Napoli á morgun

Þessi upphitun verður stutt þar sem ég er veikur. Bleh.

Okkar menn taka á morgun á móti Napoli í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar, K-riðils. Eftir þrjár umferðir er staðan einföld – allir leikirnir hafa endað með jafntefli utan sigurs Liverpool á Steua í fyrstu umferð. Liverpool eru því á toppnum með 5 stig, Napoli og Utrecht hafa 3 stig og Steua reka lestina með 2 stig.

Sigur á morgun fer því ansi langt með að tryggja áframhaldandi þátttöku í keppninni eftir áramót.

Roy Hodgson er þegar búinn að gefa það út að hann muni ekki hvíla jafn marga og venjulega á morgun. Hugsunin hjá honum er eflaust sú að stilla upp sterku liði, landa sigri á Anfield á morgun og geta þá frekar slakað á í síðustu tveimur umferðunum ef liðið er orðið nánast öruggt áfram.

Af leikmönnum er það helst að frétta að Kuyt og Agger eru enn frá en Johnson er byrjaður að æfa. Joe Cole er meiddur og verður frá í tvær vikur og þá er Kyrgiakos (því miður) eitthvað tæpur fyrir þennan leik. Ég ætla að spá því að Hodgson stilli upp eftirfarandi liði á morgun:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky

Poulsen – Lucas
Babel/Pacheco – Gerrard – Jovanovic
Ngog

Pacheco byrjar ef Babel er ennþá meiddur, Jovanovic fær tækifæri vegna meiðsla Cole, Meireles og Torres verða hvíldir (samt líklega á bekknum) og Johnson verður ekki þröngvað í þennan leik heldur frekar haldið heilum fyrir Chelsea á sunnudag.

Af Napoli-liðinu er lítið að frétta. Áhugasamir geta enn lesið stórgóða upphitun Babú frá því fyrir tveimur vikum og þá býst ég við að þeir stilli upp svipuðu liði og í þeim leik. Jafntefli eru ekkert endilega góð úrslit fyrir Napoli, ekki ef Utrecht vinnur hinn leikinn, þannig að þeir munu eflaust ekki liggja í vörn.

**MÍN SPÁ:** Ef Hodgson stendur við orð sín um að stilla upp sterku liði er ég bjartsýnn á góða frammistöðu og sigur í þessum leik. Eftir tvo sigurleiki í röð og margar jákvæðar fréttir af klúbbnum síðustu daga er andrúmsloftið allt annað í kringum liðið og ekkert því til fyrirstöðu að menn mæti fullir sjálfstrausts til leiks og klári dæmið.

Við vinnum þennan leik 2-0. Gerrard og Ngog skora mörkin. Áfram Liverpool!

37 Comments

  1. Staðfest lið er komið

    Reina
    Glen – Soto – Carra – Konc
    Poulsen – Spearing
    Meireles – Jonjo – Jova
    Ngog

  2. Það stóð ekki lengi. Jæja, ég náði Reina, Carra, Konchesky, Poulsen, Jovanovic og Ngog réttum. Það er hálft liðið. Sætti mig við það. 😉

  3. „Við lentum í einum af erfiðari riðlunum með Napoli, Steaua og Utrecht og á blaði leit hann út fyrir að vera mjög jafn, en við höfum gert það sem vi’ð þurftum.”

    Enn ein snildin frá þjálfara vor. Samkvæmt honum er liðið víst ekki mikið betra en Napoli, Steaua og Utrecht á blaði.

  4. Ef við vinnum þennan leik þá er vegna þess að Ítölsk lið skíta alltaf uppá bak á Enskri grund 😉

    Aðeins að öðru, Mario Gomez kominn með 3 fyrir B Munchen : )

  5. Kæri fótboltaguð
    Viltu vera svo vænn að pína mig ekki svona og koma mínu ástkæra liði aftur í meistaradeildina.
    Ég hreinlega lifi ekki fleiri tímabil af þar sem Liverpool er ekki meðal þeirra bestu.
    Ég skal gera góðverk á hverjum degi og hætta öllum ólifnaði ef þú bara verður að ósk minni.
    Þinn einlægur, Manni

  6. Hörður reynum nú að vera aðeins bjartsýnir að snúa ekki alltaf út úr umræðuni með svona rugli. Þessi riðill er klárlega með þeim sterkari( þar sem Liverpool eru klárlega sterkastir) og með því að segja að riðillinn sé jafn fyrirfram er hann ekki að segja að þesssi lið séu jafn góð og Liverpool.
    Hann var alltaf að fara hvíla menn í þessari keppni sem hann hefur réttilega gert, takandi það með í dæmið er árangurinn í Evrópudeildinni viðunandi og ekkert yfir því að kvarta.
    Með sigri á morgun erum við í topp málum.

    Spái 2-0 sigri gegn sterku Napoli liði. Ngog og Meireles.

  7. „Ef ég hef reitt hann til reiði með ummælum sem áttu aldrei að vera neikvæð eða gagnrýnin á hans starf fyrir félagið, þá mun ég með ánægju biðjast afsökunar því að það var aldrei meiningin.”

    Ég held að fyrsta verk Comolli verði að setja Hodgson í fjölmiðlabann(ef það er undir honum komið). Maðurinn drullar alltaf lengra og lengra uppá bak og svo er hann farinn að sleikja Benitez upp líka eins og aðra þjálfara. Ef þú byrjar að hrauna yfir einhvern stattu þá við það sem þú segir… ekki lúffa eins og rakki. Djöfull getur hann gert mig pirraðann!!!

  8. Vona svo sannarlega að Jonjo stimpli sig inn í þessum leik, og að Ngog haldi áfram að skora. Hann er að gera mjög flotta hluti núna og er eflaust hungraður í að halda því áfram til að stimpla sig inn í byrjunarliðið fyrir tímabilið.

  9. Vá, Hodgson er ekkert að grínast með að leggja áherslu á deildina. Gott að sjá Jonjo og Ngog og vörnina eins sterka eins og hægt er. Soto skorar kannski hehe.

  10. Ég er samt hrikalega ósáttur að Danny Wilson skuli ekki fá tækifæri á að sanna sig.
    Hann var valinn besti maður Rangers að mig minnir en fær ekki pláss á bekknum hjá okkur þrátt fyrir lélega frammistöðu annara leikmanna.
    Pacheco annað dæmi um frábæra hæfileika sem fá ekki að njóta sín hjá honum en var einn besti maður U19 ára hjá Spáni.

  11. Smá þráðráð en sum þessarra ummæla í garð Hodgson eru hreint út sagt ótrúleg. Menn gera mistök, það hefur hann svo sannarlega sannað, en mér finnst nú allt í lagi að gefa honum smá kredit fyrir að sjá að sér í þessu tilviki. Ummæli hans í garð Benitez voru með öllu óskiljanleg, og illa orðuð í þokkabót, en að hann skuli átta sig á þessu getur varla talist slæmt.

    Einnig er allt í lagi að bera virðingu fyrir andstæðingnum, eins og hann gerir í þessu tilviki er hann talar um andstæðinga okkar í riðlinum. Hefði hann heldur átt að segja, rétt fyrir leikinn í þokkabót,”við erum klárlega miklu betra lið en Napoli, eigum eftir að slátra þeim á morgun!”?

    Ég er ansi langt frá því að vera mikill aðdáandi Hodgson, en fyrr má nú vera – maðurinn er nú einu sinni þjálfari Liverpool!

  12. Einu sinni var leikmaður nefndur Guðmávitahvaðopolus í dag er hann þekktur undir nafninu Kyrgiakos.

    Frábært að meiðsli hans reyndust ekki alvarlega þannig að hann nær örugglega leiknum á sunnudag. Klárlega sá leikmaður sem hefur vaxið hvað mest í áliti Liverpool manna, minnir óneitanlega stundum á snillinginn Ruddock, sem afrekaði það að kjálkabrjóta Peter Beardsley í góðgerðarleik. Talandi um Ruddock þá er þessi viðtalsklippa algjör snilld. Sérstaklega ummæli hans um Andy Cole og fótbrotið.
    http://www.youtube.com/watch?v=UXxTyIKDrzo

  13. Orðið óþolandi að lesa mörg comment hér á þessari síðu, það er engu líkara en að menn elti hvert einasta orð sem Hodgson lætur út úr sér og býr til mat úr því!

    Það verður seint sagt að ég sé Hodgson aðdáendi EN anskotinn hafi það! Er þetta ekk komið nóg???
    Menn geta haft sínar skoðanir og látið þær í ljós stöku sinnum en að það séu hátt í 50 comment við hverja einustu frétt, eingöngu til þess gerð að drulla hressilega yfir framkvæmdastjórann hvað hann segir, hvernig hann lítur út, hvernig hann hegðar sér, stillir upp liðinu hvað leikmenn hann mun HUGSANLEGA kaupa í janúar og ég veit ekki hvað og hvað!

    Það er nánast liðin tíð að það sé verið að gagnrýna leikmenn fyrir utan Torres kannski örlítið, en það má þó allavega segja að framkvæmdastjórinn sé að vernda leikmenn upp á það að gera!

    Carragher hefur ALDREI fengið minni gagnrýni á ferlinum! og ég er nánast búinn að gleyma því að Dirk Kuyt og Lucas séu til enda alltaf verið ákveðinn hópur sem hefur drullað yfir þá! þessi hópur hefur allavega fengið nýtt áhugamál! 🙂

  14. Pepe Reina, as expected, starts in goal with Brad Jones on the bench – his understudy.

    Glen Johnson returns to the side and will be part of a back four consisting of Jamie Carragher, Sotirios Kyrgiakos and Paul Konchesky.

    Jay Spearing and Christian Poulsen will start in the centre of midfield, with Lucas Leiva and Steven Gerrard both not starting.

    Raul Meireles keeps his place in the side but will play on the right wing, with Jonjo Shelvey in the centre and Milan Jovanovic on the left.

    David Ngog, Liverpool’s top scorer this season, will lead the line in the absence of Fernando Torres.

    The substitutes bench has not yet been confirmed, however both Torres and Gerrard are likely to be rested.

  15. Nr. 15.

    Bara að sýna fram á að uppstillingin þín 4-4-2 er ekki rétt.

  16. Veit ekki hvernig þér tókst að lesa 4-4-2 út úr þessu, en annars átti þetta ekkert að koma svona út, bara spjallborðið sem setti þetta í eina línu.

  17. verð reyndar að setja like á comment nr 14. því ég var eimmitt að hugsa hver í anskotanum væri á hægri kanti þegar ég las comment nr 1. Meireles/jonjo eða spearing. finnst soldið skrítið að hafa ekki pura kantmann.

    Kristján Atli hvernig getur sagt tvisvar í þressari upphitun að hann muni stilla upp sterku liði í þessum leik en setur svo Poulsen í líklegt lið… þettar eru 10 leikmenn + 1 að skemma !

  18. Er sáttur við að sjá Gogga í liðinu, hann er flottur…(miða við síðasta tímabil) Guð minn góður

    Annars vinnum við þennan leik 2-0, Goggi með bæði takk fyrir

  19. Finnst þér skrítið að við séum ekki með pura-kanntmann Lóki ? Að Riera undanskyldum höfum við ekki haft púra kanntmann síðan McManaman var í liðinu, svei mér þá. Þeir eru þarna nokkrir sem hafa átt stutt stopp síðan þá, Jack “Pennant” Daniels.

    Annars virðist það vera óskrifaðar reglur innan LFC að menn notist við miðjumenn eða sóknarmenn á vængjunum, eins sorglegt og það nú hljómar.

  20. Lóki (#18) skrifar:

    „Kristján Atli hvernig getur sagt tvisvar í þressari upphitun að hann muni stilla upp sterku liði í þessum leik en setur svo Poulsen í líklegt lið… þettar eru 10 leikmenn + 1 að skemma !“

    Hvernig á ég að svara þessu? Er lítið svona svart-hvítt fyrir þér? Poulsen er gæðaleikmaður sem hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom en hann er samt knattspyrnumaður sem mun gera sitt besta í þessum leik, sem og öðrum. Hvort hann spilar vel eða ekki á eftir að koma í ljós og maður vonar alltaf að leikmaður sem kostaði 5m punda rétti úr kútnum og sanni sig, en það er óþarfi að láta eins og hann sé hryðjuverkamaður.

  21. Verður fróðlegt. Eina sem pirrar mig er eins og hjá flestum að sjá Poulsen og Spearing saman.

    Auðvitað þarf Hodgson að reyna að spila Poulsen, dýrmætir peningar fóru í þau kaup, og sennilega er best að láta hann spila á móti ítölskum liðum. Það hljóta að fara að koma þeir tímar að við skiljum ástæðu þess að 5 milljónum var eytt í hann frekar en kantmann eða senter. Bara hlýtur að vera!

    Svo treysti ég því að Pacheco sé á bekknum í kvöld! Vinnum 2-1 og komum okkur áfram…

  22. Mér finnst skrítið ef þetta á að vera “sterka liðið” sem Hodgson var að tala um að stilla upp því þetta er held ég nánast sama byrjunarliðið (B-liðið) og spilaði úti að Meireles og Johnson undanskildum. Sammála Magga, miðjutvíeykið Poulsen og Spearing takmarka áhuga manns á því að horfa á leikinn. Hefði viljað sjá Gerrard þarna inni, þá með öðrum hvorum þeirra félaga, og einhvern annan á vængnum en Meireles (t.d. Pacheco). Allt í lagi að hvíla Torres og leyfa Ngog að spreyta sig enda á hann alveg fyrir því.

    Síðan er ég ósammála kommenti nr. 20 að McManaman hafi verið “púra kantmaður”. Hann spilaði yfirleitt best í frjálsu hlutverki hjá LFC inn á miðjunni í 3-5-2 kerfinu, þó visslega hafi hann getað spilað á vængjunum.

  23. finnst mönnum ekki pirrandi að byrjunarliðið skuli leka alltaf út daginn áður. fílaði það betur þegar enginn vissi hvaða lið færi á völlinn. andstæðingurinn vissi ekki hverju hann ætti von á. þetta er svona surprise faktor. leiðréttið mig ef ég hef vitlaust fyrir mér en var það ekki í fyrsta skipti á seinasta seasoni sem menn fóru að giska á rétt byrjunarlið. hin liðin vissu þá hverju þau ættu von á gegn Liverpool og tækluðu það. ergo við mistum af topp 4 og skitum á okkur í öðrum keppnum.

  24. Shelvey á eftir að standa sig vel eins og venjulega og gott að Johnson byrjar, við þurfum að hann fari að spila eins og a.m.k. 10 milljón punda bakvörður. Pacheco hefur verið að spila á hægri kanti með varaliðinu, að ósk Hodgson, þannig að það kemur mér á óvart að hann sé ekki þar og Meireles á miðjunni. Ég held að Poulsen sé einungis að spila af því hann kostaði um 850.000.000 kr., en hann verður þá væntanlega ekki með gegn Chelsea.

    Napoli voru slakir í síðasta leik og ég efast um að þeir ráði við Liverpool á heimavelli.

  25. Varðandi komment RH “sterkur riðill”, þá er það vinsæl taktík, t.d. í Skandinavíu að tala vel um andstæðinginn fyrir leik. T.d. leika landsliðsþjálfarar og leikmenn Dana og Norðmanna alltaf þennan leik gegn Íslandi (íslenskir fjölmiðlar hoppa alltaf á að lepja þetta) og koma þannig yfirleitt í veg fyrir að þessar þjóðir asnist til að vanmeta Íslendinga. Nú var ekki RH lengi í Skandinavíu?… Þessi lið eru kannski ekki master class en allt bjargfær fótboltalið á evrópskan mælikvarða…

    RH veit líka sem vel er að deilur við forvera sinn í starfi munu ekki skila neinu nema vandræðum og ég held nú að Rafa ætti bara að drulla áfram yfir Maurinjó (nú eða bara þegja, þetta sálfræðistríð er ekki var ekki og verður aldrei hans sterka hlið).

    Hefði nú viljað sjá Gerrard og Torres með í þessum leik, a.m.k. koma af bekknum – sigur í kvöld ætti að stúta þessum riðli en við erum jú að fara spila við Chelski á sunnudag…

  26. Mér sýnist nú að Comolli ráðningin sé ekki góð fyrir innkaupastefnuna hans Hodgson sem vill jú helst kaupa gamalt drasl þegar hann fer í verslunarleiðangur(ætli hann fari ekki á loppis ef hann vantar eitthvað fyrir heimilið). Ég er annars á því að það að spila með Paulsen og Spering saman á miðjunni sé uppskrift að katastrófu .

  27. Vinnum þetta 2 0. Ngog og Poulsen með mörkin ; )

    Að öðru:

    Það er talað um það í BBC greininni að venjan er yfirleitt að fá director inn sem velur svo stjóra í kjölfarið sem er með sama sjónarhorn og directorinn, svo þeir geti nú unnið að settu markmiði saman og mótað sameiginlega stefnu.

    Nokkuð ljóst að eitt að fyrstu verkum Comolli verður að finna framtíðarstjóra Liverpool fyrir uppbyggingu og langtíma árangur. Mér líst ágætlega á náungann og tel það gott að hann er aðeins 38 ára gamall. Nú spjallar hann væntanlega við landa sinn Deschamps og við förum að dansa………

    http://en.wikipedia.org/wiki/Didier_Deschamps

  28. Barnaland.is ?

    Innsk. Babu – Þar sem umræða um stafsetningu og málfar var farin að minna á venjulegan þriðjudag á barnalandi ákvað ég að hreinsa út megnið af þessu enda ekkert tengt þræðinum.

    Vinsamlega vandið málfar og stafsetningu eftir bestu getu.

  29. Veit einhver af hverju liðið lekur út sólahring áður en gerði það ekki hjá RB?

  30. Misjafn stórnunarstíll held ég bara, Rafa vildi hafa þetta fyrir sig þangað til klt fyrir leik en Roy er ekki að stressa sig á þessu.

  31. Þráðrán ég veit, en þar sem ég hef ekki séð neinn benda á þetta þá geri ég það.

    Guðlaugur Victor til Dagenham & Redbridge á láni (Staðfest)
    Er þetta ekki bara fínt fyrir hann? Hann er í það minnsta spenntur fyrir þessu.

    http://fotbolti.net/fullStory.php?id=99670

  32. Hvar er Pacheco????

    af hverju er hann alveg horfinn eftir smá tækifæri i upphafi??

  33. hann var einn af þeim sem voru frystir eftir tapið í bikarnum… Það er grimm refsing að nýta ekki tækifærin.

  34. Liðið komið
    starting XI : Pepe Reina, Glen Johnson, Jamie Carragher, Sotirios Kyrgiakos, Paul Konchesky, Jonjo Shelvey, Jay Spearing, Christian Poulsen, Milan Jovanovic, Raul Meireles, David N’gog

Damien Comolli ráðinn til Liverpool

Byrjunarlið kvöldsins gegn Napólí