Verðskuldaður sigur. Okkar menn voru ekki einu sinni að flýta sér í lokin, þrátt fyrir að vera undir. Segir mér aðeins eitt: leikmennirnir hafa gefist upp á þjálfaranum. Það var augljóst í kvöld. Það leyndi sér ekki að áhorfendur á Anfield hafa gefist upp líka.
Bless, Roy Hodgson og takk fyrir lítið sem ekkert. Ef NESV reka þig ekki eftir þennan leik verður allt vitlaust í þeirra garð. Þeir hljóta að finna sig knúna til aðgerða eftir þessi ömurlegheit.
jesús……
pétur…
geri hér með opinbert að ég er hættur að horfa á liverpool á meðan að gimpið stjórnar!!!
Deschamps eða Joachim Loew inn, út með Hodgson!
Vá hvað 2010 er búið að vera dapurt en alltaf gott að taka sig á á nýju ári. Nú er aldeilis tími til þess.
Vonandi fýkur Roy og jákvæðir hlutir fara að gerast, maður nennir þessu ekki mikið lengur.
Jæja hve verður nýji stjórinn okkar. Tekur Kenny ekki bara við þessu fraam á vor.
Dagar Hodgson eru allavegana taldir, svo mikið er víst. Verst er að við eigum leik eftir þrjá daga.
Roy kallinn heldur ennþá að hann sé að stjórna landsliði Sviss….rauðir búningar…ruglar þessu öllu saman.
Kærastan mín sagði að Roy Hogdson væri að eyðileggja líf sitt……..ég er alltaf pirraður og reiður þessa dagana víst og það er út af helvítits gimpinu honum RH
Það eina bjarta að við töpum ekki fleirri leikjum á þessu ári.:)
Ég held að kærustur og eiginkonur Liverpool stuðningsmanna ættu að stofna Stuðningshóp til að styrjkja sig í lífinu.
En miðað við allt var þó jákvætt að fá aðeins eitt mark á okkur gegn sterkum mótherjum.
Var hugsað til Jörundar Hundadagakonungs þegar ég sá Royson á hliðarlínunni og vonaði að einhver kæmi, fjarlægði kallinn úr stjórastólnum og segði okkur öllum að þetta hafi nú bara verið eitthvað djók sem gekk of langt. Þá fór ég að raula lagið um Hundadagakonunginn og sá að það gæti vel passað við Royson:
Roy-i aumingi Roy-i dey
Roy-i dúarí dauða
Sem stjóri ríkti hann en sóma ei fann
einn vetur hjá liðinu raaauuuuða.
Sögu við ætlum að segja í kvöld
um heigulinn Roy-a hinn raaaga
sem stjóri ríkti hann en sóma ei fann
og niður þá reyndi að draaaga.
Ætlaði að setja öll erindin yfir en svo áttaði ég mig á því að mig langar ekkert að hugsa svo mikið um Woy.
Gleðilegt ár félagar. Nenni ekki að tjá mig um leikinn. Vona bara innlega að 2011 verði betra.
Hættið að kenna Roy og allt. Hópurinn er bara lélegur og þörf á að skipta út nánast öllu liðinu.
Það þarf annar maður að fara með Hodgson!
Það er TORRES!!! Hann var í besta falli vandræðalegur á vellinum í kvöld!
Olrætí – tími Hodgson er liðinn. Dalglish inn.
Menn skulu samt ekki halda að það dugi fyrir bættum árangri. Leikmannahópurinn er svo langt frá því að vera nógu sterkur að það hálfa væri nóg.
NESV verður að sýna nú strax í janúar að þeir séu menn í það að styrkja leikmannahópinn – það verulega og hana nú.
Einver verstu úrslit í sögu félagsins og örugglega eitthvað það daprasta ár í sögu Liverpool.
Áfram samt Liverpool!
Jesús Kristur, hvað var þetta?
Mannfávitinn er búinn að hafa síðan 11. des til að undirbúa liðið fyrir þennan leik!!! Hvernig ætli uppleggið hafi verið? ” jæja strákar, svona verður liðið, en svo gerið þið bara eitthvað og ráðið hvar þið verðið, ég verð svo á línunni og klóra mér í feisinu”?: Ekkert skipulag, ekkert hungur, undir á öllum sviðum, í lélegu formi og eins og hauslausar hænur. Vissulega gat enginn blautan en stjóra bjáninn ber ábyrgð á leikskipulagi, þjálfun og að undirbúa mannskapinn andlega. Ég verð gjörsamlega orðlaus ef þetta gimp verður ekki rekið strax í kvöld. Kötturinn minn myndi gera betri hluti með liðið en þessi bjáni!
Burtu með fíflið!
Sælir félagar
Á Íslandi er fagurt mannlíf og örugglega á Englandi líka. Veðurgæðum hefur verið misskipt svo sem öðrum gæðum jarðar. Gengið hefur á með frosthörkum og snjó sumstaðar meðan sólin leikur við miðbaugsbúa.
Á Englandi er spilaður fótbolti þegar til þess viðrar en gengi sumra knattspyrnustjóra ræðst af því hvort spilahæft er eða ekki. Þá eru þeir hamingjusamastir og árangursbestir ef ekki er spilað.
Síðan gerist það að leikhæft verður á þvísa landi og fer þá hamingjan að snúa við þeim bakinu og gerast dagar dimmir og nætur svartar. En þrátt fyrir allt og allt halda þeir starfi sínu og er það ljós í myrkri þeirra.
Að lokum legg ég til að RH verði rekinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er nú þannig.
YNWA
Þessar skyndilausnir skila engu, reka Rafa, reka Roy osvfr.
Það er bara eitthvað rotið í leikmannahópnum og Roy verður ekki kennt um það.
Það ætti að skipta um kaptein og hreinsa rækilega út í janúar, nota þessa ungu og falla ef þess þarf.
Eitt ár í championship fyrir enduruppbyggingu væri fínt fyrir félagið og þá nýju tíma sem NESV er að byggja upp.
13 … er þá hópurinn hjá ‘fyrir leik botnliði’ Wolves?
Bestu myndirnar frá leiknum voru af RH algjörlega clueless og LFC fans sem voru algjörlega búnir að fá nóg af þessari vitleysu ! 0 – 1 undir og annar framherjinn tekinn af velli…priceless
*Góður ?
ef ennhver finnur lík á viðtal við fífið eftir leikinn væri eg til í að sjá það…. og vonandi verður það hans síðast viðtal fyrir liverpool…
Er samantekið ráð að tapa leik og losna við RH eða eru kellingar að spila bolta, hvíligt og annað eins . Stjörnur í liverpooooool og engin gerr neitt. Allir eiga að hætta að spila og gefa öðrum séns. Skanndall,aumingar eða hvað.
Ég veit að ég er eins og Ragnar Reykás, nýbúinn að skrifa það að ég héldi að RH haldi djobbinu.
Það var fyrir Newcastle-hörmungina og Wolves-viðbjóðinn í kvöld. Ég treysti því að NESV hafi séð það sem við sjáum öll hin.
Maðurinn veit EKKERT hvernig hann á að bregðast við og er að reyna að nota þær aðferðir sem dugðu honum með lið eins og Sviss, Finnland og Fulham.
Stillir upp 4-4-2 með áherslu á að setja langa bolta á senterena og koma svo á seinni bylgju. Með hægri kantstriker á vinstri kanti, öflugasta miðjumanninn á hægri kanti og reynir enn að byggja á hinni fullkomnu mítu að Steven Gerrard eigi að spila inni á miðju. SG komst aldrei nálægt því að komast í færi og á 54.mínútu gafst Torres upp á að eltast við löngu boltana. N’Gog skulum við ekki ræða í kvöld.
Svo bara skiptingarnar. N’Gog útaf. Já. Senter útaf og Babel settur uppá topp. Átti ekki betri leik en N’Gog og var rangstæður út í eitt. Svo er Meireles tekinn útaf!!! Joe Cole settur inn og látinn fara inná miðju og Gerrard ýtt ofar. Svo loksins er varnarmaður tekinn útaf, vinstri bakvörðurinn sem mér fannst með skárri mönnum í kvöld. Já og jæja, sóknarskipting.
ÓNEI…. Bara annar vinstri bakvörður inná!
Það er eitt að tapa tveim leikjum í röð. Það er annað að láta lið eins og Newcastle og Wolves taka sig taktískt og rústa sér. Í seinni hálfleik FENGUM VIÐ EKKI EITT EINASTA FÆRI!!! Og Liverpool Football Club endaði síðustu 8 mínúturnar með hafsentinn í senternum og dúndraði bara fram.
Hodgson, það heitir “hit and hope” OG ÞÚ ERT EINI ASNINN Í HEIMI SEM LÆTUR SÉR DETTA ÞAÐ Í HUG AÐ LÁTA LIVERPOOL FOOTBALL CLUB BEITA ÞEIRRI LEIKAÐFERÐ.
Óska góðum vinum mínum, Úlfum, til hamingju með sigur þeirra í kvöld. Ég treysti því að NESV og Comolli séu búnir að sjá nóg til þess að átta sig á því að þessi maður er ALDREI að fara að verða framtíðarstjóri LFC og ekki til neins að fá aðdáendur frekar upp á móti sér. Því miður er ég ekki viss að svo sé, en legg til að allir þeir sem eru með John W. Henry á twitter láti hann heyra sína skoðun.
-2 markatala, 12.sæti og þrjú stig frá fallinu í lok árs. Graeme Souness er dýrlingur miðað við þennan ömurleika sem við sáum í kvöld. Það er svo augljóst að leikmennirnir hafa ekki trú á verkefninu og fullkomlega á hreinu að þetta er ekki til neins lengur.
Það er auðvitað ljóst að við þurfum að vinna Europa League eða FA cup til að forða stórslysi, við erum ekki að fara að vera í topp 10 í deildinni með svona frammistöðu. Meistaradeildarsæti???
Svakalega finnst manni maður mikill kjáni að hafa hugsað út í það fyrir St. James’ Park!!!
Guð minn góður, horfði á restina af þessari hörmung og held að ég sé hættur að pína mig á þessari hörmung. Horfi næst á Liverpool leik þegar liðið verður farið að líta út fyrir að hafa áhuga á að spila fótbolta. Ég held að síðasta highlight-ið mitt sem Liverpool aðdáanda hafi verið þegar Blackburn aðdáandinn á heimilinu lét spila YNWA sem útgöngulag í brúðkaupinu okkar, og síðan er liðið tæplega 1 1/2 ár. Hún er meira að segja farin að vorkenna mér og nuddar mér ekki einusinni upp úr því að Blackburn er fyrir ofan Liverpool á töfluni og er búið að vera það í meirihlutan af vetrinum
Einn sár og svekktur YFIR OG ÚT
Þetta er ekki spurning R.H hefur ekkert fram að færa það var nóg fyrir úlfana að pressa hátt uppi á vellinum eitthvað sem að við vorum vanir að gera.
Og hvert var svarið jú háir boltar fram við höfum séð þetta allt of oft í vetur skilar engu kallinn reynir hvað hann getur að slétta hrukkurnar en það skilar liðinu ekki miklu.
ég legg til ad vid fáum BIG SAM til liverpool! ef NESV sáu ekki thennan leik og hvernig their spilidu, Thá veit ég ekki hvad, Liverpool Gátu ekkert!
og ps. Please ekki vera ad hrauna yfir torres..
Tokum Dæmi ALLT THETTA SÍSON eru nokkrir frammherjar ad skíta á sig:
Drogba(Chelsea) hefur ekkert getad thetta síson
Rooney(Man utd) Hefur EKKERT getad thetta síson og er vonlaus
Torres(Liverpool) HEFUR EKKERT GETAD ALLT THETTA SÍSON gaf smá búst i chelsea leiknum. Thad tharf ad henda thessum guttum i varalidid á medan their spila svona. og RH? Tíminn thinn er kominn! en sama hvad vid vælum, gerist EKKERT í málunum!!
Tja, hvað er hægt að segja. Við vorum betri aðilinn í kvöld en vorum óheppnir. Svona getur knattspyrnan verið grimm.
Áramótin eiga að vera einsog nýtt start hjá Liverpool eftir ömurlegt ár. En það gerist ekki nema Roy Hodgson fari.
Reka hogdson, selja alla nema Gerrard og Mereiles og kanski kyrgiakos og lucas.
Óskaplega fer þetta niðurrif hérna í “stuðningsmönnum” í taugarnar á mér! Come on reyna aðeins að sjá björtu hliðarnar og fjalla um eitthvað uppbyggilegt og einblína á að styðja sitt lið!
That said… frábær könnun http://anfieldred.co.uk/poll-should-hodgson-be-sacked-after-wolves-result
Shit menn farnir að biðja um Big Sam.
Ef það segir ekki meira um mörg orð hvað Roy Hodgson er slakur þjálfari.
En Big Sam??? Really???
Svei mér þá ég trúi næstum að þú sért ekki að grínast.
Margt má nú segja um Hodgson er hann er ekki það slappur stjóri.
Sammála þér Babu. Ég nenni ekki þessari niðurrifsstarfsemi. Áttum slæman dag í dag og þannig er það. Liðið og stjórinn ekki að gera góða hluti og bara hægt að vona að það lagist. Allavegana er ég spenntur fyrir nýjum eigendum og ég veit að Roy verður ekki um ókomna tíð á Anfield þannig að ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu og þarf ekki að rjúka til með þumalinn niður á allt sem ég er ekki sammála. :o)
Við virðumst endalaust geta toppað lélegan leik ,ef RH verður ekki rekinn nú þá er lpool fallið.
Þetta var ekki mikil skemmtun.
Haha Babu, þetta var nú bara létt kaldhæðni og eitthvað sem við sjáum kannski í viðtali í kvöld.
Hehe næstum sagði ég 🙂
já svo ég haldi áfram að pósta þá skilja menn ekki húmorinn í þessu og innan við 3 min eftir að ég póstaði þessu eru 7 þumlar komnir niður. Spurning hvort menn geti keypt sér húmor á ebay? Er ekki allt til sölu þar?
Hvað varð um að HLUSTA á stuðningsmennina? þessi íþrótt byggist á okkur sem afþreying, við sem stuðningsmenn erum að dæla inn peningum inní þetta, endið þessa martröð burt með RH! hann er aldrei að fara gera góða hluti með þetta lið, hann gæti ekki unnið Newcastle með Real Madrid.
Bara eitt hægt að segja andsk……. góða nótt
P.S. Það er ekki bara nóg að reka Hodgson. Það þarf að taka til all verulega í þjálfarateyminu , Sammy Lee og co þurfa líka að fara. Síðan má losa sig við þá sem eru ekki nógu góðir og hafa ekki áhuga á að spila fyrir liðið.
Vá.. ég var einn af þeim sem vildu ekki kenna Hodgson alfarið um þetta hörmungar tímabil. En ég er algjörlega á því að þessi skítapési á hliðarlínuna sé að sökkva Liverpool en dýpra en þar sem Hicks og Gillet voru. Eina mögulega leiðin til að ég fari sáttur að sofa væri einn góð frétt um að Roy Hogdson hafi verið rekinn, ekki hætt sjálfur heldur rekinn!
koma svo NEVS
Ég á bara ekki til orð. Það er klárt að leikmennirnir eiga mikla sök en ábyrgðin er hjá RH.
Hugmyndasnauður sóknarleikur og ekki vottur af baráttu. Áhugaleysið algjört og menn eru ekki að hafa trú á verkefninu. Þetta lið er ekki svona slæmt en skipstjórinn er bara með pungapræof ef það og Liverpool er alltof stórt fley fyrir þessa sósu af manni.
Gleðilegt ár kæru poolarar,trúi og treysti að 2011 verði betra,annað er ekki hægt.
YNWA
p.s adios RH
Enn fleiri met í safnið hjá Hodgson.
RT @bensmith_times Last time #lfc had less points at turn of the year was in 1953-54 … the season they were relegated
Y.N.W.A.W.R.H (You’ll never winn agian with Roy Hodgson)
Segi bara eitt… gleðilegt nýtt ár… mitt liverpool ár endaði í kvöld… takk fyrir og bless.. sjáumst með nýjan stjóra á næsta ári ….
Hvað er eiginlega í gangi það eru liðnar meira en 30 mín frá því að leikurinn kláraðist og það er ekki enn búið reka Roy F uckson, hvurslags metnaðarleysi er þetta.
Held að þetta sé fyrsta skipti sem ég græt yfir fótbolta síðan Istanbul 2005 og já þetta eru ekki gleðitár, hugsa að ég þurfi að skjótast í næsta apótek og versla mér prozak!
Holy crap….. djöfull að missa af sögulegum leik! Síðasti leikur RH.
Sagði við minn 6 ára áðan í Liverpool náttfötunum sínum…! “Liverpool tapaði í kvöld…. ” Snáðinn strax: “Af hverju??????” Nákvæmlega afhverju… svo gerði hann sér upp grát…. –_– Sama og mig langar að gera í alvörunni!!!
YNWA
Roy Hogson rekinn. STAÐFEST!
nei. bara draumórar
52… ég brosti í fyrsta skipti frá því kl.8 í 2 sekundur svo draptsu momentið!
Hvað þarf eiginlega til að Roy Hodgson verði rekinn?? Ef þetta dugir ekki þá veit ég ekki hvað. Ég veit ekki með ykkur en það var pínulítill hluti af mér sem fagnaði þegar mark Skrtel var dæmt af. Skammast mín fyrir að viðurkenna þetta en svona er þetta.
ja 52 þetta var ljott
Sammála þér með allt Maggi, nema Ngog, fannst hann besti maður liðsins í fyrri hálfleik. Hélt bolta vel og ef hann skilaði honum ekki vel frá sér þá fékk hann aukaspyrnu. Og í guðanna bænum hættið að tala um að Torres nenni þessu ekki og eigi að selja hann, auðvitað nennir hann þessu ekki, hann fær enga þjónustu og spilar með liði sem má ekki sækja eða pressa. Ef menn halda að lausnin á vanda okkar sé að selja lang-langbesta leikmanninn þá held ég að menn ættu frekar að horfa á beinar útsendingar úr sænsku 3. deildinni í hniti.
Ef Rafa var búinn að missa búningsklefann hvað er Roy þá búinn að gera? Missa hann í gólfið og mölbrjóta, láta mala brotin í púður, troða þeim túpu, smyrja hana og láta þvertroða henni lóðbeint upp í rassgatið á sér?
afsakið strákar 😉
Sammála þér Egill. Sá eini sem hefði eitthvað grætt á ömurlegu jafntefli í kvöld væri Hodgson. Tap á heimavelli á móti neðsta liðinu er bara bull og vitleysa.
Karlinn hefur enga afsökun fyrir þessum ömurlega leik, engin meiðsli, engin þreyta, ekki neitt nema lélegt skipulag og hugmyndafræði frá 1983 !
Góði Guð, takk fyrir að haga hlutum þannig að ég missti af þessum leik. Vill ekki vera með ælubragð í munninum á Gamlárskvöld.
Éini ljósi punkturinn við þessi úrslit ætti að vera sá að hodgson verði rekinn !
YNWA
Hingað til hafa hinir nýju eigendur Liverpool boðið upp á litlar sjáanlegar breytingar. Nú bíður maður spenntur eftir hvað verður gert í janúar, ég óska mér að keyptir verðir tveir nýjir leikmenn í háklassa og eins og eitt stykki stjóri. Ég get beðið fram í janúar eftir leikmönnunum en ég vona að ég geti haldið inn í nýtt ár með það staðfest og uppáskrifað að maður sem má ekki nefna verði farinn frá Liveprool.
Bara burt með Roy fyrir febrúar.
(phone ringing)-Hallo -Hallo. Is this Liverpool FC? -Yes. -OK. I want to become a manager. My name is…. -Are you insane sir? -Yes why? Are there any other requirements?
Nákvæmlega eins og fyrstu ca. 10 umferðirnar hjá okkur. Var að lagast en núna erum við
komnir aftur á byrjunarreit.. nú hlýtur karlinn að fara.
Nú myndi ég segja að ég væri bjartsýnismaður að eðlisfari, en nú er mér öllum lokið.
Mér hefur oft þótt fólk vera of fljótt að kenna þjálfurum um öll mistök og reka þá strak.
En í þetta skiptið þá sést það langar leiðir að það er góðvinur minn Roy nokkur Hogdson sem ber alla ábyrgð á hræðilegu gengi okkar manna.
Hann leggur alla leiki upp með einhvern fáránlegan Kick and hope fótbolta. Sem leikmennirnir trúa ekki á, svo þegar við lendum undir eins og í dag þá kann skröggurinn ekki að bregðast við því, hann heldur áfram að spila alveg hræðilegan fótbolta og er ekkert að bæta sóknina, eins og í dag þegar hann gerir þrjár skiptingar N’gog sem var að mínu mati búin að vera með betri mönnum í liðinu og setur Babel inná var ekkert nema rangstæður í þessum leik. Meireles út fyrir Cole sem ég skil ekki heldur því Meireles var búin að vera alveg ágætur í leiknum. síðasta skiptingin Konchesky út fyrir Aurelio var bara lógísk, Konni var bara búin að eiga herfilegan leik selja sig dýrt og skilja hægri kantinn eftir lausan hvað eftir annað.
Þá held ég að stærast vandamálið sé það hvað Hodgson nær ómögulega að Motivera leikmenn sína, enginn þeirra virðist hafa nokkurn áhuga á að gera vel fyrir sinn þjálfara.
Roy Hogdson út á stundinni og vona ég að hann verði ekki áfram við stjórnvölin þegar nýtt ár gengur í garð. Ráða einhvern almennilegan þjálfara sem er sigurvegari (þó það væri nú alveg týpískt ef Sam Alardyce væri ráðin eða einhver álíka miðlungsþjálfari)
Martin Jol er á lausu
Klukkutími liðinn og kallinn er ennþá stjóri ég á ekki aukatekið orð. Þoli ekki margar mín í viðbót hlítur að fara gerast á næstu mínútum
Ég sem er búinn að kaupa mér ferð á Liverpool – Everton 16 jan. Spurning hvort maður eigi að fórna því fé og sleppa því að fara. Ég get þó allavega farið til þess að bera mótmælaspjöld gegn Hodgson eða eitthvað slíkt. Og svo mígið utan í Goodison Park. Það myndi líklegast bjarga ferðinni !
Ég líkt og aðrir sem eru að dreifa þessu vara við þessum myndum:
http://www.youtube.com/watch?v=NcBxoYKrB10
úff
Jæja, ef að RH er á æfingarsvæðinu að þjálfa liðið á morgun er aðeins ein ástæða fyrir því.
http://www.youtube.com/watch?v=HfRwJwTnoyk
61 Ég get ekki beðið fram í febrúar,verð farinn út að finna gjótu handa skarfinum ef ekkert gerist núna.
Það þýðir náttúrulega ekki að vera að væla út af Hodgeson! Þetta skrifast allt á Pepe Reina. YNWA
40 Júlíus
Er þetta kannski ekki meiri spurning um þinn húmor. Þeir á Liverpoolspjallinu virtust ekki eiga neitt betra með að lesa í gegnum línurnar þennan stórkostlega húmor þinn
Jesús minn, má ég þá biðja um að horfa á 2 girls 1 cup frekar en að horfa á þessa endalausu uppáskitu hjá okkar mönnum!
hann sagði þó we didn´t play well í þetta skiptið!!!!!!
‘Eg hef haldið með Liverpool í 38 ár og leikurinn í kvöld var það versta sem ég hef séð til liðsins.
Þvílíkt og annað eins áhugaleysi, metnaðarleysi og algjör skortur á einhverjum smá votti af áhuga að vinna leikinn hef ég aldrey nokkurntíma séð áður hjá liðinu.
Það er eitthvað stórkostlega mikið að.
Menn hafa bara engan vilja lengur að berjast fyrir liðið.
Og það er “uglunni” honum Hodgson að kenna.
Burtu með hann. PLEASE!
Það er allavega eitthvað jákvætt í gangi í kvöld: margir miðlar á Twitter staðfesta að Sylvain Marveaux, vinstri kantari hjá Rennes, var gestur í VIP-stúkunni á Anfield í kvöld í boði klúbbsins. Gefur til kynna að hann er næsta örugglega að koma til Liverpool í janúar. Leikmaður sem Comolli mælti með, hans kaup en ekki Hodgson þannig að uppsögn Roy ætti ekki að hafa áhrif á þessi kaup.
Þekki leikmanninn ekkert, en það er allavega verið að vinna í málum á bak við tjöldin fyrir janúargluggann, hvort sem það verður Roy eða einhver annar sem fær að bjóða hann velkominn til Liverpool.
Vonandi koma fleiri leikmenn. Og ég bara trúi ekki öðru en að það verði annar stjóri sem býður þá velkomna.
@ 69 Babú – þetta er ekki fallegt. Hugsa að persónulega hefði ég brugðist svona við.
http://www.youtube.com/watch?v=Bqp64q7kHmw&feature=related
Roy Hodgson heldur því fram í þessu viðtali sem Babu poste-aði að hann gæti ekki neytt menn til að berjast fyrir liðið ef það væri ekki í eðli þeirra….Það væri í eðli Kyrgiakos, Skrtel og Kuyt…en annarra ekki….Hahahhaha þetta er nú meiri brandarinn.
Eg hef ekki misst ahugann a LFC i vetur thratt fyrir slakt gengi… thad er kannski ad breytast… af thvi ad lesa athugasemdir ykkar her ad ofan vard eg eiginlega mest pirradur a thvi hvad menn voru ad tala illa um Newcastle… segir thad mer ekki eitthvad?
Newcastle er nu nokkud stor klubbur a Englandi og ad minu mati kannski ekki besta daemid thegar varpa a ljosi a getuleysi lids ad benda a ad thad hafi nu tapad fyrir Newcastle thvi thad hafa allir storu klubarnir gert…
nú hef ég aldrei talað illa um Roy Hodgson eða hans leik aðferðir, en ég held ég hafi áttað mig á einu í kvöld….. Maðurinn er sextugur og langar í feitann starfslokasamning…. nennir ekki að gera neitt lengur og hvað þá eitthvað af viti, kaupir nokkra rusl leikmenn og lætur aðra spila úr stöðum, fær 2-4 milj. punda í starfsloka samning og þarf aldrei að gera neitt aftur.
bara kenning samt
Láta Kenny Daglish klára tímabilið. Hreinsa út meðalmenn eins og Poulsen, Jova, N´Gog, J.Cole (ef hann bætir sig ekki í janúar). Hreinsa út líka lélegasta vinstri bakvörð í sögu liverpool PC.
Liverpool vantar alvöru miðvörð : Gary Cahill, Shawcross, S.Kjær, M.Sakho
Það sárvantar kantmenn: Adam Johnson, Ashley Young.
Svo vantar allavega einn alvöru striker( tvo ef Torres heldur sér ekki heilum) : Dzeko, L.Suarez, Aguero.
Ef kanarnir reka ekki Hodgson núna og láta innanbúðarmann , Kenny, Sammy Lee eða boltastrákana taka við….þá vantar ekki bara kúlur og metnað í þá heldur allt vit. Þá vil ég að þeir selji klúbbinn aftur…
Vona að ég vakni í nýtt ár laus við Hodgson og með fyrirheit frá eigendum um að strykja lið sem er með alltof marga miðlungsleikmenn á svimandi launum sem ekki eru verðugir að klæðast hinnu helgu treyju. Ef þetta verður ekki lagað strax þá verður klúbburinn í ströggli næstu árin.
kv. E
Hodgson “I’d like to give Wolves credit, but I think we were a bit unlucky to lose the game, probably 0-0 would have been a fair result”
er maðurinn á sýrutrippi….
slæmur dagur á skrifstofunni og að jafntefli væri góð úrslit.. ef að þessir NESV gaurar reka hann ekki og bókstaflega sparka í rassgatið á honum eru þeir ekkert betri en hitt kana parið með að drepa þennan ástkæra klúbb okkar..
svona menn eiga ekki einusinni að þjálfa í utandeildinni í Færeyjum (hún á það ekki heldur skilið)
Nr. 77 Palli G
Vá þetta hef ég ekki séð, tær snilld 🙂 Málið er bara að líklega myndu leikmenn svara með svipaðri ræðu ef Hodgson myndi reyna þetta. Hann hefur líka ekki 2% af því hjarta sem GT sýndi þarna.
Er þetta samt í alvörunni besta hugmyndin til að fá stuðningsmenn í lið með sér!!!
Enn eitt frábæra viðtalið við RH. Tjaa… slæmur dagur á skrifstofunni, þeir voru bara betri.
Ég tek því verr að tapa með LFC í ChampionsManager heldur en hann að tapa enn einum leiknum sannfærandi og það á móti neðsta liðinu. Það er málið, honum virðist vera skítsama. Engin ástríða, enginn ákafi, ekkert “f****ng s**t hvað við erum lélegir”.
Ef gömlu eigendurnir leyfa RH að halda niðurrifinu áfram til sumars valda þeir klúbbnum engu minni skaða en gömlu eigendurnir. Það er kominn til að félagar okkar á Englandi fari í kröfugöngur til að losna við karlfíflið.
Jesús. Ég hef sjaldan verið fegnari að hafa misst af Liverpool leik. Þetta er búið hjá RH, það er öllum ljóst. Ef eigendurnir skilja það ekki verður Búsáhaldarbyltingin grín í sambanburði við það sem koma skal.
Vil bara benda á þá sorglegu staðreynd að síðast þegar Liverpool var með svona fá stig um áramót var á tímabilinu 1953-1954, það ár endaði Liverpool í neðsta sæti deildarinnar, og hvaða lið varð Enskur meistari það ár?
Jú, Wolves 🙂
http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/LeagueTable/54
Shit hvað ég var heppinn að börnin mín voru með vakaendalaustjólafrí flensuna í kvöld
Ég er hættur, segi upp! (þangað til ég sé að það hafði einhver Liverpool hjarta og kjark, s.s RAK ÞETTA ANSKOTANS FÍFL)
áhugaverð grein: http://www.goal.com/en/news/9/england/2010/12/29/2282529/who-should-be-liverpool-manager-in-january
Það væri yndislegt ef svo yrði, það er að segja ef hann myndi kveikja á fattaranum fyrir nýársdag.
Svarið að ofan er svar við númer sextíuogníu
Ekki skánaði þetta nú í viðtalinu þegar hann telur Kop-stúkuna ekki styðja liðið, þurfi að fara að sýna “true support”.
Maðurinn er hrokafullt stórslys sem á eftir að draga allt niður á meðan hann er á Anfield. Eins og ég var að sætta mig við Purslow er alveg svakalegt að þeir hafi valið þennan mann til að leiða klúbbinn. Ég nenni ekki að byrja á Rafa-umræðu aftur en mikið er það írónískur andskoti að á 4 mánuðum hafi slakasta lið Rafa á öllu hans tímabili hjá LFC bara orðið fínt spilandi miðað við hryllinginn sem sést þessa dagana.
Og aumingja Jens vinur minn sem var á fyrsta LFC leiknum sínum í kvöld, og verður á móti Bolton líka. Mikið vona ég að eitthvað gerist þá!
Ég er enn að átta mig á því að Wolves stjórnaði leiknum frá 2.mínútu til þeirrar númer 90. Hroðalegt!
Það er bitur staðreynd en sönn að Liverpool er lélegasta lið úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Það sem menn eru ekki að átta sig á er að það er raunveruleg hætta á að liðið falli í vor við óbreytt ástand. Ég sé fram á það að liðið verði ekki langt frá fallsætunum í mars- apríl og aðeins eitt getur bjargað þessu liði. Eru menn búnir að gleyma Leeds og Newcastle?? Menn trúðu því ekki liðin gætu fallið en þau gerðu það nú samt. Nýr maður í brúnna strax fyrir næsta leik og róttækarbreytingar í janúarglugganum annars fellur Liverpool úr deildinni. Væri alveg sáttur við það að leikmenn eins og Konchesky, Maxi, Lucas, N´gog, Skrtel, Kuyt, jovanovic, spearing og meiðslahrókurinn Agger yrðu seldir eða losaðir undan samningi og nýir eigendur verða að henda 30M í leikmenn strax. Miðvörð, tvo vængmenn og tvo sentera fyrir um 50-60M og menn losaðir fyrir 15-20M. Eina krafann um stjóra frá mínum bæjardyrum séð er að hann ætli sér alltaf að vinna fyrir leiki og spili jákvæðan leik sem leikmenn vilja spila. Van Gaal laus??
Það er tapa á móti Wolves á heimavelli er að mínu mati skömmustulegt fyrir Liverpool en það var alls ekki það leiðinlegasta, óþarfasta og skömmustulegasta sem gerðist á Anfield í kvöld.
Mér finnst það að stuðningsmenn Liverpool hafi púað á Konchesky þegar hann var tekinn út af í kvöld stór smánarblettur á áhorfandaskaran. Ég var virkilega ósáttur við að sjá/heyra þetta og finnst mér þetta bara alveg út úr kortinu!
Hann er langt frá því að vera einhver world beater, eða þá nógu góður fyrir Liverpool en að stuðningsmenn skulu púa á hann og hann einan finnst mér mjög leiðinlegt og ósanngjarnt. Hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool en er hægt að áfellast hann fyrir að hafa ákveðið að taka áskorunina sem fólst í því að ganga til liðs við eins stærsta félags í heiminum og reyna að sanna sig? Mér finnst það allavega ekki. Mér finnst þetta mikil óvirðing við hann, hann fékk tækifæri sem hann gat ekki látið sér renna úr greipum og ef það ætti að púa á einhvern þá er það sá sem keypti hann og spilar honum, ekki leikmanninn sjálfan – ég get ekki séð en að hann reynir sitt besta sem því miður bara er ekki nógu gott fyrir Liverpool.
Það sem mamma hans sagði á facebook síðu sinni hefur kannski eitthvað með þetta að segja en það er enn meira ósanngjarnt að láta það sem mamma hans ropar upp úr sér og gerir bitna á honum. Ég stórefast um að hann hafi beðið hana um að segja þetta.
Þetta fannst mér vera það allra versta við leikinn í kvöld. Að púa á stjórann og liðið í heildina fyrir úrslitin er eitthvað sem að ég sé ekkert að ef það á kost á sér, en að einblína svona á einn leikmann er mjög ósanngjarnt.
Annars gaman að því að Sylvain Marveaux var í fylgd Comolli á leiknum. Hugsanlega á leiðinni til Liverpool. Gæti komið með líf á vinstri kantinn og spurning hvort að þetta verði síðustu kaup Liverpool með Hodgson við stjórn. Svona miðað við að Hughton var rekinn frá Newcastle, Rafa rekinn frá Inter og Big Sam frá Blackburn þá finnst mér nú mjög skrítið ef að Hodgson er ekki kominn á síðasta séns hjá Liverpool…
Tæki Graeme Souness fegins hendi miðan við Hodgson! jesús… hættur að horfá á lfc þangað til að hann verður rekinn. Málið að horfa bara á Barca á meðan.
hver er Sylvian Marveux?
76# kristján atli.. Held þeir hefðu betur sleppt því að bjóða honum á þennan leik ef þeir vilja fá hann !! held allavega að það séu ekki meiri líkur á að þessi gaur komi eftir að vera dreginn til Englands á þennan leik
Liverpool fellur ef að Hogdson verður út þetta tímabil….
94
Má ekki vera að baulið hafi beinst að því hvernig skiptingu var verið að gera. Varnarmann fyrir varnarmann.
Ef ekki þá er ég sammála, hann á ekki að þurfa að líða fyrir það að mamma hans er þrossi.
Það verður erfitt að sofna í nótt. Vonandi vaknar maður samt upp við góðar fréttir Svo við getum byrjað nýja árið að krafti.
@94
Samkv mönnum á Twitter var púið ætlar Woy og engum öðrum.
Fyrir áramótin 2008 buðu björgunarsveitirnar íslensku þjóðinni upp á að kaupa útrásavíkingatertur og sprengja í loft upp. Mikið hefði nú verið skynsamlegt hjá þeim að bjóða upp á Roy Hodgson tertur fyrir þessi áramót, hefðu fengið 90 mínútna fría auglýsingu á stöð2sport2 í kvöld og allt.
Það sem virkilega vantar í þetta lið eru kantmenn með tækni og hraða sem geta sprengt upp varnir, öll “stóru” liðin eru með þessar týpur, en í staðinn er Liverpool með hreinræktaðan miðjumann og hægan framherja á köntunum hjá sér!
Um greindarskort gerði sig sekan
gat ekki sett undir lekann
arrg ég er foj
útaf með Roy
andskotist til þess að rekann
þessi greinilega mættur aftur !
http://en.wikipedia.org/wiki/Djibril_Ciss%C3%A9
Versta hugmynd í heimi væri samt að selja Torres…
Held að það sé bæði svefngalsi í mér og svo er ég orðinn nett taugaveiklaður eftir þetta kvöld og þessa hörmung að ég meig næstum á mig af hlátri við að lesa þetta á Twitter:
Þetta er ekki spurning um að vera kominn með liðið á endastöð heldur að vera kominn með það út að endimörkum, þar sem enginn vill vera á. Og það eftir 6 mánuði í starfi eða svo…..Crap!
“On 30th of December 2010, it was reported that Sylvain Marveaux had signed for a fee of £1.5 million. He was a guest at their match the day before.”
Þetta stendur á Wiki…
Höfum við eitthvað að gera við enn einn miðjumanninn?
Við Púllarar erum búnir að fá nóg, þessu verður að linna og það STRAX!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
108
Marveaux er vinstri kantmaður og vinstri bakvörður. Eitthvað sem að vantar. Svo er líka eitthvað tal um að Robert Huth hafi líka verið á leiknum.
Annars nokkuð “áhugaverð” tölfræði. Það eru átján deildarleikir búnir og Liverpool búið að tapa 8 leikjum. Í fyrra, þar sem tímabilið þótti lélegt þegar liðið endaði í 7.sæti, þá tapaði liðið 11 leikjum í 38 leikjum. Ef þetta heldur áfram þá er ég orðinn virkilega óspenntur fyrir að sjá hver útkoman verður!
skemmtileg grein um roy:http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8205635/Liverpool-supporters-losing-patience-with-manager-Roy-Hodgson-following-latest-Anfield-embarrassment.html
BNA menn hljóta að nota endursýningar af leikjum undir stjórn Hodgson þess að pynta fanga.
Úff þessi leikskýrsla segir allt sem segja þarf…. alveg spot on!
Sælir félagar.
Roy er lélegur stjóri. Það er einfalt! En það gerir leikmenn ekki lélega á einni nóttu. Krafturinn er farin úr þessu og það sem Pool þarf að gera er eins og Gaui Þórðar segir að skúra út á Anfield. Þessir póstar í liðinu eru orðnir þreyttir og ég tel að Gerrard sjái eftir því að hafa ekki farið til að vinna einn titil á Englandi.
En menn þurfa á þessari síðu margir hverjir að rífa sig upp af rassgatinu og lifa lífinu. Ég meina eruði í alvöru svona bitrir að það bitni á fjölskyldu ykkar að Pool tapi. Margt annað merkilegra í heiminum tel ég.
Héðinn out
Á brennuna með allt draslið
og það í einum rauðum
þetta er nú meyra baslið
hann gengur af mönnum dauðum.
Roy Hodgson fær að klára tímabilið. vá pælið í því hvar Liverpool mun enda í deildinni ef það fer ekki að spila betur og ef þessi hörmung heldur áfram. Haldið þið að einhver góður leikmaður eigi eftir að vilja koma í Liverpool ?
Nr 81 Eyþór
Liverpool vantar alvöru miðvörð : Gary Cahill, Shawcross, S.Kjær, M.Sakho
Það sárvantar kantmenn: Adam Johnson, Ashley Young.
Svo vantar allavega einn alvöru striker( tvo ef Torres heldur sér ekki heilum) : Dzeko, L.Suarez, Aguero.
Haldið þið að svona leikmenn eiga eftir að vilja koma til Liverpool. Þetta er skref niður á við hja öllum, já þið lásuð rétt , það væri skref niður á við hja Gary Cahill ef hann myndi yfirgefa Bolton og ganga til liðs við Liverpool.
Vá ég er orðin alveg rólegur…….svona þannig séð.
Ég ætlaði að bíða með að farað sofa þangað til ég sæi frétt um það að Roy væri farinn frá klúbbnum en….
Í hálfleik vorum við að tala saman og ég var að verja það að reka stjórann áður en það væri búið að finna replacement fyrir hann en jesus i himmelen það er betra að hafa engann á hliðarlínunni. Eins og einhver benti á þá er þetta að megninu til lið sem endaði í öðru sæti fyrir tveim árum. Leikmennirnir eru ekki allt í einu orðnir svona lélegir, þeir eru andlausir, þannig verður maður þegar maður gefst upp á að reyna að framfylgja úreldri hugmyndafræði. Það er ekki hægt að horfa upp á svona grátlega hörmung lengur og ég get bara ekki séð neitt rangt við það að krefjast brottreksturs karlsins fyrir áramót.
Jæja ég les þá bara fréttina á morgun.
Ég dáðist allveg að spilamennsku Liverpool í þessum leik, sendingarnar þegar komið var inná vallarhelming Wolves voru hnitmiðaðar, enda hefur RH skipað mönnum að senda fyrirsjáanlegar sendingar, menn allveg á tánum og skyndisóknir uppá sitt besta, sérstaklega þessar sendingar frá miðju sem enduðu fyrir framan miðjan teiginn þar sem enginn leikmaður Liverpool var. Hraðinn upp kantinn og sendingar á Torres inn í teig? kannski næst? Þetta er allveg að fara að smella saman hjá Roy Hodgson ég er allveg vissum það. (Kaldhæðni 101)
Ég veit ekki hvort er kvalafyllra –að fylgjast með liðinu spila þessa dagana eða hlusta á Roy Hodgson í viðtölum…. hallast að því að það síðara sé verra.
Horfði á mína menn liggja í vörn á heimavelli gegn lélegasta liði deildarinnar sem lá verðskuldað á botni deildarinnar fyrir leikinn í kvöld.
Ef Roy Hodgson verður ekki rekinn á næstu 24 klukkutímum þá vitum við það að vandamálið liggur ekki í þjálfaranum heldur nýjum eigendum. Leikurinn í kvöld voru skýr skilaboð um það sem við má búast út þetta tímabil undir þessum þjálfara.
Þetta er algjörlega óásættanlegt og fyllti mælin, drullist þið NESV að reka manninn.
Ég var að vinna í kvöld og missti ég af leiknum.. mér til mikillar gleði í rauninni.
En það sem mér sárnaði mest var þegar Wolves skoraði og ég var akkurat þá að tala við pabba gamla í símann.. hann sagði : ” Já þarna kom það.. hlaut að koma að því.. ”
Þetta sagði mér í rauninni allt! Liverpool liðið í heild sinni hafði ekki kraft eða vilja til að vinna Wolves..
Auðvitað er það stjórinn sem stillir upp og reynir að koma kjark í mennina til að vinna leiki..
En þarf stjórinn í rauninni að peppa menn upp eins og Steven Gerrard, F.Torres og co. til þess að vinna Wolves.. ég held að leikmennirnir séu einfaldlega búnir að missa trú á verkefninu..
Gleðilegt nýtt ár og óskandi væri að 2011 verði gott Liverpool ár!
YNWA
Benítez er laus og tökum hann núna. Hann allavega mótiveraði lið sem var verra á pappírunum en liðið sem stillt var upp í kvöld til þess að tapa ekki á heimavelli fyrir botnliði deildarinnar, liði sem Breiðablik ætti séns á að vinna á þeirra eigin heimavelli. Orðum þetta betur, hann sýndi okkur aðdáendum allavega þann sóma sem Anfield er í augum okkar.
http://www.facebook.com/pages/Im-a-better-manager-than-Roy-Hodgson/139396182780363?v=wall skondið
Vonandi, ef neðangreint er rétt þá er það besta jólagjöfin þetta árið.
Roy Hodgson is to be sacked tomorrow because of his poor record this season. The directors are to meet at 9am tomorrow morning to thrash out compensation terms with Mr Hodgson. There are rumours that Roy has already resigned but it is thought that the board are not happy with Liverpool’s league position, and recent results have been totally unacceptable.
Hver voru rökin fyrir því að ráða roy
ég er stoltur af sjálfum mér að hafa náð að þrauka í heilar 90 mínútur án þess að sofna, aðallega vegna þess að bróðir minn fær reiðiskast með nokkra mínútna millibili sem heldur mér vakandi…….. annars ef eigeindurnir sjá sér ekki fært að reka roy eftir þennan leik, þá verður framtíðin ekki uppá marga fiska
@ 124: Hvar lastu þetta? Eða varstu bara að segja okkur frá draumi þínum (og allra)?
Ég hef nú ekki verið talsmaður þess að skipta um stjóra bara til að skipta áður en framtíðar maður finnst eða er á lausu. En nú er nóg komið, við verðum bara að skipta kallinum út.
Chelsea lenti í smá þjálfara krísu hér fyrir nokkrum árum eftir að Mourinho fór.
Fengu Avram Grant, Scolari, Hiddink og svo Ancelotti. Þetta er ekki ferli sem ég hef áhuga á að sjá okkar menn ganga í gegnum.
Þess vegna held ég að ef framtíðar stjóri er ekki á lausu í auknablikinu þá verður Kenny bara að redda þessu á meðann !
Ég er búinn að vera að refresha síðan í gærkvöldi og vona að NESV hafi ákveðið að breyta planinu sínu með að láta RH vera út veturinn og hafi nú áttað sig á því að maður sem er vonlaus taktískt stjórni alvöru klúbb.
Svo held ég að Shankly, Paisley og allar aðrar gamlar LFC hetjur hafi snúið sér marga hringi í gröfinni að heyra ummæli Hodgson um The Kop í gærkvöldi. Þau eru óafsakanleg og það að þeim er nú slegið upp í öllum blöðum auðvitað staðfesta Harakíríið sem maðurinn framdi í beinni hjá SkySports í gær.
Lundúnablaðamafían er meira að segja smám saman að átta sig á því að maðurinn er vonlaus og farnir að benda á augljósa bresti hjá honum. Ég hlustaði ekki á Gauja í gær, en í sumar heyrði ég hann lýsa því að með Hodgson væri LFC búið að fá rétta manninn til að “taka til”. Ég vonaði það, en ég held að það fyrsta sem þurfi að gera Gaui, það er að hreinsa manninn úr brúnni til að fá inn mann sem hefur þá auðmýkt að stilla upp þeirri taktík sem hentar best, en ekki troða leikmönnum inn í “sína” taktík.
Í gær var Hodgson nákvæmlega að reyna það. Vandinn var bara sá að til þess að senda á Zamora minn kæri Woy, þá þarf að sparka alveg niður til London!
Hvergi hef ég séð það sem T.L.F. er að vitna í, en mikið vona ég að þetta sé rétt. Comolli er á öllum leikjunum, til enda. Það hlýtur að hafa verið vandræðalegt fyrir hann að ræða við franska vængmanninn eftir þessa frammistöðu og selja honum það að koma til stórliðs sem er að berjast við fall!
Ef ekkert gerist á næstu dögum þá styð ég þá skoðun að fyrstu merki NESV eru ekki að gera sig. Ég held að það sé lykilatriði fyrir klúbbinn að í stjórn þess verði valdir menn með mikla þekkingu á félaginu og þess hvers er krafist. Kenny Dalglish á að fá lykilhlutverk í þeirri framtíð, með virðingu fyrir Werner, þá á hann ekki að taka þessar ákvarðanir.
En gaman væri að heyra í Thompson, Aldridge, Lawraenson og öðrum gömlum kempum sem hafa hamast í því að verja ráðningu Hodgson, eftir að hafa fagnað brottrekstri Rafa.
Sú ákvörðun í vor mun fara í sögubækur sem næstlélegasta ákvörðun í sögu félagsins, á eftir sölunni til G og H. Að hugsa sér að við borguðum 6 milljónir punda fyrir þau skipti!!!
Fékk þetta SMS frá Pete Sampara Kopite og það segir meira en mörg orð.
I have only missed one home game since 1985/86 season and have supported Liverpool as a team and every manager good times and bad, but have to say I’ve seen more than I can possibly bare under Hodgson!!! He must go and go NOW!!
In all my time as a Liverpool Supporter I’ve NEVER heard such profound disgust for our so-called manager as I did tonight when the Kop chanted: “hodgson for england” and “Dalglish”.
So please Mr Henry, sack hodgson now before we lose any more dignity and reputation.
Hodgson hefur núna verið stjóri í 6 mán. Það er ekki að sjá nokkur batamerki á leik liðsins og ekkert bendir til þess að liðið sé að taka nokkrum framförum heldur þvert á móti. Á þessu tímabili er liðið búið að tapa m.a. gegn Northampton, Blackpool og Wolves. Ef Hodgson á að fara á þessu tímabili þá er rétti tímapunkturinn núna í kringum áramótin. Ef það gerist ekki núna á næstu klukkutímum eða dögum erum við líklega að fara sjá Hodgson vera út tímabilið og það sem verra er að væntanlega fær að hann að láta ljós sitt skína á leikmannamarkaðnum í janúar, þar sem hann mun væntanlega fá að eyða einhverjum milljónum punda í að kaupa einhverja stjörnuleikmenn frá Fulham eða West Ham.
Ummæli Hodgson eftir leikinn voru honum til háborinnar skammar og alveg ljóst að hann hefur endanlega misst tengslin við stuðningsmennina.
Vissulega getur það gerst að lið tapa óvænt gegn minni liðum á heimavelli en það er ekki ásættanlegt að það gerist ítrekað og á hvaða hátt. Það er ekki eðlilegt að láta yfirspila sig leik eftir leik. Það er ekki eðlilegt að stjörnuleikmenn skila ekki meira framlagi en raun ber vitni. Það er ekkert eðlilegt að Hodgson skuli hafa verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Liverpool og að hann skuli vera það enn. Því miður er það sem maður óttaðist mest við ráðningu Hodgson að rætast þ.e. að liðið datt niður í Fulham standard, metnaðurinn í samræmi við það og nú bíður maður bara eftir leikmannaflótta sterkustu leikmannanna.
“Under-pressure Roy Hodgson has vowed to ignore the growing disapproval of the fans and push on at Liverpool.”
Oh boy, Roy …
“But I don’t like it. It’s the Kop’s way of showing they are not happy with what the team is doing. We’ve had to live with negativity ever since I came here.
“The famous Anfield support has not really been there – there were problems with the owners and they have been singing for Kenny.
“I can only hope these ‘fans’ become ‘supporters’ as well because this is a time when the club needs support.
“The negativity does affect confidence.”
Orð ná ekki yfir það hvað ég varð reiður að lesa þetta bull!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hefur RH ekki vit á því að sega upp, hvað er í gangi hjá Liv, og geta ekki þessir landliðsmenn sem eru hjá félaginu spilað FÓTBOLTA,eru þetta bara pissudúkkur.
Þvílíka þunglyndið að horfa uppá þetta helvítis fokk og svo í kjölfarið bara fleiri fréttir sem gera mig ekkert jákvæðari, kannski er ég bara svona rosalega fúll yfir úrslitum gærkvöldsins en mig langar ekkert að kaupa franskan vængmann se engin hefur heyrt nefndan á ævinni fyrir einhverja 1.5 milljón pund, sé fyrir mér nýjan Bruno Cherou eða Bernard Diomede en það er kannski bara ég.
Þessir nýju eigendur eru mánuði frá því að ég hreinlega hætti að halda með þessu liði, held ég hafi aldrei náð að vera jafn pirraður útí Gillett og Hicks eins og eg er pirraður útí NESV menn núna. Ef þeir ekki láta mann fjandann fara núna og sýna metnað í janúarglugganum með því að kaupa allavega eitt nafn til félagsins þá er ég bara ekki viss um að ég meiki meira. Auðvitað hættir maður líklega aldrei að halda með þessu liði sem er það stórkostlegasta í Englandi að mínu mati en eitt er ljóst að áhuginn er ekki beint uppá marga fiska þessa dagana en samt nógu mikill til þess að ég sé að spá í að skella mér á helvítis völlinn eftir mánuð á kvöldleik Liverpool – Stoke og hafa konuna mína með sem aldrei hefur farið á völlinn. Það verður engin stemmning að fara á völlinn núna en ef ekkert verður búið að gerast þá hjá þessum klúbbi væri snjallt að búa til eitt mótmælaskylti sem ekki mun beinast að Hodgson helsur NESV mönnum þar sem ég segi einfaldlega, þið hafið svikið eina loforðið sem þið gáfuð þegar þið komuð og það var að hlusta á aðdáendur félagsins sem allir hafa viljað þjálfarann í burtu frá því þið komuð til félagsins en þið eruð gungur sem gerið ekkert í því og hlutirnir lýta út fyrir að ykkur sé alveg sama hvernig staðan á liðinu okkar er í dag.
ARGGG hvað þetta er orðið pirrandi ástand. Ég hef enga trú á að mannfjandinn verði rekinn í dag, morgun eða í næsta mánuði sem er hrikaleg tilhugsun…..
Góður, eitt einfalt og gott mótmælaskilti sem stendur á:
“Þið hafið svikið eina loforðið sem þið gáfuð þegar þið komuð og það var að hlusta á aðdáendur félagsins sem allir hafa viljað þjálfarann í burtu frá því þið komuð til félagsins en þið eruð gungur sem gerið ekkert í því og hlutirnir lýta út fyrir að ykkur sé alveg sama hvernig staðan á liðinu okkar er í dag”
Vona sjónvarpsmyndavélarnar missi ekki af þessu.
Það er bara hreint sorglegt að horfa á þetta lið Wolves var bara miklubetri en LFC og áttu þetta fyllilega verðskuldað. Annars trúin ég ekki að RH verði þarna mikið lengur
Líklega er þetta lélegasta leikskýrsla sem ég hef séð á Kop.is en hún á alveg fullkomlega við.
Ég var eins og margir ekkert sérlega sáttur við ráðningu RH en ákvað þó að styðja hann enda snýr maður ekki baki við liðinu sínu, það er þó orðið töluvert síðan að ég fékk nóg og ég verð var við að með hverjum leiknum sem líður verður mér meira og meira sama, m.ö.o. maður verður dofinn og missir ástríðuna gagnvart liðinu sínu. Þetta er líklega svipað og þegar fólk verður fyrir margs konar áföllum eins og t.d. við náttúruhamfarir eða stórslys, sljóleiki og tilfinningadoði einkennir það. Þannig líður mér orðið.
2010 hefur verið skelfilegt ár, vonandi verður 2011 betra og heilsar okkur með nýjum stjóra, nokkrum nýjum leikmönnum, nýju hugarfari, nýrri spilamennsku og nýrri leikgleði. Þá verður aftur gaman.
YNWA.
Á þessu tímabili er liðið búið að tapa gegn Northampton, Blackpool og Wolves – allt á heimavelli.
Þetta eitt og sér er nóg til að losa sig við þennan stjóra. Bættu svo við þennan kokteil ummæli hans frá því í gær og síðan er hægt að krydda með fyrri ummælum sem við þekkjum.
Reka hann fyrir hádegi og ekki mínútu síðar.
Það er eitt að pirra mig fyrir utan stórfellda móðgun Roy Hodgson í garð stuðningsmanna Liverpool FC í gær að það heyrist ekki múkk frá stjórnendum Liverpool. Ekki Henry og ekki Werner. Það er varla einu sinni slúður um að það sé verið að fara að halda stjórnarfund til að ræða stöðu mála !! Maður er lítið annað að gera í vinnunni í dag en að refresha netmiðlana með von um góðar fréttir !
Varðandi nýja leikmanninn sem hefur verið að tala um hér þá sé ég ekkert að því að hann sé óþekktur. Ronaldo var ekki mjög þekktur leikmaður þegar hann kom til United. Ekki Nani eða Anderson. Ekki Hernandez og það er hægt að nefna fleiri. Ef þetta er góður leikmaður þá er hann velkominn !! Sérstaklega einnig ef hann er ekki keyptur af Hodgson !
og ekki má gleyma hvernig þessi leikur spilaðist, Wolves átti sigurinn skilið – það er grátlegt að skrifa þetta en þannig er þetta.
Strákar mínir… þetta er svo sorglegt að það vill enginn alvöru leikmaður koma til okkar eins og staðan er í dag…. ef þú værir heimsklassa leikmaður og væri í góðu lið myndir þú fara í Liverpool eins og staðan er núna??????
Best að segja sem minnst um þetta en ef einhver er svo óheppinn að þekkja þennan náunga þá má hinn sami troða járnkarli sem allra lengst upp í rassgatið á þessu viðriðni. Hann á það skilið!
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaGunnarGunnarsson/til-varnar-roy-hodgson
Lokin á þessari grein segir ýmislegt um hvernig mann þessi Gunnar Gunnarsson hefur að geyma: “Kæru óvinir. Ég vona að nýja árið verði liðinu ykkar jafn ömurlegt og það sem er að líða! Synd að Inter-toto bikarinn hafi verið lagður af, þá hefðuð þið kannski átt séns á Evrópukeppni næsta haust.”
Já er alveg innilega sammála þér þarna Bjöggi, þvílíkur djöfulsinns drulluhali og skítseiði!
Einhverjir spjallverjar þekkja mögulega þennan Gunnar Gunnarsson sem Zunderman. Hann er einnig ritstjóri manutd.is … sem mögulega útskýra þessi skrif hans.
Þessi stjóri er auðvitað bara brandari. Verst að það hlær enginn.
Ef NESV vita hvað þeir eru að gera þá hljóta þeir að sitja í einhverju reykmettuðu bakherbergi núna og eru að hugsa næsta leik í stöðunni. Ég tel útilokað að þeir komi fram og lýsi yfir stuðningi við stjórann enda væri það sjálfsmorð fyrir NESV að gera það. Ég tel líklegt að það komi ekkert frá þeim næstu daga en svo verði tilkynnt um brottrekstur Hodgson um leið og nýr stjóri verður kynntur til sögunnar. Ég bara trúi ekki öðru!
Eru það einhverjar fréttir að Man Utd menn séu óþolandi þegar illa gengur hjá Liverpool?
Legg til að þið hunsið þennan Zunderman-bjána algjörlega eins og alla aðra sem geta ekki rætt fótbolta án þess að reyna að trolla og pirra menn.
Æji ég veit það ekki ég sé svo sem ekkert að þessum skrifum Zunderman um Liverpool,auðvitað hlakkar í stuðningsmönnum Man Utd yfir gengi okkar liðs og það myndi líka hlakka allsvakalega í mér ef United væri að drulla uppá hnakka eins og okkar menn eru að gera. Það væri ekkert gaman að boltanum ef engin væri rígurinn, skotin og húmorinn á milli aðdáenda félaganna. Oft hefur maður getað notfært sér það og verður þá bara að sætta sig við að fá þetta á móti þegar við eigum það skilið…
Sonur minn 7 ára spurði mig í gær hvenær næsti leikur væri,ég sagði í kvöld.
Hef það eiginlega ekki í mér að segja honum úrslitin,væri ljótt að segja bara að enn öðrum leiknum hefði verið frestað??
Afhverju er ekki búið að reka manninn með kyndlum og heygöfflum úr Liverpoolborg ennþá?
hahahahahahahahahaha Roy´s Wolves verdict ” Credit to Wolves, they did well. Their game plan was good ” hahahahahahaha. Ég segi það enn og aftur, þessi eldgamla hugmyndafræði Roy´s hentar ekki leikmönnum Liverpool.
Annað sem ég var að hugsa um í gær með fullri virðingu fyrir leikmanninum og vil ég taka það fram að ég hef alltaf haft og hef trú á að hann verði góður enda er hann bara 23 ára. Er Lucas að stíga upp eða hefur Liverpool stigið niður? Lucas Leiva er leik eftir leik með skárri mönnum á vellinum. Ég vona að hann hafi stigið upp.
Það er alveg sama hvar maður drepur niður fæti í spilamennsku Liverpool undir stjórn Hodgson, á öllum vígstöðum er liðið að gefa eftir. Ég vil manninn burt, þessi hálofta, verjast aftur á eigin teig, gamli ” kick and run” bolti sem maðurinn er að innleiða er ekki að mínu skapi og er í raun í hrópandi mótsögn við áratuga hefðir hjá Liverpool. Við Hodgson segi ég það sama og ég segi við mína leikmenn, 1) Það er skemmtilegra, flottara og nútímalegra að “verjast” með bolta en án hans. 2) Á meðan við erum með boltann skora ekki mótherjarnir. 3) Það er auðveldara að þróa sóknarleik sem byggist á hreifanleika og stuttum sendingum þegar boltinn er “vinur” þinn.
Hvað eru þessu blessaðir eigendur tilbúnir að eyða miklum tíma í að “læra á hlutina”? Hefur núverandi gengi engin áhrif á þann tíma? Hafa þeir fjármagn til að laða til sín leikmenn ef engin Evrópukeppni er til staðar?
Miðað við þá ímynd sem eigendurnir vilja að við stuðningsmennirnir höfum á þeim, þ.e. allt er gert af yfirvegun og með framtíðarhagsmuni í huga. Þá bara trúi ég því ekki að þeir hafi farið út í ca. 300 milljón punda fjárfestingu án þess að hafa ákveðna hugmynd um hver ætti að stýra fótboltalegum þætti liðsins á hliðarlínunni í leikjum. Hver svo sem sú hugmyndin er, er það mér óskiljanlegt að þeir bíði með að framkvæma hana því það hlítur að vera mikið dýrara að láta heilt tímabil fara í súginn heldur en að borga Hodgson fyrir að hætta og fá annan í staðinn.
Ætlar enginn að segja mér það að það sé ekki búið að reka helvítis manninn. Ef ekki þá á að henda því í ripleys believe it or not.
Staðreyndin strákar mínir er sú að ef þú tekur nokkuð gott lið og bætir við það average stjóra og average leikmönnum þá færðu average lið, þetta er nánast jafn einfalt og 2+2. Þessi endalausa trú Liverpool á einhverjum meðal Jónum er mögnuð, Hodgson er og var aldrei topp stjóri eða líklegur til að gera topp hluti þótt að hann hafi grísast til að komast einu sinni í úrslit Europe League. Núna þurfa Poolarar að gera upp þann 5 ára samning sem þeir gerðu við hann og súpa eigin heimsku upp með veskinu og því litla sem eftir er að stoltinu… eiginlega sorglegt.
Stolið !
Og já menn ættu ekki að vera láta mann eins og Gunnar Gunnarsson fara í taugarnar á sér enda afskaplega slappur penni. Hann meira segja kann ekki hvar greinaskil eiga að vera og svo er orðaval hans hallærislegt með meiru. Og hver kallar óvin sinn kæran ? Bjáni með meiru !
það er komið fram yfir hádegi og það er ekkert að gerast ! Á maður að trúa því að stjórnendur félagsins ætli að leyfa RH að halda áfram að skemma liðið ???? ég bara trúi því ekki.
@152 “Þessi endalausa trú Liverpool á einhverjum meðal Jónum er mögnuð”
Hvað meinar þú með þessu? Ég veit full vel að það eru margir í Liverpool liðinu sem eru meðalmenn og allt það… en ég verð að hafa trú á því að leikmenn eins og Gerrard, Torres, Reina, Glen Johnson (fastamaður í enska landsliðinu), Dirk Kyut (fastamaður í Hollenska landsliðinu og með betri mönnum þess liðs á HM í sumar) og eins Joe Cole sem á að hafa það mikla reynslu í enska boltanum og að vinna bikara að hann á vel að geta gert mjög gott hjá Liverpool.
Í öðrum liðum eru líka meðaljónar, og verð ég til dæmis að taka lið eins og Tottenham sem er að spila mjög vel núna á mjög mörgum meðaljónum. Þar er það liðsskipulagið sem virkar ekki endilega að leikmennirnir séu bestir í heimi.
Eins, eins og ég hef áður sagt með Man utd Fletcher, Park og O´Shea þá eru þetta meðaljónar að mínum mati sem spila samt brilliant hlutverk hjá Man utd.
Ég er bara algjörlega fastur á því að með réttan stjóra þá á þetta Liverpool lið með þennan mannskap að vera að berjast í meistaradeildarsæti. Og kannski með því að bæta við 2-3 leikmönnum þá eigum við að geta verið í baráttu um titilinn.
Er þessi Gunnar Gunnarsson að biðja um að fá að verða laminn?
??? Ekkert að frétta ???
ég er kominn með æluna uppí kok…..djöfull er þetta subbulegt
Hvar eru handrukkararnir núna þegar þarf á þeim að halda!!
Eitt sem ég gleymdi að nefna eða tvö atriði. Það væri mjög fróðlegt að fá að fylgjast með æfingum og hvernig komið er fram við menn eins og Reina og Torres. Reina hefur verið einn allra besti markvörður deildarinnar er farinn að gera mistök á mistök ofan í hverjum leiknum á fætur öðrum. Eitt sem er mjög áberandi í leik hans að fyrir 6 mánuðum síðan hefði hann farið á móti Ward í gær standandi í báðar lappir og gert sig breiðann. Í gær aftur á móti fer hann með lappirnar á undan og leggst í grasið…….furðuleg breyting.
Torres er síðan bara sér kapítuli. Honum til varnar var hann í mjög leiðinlegum og tímafrekum meiðslum í fyrra. Það er alveg fáránlegt að sjá hvað drengurinn hefur tapað niður sprengikraftinum og hámarkshraða. Á venjulegum degi ætti hann að labba framhjá þessum sleðum í vörn Wolves.
Að mínu viti alveg ótrúleg breyting á mönnunum og rannsóknarefni.
Takið no 156 út… svona á ekki að sjást.
Roy Hodgson á nákvæmlega ekkert inni hjá áhangendum til að voga sér að hjóla í þá eins og hann er að gera…. Maðurinn verður bara að fara.
YNWA
Ég held að allir þeir sem elska Liverpool liðið bíði við tölvunar og voni að fréttin detti inn ” Hodgson rekinn”
Ég er farinn að halda að Torres sé í mótmælum við núverandi stjóra, ég held að hann leggji sig ekki fram viljandi leik eftir leik svo að stjórinn verði rekinn!
http://www.mbl.is/sport/enski/2010/12/30/fabregas_vantar_samraemi_i_domgaeslu/
hann “gleymir” hendinni sem átti að vera dæmd á hann gegn LFC á Emirates á síðasta tímabili en var ekki dæmd.. Tilviljun? Held ekki
Beggi nr. 155. Gerrard, Torres, Reina og Johnson myndu komast í byrjunarlið hjá öllum toppliðum. Svo koma þarna leikmenn eins og Kuyt sem dæmi sem eru baráttuhundur og kannski engin meðaljón en hann myndi eiga erfitt uppdráttar í toppliðunum í dag hugsa ég. Þetta byrjaði allt að mínu mati á árum Houlliers og svo hélt Rafa þessu áfram með kaupum sem að meika ekkert sense fyrir klúbb eins og Liverpool. Að mínu mati ! Ég er náttla engin sérfræðingur en er ekki bara best að feisa það að við erum ekki einungis með stjóra sem er fyrir neðan meðalmennskuna heldur einnig aragrúa af leikmönnum sem eru meðaljónar í besta falli. Það er stærra hlutfall af þeim í Liverpool en öðrum stórliðum ! Uppeldisstefnan hefur klikkað, peningar ekki verið eins miklir og hjá öðrum stórliðum og stað þess að kaupa einn frábæran 30 milljón punda mann þá hafa verið keypti 6 leikmenn sem eru 5 milljón punda virði. Núna er auðvitað fótbolti liðsíþrótt og það dugar oft ekki að kaupa bara einn leikmann en ef að uppeldið í Liverpool hefði skilað einhverju þá hefði það dugað vel !
Bíð eftir brottrekstri stjórans, svo einfalt er það. Líst vel á uppástungur hjá kommenti #4.
í dag er 30. Desember í gær töpuðum við fyrir Wolves á Anfeild road. Við sitjum í 12.sæti í deildinni aðeins 3 STIGUM FRÁ FALLSÆTI. Með 22 stig eftir 18 umferðir 8 tapleiki og bara 6 sigra, getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju það er ekki búið að reka þessa karl uglu!!!!!!! NESV menn verða að sýna að þeir hafa einhverja hugmynd um hvað þeir eru að gera og reka þennan mann áður en við lendum í enn verri málum!!!!!
Ég var að hræra í vöffludeig maður, og gleymdi að skella súrmjólk út í…
þvílíkt fokk.
Jæja gott fólk! Veit einhver af hverju RH er ennþá stjóri Liverpool? Klukkan er núna 13:40 og hann ekki farinn! Er enginn fundur hjá eigendum eða neitt í gangi?
Einhvers staðar á netrúntinum áðan las ég að það væri blaðamannafundur á Anfield kl. 3, finn það þó ekki aftur.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Maður situr stjarfur við tölvuna, kemur engu í verk og bíður eftir fréttum þess efnis að búið sé að reka Hodgson og þá koma svona perlur eins og þessi nr.#168 hahahahahahahahaha mikið lifandi skelfing er þetta dásamlega fyndið hahahahahaha.
Gleðilegt ár allir saman.
Ef menn vilja meina að Liverpool liðið sé fullt af slökum leikmönnum þá má kannski benda á það að 8 af 14 leikmönnum sem tóku þátt í leiknum í gær spiluðu í 4:0 leiknum gegn Real Madrid og í 1:4 sigrinum gegn Man Utd á Old Trafford árið 2009.
172 nákvæmlega, það er ekki hægt að afsaka töp á heimavelli gegn Wolves og Blackpoll með leikmenn sem skýringu, þessi leikmannahópur á að gera mikið betur – en RH er bara að skemma hann !
Mellur og bjór þegar hodgson fer !
Þetta var einn af okkar slökustu leikjum, sérstaklega á Anfield. Við brugðumst stuðningsmönnum okkar, þeir gerðu okkur það ljóst, og ég get bara sagt að ef ég væri í þeirra hópi væri ég líka vonsvikinn,” sagði Hodgson en Liverpool er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti.
“Ef ég væri í þeirra hópi” LOL Hodgson fengi ekki að vera stuðningsmaður Liverpool þó hann borgaði væna summu fyrir það. Burt með Roy fokking Fulham Hodgson
Ég er farinn að sakna Gillett og Hicks
Áhugaverð grein sem kemur frá blaðamanni á Englandi sem gefur nokkrar góðar ástæður fyrir því að Hodgson eigi að fá stígvélið…ef það voru ekki nægjanlega margar fyrir þ.e.a.s.
http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/dec/30/five-things-learned-premier-league
177 mjög góð grein, hann er spot on varðandi Liverpool
og ég sem setti Gerrad sem captain í fantasy…
Er ekki einhver hérna til í að hringja á Taxann fyrir Roy,ég er ekki viss um að ég sofi mikið í nótt ef hann verður ekki rekinn í DAG!!!!!
Ég held að þetta sé allt saman falin myndavél
Nr 172:
Skulum heldur ekki gleyma því að það voru ekki slakari menn en Xabi Alonso, Javier Mascherano og Sami Hyypia sem tóku þátt í þessum leikjum. Þrír heimsklassa leikmenn sem horfnir eru á braut.
En liðið sem Hodgson er með í dag er samt ekki það glatað að það eigi að vera að ströggla í neðri part deildarinnar. Við erum með lið sem á að vera í 4-7. sæti. Það er ekki að fara að gerast með Hodgson í brúnni.
177 Góð grein og lauk rétt. Karlinn hlýtur að fara.
Skrítið að það skuli ekki vera eitthvað meira að frétta, slúður osfr ? Kannski eru allir uppteknir af blessuðum áramótunum en það verður ekki gaman að vera Hodgson á laugardaginn á Anfield ef hann verður þá enn við stjórnvölinn.
Annars gat ég aðeins brosað af þessu í sömu grein:
Imagine having a job where you could woefully underperform for the best part of nine months, criticise your employers, double your money and then show no signs of improvement. That sounds ludicrous, right? Well, it’s what Wayne Rooney has done.
Allir að skrifa undir vonandi losnum við við fíflið http://www.petitiononline.com/hodgson/petition.html
OK…… Ég setti þetta nú annars staðar á þessari síðu… en … skítt með það…
Áður en ég byrja langar mig að taka fram að ég er Manchester United stuðningsmaður umkringdur Liverpoolmönnum í fjölskyldu minni.
Það er svolítið skemmtilegt (fyrir okkur hina) að hugsa til þess í dag að það er ekki svo langt síðan að Liverpool var á pari við hin “topp 4” liðin á Englandi. En hvað hefur gerst síðan?
Ég held að ljóst sé að Benitez var vissulega komin á endastöð með liðið, enda búin að stíga hvert feilsporið af fætur öðru. Gleymið þó ekki að hann færði ykkur stóran titil og var allavega contender í öllum keppnum, þó sérstaklega “útsláttar” keppnum.
Þið fáið svo RH sem ég persónulega taldi bara hreinlega vera ansi góðan kost. Árangur hans síðustu ár með “lítil” lið var hreint út sagt frábær og ég hreinlega taldi að hugsanlega væri eitthvað til í þessari ráðningu.
Síðan þá hefur liðið meira eða minna verið lélegt, þetta byrjaði svo sem ekki hræðilega og leit ekkert verr út en hjá ManUtd, Tottenham og fleirum í upphafi. Athugið að það hefur ekki verið neitt yfirburðalið í keppninni í ár. Liverpool var svo sem ekki að spila vel, en í upphafi var ekkert lið að undanskildu Chelsea, sterkt. Mínir menn í Manchester hafa sennilega ekki verið með jafn lélegt og illa spilanlegt lið í mörg ár en einhverra hluta vegna eru þeir efstir í dag…. Ég skal vel viðurkenna að ég skil oft ekki hvers vegna.
En aftur að efninu. Það virðist vera staðreynd að í ár er ekki eitt einasta lði í premier league sem hægt er að ganga að sigri vísum. Öll “stóru” liðin hafa verið að tapa leikjum. Þó sérstaklega á móti liðum sem hafa mætt með baráttuanda og tilbúin í allt. Þetta er einfaldlega Það sem mér hefur fundist vanta hjá Liverpool.
Steven Gerrard, sem af flestum knattspyrnuáhugamönnum sem reyna að vera hlutlausir, er án efa einn af 5 bestu miðjumönnum heims, virkar hreinlega áhugalaus. Torres sem er líklega einn af tveimur bestu framherjum heims (Drogba) lítur út eins og leikmaður Southampton og vörnin sem hefur oftar en ekki verið gríðarsterk með Carragher í fararbroddi er í molum. Ljóst er að þessir leikmenn verða ekki lélegir bara af því. Leikskipulag RH er hreinlega að skemma þá. Eða allavega finnst mér það….. Svo ég haldi nú áfram…..
Ég get sagt fyrir mitt leyti að mér er hætt að finnast þetta fyndið. Liverpool á, að mínu mati, að vera í topp 5 og á að vera að slá rothögg annað slagið. Ítrekað finnst mér hins vegar Liverpool vera að mæta sem sterkara liðið í leik, hugsanlega ná forystu og svo bara hætta þeir. Það vantar allt “kill” í hugsun þeirra.
Um daginn mættuð þið liði Chelsea og unnuð í hreint frábærum leik. félagar mínir í vinnunni mættu með treflana í vinnuna daginn eftir og voru fullir bjartsýni. Ég var þó ekki að sjá þetta vegna þess að í öll þessi tímabil þegar Liverpool hefur gengið illa, þá hafa þeir venjulega staðið sig vel í stórleikjunum. Ég myndi til að mynda aldrei segja annað en að leikur milli minna manna og Liverpool sé annað en fifty fifty leikur. Eins þegar Liverpool mætir Arsenal eða Chelsea. Þetta er ekki vandamálið. Heldur virðist þetta bara hreinlega vera á þá leið að þegar þið mætið “lélegu” liði, þá er bara allt annað lið á vellinum. Andlaust vont lið…..
Þið eruð duglegir að gagnrýna Torres, og rétt er að hann lítur illa út þessa dagana. Gleymið þó ekki að þið getið tekið hvaða framherja í heiminum í dag og sett í stöðu Torres þessa dagana, og ég get lofað ykkur að hann myndi standa sig illa. Það er erfitt að vera einn frammi og hafa enga hjálp. Berbatov er t.a.m. gott dæmi um þetta. Hann getur aldrei neitt nema þegar Rooney er inni á vellinum til að taka hluta af álagi varnarmanna. Það er einmitt málið, Rooney og Berbatov bakka hvor annan upp og svo er Chiccarito eða hvað hann nú heitir ágætur. Hugsanlega segið Torres fái næga hjálp og að RH sé að rembast við að spila 442. Ég er bara ekki að sjá það. Fyrirgefið mér en Ngog er ekki á “Liverpool” skala og Gerrard er ekki framherji. Hins vegar finnst mér illa farið með frábæran leikmenn vegna skipulag og þið megið vel vera ósammála mér.
Það er t.a.m. einn leikmaður hjá ykkur sem mér finnst mjög góður og hefur hreinlega ekki fengið að spila nóg. Allavega ekki nóg til að komast í leikform….. Ég er að tala um Babel. Mér finnst þessi leikmaður gríðarlega fínn og held að hann geti mikið meira en hann er að sýna. Ég veit ekki hvort þið munið eftir því þegar Ronaldo kom fyrst í United. Ferguson henti honum inn og lét hann spila leik eftir leik eftir leik. Þó svo allir væru að sjá að hann var hreinlega ekki að spila vel, ári síðar var það gleymt og grafið og hann einn af bestu leikmönnum heims. Mér finnst Babel aldrei hafa fengið þetta tækifæri.
Annar leikmaður sem liggur reglulega undir ámælum er markvörður ykkar. Við því segi ég bara að allir markmenn gera mistök. Hann hefur ekki gert mörg, allavega ekki í samanburði við allt sem hann er búinn að bjarga. Prófið að velta þessu svona fyrir ykkur: Hvaða markmann mynduð þið vilja fá í staðinn?” Ég sem United maður væri allavega vel til í Reyna. 🙂
Varðandi kaup ykkar upp á síðkastið þá langar mig að benda ykkur á eitt. Það lítur enginn leikmaður vel út á meðan að liðið er gersamlega andlaust. Ég ætla rétt að vona að þið áttið ykkur á því að Joe Cole er mikið betri en hann hefur verið að sýna. Gleymið þó ekki að allt Liverpool liðið er að jafnaði betra en það hefur verið að sýna. Það hlýtur að vera erfitt að koma inn sem nýr leikmaður og ætla sér að blómstra, þegar allt gengur á afturfótunum.
Mér finnst þó Meirelez hafa verið að spila nokkuð vel og ég held að þið ættuð allavega að vera ánægðir með hann. Áður en ég sá Barca taka Real í rassgatið um daginn, þá held ég hafi aldrei séð lið fara jafn illa með mótherjann, eins og þegar Ronaldo og Meireles gengu frá Spánverjum í “ekki svo miklum vináttuleik” um daginn.
Bottom line
Það er ekkert sérstak vandamál með hóp Liverpool í dag. Vandamálið liggur einfaldlega í því hvernig þessi hópur er notaður.
Fyrir mig og fleiri aðdáendur enska boltans. Þá vona ég að Liverpool vari nú að losa sig við RH sem er greinlega nokkrum bjórum frá því að vera kippa. Ég hugsa þetta bara á þá leið að ef allt færi til helvítis hjá Liverpool (sem mér finnst þó ólíklegt) þá væri deildin bara ekki söm. Liverpool verður að vera í baráttunni, líkt og United.
Því segi ég ::::: Í guðanna bænum losið ykkur við Hodgson. Hann er augljóslega vanhæfur og hugsanlega vanhæfari en Benitez. Þó það sé gaman að sjá ykkur liggjandi, þá er löngu hætt að vera gaman að sparka í ykkur liggjandi.
Með kveðju um skemmtilegri fótbolta Liverpool
Ottó Rafn
Flott skrif Ottó!
Sammála þér í flestum liðum og langar að bæta við athugasemd um Dirk Kuyt. Ég er einn af dyggustu stuðningsmönnum þessa manns og finnst góð ástæða til
Hann gefur sig 110% í alla leiki, alla bolta, allar pressur og vinnur virkilega vel fyrir liðið. Gefst aldrei upp.
Þegar að Torres, Gerrard ofl hafa verið að skíta á sig eða verið meiddir þá hefur Kuytarinn oft og mörgum sinnum stigið upp, skorað gífurlega mikilvæg mörk og keyrt sína menn áfram.
Hann er eins og loyal og þeir verða, segir strax að hann verði Liverpool maður áfram þegar fréttir koma þess efnis að hann sé að fara.
Stórkostleg fyrirmynd innan sem utan vallar og sætari en Ásdís Rán.
Margir þola hann ekki og það er mér óskiljanlegt. Boltatækni hans er ekki sú besta en hann heldur boltanum þó vel, gefur góðar sendingar og er ómissandi í liði Hollands sem á þó haug af flamboyant, tæknitrölla kantmönnum. Kuyt var að mínu mati áberandi betri er flestir í leiknum gegn Wolves og þá sérstaklega Gerrard og Torres. Mig langaði að æla á sjónvarpið þegar Gerrard tók hlaup í gegnum miðjuna, fékk ekki boltann vegna þess að það var betri sendingarmöguleiki á kantinum og þá hætti hann hlaupinu og snéri við, engin barátta, enginn sigurvilji. Menn mega segja að þetta sé RH að kenna og hann á hugsanlega sinn þátt í því. Leikmenn verða þó að gefa sig allan í leikinn, annars eiga þeir ekkert að vera í hópnum.
Ég vill ekki missa Kuyt frá félaginu, nema við fáum næsta Ronaldo í staðinn. Takk fyrir liðið ár annars og megi nýtt ár færa okkur, nýjan þjálfara, betri leikmenn og aðra Liverpool treyju í fataskápinn minn.
Martin O’Neill eða Deschamps í staðin fyrir Roy Hodgson.
áfram liverpool