Byrjunarliðið komið

Þá er liðið komið:

Reina (c)

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Kuyt – Maxi – Babel
N’Gog

Bekkur: Jones, Kelly, Aurelio, Poulsen, Cole, Jovanovic, Shelvey

Fernando Torres ekki með, konan hans komin á fæðingardeildina og ég held að það sé í fyrsta sinn síðan El Nino kom til klúbbsins að enginn af þeim Carra, Gerrard eða Torres sé með!

Vel gæti verið að við spilum 4-4-2 með Babel og N’Gog uppi á topp…

Alvöru verkefni, KOMA SVO!!!!!

84 Comments

  1. Shit, er ekki hægt að seinka fæðingunni ;-). Hver á að skora fyrir LFC í kvöld ?

  2. Miðað við að við eigum að flokkast sem einn af stóru klúbbunum á Englandi þá er þetta ótrúlegt. Við eigum enga framherja !!! Hvað ef Torres meiðist, eða á ég að segja þegar Torres meiðist !!

    Hvað gerðist fyrir þennann klúbb og hvernig stendur á að við erum í þessari stöðu í dag ?

  3. Kiddi, af hverju ætti Pacheco að komast á þennan bekk? Fyrir hvern? Þarna eru aðalliðsleikmenn og svo Shelvey og miðað við frammistöður með aðalliðinu í haust myndi ég velja Shelvey á bekkinn fram yfir Pacheco hvenær sem er.

    Pacheco er mikið efni en hann hefur ekkert getað þegar hann fær sénsa með aðalliðinu. Hann verður að nýta tækifærin sín ef hann ætlar sér eitthvað. Shelvey er að nýta sín tækifæri og spila vel.

    Ekkert magnað við þetta.

  4. Það er nú ekki hægt að kenna Pascheco einum um það að hann hafi ekki verið góður í seinasta leik, þessi strákur er sóknarmaður og spilar fyrir aftan sóknarmanninn eins og Gerrard hefur gert en Hodgson er að reyna að gera hann að kantmanni.

  5. Inn fyrir Aurelio, höfum ekkert að gera með 2 bakverði á bekknum á móti slöku liði Aston Villa.

  6. Gaman að segja frá því að þrátt fyrir að það vanti þessa þrjá þá er ég bjartsýnn á verkefnið!
    Eins og ég sagði við síðustu færslu þá sjá Meireles og Herkúles um Villa í kvöld (fingers crossed)

  7. Já Sæmi, þetta var víst algjört dauðafæri þannig að hann gat ekki klúðrað! 😉 hehe

  8. Sammála KAR.

    Pacheco er alls ekki tilbúinn að spila sem “2nd striker” í aðalliðinu, hefur ekki náð að leysa það hlutverk með varaliðinu, ólíkt Shelvey. Hins vegar væri allt í lagi að hafa hann á bekknum þarna fyrir Poulsen eða Aurelio mín vegna.

    Verður bara fróðlegt fyrir okkur öll að sjá útkomuna úr þessum leik án fallbyssanna þriggja, held í raun að við höfum gott af því að sjá hvað í þessa leikmenn sem eru í þessum leik er spunnið.

  9. Fyrir u.þ.b 9 mánuðum skoraði Torres 2 á móti Portsmouth, ætli hann hafi tekið þrennu þann dag?

  10. Jæja 3-0 sigur í kvöld, þetta hljómar kannski full bjartsýnt en ég er bjartsýnn að eðlisfari. Menn fárra sérhljóða skora í kvöld, Ngog 2 og Skrtel.

  11. Jovanovic fyrir n gog hvernig kemst n gog enn í lið skorar ekkert og leggur ekkert upp

  12. Hvað er langt síðan að Liverpool vann leik þegar það spilaði á mánudagskveldi

  13. samkvæmt soccernet spilum við með 2 frammi babel og ngog.
    Sammála magga með það að liðið hefur gott af því að vera án heilagrar þrennu, það gefur öðrum tækifæri til að sanna sig og draga vagninn.

  14. Það eru svona 7 til 8 menn í þessu byrjunarliði sem ég myndi ekki sakna ef þeir hyrfu á braut frá klúbbnum næsta sumar !! Þetta verður fróðlegt.

  15. Torres tekur af skarið og er farinn að byggja upp nýtt stórveldi Liverpool uppá eigin spýtur.
    Vonandi verður það strákur c”.)

    Strákarnir verða dýrvitlausir og vilja vinna fyrir Torres, það verður vöggufagnið þegar þeir skora. Fyrir öll þrjú mörkin.

  16. Ef menn mega ekki gera mistök og læra þegar þeir eru 19 ára, hvenær þá??

    Það er alveg klárt að menn verða ekki góðir á því að spila með varaliðinu eða sitja á bekknum með aðalliðinu. Þetta er klárlega leikur sem Pacheco ætti að fá tækifæri til þess að spreyta sig.
    Það að segja að hann hafi ekki nýtt tækifæri sín er eins og að Ferguson hefði tekið Ronaldo og fryst hann á varaliðinu því hann gerði alltof mörg mistök í sínum fyrstu leikjum.

  17. Er ekki örugglega búið að banna Einari að skrifa umfjallanir eftir leiki ?

  18. 2-0 Babel smellir einu eftir að Ngog vinnur boltann og Lucas á frábæra sendingu innfyrir.

    Hver þarfnast Fernando Torres eiginlega? 🙂

  19. Já sæll, þvílíkt fagn hjá Babel eftir markið sem hann skoraði 🙂 Glæsó :):):)

  20. Liðið er farið að líta mun betur út núna en áður undir stjórn Hodgsons. Samt spurning hvort þeir geti haldið þessu út leikinn eða næstu leiki. Hann þarf allavega að koma því hugarfari í liðið að þeir séu stórlið.

  21. 2 manna lið hvað!!

    Djöfull er ég sáttur 😀 😀 😀

    En vá hvað þetta Villa lið lúkkar ílla :/

  22. Ætla rétt að vona að við förum aldrei aftur í mínus markatölu á þessu tímabili.

  23. Glæsilegt hjá bæði Babel og Ngog. Erum með virkilega góðann miðjumann í Meireles, framtíðar náungi.

    En er það ekki rétt hjá mér að Kuyt er búinn að vera arfa slakur í undanförnum leikjum ?

  24. Djöfulsins vinnsla er allt í einu í mönnum, Babel, Lucas, Mereiles, Johnson og fleiri… áfram með þetta!

    (Djöfull er M. Sk. samt slakur)

  25. Alveg magnað þegar Skrtel er með boltann að dúlla sér á okkar vallarhelmingi, tekur nægan tíma í þetta og sendir svo beint á næsta mann í hinu liðinu, gerist helvíti oft.

  26. So far so good, styttist í hálfleik og þetta er einstefna. Maxi, Lucas, Babel og Ngog sprækastir hjá okkur að mínu mati en flest allir aðrir að spila vel líka. Hvar hefur þessi Ryan Babel verið síðustu misserin? Ég valdi hann mann leiksins á fimmtudag og hann er mjög öflugur í kvöld. Vonandi heldur þetta svona áfram.

    Einnig: Lucas og Meireles eiga að fá að halda áfram saman á miðjunni. Eru að læra á hvorn annan og það er að skila sér í mjög flæðandi miðjuspili. Vonandi eyðileggur Gerrard ekki jafnvægið á milli þeirra þegar hann kemur inn, Hodgson verður að setja SG í holuna á milli þeirra og Torres í stað þess að fara aftur í að troða Gerrard á miðjuna og Meireles út á vænginn.

  27. Það er hreint út sagt æðislegt að fylgjast með Babel þessa dagana, gæti reynst drjúgur með þessu áframhaldi!

  28. KAR vonandi eyðileggur Hodgson ekki þennan glænýja sóknardúett LFC með því að blanda G&T inn í þetta 🙂

  29. Virkilega góður fyrri hálfleikur. Ég óska þess heitt að Hodgson detti ekki í sama varnar/halda pakkann og venjulega í þeim seinni. Ef ekki þá gæti þetta orðið skemmtilegur leikur frá byrjun til enda sem hefur ekki gerst oft á þessu tímabili!

  30. Þetta lúkkar mjög vel, ná að halda spilinu sæmilega gangandi… spurning hvort Torres verði ekki bara settur í að skora meira heima hjá sér 😉 Hann hefur allavega smá samkeppni núna þegar bæði Goggi og Babel eru að skora!

    Áfram Liverpool! – Endar 4-0 😀

  31. Flottur leikur hjá strákunum…eru allavega að standa sig betur en ég þorði að vona.

    En eins og maður er nú búinn að gagnrýna RH fyrir þau kaup sem hann gerði…Poulsen og Konchecsky, þá verður maður að hrósa fyrir kaupin á Raul Meireles, frábær leikmaður með hugarfar sigurvegara og virðist henta ensku deildinni vel.
    Framtíðarleikmaður Liverpool að mínu mati.

  32. Þetta er ekki gott AV lið! Menn eru með stjörnur í augunum, eins og eftir West Ham leikinn.

  33. Virkilega flottur fyrri hálfleikur. Tvö flott mörk og Lucas er eins og hershöfðingi á miðjunni. Eina breytingin sem ég væri til í að sjá, og helst sjá hana bara strax í hálfleik, er Kuyt út og Cole inn. Kuyt er því miður ekki búinn að vera með touch-ið í dag og ég væri til í að sjá Cole koma á vinstri og þá Maxi á hægri.

  34. Liverpool spilar sem lið þegar kónginn og greifann af Liverpool vantar

  35. Flott frammistaða miðjumannanna tveggja og framherjanna í fyrri hálfleik. Konchesky og Johnson augljóslega að komast í gírinn líka.

    Þurfum þriðja markið til að klára þetta!

  36. Ég vona að Hodgson setji í fluggír í seinni hálfleik og að við klárum þennan leik að minnsta kosti 4-0, enda geta þeir nákvæmlega ekkert. Hins vegar kæmi mér það ekki á óvart að Hodgson segði mönnum bara að halda í seinni hálfleik.

  37. Flott frammistaða í fyrri hálfleik. Babel og N’Gog að spila virkilega vel. Ef Babel heldur áfram að spila svona get ég ekki séð að RH geti sett hann á bekkinn. Þurfum 3ja markið til að setja punktinn yfir i-ið.

  38. BirgirÞór segir:

    „Ngog er bara ekki nógu góður….“

    Ertu blindur? Hann skoraði fyrsta markið, bjó til annað markið með því að vinna boltann á miðjunni og var núna að leggja upp þriðja markið á Max. Minn maður leiksins hingað til, hann og Babel báðir að spila frábærlega frammi. Ngog markahæstur hjá okkur í vetur með 8 mörk. Rétt rúmlega tvítugur og kostaði rétt rúma milljón.

    Til hvers ætlastu eiginlega af honum?

  39. ha ha ha glæsilegt. Flott sending frá Ngog og glæsilegt hjá Maxi !!!

  40. VEl gert hjá Ngog og Maxi. Eins og ég varð fyrir vonbrigðum með klúðrið hjá Maxi á móti Tottenham þá var ég virkilega sáttur með hann þarna.

  41. Glæsilega gert!

    Mikið er líka gaman að sjá stjórann hoppa og fagna þegar það er skorað, annað en vinur ykkar Benitez gerði, hann fór bara í fílu þegar vel gékk!

  42. Góður leikur, en við erum ekki að halda boltanum nógu vel…

  43. Hrein unun að horfa á Lucas og Meireles þarna saman á miðjunni, frábærir báðir og stjórna ferðinni algjörlega. Eins og Kristján segir þá má alls ekki fokka upp þessu samstarfi.

  44. Lpool 28%72 Avilla… þetta virðist bara vera svona almennt leikskipulag hjá okkur í seinni hálfleikjum yfir höfuð!

  45. Væri ekki allt í lagi að prófa setja Glen Johnson í hægri kannt? Finnst hann alltaf hættulegur fram á við… Hvað finnst mönnum um það ?

  46. Ég hef aðeins fylgst með Pires eftir að hann kom inná (nr.8) og ég sé að hann hefur tvo hraða, hægt og rólega 😛

  47. Ókey, mig er farið að þyrsta í einhverjar skiptingar – hvað sem er. Brad Jones fyrir N’gog. Sammy Lee fyrir Meireles, bara eitthvað.

  48. Verið að syngja til heiðurs G. McAllister: “Gary Mac, Gary Mac, Gary Gary Gary Mac”…snilldarlag btw rifjar upp góðar minningar með þeim snillingi.

  49. Að sjá muninn á Babel og svo Kuyt þegar þeir eru með boltann útá kannti. Babel fer yfirleitt létt með varnarmennina og nær sendingu fyrir en í 90% tilfella hleypur Kuyt einhvernveginn á varnamanninn og boltinn fer bara eitthvað úti loftið. (en hann er duglegur og því vær égi til í að fá hann til að ryksuga hjá mér húsið, væri örugglega enga stund að því)

  50. Með fullri virðingu fyrir Liverpool en mikið rosalega er þetta Villa lið lélegt!!!

  51. StjániBlai : (en hann er duglegur og því vær égi til í að fá hann til að ryksuga hjá mér húsið, væri örugglega enga stund að því)

    hahahaha góður 😀

  52. Það virkar samt oft hjá Kuyt að hlaupa bara á mennina. Nær með einhverjum undraverðum hætti að komast framhjá þeim með kraftinum.

  53. einare?

    Ég verð að viðurkenna það að ég er ekki að horfa á leikinn, en getur verið að Liverpool liðið sé bara svona gott þegar þeim dettur það í hug og ákveða að bakka ekki.
    Full þreytt að þegar liðið vinnur leik að þá er það mótherjinn sem er svona slappur. Við vitum allir hversu megnugt liðið er, þjálfarinn þarf bara að átta sig á því (og það er það sorglega í þessu).

  54. Þessi ummæli um að hitt liðið sé svo lélegt og því vinnur Liverpool eru orðin vægast sagt þreytt. Liverpool spilaði góðan bolta og átti sigurinn fyllilega skilið, svo einfalt er það.

  55. Flott afmælisgjöf frá Liverpool,fínn sigur og vonandi kemur þetta okkur á run:)
    Ef að við lærum að spila fótbolta á útivelli.
    YNWA

Houllier snýr aftur á mánudagskvöld

Liverpool 3 – Aston Villa 0