótur að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool, en því miður fyrir strákinn þá er hann alltof meiðslagjarn og ef ég ætti að velja þá myndi ég velja Reina framyfir Torres. Enda peningurinn sem við fengum fyrir Torres yrði ekkert slor.
HANN VEIT EKKI HVAÐ HANN ER AÐ GERA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Varðandi Johnson þá held að það sé besta lausnin að henda Johnson á hægri kantinn og vona að hann verði í líkingu við Bale sem hefur blómstrað á kantinum eftir að hafa verið harðlega gagngrýndur fyrir lélega varnarvinnu og svo kom í ljós þessi frábæri v-kantmaður.
Ég held að Johnson gæti orðið frábær á kantinum og fá svo einhvern til þess að spila hægri bakvörðinn eða nota Kelly.
Orðin illa þreytt umræða með Hodgson!
Búðu þig undir LANGAN vetur.
Bíddu, bíddu!
Hold the phone… ekki er Finnur Ingólfsson tekin við sem knattspyrnustjóri hjá LFC? Er ég eitthvað að misskilja?
Skoðum aðeins hvaða leikmenn geta talist nógu góðir til þess að spila með Liverpool, skoðum líka hverjir eiga að fá lengri tíma til þess að sanna sig og skoðum líka hverja við verðum bara að losa okkur við…
Markmenn: Reina og Jones.. Ég hef ekkert út á þá að setja, flottir markmenn….
Varnarmenn: Johnson byrjaði frábærlega hjá okkur, var ógnandi og skoraði mörk, ég dag er hann alveg glataður varnarlega og hann er ekki eins góður fram á við og hann var fyrst, ég held samt að við verðum að halda honum, hann á að geta betur..
Kelly: Ungur og efnilegur, hann má vera áfram
Wilson: sama mál með hann, ungur og má vera áfram
Paul Konchesky: Ég hef aldrei séð neitt í þessum bakverði sem er heillandi, því miður, hinsvegar verður hann að fá séns, úr því að hann er kominn …
Aurelio: Frábær bakvörður að mínu mati, góðar spyrnur og fínn spilari, við höldum honum.
Agger: Byrjaði vel, góður á boltanum, flottur skotmaður, mætti dekka betur og staðsetja sig betur, hann er góður leikmaður en er mikið meiddur, einkalífið eitthvað að hrjá hann líka, ég veill samt halda honum.
Skrtel: Byrjaði vel, var frábær tímabilið sem við lentum í 2 sæti, síðan þá hefur hann ekkert getað að mínu mati, hann brýtur asnalega, hann staðsetur sig ílla og hann spilar boltanum hrikalega ílla frá sér, ég myndi vilja selja hann..
Carra: Hann er meistari, hjartað, hann verður alltaf hjá okkur, hann gerir samt sín mistök en það er óþarfi að ræða þetta meira..
Sotirios Kyrgiakos: Okkar besti maður á tímabilinu, það er bara svo einfalt, frábær í loftinu, eina ógn okkar í föstum leikatriðum síðan Hyypia fór, hinsvegar er hann ekki hraður og nýtist því ekki gegn liðum eins og Arsenal og fl… höldum honum samt.
Við eigum fleiri varnarmenn sem eru ungir og graðir, skulum bara sleppa þeim í bili..
Skoðum miðjuna næst og þá í öðru commenti
Það er viðtal við Hodgson á Liverpoolfc.tv þar sem er verið að fjalla um janúar gluggan http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-outlines-transfer-plans
Þar segir hann þetta: “We want to be attracting the players that Barcelona, Real Madrid and Inter are chasing. It would be nice to think that we can shop at a high level.”
Ég get nú ekki annað en hlegið miðað við þau kaup sem hann hefur gert hingað til. Paulsen og Konchesky eru eflaust mjög aftarlega á óskalista þessara liða.
Miðjumenn:
Gerrard: við þurfum ekkert að ræða hann, hann er hetjan okkar og fyrirliði..
Lucas: rosalega takmarkaður leikmaður, hann er alls ekki hraður, hann spilar alltaf stutt, hann getur ekki séð leikinn fyrir, hann virðist alltaf þurfa að taka við boltanum og síðan hugsa, hann kemur aldrei með flottar langar sendingar , td að fá boltann frá bakverði og skila honum á kantmann hinum meginn, hann spilar alltaf eins og er því miður ekki nógu góður, seljum hann.
Poulsen: BURT STRAX, ég er ekki einu sinn til í að gefa honum séns…
Meireles: Líst vel á hann, hann byrjar vel hjá okkur, ég skil hinsvegar ekki alveg hvað RH var að gera með hann á kantinu, þessi maður á bara að spila sína stöðu, hann minnir mig helling á Steve Mc Mahon, hann var svona box to box player, skoraði mikið og ég held að þessi portúgali eigi eftir að verða mjög góður hjá LFC, höldum honum.
Maxi: Hann var góður gegn Blackburn, það var líka hans besti leikur síðan hann skoraði markið fræga gegn Mexico um árið, hann er ekki nógu góður fyrir okkur, seljum hann..
Joe Cole: hefur lítið getað, hann er hinsvegar frábær leikmaður og hann kom frítt, hann mun koma til. höldum honum.
Babel: búinn að vera í nokkur ár hjá okkur, ég er alltaf að bíða eftir einhverju frá honum, hinsvegar gerist ekkert, sumir segja að hann sé bara vitlaus, það má vel vera, ég er að gefast upp á honum og það virðast stjórarnir líka gera, ég er samt til í að halda honum 1 ár í viðbót.
Jonjo Shelvey: líst vel á hann, ungur og graður, gefum honum séns.
Jay Spearing: Hann fær líka séns, ég held bara samt að hann sé aðeins of lítill..
Við eigum fl miðjumenn sem eru ungir, en látum þetta duga af miðjumönnum
Menn verða bara að fara opna augun fyrir því að hann Babel getur ekki blautann skít. Maðurinn er búinn að fá ótal sénsa, bæði hjá Rafa og nú Hodgson og hann er bara ekki að virka. Hef sjaldann séð aðra eins þolinmæði hjá stuðningmönnum og hjá okkur varðandi þennann blessaða dreng….menn eru enn að tala um að hann hafi ekki fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig !!!! Halló
Sóknarmenn:
Dirk Kuyt: það sem kemur fyrst upp í hugann á mér þegar talað er um Kuyt, hann er vinnusamur leikmaður, hann heldur boltanum vel og skilar honum nánast alltaf á samherja, það er einkenni góðs leikmanns, hinsvegar er kannski rangt að tala um hann hérna sem sóknarmann, hann hefur verið á kantinunum nánast síðan hann kom til LFC, ég vill sjá hann berjast um sóknarmanns stöðuna, henn getur spilað fyrir aftan senter líka, hann er of hægur á kantinum.
Ég vill halda honum.
Ngog: Ungur leikmaður, hann hefur nýtt sína sénsa vel. Er td okkar markahæsti leikmaður á tímabilinu, hinsvegar er hann ekki nógu hraður fyrir enska boltann, ég held að hann verði aldrei stjarna í enska boltanum, ég held að við ættum að skoða þann möguleika að selja hann, kannski fáum við gott verð en ef ekki þá er alveg eins gott að halda honum.
Torres: Hann er okkar besti sóknarmaður, hann þarf að komast í betra form, það kemur sko ekki til greina að selja hann…
Jovanovic: Mér líst vel á þennan gaur, hann er hraður á boltanum og er áræðinn, hann þarf að fá meiri séns að mínu mati, ég myndi spila honum meira, hann er hinsvegar betri kantmaður en striker.. Höldum honum
Daniel Pacheco: Virkar flínkur á boltanum, nokkuð hraður líka, ég held bara að hann faí ekki sénsinn og því er alveg eins gott að selja hann, þó að ég vilji hafa hann pínu lengur..
Hvað finnst ykkur ?
Úff, við virðumst hafa sloppið nokkuð vel með að þessi Kenny Huang hafi ekki náð í gegn með kaupin á klúbbnum: http://www.sportingintelligence.com/2010/10/29/revealed-former-liverpool-suitor-kenny-huang-served-with-10m-fraud-summons-in-london-291001/
Já það er kannski að sannast þarna hið fornkveðna
Ef eitthvað virðist vera of gott til að vera satt, er það örugglega ekki satt.
sammála því með Babel, búinn að fá ótal tækifæri…. þó hann spili gegn skítaliðum þá virkar hann samt arfaslakur og áhugalaus… í flokki með Keane og Aquilani sem verstu kaup Benitez
Frábær grein hér og ef ég væri góður penni þá hefði ég sennilega skirfað þetta svona :). Greinin sem Mummi linkar á er ekki síður áhugaverð og verð ég að segja að ég er sammála henni líka þó ég hafi alveg viljað sjá Benitez fara eftir síðasta tímabil en ef ég hefði vitað hver tæki við þá hefði ég frekar viljað halda Benitez. Ég bara fatta ekki afhverju allir voru svona æstir í Enskan stjóra. Getur einhver bent mér á Enskan stjóra sem hefur gert eitthvað af viti síðustu 20 ár. (Ferguson og Daglish eru skotar og því ekki enskir :).
Ég vona hins vegar að Hodgson nái að troða öllu upp í okkur aftur sem við höfum sagt um hann og hann sanni að hann sé einn af bestu stjórum í Evrópu eins og hann heldur sjálfur og geri Liverpool aftur að stórveldi en það er fátt sem bendir til þess.
Nesv menn halda manninum ekki lengi , nema þá að hann fari að vinna
Vill fá unga leikmenn inn í liðið , og lítum þar til Arsenl.Eru með marga fantagóða leikmenn sem munu blómstra hjá þeim um ókomin ár.Við höfum mestu sigurhefð af öllum liðum á Englandi , missum það ekki niður með lélegum árangri og sóun á ungum leikmönnum.
Munum: Eitt sinn eru allar stórstjörnur ungar .. nokkrar þeirra gætu verið innanborðs hjá okkur
Eins og ég var búinn að benda á þá finnst mér það ekki vera leyfilegt að gera svona lista varðandi þjálfara Liverpool. Ég vil bæta við að svona listi gæti komið til greina á milli tímabila en ekki á yfirstandandi tímabili. Því það dregur úr getu þjáfarans og kemur niður á Liverpool.
Listinn hjá SStein er góður og vel rökstuttur en það breytir því ekki að svona lista á ekki að gera um þjálfara Liverpool.
Eyþór: mér er sama að þér sé sama um mínar skoðanir.
Fyrir ykkur sem þrýstið á textann sem kemur á eftir Hidden due to low comment rating, click here to see, þá vil ég útskýra betur af hverju ég tel ekki leyfilegt að taka svona saman kosti og galla lista varðandi Liverpool.
Til þess ætla ég nefna tvö önnur málefni sem má ekki að mínu mati má búa til kosti og galla lista.
og
Ég ætla í 3. að vísa í pælingar um þjálfara Liverpool Roy Hogdson og kosti og galla með hann.
Númer 2 og 3 á við Liverpool og 1 á við alla lifandi manneskjur og að mínu mati útskýrir þetta best hvað ég við að sumt sé svo heilagt að maður fokkar ekki í því. Fyrir sumum er það upp á líf og dauða að halda með Liverpool en ég er ekki að fella dóm um það að halda með Liverpool sé upp á lif og dauða. Þið ákveðið það sjálfir.
Hér hefst pælingin. 1. Er líf heilagt? Svarið hlýtur að vera já. Lífið er undirstaða alls sem við gerum. Við getum ekki valið að deyja og ákveðið svo að fara í fjallgöngu á morgun. Án þess fyrra er ekkert mögulegt.
Má búa til kosti og galla lista yfir Lífið? Nei, því ef það væri hægt þá væri komin réttlæting fyrir ýmsa ófögnuði mannkynssögunar að drepa. Menn eru hrifnir að vitna í Hitler því vil ég minna á að Hitler drap marga gyðinga í seinna stríði. Hiter hefur sagt við sjálfan sig: Gyðingar eru klárir(einstein) en kostirnir eru bara svo miklu færri en gallarnir. Ég man nú ekki eftir göllunun en ætli málið hafi ekki verið að þeir voru duglegir í viðskiptum fyrir sjálfa sig á meðan almenningur í þýskalandi hafði það skítt eftir versalasamningana og kreppuna miklu. Þekki ekki galla gyðingana enda ekki nasisti.
Tökum annað dæmi sem er nær okkur en það er þannig að með aukinni heilbrigðisþjónustu þá hafa lífslikur íslendinga aukist. Við höfum fleira fólk sem lifir fram yfir 67 ára aldurinn. Þetta fólk þarf mikla heilbrigðisþjónustu samanborið við ungt fólk. Þetta fólk þarf ellilífeyrir og digra lífeyrissjóði til að lifa af. Það er t.d. ekki hægt að afskrifa lán sem lífeyrissjóðir hafa lánað til íbúðarlánasjóðs vegna þess þá minnkar lífeyrir til gamla fólksins. Og já þetta fólk eru afar okkar og ömmur og/eða Poolarar sem muna eftir sigrum liðsins langt aftur í tímann. Þetta eru líka stuðningsmenn United.
Við getum en eigum ekki að búa til lista yfir manneskjur. Við eigum ekki að láta okkur detta í huga að segja að kostir séu ekki nægilega margir til að það réttlæti að halda í þeim lífinu.
Kostir gamala fólksins: Man ekki eftir einum, jú ömmur og afar geta passað börnin á meðan alvöru fólk vinnur. Þau geta líka minnt okkur á það að 2004 hagsæld var betri hagsæld en 1930 hagsæld á Íslandi.
Ókostir gamla fólksins: Kostar mikla peninga að halda í þeim lífinu, sjúkrarúm öldrunarheimili, lyfjakostnaður, elllilífeyrir, lífeyrir og svo framvegis.
Það vinnur ekkert og skilar engu til samfélagsins.
Ef ég virka eins og ég sé ekki að sýna eldri borgurum óvirðingu með svona lista þá vil ég nefna að ég er alfarið á móti því að búa svona lista til varðandi líf og þar er nánast ekkert líf undanskilið.
Þriðja dæmið er sjálfsmorð og af hverju það kemur ekki til greina. Já það er hægt að færa rök fyrir því ef maður er leiður á lífinu að kostir þess að lifa séu minni gallar þess. En vegna heilagleika lífsins á ekki búa svo lista til um að taka sitt eigið líf.
Þá kemur að 2.
Spurning er af hverju heldur maður með Liverpool? Það er hægt að setja það upp í kosti og galla lista.
Þetta er listi sem skrifaður á stuttu tíma og ég hef aldrei búið tl svona lista áður. Þetta er bara dæmi um slíkan lista. Og er engan veginn í sama standard og listi SSteins.
Kostir
Liverpool hefur flotta sögu
Flotta leikmenn
Sögufrægan völll
Stuðningsmenn sem skilja hvað you never walk alone, syngja í hálfleik í istanbull þó að staðan sé 3 -0 fyrir hinu liðinu.
Gallar:
Hafa ekki unnið titil í 20 ára.
Erkifjendurnir í Man utd hafa unnið jafnmarga tiltla og Liverpool
Liðið getur ekki keppt við lið eins og Chelsea, United og Man City í leikmannakaupum. Hvað þá Real Madríd, Barcelona, Inter Milan og AC Milan.
Stuðningsmennir hafa minni þolinmæðii gagnvart þjálfaranum en áður(sem þeir telja eðlilegt vegna þess að árangurinn er ekki nægilega góður) Er það you never walk alone when you are winning
Með svona lista er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig ekki að halda með Liverpool. Á hverjum degi eru ungir og nýjir aðdáendur að enskaboltanum að gera svo mat og ákveða að halda með öðrum liðum en Liverpool.
En fyrir okkur sem höldum með Liverpool þá gerir maður ekki svona mat. Maður bara heldur með Liverpool. Punktur.
Eins maður rekur ekki þjálfara ekki á miðju tímabili. Það er ekki Liverpool style. Ekki einu sinni Liverpool American Style.
Að lokum vil ég segja að ef ég fer að gera kostir/gallar mat á Hodgson þá kemst ég kannski að þeirri niðurstöðu að hann eigi að fara.
Ef ég geri kostir/galla mat á Liverpool þá kannski hætti ég að halda með Liverpool.
Þá vil ég ekki sjá gerast. Með hin þá vil ég ekki breysast í Hitler þó það geti skilað mér í fyndnum youtube myndbönum eftir 60 ár.
Já kannski líta NESV menn svoldið til Asenal og hvernig þeir hafa hagað sínum málum. Eyða ekki miklum peningum en selja oft feita bita. Það verðu nú að gefa Wenger eitt stórt prik hvernig hann hefur haldið á spöðunum hjá Arsenal. Hann hefur að sjálfsögðu átt erfiðara uppdráttar undanfarin ár þar sem peningar spila sífellt meiri rullu. (enda er farið að sjá á kallinum)
Ef þeir eru að líta í þessa átt, sem mér persónulega líst mjög vel á, þá verða þeir líka að finna hárétta manninn í starfið. Maður sér fyrir sér mann í yngri kanntinum og svoldið graðann. Ekki treysti ég mér til að nefna hver sá maður er en hann heitir alveg 1000% ekki Roy Hodgson, svo mikið veit ég.
Sæll !!!! þetta er einhver súrasti texti sem ég hef lesið (Coke Zero). Ég verð að viðurkenna að ég sleppti nokkrum línum þar sem ég bara áttaði mig ekki alveg á samhenginu. En samkvæmt þessu þá má ekki ræða um kosti og galla fólks því ef það hefur of marga galla þá má það drepast!! Ef þú heldur að menn hætti að halda með Liverpool ef þeir gera lista yfir kosti og galla þessi þá held ég að þú sért ekki að skilja Liverpool aðdáendur. Það þarf ekkert að gera lista því það er bara þannig að það er alltaf kostur að halda með Liverpool.
Ef það má ekki ræða kosti og galla framkvæmdarstjóri þá værum við sennilega enn þá með Souness við völd hjá félaginu og værum þá líklega að spila við Northamton reglulega. Ég er líka orðinn verlulega þreyttur á þessu að segja að það sé ekki the Liverpool way að reka stjóra. Það hafa nú þegar 4 stjórar verið reknir. Souness, Evans, Houllier og Benitez þeir hættu ekkert af því að þeir vildu það heldur var þeim settur stólinn fyrir dyrnar og þeim gefnir afarkostir annað hvort hættir þú eða þú verður rekinn og það lítur nú oftast betur út á CV að segjast hafa hætt sjálfur. Hodgson er líklega það þrjóskur að það þarf að reka hann.
Ef maður sem er að þjálfa Liverpool er með liðið í 18 eða 19 sæti þegar 1/4 er búinn af tímabilinu þá er alveg réttlætanlegt að tala um að hann eigi að vera rekinn hann er ekki jafn heilagur og Liverpool því Liverpool varir að eylífu en það gerir framkvæmdarstjórinn ekki.
Nýjasta frá Roy:
“Coming into the next quarter of the season, I’m hoping it won’t be as traumatic as the first one has been.
“I am hoping by the halfway stage we will be starting to see a little bit of light.
“I’m not believing naively we are going to win seven out of nine and fly up to the top of the table but I do want us to move from of the relegation zone.”
“I want us to continue giving performances where we know from first minute to last we are going to be very difficult to beat and we are going to ask a lot of questions of the opposition.”
Nú? Hodgson með háleit markmið – að komast úr fallsæti! EN EKKI HVAÐ?!! Og hvað er þetta: Áhersla á “difficult to beat” og “ask questions of the opposition” – hvað varð um það að einfaldlega reyna að vinna leikina? Maðurinn heldur greinilega enn að hann sé að þjálfa hjá Fulham. Sjitt.
Ég les hér á hverjum degi en skrifa sjaldan sem aldrei comment, en langar nú að segja smá.
Ræðumaður 57 hefur á margan hátt rétt fyrir sér og svo aftur á móti gæti hann í leiðinni verið að móðga marga Poolara..
Sjálfur lifi ég fyrir fótbolta og styð Liverpool til æfiloka! En afhverju held ég með Liverpool.. jú það er vegna þess að pabbi minn hefur ávallt haldið með Liverpool.
Það eru ekki nema 3-4 eftirminnilegir titlar sem liðið hefur unnið frá því að ég byrjaði að horfa á Enska boltann og er það jú leiðinlegt en þegar faðir minn byrjaði að horfa þá voru Liverpool BESTIR í Englandi og jafnvel Evrópu. En hann byrjaði að halda með Liverpool því honum fannst nafnið svo flott hehe 🙂
Nú ættu allir að hugsa aðeins um heildar myndina.. stöndum við saman sem heild eða ætlum við að vera í “stríði” við stjórann okkar?
Ég persónulega mæli með því að allir sem einn hugsi fallega til liðsins í heild sinni, ekki bara til 3-4 manna innan liðsins.. Jú það er erfitt þar sem við erum með Roy “klaufa” Hodgson og C. “meðalmann” Poulsen í liðinu okkar.. en er ekki batnandi mönnum best að lifa?
Ég segi batnandi því síðasti leikur var jú 3 stig í hús og allir lögðu allt sitt í leikinn.
Verum frekar bjartsýnir og trúum því að Liverpool mun RÍSA upp á ný og þá ekki með neikvæðnistalinu sem trónir yfir allt það jákvæða sem er í gangi 🙂
Áfram Liverpool
YNWA
Coke Zero Nr. 57 með súrasta pistil í sögu kop.is?
Veit ekki alveg hvort þetta er þumall upp eða niður því líklega er þetta snilld, vá!!!
Stóð mig reyndar ítrekað að því að fara hugsa um skútu meðan ég las þetta en ef við brjótum þetta saman og ímyndum okkur að Coke Zero væri ritstjóri þessarar síðu (eða bara hvaða síðu sem er) þá væri það all hressilega leiðinleg síða, enda neikvæð umræða bara hreinlega bönnuð.
Engu að síður
Lighten the F*** Up maður, þetta er bloggsíða á íslensku um Liverpool, Hodgson hefur sagt okkur leiðinlega oft að hann hafi verið í þessum bransa í 35 ár og hann ætti manna best að gera sér grein fyrir því að ef þú situr með Liverpool í fallsæti og bullar tóma steypu í viðtölum þá áttu von á all rosalegri gagnrýni og getur verið alveg viss um að kostir þínir og GALLAR verði ítarlega listaðir upp. Oft og reglulega.
p.s. hvar varstu í fyrra Coke Zero þegar Rafael Benitez var til umræðu?
p.s. (2) Þó að grínmyndband með reiðiræðu frá Hitler sé á þessari síðu er mjög svo augljóslega ekki verið að lýsa yfir stuðningi við hans skoðanir á nokkurn hátt, veist af því ef það var ekki á hreinu fyrir.
Í fyrra gaf Benitez loforð um 4. sætið en sveik það loforð. Getur verið að Hodgson sé að forðast að gera sömu mistök og Benitez með að lofa minnu en skila meiru?
Eða hann hafi ekki meiri metnað fyrir Liverpool? Þið sem hafið lesið mikið um Hogson, Hefur hann sagt eitthvað um markmiðin til lengri tíma? Er þau ekki örugglega að koma okkur í fyrsta sætið. Maður les túlkun margra þeirra sem skrifa greinar og athugasemdir að markmiðið hjá Hogdson sé að bretya Liverpool í gott Fulham lið. Er það réttur skilningur?
Þú verður bara að afsaka Coke Zero, hvergi í þessum þræði nefni ég þig á nafn eða að mér sé sama um þína skoðanir. Ég hinsvegar svaraði þér í fyrri þræði og sagði í gríni að það breytti s.s. litlu þó þú hættir að skrifa hér á bloggið, eins og þú sagðist vera að íhuga, þar sem flest þín skrif væru falin vegna þumlakerfisins.
Aftur á móti get ég sagt þér að ég virði skoðanir þínar þó að ég sé ósammála þeim, að hluta til að minnsta kosti. Það væri einfaldlega ekkert gaman af þessu ef við værum allir saman sammála – eins og einhver sagði hér á blogginu – þetta er ekki kór, þetta er staður þar sem menn og konur með sameiginlegt áhugamál og ástríðu koma saman og skiptast á skoðunum.
Góða helgi =)
Coke Zero (#64) segir:
Hann lofar minnu, já, og stendur alveg við það. Öllum væri sama um orð hans ef hann skilaði þá meiru en Benítez, enda var hann ráðinn af því að hann átti að geta betur en Rafa gerði. En að skila meiru? Það er því miður ekki raunin. Hann lofar engu og skilar minna en engu. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því en það er einn fjórði tímabilsins búinn OG LIVERPOOL ER Í FALLSÆTI! Að ætla að þegja fram á vorið þegar einn maður er mögulega að keyra Liverpool niður í einhverja neyðarlegustu fallbaráttu allra tíma er ekki merki um stuðningsmann Liverpool. Það er merki um bjána.
Þegar ég las þennan pistil fékk ég á tilfinninguna að ég væri að lesa áróður frá bitrum bónda gegn ESB. Allar mögulegar og ómögulegar ástæður eru týndar til þess að nota sem rökstuðning við skoðunum greinahöfunar. Allt er túlkað á versta veg og það jákvæða er skilið eftir.
– Hodgson sannfærði Cole um að koma og fékk undirskriftina frá honum.
– Aqua er búinn að vera lélegur eða meiddur síðan hann kom til klúbbsins. Ekkert annað en að lána hann og sjá hvort hann geti átt góða fleiri góða leiki en 1/10 eins og hann gerði hjá Liverpool.
– Hann sign-aði Konchesky þegar liðið var með engan vinstri bakvörð. Skiljanlegt.
– Auðvitað ferðu ekki að gagnrýna yfirmann þinn, sérstaklega þegar hann skaffar peninga til leikmannakaupa.
– Varðandi skiptingar þá finnst mér hans skiptingar meira sensible heldur en hjá Benítez.
– Hann var ekki í sleik við Ferguson þó þeir hafi labbað inn á völlinn. Ferguson sagði heldur ekki að Torres væri svindlari og Hodgson hefur pottþétt vitað að þetta hafi verið rangtúlkað hjá fjölmiðlum og því hefði það verið kjánalegt að öskra á Ferguson út af þessu. Ég velti því fyrir mér hvort greinarhöfundur vilji mann eins og Óla Þórða sem gasprar og gagnrýnir alla nema sjálfan sig.
– Var’andi Birmingham kommentin þá hugsa ég að Hodgson hafi séð hvað liðið var stutt á veg komið og hefur einfaldlega feisað það. Hann er jarðbundinn og realistic þjálfari og verður það áfram. Ég sá ekki Everton leikinn (sem var víst hörmung) en að túlka það þannig að Hodgson sé einhver sérstakur vinur Moyes og sé að sleikja hann upp er þvaður.
– Varðandi þetta slúður um Torres þá er þetta ekki svaravert. Torres er aldrei að fara til Manjú. Þið vitið það og Hodgson veit það. Að túlka þetta sem aumingjaskap í Hodgson minnir á þegar allir voru að gagnrýna Purslow fyrir að vera skemma Liverpool innanfrá svo Chelsea gæti orðið meistari….sem var reyndar sérstaklega skemmtileg heimabrugguð fantasía.
En allt þetta raus, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt skiptir í raun engu máli. Það er árangurinn sem er það eina sem skiptir máli. Ég myndi elska hvaða stjóra sem er ef hann væri með Liverpool í toppbaráttu, sama hvaða pappakassi væri í stjórasætinu. Þetta á ekki við Hodgson og því hefur hann 2-3 leiki til að koma liðinu í efri hlutann. Annars vill ég hann burt!
Ég studdi Benitez fram í rauðan dauðann undir nafninu Zero.
Ég skellti Coke fyrir framan vegna þess að þaðan fékk hugmyndina að nickinu Zero.
Ekki veit hvað markaðsdeildin hjá Coke var að hugsa með að búa til eitthvað sem heitir Sprite Zero og Coke Zero.
Ég hugsa alltaf þegar ég heyri þetta Coke Zero, Pepsi One. Ég drekk hvorugt btw.
Babu: ég ætlaði ekkert að vera neikvæður en það getur vel verið að ég sé það í augum sumra.
Maður situr allan daginn undir skotum frá United mönnum vegna þess hve illa gengur og maður getur ekki undir nokkrum kringumstæðm sagt, Já það er rétt hjá þér Liverpool er ömurlegt með lélagan þjálfara. Svo fer maður inn á Kop.is og þar er hver greinin og hver athugasemdin á fætur annarri um það að Hogdson sé svo ömurlegur að hann verði að reka. Ef ég er neikvæður þá er það á mína ábyrgð en ég ætla mér það ekki og viðurkenni það ekki að ég sé neikvæður. Sérstaklega í samanburði við þá neikvæðu umræðu sem umræðan um Hodgson svo sannarlega er.
Hann er einn af þeim sem svo upptekinn við að taka ekki áhættu, styggja engan og þóknast öllum að hann styggir alla og þóknast engum.
Þetta er besta lísing sem ég hef séð á Hodgson, verð að skella þessu á fésið hjá mér!
Babu says:
29.10.2010 at 14:27
Búðu þig undir LANGAN vetur.
Getur vel verið að hann verði langur, en hann verður ennþá lengri ef maður er endalaust að þessu svarstsýnirausi. Síðasti leikur var jákvæður að öllu leiti og vona ég svo sannarlega að þar verði framhald á en það verður bara að koma í ljóst.
Ég var ekki talsmaður þess að Benitez yrði rekinn og ég var ekki talsmaður þess að ráða ætti Hodgson, svona er nú staðan samt í dag og maður verður að sætta sig við það í bili þangað til annað verður ákveðið. Kannski fara hlutirnir að breytast, ef ekki þá styttist í að nýr maður verði ráðinn, svo einfalt er það.
Coke Zero! Sjúgðu lim.
Auðvitað er það forgangs verkefni hjá RH að koma LFC úr fallsæti…LOL..Gæinn er snillingur 🙂
Tekið af mbl.is “Arsene Wenger knattspyrnustjóri Liverpool hefur ekki útilokað Liverpool í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að liðið sé í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar” Að vísu smá villa í þessu hjá þeim hjá mbl. en ……………
Góður punktur úr greininni á DailyMail:
“Indeed, his derisory comments about the abilities of La Liga and Champions League-winning coach Frank Rijkaard, after the Dutchman was linked to the Liverpool job, were pitiful.
Hodgson would swap all of his trophies won in the backwaters of Europe for just one of the former Barcelona coach’s.
Liverpool fans would happily trade Hodgson for Rijkaard.”
Nr 74 – ég er ekki einn af þessum LFC aðdáendum sem myndi glaðust skipta á RH og Riijkard – álit mitt á þeim síðarnefnda er ekki mikið. Ef á annaðborð það á að losa sig við RH þá verður að vanda til verks við ráðningu eftirmanns hans, það fór nú ekki svo vel að losa sig við Rafa án þess að vera með “betri” kost í stöðunni.
Þegar á botninn er litið er það niðurstaða 98% af stuðningsmönnum Liverpool sem vilja hann burt einfaldlega vegna þess að þegar hann hefur reynt við sig á stóra sviðinu þá hefur ekki gengið sem skildi eins og Inter þar sem hann gerði ekkert sérstaklega hluti í deildinni en náði jú í úrslit UEFA Cup. Hlutirnir hjá Blackburn eru hlutir sem hann vill einfaldlega gleyma vegna þess hve illa hann skeit á sig. Hann helstu afrek eru semsagt 12sæti og úrslit í uefa hjá Fulham, og síðan einhverjir hlutir í svíþjóð,noregi,sviss og álíka löndum. Sé ekki hvað þarna gerir hann að einhverjum af betri ensku þjálfurum í heimi í dag. Ef menn ætla að fara að bera Malmo við Liverpool þá er eitthvað storkostlegt að. Aðalpointið er að þegar hann þarf að fara að höndla pressu og aðra álíka hluti þá skítur hann upp á bak sem bitnar á leikmönnum sem hann er þegar búinn að vera drepa úr leiðinlegum og illa útfærðum fótbolta. Síðan má heldur ekki gleyma því, að í hvaða keppni sem er WC,Meistaradeildin osfv þá er alltaf eitthvað eitt spútnik lið í hverri einustu keppni.
Síðan er það líka spurning hvort við ætlum að vera halda í gamlar venjum semsagt standa bakvið þjálfurum sama hvað gerist eða fara ofan á þessum gullstól sem við teljum okkur vera í og actully reyna að fara að gera eitthvað af viti, klúbburinn er að fara í nýja stefnu og þá þarf nýtt blóð. Meðalmennska eða árangur? Ég hef allavega gert upp hug minn, það er kominn tími á að ég sjái liðið mitt lyfta deildarbikar, hef aldrei upplifaðað þá tilfinningu og þrái hana heitar en flest annað.
Nr. 75 – Þú hlýtur að meina ÞEGAR á að losa sig við RH en ekki ef? Maðurinn var ráðinn sem bráðabirgðalausn í sumar og hefur reynst jafnvel enn verri en svartsýnustu menn þorðu að vona.
En ég er sammála því að það þarf að vanda valið með eftirmann hans og ég held að RH sé ekki að fara á morgun einfaldlega vegna þess að NESV vilja gefa sér betri tíma til að koma sér inn í hlutina. Vonandi verða þeir fljótir að koma sér inn í hlutina, mjög fljótir.
Jæja það er allvega einn þjálfari í deildinni sem hefur trú á liðinu okkar.
http://mbl.is/mm/enski/frettir/2010/10/29/wenger_liverpool_getur_ordid_meistari/
ÚT með gamla Roy of the Rovers og INN með Kenny the King!..
Sóknarbolti, snilldar kaup í janúar og meistaradeild næsta haust ” staðfest”
Held að það sé tími til kominn að við hættum þessu rausi , sjálfur er ég ekki harla ánægður með kappann en ég held að það sé ekkert að fara að bæta neitt ef maður rífst standslaust um lélega frammistöðu , þó svo að hún hafi nú sannarlega verið og Roy á mikinn part í því.
YNWA
er sannfærður að við séum á leið út úr ógöngunum
Vitiði það að Blackburn liðið sem við unnum eru slakir og það slakir að ég tel þá vera fallkandídata. Við megum ekki halda að liðið sé orðið gott. Blackburn leikurinn er ekki mælikvaði á það. Gegn Bolton ættum við að sjá þetta betur.
Kenny Huang, fyrrum suitor í Liverpool, borinn fram með ásakandi rit hann um svik og blekkingar
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8097927/Kenny-Huang-former-suitor-of-Liverpool-served-with-writ-accusing-him-of-fraud-and-deceit.html
Ætli ég verði ekki vona að Carlito lifi þetta af eftir pistilinn minn um að allt líf sé verðmætt.
http://www.youtube.com/watch?v=cYyp7qFEkAQ
Frábær pistill. Sammála flestu. Þegar Hodgson var ráðinn fannst mér eins og þeir sem réðu hann væru ekki með Liverpool hjarta. Spáði að hann yrði rekinn í nóvember. Nú líður að 1. nóvember. Vona að ég þurfi ekki að telja upp að 30.
Er 100% sammála þessum pistli. Þetta súmmerar upp nákvæmlega alla þá þætti sem hafa verið að brjótast um í kollinum á manni. Verð að játa að ég hristi hausinn þegar þessi ráðning átti sér stað. Svo reyndi ég að sjá jákvæðu hlutina en þeir því miður hafa þeir verið kveðnir í kútinn.
Það er vonandi að liðið nái að fylgja eftir leiknum gegn Blackburn. Heimavöllur Bolton hefur reynst Liverpool erfiður í gegnum árin og væntanlega verður svo áfram. Það væri óskandi að Hodgson blási til sóknar og freisti þess að vinna fyrsta útileik sinn frá því að hann varð lögbundið gamalmenni.
Ekki að ég sé að segja Poulsen frábæran á einn eða neinn hátt, en hvaðan kemur þetta lof á Aquilani allt í einu?
Væri hann af öllum mönnum einhver töfralausn fyrir félagið?
Ástandið í dag er alls ekki gott, og hrein hörmung í raun. En ég er þess fullviss um að Liverpool vinni lágmark 8 af næstu 9 leikjum.
Stb, þótt ég voni innilega að það gerist, þá mun það ALDREI gerast.
Það gerist a.m.k. varla á meðan sjálfur þjálfarinn segir að það sé barnalegt að halda að við vinnum 7 af næstu 9 leikjum!
Ég ætla ekki að vera með neitt bögg. en “sumir” sem skrifa hérna eru pottþétt United menn að reyna æsa upp…(þá tala ég um sérstakan mann sem bragðast eins og vel hrist og goslaust pepsi með vanillubragði)
En víst menn eru byrjaðir að ræða nýja menn í stjórnarstöðuna, þá vill ég ekki menn eins og Rijkaard, ef Roy Hodgson og Benitez geta ekki gefið okkur Englandsmeistaratitilinn, þá getur hann það ekki…
Ég persónulega vill fá menn eins og Fabio Capello?, Guus Hiddink og sérstaklega vil ég fá Louis van Gaal, sem ég tel vera réttan mann fyrir hvaða lið sem er.
Set spurningamerki við Capello, því ég hef alltaf fílað hann, áður er hann tók við Englandi.
Held samt að við ættum að gefa Roy aðeins meiri séns, það er ekkert auðvelt að taka við brunarústum eftir annan fávita og gera það að stórbrotnu fótbolta liði á 1 nóttu, nema þú fáir 600m. punda eða álíka.
góða helgi strákar og vonandi fáum við 3,4 mörk um helgina, er farinn að sjá Joe Cole fyrir mér brillera all svakalega…
Áfram LIVERPOOL! YNWA!
Alveg hrein magnað að sjá hvað bretarnir standa saman. Bresku stjórarnir keppast við að mæra RH og skilja ekkert að hann megi ekki tapa “fáeinum leikjum”, sbr. Feita Sam, Coyle, Fergie og fleiri. Nákvæmlega sama og þegar ónytjungurimm Mancini tók við af jesúbarninu Hughes, og fjölmiðlarnir spila með. Þetta nær svo alla leið í landsliðið en Capello var úthúðaður löngu fyrir uppáskituna á HM. Kenningin um kosti þess að vera með breskan stjóra er góðra gjalda verð, en hann má þá ekki vera versti stjóri í sögu LFC.
Algerlega sammála öllu í þessum pistli, Frábær pistill 🙂
Hodgson mun vinna eina medalíu þetta leiktímabil. Og það er fyrir flestar bjánalegar tilvitnanir . Þær eru orðnar það margar að það er spurning um að gefa út bók með þeim fyrir jólin.
We all know January is often a market for clubs trying to move on players they don’t want … I don’t want to be taking people’s leftovers. We’ve got those types of players ourselves. If we are going to improve we need better. Jájá við vitum alveg hverjir eru leftovers en þú varst bara svo heimskur að fatta það mánuði eftir að þú keyptir þá( pk og cp).
Hann er farinn að minna mig á George Bush með sínar frægu heimskulegu tilvitnanir http://www.youtube.com/watch?v=tlcE3HVRlRs
Hvenær í andskotanum ætlið þið að hætta að væla yfir Aquilani? Haldið þið ekki að stjórnendur Liverpool hafi óskað þess að sjá hann blómstra í Liverpool? Það er augljóst að það er eitthvað utanaðkomandi að trufla manninn, persónulega finnst mér allt benda til þess að hann sé að glíma við einhvers konar þunglyndi eða hafi heimþrá. Hann lítur á vissan hátt út eins og bugaður maður.
Góðir vinir, kunningjar, púlarar … aðrir! HAFIÐ GÓÐA HELGI
John Henry on transfers
“Stories about our top players leaving are destructive and unwarranted but we realise that this kind of speculation is also common.
“We intend to build on the strength of the current squad, not undermine it. And I can reassure our supporters that we have no intention of allowing the team to be weakened going forward.”
AVANTI LIVERPOOL
Þessi þráður er MUST READ …
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=265701.0
John W Henry svarar spurningum frá stuðningsmönnum.
skemmtileg PR vinnan á opinberu Liverpool síðunni…. allt virðist ganga út á að sýna myndir af því hversu glaðir menn eru á æfingum 🙂
Vil bara nota tækifærið og óska vini mínum Diego Armando Maradona til hamingju með daginn
Hérna er viðtal við Mascherano um Liverpool og ástæðan fyrir brottför hans.
http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6476087,00.html
Vonandi er þetta rétt hjá honum.
He said: “Torres is so good, he could play for any club. I’d like to see him at Barca but don’t know if that would be possible.
“Liverpool’s fans love him so much and he loves them so much too that I don’t know if they would be able to part.”
“Liverpool er sagt við það að ná samningum við Gillingham um hinn sextán ára gamla Ashley Miller sem þykir einn efnilegasti knattspyrnumaður Englands.”
Hefði ekkert á móti honum 😉
Talandi um unga og efnilega stráka þá er hérna eitt.
Someone On Twitter Who Operates under a hidden name claims to have been told by one of the players that LFC will sign Eden Hazard In January He Claims The Deals Been Done
Hafa sem minnst af enskum leikmönnum geta ekki neitt
http://www.liverpool.is/News/Item/13905
Roy virðist hafa fengið skilaboðin:D
@100
Hann er 1.70 cm
Lágvaxnir leikmenn geta venjulega ekki neitt(fyrir utan Messi)
Nú geta lágvaxnir ekki neitt.
Owen, Garcia, Lennon, Messi og alveg hellingur af frábærum leikmönnum sem eru lágir.
Sérstaklega ef þeir eru kantmenn þá er það alls ekki verra ef þeir eru litlir og snöggir.
En hérna er verið að orða Hiddink við Liverpool.
http://www.bettingpress.com/category/Football/Guus-Hiddink-to-be-the-next-Liverpool-FC-manager-201010290044/
Þó maður taki nú svona slúðri og orðrómum, eins og Ásmundur vitnar í, með fyrirvara þá verður maður nú að viðurkennast að maður óski sér nú að þetta hafi við stoðir að styðjast. Svona leikmenn vill maður sjá til Liverpool!
Man alltaf eftir leik hans á móti Liverpool á síðustu leiktíð. Heillaði mig alveg upp úr skónum. Spili Liverpool framar á vellinum þá held ég að þetta sé leikmaður sem ætti eftir að blómstra hjá liðinu. Maður lætur sig dreyma…
http://www.youtube.com/watch?v=NoS33S9krt4