Evrópudeild: dráttur (uppfært: Sparta Prag!)

Í dag verður dregið í næstu umferðir beggja Evrópukeppna. Herlegheitin hefjast kl. 11:00, fyrst verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og svo 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar, þar sem okkar menn eru í pottinum.

Drátturinn fyrir Evrópudeildina skiptist að venju í tvo potta, annars vegar þá sem unnu riðla sína eða lentu í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og með betri árangur en þau í Potti 2 og hins vegar þá sem lentu í öðru sæti í sínum riðlum eða þriðja sæti í Meistaradeildinni en með lakari árangur en þau í Potti 1.

POTTUR 1: Manchester City, Bayer Leverkusen, Sporting Lisbon, Villareal, Dynamo Kiev, CSKA Moskva, Paris St Germain, LIVERPOOL, Porto, Zenit St Petersburg, Stuttgart, PSV Eindhoven, Spartak Moskva, SC Braga, Ajax, FC Twente.

POTTUR 2: Lech Poznan, Aris Thessaloniki, Lille, PAOK, BATE Borisov, Sparta Prag, Anderlecht, Young Boys, FC Metalist, Sevilla, Napoli, Besiktas, Rubin Kazan, Basel, Glasgow Rangers, Benfica.

Við getum ekki mætt hinum liðunum í Potti 1 og ekki heldur Napoli sem voru með okkur í riðli í haust. Ef við skoðum Pott 2 eru nokkur nöfn sem við viljum forðast, t.a.m. Lille, Sevilla, Rangers og Benfica og eins væri æskilegt að þurfa ekki að ferðast of langt. Eigum við ekki að segja að það væri draumur að fá Basel? Stutt ferðalag og við skuldum þeim enn fyrir að eyðileggja Meistaradeildina fyrir okkur haustið 2003.

Þá verður einnig dregið í 16-liða úrslitin þannig að við fáum að vita hvaða tveimur liðum við getum mætt ef við komumst í gegnum 32-liða úrslitin. Þar sem Liverpool er í Potti 1 munum við spila seinni leikinn heima í 32-liða úrslitum en það er allt opið með leikjaröðun í 16-liða úrslitum.

Herlegheitin verða í beinni á UEFA.com að venju og við munum fylgjast með þessu hér.

Eiga menn sér einhverja óskamótherja?

36 Comments

  1. Glasgow Rangers.

    Reyndar þurfti Liverpool litla hjálp við að skemma meistaradeildina 2003

  2. Ég væri til í að fá Anderlecht, en annars eigum við nú að komast nokkuð örugglega í 16 liða úrslit.

  3. Ég hef nú mestan áhuga á eftirtöldum liðum: BATE Borisov, Rubin Kazan, FC Metalist, Aris Thessaloniki eða Lech Poznan. Bara svona til að fá það skemmtilegasta við þessa keppni, landafræðifyrirlestursupphitun frá Babú.

  4. Lech Poznan, Aris Thessaloniki, Young Boys, Rubin Kazan

    Allt lið sem ég kann engin deili á og hef aldrei heyrt áður nefnd…. hljótum að eiga séns í þá!!

    YNWA

  5. Metalist klárlega bara út af nafninu, hljómar eins og nafn á þungarokkshljómsveit 🙂

  6. Skiptir engu máli hvern við fáum, erum að fara að vinna þessa blessuðu keppni.

    Annars var ég að velta þessu fyrir mér með Meistaradeildina. Mér finnst alveg útúr korti að lið frá sama landi geti ekki mæst í 16 liða úrslitum hennar ! Ég meina afhverju mega þau mætast í 8 liða en ekki 16 liða ! Hvaða sanngirni er þetta eiginlega. Þetta er klár mismunun og ekkert annað. Þetta myndi líka minnka líkur á að lið frá sama landi myndu mætast í úrslitum sem er EKKI skemmtilegt.

    FCK getur mætt öllum liðum en Arsenal sleppur við Chelsea og ManU fyrirfram !! Valencia sleppur við Barca og Real, já takk fyrir það takk takk !!

    • Metalist klárlega bara út af nafninu, hljómar eins og nafn á þungarokkshljómsveit 🙂

    Come on, hugsaðu aðeins um gaurinn sem þarf að gera upphitunina!!! :-/

  7. Hörkuleikir í Meistaradeildinni:

    • Inter – Bayern, liðin sem voru í úrslitum í fyrra mætast aftur.
    • Lyon – Real Madrid, Lyon slógu þá óvænt út í 16-liða úrslitum í fyrra.
    • Arsenal – Barcelona, annað árið í röð. Svipurinn á Arsenal-gaurnum í salnum var priceless, hann var EKKI SÁTTUR við að þurfa að mæta Barca eina ferðina enn.

    Dráttur í Evrópudeildinni hefst svo kl. 12.

  8. Drátturinn í Evrópudeildinni er ekki fyrr en kl. 13:00, á central european time eins og hann orðaði það.

    Bíðum spenntir!

  9. Algjör synd að Barca og Arsenal skuli mætast í 16 liða úrslitum. Hvernig er það annars, eru Bæjarar ekki í ruglinu um þessar mundir ?

  10. @8 hahaha… hélt að upphitarinn mundi fagna öllum þeim fimmeyringum sem hægt væri að troða í upphitunina við að mæta Metalist 🙂 gæti mögulega toppað Napoli-upphitunina

    • Algjör synd að Barca og Arsenal skuli mætast í 16 liða úrslitum

    Og afhverju myndi það vera?

  11. Vegna þess að Arsenal er lang best spilandi liðið í sínum flokki og við þurfum ekkert að ræða Barca.

    • Vegna þess að Arsenal er lang best spilandi liðið í sínum flokki og við þurfum ekkert að ræða Barca.

    Já meinar, það er bara gaman að fá stórleiki í þessu, sama hvenær. Það er ekki eins og þessi keppni sé eitthvað að marka í ár, vantar aðalliðið.

  12. Væri gaman að mæta Lille eða Anderlecht og leyfa Hodgson og Comolli að sjá Eden Hazard eða Romelu Lukaku og jafnvel taka fjárfestingu í kjölfarið.

  13. Bara fá eitthvað óþekkt lið frá óþekktum stað svo Babu geti uppfrætt okkur eins og honum einum er lagið..

  14. Ronnie Whelan sér um dráttinn, er lukkudýr úrslitaleiksins í ár. Hann var spurður hvort það yrði ekki spes fyrir LFC að vinna Evrópudeildina í fjórða sinn, oftar en nokkuð annað lið, og hann svaraði einfaldlega: “Á þessum tímapunkti yrði spes ef Liverpool gæti unnið einhvern titil, bara einhvern.”

    Snillingur. 🙂

  15. Sparta Prag! Prag-menn virtust ánægðir og Damien Comolli brosti líka fyrir okkar hönd.

    Liverpool – Sparta Prag, fyrri leikurinn í Tékklandi, seinni á Anfield.

    Líst vel á’ða.

  16. Svo Lech eða Braga í 16 liða úrslitum. Fyrri leikur á Anfield.

    Gátum klárlega verið mun óheppnari!

  17. Ætti að vera nokkuð létt leið í 8-liða úrslitin eða hvað segja menn???

  18. Fínt að fá Sparta Prag.

    Gott lið, en þó alveg örugglega hægt að leyfa fleiri mínútur á “hina” leikmenn klúbbsins.

  19. Er mjög sáttur við þennan drátt og finnst að liðið eigi að komast einfaldlega í 8 liða úrslit.
    Draumaúrslitaleikurinn minn er Liverpool vs Napoli.

  20. Hvað sérðu við Liverpool – Napoli Júlíus?

    Væri meira til í Liverpool – Sevilla tildæmis

  21. Það væri nú ekki hundvitlaust að skella í eina Kop.is ferð á einn svona “lítinn” evrópuútileik… Nei segibarasvona…

  22. Ekki svo ónýt hugmynd Sigurjón. Prag er stórskemmtileg borg…En Babú ætti að geta gert sér mat úr þessu svo um munar.

  23. Það er alltaf erfitt að ferðast til austur-Evrópu þar sem fótbolti er líf stuðningsmannana og það er alltaf ótrúleg stemning.

    http://www.youtube.com/watch?v=26Ju8-AzH6I

    Ef það er svona stemning á u-12 leik hvernig haldiði að það verði ef við mætum þessari stemningu. Þetta verður alveg eins og Besiktas 2006, einfalt = við töpum gegn svona stemningu

  24. Viðar nr. 28. Ég sé það að Liverpool er mitt uppáháldslið á Englandi og Napoli á Ítalíu og ég fylgist mikið með ítalska boltanum þegar færi gefst enda finnst gríðarlega gaman að horfa á þá deild.

    Mín 2 uppáháldslið og því fyrir mér ideal úrslitaleikur. :o)

NESV og hugsjónirnar

Fulham á morgun (UPPFÆRT: LEIK FRESTAÐ)