Tottenham 2 – Liverpool 1

Okkar menn fóru til London og spiluðu þar við Tottenham og töpuðu 2-1 í dag.

Hodgson stillti þessu upp svona í byrjun:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Meireles – Lucas- Maxi

Torres – N´Gog

Bekkur: Jones, Shelvey, Kyrgiakos, Aurelio, Babel, Poulsen, Jovanovic.

Ngog fór svo útaf meiddur og Aurelio kom inn fyrir hann og svo kom Kyrgiakos inn fyrir meiddan Carragher.

Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun – liðin skiptust á því að sækja allan tímann og bæði lið fengu tækifæri til að skora. Þegar að stutt var til hálfleiks kom eina markið, sem að **Martin Skrtel** skoraði eftir baráttu í teignum.

Stuttu seinna höfðu okkar menn svo tækifæri til að bæta við þegar að Maxi komst einn inn fyrir eftir frábæra sendingu frá Torres, en hann náði á einhvern óskiljanlegan hátt að klúðra því færi. Fyrri hálfleikurinn var án efa það besta, sem að okkar menn hafa sýnt á útivelli og við hefðum klárlega átt að vera 0-2 yfir í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var áfram góður og Torres fékk fljótlega tækifæri til að koma okkur í 0-2 þegar hann komst einn inn fyrir.

Tottenham náði þó á næstu mínútum yfirhöndinni og á 60. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu frá Martin Atkinson, sem var þó tóm vitleysa. Boltinn fór í NGog fyrir utan teig, en Atkinson, sem dæmdi ÖLL vafaatriði Tottenham í hag, dæmdi víti. Jermaine Defoe skaut þó framhjá og Liverpool enn yfir.

Aðeins fimm mínútum seinna komst Modric inn fyrir vörn Liverpool, gaf boltann fyrir þar sem að Skrtel skoraði sjálfsmark. 1-1.

Stuttu seinna átti Liverpool svo að fá vítaspyrnu þegar að brotið var á Kuyt, en Atkinson var samkvæmur sjálfum sér og dæmdi Tottenham í hag.

Á síðustu mínútunum jókst pressan svo hjá Tottenham. Mínútu fyrir leikslok var mark hjá Defoe réttilega dæmt af vegna rangstöðu. En á 92 mínútu kom sigurmark Tottenham. Hár bolti kom inn fyrir vörnina, sem að Kyrgiakos mistókst að skalla – hann barst svo til Lennon, sem að var á undan Konchesky og skoraði örugglega.


Þetta var besta frammistaða okkar manna á útivelli í vetur, en niðurstaðan er því miður ekkert stig. Við hefðum auðvitað getað klárað leikinn með því að klára okkar færi – en svona fór þetta.

**Maður leiksins**: Mér fannst liðið spila vel í þessum leik. Mér fannst þó **Mereiles** vera bestur á miðjunni hjá Liverpool. Hjá Tottenham átti Martin Atkinson stjörnuleik.

Okkar menn sitja núna eftir í lok nóvember í 10.sæti með 19 stig eftir 15 leiki. Það er alveg hræðilegur árangur og núna erum við heilum 7 stigum á eftir liðinu í 4.sæti.

Leikirnir í desember eiga allir að vinnast. Villa (H), Newcastle (Ú), Fulham (H), Blackpool (Ú) og Wolves (H). Svo byrjar janúar líka með ekkert alltof erfiðu prógrammi: Bolton (H), Blackburn (Ú), Everton (H) og Wolves (Ú).

En þessi árangur hingað til er ömurlegur og einn góður útileikur gegn Tottenham breytir því ekki. Sigur í dag hefði gefið manni von að nýju, en tap í dag, þrátt fyrir góðan leik, veldur því að staðan bara versnar.

116 Comments

  1. Þetta var ótrúlega slæmur seinni hálfleikur hjá okkur en við vorum mjög óheppnir að fá ekkert úr þessum leik, mér fannst Liverpool alls ekki verri aðilinn í þessum leik og við áttum skilið að fá allavega 1 stig í dag.
    Af hverju fengum við ekki víti þegar Kuyt var straujaður niður.
    Það er hrikalega svekkjandi að fá ekkert úr þessum leik þega þetta var sennilega besti útileikur Liverpool frá því að Hodgson tók við.

  2. Jæja maður sagði eftir síðasta leik að maður mundi ekki dæma “comeback” LFC fyrr en eftir þennan útileik og ég verð að segja að ég er vongóður.

    Stórskemmtilegur leikur (loksins), sókndjörf uppstilling og liðið féll lítið til baka í fyrri hálfleik, miðað við færin í fyrrihálfleik hefði þetta átt að vera 1-3 í hálfleik og eins og alltaf þá sér maður eftir þessum færum sem voru ekki kláruð. Sáttur við miðjuna hjá okkur Leiva og Mereiles voru mjög jákvæðir áttu góð langskot og stjórnuðu spilinu okkar vel.

    Svo kom það seinni hálfleikur og liðið fór að bakka, sem mér hefur reyndar fundist vera veikleiki hjá liðinu í nokkur ár (hverjum sem það svo er að kenna). 10 mínútum fyrir markið voru Tottenham farnir að pressa fullmikið og LFC virtust vera sáttir við að bakka og reyna svo langa bolta á Torres/N’Gog.

    Allavega fyrsti alvöru útileikurinn þar sem LFC spilar jákvætt meirihluta leiksins og ég vona bara að RH sjái tapið ekki sem ástæðu til að fara að bakka aftur í næstu leikjum.

  3. Sælir félagar

    Atkinson átti stórleik og var 12 maður Tott í þessum leik. Ömurleg afgreiðsla Maxi og Torres réðu úrslitum í þessum leik. N’gog var ömuregur og átti löngu að vera búið að skipta honum útaf. Konchesky átti síðasta markið skuldlaust og sannaði enn og aftur ömurleg kaup Uglunnar sem skipti ekki manni nema meiddum eins og venjulega. Andsinn bara og burt með RH ekki seinn en strax.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Ekki hægt að kenna RH um þetta tap, því miður. Maxi og Torres fóru með þetta. Áttum líka að fá víti. En ekki kenna RH um eitthvað sem hann á ekki sök á í dag…

  5. Vona að þetta, afsakið orðbragðið, dómarahelvíti hafi verið að dæma sinn síðasta leik á ferlinum!

  6. Þá líkur þátttöku okkar í FA cup í þriðju umferð þetta árið. Mætum manutta á útivelli :-/

  7. Flottar skiptingar. Tottenham missa sinn besta mann út af og Liverpool skellti sókndjörfum leikmönnum inn til að klára leikinn.. eða nei, sóknarmaður út fyrir bakvörð með Jovanovic og Babel á bekknum.
    Skilaboðin líka augljóslega að vera ekkert að pressa andstæðinginn því Liverpool er með mun hraðari leikmenn í öllum stöðum og ná þeim á sprettinum ef Tottenham maður ætlar framhjá þeim…

  8. RH og enginn annar á vinstri bakvörð okkar. Að skipta ekki Jovanovic inná fyrir N’Gog á hann líka skuldlaust. Hvað liðið bakkaði líka eru áhrif frá RH. Burt með hann strax.

  9. Bjóst nokkur við því að RH ynni útileik? Góðir eða ekki, sóknarbolti eða ekki, núll stig er niðurstaðan.

  10. Hodgson hugsar leikinn álíka skemmtilega og t.d. Houllier, þegar við náum 1-0 forystu er bara komið gott af sóknarleik og best að reyna að halda því til leiksloka. Svo þegar það dettur í 1-1 eins og gerist ákaflega oft hjá svona heiglum sem vilja ekki halda áfram að sækja á andstæðingana og frekar halda fengnum hlut og sætta sig við jafntefli, þá eru allar líkur á að þeir einmitt klúðri leiknum alveg eins og við afrekuðum í dag.

    Hann talaði um það fyrir þennan leik hvað jafntefli væri góð niðurstaða og gerði hvað hann gat til að búa okkur undir allt annað en sigur, hann sýnir það svo þegar N´Gog meiðist í stöðunni 1-1 að hann er himinlifandi með þá niðurstöðu og setur frekar varnarsinnaðan kantmann sem er allajafna bakvörður inná fyrir sóknarmann í stað þess að nýta tvo fljóta sóknarmenn sem fengu að sitja á bekknum allann leikinn.

    Þetta var besti leikur okkar manna á útivellli undir stjórn Hodgson og við hefðum sannarlega getað skorað meira. En við björguðum líka tvisvar á línu og fengum á okkur víti plús slatta af færum. Það er ekki eins og vörnin hjá okkur hafi verið það frábær að það sé vænlegt til árangurs að hanga bara í vörn og bíða og sjá hvað andstæðingarnir ætla að gera. Við sóttum sæmilega mikið í þessum leik, ég er ekki að reyna að draga úr því, en í lokin vorum við bara að reyna að halda fengnum hlut.

    Allavega, ágætur leikur en það breytir engu um frábæran árangur Hodgson á útivelli. Ég þoli ekki að horfa á þennan mann stýra Liverpool á meðan maður horftir á lið eins og Bolton og Blackpool leggja upp með að sækja frá upphafi til enda svo ekki sé talað um Tottenham sem langaði MIKLU MEIRA en Liverpool að vinna í dag.

    Ég væri til í það í janúar að leiðrétta það sem gert var við liðið okkar í sumar:

    Hodgson út það er morgunljóst að þetta þarf að gerast sem fyrst.

    Konchescky með honum, hann var okkar versti leikmaður í dag og á m.a. heiðurinn af því að Lennon skoraði sitt fyrsta mark í heilt ár.

    Cole líka þar sem hann getur verið á sjúkrahúsi í London

    Það má Aurelio líka gera enda ekki nógu góður fyrir Liverpool ef hann slær ekki einu sinni Konchesky út úr liðinu.

    Í staðin fáum við auðvitað Insúa og Aquilani aftur og ef ekki er hægt að fá Macherano til baka getum við notað Meireles áfram.

    Við værum betur sett með hópinn svona sem sýnir hvað þetta sumar var ótúlega misheppnað.

    Djöfull var þetta pirrandi…eins og mest allur þessi vetur.

  11. Já.

    Án vafa besti leikur liðsins á útivelli í vetur, mörgum mílum betra en allt sem við höfum séð hingað til!

    Það þýðir bara að maður er ennþá svekktari, við áttum skilið stig í dag án vafa. Liðið að leika feykivel í fyrri hálfleik en því miður heldur sagan um glötuð dauðafæri áfram og það verður RH ekki kennt um. Upplegg leiksins var gott, án vafa!

    Í síðari hálfleik var viðbúið að Spurs pressaði og því miður fannst mér viðbrögð okkar liðs dofna of glatt. Það var ljóst á 60.mínútu að við áttum mikla skyndisóknasénsa og því skil ég ekki hvers vegna Jovanovic og Babel fengu ekki að koma inná fyrir N’Gog og eftir vandræði Konchesky með Lennon fannst mér skiptingin óskiljanleg loksins þegar hún kom. Konchesky átti auðvitað að vera kominn útaf og því miður fékk hann það í bakið að svo fór ekki.

    Maður reynir að vera jákvæður en þarna klikkaði liðið í dauðafæri!

    FA-bikarinn bara kemur í ljós, langt í hann og margt að sjá þangað til.

  12. Glötuðu færin frammi eru líka vegna áhugaleysi leikmanna, sem eru orsök Hodgson.

    Það sést langar leiðir að leikmennirnir eru ekki að njóta sín þarna inná.

  13. Sorglegt að nýta ekki færin í þessum leik. Gleymum ekki að við björguðum tvisvar á línu. Leikurinn hefði auðveldlega getað farið 3-3.

    Aurelio inn fyrir Komstekki og Gerrard eða Cole að dúllast frammi með Torres og þá ættum við ná í einhver stig. Mun betra frá Liverpool í dag.

  14. Maður verður lengi að jafna sig á þessu. Liðið spilaði oft á tíðum mjög vel en því miður datt þetta ekki með okkur í þetta sinn.

    Sama hvað hver segir þá er engan veginn hægt að kenna RH um tapið (f.u. að hafa keypt Konchesky). Áttum að klára leikinn í fyrri hálfleik og í raun grátlegt að við skyldum ekki hafa verið 2-0 yfir.

    Ég hef varið Hodgson og fundist margt af því sem hann hefur verið að gera jákvætt. Hann er líklega með daprasta leikmannahóp Liver í ca. 30-40 ár og ekkert lið má við því að missa Gerrard í meiðsli. EN ef liðið fer ekki að vinna leiki og nær ekki rönni í desember þá verður kallinn að fara. Það er bara þannig.

    Áfram Liverpool!

  15. Finnst það nú bara vera aljgört kjaftæði að vera að saka Hodgson um þetta í dag. Við stillum um tveimur framherjum á útivelli á móti einu af sterkustu liðum deildarinnar. Við fáum fullt af færum sem okkur tekst að klúðra á ótrúlegann hátt og svo fáum við einhvern hálfvita í að dæma þennann leik.

    Töpum 2 -1 í hörku skemmtilegum leik. Alveg að róa sig hérna bara……

  16. Grátlegt að tapa svona mikilvægum leik á þennan hátt. Jafntefli hefði verið svo miklu skárra. Núna erum við 6 stig á eftir Spurs!

    Síðan toppaði það daginn algjörlega að fá United í Bikarnum! :/

  17. Sá enginn hvað við vorum að fá í FA Cup rétt í þessu??

    Man U á Old Trafford!!

  18. Babu, reyndu nú að taka “út með Hodgson” gleraugun í 10 sek. Gætir séð að heimurinn er hreinlega ekki svona svarthvítur og stundum er lífið bara nokkuð skemmtilegt.

    Upplegg Hodgson í leiknum var klárlega að sækja til sigurs. Liverpool hafði, að mínu mati amk., yfirhöndina í fyrri hálfleik og hefði með réttu allavega átt að leiða 2-0 í hléinu (Takk Maxi, fyrir að sanna það fyrir öllum að þú getur ekki sólað markmanninn). Seinni hálfleikur fannst mér ekkert mikið verri. Auðvitað dróg af mönnum, enda búnir að spila á frábæru tempói í yfir 60 mínútur (og með dómarann á móti sér í hinu liðinu). Þetta þýðir ekki endilega það að ég sé eitthvað ánægður með öll verk og störf RH en ef það má gagnrýna hann fyrir það sem hann gerir illa má líka hrósa honum fyrir það sem hann gerir vel.

    Annars á ég mjög erfitt með að vera fúll eftir svona leik. Að tapa er eitt og að tapa er annað. Hvernig liðið lá fyrir Blackpool t.d. á ég erfitt með að fyrirgefa en í þessum leik sá maður að það býr eitthvað í þessu liði, einhver smá karakter. Amk. langt síðan maður gat kennt fjölda klúðraðra tækifæra um tap í stað þess að gala yfir and- og metnaðarleysi.

    Svo má Atkinson hoppa upp í rassgatið á sér.

  19. Varðandi póstinn minn fyrir ofan þá segi ég bara: Vá hvað ég er mikill snillingur.

    Hélt ég hefði ýtt á send áðan. Vel gert hjá mér

  20. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Grátlegt að skora ekki úr þessum færum. Ég bara skil ekki af hverju Maxi og Torres skutu ekki á markið. Þetta tap skrifast að langmestu leyti á þá tvo félaga.

  21. Ég er hund helvíti fúll yfir þessu. Var með það á hreinu að við skíttöpuðum 3-1 fyrir góðu liði Spursara og það stefndi allt í það, þar til að Torres og Maxi klúðruðu 3 dauða fokking færum! Og Torres tveimur. Ég skil bara ekki hvað er að manninum. Kom einhver fyrir hann til baka eftir síðasta landsleik eða hvað?

    Palacio og Atkinson áttu stórleiki með Spurs, sérstaklega Palacio en mér skilst á vini mínum Spursaranum að hann geti ekki sent lengra en 2 metra frá sér á réttan mann. Atkinson já …. hvað á maður að segja yfir svona helvítis vitleysingi.

    Hodgson sýndi og sannaði svo í dag yfirburða heigulsháttinn að láta liðið bakka og svo þegar menn meiðast að skipta einhverju allt öðru inn á ! Og það er í lagi að nota varamenn fyrir aðra en þá sem bara meiðast ! Fokking fáránlegt. En vonandi styttist í að mannhelvítið fari.

    Og svo til að toppa vitleysuna í dag fáum við júnæted.

  22. Hræðileg úrslit gegn miðlungsliði Tottenham.

    Hræðileg, í ljósi þess að við gátum svo hæglega verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik.

    Hræðileg, í ljósi þess að það var gullið tækifæri til að þokast ofar á töfluna og minnka bilið í 4. sæti.

    Hræðileg, í ljósi þess að við erum fjær 4.sætinu en fyrir helgi.

    En annars, Hodgson má eiga hrós fyrir uppstillinguna og þora að ráðast á Tottenham (augljóst mál að þar liggja veikleikar þeirra) í fyrri hálfleik. Hinsvegar á hann skilið allt það last sem hann fær fyrir það að þrýsta liðinu aftar á völlinn í seinni hálfleik og þar með bjóða hættunni heim – við feðgarnir ræddum þetta, ávísun á tap að detta til baka.
    Allir vita að ef þú bakkar og færð á þig jöfnunarmark þá áttu hreinlega ekki séns á að koma til baka og þrýsta á andstæðinginn til baka – þetta virkar ekki þannig – andstæðingur finnur momentið með sér og heldur áfram og stútar þér eins og í dag.
    Þetta er Hodgson í hnotskurn.

  23. Brúsi, ef leikurinn hefði bara verið 45.mínútur þá hefði þetta verið fínt og góður leikur hjá okkar mönnum. Málið er bara að þetta helvíti er fullar 90.mín og Hodgson sýndi, rétt eins og í flest öllum öðrum leikjum ársins ekki nógu mikinn áhuga á að ná í öll þrjú stigin sem voru í boði. Eftir þennan leik fer ég svo sannarlega ekki að taka þessi “reka Hodgsoon” gleraugu niður, ég þoli ekki að hafa þennan mann í brúnni hjá okkur.

    Svo bakkaði liðið enn og aftur of mikið í seinni hálfleik og Hodgson nýtti alls ekki tækifærið að setja fljóta menn inná sem gætu nýst vel í skyndisóknum sem við hefðum sannarlega átt að nýta til að reyna einmitt að vinna leikinn. Jafnvel þegar sóknarmaður meiðist þá setur hann varnarsinnaðan mann inná og dregur ennþá meira úr hraðanum á liðinu sem var allt of lítill fyrir.

    • Gætir séð að heimurinn er hreinlega ekki svona svarthvítur og stundum er lífið bara nokkuð skemmtilegt.

    Svo vísa ég þessu til föðurhúsana enda oft einmitt bent á þetta (með að heimurinn sé ekki bara svarthvítur). En ég hef lítinn áhuga á að spá í því hvað lífið er skemmtilegt strax eftir að LFC tapar enn einum leiknum, hvað þá þegar það gerist með þessum hætti.

  24. Afhverju fáum við aldrei víti ? Arsenal er búið að fá 11 víti í vetur held ég….
    Kuyt var sparkaður niður og hálfvitinn dæmir ekkert, þvílikur skandall…..

    Ég var sáttur við að Roy spilaði með 2 frammi frá byrjun en hinsvegar hristi ég hausinn þegar ég sá að Aurelio kom inná fyrir Ngog, hvaða bull er í gangi, afhverju setur hann ekki Babel eða Jova inná og reynir að vinna leikinn, svona skiptingar fatta leikmenn liðsins og skilaboðin eru: reynum bara að halda í stigið og það er stórhættulegt ……

    INN MEÐ KENNY THE KING STRAX!!!

  25. einn okkar best spilandi útileikur síðan við unnum united 1-4 ! það er ekki hægt að skammast í hodgson fyrir þessa frammistöðu og ef hann heldur þessu áfram bæði heima og á útivelli þá ætti restin af þessari leiktið að vera töluvert betri en það sem liðið er ! Mér fannst þetta fín spilamennska og vendipúnkturinn í þessum leik eru 3 dauðafæri til að komast í 2-0 sem leikmenn klúðruðu og það var ekki Hodgson að kenna ! Sorry ég held að Liverpool eigi að vera með betri stjóra en Hodgson en ég verð að vera ósammála ykkur með að reyna að drulla yfir hann fyrir þennan leik !!!!!

  26. Ótrúlega sorgleg úrslit í leik sem við vorum bara nokkuð góðir í. Fyrsta sinn í vetur sem ég verð virkilega sár yfir mínu liði, auðvitað mörg slæm úrslit sem hafa böggað mig ótrúlega mikið en í þeim leikjum gat liðið einfaldlega ekki neitt en það var annað uppi á teningnum í dag. Alltaf þegar maður sér glitta í eitthvað jákvætt er það slegið af borðinu og liðið hreinlega kemst ekki uppúr skítnum. Vildi óska þess að Hodgson hefði aldrei stigið fæti inní Liverpool borg vegna þess að ég gjörsamlega Hata mannfjandann en ÞVÍ MIÐUR er ekki hægt að kenna honum um færin sem menn misnotuðu í dag auk þess sem hann stillti upp liðinu eins og við flestir vildum sjá það. Þessi frammistaða í dag gefur honum bara enn meiri frest með liðið sem er ótrúlega ömurlegt að hugsa um. Næstu tíu leikir eiga að vera 30 stig í hús hjá okkar mönnum en ég er handviss um það að okkar menn ná að sjálfsögu að klúðra því í útileikjunum. Það gengur ekki að hafa mann í brúnni sem er sáttur við að vinna bara heimaleikina.

    Í nánast öllum leikjum Liverpool í vetur er maður að drepast úr leiðindum að horfa og bíður eftir lokaflautinu en í dag naut ég þess á köflum að horfa á liðið mitt spila fínan fótbolta og þess vegna eru úrslitin svona afskaplega sár. Vorum hársbreidd frá því að tryggja okkur öll stigin áður en Lennon trygði þeim í hvítu búningunum þau. Liverpool liðið alls ekki slakara lið en Tottenham í heildina úti á vellinum en munurinn er sá að Tottenham hefur 2 frábæra original kantmenn en við ekki. Hvernig væri tildæmis ef Liverpool hefði Ashley Young og þennan Eden Hazard á vængjunum? úff værum þá einfaldlega með frábært lið.

    Verð samt að koma inná það að Meireles var frábær í dag og Lucas einnig mjög flottur.

  27. Ég held að þeir sem eru að drulla yfir Hodgson hérna séu ekki endilega að gera það út frá þessum einstaka leik heldur vegna þess að Liverpool hafa náð sögulega slæmum árangri undir hans stjórn.

  28. Já þetta var næstum því….,næstum því er ekki nóg fyrir mig. Knattspyrnustjóri sem bælir hungrið í sínum mönnum fyrir leiki með hræðslu og er svo fljótur að pakka ef hann lukkast til að komast yfir mun ekki vera hátt skrifaður.
    Það að tala Liverpool niður fyrir leik finnst mér ekkert sérstaklega fínt af knattspyrnustjóra liðsins veit hann hver Bill er?
    Ég hefði ekki þurft 10 leiki til að láta þetta lið virka,fótbolti er ekki beint flókinn.
    Áfram Liverpool sama hver stýrir,hitt er bara æfing í þolinmæði..

  29. Ég botna þetta ekki. Nú hef ég búið í UK í næstum tvö ár og hef étið töluvert af morgunkorni þar, en ekki ennþá verið svo heppinn að finna þjálfaraskírteini í einum af pökkunum. Veit einhver hvaða tegund af morgunkorni Roy Hodgson er að éta?!?!

  30. Mikið ofboðslega er erfitt að vera Liverpool maður þessi misserin, það er bara eins og ekkert falli með liðinu. Það voru jákvæðir punktar hjá okkur í dag eins og t.d. Meireles og Lucas, fannst þeir spila vel og ná vel saman, fannst liðið líka reyna að spila boltanum í fáum snertingum sem er bæting frá síðustu leikjum. En mikið ofboðslega er vinstri bakvörðurinn okkar lélegur, ég hef fylgst með liðinu síðan 1985 og hef aldrei séð það verra, þessi Konchesky gaur er algjörlega vonlaus og hefur ekki átt einn sæmilegan leik síðan hann kom til félagsins og varnarleikur hans í sigurmarki Tottenham var alveg til að toppa það . Ég er farinn að grátbiðja um að Inzua snúi til baka úr láni og þá er nú mikið sagt.

    • Ég held að þeir sem eru að drulla yfir Hodgson hérna séu ekki endilega að gera það út frá þessum einstaka leik heldur vegna þess að Liverpool hafa náð sögulega slæmum árangri undir hans stjórn.

    Auðvitað er allt hatur manns á Hodgson ekki bara tilkomið út af þessum leik í dag. Prufið að kíkja á stigatöfluna eða deildarbikarinn til að fá einhverja hugmynd um afhverju þetta er tilkomið. Já eða hlusta á hvað hann er að segja í viðtölum sem stjóri Liverpool.

  31. Ég er nú á því að sumir hérna ættu aðeins að róa sig eftir leiki áður en þeir fara að þvæla um eitthvað sem þeir ekki virðast vita mikið um. Þegar Aurillio kom inn á fór Kuyt í senterinn svo að halda því fram að þessi skifting sé varnartakktík er bara ekki rétt. En ég er heldur ekki viss um að leikurinn hefði tapast ef Carra hefði ekki slasast,hann átti að mínu mati sinn besta leik í haust og nú er farið að þynnast verulea í hafsentaliðinu okkar sem gæti orðið okkur dýrkeypt. En þetta var velspilaður leikur og sennilega hefði þessi spilamennska dugað til að vinna öll önnur lið í deildinni í dag,svo að það virðist eins og þetta sé að lagst hjá Hodgson,en hvort það komi til með að duga efast ég um. Ef við vinnum alla leiki fram að áramótum þá er fjórða sætið ekki útilokað ,en þá þarf líka allt að ganga upp.

  32. Ánægður með sigur Tottenham í dag. Vann 10.000 kr í Lengjunni fyrir vikið.

  33. Getur verið að það séu aðrar orsakir fyrir því að liðið bakkaði í seinni hálfleik heldur en að Hodgson kallaði liðið til baka? T.d. að hitt liðið nær undirtökunum og dælir háum boltum á Crouch?

    Verðum við ekki að telja honum það til tekna að hann spilaði með tvo framherja allan leikinn og liðið gerði eins og það gat?

    Ég veit að þarna eru fullt af spurningamerkjum en andsk. hafi það – varla var það skipun hjá Hodgson að segja Maxy að þvæla markmanninn í stað þess að skjóta. Leikmenn gera eins vel og þeir geta og taka eigin ákvarðanir inn á vellinum. Stundum neyðast lið til að bakka sérstaklega ef vörnin er ekki alveg með þetta. Og því miður er vörnin okkar ekki alveg með þetta.

    Er samt bjartsýnn á desembermánuð ef liðið heldur áfram að spila á þessu leveli.

    Áfram Liverpool!

  34. Djöfull er ég búinn að fá ógeð af fótbolta,þoli þetta ekki öllu lengur

  35. Mikið djöfull er frískandi að sjá comment hjá mönnum eins og StjánaBláa og Brúsa innan um alla vaðandi vitleysuna og raupið hjá hinum mörgu pennum þessarar annars ágætu síðu. Heyr heyr! Ég myndi raðþumla þá upp ef ég gæti.

    Ég get ekki annað en vorkennt mönnum eins og Babu og Sigkarli sem skammdegisþunglyndið virðist ætla lifandi að éta.

    En annars bráðskemmtilegur leikur hjá okkar mönnum í dag og tær óheppni hjá Maxi og Torres að klára þetta ekki.

    Hin liðin meiga fara að vara sig þegar breiddin hefur (vonandi) aukist í janúar!!!!

    Húrra =D

    Bitte

  36. Hvað er verið að væla yfir því að fá Manjú í bikarnum? Sé ekki nokkurn mun á því að vinna þá í fyrstu umferð eða seinna.

    • Já eða hlusta á hvað hann er að segja í viðtölum sem stjóri Liverpool.

    Ég bara næ ekki af hverju það skiptir máli fyrir áhangendur Liverpool hvað blessaður maðurinn segir í viðtölum. Er hann ekki bara raunsær og vill ekki búa til væntingar sem enginn fótur er fyrir?

    Við lentum í 7 sæti á síðasta tímabili. Liðið hefur augljóslega veikst frá þeim tíma auk þess sem allt var í hassi hjá klúbbnum. Hodgson tók ekkert við brjálæðislega góðu búi hvað sem hver segir.

    Gerum raunhæfar væntingar til liðsins, leifum RH að eiga það sem hann á og gagnrýnum hann fyrir hitt.

    Áfram Liverpool!

  37. Hvenar ætlar liverpool að fara spila einsog menn..Vantar klárlega mikið i kollinn á leikmönnum og Stjörnur liðsins langt frá sínu besta..Alltaf gamla góða að herja á dómarann þegar illa gengur..Sumt bara breytist ekki..Minni á það hinsvegar að það var starfsmaður i bakaríi sem skoraði sigurmark Northomton á móti liverpool fyrr i vetur..

  38. það var ekkert að þessari frammistöðu, þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var og ótrúlega sárt að ná ekki amk stigi út úr þessum erfiða útileik…. Torres/Maxi hefðu getað farið langt með að klára þetta sitt hvoru megin við leikhléið, hélt að þetta væri dagur Liverpool eftir að hafa 2svar bjargað á línu og víti farið forgörðum hjá Spurs… hrósa Hodgson fyrir uppstillinguna í dag

  39. Hvernig er hægt að segja að það sé ekki taktísk skipun hjá Hogdson að láta liðið bakka og reyna að halda fengnum hlut í seinni hálfleik?????? Það er nákvæmlega það sem hefur gerst í allan vetur og alltaf með sömu niðurstöðu, það er ekki að virka !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  40. “Ef við vinnum alla leiki fram að áramótum þá er fjórða sætið ekki útilokað ,en þá þarf líka allt að ganga upp.”

    Ef við vinnum alla leiki sem eftir eru á tímabilinu þá verðum við mögulega meistarar!
    Vitum alveg að það er ekki að fara að gerast, maður reiknar ekki með neinu af þessu liði lengur, sigur af og til rétt til þess að maður endi ekki á geðdeild heldur sé alltaf rétt við mörkin…

  41. 26

    Hér kalla menn Tottenham miðlungslið ?

    Hafa stuðningsmenn LFC virkilega efni á því ? Eru Modric, Bale og VdV miðlungsleikmenn ? Er Harry Redknapp miðlungsþjálfari ? Hafa Defoe og Crouch verið svona skelfilegir ? Eru þeir ekki með vonlausan varamannabekk ?

    rólegur

  42. Sá ekki leikinn í dag og er nokkuð ánægður með það bara. Ég sá stöðuna í hálfleik og sagði við félagann minn “þeir eiga pottþétt eftir að pakka í vörn og fá á sig mark í seinni hálfleik”….Mestu vonbrigðin með Liverpool er einmitt að það kemur manni ekki á óvart að það tapi “same shit diffrent day” fílingur kominn í mann…ég legg svo til að greyið hann Einar Örn hætti að sjá um leikskýrlu hjá liðinu þangað til Rh er farinn

  43. SVAKA leikur… skemtilegur og hélt pumpunni gangandi til leiksloka.. en tapaðist klárlega á dómaranum!!! ég reyndi að horfa á endursýningarnar á hans ákvörðunum í dag með hlutlausum hætti og virkilega reyndi að skilja hvað maðurinn var eiginlega að dæma… en hann var klárlega 12 maðurinn þeirra!! og varðist liverpool mjög vel !!! er sáttur með hvað ég sá til minna manna og ef við mætum svona til leiks næstu 10 leiki þá er klárt mál að 30 stig séu í húsi þar!!!

  44. Djöfull sakna ég Robbie Fowler!!!! Hann hafði sett 3 mörk í dag, ef hann hefði fengið þessi færi sem Torres fékk!!

  45. Ég vil ekki vera með leiðindi, en eigið þið tölfræði yfir ykkur á kop.is og leikskýrslur? Svona upp á hjátrú að gera, þar sem ég sá svartan kött í gærkvöldi. Með tölfræði og leikskýrslur á ég við hvort hægt sé að sjá stigafjöldann hjá skýrsluhöfundum hverju sinni: t.d. ef kop-penni skrifar skýrslu um sigurleik, þá fær hann þrjú stig, ef hann skrifar um jafntefli = 1 stig og svo 0 stig fyrir að skrifa um tapleik … út frá þessu væri hægt að prófa að láta stigahæsta manninn alltaf skrifa leikskýrslur, eða virkar hjátrú ekki þannig?

    Áfram Liverpool alltaf!

  46. Ég virðist vera einn um að hafa liðið ekki hafa pakkað í vörn í seinni hálfleik, fannst liðið alltaf vera reyna að sækja þegar það var með boltan.

    Margt jákvætt við þennan leik, t.d. að lucas og meirels áttu miðjuna mest allan leikinn og eru að virka rosalega vel saman, væri gaman bara að leyfa Gerrard að detta fyrir aftan Torres og halda miðjunni svona þegar hann kemur til baka.

    En ja svo er ég mjög ósammála Sigkarli (held ég) fannst Ngog alls ekki “gjörsamlega ömurlegur” hann var að vinna þessa vinnu sem torres getur ekki unnið þ.e. fá boltan með bakið í markið og halda honum hátt á vellinum þannig liðið getur unnið sig aðeins framar, fannst hann bara komast mjög vel frá þessum leik – fyrir utan að meiðast.

  47. “Ég virðist vera einn um að finnast liðið ekki hafa pakkað í vörn í seinni hálfleik”
    átti þetta að vera – innilega afsakið

  48. Margir hafa sagt ÍTREKAÐ að þeir vilji frekar spila sóknarbolta á útilvelli og tapa frekar en spila varnabolta og reyna að halda jöfnu.

    Núna spilaði Liverpool upp á sigurinn. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og hefðu vissulega getað unnið þennan leik. Ég hefði sett 1 á seðilinn fyrir þennan leik þar sem ég bjóst við því að Hodgeson ætlaði að pakka í vörn. Vissulega töpuðum við… en þetta er einn fyrsti leikurinn sem við töpum á útivelli í vetur eftir að hafa virkilega lagt allt undir. Hodgeson reyndi að sækja 3 stig í dag og það hefði alveg getað gengið upp ef heppnin (og dómarinn) hefði hallast meira í okkar átt.

  49. Disappointed

    “I’m very disappointed for the players, very disappointed that we didn’t come away from here with at least one point which would have been something we could have been proud of.

    Stig á WHL to be proud of, hann er of mikið. Hann er sennilega lélegri í fjölmiðlum en að þjálfa lið

  50. Mikið er nú dapurt að sjá hvað þið Liverpool-menn eruð tapsárir. Þetta er ekkert flókið, þið töpuðuð fyrir liði sem er mikið sterkara en þetta lið ykkar. Hvernig dettur ykkur í hug að fara að kenna dómaranum um tapið, er það ekki frekar aulanum honum maxi og torres að kenna að nýta ekki dauðafæri. Það væri líka fínt ef að þú myndið kunna reglur í fótboltanum. Þetta var að sjálfsögðu ekki víti þar sem maðurinn fór í boltann en ekki manninn. Sorglegt að hlusta á þetta ömurlega spjall hérna hjá ykkur, er ekki nær að sætta sig við að þessi hópur hjá Liverpool er bara afskaplega slakur. Þetta er bara miðlungslið og staðan í deildinni sannar það, tapa heima á móti Blackpool og detta útúr deildarbikarnum á móti northhampton segir allt sem segja þarf. Það væri nú frábært afrek hjá ykkur að komast aftur í B-deildina í evrópukeppni, ekki eruð þið að fara að keppa um meistaradeildarsæti enda hafið þið ekkert erindi þangað. Það er kominn tími til að þið sættið ykkur við að vera miðlungslið og varla það, annað en Spurs sem blómstra í hverjum leiknum.

  51. Strákar við erum allir reiðir og pirraðir og allt það en er farin að hafa áhyggjur af því að sumir hérna inni trúi því virkilega að það hafi áhrif á leik Liverpool hvort Einar Örn skrifi skýrslu eða ekki. Get lofað ykkur því að það skiptir engu máli.

  52. Einar Örn, ef þetta víti sem Tottenham fengu var ekki rétt þá veit ég ekki hvað! Ekki séns að hann hafi verið fyrir utan teig þar sem 9 metra línan sem dómarinn setti var vel fyrir innan teiginn. Að maðurinn skuli hoppa upp með BÁÐAR hendur LANGT upp fyrir höfuðið er fáránlegt.

    Eins skemmtilegur og þessi leikur var þrátt fyrir glötuð úrslit (og annars hlutdrægni dómarans) að þá er ekki hægt að segja að þetta hafi ekki átt að vera víti. Hefði þetta komið fyrir Liverpool þá hefðir þú POTTÞÉTT öskrað á víti!!! Svona hlutdrægni frá Kop.is penna er einum of…tökum því sem var gott og viðurkennum það sem var slæmt!

  53. hjalti, ef þetta er svona ,,ömurlegt spjall”, af hverju ert þú þá ekki einhvers staðar annars staðar? Varla yrði þín sárt saknað hér.
    Annars var sorglegt að fá ekkert úr leiknum. Mér fannst RH gera illilega uppá bak með því að skipta Aurelio inn fyrir N’Gog. Mikið tempó í leiknum og ljóst að það væri dauðadómur að liggja til baka þá tekur sá gamli sig til og skiptir sóknarmanni út fyrir varnarmann! Óskiljanlegt. Fannst það borðliggjandi að fá annaðhvort Babel eða Jovanovic þarna inn. Skil bara ekki svona rugl. Hann ætti nú að hafa reynsluna blessaður. Samt gerir hann alltaf sömu mistökin. Hans tími er liðinn. Það er morgunljóst.

  54. Gylfi. Það sást greinilega í endursýningu að botinn fór aldrei inn í teig í aukaspyrnunni og því hefði þetta ekki átt að vera víti. Það er ekki nóg að lappirnar á manninum séu inni í teig.

  55. Fannst þetta fínn leikur og Liverpool kom mér smá á óvart í fyrrihálfeik með sóknaruppleggi. Hins vegar minna þeir mig svolítið á Spurs eins og þeir voru lengi vel hér áður, þ.e voru að spila vel, fá fullt af sénsum sem ekki nýtast og fá svo mark í andlitið á lokamínútunum í staðinn. Við þekkjum það vel sem höfum haldið með Spurs lengi hvernig þetta er. Ætli málið snúist ekki að mestu leyti um sjálfstraust leikmannanna og trú þeirra á verkefninu. það er eitthvað sem stjórinn hjá Liverpool þarf að laga.

  56. Baldur, það þýðir þá að veggurinn var kominn framar en dómarinn sagði til um!

  57. Sá samt sömu endursýningu og allir aðrir og ég endurtek: Hefði þetta verið Liverpool að taka aukaspyrnuna þá hefðu allir hrópað á víti…verðið aðeins að hugsa hvaða sjónarhorn dómarinn hefur!

  58. Ein aðal ástæðan fyrir góðri frammistöðu Liverpool í leiknum var miðjan, Lucas og Meireles virkuðu vel á miðjusvæðinu og unnu slaginn þar.

    RH hefði **aldrei ** stillt þessari miðju upp nema vegna þess að Gerrard er meiddur. Hann mun svo alveg örugglega skella Gerrad aftur á miðja miðjun þegar hann kemur úr meiðslum – jafnvel þó ljóst sé að það virkar ekki vel.

  59. 56

    Burtséð frá með hvaða fótboltaliði ég held (sem er Liverpool), þá held ég að þetta hafi verið barnalegasta innlegg í nokkra umræðu sem ég hef lesið.

    Ekki einu sinni innlegg Hitlers á Munchen fundinum var eins barnalegt og þetta. (Godwin´s law)

  60. En ein spurning samt. Kom ekki boltinn af hendinni á N´Gog í markinu hjá Liverpool ? Mér sýndist það.

  61. Matti, virkar ekki að hafa Gerrard á miðjunni ? er í lagi með þig ?
    Það vitlausa sem Roy á eftir að gera er það að færa Meireles á kantinn til þess að geta notað Gerrard, Meireles og Lucas alla….

    Gerrard er einn besti miðjumaður heims og því skil ég ekki alveg hvað þú ert að meina með því að hann virki ekki þar….
    Ég held að hann ætti að stilla Gerrard og Meireles saman á miðjunni….

  62. Verð að vera ósammála skýrslunni. Þetta var klárt víti og algjörlega fáránlegt hjá Ngog að setja hendurnar fyrir sig í varnarvegg, sérstaklega þegar veggurinn er inní teig. Einsog Andy Gray sagði, hann fær borgaðan silly-money, að hluta til til að fá boltann í höfuðið í svona tilfellum. Eins fannst mér þetta vera soft þegar Kuyt féll í teignum, ekki víti að mínu mati.

    Spilamennskan í fyrri hálfleik átti að klára leikinn, fengum færin til að taka 3 stig og getum sjálfum okkur kennt um að nú eru 6 stig í Tottenham í staðinn fyrir að við sitjum fyrir ofan þá á markatölu. Tottenham eru með stórskemmtilegt lið og mjög sóknarþenkjandi, akkurat það sem ég hef viljað sjá frá Liverpool í laaaangan tíma!

  63. Ég ætla að vera með þeim í liði sem sáu jákvæðar breytingar á liðinu í dag. Þetta var svo mörgum klössum ofan við það sem maður hefur séð utan Liverpoolborgar í vetur að það hálfa væri hellingur.

    Hins vegar er ferlegt að missa Carra út á sama tíma og Gerrard og ömurlegt að hafa tapað þessum leik. Í dag fannst mér RH loksins þora að pressa hátt á völlinn og eilítið meiri gæði í Kuyt, Maxi eða N’Gog og við hefðum klárlega unnið, minnsta kosti tekið stig.

    En þessi vetur verður þrautagangan mikla, allt þangað til lukkan snýst með okkur í upphafi janúar!

  64. Gerrard er einn besti miðjumaður heims

    Gerrard er einn besti knattspyrnumaður heims – en hann er beinlínis slakur miðjumaður.

  65. Hins vegar er ferlegt að missa Carra út á sama tíma og Gerrard

    Ég er ósammála. Mér þykir ekki slæmt mál að Carra meiddist. Það var eina leiðin til að RH myndi ekki hafa hann í byrjunarliðinu.

  66. Það á ekki af Liverpool að ganga,hvernig getur eitt lið verið svona óheppið,djöfull er þetta allt svo leiðinlegt,,,æ æ mig auman

  67. Fyrir mér þá var tapið, sem var svo ótrúlega sárt, alls ekki “slæmt” ef að þannig mætti að orðum komast. Liverpool lék vel í leiknum; miðjan var sterk, bakverðirnir voru báðir (yfirleitt) að ná að halda hröðum kantmönnum Spurs í skefjum, fínn fótbolti fram á við, góðar sóknir, fullt af færum (sem ekki nýttust reyndar) og það var margt jákvætt í leik Liverpool á mjög erfiðum heimavelli gegn góðu liði.

    Það var auðvitað alls ekki allt gott við þennan leik, menn sofnuðu á verðinum og gerðu mistök sem leiddu af sér mörk, víti eða hættuleg færi en ég reyni, geðheilsunar vegna, að líta á það jákvæða úr leiknum sem aldrei þessu vant er frekar mikið þrátt fyrir tapleik. Frammistaða Liverpool í dag hefði að mínu mati alveg verðskuldað stig og mjög fúlt að hafa ekkert í höndunum eftir þennan leik.

    Ég myndi vilja hrósa nokkrum mönnum fyrir mjög góða frammistöðu í dag; Meireles, Lucas, Carra, Johnson, Skrtel og jafnvel Kuyt, Torres og Maxi sem voru líflegir í sókninni en þeir tveir síðastnefndu sofa eflaust illa í nótt hugsandi um þau færi sem þeir klúðruðu og hefðu getað gert út um leikinn.

    Ég nenni ekki að ræða þessa dómgæslu sem mér fannst vera slök og dómarinn ekki alltaf nægilega samkvæmur sjálfum sér. Ekki meira um það…

    Liðið var í góðri stöðu fyrir tveimur vikum síðan en hefur síðan þá aðeins gefið eftir, sem er mjög slæmt og þá sérstaklega í ljósi þess að öll liðin fyrir ofan Liverpool hafa tapað stigum í síðustu leikjum og það kemur út eins og Liverpool sé ekki að höndla pressuna sem skapast þegar önnur lið misstíga sig og hægt er að saxa á forskot eða komast yfir lið. Það er mjög dapurt.

    Eins þá er ég frekar ósáttur og ósammála með þau orð Roy þegar hann minntist á meiðsli Carragher, sem er mjög slæm og koma á erfiðum tímapunkti, og hann segir að Liverpool sé ekki blessunarlega heppið með miðverði. Svona í alvöru talað Roy? Fine nú eru Agger og Carra báðir meiddir, báðir mjög góðir miðverðir og eftir eru Skrtel og Kyrgiakos sem eru nægilega sterkir til að geta höndlað næstu leiki, eða þeir ættu allavega að geta það. Þetta eru fjórir góðir miðverðir og eflaust mörg lið sem hafa ekki jafn marga góða og frambærilega miðverði í sínum röðum. Svo ef við skoðum aðeins neðar í goggunarröðina þá er fullt af efnilegum og flottum strákum sem spila þessa stöðu; Ayala, Wisdom, Wilson, Coady og jafnvel Kelly. Það er ekki eins og Liverpool hafi fáa og lélega menn í þessari stöðu svo ekki skil ég hvað hann er að tuða þarna. Hvernig væri nú fyrir Roy að hafa trú á þeim leikmönnum sem hann hefur í höndunum eða þá allavega sjá sóma sinn í því að koma ekki með svona gullmola í fjölmiðla?!?

    Núna gæti tímabilið farið að ráðast hjá Liverpool, núna sést hvort leikmenn og stjórinn eru menn eða mýs, og hvernig liðið höndlar að vera án Gerrard og Carragher sem ég held að gæti tekið meira á en menn gruna eða þora að viðurkenna. Vissulega jákvætt að Cole er að koma aftur inn og vonandi að menn stígi enn frekar upp líkt og nokkrir leikmenn hafa gert undanfarið.

  68. Alveg sammála ykkur í að Mark Atkins var besti leikmaður Tottenham hann var frábær td þegar Maxi slapp einn innfyrir eftir sendinguna frá Torres svo ég tali nú ekki um þegar Torres á 70% hraða lét Bassong ná sér og tækla boltanum í horn og þegar Modric ruddist inní teiginn og sendir fyrir markið þar truflaði hann Skrtel þannig að hann setti boltann í eigið net og svo þegar hann hélt fyrir augun á Konchesky og leyfði Aaron Lennon að skottast framfyrir hann og skora sigurmarkið….. vítið sem Kuyt átti að fá þá hefði Peter Crouch klárlega að fá víti í þau ófáu skipti sem Carra hljóp utaní hann. En Liverpool mega vera sáttir með sinn leik í dag klárlega besti leikur þeirra á tímabilinu og með þessari spilamennsku í næstu leikjum ættu stigina að skila sér í hús.

  69. Það er allavegana skárra að tapa svona leik þar sem maður getur verið sáttur við liðið heldur en að tapa leikjum eins og á móti Stoke þar sem maður hreinlega skammaðist sín fyrir að halda með Liverpool. Vonandi er þetta eitthvað í áttina að því sem koma skal. Við hefðum unnið þennan leik ef Maxi hefði skorað eftir þessa snilldar sendingu frá Torres. Án efa ein flottasta sending sem ég hef séð og sýndi hverslags snillingur þessi drengur er!! og hann er ekki almennilega kominn í gang, átti að setja 2 í dag..

  70. ,Það er alls ekki auðvelt að spila við lið eins og Liverpool því við spiluðum við Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu fyrir þremur dögum en í dag þá sýndum við öllum hvað í okkur býr,” sagði Gallas að lokum.

    Bíddu er spilað í meistaradeildinni á Fimmtudögum hjá Gallas???

    Liverpool getur alveg leyst það þótt að Carra sé frá, Kyrgiakos hefur verið að standa sig mjög vel auk þess sem ég fíla það að hafa hann inná, þá skyndilega er maður spenntur þegar við fáum horn eða aukaspyrnur því hann vedur miklum usla þar annað en flestir aðrir.

    Mesta spennan verður hins vegar sú hver fær fyrirliðabandið þegar Gerrard og Carra eru báðir frá, í mínum augum kemur engin annar til greina en Pepe Reina, hann á það svo sannarlega skilið og akkúrat karakternn í það, sé hann fyrir mér verða næsti fyrirliði Liverpool eftir að Gerrard og Carra leggja skóna á hilluna. Vil alls ekki að Kuyt fái bandið ….

  71. Ég hef bara ekkert yfir neinu að kvarta varðandi þennan leik, við vorum aular að vera ekki búnir að tryggja okkur sigur með mörgum dauðafærum, flóknara er þetta nú bara ekki.

    Vona að þessi spilamennska sé það sem koma skal, mínus að nýta ekki færin auðvitað.

    Maxi og Torres mega missa svefn í nótt mín vegna.

  72. Menn tala um dómarann. Það var spurning með brotið hjá Assou-Ekotto á Kuyt. Gróf tækling en virtist samt fara í boltann. Vítaspyrnudómurinn á Liverpool skiptir svo í raun engu; Defoe skoraði ekki þannig Liverpool tapaði engu á þeim dómi.

    Þannig að það sem eftir stendur eru einhverjir aukaspyrnudómar út á velli og 50/50 víti á Assou-Ekotto. Ef við gefum okkur það að Kuyt hafi átt að fá víti þá ok þá, gott og vel. En hversu oft eru vafasamir vítaspyrnudómar gefnir eða ekki gefnir? Einfaldlega hluti af leiknum og eitthvað sem öll lið lenda í.

    Ég ætla auðvitað ekki að detta á það level sem Hjalti #56 er á og vera með dónaskap en mér fannst það engu að síður oft svolítið fyndið að lesa kommentin hér og sérstaklega þegar menn tala um óheppni. Þetta var eitthvað sem var mikið notað í fyrra þegar illa gekk. Óheppni.

    Modric labbaði framhjá Carragher í fyrsta markinu.
    Lennon lék sér að Konchesky í seinna markinu.
    Torres og Maxi klúðruðu dauðfærum.

    Þetta eru lykilatriðin í leiknum og koma óheppni ekki við.

  73. Þessi sprettur hjá Modric var það eina sem hann gerði í leiknum. Því miður fyrir okkur. Miðjan var okkar allan leikinn. Konchesky sýndi hversu megnugur hann er og verður fyrir Liverpool. Hann er einfaldlega ekki nógu góður og kannski ágætt fyrir Comolli að sjá að við þurfum nauðsynlega að fylla upp í þessa stöðu. Ég er byrjaður að halda að lagið Creep með Radiohead sé ákveðið anthem fyrir Paul Konchesky. “What the hell am I doing here, I don´t belong here.”

    Ég held að það sem Einar Örn er að meina með vítaspyrnudómnum er það að það átti aldrei að dæma aukaspyrnuna sem vítaspyrnan kom úr. Defoe hleypur á Carragher sem er að skýla boltanum og því miður fyrir Carragher lendir Defoe í olnboganum hans og hann hnígur niður með hendur fyrir andliti sínu. Mjög vafasamt því að Defoe er 150 cm og lendir á öllum olnbogum á vellinum án þess að menn séu sérstaklega að reyna það.

    Annars er ég ósammála mönnum hér fyrir ofan að Carragher hafi verið slakur. Hann bjargaði okkur mörgum sinnum í leiknum og Andy Gray talaði einmitt um baráttu hans við Crouch þar sem hann benti svo réttilega á að Carragher sé mjög klókur að vita að hann er aldrei að fara að vinna hann í skallaeinvígum, hann gerði bara allt sem hann gat til þess að Crouch náði ekki að skalla boltann. Hann hélt honum í skefjum allann leikinn.

    Aftur á móti keyrði meistari Konchesky í bakið á Crouch sem hefði alveg getað verið flautað á. Eins og tækling Assou-Ekotto á Kuyt.

  74. Menn eiga að skora úr svona færum eina og Maxi og Torres fengu, yfir og búið.

    1. GHG
      “…Defoe er 150 cm og lendir á öllum olnbogum á vellinum… ” hmmmm???
  75. Ég missti af fyrstu 40 min en það sem ég sá var fyrst og fremst skemmtilegur leikur.
    Jafntefli hefðu án efa verið sanngjörn úrslit en LFC nýtti ekki sín færi og svo fór sem fór.
    RH mætti med sóknar þenkjandi lið og var óheppin að fá engin stig í gær.
    En hver hefði trúað fyrir mánuði síðan að United yrði á toppnum í byrjun Desember ??? En svona er enska deildin í dag…Vissulega erfitt að spá í framhaldið

  76. Ég verð nú eiginlega að vera sammála þeim stuðningsmönnum annarra liða sem hafa verið að kommenta hérna (fyrir utan Hjalta 56.) Dómarinn í þessum leik er klárlega ekki ástæðan fyrir því að við töpum því enginn af ákvörðunum hans hafði afgerandi áhrif á leikinn. Vítið sem Defoe fékk fannst mér bara vera víti en það getur vel verið að þeir hafi staðið fyrir utan teig ég tók ekki eftir því og því get ég ekki gagnrýnt línuvörðin og dómaran fyrir það. Menn tala um að Kuyt hefði átt að fá víti get alveg tekið undir það en menn verða þá líka að sjá að Crouch hefði að minnsta kosti átt að fá eitt víti ef ekki tvö. Alltaf sorglegt þegar menn detta í þá gryfju að blóta dómaranum í sand og ösku þegar illa gengur.

    Þessi leikur var samt einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð með Liverpool í vetur og verð ég að hrósa RH fyrir það hvernig hann byrjaði þennan leik. Það má síðan alveg gagnrýna hann fyrir skiptingarnar en ég nenni ekki að röfla yfir því. Kanntarnir hjá Tottenham létu samt bakverðina okkar líta illa út í þessum leik og það sem mér fannst einna helst vanta í Liverpool í dag var hraði, hvort sem litið var til varnar eða sóknar.

  77. Mér finnast vera töluverð batamerki á þessu liði. Okkur vantar auðvitað að styrkja nokkrar stöður en mér finnst liðið virka nokkuð vel með Torres Ngog á toppnum.

    Þessa leiki sem Lucas og Meireles hafa leikið saman á miðjunni hafa þeir verið að gera mjög góða hluti. Kanntarnir eru vandamál, Kuyt td er alls ekki nógu öflugur á hægri kanntinum. Maxi er svona la la á vinstri kanntinum og náði nokkrum sinnum skemmtilegu samspili með Torres en á eitthvað erfitt með að klára færin sín.

    Næstu tvo mánuðina eigum við ekki einn einasta leik við lið í svokölluð topplið. Hinsvegar má sjá á þessu tímabili fjöldann allann af skemmtilegum leikjum milli topp liðanna. Þar má nefna:

    Chelsea Man U
    ManU Arsenal
    Arsenal Chelsea
    Tottenham ManU
    Tottenham Chelsea
    Arsenal City

    Við mætum svo Chelsea á brúnni 5 febrúar. Það verður fróðlegt að sjá hvar liðð verður á þeim tímapunkti en það er einstakt tækifæri hérna að hífa sig upp í topp 4.

  78. Ef að Liverpool spilar komandi leiki á sama hátt og gegn Tottenham verðum við í fínum málum um áramótin.

  79. Spurning um að framlengja samninginn við Hodgson, til að tryggja það að eitthvað stórlið steli honum ekki frá okkur. Ég sé hann sem stjóra svo lengi sem hann lifir!

    Royson for life!

    YNWA

  80. Alveg finnst mér ótrúlegt að menn komi hér inn og taki upp hanskann fyrir Martin Atkinson sem var svokallaður dómari í þessum leik. AUÐVITAÐ er það ekki honum að kenna að Maxi og Torres klúðruðu sínum dauðafærum en það hallaði verulega á annað liðið í þessum leik og alveg hreint fáránlegt að halda öðru fram. Ég vil taka það fram að ég var sammála Atkinson með vítaspyrnudóminn á N’gog þar sem línan er jú hluti af teignum og boltinn fór klárlega í hendurnar á Goggaranum sem eiga aldrei til að byrja með að vera þarna uppi. Hinsvegar var aukaspyrnan sem dæmt var sem bjó til þessa vítaspyrnu hrein og bein farsi. Defoe fiskaði þessa aukaspyrnu og Atkinson féll í gildruna. Svo var brotið á Kuyt í teignum allan tímann brot og ef þið horfðuð á Sunnudagsmessuna í gær þá voru ALLIR meðlimir þáttarins sammála því.

    Annað í þessu er líka að Crouch fékk trekk í trekk leyfi til að setja hendurnar yfir leikmenn Liverpool í skallaeinvígum til að þeir ættu ekki möguleika á að komast í boltann sem er brot en Atkinson dæmdi ekki á það. Það var farið með olnboga í andlitið á Pepe Reina þegar hann var í markteig að reyna grípa boltann en ekki var dæmt á það. Ég gæti haldið lengi svona áfram bara til að reyna útskýra fyrir “blindu” mönnunum hérna inna hversu mikið hallaði á Liverpool í leiknum. Ég fékk nokkrar símhringingar frá vinum mínum sem styðja önnur lið í gær þar sem þeim gjörsamlega blöskraði hvað dómarinn var slakur og dæmdi mikið með Tottenham í gær þannig að við sem höldum þessu fram erum ekki að rugla.

    Liverpool var að spila hörku fótbolta í gær og átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum að mínu mati (er auðvitað ekki hlutlaus) en mér fannst átakanlega slappt að horfa á Modric labba fram hjá Carra í jöfnunarmarkinu og trekk í trekk hvernig Glen Johnson sem ég hélt að væri fljótur leikmaður var flengdur af Gareth Bale. Ég meina GRÉTAR RAFN gaf haldið Bale niðri en ekki fastamaður í enska landsliðinu.

    Svo til að ljúka þessari yfirferð minni á leiknum þá hef ég fulla samúð með Skrtel þar sem hann gat lítið annað gert en að reyna tækla þennan bolta þar sem Crouch var alltaf að fara skora. Kenni honum ekki um þetta.

    Forza Liverpool.

  81. Ekki má gleyma fyrsta spjaldinu sem Meireiles fékk eftir flotta tæklingu á Bale, sem var aldrei brot…
    Svo þegar Hutton hendir sér niður í vítateignum og lítur á dómarann… Það er alltaf gult spjald!

    Ég bara þoli ekki Martin Atkinson, væri til í að sjá compilation á youtube með öllum hans snilldar tilþrifum.

  82. Eitt sem er áhyggjuefni á þessu tímabili, það er hvað Liverpool er búið að tapa mörgum stigum eftir að hafa komist yfir í leikjum.

    Mér sýnist að töpuð stig þegar við höfum komist yfir séu 9 (10 ef ég tel leikinn á móti Man Urinals þar sem Liverpool jafnar en tapar samt)

    Arsenal 2 stig, Sunderland 2 stig, Wigan 2 stig og svo Tottenham 3 stig =9 stig

  83. Þetta er hræðilegt tímabil. Reka Hodgson strax. Það er sorglegt að einu skiftin sem maður fagnar er þegar Liverpool maður meiðist (fyrir utan Gerrard og Torres) því að þá fær kannski einhver annar tækifæri sem getur eitthvað. Ég hoppaði að kæti þegar ég sá Konchesky meiðast á sínum tíma. Mér finnst ekkert slæmt að Carra meiðist. Hann er búin að standa sig frábærlega í gegnum tíðina en núna er hann bara búin. Eina sem hann á að gera núna hjá Liverpool er að kenna ungum strákum að spila með Liverpool hjarta. Vona að Wilson fái tækifæri því að hann gæti orðið frábær.

  84. Munurinn á þessum 2 liðum í gær var sá að Tottenham voru með menn eins og Bale og Lennon á köntunum en við vorum með Maxi og Kuyt.
    Þetta geta varla verið ólíkari leikmenn, hinir eru með gríðarlegan sprengikraft og leika sér að bakvörðum andstæðingana en Kuyt og Maxi eru mjög hægir leikmenn sem geta ekki dripplað framhjá varnarmönnum en eru mjög klárir leikmenn sem geta þó skorað mörk en henta ekki sem kantmenn.
    Núna þarf Liverpool að fjárfesta í klassakantmönnum og fá betri vinstri bakvörð eða nota Aurelio.

  85. Ég verð að segja að liðið spilaði bara mjög vel í þessum leik nema kannski seinni part seinni hálfleiks þegar þeir ákváðu að reyna að tapa ekki í stað þess að reyna að vinna. Það sem fór samt mest í pirrurnar á mér var að þegar Ngog meiddist þá setti hann Aurelio inná! WHAT? Og svo var Kuyt rosalegur í sendingunum á Tottenham leikmenn.
    Annars sáttur við spilamennsku liðsins

  86. Ætla að styðja Manninn að austan í kommenti #89, varðandi dómgæsluna sem var arfaléleg.

    Hins vegar kemur það mér ekki á óvart lengur, dómgæslan í Englandi er ferlega slök að því leytinu að mér finnst engin lína í gangi milli dómara og jafnvel milli leikja hvers einstaklings sem hann dæmir. Auðvitað áttum við að fá víti þegar Kuyt er sleggjaður niður, það skiptir engu máli þó varnarmaðurinn hafi náð að snerta boltann á undan árásinni, hann kemur á fljúgandi ferð með takkana á undan sér og þetta var 125% vítaspyrna, alveg morgunljóst. En maður bara reiknar með slakri dómgæslu, því miður. Ég er ákaflega óglaður að segja þetta sem starfandi í faginu hérna á Íslandi og í ljósi vandamálanna í Skotlandi en enska deildin þarf að taka sig á!

    Hins vegar er ég ekki sammála því að Bale hafi “stútað” Johnson, bara alls ekki. Bale er besti leikmaður deildarinnar í vetur og eina skiptið sem hann náði að búa til verulega hættu þegar hann stútaði sig inná miðjuna þangað til Konchesky felldi hann.

  87. Fannst frekar fyndin skilgreiningin hjá Hjalta að maðurinn hafi farið í boltan og því hafi þetta ekki verið víti. Held nú að flestir sem að hafa eitthvað vit á fótbolta hafi séð að þetta var bara púra víti og ekkert annað. Hann tekur manninn niður með mjög harkalegri tæklingu innan vítateigs hvort hann hafi eitthvað farið í boltan skiptir bara ekki máli í þessu. En það var samt ekki þetta atvik sem að tapaði leiknum fyrir okkur í gær. Ég vil frekar kenna einbeitingarleysi í vörninni um og það að Carra hafi þurft að fara útaf meiddur hafði sitt að segja í lokin.

  88. Smá spurning út fyrir umræðuna, hver er besti sportbærinn í 101 sem sýnir El Clásico í kvöld ?

  89. Sælir félagar.

    • Atkinsson var hörmung í gær. Vítaspyrnudómurinn var þó réttur.
    • Batamerkin á spilamennsku liðsins eru gríðarleg.
    • Af hverju í ósköpunum reif Konchesky ekki manninn niður???
    • eins mikið og ég er hrifinn af Ngog. þá er hann númeri of lítill…
    • framlínan hjá okkur var Torres-Ngog – Babel næstur inn… Framlínan hjá tottenham var Crouch-VD-Vaart. Næstur inn er Defoe, þá er Pavluchenko ónefndur (Er Keane ennþá hjá spurs?) Gæðamunurinn er hreint sláandi!!!!
    • Það er enginn heimsendir að tapa á White hart lane.

    kv.

  90. hlægilegt að lesa að sumir séu að kenna RH um klúðruð færi, það var einhver sem kommentaði að það væri honum að kenna því leikmennirnir voru ekki nógi áhugasamir… góður! (nenni ekki að finna kommentið og quote-a það) þetta var bara óheppni og leikurinn hefði geta farið í báðar áttir

  91. Það getur vel verið að dómarinn hafi verið slakur en það var á bæði lið. Tottenham hefði alveg getað verið komin með tvö víti áður en þessi vítaspyrna er dæmd. Carragher tók sig nú til og hljóp á hann inní teig ekkert ósvipuð bort og þegar Crouch var hjá Liverpool og kvörtuðu menn þá yfir því að það væri svo sjaldan dæmt á varnamenn sem brjóta á honum það sást greinilega í þessum leik að svo er enn. Get bara ómögulega tekið undir það að það hafi eitthvað hallað meira á Liverpool í þessum leik.

  92. Farinn að spila FM. Þá kannski sér maður Liverpool vinna einhverja útileiki.
    Það er erfitt að vera liverpool aðdáandi í dag þar sem ekki er hægt að dást að liðinu í því ástandi sem það er í dag. Eina sem maður getur gert er að vera raunsær og vona það besta á næsta tímabili.

  93. Ég átt mig ekki alveg á því hvað menn eru að tala um að kantmenn Tottenham hafi látið bakverðina líta illa út. Lennon sást varla í þessum leik fyrr en hann skoraði á 92. mín. Ég er alls ekki hrifinn af því að Konchesky eigi öruggt sæti í þessu liði en hann var alls ekkert að láta fífla sig í þessum leik. Bale lét nú heldur ekki mikið af sér kveða í þessum leik miðað við þá leiki sem ég hef séð hann spila á þessu tímabili og lok síðasta tímabils. Þessi skipti sem maður sá hann gera eitthvað og skapa usla var hann að breaka inná miðjuna. Mér fannst bakverðirnir komast þokkalega frá þessum leik.

    Annars var margt jákvætt í þessum leik en liðið verður samt að gera miklu betur ef þeir ætla að blanda sér í toppbáráttuna. Fannst eins og þeir hafi bara ætlað að sigla hægt og örugglega í gegnum seinni hálfleikinn og svo eftir að Tottenham jafnaði ætluðu menn bara að sætta sig við það. Fannst fyrri hálfleikurinn fínn og við mun betri og líklegri til að klára leikinn en þá eins og svo oft í vetur fannst mér liðið detta full langt aftur og bjóða hættunni heim. Þeir stóðust hana betur en oft áður en samt var algjör óþarfi að sleppa þeim tökum sem við höfðum á leiknum.

    Dómarinn átti ekki góðan dag og flest vafaatriði féllu Tottenham í hag en samt sem áður ekkert sem hafði áhrif á úrslit leiksins. Við áttum að fá víti og þeir áttu að fá víti í viðbót eins og menn hafa bent á.

    Heilt yfir jákvæðari spilamennska en samt sem áður langt í land

  94. Nú er ég búinn að missa þolinmæðina fyrir Ngog. Var lengi tilbúinn að gefa honum séns því hann hefur svo margt, hann er stór og sterkur, teknískur og fljótur en hann skortir alla áræðni. Það er hreinlega eins og hann hafi engan sérstakan áhuga á að skora mörk. Skokkar um völlinn og reynir að vera ekki fyrir, eða þannig lítur það út fyrir mér. Kannski eru það skipanirnar frá Hodgson. Þetta er leikmaður sem gæti svo auðveldlega verið búinn að skora fullt af mörkum ef spilaði af sama ákafa og t.d. Kuyt sem nota bene er eiginlega það eina sem sá ágæti maður getur.

  95. 103#

    “Nú er ég búinn að missa þolinmæðina fyrir Ngog. Var lengi tilbúinn að gefa honum séns því hann hefur svo margt, hann er stór og STERKUR!”

    Því miður en hann er gjörsamlega eins og tannstöngull. Að mínu mati hefur hann styrk á við 14 ára strák sem er nýbyrjaður í ræktinni.

    “Skokkar um völlinn og reynir að vera ekki fyrir.”

    Nokkurn veginn sammála þér með þetta en ekki má gleyma herra Maxi sem er búin að kynna sér þessa tækni vel. Hann er svakalegur efnileg “ninja”. Fer í gegnum leiki alveg óséður.
    Hversu magnað!

  96. Nú er löngum og erfiðum degi lokið í vinnunni. utd plebbarnir gerðu óspart grín að liðinu og eru hæst ánægðir með hvað Hodgson er að gera slæma hluti með liðinu. Hvað er eiginlega til ráða? Getum við fengið þjálfara Börsunga til þess að taka við liðinu!

  97. Ég held að ég hafi ekki verið svona svekktur yfir tapleik í mörg ár. Eitthvað alveg gríðarlega svekkjandi við þetta, sérstaklega ef maður lítur á töfluna. Maður hefði alveg getað sætt sig við jafntefli en þetta tap er eitthvað voðalega súrt ; (

  98. Loki # 106. það seinasta sem er í stöðuni er að fá þjálfara börsunga hef ekkert á moti honum en hann er í liði sem þarf vara að vera þjálfari hann gerir hed ég ekki mikið þessi leikur sem barcelona er að spila var skapaður af honum rikjard en hann var rekinn og síðan þá hefur guardiola verið við stjorn og sigrað bikara en hann byggði ekki þetta lið upp og á ekki að koma nálægt liverppool fyrr en eftir svona 20 ár þegar hann verður um 55 ára og hefur fengið reynslu og verið hja minna liði og unnið bikara með því.

  99. Hey hvað standa allar þessar fótboltaskammstafanir fyrir? Ég veit að þetta eru stöður leikmanna á vellinum en hvaða? Það væri æðislegt ef einhver gæti þýtt þetta yfir á íslensku eða bara sagt mér hvað þetta stendur fyrir.

    DR, DL, DC, AMR, AML, DMC, MC, FC.

  100. dr = hægri bakvörður. dl = vinstri bakvörður. dc = miðvörður. amr = sóknarsinnaður vængmaður hægra megin. aml = sóknarsinnaður vængmaður vinstra megin. dmc = varnartengiliður. mc = miðjumaður. fc = framherji.

  101. Mig hefur lengi langað til að tjá um Konchesky og þessi leikskýrsla virðist ágætis staður fyrir það.
    Án þess að hlaða byrjunarliðsmennina upp á síðkastið of miklu hlutdrægu Liverpool-aðdáanda lofi þá er:
    REINA – einn besti markvörður deildarinnar.
    JOHNSON er alla jafna (þegar hann er ekki meiddur) fyrsti kostur í hægri bakvörðinn hjá Englandi.
    SKRTEL – fastamaður í sínu landsliði
    CARRAGHER hefði klárað Tottenhamleikinn úr axlarlið ef við hefðum verið búnir með skiptingarnar.
    KUYT – byrjunarliðsmaður í Hollenska landsliðinu sem lenti í 2. sæti í sumar.
    MAXI – Argentískur landsliðsmaður
    MEIRELES – Portúgalskur landsliðsmaður
    LUCAS – Efnilegur Brassi með einhverja landsleiki á bakinu.
    GERRARD – Í heimsklassa og fyrirliði liðsins
    TORRES – torres

    Svo kemur vinstri bakvörðurinn Konchesky sem hefur spilað tvo landsleiki, báða sem innáskipting í vináttuleik, síðast 2005. Burtséð frá stöðu Liverpool í deildinni núna þá er standardinn hjá Liverpool bara miklu hærri en hjá Fulham og Charlton og aumingja maðurinn klassa fyrir neðan restina af liðinu. Á meðan státa liðin á toppi deildarinnar af mönnum eins og A. Cole og Evra…grátlegt.

  102. Ég neita að trúa því að Hodgson fái að eyða peningi í Janúar. Þvíklík hörmung sem spilamennskan hjá Liverpool er þessi misserin. Leikurinn á móti Tottenham er ekki eitthvað sem hægt er að vera ánægður með. Tottenham voru neyddir til að gera tvær breytingar í fyrir hálfleik vegna meiðsla. Að notfæra sér það ekki og leggjast í sókn er ótrúlegt. Þegar karl aulinn þurfti að bregðast við vandræðum að þá kolféll hann á því prófi eins og öllum sem lögð hafa verið fyrir hann í vetur. Aurélio inn fyrir N´gog er bara fyndið þegar a.m.k. Jovanovic og Babel eru á bekknum. Ég vil þennan mann í burtu sem fyrst. Hodgson er að eyðileggja allt sem viðkemur klúbbnum: stemmningu, spilamennsku svo að ekki sé talað um stuðning áhangenda. Í fyrsta skiftið síðan 1982 er manni sama þótt maður missi af leik!!! Skoðanakannanir sýna, svo að ekki verði um villst, að meirihluti stuðningsmanna vilja reka Hodgson strax. Henry stattu við þitt eina loforð til þessa og hlustaðu á stuðningsmennina. Rektu Hodgson.

  103. Áfram West Ham, gríðarlega er ég ánægður með þennan 4-0 sigur þeirra í kvöld á the Scums 🙂

Byrjunarliðið komið

Opinn þráður – El Clasico