Liverpool 3 – Napoli 1

Fjórða umferð Evrópudeildarinnar var viðfangsefni kvöldsins á Anfield og mótherjarnir gamla stórveldið Napólí, sem voru by the way að spila í fyrsta sinn í Evrópuleik á Englandi!

Byrjunarlið kvöldsins lak á netið í gær og var eftirfarandi:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Konchesky

Poulsen – Spearing
Shelvey – Meireles – Jovanovic
Ngog

Bekkurinn Hansen, Gerrard, Lucas, Wilson, Kelly, Skrtel, Eccleston

Maxi og Torres algerlega hvíldir, tveir varnarsinnaðir miðjumenn og Jovanovic gefinn séns á kantinum. Reynt að búa til kantmann úr Shelvey hægra megin.

Byrjuðum frískt en svo fóru sendingarnar út í tóma vitleysu, Spearing átti margar slakar sendingar og með freðnu fæturna hans Poulsen við hliðina á sér var sköpunin á miðjunni svipuð og hjá blóminu og býflugunni í fjórtán stiga frosti og snjóbyl. Aldrei náðist sóknarþungi, það litla sem gerðist kom til með öflugum hlaupum Johnson upp hægri vænginn.

Svo var það á 28.mínútu sem Poulsen fann í sér Skaparann. Bolti í frjálsu falli í nágrenni hans og ekki nokkur maður nálægt. Honum tókst að hlaupa til og skalla boltann nett á Napólímann sem þakkaði fyrir sig með að stinga boltanum inn fyrir flata og ótilbúna vörnina okkar þar sem besti maður gestanna, Lavezzi kláraði færið vel. 0-1 eftir ÖMURLEG mistök Poulsen sem er nú þegar að verða kominn á stall með mönnum eins og Torben Piechnik, Paul Stewart, Jimmy Carter og Istvan Kozma, stallinum yfir lélegustu leikmenn sem hafa fengið mínútur í Rauðu Treyjunni.

Hann var þó nærri búinn að kvitta fyrir þegar ein 7 sendinga (ca.) sem rötuðu á samherja kom N’Gog í færi en hann setti hann framhjá stönginni. Napólí voru áfram líflegir en skoruðu þó ekki fleiri mörk. Marki undir í hálfleik og ég viðurkenni fúslega að bölvið og ragnið í eldhúsinu mínu var á háum hljóðstyrk.

Hodgson breytti strax í hálfleik og sú breyting átti eftir að verða afdrifarík. Hann ákvað að setja Captain Fantastic inná og taka Jovanovic útaf. Sá hafði ekki leikið vel, en það var mér og er enn ráðgáta hvaða hugsun lá að baki því að taka vængspilara útaf og stilla upp 5 “central – midfielders” – væri gaman að heyra frá karli um það! Heyrði kjaftasögur úti að Jovanovic væri langt frá því að vera vinsæll á æfingasvæðinu og þessar 45 mínútur hjálpuðu honum lítið.

Steven Gerrard byrjaði öflugt og við fengum fín færi, án þess þó að ná að skora fyrr en Poulsen var kominn útaf auðvitað. Markið fengum við svo gefins að mörgu leyti frá góðum dreng, Andrea Dossena nokkrum. Slök sending hans aftur á markmanninn var kokgleypt af Steven Gerrard sem sýndi hvernig á að takkla boltann inn í markið. Staðan orðin 1-1 og 75 mínútur búnar.

N’Gog meiddist svo eftir svakalega tæklingu og þurfti að koma útaf eftir 79 mínútur og enn kom stjórinn mér á óvart þegar hann setti Lucas Leiva karlinn inná og var þá kominn með Ecclestone fram og Shelvey aftur út á kant. En hvað veit ég!

Á 87.mínútu vann Glen Johnson vítaspyrnu þegar hann flaug framhjá varnarmanni Napólí sem negldi hann niður. Johnson átti langbesta leik sinn á tímabilinu í kvöld og vonandi, vonandi, vonandi dettur hann í gang.

Einhvern veginn er maður ekkert stressaður lengur yfir vítum þegar við erum búin að fá þau. Steven Gerrard bara klikkar ekki á punktinum, staðan 2-1 og sigurinn orðinn möguleiki. Strax á næstu mínútu kláraðist svo leikurinn þegar Ecclestone setti flotta pressu á markmann Napólí sem sendi lélega sendingu sem Lucas komst inní og takklaði boltann í veg fyrir ákveðinn Steven Gerrard sem gerði engin mistök, 3-1 og GAME OVER.

Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega ekki nógu góður. Glefsur af fótbolta en fáránlega mikið af misheppnuðum sendingum og enn ein sönnun þess að við eigum of fá kantmenn og of marga ekki nógu góða varnarmiðjumenn. Ég veit ég pirra einhverja með því að tönnlast á þessu, en það er alveg geggjað vitlaust að stilla Spearing og Poulsen upp saman. Spearing er mjög mistækur sendingalega en fínn að vinna boltann svo það að stilla upp argandi slökum Poulsen upp til að bera upp boltann og senda er óverjandi. Ég yrði ekkert svekktur þó Poulsen sæjist ekki meir og það er orðin ráðgáta sem Henry hlýtur að spyrja að, “Hvers vegna var skipt á Aquilani og Poulsen”???

Varnarlínan var fín. Soto og Carra gerðu fá mistök og Konchesky er að falla að leik liðsins, Johnson var góður lengst af í kvöld, en þó ryðgaðist hann þegar á leikinn leið. Jovanovic var slakur en átti ekki skilið að fara fyrstur útaf og Meireles og Shelvey reyndu eins og þeir gátu og gerðu margt vel, en eru ekki kantmenn Roy!!!! N’Gog var líflegur og óheppinn að skora ekki, í fínni framför þessi strákur og verður hluti af félaginu í framtíðinni.

En það er einfalt að velja mann leiksins að þessu sinni.

Takk fyrir CAPTAIN FANTASTIC – þvílík frammistaða í 45 mínútur fyrir framan nýja eigandann, sem veit núna klárlega hver það er sem er leiðtoginn á Anfield!

Í hinum leik kvöldsins vann Steua svo Utrecht þannig að það er orðið ljóst að við þurfum 1 stig í næstu tveim Europa League leikjum til að komast upp úr riðlinum.

Alltaf jákvætt að vinna leiki og þessi úrslit lyfta andrúmsloftinu á Anfield fyrir ansi hreint mikilvægan leik á sunnudaginn, heima gegn Chelsea.

103 Comments

  1. Við unnum þennan leik án okkar bestu manna og með menn eins og Ecleston og Shelvey á vellinum og plús það að Napoli hafði lengi vel forskot þar sem að Poulsen var með okkur.
    En djöfull er Gerrard magnaður og eins og þulurinn sagði þá er Gerrard one man battleship.
    Frábær leikur hjá Gerrard og kemur á besta tíma fyrir Chelsea leikinn.

  2. Okei strákar Liverpool vann og Gerrard skoraði þrennu og allt það… En hvaða bomba (sýndist mer) var þetta uppí stúku með eigandanum !! spurning um að fá pistil um hana ??

  3. Hér er mín leikskýrsla:

    Steve Gerrard Gerrard

    He’ll pass the ball forty yards

    He’s big and he’s fucking hard

    Steve Gerrard Gerrard

    Takk og bless.

  4. Djöfull er ég ánægður með leikmennina okkar ( í seinni hálfleik ) Gerrard er nátturlega bara meistari og verður alltaf meistari. Það vita það allir. Ég var líka nokkuð ánægður með ungu leikmenninna og var sérstaklega ánægður með kraftinn sem að Eccleston kom með. Hann á að fá að spila aðeins oftar. Held að þessi maður er á sama ”leveli” og Ngog. Shelvey var líka góður , var oft að biðja um boltann og skilaði honum vel frá sér. Poulsen.. ég hálf vorkenni þessum manni.

    YNWA

  5. 3-1 JJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  6. Eitthvað að rætast úr þessum blessaða þjálfara , en ég veit það ekkki..

  7. Gerrard algerlega frábær og þegar hann er brosandi og útum allan völl er hann besti miðjumaður í heimi! Ekki ónýtt að fá hann í þessum ham inn í leikinn á sunnudag. Annars fannst mér Shelvey enn sína að þar er virkilegt efni á ferð en ég hef áhyggjur af Spearing. Mér finnst eins og þetta hljóti að vera síðasta tímabilið hans með Liverpool. Gott að fá Johnsen inn í þennan leik fyrir sunnudaginn. Og svo náðum við að hvíla Lucas, Torres, Skrtl og Maxi alveg fyrir sunnudaginn. Verðum sennilega með sama byrjunarlið í þeim leik og á móti Bolton nema hvað Johnson kemur inn. Bara jákvætt í kvöld…

  8. Ég átta mig ekki alveg á því, hvers vegna Gerrard byrjaði ekki þennan leik. Kannski vegna Chel$ki leiksins á sunnudaginn, kannski vegna meiðslahættu eða þreytu. Hvað sem því líður, þá á Steven Gerrard einfaldlega að byrja inn á í öllum leikjum þegar hann er leikfær. Maðurinn er að toppa sem knattspyrnumaður (búinn að vera á toppnum síðustu tvö-þrjú ár og á eitthvað svipað eftir) og er óumdeildur leiðtogi liðsins. Í ofanálag þá er hann á svimháum launum, svo hver er tilgangurinn að láta hann verma bekkinn í þessum leik sem öðrum. Annars gaman að sjá ungu strákana fá tækifæri til að sýna sig, þó svo að tilburðir þeirra hafi ekki endilega verið uppá marga silunga. Gott og vel. Þrjú stig í hús, þrjú mörk hjá Stevie og þrír dagar í Chelsea. Ætli sá leikur fari ekki bara 3-0? Segjum það í bili allavega.

    Áfram Liverpool.

  9. Frábær úrslit þrátt fyrir slappan fyrri hálfleik.

    Svo kemur Captain Fantastic og klárar leikinn : )
    Lucas gerði líka mjög vel í síðasta markinu þegar hann pressaði boltan af leikmanni Napoli og beint fyrir fæturna á Gerrard.

    Það þarf ekki nokkur að velkjast í vafa um hvað þessi umsnúningur gerir fyrir liðið og ekki síst áhorfendurna, þessi leikur er akkúrat það sem varð að gerast fyrir leikinn gegn Englandsmeisturunum um helgina, þetta einfaldlega gat ekki gerst á betri tíma : )

  10. Ágætur leikur í heildina ungu mennirnir voru mjög góðir þó mér fannst vanta hraða í jonjo

  11. Steven Gerrard er Kóngurinn.

    Liverpool voru ósannfærandi í byrjun leiks, allt fram að því að Napoli skoruðu. Eftir það tókum við öll völd. Flott frammistaða heilt yfir og Gerrard kláraði dæmið. Mjög flott endurkoma, og ljóst að það er síður en svo einhver uppgjafartónn í leikmönnum Liverpool. Ég held að við séum að komast á gott skrið núna.

    3 sigrar í röð, gott mál, meira svona.

  12. Þeir sem hafa eitthvað vit á fótbolta hljóta að átta sig á því að vendipunkturinn í leiknum var þegar Lucas kom inn á.

  13. Þetta er auðvitað frábært boost fyrir chelsea leikinn og við gátum hvílt lykilmenn fyrir þann leik og með Gerrard í svona formi þá getum við alveg náð 3 stigum um helgina.
    Það var snilld að ná að sigra þennan leik með þennan mannskap á vellinum en það hefði ekki tekist með poulsen á miðjunni hjá okkur.
    Johnson var góður í kvöld og ég vona að hann verði á hæri kantinum á sunnudaginn og Maxi á vinstri.

  14. Var tilbúinn með yfirdrulls pistil um Poulsen, Hodgson og fleira þegar að það var korter eftir en núna eftir leikinn dettur mér ekki í hug að vera neikvæður. Mér hefur aldrei liðið jafn vel á tímabilinu heldur en þegar að Gerrard skoraði þriðja markið. Það er aðeins einn leikmaður í heiminum sem að getur gert þetta og sem betur fer er hann hjá okkur.

  15. Gerrard er og verður snillingur. Þvílíkur gullmoli!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!

  16. Ég veit ekki hvort að menn tóku eftir því en þegar Eccleston kom inná fyrir Poulsen sást ákveðinn stuðningsmaður Liverpool í sæti við hliðarlínuna beint fyrir aftan Eccleston steyta hnefanum í loftið af ánægju við þessa skiptingu. Ég tók eftir því að þessi maður var skuggalega líkur SSteini og hann var að staðfesta með SMS-i að þetta var bara víst hann!

    Til hamingju SSteinn, í beinni útsendingu um allan heim. Milljónir sáu þig gleðjast þegar númerið hans Poulsen fór á loft. Talaðir fyrir hönd okkar allra í kvöld!

  17. 5 Lóki

    Þessi bomba er eiginkona John Henry, Linda Pizzuti og er 29 árum yngri. Vel gert Henry!

  18. Þessi leikur og úrslitin undirstrikuðu það sem við flest vissum; Að Steven Gerrard er einn allra besti knattspyrnumaður í heiminum og að Roy Hodgson er ekki þjálfari af því kaliberi sem Liverpool þarf á að halda.

  19. Hodgson að kaffæra mönnum sem voru að drulla yfir skiptingarnar hans. Fyrst Gerrard í hálfleik, svo Nathan sem kom með góðan kraft í liðið og svo Lucas sem átti 3 markið alveg skuldlaust (fyrir utan að Gerrard skoraði).

  20. Björn bóndi (#12) líklegast er hann að hvíla Gerrard vegna leikjaálags. Það er leikur á sunnudaginn, miðvikudaginn og laugardaginn…

  21. Sindri (#23) – Eigum við að kalla Hodgson snilling núna fyrir að hafa haft vit á að setja Gerrard inná í hálfleik? Það var no-brainer, tveggja ára dóttir mín hefði ákveðið að henda Captain Fantastic inn í þessari stöðu. Ég var hins vegar ekki sáttur við að hann skyldi velja að taka Jovanovic út. Hann kálaði allri breidd í liðinu og fyrir vikið var ekkert að gerast upp vinstri vænginn í seinni hálfleik.

    Skoðaðu svo aðeins mörkin. Fyrsta markið – grimmd í Gerrard eftir slaka sendingu til baka á markvörð. Annað markið – upphlaup hjá Johnson, Gerrard skorar víti. Þriðja markið – aðalliðsmaðurinn Lucas vinnur tæklingu og Gerrard vippar yfir markvörð.

    Það er ekki eins og taktík Hodgson hafi skapað þennan sigur. Besti leikmaður Liverpool átti þetta alveg skuldlaus einn og sjálfur.

    HINS VEGAR er ekki hægt að taka það af karlinum að liðið er núna búið að vinna þrjá leiki í röð og er taplaust í fjórum, hefur haldið hreinu í tveimur þeirra. Þetta er miklu betra, allt á uppleið, stemning á vellinum og Gerrard brosandi í leikslok og svona. Maður heldur áfram að gagnrýna einstaka ákvarðanir hjá Hodgson sem maður er ósammála – eins og með alla stjóra – en á meðan liðið er á sigurbraut fær hann vinnufrið.

    Ef hann vinnur Chelsea á sunnudag skal ég fara að hafa trú á honum til lengri tíma. Sá leikur er ekki lengur upp á líf og dauða hjá Hodgson, eftir síðustu fjóra leiki verður hann aldrei rekinn þótt hann tapi jafnvel illa fyrir Chelsea. En sá leikur mun segja okkur ansi margt um það hver geta hans er til að skapa stemningu í þessu liði og sækja sigur í stóru stóru stórleikjunum.

    Ég hlakka til á sunnudag.

  22. Ef það væri ekki fyrir Gerrard myndi ég velja Dossena sem besta mann Liverpool. Þetta hefur væntanlega verið hans fyrsta stoðsending fyrir þá rauðu?

  23. Góður sigur, en ég er í sjokki yfir því að Kristján Pálsson (Christian Poulsen) fái að klæðast Liverpool treyju!

  24. Verð bara að gefa Lucas kredit fyrir leik sinn undanfarið. Allt annar leikmaður í ár eftir að hafa fengið gríðar reynslu síðustu tvö ár eða svo. Hann á heima í þessu byrjunarliði hjá okkur í dag, það er nú bara þannig.

  25. Frábær leikur hjá fyrirliðanum en vá ég hef alltaf verið tilbúin að gefa leikmönnum sjéns allavega út tímabilið meira seigja Degen en Poulsen er eitt mesta djók sem ég veit um!

    Ég er alveg gáttaður og mér er ekki hlátur í huga ég er reiður að þessum manni hafi verið gefin samningur ! Hvað voru menn (Woy Hodgson) að hugsa? Hann getur ekki neitt og hann er ekkert að verða betri þvert á móti er hann að verða verri, gamall og lélegur og ætti ekki að sjást í búningum mínum kæra! Ef það er ekki hægt að nota svona tappa í þessa leiki hvar á hann þá að nýtast?

  26. Snilldar seinni hálfleikur þó lengi hafi litið út fyrir að við myndum ekki hafa þetta. Hodgson fær plús fyrir skiptingar en Pulsan mátti þó fara fyrr útaf. Eða nei, hann átti aldrei að vera inná yfir höfuð. Lélegasti leikmaður sem ég held ég hafi nokkurn tíma séð í Liverpool treyju og ég hef horft á leiki með Liverpool í 25 ár!

    Mér finnst Ecclestone líka eiga hlut í 3ja markinu, pressaði markmanninn vel og þvingaði hann í slaka sendingu fram á við.

    Flott innkoma hjá Lucas en hvar værum við án Gerrard?

  27. Maggi varðandi leikskýrsluna þá langar mig að spyrja, hvað ertu að reyna að búa til með þessari spurningu?

    “Hvers vegna var skipt á Aquilani og Poulsen”?

    Þetta er bara tóm þvæla. Meireles var keyptur fyrir Aquilani. Poulsen var keyptur fyrir Mascherano. Algjörlega augljóst mál, og oft búið að ræða þetta.

  28. Frábær innkoma hjá okkar manni og gaman að sjá hann taka leikgleðina á þetta sem því miður virðist ekki hafa verið til staðar síðan á þarseinasta tímbili, frábært að fá hann inn í þessum ham fyrir sunnudaginn og vonandi að Torres fari að fá svipaðan kraft og leikgleði líka og þá er liðið okkafr til alls líklegt.

    Mjög gaman að sjá Eccleston þarna, alveg eldfljótur drengurinn og svei mér þá ef þessi gæti ekki bara orðið næsti kantmaður sem klúbburin eignast síðan Mcmanaman var að spila fyrir okkur.

    En hvernig er annars tölfræðin yfir víti Gerrard hjá okkur, Man ALDREI eftir að maðurinn hafi klikkað af vítapunktinum en hann hlýtur nú að hafa náð því einhverntímann,er ekki einhver með þetta???’

  29. Maggi á væntanlega við að Aqua fór frá Liverpool til Juventus í skiptum fyrir Poulsen (sem lék með Juventus).

  30. LOKSINS LOKSINS! 🙂

    Ég fer brosandi að sofa með hnúann uppí loft ! (Kannski maður taki fram rykföllnu treyjuna úr skúffuni og gangi glaður út í daginn á morgun?

    Ég sá það strax og Gerrard fékk sér sopann og skokkaði inná völlinn að við tækjum þennan leik, en bjóst ekki við ÞRENNU frá meistara GERRARD!

    You’ll never walk alone!!!

    ps DJÖFULL ER POULSEN LÉLEGUR!!!! Hvað borguðu Juventus okkur mikið fyrir að taka við þessu drasli?

  31. Halli.

    Poulsen þurfti bara ekkert að kaupa. Lucas er MIKLU betri en hann og Spearing er ágætis option númer tvö varnartengiliður, allavega margfalt betri en “over-the-hill” leikmaður eins og Poulsen. Svo auðvitað var það þannig að Aquilani lánið og kaupin á Poulsen tengdust, því Juve vildu ekki sleppa Poulsen nema að fá miðjumann.

    Og hverjir redduðu því?

    En auðvitað er aðalbullið að þeir Spearing og Poulsen voru báðir inná og það var engin tilviljun að við skoruðum þrjú mörk eftir að Poulsen fór útaf og hætti að brjóta spilið niður.

    Steini á aðdáun mína alla að hafa fagnað skiptingunni í beinni í sjónvarpi, ætla að horfa á seinni hálfleikinn aftur til að sjá það highlight!

  32. Ja, eitt er víst að Roy Hodgson er í stólnum í þessum skrifuð orðum að láta flúra á sig “Steven Gerrard”

    Mér er síðan spurn, er Poulsen að byrja að spila fótbolta? Er hann ekki búin að vera atvinnumaður í áraraðir? Er hann ekki í danska landsliðinu?
    Mér fannst allavega lítill munur á honum á unglingaliðsmanninum Spearing.

    Frábær sigur með alls ekki okkar sterkasta lið og getur ekki annað er lyft móralnum fyrir slaginn á móti Chelsea.

    • Ég tók eftir því að þessi maður var skuggalega líkur SSteini og hann var að staðfesta með SMS-i að þetta var bara víst hann!
      Til hamingju SSteinn, í beinni útsendingu um allan heim. Milljónir sáu þig gleðjast þegar númerið hans Poulsen fór á loft. Talaðir fyrir hönd okkar allra í kvöld!

    SSteinn er æðstur okkar Liverpool manna hér á landi og fer fyrir hópnum með ljómandi góðu fordæmi! Top man, ekki segja honum samt að ég hafi sagt þetta 🙂

  33. Maggi þú veist nákvæmlega hvað ég er að meina. Juventus voru með ákveðnar kröfur, en heildarmyndin hjá Liverpool var sú að við seldum Mascherano og lánuðum Aquilani, og í staðinn fengum við Poulsen og Meireles. Algjörlega augljóst hver átti að fylla stöðu hvers. Þú veist það vel. Hodgson er búinn að vinna þrjá leiki í röð núna og mér finnst bara að hann megi fá frið í kvöld. Þú hinsvegar stóðst það ekki að skíta hann aðeins út og teigðir þig ansi langt í þeim efnum að mínu mati. Poulsen var EKKI keytpur fyrir Aquilani. Það er bara þannig!

  34. Poulsen kemur frá Juve sem fékk Aquilani á sama tíma og báðir spila nánast sömu stöðu!!! Aquilani er a.m.k. að spila ákaflega svipaða stöðu hjá Juve núna og Poulsen átti/var að gera. Þetta getur nú varla verið mjög fjarri lagi hjá Magga er það?

  35. Virkilega flott að vinna þennan leik rétt fyrir risaleikinn gegn Chelsea. Núna eru komnir 4 leikir í röð án taps og því ber að fagna. Er ánægður með að Lucas sé að koma til. Hann hefur vissulega fengið mikla gagnrýni en hefur svarað henni á eina rétta háttinn. Nú þarf bara að halda þessum dampi. Ef við vinnum Chelsea á sunnudaginn fer maður að fá alvöru trú á Roy.

  36. LP : skulum ekki vera of graðir á sigur á sunnudag 🙂 en djöfull væri það sætt

  37. Ok, unnum þennan leik en bara vegna yfirdrifinna hæfileika eins manns.
    En við spiluðum með fjóra varnarmenn og 5 miðjumenn sem flestir lágu til baka og svo Gogga hlaupandi einan frammi. Hver skilur þetta? Ekki ég en það er kannski ástæðn fyrir því Hodgson er stjórinn en ekki ég.

  38. Babu frekar en að rökstyðja það sem er gjörsamlega augljóst í þessum málum, þá vil ég bara spyrja þig beint út:

    Skítt með það hvað Juventus er að gera við sína leikmenn, hvað heldurðu að Roy Hodgson hafi verið að hugsa þegar hann keypti Meireles og Poulsen? Mascherano og Aquilani voru farnir frá Liverpool, og þessir tveir voru keyptir í staðinn. Miðað við leikstíl þessara leikmanna hingað til, heldurðu þá að Meireles hafi verið keyptur til að fylla skarð Mascherano sem varnarsinnaður miðjumaður, og Poulsen hafi verið keyptur til að fylla skarð Aquilani sem sóknarsinnaður miðjumaður?

  39. Loksins er Gerrard vaknaður, nú þekkir maður kraftinn og græðgina sem var þarna og braust loks út, held að Liv sé að komast í gang og Torres hlýtur að vakna við þetta líka, frábært jess jess, en þarna voru nokkrir inná í kvöld sem þurfa að fara að æfa sig ef þeir ætla að spila fyrir LIVERPOOL.

  40. Halli.

    En Joe Cole? Viðtölin þeirra Hodgson og Cole bentu til þess að hann yrði undir senternum og Gerrard niður á miðjunni. Kaupin á Poulsen voru komin í gang töluvert áður en Masch var seldur, það sem ég heyri að utan er að Lucas hafi átt að selja, skulum ekki gleyma því að það var rætt alveg fram á síðasta söludag að verið væri að fara að selja Lucas.

    Svo við vitum ekki hvað planið er, það sem ég er einfaldlega að meina er að betra væri að hafa Aquilani í hópnum en Poulsen, ef þú ert ekki sammála þá bara það!

    En ég er glaður í kvöld og bendi á í pistlinum mínum að ég hafi ekki haft rétt fyrir mér í kvöld og að ég hafi ekki haft rétt fyrir mér þegar ég bölvaði innáskiptingu Lucasar karlsins.

    En held við ættum ekki að rífast eftir sigurinn. Er sammála Kristjáni Atla að með sigri á sunnudag gegn Chelsea líður mér betur og betur með stjórn liðsins!

  41. Hef margsinnis hrósað ykkur Kop mönnum fyrir frábæra síður, en finnst þessi umfjöllun um leikinn algjörlega ÖMURLEGT! Maður er loksins að gleðjast yfir því að Liverpool sé komið í smá sigurgír og þá er allt neikvætt tekið upp á borðið.
    Staðreyndin er sú að Hodgson leggur aðal áherslu á deildina og þá fá leikmenn sem ekki hafa verið að spila undanfarna leiki + nokkra úr aðalliðinu… í þessu tilfelli: Jovanovic, Poulsen, Ngog, Shelvey, Spearing og Johnson.

    Hvað hefðu menn sagt um það ef Roy hefði spilað Lucas og Gerrard allan leikinn og þeir hefðu ekki verið klárir fyrir Chelsea leikinn og Poulsen þurft að spila hann????

    Ég er sammála því að Poulsen sé búinn að vera skelfilegur, en staðreyndin er sú að hann hefur verið fasta maður í danska landsliðinu í mörg ár og spilað með stórum liðum í flestum af best deildum í heimi. Auðvitað hefur Hodgson búist við meiru af honum og því er hann settur á bekkinn og fær sénsinn gegn minni liðum, make sens?

    Síðan er ég algjörlega sammála Halla, að sjálfsögðu var Poulsen ekki keyptur til þess að fylla skarð Aquilani, sá sem héldi því fram…… Poulsen kostaði okkur 5 Mp og hefur að öllum líkindum verið keyptur til að veita Lucasi samkeppni, sem ég trúi að hann muni gera þegar hann hefur aðlagast hjá félaginu.

    3 sigurleikir í röð, kannski ekki fallegasti fótboltinn, en sigrar eru það og framförin er mikil. Reynum aðeins að vera jákvæðir og hætta þessu grjótkasti!

    Eftir allt þá gerði Hodgson þrjár breytingar í kvöld, og þeir menn sem komu inn á áttu allir einhvern þátt í öllum mörkunum. Liðið gerði það sem til þurfti og allir sáttir, eða hvað?

  42. “Thumbs” við comment nr. 30 staðfesta að kynjahlutföll lesenda eru nokkurn veginn jöfn á kop.is

  43. Byrjaði að horfa á leikinn á 59 mín. 0-1 þá , og ekki mikið í gangi. Var pínu svartsýnn, en fannst samt vera einhver “Evrópu undiralda” í leiknum. Síðan kom höggið ! 3 mörk og ég brjálaðist af kæti. Flott gellann hans (eigandans) líka. US eigendur ættu að hafa fengið þokkalega gæsahúð í kvöld.

    Ég fór í fyrra á CL leik hjá Liverpool og manutta sömu helgina, og get bara sagt ykkur að stemmningin var eins og svart og hvítt. En þetta vitið þið allir. 😉

    YNWA

  44. Lucas er að vaxa og vaxa, þetta er og verður hans besta tíð. Sammála Alla:

  45. Þessi frétt sem Alli bendir á er með hreinum ólíkindum.

    hann hefur engan veginn staðið undir væntingum

    og

    hefur Benitez ekki misst trúna á hæfileika miðjumannsins þó svo flestir stuðningsmenn Liverpool hafi gert það

    Hvað í andskotanum veit Henry Birgir um hvað “flestir stuðningsmenn Liverpool” hugsa? Hefur hann eitthvað rannsakað það? Lucas er orðinn byrjunarmaður í brasilíska landsliðinu og hann er enn bara 23 ára gamall. Vissulega hafa menn deilt um hæfileika hans, en ég efast um að það séu margir sem myndu vilja selja hann til annara liða fyrir 5 milljónir punda.

    Annars var ég veikur í gærkvöldi og missti af leiknum. Fór að sofa þegar að staðan var 0-1 fyrir Napolí og það var því gaman að vera vakinn og heyra að Liverpool vann 3-1.

  46. Lucas finnst mér hafa verið vaxandi leikmaður og mér finnst hann vera mjög góður ef hann fær bara að spila sinn leik og hafa einhvern með sér sem getur séð um að stjórna spilinu.

    En sáuð þið markvörðinn hjá Napoli í gær eftir að Gerrard skoraði fyrsta markið? Hljóp þarna um haltrandi í átt að dómaranum og benti sífellt á fótinn á sér eins og hann væri brotinn eða eitthvað. Virkilega aumkunnarvert að sjá svona leikaraskap.

  47. Mér finnst Lucas hafa bætt sig mikið sem leikmaður á þessu tímabili, hann hefur ekki verið að brjóta klaufalega af sér eins og áður og sendingarnar hans rata reglulega á samherja, tölfræðin lýgur ekki.

    Ég sé ekki ástæðu til að selja hann, eða öllu heldur gefa hann á 5m.

  48. Einar Örn# Henry Birgir er einn sorglegasti pappír íslelskrar íþróttafréttamennsku. Hlutdrægni hans skín svo í gegn í skrifum hans og persónulegar skoðanir fá oftast að vera umfjöllunarefni frétta í stað ransóknarvinnu og metnaðs.
    Trúverðugleiki hans er enginn og herför hans gegn Liverpool, Val, KSÍ, Eið Smára of. er svo sorgleg að það er verst fyrir hann sjálfann.

  49. Tek undir með nr # 59 – og vil bæta við að þessi blessaða húfa hans eða hattur eða hvað maður kallar það fer í sögubækurnar sem ljótasta höfuðfat þessarar aldar.

  50. Henry Birgir er botninn á tunnu íslenskra íþróttafréttamanna. Það skín minnimáttarkennd úr öllum hans skrifum þar sem hann sér sig knúinn til að gera lítið úr öllu sem hann skrifar um.

    En að leiknum í gær, asskoti finnst mér langt síðan maður sá Gerrard í þessum ham eða í það minnsta þannig að allt gengi upp hjá honum líka. Það skapar annað “vandamál” sem er sá gálgafrestur sem Roy Hodgson kaupir sér með þessum sigrum. Vonandi heldur þetta áfram sem lengst en tilfinningin að hann ráði ekki verkefnið er ekki farin. Ákvarðanir hans eru ennþá í besta falli umdeildar og sigurinn í gær skrifast eingöngu á Gerrard en ekki taktískar trakteringar RH enda uppstillingin á liðinu orðin vægast sagt furðuleg á tímabili. Hann virðist líka vera að átta sig á því að hann þarf að sveigja frá sínum hugmyndum um fótbolta sem hann talað fjálglega um að hann myndi ekki gera og hef ég á tilfinningunni að það sé vegna skipanna nýrra stjórnenda.
    Þá er RH í raun hættur að setja sitt mark á liðið og það er orðin einhvers konar skuggi af þeim leikstíl sem Benitez innleiddi í liðið.

  51. Já, þetta var magnaður sigur hjá okkar mönnum, og Kapteinninn gersamlega brennimerkti sig inní fótboltasöguna, enn einu sinni!

    Lucas finnst mér hafa vaxið mikið uppá síðkastið, og ég er ekki sammála skoffíninu Henry Birgi, að Liverpoolmenn séu búnir að gefast uppá honum. Þegar ég hugsa út í það, þá er ég yfirleitt aldrei sammála honum, og finnst hann ákaflega lélegur blaðamaður.

    Þetta var móralskt séð, gríðarlega mikilvægur sigur. Núna erum við búnir að vinna 3 leiki í röð, og erum því á ákveðnu flugi. Það er vonandi að það gefi okkur meðbyr í þessum Chelsea leik, og ég verð fúll ef við töpum honum. Ég sætti mig þó við jafntefli úr þeim leik, svona fyrirfram, en ég ætla nú bara að spá því að við komum til með að spila okkar besta leik það sem af er, og við vinnum þanna leik !!

    Þá verður nú gaman að lifa…

    Insjallah…
    Carl Berg

  52. hvernig er það Maggi er það ekki að tækla í staðinn fyrir að takkla? Ekki að ég sé að missa mig á smáatriðum bara svona hafa íslenskuna á hreinu á Íslensku íslensku aðdáendasíðu besta liðs í heimi 🙂

  53. og ekki er ég skárri, þetta á auðvitað bara að vera eitt “íslensku”

  54. Ég veit það ekki…..ég sá ekki leikinn og ætlaði að koma hingað inn til að gleðja mitt litla hjarta í morgunsárið rétt fyrir amstur dagsins. En í staðinn fæ ég einkapirring frá pistlahöfundi og mesta skítkast sem leikmaður Liverpool hefur fengið frá upphafi líklega. Ég er farinn að standa mig að því að verja ólíklegustu leikmenn Liverpool hérna vegna fáránlegra kommenta um leikmenn og þjálfara, auk þess að pistlahöfundar hafa ekki áhuga/vit til að setja málin í samhengi. Hér eru aðeins nokkur dæmi:

    “Reynt að búa til kantmann úr Shelvey hægra megin”
    “…stilla upp 5 “central – midfielders” – væri gaman að heyra frá karli um það!”
    “Hvers vegna var skipt á Aquilani og Poulsen”
    “Meireles og Shelvey reyndu eins og þeir gátu og gerðu margt vel, en eru ekki kantmenn Roy!!!!”

    Ég veit að þið eruð heitir stuðningsmenn Liverpool og viljið sigur í öllum leikjum og ég virði ykkur mjög mikið fyrir að standa í þessu. En ég hef áhuga á að lesa annarskonar umfjöllun um Liverpool. Aríos.

  55. Flott innlegg hjá þér Guðmundur, um að gera að vera smámunasamur.

    En með Henry Birgi Þá tek ég alveg undir þetta álit á þessum arfaslaka fjölmiðlamanni sem virðist ekki vita mikið um íþróttir yfir höfuð.
    Og að selja Lucas á 5 millur væri rán frá Inter, ég vil halda Lucas enda hefur strákurinn bætt sinn leik með hverju árinu og á bara eftir að verða betri.

  56. Það er ekkert skemmtilegra að emó-pistlar á internetinu þar sem menn tilkynna brotthvarf sitt en kíkja svo væntanlega aftur inn til að sjá hvað menn segja við “kveðju póstinum” og svara svo í þokkabót þó ekki nema nokkrum mínútum/klst síðar.

    Þessi umfjöllun og umræða sem hér fer fram er óritskoðuð & persónuleg skrif sem sýna viðhorf stuðningsmanna til klúbbsins, þjálfara, eigenda og leikmanna þess eins og það er í dag – þetta er nákvæmlega sama umræða og er í gangi á 90%+ opnum spjallborðum Liverpool aðdáenda í dag. Ef menn vilja fá þetta sykurhúðað því þeir þola ekki að menn tali hreint út þá er internetið opið öllum og þeir geta leitað í þær síður sem hentar þeirra viðkvæmu sál betur (t.d. pistla á Liverpoolfc.tv). Sé ekki alveg hversvegna menn verða að taka athyglissýkina á þetta og tilkynna um brotthvarf sitt af síðunni í pistli um leik gærdagsins – en já, vertu sæll og gangi þér vel að finna þá síðu þar sem allir prumpa sápukúlum, Hodgson er maðurinn og Poulsen kóngur.

  57. Leitt þykir mér að hafa sært blygðunarkennd manna, en ég ítreka aftur það sem ég segi hér að það var ég sem hafði ekki vit á hlutunum þar sem liðið vann 3-1 með þeim ákvörðunum sem stjórinn tók. Það eina sem ég virkilega gagnrýni er val hans á Christian Poulsen sem mér finnst ekki verður treyjunnar sem hann spilar í.

    Og ég gleðst af heilum hug yfir úrslitunum og mörgu jákvæðu í leik gærdagsins og ítreka enn að með sigri á Chelsea tel ég RH vera kominn með vind í seglin.

    Svo er það þessi ÓTRÚLEGA alhæfingarblaðamennska Henrys Birgis á Vísi.is í gær, ég las þetta og bara átti ekki orð yfir fagmennskuskortinum sem þarna birtist. Hann er sennilega bara að pirra sig á því að Lucas Leiva er smátt og smátt að stimpla sig inn í fleiri huga Liverpoolaðdáenda svo að enn betur birtist þá hvert vit hann hefur á boltanum. Hann er að tala um leikmann sem hefur leikið báða leikina sem nýr þjálfari BRASILÍSKA landsliðsins hefur valið hann í og það var hlægilegt að sjá að hann væri bendlaður við Stoke City in the first place!

    Það að gera það eftir leik gærdagsins var auðvitað enn hlægilegra þar sem hann lagði upp mark á 10 mínútum og einn besti vinur hans í liðinu Gerrard sýndi augljóslega í fagnaðarlátunum hvað honum finnst um hann.

    Hlutdræg blaðamennska finnst mér léleg blaðamennska á miðli sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus en því miður hefur Henry þetta skotleyfi hjá 365 miðlum, því miður!

  58. Frábær leikur hjá fyrirliðanum….. en ég verð nú að gera athugasemd við að Poulsen hafi átt markið (þó hann sé arfaslakur) Carra var fáránlega illa staðsettur og Johnson fraus gjörsamlega í stað þess að hjóla strax á eftir senternum… að klúðra skallabolta á miðjum vallarhelmingi með alla vörnina fyrir aftan telst varla til þess að gefa mark…. vörnin átti þetta frekar í mínum bókum.

    En meira af því sama frá Stevie G. á móti Chelsea takk fyrir.

  59. Ég veit að þið eruð heitir stuðningsmenn Liverpool og viljið sigur í öllum leikjum og ég virði ykkur mjög mikið fyrir að standa í þessu. En ég hef áhuga á að lesa annarskonar umfjöllun um Liverpool. Aríos.

    Bless

  60. Góður Eyþór Guðj…..hér er ég kominn aftur, pásan mín entist ekki í klukkutíma.
    Ég er þó ekki það egocentric að nokkur “thumbs up” á spjallsíðu gefi mér lífsgleði. Ég vill heldur ekkert fá neitt sykurhúðað, ég þarf ekki 10 lýsingarorð um að leikmaður hafi verið slakur…það er nóg fyrir mig að lesa að leikmaður hafi verið lélegur (þó hann hafi reynt sitt besta). Auk þess kaupa leikmenn sig ekki sjálfir, heldur eru þeir keyptir með einhvern tilgang í huga sem getur breyst. Fótboltafélag er dínamískt fyrirbæri og staðan í dag getur verið allt önnur en á morgun líkt og með Paulsen sem var keyptir þegar ljóst var að Masc yrði seldur og Lucas var ekki hátt skrifaður líklega seldur. Nú er Paulsen algjör varaskeifa (sem betur fer) og óþarfi að rakka hann í skítinn þó hann spili í leik þar sem 2 af 3 miðjumönnum eru hvíldir fyrir mikilvægasta leik tímabilsins til þessa. Þetta kalla ég að sjá hlutina í samhengi.

    Annars er ég orðinn glaður aftur og sárið á sálinni byrjað að gróa eftir lesninguna í morgun hjá háttvirtum Magga. Mér sýnist Maggi líka vera orðinn glaður og mesta neikvæðnin runnin af honum.
    Aríos (bless í bili)

  61. Kanill, þetta er bloggsíða. Hér skrifa menn skoðanir sínar. Stundum er ég ósammála því sem hinir strákarnir skrifa, eða þeir ósammála mér, en hér fá allir að viðra sína skoðun, hver sem hún er (og eins lengi og hún er ekki dónaleg). Lesendurnir fá síðan að viðra sína skoðun, til þess er ummælakerfið. Þess vegna er opið fyrir ummæli 24/7 á þessari síðu. Af því að við viljum UMRÆÐUR um hlutina. Ekki sótthreinsað hallelúja-blaður um hversu frábært allt hjá Liverpool er, og því síður bölsýnisrugl þar sem allt er málað í verstu mynd.

    Varstu ósammála Magga? Endilega tjáðu þig um það í ummælunum. En ef þú ætlar að hætta að lesa síðuna af því að það skrifaði einhver eitthvað sem þú ert ekki sammála er bara eitt að gera og það er að hætta að lesa alla miðla, alls staðar, til frambúðar. Því það er engin leið að ætla að glugga í blað eða opna vefsíðu án þess að rekast stöku sinnum á eitthvað sem maður er ósammála.

    Einnig – þú sást ekki leikinn en fannst samt umfjöllun Magga of neikvæð? Á hverju byggirðu þá skoðun?

  62. Verð bara að segja að sigurinn var hrikalega sætur en leikurinn hreinlega ekkert sérstakur, gaman þá að tvö mörk komu eftir pressu en eins og menn vita þá notar Roy Hodgson hápressuna skemmtilega:) En Poulsen er ekki alveg að hitta á það kallgreyið.

    Skil ekki pirringinn út í Henry Birgi þennan nestor íslenskra íþróttafréttamanna. Mér er sagt að allir þeir sem byrja í íþróttablaðamennsku sækist í hans visku og reynslu – fái að nema af honum hvernig á að skrifa á hlutlausan og afskaplega skemmtilaegan hátt um íþróttir almennt.
    Við þessa kennslu sína, hef ég heyrt að hann noti margar af sínum faglegu og uppfræðandi umfjöllunum um td Eið Smára, Óla landsliðsþjálfara, KSÍ og Liverpool.
    Stórkostlegur blaðamaður !!

  63. Sá ekki leikinn en maður veit ekki hvernig maður á að haga sér þessa dagana 3 sigurleikir í röð:)
    Ég er reyndar á því að Hodgson eigi að fara en mér finnst samt að menn verði að vera sanngjarnir í gagnrýni sinni á hann. Ég get ómögulega séð það þannig að Hodgson eigi ekki hrós skilið fyrir þennan sigur ef slæmt gengi í byrjun hafi verið honum að kenna. Hann gerir ákveðnar breytingar i þessum leik sem skilar sigrinum það hlýtur að mega gefa honum hrós fyrir það. Vil samt taka það fram að ég tel að hann hafi ekki það sem þarf til að koma Liverpool á sinn fyrri stall.

    Varðandi þessa grein hjá Henry þá er það nú bara rétt að margir Liverpool aðdáendur eru búnir að fá nóg af Lucas alla vega hef ég ekki séð neina umræðu þar sem menn hafa verið að lofa hæfileika hans á vellinum heldur þvert á móti menn hafa keppst við að rakka hann niður bæði hér og á Liverpool.is. Er samt sammála ykkur með Henry að öðru leiti finnst hann vera að reyna að vera svona eins og bresku fjölmiðlamennirnir sem eru aðalega í því að skíta á allt og alla. Ég hef hins vegar lengi haft trú á Lucas og held að hann eigi eftir að vera góður leikmaður því hann hefur hæfileikana enda ekki auðvelt að komast í landslið Brasilíu.

  64. Fínn sigur, fyrsta skipti í langan tíma sem maður er skilur við Liverpool-leik með bros á vör. Mér finnst samt menn aðeins of harðir við Poulsen í þessu marki. Hann misreiknar boltann og skallar hann klaufalega aftur fyrir sig bara til að ná einhverri snertingu (það er btw. Napoli maður nálægt sem gerir sig líklegan til að fara í boltann), Carra er búinn að hlaupa út úr stöðu í skallabolta rétt áður og er seinn að skila sér og Glen Johnson coverar ekki fyrir hann eins og hann ætti líklega að gera. Finnst þeir félagar ekki síður bera ábyrgð á þessu marki.

    Tek það fram að ég er langt frá því að vera meðlimur í stuðningsmannaklúbbi Poulsen, ekki heldur hrifinn af Spearing en m.v. það sem ég sá í leiknum í gær þá ætti Spearing að vera á undan Poulsen í goggunarröðinni.

  65. Varðandi þetta umrædda mark þá verð ég að segja að Carra gerði rétt í því að hlaupa í pressuna, Glenda átti þá að hlaupa inní skarðið sem Carra skildi eftir í staðinn fyrir að standa kjur og gera ekkert.

    Paulsen átti svo glórulausan blindan skalla til baka sem markaði upphafið að þessu marki.

    Varðandi Lucas þá er ekki hægt að neita því að hann hefur fengið misjafna dóma hér sem og annarsstaðar þar sem fótboltasérfræðingar spjalla : )
    Það dylst hinnsvegar engum, ekki einusinni þeim sem þola hann ekki að hann hefur bætt sig mjög mikið og á mikið hrós skilið fyrir það, hvort sem það er útaf því að hann er ekki lengur við hliðina á Macherano skal ég ekki segja.

  66. Það sýndi sig í gærkvöldi að Gerrard er bara of góður fyrir þessa evrópudeild. Maður eins og hann á klárlega heima í meistaradeildinni og þótt hann heiti Gerrard þá verð ég ekkert “yfirmig hissa” ef hann leitar á önnur mið eftir tímabilið ef við komumst ekki í meistaradeildina. Ekki nema nýjir eigendur fullvissi hann um annað!

    Ég ætlaði að hætta en ég verð bara að fara fleiri fallegum orðum um fyrirliðann. Hann kom ekki aðeins inn á og stóð sig vel. Um leið og hann kom inná reis standardinn á öllu liðinu og ólíklegustu menn fóru að sjá tilganginn í því að vera inná. Mun fleiri lausir boltar unnust á miðjunni, fráköst sem vörnin skallaði frá, bæði okkar og Napoli. Allar sóknaraðgerðir urðu mun markvissari og þetta var bara eins og nýtt lið. Gerrard hefur ekki átt sína bestu leiki undanfarið en svona frammistaða gleður mitt Liverpool hjarta svo um munar!

    Það er aðeins einn Captein Fantastic!!!

  67. Komment nr30, þessi mynd er af megan fox ekki linda pezzuti… bara leiðrétta misskilning:)

  68. Sammála Kanill í flestu sem hann hefur sagt. Ég átta mig vel á því að þið ráðið að sjálfsögðu hvernig þið skrifið ykkar greinar. Hins vegar finnst mér þessi áróður gegn knattpspyrnustjóra Liverpool og Poulsen orðinn ansi þreyttur. Á sínum tíma hætti ég að fara á liverpool.is spjallborðið vegna áróðurs gegn þáverandi knattspyrnustjóra Liverpool og nokkrum leikmönnum. Þá leitaði ég á kop.is sem að mínu mati er allra besta spjallborð um knattspyrnu(Liverpoool) á Íslandi og hef haft mjög gaman að því að taka þátt í því spjalli. Hins vegar finnst mér hlutirnir hafa breyst ótrúlega hratt og finnst mér eins og allar umfjallanir sé til þess gerðar til að drullu sem allra mest yfir ákveðna einstaklinga innan félagsins.

    Ég veit vel að ég þarf ekkert að koma hingað frekar en ég vil og öllum er líklega slétt sama hvað mér finnst um þetta og myndu ekki sakna þess að ég færi af þessu spjallborði :).. Hins vegar held ég að með tímanum hlytu þeir sem fara eins og ég geri oft á dag inn á þessa frábæru síðu fara að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að lesa pistla sem eru gerðir í þeim tilgangi sem ég greind frá hér að ofan.

    Er ekki að reyna vera leiðinlegur, en er farinn að hafa smá áhyggjur af þessari frábæru síðu.

  69. Lucas og pulsan eru bara menn sem eiga að vera spila í 2.deildinni á íslandi og ekki koma nálægt liverpool, báðir hægir, passívir og geta bara ekki blauta drullu!

  70. Mér finnst þessi síða bara nákvæmlega ekkert hafa breyst og tek ekki eftir neitt meiri gagnrýni eða einelti á vissa aðila frekar en áður, sumir hafa sínar skoðanir og mega setja þær hér fram mínvegna á hverjum degi því ég set mínar skoðanir hér fram þegar mig langar til eins og allir aðrir. Það er bara ekkert skrýtið að Hodgson og Poulsen hafi fengið mikla gagnrýni og sú gagnrýni á svo sannarlega rétt á sér að mínu mati.

    Hvað er annars að frétta af leikmannaslúðri???

    og er einhver með tölfræði Gerrard á hreinu yfir vítaspyrnur?

    Annars bara góða helgi allir og hún verður það svo sannarlega því ég er að sjá fram á magnaðan sigur á sunnudag þar sem Gerrard verður aftur í toppformi og tryggir okkur stórkostlegan sigur á Chelsea með marki úr þrumufleyg…

  71. http://visir.is/benitez-vill-fa-lucas-til-inter/article/2010625818439

    djöfull er ég ekki sammála fréttamanni í þessari frétt að stuðningsmenn Liverpool hafi misst trúna á Lucas. Eins mikið og ég hef verið á móti Lucas gegn um tíðina þá finnst mér hann hafa verið frábær á tímabilinu og ég er einmitt að Fá trú á honum fyrst núna. Held að hann eigi eftir að gera góða hluti. Henry Birgir, eat a dick

  72. @83. Ert þú búinn að fylgjast eitthvað með Lucas spila ? en er allveg sammála með poulsen. Tölfræðin talar sínu máli, og allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta vita að Lucas væri ekki í landsliði og stórliði ef hann væri svona “pulsu”lélegur.

  73. @85. Ert þú búinn að fylgjast eitthvað með umræðunni á þessum þræði? Frá ca. ummæli nr. 53?

  74. Diddi 83#
    Glæsilegt komment og vel rökstutt.
    En varðandi Lucas þá hefur hann fengið sinn skerf af gagnrýni og oft á tíðum þægilegur blóraböggull þegar ekkert gengur. Ég ætla ekki að segja að ég hafi ekki gagnrýnt Lucas og fría mig frá þeirri umræðu. En það má vel sjá batamerki á hans leik, hann hefur þroskast sem leikmaður og karakter. Og Lucas með Meireles á miðjunni finnst mér ekki sami Lucas og þegar honum er stillt upp með Macherano og Poulsen.
    Líkt og það hefur verið erfitt að brjóta niður umræðuna um leiðinlegt Liverpool lið eftir að Benitez tók við þeim og liðið var að skora flest mörk allra liða og með flestar marktilraunir, þá voru lýsendur og spekingar ávalt að tala um hversu leiðinlegt þetta lið væri.

  75. sigurvin já það hef ég gert og fylgst meira með honum en flestum öðrum leikmönnum og prófaðu í næsta leik ( samt soldið erfitt á moti chelsea ) en allaveganna teldu misheppnaðar sendingar, sendingar aftur á völlinn og til hliðar og skoðaðu hvort sendingarnar hans skapi einhvað. Þessi drengur er búinn að spila hjá okkur hvað 2-3 ár og skorað 1-2 mark ekki alveg með þetta á hreinu og hann er miðjumaður, hann leggur aldrei upp mörk, hann á aldrei sendingu sem skapar hættu hann er kannski taktiskt góður í vörn og svona, en guðanna bænum meina ef einhverjir aðrir leikmenn væru bunir að fá tækifærin sem hann er búinn að fá???? t.d babel eða einhverjir af þessum ungu og efnilegu mönnum hjá okkur. Ég er buinn að sja nog af honum og væri mjög sáttur ef benitez vill fá hann.

  76. nr 84… leikmannaslúður…. það er eiginlega fáranlegt hvað margir eru linkaðir við LFC þessa dagana… maður man varla eftir öðru eins…. : N’Zogbia, Kranjcar, Bentley, Llorente, Crouch, C. Cole, Brunt, A. Young, Afellay, Defour, Pavyluchenko, M. Gomez, Drenthe, SWP og Hangeland svo fáeinir séu nefndir. Heimildirnar auðvitað misáreiðanlegar eins og gengur og gerist 🙂

  77. Viðar nr 84, það er eitt að gagnrýna og annað að vera með áróður. Þessi áróður er farinn að minna mann á þann áróður sem Henry Birgir beitir gegn KSI og Eiði Smára. Nema að þetta er blogg síða en hitt fréttablað þannig að menn hafa svo sem allann rétt á því að vera með áróður á þessari síðu.

    Í báðum tilfellum er alveg sama hvort menn eru að gera vel eða ekki, það er gagnrýnt og reynt að finna aðrar ástæður fyrir velgengi… Samanber Hodgson í gær, 3-1 sigur þar sem notaðir voru menn sem ekki hafa verið að spila reglulega ásamt ungum og óreyndum leikmönnum gegn MJÖG góðu Napoli liði, samt drullað yfir hann.

  78. Lucas hefur batnað mjög frá því sem var og er það bara gott að vísu hefur það tekið langan tíma. Darren Fletcher hjá mu var td ansi lengi í gang og svo mætti lengi telja. Poulsen er ekki búinn að spila mikið með Liv og alveg rétt ekki hefur það verið bærilegt en hann kann fótbolta og á að fá SÉNS (cens). Mér finnst ekki rétt að dæma menn út frá nokkru leikjum og endurtek að MÉR finnst þetta. Koma svo elsku LIVERPOOL á sunnudaginn.

  79. Mér finnst nokkuð gaman af því hversu margir virðast hafa skipt um skoðun varðandi Lucas, áður fyrr skrifuðu margir eins og Diddi í nr. 90 en þeim fer óðum fækkandi.

    Lucas var, er og verður alltaf djúpur miðjumaður. Hans megin hlutverk á hvorki að vera að skora né leggja upp mörk. Hann á að spila stutt og gera hlutina einfalt. Það er einmitt hans styrkur að hann veit sín takmörk og heldur sig bara við það sem hann kann. Það væri óskandi að fleiri tækju hann til fyrirmyndar og héldu sig við „stuttan samba bolta“ – ókei, missti mig kannski aðeins í samba lýsingunum en sumir gagnrýna Lucas fyrir stutt spil og Carragher um leið fyrir að dúndra boltanum alltaf fram. Hvort viljum við frekar sjá?

    Einnig má segja um Lucas að hann er þannig týpa að hann þarf góða spilara með sér. Einn og sér gerir hann lítið en með leikmönnum á borð við Meireles og Gerrard blómstrar hann. Hann hefur tekið miklum framförum og er enn ungur, Lucas á eftir að verða enn betri!

  80. ————————-Reina————————
    —Johnson–Skrtel–Kyrgiakos–Konchesky—
    ——-Kuyt–Gerrard–Mereiles–Maxi————
    —————N’gog–Torres————————
    vona að þetta verði byrjunaliðið á móti Chelsea 😀

  81. Ég veit að Lucas er búinn að bæta sig en það er bara ekki nóg finnst mér. Hann myndi ekki komast liðið hjá Chelsea, ManUtd, Arsenal, ManCity eða Tottenham.. Og það eru liðin sem liverpool á að vera að keppa við.

    Byrjunarliðsmaður í Brasilíska landsliðinu? Hann er búinn að spila 7 leiki síðan 2007.

  82. Vantar aðeins eitt thumbs up á komment 20# til að ná 100 “thumbs up”!

  83. “Jón P #74
    Skynja ég kaldhæðni ? 😉
    Insjallah.. Carl Berg”.

    Held það jafnvel félagi – sjáumst hroðalega hressir á Sunnudaginn? þegar við tökum cheslsea í bakaríið

  84. Flottir 3 sigrar í röð, höldum í það jákvæða…..

    En er það bara mér sem finnst að Gerrard eigi að spila á miðjunni og vera meira í boltanum frekar en undir toppnum í 4-2-3-1 eða hvað menn vilja kalla þetta.
    Mér fannst þetta finnst fara að ganga almennilega þegar hann datt niður á miðjuna og spilið varð miklu hraðara. Luca eða Meireles með honum, hallast samt að því að Lucas eigi að vera þar á móti stórum liðum því hann er grimmari í vörn.
    Well allavega mín skoðun…

  85. Til hamingju SSteinn, í beinni útsendingu um allan heim. Milljónir sáu þig gleðjast þegar númerið hans Poulsen fór á loft. Talaðir fyrir hönd okkar allra í kvöld!

    Já, takk fyrir það, maður missir sig stundum í æsingnum. Þetta var fín skemmtun og góður banter á vellinum. Sat reyndar einn þarna í röð 1, beint við miðlínuna og með eigendurnar (og gugguna) fyrir aftan, Roy og félaga við hliðina. Ræddi við nokkra félaga mína eftir leikinn og þar var umræðan um það að Stevie er í rauninni miklu betri en hann lúkkar í sjónvarpinu. Þar sér maður ekki heildarmyndina, staðsetningar, hlaup án bolta og í rauninni þennann óbeislaða ofurkraft. Hann er hreint úr sagt magnaður leikmaður. Við ræddum líka hvað þetta væri á sama hátt skrítið með Poulsen, svei mér þá hann lítur ekki jafn illa út í sjónvarpinu eins og Live, og það er ansi slæmt.

    Auðvitað eru þetta leikirnir sem á að nota til þess að gefa “fringe players” tækifærið, það var þó alveg ljóst frá byrjun að miðja sem innihélt Spearing og Poulsen var ekki að fara að gera neina stórbrotna hluti, það kom svo á daginn, heldur betur. Það er bara einfaldlega ekki verið að gera Poulsen neinn greiða með því að spila honum þessa dagana, sjálfstraustið hvergi til staðar né sjáanlegt í góðum radíus, og sjálfstraustslaus leikmaður sem er fyrst og fremst baráttujaxl, er bara algjörlega ónothæfur. Tilfinningarnar brutust greinilega fram, áttaði mig engan veginn á því að maður væri í beinni, ég var einfaldlega afskaplega ánægður að kappinn væri að fara út af vellinum, erfitt að leyna því 🙂

Byrjunarlið kvöldsins gegn Napólí

Viðtal við John W. Henry og Tom Werner