Stórleikur helgarinnar fer fram síðdegis á morgun, sunnudag, þegar okkar menn heimsækja raketturnar í **Tottenham Hotspur** á White Hart Lane í 15. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.
Ég hef horft mikið á ensku deildina í haust og fylgst með fleiri liðum en bara Liverpool og það er ekki nokkur spurning í mínum huga að Tottenham eru að spila langskemmtilegasta boltann í dag. Eftir að hafa lifað í mörg ár í skugga erkifjendanna í Arsenal hljóta stuðningsmenn Spurs að vera í draumalandinu í dag. Jú, Arsenal eru enn fyrir ofan þá í deildinni en Tottenham eru komnir í Meistaradeildina, farnir að vinna titla (bikarkeppnir) undir stjórn Harry Redknapp og geta leyft sér að setja markið hátt í öllum keppnum. Menn héldu t.a.m. að þeir þyrftu tíma til að læra á Meistaradeildina en svo hefur aldeilis ekki verið og þeir eru þegar þetta er skrifað að vinna sinn riðil sem inniheldur m.a. Evrópumeistara Internazionale.
Það skemmtilegasta við þetta Tottenham-lið er samt það að Harry Redknapp hefur fleygt varkárninni út í veður og vind og lætur bara vaða í flest öllum leikjum. Spilar iðulega með tvo framherja og bæði léttleikandi miðjumenn eins og þá Luca Modric, Rafael Van der Vaart og Niko Kranjcar og líka skotfljóta útherja eins og Gareth Bale og Aaron Lennon. Þá er hann líka með mjög sókndjarfa bakverði og jafnvel miðverði sem skora reglulega, allavega held ég að Younes Kaboul, Ledley King og William Gallas séu allir búnir að skora fyrir þá í vetur.
Um síðustu helgi unnu Tottenham langþráðan útisigur á Arsenal, 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Í vikunni rústuðu þeir svo Werder Bremen 3-0 á White Hart Lane í Meistaradeildinni. Það er skemmst frá því að segja að Tottenham hafa ekki verið betri í marga áratugi og það eru einfaldlega allir leikmenn þeirra í stuði núna. Það sem þeir þurfa helst að óttast fyrir þessa helgi er möguleg þreyta sem gæti setið í mönnum en Redknapp keyrði meira og minna á sama liðinu gegn bæði Arsenal og Werder Bremen. Hins vegar ætti stemningin á WHL og gífurlegt sjálfstraust leikmanna hans í þessari uppsveiflu að vega á móti því.
Ég tel þetta vera líklegt byrjunarlið Tottenham á morgun:
Hutton – Kaboul – Gallas – Assou Ekotto
Lennon – Jenas – Modric – Bale
Crouch – Pavlyuchenko
Það er víst ekki öruggt hvort Van der Vaart verður leikfær en ef það gerist gæti hann verið inni fyrir annað hvort Jenas eða Lennon, eftir því hvaða áherslur Redknapp vill hafa á miðjunni hjá sér, og eins gæti Defoe fengið kallið fram yfir Pavlyuchenko ef Redknapp treystir honum til að byrja eftir langvinn meiðsli.
Ég er bara gífurlega hrifinn af þessu Tottenham-liði. Þetta er svona lið sem stuðningsmenn elska að styðja, því jafnvel þótt þeir tapi einhverjum leikjum þá spila þeir alltaf til sigurs og reyna að sækja og spila skemmtilega/fallega knattspyrnu. Það er auðvelt að styðja svona lið, líka þegar á móti blæs. Ég býst við feykisterkum mótherjum á morgun.
Af okkar mönnum er það helst að frétta að Steven Gerrard og Daniel Agger eru enn frá vegna meiðsla og kannski einhver aðeins frekari hnjösk í hópnum. Liðið vann góðan 3-0 sigur á lélegu liði West Ham um síðustu helgi sem hefur vonandi gefið mönnum smá sjálfstraust fyrir næsta leik. Roy Hodgson talaði við fjölmiðla í gær um að hann vonaðist til að gera Tottenham-mönnum erfitt fyrir að sigra leikinn, en talaði jafnframt um að það væri mjög erfitt að vinna á útivelli í þessari deild. Afsakanir fyrirfram eins og venjulega, gott að sjá að Hodgson er samkvæmur sjálfum sér.
Joe Cole er víst orðinn leikfær en ég efa að hann verði látinn byrja strax eftir meiðsli. Ég ætla að tippa á að Hodgson stilli upp nær óbreyttu liði frá því um síðustu helgi, muni aðeins taka David Ngog út fyrir Lucas Leiva. Þá ætti liðið á morgun að líta nokkurn veginn svona út:
Johnson – Carra – Skrtel – Konchesky
Meireles – Lucas – Poulsen – Maxi
Kuyt
Torres
**MÍN SPÁ:** Ef við vinnum þennan leik og önnur úrslit eru okkur í hag gætum við allt eins farið upp fyrir Tottenham á markatölu og upp í Evrópusætin í deildinni. Ef við töpum þessum leik gætum við verið alla leið niðri í 16. sæti eftir helgina. Þessi deild er jöfn og allir leikir mikilvægir en á morgun gefst okkar mönnum ekki bara tækifæri til að klifra frekar upp töfluna heldur einnig tækifæri til að gefa smá yfirlýsingu um það hvert liðið ætlar sér í vetur.
Niðurstaða leiksins veltur sennilega minna á því hvaða leikmenn Hodgson setur inn á völlinn og meira á því hvernig hann lætur liðið spila. Ef hann gerir eins og ég held og við óttumst flest og lætur liðið spila mjög varnarsinnaðan 4-5-1 bolta, skíthræddur við sóknargetu Tottenham, þá verður þetta bara spurning um hversu illa við töpum fyrir þeim. Ef hann hins vegar þorir að treysta á liðið sitt, stillir upp 4-4-2 eða 4-2-3-1, leyfir Kuyt, Maxi, Ngog og Meireles að spila svolítið framarlega á vellinum og leyfir Johnson og Konchesky að sækja grimmt upp vængina (Johnson skoraði og Konchesky lagði upp mark um síðustu helgi) þá gætum við átt séns.
Tottenham er bara þannig lið að þeir munu skora í þessum leik. Eini séns okkar manna er að reyna að skora jafn mörg eða fleiri mörk en þeir til að fá eitthvað úr þessum leik. Ef Hodgson leggst í vörn með liðið endum við í sömu stöðu og gegn Man City eða Everton, tvö eða þrjú núll undir og þá fyrst að reyna að sækja upp völlinn til að bjarga einhverju.
Ég spái því að Hodgson leggist í vörn á morgun, freisti þess að ná í jafntefli (sem væru ekki alslæm úrslit) og tapi þessum leik 3-0. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég get þolað tap gegn Tottenham, þeir eru að spila það frábærlega þessa dagana, en ég get ekki þolað að menn reyni ekki einu sinni að vinna. Vonandi sýnir Hodgson að hann hafi trú á liðinu sínu á morgun, en ég ætla ekki að halda í mér andanum.
Áfram Liverpool! YNWA!
Ég hata Tottenham og mun aldrei geta sætt mig við að tapa fyrir þeim. Við erum Liverpool og eigum að vinna alla leiki… punktur.
Trúi ekki að hann ætli að nota Meireles á kantinum og Poulsen og Lucas á miðjunni.
Það sem skemmdi fyrir okkur stærsta partinn af síðustu leiktíð var það hversu tregur Benitez var að fatta það að tveir varnarsinnaðir miðjumenn virkuðu ekki saman á miðjunni. (Masche og Lucas)
Við verðum að hafa einhvern sem getur búið e-ð til á miðjunni í fjarveru Gerrard og Meireles er augljóslega besti kosturinn í það af þeim miðjumönnum sem við höfum.
Það er einfaldlega verið að skemma flottan leikmenn með því að láta hann spila á kantinum.
Ég vil einfaldlega gefa Kelly annað tækifæri í bakverðinum og færa Johnson uppá vænginn.
———————————-Reina———————————-
Kelly————Carragher————Kyrgiakos——–Konchesky
———————-Lucas————R. Meireles———————-
Kuyt———————————————————–Rodriguez
————————–Torres——N’Gog——————————-
P.S. Búinn að fá nóg af því að horfa uppá þetta lið fara á alla útivelli með það fremst í huga að halda stiginu. Hodgson þarf að fara að ná því að 3 stig á útivelli eru möguleg. En þá þarf auðvitað að sækja. En ekki liggja með 10 manna pakka í vörn og 1 frammi.
Þessi leikur er tilvalinn fyrir liðið til að sýna hvað það getur. Og sigur myndi gera mikið fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins.
Ég tel að Hodgson verði samkvæmur sjálfum sér og láti liðið liggja tilbaka. Torres týnist einn þarna frammi og Tottenham innbyrða auðveldan sigur. Mér þykir leiðinlegt að segja þetta en svona stillir Hodgson upp á útivelli og árangurinn eftir því.
Útivallar formið hans Hodgson er skelfilegt!
Ég veit ekki hvort ég vilji pína sjálfan mig til þess að horfa á þennan leik en engu að síður vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.
Trúi ekki að hann ætli að nota Meireles á kantinum og Poulsen og Lucas á miðjunni. Það sem skemmdi fyrir okkur stærsta partinn af síðustu leiktíð var það hversu tregur Benitez var að fatta það að tveir varnarsinnaðir miðjumenn virkuðu ekki saman á miðjunni. (Masche og Lucas)
Við verðum að hafa einhvern sem getur búið e-ð til á miðjunni í fjarveru Gerrard og Meireles er augljóslega besti kosturinn í það af þeim miðjumönnum sem við höfum. Það er einfaldlega verið að skemma flottan leikmenn með því að láta hann spila á kantinum.
Ég vil einfaldlega gefa Kelly annað tækifæri í bakverðinum og færa Johnson uppá vænginn.
P.S. Búinn að fá nóg af því að horfa uppá þetta lið fara á alla útivelli með það fremst í huga að halda stiginu. Hodgson þarf að fara að ná því að 3 stig á útivelli eru möguleg. En þá þarf auðvitað að sækja. En ekki liggja með 10 manna pakka í vörn og 1 frammi.
Þessi leikur er tilvalinn fyrir liðið til að sýna hvað það getur. Og sigur myndi gera mikið fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins.
Djöfull vona ég að RH hafi kjark á morgun og þori að fara í 4-4-2, ég vill ekki sjá pulsuna inná og Raul á hægri kanti, hann er CM og frábær sem slíkur. Ef við bökkum og bjóðum Spurs heim töpum við amk 3-0,en ef RH vex pungur í nótt og þorir þá eigum við góðan möguleika á sigri, spurs hefur oft átt dapra leiki eftir CL umferð. Og ein krafa enn , Pacheco þarf að fara að fá sjéns!
YNWA!
Uff Tottenham Wannabe er orðið betra lið en Liverpool.. hlutirnir eru í slæmri þróun.
Sælir félagar
Góð og raunsæ upphitun – því miður. Ég hefi engu við hana að bæta en er með kvíðahnút í maganum vegna pungleysis gömlu uglunnar.
Það er nú þannig.
YNWA
Tottenham liðið er stórskemmtilegt og óska ég liðinu alls hins besta í 36 leikjum í deildinni.
Ég hef ekki mikla trú á sigri á morgun. Það sem verra er, Woy Hodgson virðist ekki hafa það heldur og er ófeiminn við að segja það. Afsakið en hvaða aumingjaskapur er það eiginlega og metnaðarleysi að segja svona hluti?! Hann er með egó og hugmyndafræði sem hentar smáliðum í Svíþjóð ágætlega og þar má hann vera!
Það er nú í sjálfu sér alltílagi að stilla upp tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum saman í holunni. Ég held að flest lið á HM hafi stillt þannig upp, 4-2-3-1. T.d Spánn, Holland og fleiri. EN! með því skilyrði þá að sjálfsögðu að einn þeirra sé góður að koma bolta í spil. Lucas er góður vinnuhestur en hann þarf að spila með playmaker við hliðina á sér og því miður er Poulsen það ekki. Meireles þarf að spila við hliðina á honum, ekki út á kanti. Ef ég man rétt þá gegndi hann nákvæmlega því hlutverki í Porto.
Persónulega væri ég til í að sjá Kuyt á hægri, Maxi á vinstri og Joe Cole/Pacheco fyrir aftan Torres. En það gerist ekki, því miður.
úrslit dagsins féllu heldur betur með Liverpool, öll lið sem eru í seilingarfjarlægð frá liðinu töpuðu stigum… yrði því gríðarlega sterkt að hirða 3 punkta á morgun
Það er ekki sjens að við vinnum þennan leik á morgun, því miður.
Ekkert fær mann til að trúa á sigur ef maður er raunsær. Hinsvegar slær LFC hjartað hratt og örugglega ….
Sit væntanlega við hliðina á Spursara félaga mínum og skæli í 90 mínútur. Skemmtilegur félagsskapur.
Hef nákvæmlega enga trú á jákvæðri útkomu úr útileik gegn Tottenham eins og þeir eru að spila og eins og við erum að spila.
Því miður 🙁
Hef svo gjörsamlega enga trú á þessum leik!!
afhverju lét Ferguson ekki lið sitt leggjast í vörn þegar staðan var orðin 3-0 í dag……
Við vinnum þettta á morgun það er klárt. Ugly or not.
Vá… þetta er það versta smansafn af svartsýni sem ég hef séð lengi í upphitun og kommentum. Það versta er að ég verð eiginlega að bæta í hana. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem maður hefur litlar sem engar væntingar til sigurs. Ekki vegna getu hvers og eins leikmanns heldur vegna hugmyndafræði og vangetu(vil ég segja) stjórans!
Jamm. Ég sammælist Biddni hér á undan.
Samansafn af vælandi svartsýnisseggjum hér á ferð sem keppast svo hver við annan að skamma Roy gamla fyrir að vera með of lítið sett, þar sem hann er ekki nógu áræðinn í ummælum sínum um leiki og leikmenn. Menn ættu að líta sér nær, bretta upp forhúðina og öskra: 0-3 SIGUR Á MORGUN!!!!!
Bitte
ég held að þetta sé svolítið líkt liverpool að tapa, liðin sem við erum í baráttu um 4 sætið tapa stigum og liverpool gera það á morgun. Ég hef ekki nokkra trú að liverpool fái neitt út úr þessu. Enda er eins og Hodson búist við tapi en sætti sig við jafntefli. En vona að liverpool vinni þennan leik og komi sér í góða stöðu fyrir 4sætið. Við þurfum klassaleik frá öllum leikmönnum liðsins til að vinna þennan leik. koma svo!!!!
það þarf bara að taka gareth bale úr umferð og þá hrynur sóknaleikur tottenham….. pressa hátt og ekki leyfa þeim að taka sprettinn…. það hefur verið þeirra helsta vopn… held að það sé ekkert vitlaus hugmynd að vera með glendu á kantinum og kelly fyrir aftan…. minnkar mögleikana á skyndisókn upp kantinn, þó ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þeir séu með hörkulið þá finnst mér alltaf allt byrja á hægri kantinum á bale…..
þetta verður mikil barátta og ég held að hann endi 1-2 fyrir okkar menn og jafni þá að stigum
Þeir eru auðvitað æði misjafnir og það sýnir nú bara staða þeirra í deildinni. Þeir voru td frekar slappir í fyrri hálfleik á móti Arsenal og áttu í raun alls ekki skilið að vinna þann leik að mínu mati.
En jú maður er svartsýnn fyrir leikinn á morgun og það er aðalega vegna þess að maður er skít hræddur um að Hodgson ætli að liggja í vörn í þessum leik sem er auðvitað dauðadómur.
Hefur liðið ekkert lekið eins og venjulega ??
http://www.kop.is/2008/12/01/16.15.59/
Fyrir næstum því nákvæmlega 12 árum síðan , þann tuttugasta og níunda nóvember árið 1998 spilaði leikmaður , Steven Gerrard sinn fyrsta leik fyrir aðalið Liverpool , er hann kom inná sem varamaður, í leik ámóti Blackburn . En þá var liðið einmitt í 9-unda sæti , líkt og liðið er nú og því var margt jákvætt við spilamensku liðsisns.Hann fór í bakvörðin og byrjaði að tækla eins og brjálæðingur..
Svipað er uppi á teningnum akkúrat núna, og var í nóvember mánuði 1998 , og þess vegna , í fjarveru Gerrards , vill ég fá á miðjuna , Shevley nokkur Jonjo , ungan leikmann , mikið efni , sem að mínu mati gæti verið maðurin sem tekur við af Gerrard.
Vildi bara koma þessu að ..
Stat: Roy Hodgson has only won 13 out of 105 away games in the English leagues.
Stat: The last time Roy Hogdson won 17 league fixtures in a season was in 1976.
Gefur þetta okkur einhverja ástæðu til að vera bjartsýnir? ég bara spyr……
Þetta er munurinn á United og Liverpool. United leggst ekki í vörn þótt þeir séu að vinna í hálfleik, heldur keyra á hitt liðið. Við hefðum auðveldlega getað unnið West Ham 7-1, það er að segja ef við hefðum verið með einhvern annan og betri stjóra -_-.
Afskaplega miklar likur a tapi gegn hressu T.
Því miður.
Liðið á morgun sbr. LFC Globe:
Starting XI vs Spurs: Reina; Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky; Kuyt, Lucas, Meireles, Rodriguez; Ngog, Torres.
Substitutes: Jones, Kelly, Kyrgiakos, Aurelio, Shelvey, Cole, Babel.
Þetta væri mjög flott lið ef satt reynist. Sýnir kannski líka að Hodgson er greinilega býsna íhalssamur á liðið og vill greinilega byggja á ákveðnum kjarna sem hann notar aftur og aftur öfugt við fyrirrennara sinn.
Enginn Poulsen samt, ekki einu sinni á bekk ?
Vona innilea að þetta verði liðið og vildi einmitt sjá það svona miðað við mannskapinn sem er heill. Væri skelfilegt að sjá Lucas og Poulsen saman á miðjunni og sóa svo hæfileikum Meireles þarna úti a kantinum… Lýst mun betur á þetta svona. Þurfum kraftaverk á morgun og einhvernveginn hef ég bara trú á að það komi og svo eru næstu tíu leikir í deild svipað programm og Chelsea fékk í fyrstu tíu leikjum sínum í vetur. Þessi leikur á morgun mun hafa mikið að segja uppá framhaldið og ég bíð spenntur eftir morgundeginum…
haha var lesa slúðrið á fotbolti .net og rakst á eftirfarandi brandara þar inni
Dirk Kuyt framherji Liverpool er orðaður við Roma og gæti verði skipt upp í varnarmanninn Philippe Mexes. (Dail Mail)
Sé fyrir mér að blaðamaður Dail Mail hafi horft á eftirfarandi klippu á youtub.com þegar hann bjó þennan brandara 😉
http://www.youtube.com/watch?v=K2ldRWgjOH4
“Eini séns okkar manna er að reyna að skora jafn mörg eða fleiri mörk en þeir til að fá eitthvað úr þessum leik.” – flottur 😉
Ég held að við tökum þennan leik 2-1
YNWA!
Mér finnst pínu sérstakt þetta mál með hann Milan Jovanovic, hann hefur ekki spilað 1 mínútu í deildinni síðan 17. október og ekki byrjað deildarleik síðan 12. september. Hann vill ekki fara frá félaginu, hann vill ekki spila landsleik fyrr en hann hefur fest sig í sessi og já hann vill bara sanna sig. Hann er fljótur og sterkur FRAMHERJI sem getur í neyð spilað á kantinum. Hodgson var nú alltaf að tala um að okkur vantaði framherja, hann hefur ekki einu sinni fengið 5 mínútur frammi ?!?
Ég þoli ekki þessa stefnu hjá Hodgson að reyna að gera leikmenn að einhverju sem þeir eru ekki og refsa þeim svo fyrir að standa sig ekki nógu vel, eins og að setja Jono Shelvey og Pacheco út á kantana þegar þeir hafa fengið tækifæri, ÞEIR ERU EKKI KANTMENN. Þetta á auðvitað líka við Meireles, hann spilar ekkert á sama level-i sem kantmaður og hann gerir á miðjunni.
Ég er samt alveg þokkalega sáttur með þetta lið sem á að byrja á morgun, samt ef Hodgson væri með greindarvísitölu yfir 100 þá hefði hann setja Kelly í hægri bakvörðinn á móti Bale og skella Johnson á kantinn. Johnson á aldrei sjéns í Bale varnarlega en hinsvegar gæti hann pakkað Ekotto saman sóknarlega þar sem hann er nú ekki beint bjartasta ljósið í blokkinni. Svo hefði ég haft Duracell kanínuna á vinstri vængnum og svo Jovanovic frammi með Torres.
‘I guðana bænum hættið þessu ansk væli við tökum þett og ekkert annað kemur til mála, við stöndum við hlið þeirra sama hvað þannig er Liverpool fan hættið nú þessari svartsýni því hún smitar , að hugsa jákvætt hefur ótrúlega krafta koma svo strákar.
Nokkuð sóknarsinnað lið, Hefði skipt Kyrgiakos fyrir Skrtel, Konchesky fyrir Aurelío og sett jovanovic á bekkinn í stað babel, Hefði líka viljað sjá Pacheco á bekknum
Miðað við gengi liðsins hingað til þá eigum við ekki möguleika í leiknum á morgun. Ég spái öruggum sigri Tottenham 3-0. Því miður.
hvernig er það að reyna allavegana að vera bjarstýnn ég segi 1-2 fyrir okkur !
LIVERÐOOL vinnur þennan leik, hefur alltaf verið þegar að Gerrard er ekki með, þá vakna aðrir leikmenn. Sorrý en stundum er of mikið spilað í gegn um Gerrard og leikmen verða að fara að gera eitthvað sjálfir en ekki spurja fyrirliðann. Það er bara svona.
Það er nú bara ekkert skrítið þó að menn séu svartsýnir. Síðustu útileikir gefa nú ekki beint tilefni til annarrs. Og á meðan maðurinn í brúnni ætlar ekki að gera sér grein fyrir því að hann er hættur með fulham liðið og hættir ekki að fara í alla leiki til þess eins reyna eingöngu við jafnteflið og pakka í vörn þá er nú ekki beint tilefni til þess að vera bjartsýnn.
væri nú líka alveg til í að fara sjá danny w í vörninni og skrtel verði hreinlega bara sendur til sálfræðings til að finna lausn á hans vanda jafn lélagasti leikmaðurinn í liðinu en sem komið er og er að kosta okkur of mikið af mistökum
Að sjálfsögðu á þetta hjá að vera LIVERPOOL # 34 var ekki alveg vaknaður en tökum þetta barasta bara.
Roy hefur sagt að nóg sé til af vængmönnum og því ekki ástæða til að setja Johnson á kantinn, það er jú nóg framboð af mönnum í þá stöðu. Samt……. notar hann Meireles og Shelvey á kantinn sem er enn fáranlegra – Johnson er mun meiri kantmaður en þeir.
Sammála, prófum Johnson á kantinn – og Meireles og Shelvey eiga að vera á miðjunni, punktur.
Roy Hodgson er einfaldlega ekki rétti maðurinn til að snúa gengi Liverpool við, please NESV menn, farið að losa okkur við hann.
Roy Hodgson: “If you look at our record, if you take in the games we’ve played in the Europa League, we haven’t done that badly at all. Six defeats in 23 games is not that appalling a record.”
Segir allt sem segja þarf um metnaðarleysi Roy vinar okkar!
ég held leikurinn fari 1-0 fyrir Liverpool og markið kemur á 90+ eftir einhverja gloríu.
Eru menn að tapa glórunni? Ef við vinnum leikinn þá erum við jafnir Tottenham að stigum. Hinu annars ömurlega liði Spursara sem maður hefur varla virt viðlits í gegnum tíðina. Við vinnum þennan leik og ekkert múður. Svo vil ég benda á AÐ ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA EKKERT ÚT Á BYRJUNARLIÐIÐ AÐ SETJA.
Það er búið að lofa mér Liverpool sigri í dag… Goggi stimplar sig allsvakalega inn 😉
p.s.
Owen Coyle er maðurinn fyrir Liverpool.
Ég hef bara það að segja ef Carrager verður í bakverðinum þá töpum við ekki með minna en 3 mörkum, Carrager á aldrei þá meina ég ALDREI að fá að spila bakvörð. Ruslapoki með hellusteinum og kaktusi er betri bakvörður en Carra.
Hér til hliðar stendur að leikurinn sé kl. 17:00, er ekki rétt að hann hefst klukkutíma fyrr eða kl. 16:00?
Jú hann er á UK tíma kl 1600 og því sama hérna heima.
@39 – Ohh hvað maður verður reiður í hvert skipti sem maður les svona “sjálfsvarnar” komment hjá Hodgson. Hvernig væri að hætta að reyna endalaust að verja það sem búið er, og reyndar það sem koma skal líka eins og kemur fram í upphitun, og drullast til að berja smá sjálfstrausti í liðið fyrir leiki?
Ég vona svo innilega að Reina, Carra, Meiriles, Lucas, Torres og fleiri stigi virkilega upp í dag og dragi allt liðið með sér til sigurs. Ég held að útgeislun, sigurvilji og ákveðni einstaka leikmanna geti skipt gríðarmiklu í þessum leik í dag. Tek það fram að ég er ekki mikið bjartsýnni í dag en í gær… en vonin er allavega komin á sinn stað og hjartað farið að slá ennþá rauðara blóði en í gær;)
KOMA SVO!!!
Ég er allt í einu (enn einu sinni) orðinn jákvæður á þetta. Ég veit ekki afhverju en fylltist allt í einu von. Þetta er kannski ekki leikurinn til þess, en ég vona þó að Pacheco og Shelvey fái séns í dag, hvort sem það er í byrjunarliðinu eða þá með innkomu af bekknum.
Torres galdrar eitt mark og Kuyt-inho þjösnar einu inn með baráttu/seiglu/þrjósku sinni.
Bale er stórhættulegur og Lennon ætti að geta gert eitthvað gegn Konchesky en annar þeirra leggur upp mark Tottenham, 1-2 fyrir okkar menn.
Fór alla leiðina í morgun í trúnni. Fór á Betsson og setti 10 evrur á:
Inter – Parma – (1) – 1.60
Newcastle – Chelsea – (2) – 1.65
Tottenham – Liverpool – (2) – 3.90
sem gerir tæpar 103 evrur í lok dags. Þetta er sure thing!
Mín von liggur í því að Tottenham verði með Meistaradeildarþynnku. Þeim hefur ekki gengið sérlega vel eftir að hafa spilað leik í Meistaradeildinni. Kolkrabbinn minn (árs gamall strákur) spáir jafntefli.
Bjartsýnin hefur aðeins aukist ef byrjunarliðið verður eins og talað hefur verið um. En ánægður með nafna minn Njarðarson (komment 42), held við ættum að kíkja aðeins á Owen Coyle, hann er að gera góða hluti, ungur og með eldinn sem við þurfum.
Þó þið hafið nú slysast til að vinna Westham arfaslaka þá er Tottenham að fara taka ykkur í kennslustund sorry bara kalt mat…
Hvað með að fá Ancelotti ? Eitthvað segir mér að hann verður á lausu innan skamms !
Já Mourinho – og eins og má sjá á skrifum þínum þá er þetta mjög hlutlaust mat hjá þér.
Líst vel á að liðið sem Tomkins segir að sé komið. Enginn Poulsen, Torres og Ngog frammi. Kuyt og Maxi á köntunum sem þýðir að Meireles verður á réttum stað. Mjög ánægðu er þetta er rétt.
Reina, Johnson, Carra, Skrtel, Konch, Maxi, Lucas, Meireles, Kuyt, Ngog, Torres
líst vel á þetta byrjunarlið, ekki hægt að saka Hodgson um tepruskap (eða pungleysi) fyrir þessa uppstillingu… en er vitað hvort Van Der Vaart er með Spurs í dag?
“Everyone I know in football respects the job I’m doing here and aren’t too surprised it hasn’t been an easy start. In fact, 95 per cent would have predicted it as [Jose] Mourinho did. ‘Liverpool will get worse and worse’ is what he said and if the great man Mourinho says it, I don’t know why you don’t quote him!” – RH
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Carragher, Skrtel, Lucas, Meireles, Maxi, Kuyt, Ngog, Torres. Subs: Jones, Cole, Kyrgiakos, Aurelio, Babel, Poulsen, Jovanovic.
akkuru er meistari paulsen ekki í byrjunarliðinu??????????
að mínu mati besti leikmaður Liverpool
enginn “unglingur” með til London.. Shit hvað ég er stressaður fyrir þessum leik. ekki mikil von en alltaf þetta hvað ef við vinnum svo bara! 1-2 koma svo !!!!
Maður er vel stressaður fyrir þennann leik. Gríðarlega mikilvægur leikur. Sigur gæti þýtt að menn færu loks að taka Liverpool alvarlega aftur en tap þýðir bara eitthvað miðjumoð og rugl.
54 – VDV er í byrjunarliði Spurs – ásamt Crouch (s.s. engin Defou)
1518: Tottenham v Liverpool line-ups:
Tottenham: Gomes, Hutton, Kaboul, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Palacios, Modric, Bale, Van der Vaart, Crouch.
Subs: Cudicini, Pavlyuchenko, Defoe, Bassong, Kranjcar, Corluka, Sandro.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Kuyt, Meireles, Lucas, Maxi, Torres, Ngog.
Subs: Jones, Aurelio, Jovanovic, Kyrgiakos, Babel, Poulsen, Shelvey.
Referee: Martin Atkinson (W Yorkshire)
Joe Cole meiddist í upphitun og Shelvey kemur í hans stað.
Fjölmiðlar: Liverpool við fall og Tottenham spilar skemmtilegasta boltann.
Staðreyndin: Liverpool getur farið upp fyrir Tottenham í dag og þeirra helsta leikaðferð er að negla háum boltum á Crouch.
Magnað!
SSSSSSSSSKKKKKKKRRRRRRRR!!!!!