Slúður – stutt í janúargluggann

Nú er innan við mánuður í að nýju eigendurnir fái að skella sér út í djúpu laugina í fyrsta skipti á leikmannamarkaðnum með Liverpool. Það vita allir að það þarf að styrkja leikmannahópinn, eflaust munu einhverjir leikmenn fara en það er nokkuð ljóst að það koma sennilega fleiri nýir en fara nú í janúar.

Það sem ég óttast mest er að meiðsli Jamie Carragher muni skyggja á nauðsynlegustu kaupin í janúar og gefa Roy Hodgson tækifæri til að setja enn og aftur aðaláhersluna á vörn og/eða miðju á kostnað sóknar. Ég segi enn og aftur því síðan Robbie Keane yfirgaf Liverpool eftir stutt stopp hefur skammarlega lítið verið fjárfest í framlínunni okkar og því er hún eins og hún er í dag.

Enda virðist það ætla að vera að menn eru aðallega að ræða varnarmenn í dag. Daniel Agger segist ekki vera á förum frá Liverpool en það virðist ekki hafa stoppað menn í að undirbúa tilraun til að kaupa Ryan Shawcross frá Stoke í janúar. Eða Gary Cahill frá Bolton. Eða Brede Hangeland frá Fulham. Eða, eða, eða, bara einhvern miðvörð.

Sko, Carra er meiddur og Agger virðist ætla að fjara út í meiðslarugli eins og Harry Kewell gerði á sínum tíma, en sjáið hverja við eigum fyrir utan þá tvo: Martin Skrtel, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Martin Kelly, Daniel Ayala. Þetta eru FIMM miðverðir, og Carra verður kominn aftur eftir tvo mánuði. Er ekki alveg eins hægt að kalla á Ayala heim í janúar en að eyða peningum í nýjan miðvörð?

Fyrir mér má setja varnarstöðurnar á hilluna í janúar og einbeita orkunni – og fénu – alfarið í það sem liggur mest á: nýr framherji (einn eða fleiri) og líka nýr vængmaður (einn eða fleiri). Ekki annað hvort vængmann eða framherja, bæði og helst fleiri en einn af hvoru!

Við höfum heyrt sögur undanfarið af Eden Hazard og Gervinho hjá Lille í Frakklandi og nú er verið að orða Sylvain Marveaux hjá Rennes við okkur líka. Þá voru bæði Loic Remy hjá Marseille og Ola Toivonen orðaðir sterklega við okkur í sumar en ekkert gerðist, auk þess sem gula pressan í Englandi neitar að hætta að ræða möguleikann á að Carlton Cole komi.

Fyrir mér má sleppa Carlton Cole. Hann er góður leikmaður en við höfum ekkert við enn einn meiðslapésann að gera. Við þurfum unga, kraftmikla leikmenn til að bæta framlínuna og vængina hjá okkur, einhverja sem geta orðið góð fjárfesting til framtíðar en um leið bætt byrjunarliðið strax núna.

Ef ég mætti teikna upp óskalista myndi ég vilja sjá þennan Ola Toivonen, sem er sjóðheitur í Hollandi, koma í framlínuna og svo Eden Hazard og Charles N’Zogbia með honum. Ef við fengjum t.a.m. þá þrjá myndi mér strax lítast miklu betur á sóknargetu liðsins á seinni hluta tímabilsins og ef einhver peningur væri afgangs eftir slík kaup mætti nota þau í að kaupa varnarmann, en ekki fyrr.

Hvað finnst mönnum? Vantar okkur nauðsynlega einn miðvörðinn til viðbótar í fjarveru Carra eða eiga Comolli og Hodgson að leggja allt kapp á að bæta sóknargetu liðsins í janúar?

71 Comments

  1. Eigum við ekki að semja við Barca um að fá Messi, Xavi, Iniesta og Villa í skiptum fyrir Babel, Lucas, Poulsen og Ngog? Gæti verið góð kaup ef þeir aðlagast fljótt.

  2. Styrkja vængspilið númer 1 2 og 3. Við eigum einn besta framherja í heiminum í dag sem fær litla sem enga þjónustu. Hann er Frábær en ekki Súperman!

    N´Zogbia færi fínn svo einhver annann. Svo mætti alveg fara að nota Jova meira frammi!? Síðan ef eru til fjármunir kaupa Vistri fokking bakvörð, Paul Konchesky er bara lala leikmaður sem ég hef fengið nóg á að horfa. Alltof mistækur og hægur í þokkabót.
    Svo má ath með sóknarmenn og miðverði.

  3. Væri einnig til í að kalla Aquilani aftur heim eða þá að kaupta Honda auk leikmannanna sem þú stakkst uppá Kristján Atli.

  4. Vængmenn. Þurfum að fá öfluga rennilása til að taka kantana, Svo vil ég sjá Aquilani koma til baka.

  5. Á netinu má sjá að það sé búið að framlengja við Pacheco og Kelly. Það ætti að kæta marga að halda í unga leikmenn hjá okkur. Er gersamlega óþolandi sammála 🙂 því að það á að láta þessa miðvarðastöðu algerlega í friði og brúa bilið með yngri leikmönnum fyrst við erum ekki að fara að missa neinn úr þeirri stöðu frá okkur (fyrir utan meiðsli sem alltaf er hætta á).

    Vonandi koma kannski einhverjir tveir til okkar, framherji og kantmaður. Sjáum svo til í lok vertíðar með þjálfaramál og þ.a.l. leikmannamál. Óttast bara enn eitt bullið að um leið og Liverpool hringir bjöllunni hjá einhverjum klúbbi að þá snarhækkar allt verð í búllunni eins og á túristatíma og kaup renna út í sandinn.

  6. Ég væri alveg til í að fá Adebayor og jafnvel Shaun Wright Phillips lánaða fram á sumarið. Svo má endurskoða stöðuna með nýjan stjóra eftir tímabilið. Ég væri mikið til í Eden Hazard og David Luiz hjá Benfica er svo drauma varnarmaðurinn. Svo á að sjálfsögðu að endurkalla Ayala og Aquilani.

  7. Ef Hodgson fær að ráða einhverju, miða við kaup hans hingað til, þá erum við að fara kaupa Jan Koller og Símun Samuelsen 🙂

  8. Ég væri til í að sjá þessa uppstillingu hjá liverpool eftir gluggan

                                                Reina
    

    johnson Agger kyrgiakos Contrero

                                    Gerrard                   meireles
    

    Kuyt honda Marko marin

                                                  Torres
    

    og svo fá jafnvel cassano sem er nú á fjrálsri sölu svo höfum við fullt af breidd í þessu Carra kemur aftur í vörnina og vonandi að joe cole nái að sína sitt rétta andlit.

  9. Við erum ekkert að fara gera nein stórkaup í janúar. Eigendurnir hafa talað um það og verðin eru oft í ruglinu.

    Með því að fá Comolli inn í þetta þá geta eigendurnir látið Hodgson tóra fram á sumar því hann fær sennilega eitthvað lítið að hafa puttana í því hvað sé keypt, ef þá eitthvað.

    Spái þvi að við lendum í 6 til 7 unda sæti í ár og töpum í unanúrslitum í evrópukeppninni. Hodgson verður rekinn í vor eftir síðasta leik og þá kemur nýr stjóri strax inn. Hann, ásamt Comolli sér um kaup sumarsins og uppbygging Liverpool getur hafist. Ekki fyrr því miður.

    Þá þarf að sannfæra þessa kalla, Torres og Reina um að vera áfram (aftur) Gerrard fer ekkert úr þessu. Torres fer til spánar en Reina verður eftir hjá okkur.

    Englandsmeistarar vorið 2013 !!

  10. Í fullri hreinskilni þá finnst mér kantarnir hjá okkur lélegir , eini sem erskráður í þessu liði sem kanstari er Kuyt , en Jova getur lika verið á kanti en hann er lika skráður sem framherji.
    Okkur sárvantar kantmann , helst ungan og nógu snöggan

  11. Það er svolítið erfitt að reyna að ráða í það hverjir séu líklegir til þess að koma til okkar, væntingar okkar Liverpool manna hafa alltaf rokið upp rétt fyrir leikmannagluggann og svo eftir lokun glugganna þá hafa eigendur Liverpool oftar en ekki valdið okkur vonbrigðum.
    Henry og félagar byrja auðvitað með hreint borð en það veit enginn hvers konar leikmenn við megum vænta.
    Henry hefur sagt að Liverpool komi til með að berjast um heimsklassa leikmenn og berjast um stærstu bitana á markaðnum en ég ætla að reyna að halda væntingum mínum í lágmarki allavega framyfir janúargluggann.
    En það er alveg á hreinu að það vantar allavega 2 góða kantmenn og 1 stk sóknarmann.

  12. “Daniel Sánchez Ayala (born 7 November 1990) is a Spanish footballer who plays for Hull City as a defender on loan from Liverpool. The tall defender is highly regarded at Liverpool and has been tipped for a big future in the game”. Efnilegur leikmaður hér á ferð sem að mínu mati við ættum að kallla heim , gæti fyllt skarð Carra á meðan hann verður frá.

  13. Að mínu mati væri betra að fá inn 2 kantmenn heldur en 1 kantmann og 1 framherja. Við eigum framherja í kippum, en það versta er að þeir eru alltaf notaðir á köntunum.

  14. RH var búinn að segja það að Aquilani myndi ekki koma í janúarglugganum. Hann er víst með samning við Juve út tímabilið. Vonum því að við fáum hann í lok tímabils. En varðandi leikmannakaup segi ég það sama og #4… sóknarmann, sóknarmann, sóknarmann. Svo má huga að öðrum hlutum þegar sóknarmaður hefur verið keyptur.

  15. GB og fleiri….þetta er þriðja commentið í þessum þræði um þessa framlengingu á samningi!

    Við erum búin að ná þessu 🙂

  16. Takk kristján þú ert bara að segja nánast alveg það sama og ég sagði hér í vikunni og er því algjörlega sammála þessum pistli þínum, höfum ekkert að gera við fleiri miðverði en ég eins og þú óttast það sama og þú og eflaust fleiri að menn ætli að styrkja vörnina en ekki sóknina vegna þess að Carra er frá örlítið lengur en glugginn er opinn.

    Hér fyrir neðan er svo kommentið sem ég setti inn fyrr í vikunni um þetta málefni..

    Hvaða bull er það að Liverpool vanti miðvörð þó svo Carra sé frá í 3 mánuði? erum líklega best settir í þessari stöðu á vellinum. Er ekki Skrtel, Kyrgiakos, Agger, Wilson og Kelly nóg eða??? Vil ekki sjá neina penigaeyðslu í miðvörð nema að Liverpool hefði sirka 300 milljónir punda til þess að eyða. Eigum við ekki að byrja á að kaupa 2 kantmenn, 1-2 framherja og ef á að fara styrkja vörnina þá héldi ég nú að gáfulegra væri að kaupa nýjan vinstri bakvörð….

  17. Kyrgiakos sem oftast hefur verið fjórði miðvörðurinn í goggunarröðinni hefur lika margoft sýnt það í vetur að honum er fulltreystandi til þess að valda þessari stöðu í fjarveru annarra. Fyrst þurfum við tvo kantmenn og einn framherja. Miðvarðamálin mætti endurskoða næsta sumar.

  18. Hyypia vildi fara vegna þess að hann vildi fá að vera fastamaður í liðinu og það var ekki hægt að lofa honum því.
    Hyypia kemur aftur í þjálfaraliðið og fer að kenna þessum miðvörðum hvernig á að skora mörk og verjast.

  19. Flottar pælingar… Eina athugasemd mín er sú að þú (KAR) nefnir þrjá menn, enginn enskur ríkisborgari… Hazard er reyndar 19 ára svo hann fellur ekki undir regluna um enska leikmenn. Toivonen og N’Zogbia eru báðir 24 ára og á besta aldri. Reyndar hefur N’Zogbia verið hjá enskum klúbbum síðan hann var 18 svo hann skráist sem enskur leikmaður.

    Þá er ég nokkurnveginn búinn að svara eigin spurningu (sem ég spurði reyndar aldrei), það þyrfti þá bara að losna við einn “útlending” til að koma þessum fyrir í hópnum. Ef við seljum t.d. Babel eða Torres 😉 þá væri það mál afgreitt…

  20. 15 Geir, í guðanna bænum slepptu því að paste inn link á rusl greinar frá liverpool-kop …

  21. Juventus eru búnir að gefa það út að þeir ætli að nýta sér klausuna í lánssamningnum hjá Aqualani og kaupa hann á 16 milljónir evra í lok tímabilsins.
    Ég held líka að hann hafi ekkert sérlega mikinn áhuga á að koma aftur yfir til Englands. Sem er leiðinlegt því hann er farinn að sýna aftur hversu góður hann er.

  22. Við þurfum bara ekkert Aquilani aftur, erum vel settir með Meireles, Lucas og Gerrard, taka þetta fé og nota það uppí þrusu kantmann eða senter frekar

  23. Ef við kaupum í janúar þá vill ég að við fjárfestum í gæðaleikmanni. Okkur vantar nr. 1,2 og 3 kantara. Ashley Young er mitt val. Er með lausan samning í sumar ef mig minnir og er top leikmaður. Fáum svo nýjan þjálfara í sumar sem kaupir 2-3 gæða leikmenn auk þess að losa sig við einhverja.

  24. Ashley Young , Eden Hazard væru ROSALEG kaup ! svo einhvern góðan senter (á Fowler ekki son eða einhvað ?) og einn grjótharðan vinstri bak þá væri ég sáttur !

    Ég er sammála ykkur með að það þurfi að byrja á að styrkja sókn frekar en vörn því við eigum nóg að varnarmönnum en í sumar væri ég samt til í að sjá einhverju skipt út fyrir gæði í vörninni. Ég vil fá miðverði sem eru betri á bolltan og geta ógnað í hornum. það má skipta Skrtl út fyrir betri mann. Agger er góður en er alltaf meiddur og ef það lagast ekki vil ég frekar skipta honum út fyrir annan. Svo Carra hann er alltaf traustur en lélegur með bolltan og aldurinn er aðeins farinn að seigja til sín og hann ætti að mínu mati næstu tímabil að vera svona 2-3 maður inn í vörnina (spila færri leiki). Kyrgiakos og Ayala svo að berjast um að vera 4 maður inn + spila í minni keppnum. = Skrtl og Agger út fyrir Hangeland og Cahill !

    Svo erum við með ömurlega vinstri bakverði Aurelio er ágætur enn alltaf meiddur og hey hvað er málið með þennan Koncsesky?? burt með þá báða! inn með Insua og ein sterk kaup !

  25. Mér finnst Agger góður að þora að koma því til skila að hann sé ekkert að fara,hann veit sem er að stjórinn verður ekki lengi og ætlar bara að bíða hann af sér.

  26. ég verð brjálaður ef við ætlum að kaupa Ryan Shawcross á einhverjar háar upphæðir og setja lucas upp í

  27. Það versta sem við gerum í janúarglugganum er að leyfa Hodgson að eyða peningunum. Verðum að vera búnir að losa okkur við hann áður en eitthvað verður keypt.
    Því það er algjört rugl að láta hann eyða 50m í leikmenn , skipta um stjóra í sumar sem hefur svo allt aðrar áherslur og vill aðra leikmenn.

    Þar að auki eigum við ekki að vera að eyða orkunni í miðvörð, erum ágætlega staddir þar miðað við aðrar stöður. Höfum ekki átt alvöru vængmann síðan McManaman fór til Real Madrid og síðan er ekki nóg að vera bara með einn alvöru framherja. Þurfum að hafa 3-4 frambærilega framherja einsog liðin sem við ætlum okkur að keppa við.

  28. Aquilani endar hjá Juventus og við fáum 13 milljónir punda útúr þeim deal þannig þar kemur smá peningur í kassann. Ég held við kaupum/lánum bara einhverja ‘bargains’ í janúar og Hodgson verður rekinn eftir tímabilið og nýr þjálfari (vonandi Deschamps) og Commoli kaupi vel og undirbúi liðið fyrir toppbaráttu næsta tímabils. Vill ég sjá Hazard, N’Zogbia, Cahill og inn með Insúa. Sannfæra Reina og Torres um að halda tryggð við félagið sem ég býst alveg við þar sem við vorum að fá nýja eigendur og við getum keypt leikmenn til að hjálpa Torres frammi og hann hefur beðið um það í 1-2 ár og loksins getur hann fengið ósk sína uppfyllta.

                  Reina
    

    Johnson Carra Cahill Insúa
    Meireles Gerrard
    N’Zogbia Cole Hazard
    Torres

    Þetta yrði glæsilegt 1st lineup og gætum kannski hent Kuyt þarna inn líka ef einhver vill. Nægur stuðningur við Torres og nóg af creativity framávið. Ég myndi halda að þetta yrði mjög flott lið í ensku og evrópu, en það er bara ég 😀 vona að einhver sé sammála mér með þetta lið

  29. Svona rétt að öðru, eru fleyri en ég sem gleðjast við að sjá INTER tapa? ( þá aðalega að sjá Benitez tapa)
    ???

  30. Drési, ef þú ert að meina vegna þess að það eykur líkur á að Inter sé til í að skipta við okkur á stjórum þá já.

  31. Einn sterkur senter og einn snöggur kantmaður er í mínum huga nauðsyn, en ég er hræddur um að hvorugt nýtist almennilega fyrr en nýr stjóri tekur við. Við erum ekki með jafn slæman leikmannahóp eins og staðan í deildinni gefur til kynna, við erum með þjálfara sem er vanur því að vera í miðjumoði og kann ekki annað, því miður. Fínn gaur samt.

    Annars er Carra kominn á aldur og við þurfum á næstunni (næsta sumar gæti sloppið) að fá nýjan hafsent, því Agger virðist ekki ætla að verða eins góður og maður hélt, Skrtel er fínn en ekki betri en það og Kyrgiakos er eldri en Carra. Við þurfum leiðtoga, eins og Hyypia var, einhvern rock solid. Eins og Terry hefur verið fyrir Chelsea, Rio (og núna Vidic) fyrir United, Puyol fyrir Barca og svo framvegis.

  32. Þurfum að fá hraða kantara sjáum hverju það hefur verið að skila fyrir United með þá Nani og Valencia, dæla endalaust á hinn lata Berbatov og síðan Rooney, og fá þeir nóg úr að moða. Ef Torres væri í United þá yrði hann áberandi markahæstur. Skömm að Roy Hodgson og Benitez hafi ekki viljað nýta sér hratt kantaspilur betur. Þrátt fyrir nýja eigendur hefur bókstaflega ekkert gerst, væri frekar til í að skulda 300mill punda og vera að keppa um alla bikara en að skulda 30 og vera meðallið. Sjáið bara United spá ekki í þessu skulda mun meira en við. En þeir halda sér í keppni og fá þá mun betri sponsora og þess háttar. Það að félagslið skudli svo háa upphæð er alls ekkert mál ef menn hafa sterka bakhjarla bak við sig og eru að ná vel og langt í keppnum.

  33. Ási: Viltu enda einsog Leeds? höfum við unnið einskudeildina jafn oft og Utd á þessum áratug uuuu nei, við fáum ekki jafngóða sponsora þegar við vinnum ekki neitt, og Utd er með mann sem er bókstaflega með uppskrift á hvernig eigi að vinna/vera í toppbárattuni um titilinn því miður. Við hefðum getað gert liðið okkar af meistaraliði eftir að við unnum meistaradeildina og komumst i úrslit og vorum við nalægt þvi að vera með massíft lið (2.sæti helló?), en þegar kanamellurnar eignuðust klúbbinn þá er frekar augljost að leiðinn var niðurá við. Eina sem var ljósipunkturinn í myrkrinu var Torres, og samvinna hans með Gerrard sem hefur gjörsamlega collapse-að. Þeir sköpuðu nánast öll mörkin og skoruðu þau. En leikmenn deildarinnar eða varnarmenn eru gjörsamlega bunir að stúdera hreyfingarnar hjá Torres eftir að hann fór svona oft illa með þá, svo hann getur ekki gert þetta sjálfur lengur og Gerrard er að eldast þrátt fyrir að vera magnaður leikmaður á ekki að búast við jafnmiklu af honum og fyrir 2 árum. Okkur vantar nýja leikmenn með HEILA, fótboltaheila, sem geta skapað hluti uppur litlu einsog Özil þó það se aldrei að fara gerast en þið vitið hvað ég á við, og eruð oruglega allir sammála um. Núna þarf stjórnina eða fótboltahliðin á þessu fyrirtæki að fara sýna heila og metnað, eina sem virkar í dag er að kaupa.

  34. Ég er alveg sammála að það vantar framherja. Einhvern almennilegan til þess að vera með Torres. Einnig væri gaman að fá Eden Hazard, en hvernig mun hann plumma sig á Englandi?

    Ég vil fá varnarmann og finnst það ekki síður mikilvægt. Getur vel verið að við séum með fimm miðverði, en þeir eru allir jafnómögulegir, ýmist of gamlar, of hægir, of lélegir, of hægir, alltaf meiddir og OF HÆGIR. Kristján Atli talar um að fá Ayla heim, en hans lánsamningur rennur út þennan mánuð. Sá strákur er ekki nógu góður, það vitum við alveg. Við vitum alveg að vörnin er ekki nógu góð, Kyrgiakos hefur verið besti varnarmaður liðsins síðan Roy Hodgson kom vegna þess að hann er stór og sterkur og hentar vel leikskipulagi Hodgson.

  35. 100% sammála Kristjáni Atla með að við þurfum ekki miðverði! Við þurfum þolinmæði, jafnvægi í liðið frá leik til leiks og kantmann/menn! Endalausir sóknarmenn sem fylla þessar stöður í dag! Lýst rosalega vel á Edem Hazard og gott ef við náum einum slíkum kaupum í janúarglugganum!
    Áfram Liverpool!

  36. Það er spurning hvort Wikileaks geti athugað leynigögn ensku úrvalsdeildarinnar hvort Ferguson hefði komið að ráðningu Hodgson til Liverpool.

  37. Þetta er liðið hjá liverpool á næstu leiktíð!!!!!!!!!!!!!

                                                                   Reina
    

    Johnson Hercules Carra/Agger Capdeveila

    Honda Gerrard Meireles N’zogbia

                                                 Torres                             Babel
    

    Bekkur:Jones,Ayala,Ngog,Hazard,Contrao,Pacheco,Kelly

  38. Elli ég er bara ekki frá því að þú ert fyrsti maðurinn sem ég vill síður sjá við stjórnvöld en RH

  39. Kristján Atli….. farðu að snúa þér að einhverju öðru en skrifum um knattspyrnu. Loic Remy fór frá Nice til OM síðasta sumar og er því varla á leið til Liverpool, einnig er RH varnarþjálfari þannig að mjög líklega kaupir hann varnarmann frekar en sóknarmann og upphitun þín fyrir Tottenham leikinn var eins og þú hefðir aldrei séð fótbolta, talaðir þar um Niko Kranjcar sem væri búinn að spila mikið með Tottenham á tímabilinu þegar það rétta er að hann hefur bara byrjað 1 leik í deild og Younes Kaboul eini miðvörðurinn sem hefur skorað fyrir þá og það var gegn Arsenal.

  40. Nonni þó að þú sért að benda á að aðrir eru að fara með rangt mál. Þá er þessi hroki og dónaskapur algjörlega óþarfi.

  41. Babu #38

    Viltu í alvöru fá Rafa Benitez aftur í stjórastólinn? Við erum að tala um sama manninn er það ekki? Þessi sem spilaði aldrei sóknarleik, var með fáránlegar liðsuppstillingar og innáskiptingar, þverari en andskotinn og gerði ekki annað en að grenja útaf eigendum sínum í stað þess að halda kjafti og einbeita sér að sínu starfi, þá hugsanlega hefði hann ekki gert uppá bak.

    Nei ég er alveg sammála meistara Ian Rush að Benitez fór og það réttilega. Þó Hodgson sé slæmur þá er ekki þar með sagt að Benitez sé góður. Mistökin voru ekki að reka Benitez, heldur betur ekki því hann mátti og ÁTTI að fara…mistökin voru að ráða Hodgson!

    Ef engin vildi koma(Deshamps) útaf ótraustu eignarhaldi þá átti bara að setja King Kenny í stjórastólinn fram á sumar(fram yfir sölu) og sjá svo til. En Benitez var okkur blessunarlega bjargað frá!

  42. Liverpool undir stjórn Benitez var reyndar fyrsta liðið í evrópu leiktíðirnar 200-2008 og 2008-2009 til að skora yfir hundrað mörk og endaði með flest mörk skoruð í evrópu allavega aðra þessara leiktíða og endaði í öðru sæti í deildinni! Þannig að mer finnst ekki rétt að tala um Liverpool sem varnarlið undir hans stjórn. En leiktíðina eftir þetta fór að fjara undan hjá kallinum og hann hætti réttilega að mínu mati en ég tel þó að það hafi verið G&H að kenna og hefði viljað að þessir eigendur hefðu keypt fyrir síðasta sumar og að Benitez hefði fengið eitt á í viðbót !

  43. Var það G&H að kenna? Hvernig þá? Sögðu þeir honum að láta liðið spila illa og leiðinlega eða að þrjóskast við ákveðna leikmenn eða taktík endalaust sem allir aðrir sáu að virkaði enganvegin?

    Nú vinnur Sir Alex Ferguson undir trúðaeignarhaldi, ekki sérðu jafn gríðarleg vandamál þar á bæ eða hann væla í fjölmiðlum útaf vinnuumhverfinu endalaust eins og RB gerði. Þessi G&H afsökun hans Benitez og hans stuðningsmanna er auðvitað í besta lagi bjánaleg og ég trúi ekki að nokkur heilvita maður taki mark á henni.

  44. Sammála Halldóri.

    Rosalega virðist Benitez vera frábær þjálari í baksýnisspeglinum. Núna er hann með þrefalda meistara í höndunum og segist samt þurfa að taka til eftir Mourinho. Menn ættu kannski að skoða gömul komment hérna af síðunni.

  45. Steingleymdi Adam Johnson, sem er á bekknum hjá City í dag. Selja Babel og fá Johnson í staðinn. Johnson kostaði lítinn pening en við þyrftum að borga eitthvað “á milli”. Vel þess virði held ég. Johnson – Gerrard – Kuyt fyrir aftan Torres, með Cole á bekknum ásamt fleirum.

  46. ég er ekki að seigja að það hafi verið G&H að kenna að að Benitez gekk ílla með liðið á síðasta seasoni.. það er G&H að kenna hvernig Liverpool er í dag. Þeir gátu ekki tekið fleiri lán til að reka klúbbinn! allir peningar fóru í vaxtagreiðslur og bull. Uppbyggingin stoppaðist! öll plön um nýjan völl sett á hold. purslow var ráðinn og hann breytti öllu og þeir gátu ekki unnið saman svo var Broughton fenginn til að reyna að selja liðið því það var allt komið í steik ! þetta er ekki svona hjá United! þó þeir séu stórskuldugir þá er þar alltaf topp innkoma og starfsfriður hjá Ferguson og ekki svona mikil drama innan stjórnarinnar eins og var hjá Liverpool herna undir restina á þessu eignarhaldi ! það sem ég er að seigja að ég hefði frekar viljað sjá hann fá séns eftir eitt lélegt tímabil og sjá stuðningsmenn standa við bakið á honum heldur en að sjá hann rekinn til að ráða Hodgson. einhvern gamlan baunaheila !

  47. Sóknarmaður hlýtur að vera efst á lista fyrir Roy Hodgson í janúarglugganum.

    Ég væri alveg til í að fá Johan Elmander. Hann átti reyndar dapurt tímabil í fyrra en hann hefur verið að spila mjög vel á þessu tímabili bæði fyrir aftan Kevin Davies og á einnig á kantinum.

    Í dag er hann kominn með 8 mörk og er í 4-5 sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.

    http://www.premierleague.com/page/Statistics/0,,12306,00.html

    Svo er rúsínan í pylsuendanum sú að hann er á síðasta ári samningsins hjá Bolton. Það er því líklegt að hann geti farið ódýrt frá Bolton.

    Sterkur, góður skallamaður og ekki er hann hægur allavega. Við gætum gert verri hluti en að kaupa hann.

  48. Ég skil alveg hvað þú ert að fara Lóki og er svo sem sammála upp að vissu marki. Vissulega var vinnuumhverfið erfitt hjá Benitez en hann vann líka ótrúlega illa úr því.

    Hann vann ekkert síðustu fjögur ár með klúbbinn og var í raun aldrei nálægt því ef frá er talin úrslitaleikurinn 2007. Við vorum aldrei nálægt því að vinna titilinn þegar við enduðum í öðru sæti, unnum síðustu 10 leiki á meðan Man utd slakaði á og því enduðum við “bara” fjórum stigum á eftir þeim, United var allan tíman með þetta under control. Þar tapaðist titillinn í janúar þegar Benitez neitaði að gera breytingar á liðinu sem allir sáu að virkaði ekki og við unnum ekki leik, plús auðvitað blaðamannafundarfíaskóið hjá honum þegar hann las upp á sinni lélegu ensku einhver kjánaleg skot á Ferguson. Ég man hvað ég var óánægður með Benitez á þessum tíma.

    Benitez byrjaði vel en svo fjaraði undan þessu hjá honum og undir lokin var hann orðinn stór baggi á liðinu og var réttilega sparkað.

  49. já mér fannst reyndar okkar besti bolti vera eftir áramót þessa leiktíð þegar við tókum einvígið á móti real svo united og villa leikirnir á stuttum tíma! Ég var alltaf soldill Benitez kall en Mer fannst Benitez líka gera margt rangt á þessum tíma eins og að hafa ekki meiri trú á Alonso, trega til að skipta inná í leikjum og að vera ekki með annan senter. tók slæm kaup í að kaupa Keane en seldi hann svo til að kaupa engan og einhvað bull. Svo held ég reyndar að hann hafi verið farinn að stjórna of miklu þarna var held ég of mikið inní peningamálum og svoleiðis dóti hann á átti að vera með einhvern eins og þennan Comolli eða hvað hann heitir og átti að vera að einbeita sér að fótboltanum meira!

  50. Thad hefur oftast reynst lidum illa ad versla mikid i januar…

    Hvad er annars ad ske i deildinni ? Fyrir 1,5 manudum sidan tha helt madur ad Chelski væri ostødvandi og ønnur lid væru ad berjast um 2 – 4 sætid.

  51. Smá innlegg með Benitez karlinn, ég er ekki mikill stuðningmaður hans. Þannig kannski er ég eitthvað litaður. En það sem hann gerði oft á tíðum var æðislegt. Fyrstu 2 árin hans var ég viss um að eðalþjálfari væri kominn til okkar og gömlu góðu árin innan seilingar. En kaup hans á meðalmönnum var honum að falli. hann gerði stundum fanta kaup á til dæmis á Reina, Johnson, Skertel, Agger, Macherano, Alonso, lucas ,L.Garcia, Yossi, Kyut og Svo Torres. En svo kom að kaupa frekar tvo eða þrjá meðalleikmenn í staðin fyrir einn heimsklassaleikmann.
    Ef liverpool hefði haft almennilega eigendur á bak við sig hefði staðan kannski verið önnur. Leikmenn ég Benitez vildi en fékk ekki vegna skorts á peningum var t.d Simao og D.Alves. Svo minnir mig að hann hefði viljað Pato, Walcott, D.Silva, Evra, Vidic, Luisao, G Milito og fleiri góða leikmenn.

    En sem var karlinum að falli gerðist þegar hann seldi einn besta miðjumann í heimi og fékk meiddan Aquilani. Sem ég skil ekki ennþá dag í dag. Real Madrid var með fullt að klassaleikmönnum sem fengu ekki að spila og að fá ekki einhverja í skiptum við Alonso. Real var með Snijder, Robben, Vaart, Drenthe, Nergrado, Diarra. Þarna eru 6 leikmenn og allir í þeim gæðum að geta spilað fyrir Liverpool. En kannski reyndi Benitez þetta ég veit það ekki held ekki.

    Ég er á því að það var rétta í stöðinni að reka Rafael Benitez, þakka honum fyrir gott starf en það var mjög heimskulegt að reka Benitez og ráða Hodson. Þar sem Benitez er miklu betri stjóri en hann. Skil ekki ennþá hvað stjórnarmenn hugsuðu, hvar er framtíðar laust í Hodson? Var það kannski ekki hugsað ut í það?

    En fyrir Liverpoolmenn að gleðjast yfir þegar Benitez tapa með Inter hef ég bara eitt að segja. Hvernig getið þið það með góðri samvisku? Þetta er maðurinn sem kom Liverpool á þennan stall sem það er í dag. Þetta er maðurinn sem vann meistaradeildina, FA cup kom liverpool liðinu í baráttu í deildinni. Hversu margar gleðistundir voru í meistaradeilinni? En vissulega voru líka stundir sem maður blótaði honum í sand og ösku. Ég er ekkert sár að hann sé farinn en ég er sár að sjá liverpoolmenn (”you never walk alone”) drulla yfir mann sem var neyddur í burtu frá okkur, stóð sig vel meðan allt var í rúst hjá félaginu.

    Common hann á nú skilið betra en þetta. takk fyrir mig

  52. Held að Man City sé aldrei að fara selja eða lána okkur leikmann, sáuð bara hvernig þeir fóru með Bellamy, það var ekki að ræða það að hann fengi að fara til Tottenham, hann hfði frekar fengið að rotna uppí stúku.

    Anars er maður djöfull spenntur fyrir Janúar glugganum að sjá hvað nýju eigendurnir ætla sér, það er verið að orða við okkur stórnöfn og einnig nöfn sem maður hefur aldrei heyrt nenfnd. Held að þessir menn verði að kaupa 2-3 virkilea stórnöfn til þess að sýna stjörnunum okkar, aðdáendum félagsins og öðrum liðum í deildinni hver stefna liðsins er. Það mun ekki virka að kaupa einhverja leikmenn á 5-7 milljónir punda og vonast bara eftir því að úr þeim verði einhverjar stjörnur, er búin að fá nóg af þeirri starfsemi. Kaupum frekar færri en betri leikmenn sem fara beint inní liðið og styrkja það strax. Auðvitað verður Janúarglugginn erfiður og væri frábært að fá 1-2 klassaleikmenn en Janúarglugginn ætti þó að geta sýnt okkur hvar metnaður nýju eigendanna liggur og hversu miklu þeir eru tilbúnir að eyða af seðlum.

  53. Já óskalistinn er langur …. en maður verður að vera raunhæfur.
    Á mínum óskalista er striker. Helst 2.
    Væri til í að láta Babel fara til að skapa pening ef einhver er á lausu.
    Annað hvort er að kaupa þá einhvern ungan sem er ekki að fá sjensa hjá núverandi liði og vona að það rætist úr honum eða þá fá einhvern sem er að verða samningslaus. Líklega myndi sá sem er að verða samningslaus vera frekar við aldur ef eitthvað er. Geri mér ekki miklar vonir með það.

    Merkilegt að stúdera aðeins manninn sem menn töluðu um að hefði verið komin, en það vantaði víst staðfestingu á því að við gætum borgað hann. En það er Mario Gomez. Var ekki búinn að fá mörg tækifæri á bekknum hjá Bayern og þeir ekki tilbúnir að láta hann að láni. Annað hvort var það að borga 20 milljónir punda eða hann kæmi ekki. LFC samþykkti að kaupa kappann og kappinn var með frágenginn samning við LFC. Vera partner við Torres, bakkaður upp af Mascherano, Gerrard, Kyut og Cole. Hljómar vel.
    Þessir blessuðu eigendur voru hinsvegar þá svo slæmur pappír, og eru enn, að þeir gátu hvergi fengið þennan pening lánaðan eða tryggingu sem að Bayern samþykkti þannig að kaupin fóru víst út um þúfur.
    Téður Gomez er hinsvegar búinn að spila 14 leiki og skora í þeim 19 mörk. Ekki dónaleg statistik það.

    Bara ef og hefði ….

  54. 14 leikir og 19 mörk hjá Gomez, ég er nú ekki alveg að kaupa það…

  55. Babel á að vera hjá Liverpool ef einhver ber gæfu til þess á þeim bænum, að opna augun fyrir því, að hann á að spila á hægri kantinum. Fáum einn góðan á vinstri kant segjum Juan Mata (http://www.youtube.com/watch?v=jInN7Dtv4Yw). Einn upp á topp til að bakka Torres upp, það mætti gambla með Lukaku (http://www.youtube.com/watch?v=fp-7tH5YbqE) hann er fæddur ´93 þessi trukkur. Kaupa svo Mahamadou Diarra frá Real mér skilst að hann sé ekki í náðinni. Þá gæti liðið litið svona út (kann ekki að setja þetta upp) Reina – Kelly Agger Carra Johnson- Mata Meireles Diarra Babel-Gerrard-Torres. Bekkur: Aurélio Jones Lucas Kuyt Lukaku. Þessir þrír gætu kostað samanlagt ca. 40M punda. Það mætti bæta við þessar 30M, sem slúðrið segir að Henry sé tilbúinn að eyða í janúar, með því að selja einhverja af þessum farþegum í hópnum. Svo má fá vinstri bakvörð og miðvörð í sumar.

  56. Ég er svolítið spenntur fyrir Fernando Llorente hjá Bilbao(striker fæddur 85)en þið?

  57. v-bak: coentrao
    kantur: adam j. + 1 stk
    Nota núverandi kantmenn frami

  58. Sko…

    Það er ekkert hægt að segja t.d. að kaupa A. Johnson því hann er á bekknum hjá City. Skipta á honum og Babel? Hver og einn þjálfari vill hafa ca 22-25 manna hóp sem hann getur notað og vill ekkert missa þessa menn nema fyrir háar fjárhæðir. City er ekkert að fara að sleppa Johnson á 7-8 milljónir. Þetta er framtíðarleikmaður Englands.

    Coentrao er eftirsóttur af Barcelona, Real, Chelsea og þessum klúbbum og af hverju í andskotanum ætti hann að velja Liverpool?

    Vinningsuppskriftin eins og einhverjir tala hér um er ekki að kaupa Hazard sem er 19 ára leikmaður. Það er bara þannig. Hættið að lifa í þessum manager heim og farið í smá reality chec.

    Ef Pool nær ekki CL sæti fara menn eins og Torres og Reina. Ef ekki þá verða þeir aldrei meistarar því þeir hafa ekki þetta winning mentality. Ég meina hvað hafa þeir unnið? Ekki tala með rassgatinu og segja að þeir hafa unnið allt með landsliðinu…. Torres og Reina áttu engan þátt í WC titlinum og eini leikurinn sem Torres gat eitthvað í EM ’08 var þegar hann skoraði í final-inum…. var hann samt ekki bestur í keppninni að mati ykkar?

    Fergie for life!

Steua 1 – Liverpool 1

Houllier snýr aftur á mánudagskvöld