Steve Clarke ráðinn

Steve Clarke hefur verið ráðinn þjálfari aðalliðsins hjá Liverpool. Þetta var tilkynnt á opinberu síðunni í dag.

Clarke hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Chelsea, Newcastle og West Ham. Bestum árangri náði hann auðvitað sem aðstoðarmaður José Mourinho hjá Chelsea, en hann var aðstoðarmaður hans allan tímann.

101 Comments

  1. flott ráðning hefði samt viljað fá Ronnie Moran aftur, enda hefur ekki verið spilaður “pass and move” bolti hjá félaginu síðan hann hætti í þjálfarateyminu 🙂

  2. Ég er virkilega sáttur með þetta, en er þetta ekki ráðning Comolli ?
    Allavega sagðist Dalglish í gær ekki hafa neina hugmynd um ráðningar eins og væri, enda hefði hann ekkert verið í þessum hlutum.

  3. Það væri gaman á þessum tímapunkti að fá einhverjar fréttir af leikmannamálum LFC. Hverjir eru hugsanlega á leiðinni nú í jan. og gætu komið að láni o.s.fr.
    Hvernig lýst mönnum að fá Adebayor að láni??

  4. Var ekki Steve Clarke með Dalglish hjá Newcastle á sýnum tíma þannig að þeir þekkjast mjög vel? Lýst vel á að það verði spýtt hressilega í þetta þjálfarateymi og öllu því besta náð úr þeim mannskap sem er á leikjaskrá hjá okkur fram að vori. Reikna með ákveðinni uppstokkun þá á leikmannahópi, varla mikið fyrr en þá.

    Af slúðrinu þá er sagt á Twitter (margir að tala um það þar) að Luis Suarez sé á leiðinni og ekki endilega bara til að keppa við Torres heldur til að bjóða upp á fleiri möguleika þarna frami sem ekki veitir af. Sýnist á vídeóum að þá fengjum við okkar Tyson 🙂

    Allavega. Síðustu 2 – 3 dagar éru að blása lífi í mann sem Poolara og það er fín víma.

  5. Ég get ekki sagt að ég sé mjög spenntur fyrir Adebayor, þrátt fyrir hans hæfileika. Launakostnaðurinn yrði svakalegur og manninum virðist ekki fylgja neitt sérstaklega góður mórall. En hvað veit maður, kannski er hægt að temja hann einhvern veginn. Steve Clarke líst mér hins vegar mjög vel á. Kominn tími á að við sönkum að okkur alvöru mönnum í stjórnunarteymið.

  6. Magnús, mér persónulega er sama um launakostnaðinn, það þarf að fá góða menn til liðsins og það kostar peninga. Ef að þeir ætla að styrkja liðið þá þarf að borga há laun og það bitnar ekki á veskinu mínu eða þínu.

  7. Mér skilst að Hodgson hafi fengið 7,5 milljón punda starfslokasamning!!

    Var ekki bara hægt að láta hann taka Poulsen og Konchesky sem lokagreiðlsu (keyptir á 7,5-8 milljón pund).

    Allavega velkominn Clarke, það verður gaman að sjá myndir af næstu æfingu hjá Liverpool liðinu, verða allir skellihlæjandi á stórum gulum bumbuboltum eða verða menn á fullu tempói í þrek og boltaæfingum.

  8. en er þetta ekki ráðning Comolli

    Ég hefði haldið það að þetta væri komið frá Comolli – mér finnst ólíklegt að Kenny hafi haft tíma síðasta sólahring til að redda sér þjálfara líka.

  9. MJÖG glaður með þetta.

    Steve Clarke er skv. mínum heimildum gæðaþjálfari sem hefur mikil áhrif á þá leikmenn sem vinna fyrir hann. Hann hefur verið ráðinn 1st team coach sem bendir til þess að Dalglish ætli að halda Sammy Lee áfram. Það styð ég fullkomlega, hef ekki heyrt eða lesið neitt nema jákvætt um störf Lee sem þjálfara, hjá LFC, Bolton og Liverpool.

    Dalglish var ekki “æfingasvæðisstjóri” heldur taktíker og “man-to-man” týpan sem að var með í æfingunum og tók svo menn til hliðar og fór yfir málin. En hann stillti upp liðinu og stjórnaði í leikjunum algerlega.

    Nú er hann kominn með tvo háklassa þjálfara til að stjórna æfingunum og getur haldið áfram að mótivera og stilla upp liðinu!

    Flottar fréttir, vonandi fáum við nú 2 alvöru leikmenn í þessari viku og maður eignast þarmeð frosið bros!

  10. Mér hefur alltaf líkað við Sammy Lee, af þeirri einföldu ástæðu að hann lítur út eins og bóndi úr Húnavatnssýslu! (enginn sérstakur bóndi þó, bara svona stereótýpu-útlit) Ég finn s.s. íslenska tengingu við hann þótt það sé bara útlitið 😉

  11. Besta mál, enn eitt heillaskrefið tekið hjá klúbbnum síðustu daga, megi honum farnast sem best í starfinu.

    Varðandi Suarez þá er mér slétt sama um hvort hann sé nett ruglaður og bitvargur á meðan hann skorar mörk og veldur usla í vörnum andstæðingana.

  12. Veit ekkert um Clarke eða hvaða áhirf þetta kemur til með að hafa. En ef ég hef lesið mig rétt til þá vinnur Dalglish aðallega með fólki sem hann þekkir mjög vel og virðir og ég efa því ekki að hann hafi haft mjög mikið ef ekki allt um ráðningu Clarke að segja.

    Annars hef ég þá tilfinningu núna að Dalglish verði mun lengur hjá klúbbnum heldur en bara þessa 6 mánuði.

  13. Ég hef verið harður andófsmaður Sammy Lee síðan hann kom aftur til klúbbsins, ástæðan er sú að hann er refsiaðgerða maður af gamla skólanum. Hann vill hafa mennina duglega og vinnusama og ætlar sér að ná árangri þannig. Tímarnir hafa hinsvegar breyst og síðastliðin ár þá höfum við þurft á tæknilega þenkjandi mönnum að halda í bland við hina duglegu, sterku menn og eins þurfum við að stilla upp mismunandi mönnum gegn mismunandi andstæðingum, ekki alltaf dugnað, dugnað, dugnað.
    Svo datt Sammy Lee algerlega ofaní statistics pakkann hans Rafa, sem gerði það oft að verkum að liðinu var stillt upp samkvæmt excel blaði en ekki samkvæmt getu á vellinum. Gleði fréttirnar eru hinsvegar þær að Dalglish er kominn inn og Clark er kominn inn. Í raun þarf ég ekki mikið meira en það í janúar. Það sem myndi hinsvegar gleðja mig enn meira væri ef við fengjum gæða miðvörð og gæða kantara aukalega út sísonið.

  14. Já þessi ráðning er mikið heilla skref fyrir LFC.

    Spurning um að skella sér á Ray nokkurn Wilkins ?

  15. Ein ( eða 2 ) spurning fyrir Blackpool leikinn : Hvað mun það taka KD langan tíma að koma LFC í gang ? Hvaða sæti í deildinni er ásættanlegt fyrir ykkur í lok mái miðað við stöðuna í dag ?

  16. @MW
    Persónulega held ég að það taki ekki langan tíma fyrir Kenny að koma liðinu í gang. Það var sást strax framför í fyrsta leik og þá var hann ekki einu sinni búinn að taka æfingu með hópnum. Hann skipti hins vegar yfir í kerfi sem hentar okkar leikmönnum og ég er nokkuð viss um að leikgleðin mun koma fljótt. Þegar það er komið þá er LFC klárlega með hóp til að vinna fótboltaleiki.

    Eins og staðan er í dag þá held ég að 5-7 sæti sé ásættanlegt í lok maí. Auðvitað væri frábært að ná 4. sæti en ég held að það sé því miður ekki mikil von að það gerist úr þessu.

  17. Ég geri ekki þá kröfu að Kenny nái að snúa genginu gjörsamlega við í fyrstu leikjum, en ég hef fulla trú á því að hann geri það smám saman. 6. sæti í lok leiktíðar er raunsætt eins og staðan er í dag, en því miður held ég að CL sæti séu of langsóttir draumórar.

  18. @ 18 Nú er það alltaf álitamál hvað það er að “komast í gang”, en ég er viss um að við munum sjá áhrif KD strax í næsta leik, tel reyndar að áhrifin hafi mátt sjá í leiknum í gær líka, ég hef í það minnsta ekki séð mína menn svona baráttuglaða í alltof langan tíma.

    Varðandi lokastöðu í deild þá tel ég að skaðinn sé skeður, en að Liverpool verði í Evrópudeildinni á næsta tímabili verður líklega að vera ásættanlegt eins og staðan er í dag, Meistaradeildarsæti krefst kraftaverks, og ég er ekki trúaður maður.

  19. Ég myndi telja 6-8 sæti raunhæft.
    Allt fyrir ofan það tel ég stórann bónus.

    Að því sögðu, ef vel gengur í leikmannakaupum í jan, að þá veit maður aldrei….

  20. @ 19 & 20

    Sammála því að 5 – 7 sætið sé algjört must fyrir LFC.

    Annars held ég að það sé útilokað að dæma KD út frá M.U leiknum , það þarf allavegna 4 til 5 leiki til að sjá hvort LFC sé á réttri leið eður ei…

  21. Var eitthvað að velta þessu öllu fyrir mér í gær, því sem Maggi hefur ritað hér inn ásamt öðrum pennum, sem og stöðunni í dag með því að King Kenny er kominn heim.

    Ef að framtíðarþjálfararnir sem flestum langar í, Dechamps, Boas eða annar verða ekki lausir fyrr en eftir ár eða svo, verður þá ekki bara fínt að hafa King Kenny við stjórnvölin fram að því? Held að FSG gætu alveg vel lifað með því enda er Dalglish maður fólksins í Liverpool borg og það er það sem FSG stendur m.a. fyrir að vera í sátt og samlyndi með samfélaginu í kring um liðið. Félag fólksins. Minnir það okkur ekki bara vel á rætur okkar ástæra félags?

    Þegar framtíðarstjóri kemur svo sest Dalglish væntanlega í hásætði í stjórninni og verður andlit Liverpool FC. Svona okkar Franz Beckenbauer, án þess að ég ætli að fara að líkja þeim eitthvað meir saman 🙂

  22. Frábærar fréttir og vonandi kemur hann með eitthvað af Motormouth geðveikinni inn í myndina. Það er alveg sama hvaða pistil eða grein maður les, það eru allir sammála um að Clark sé þjálfari í hæðsta gæðaflokki !

    Varðandi raunhæfa möguleika þá er ég sammála því að 5 sætið er alger max árángur úr því sem komið er þannig að 5 – 8 sæti er eitthvað sem menn munu þurfa að sætta sig við þetta tímabilið. Vonandi verður það betra en líkurnar á því eru hverfandi !

  23. 4 sætið er fjarlægur draumur en þó miðað við allt ruglið í vetur þá eru ekki nema 8 stig minnir mig í 4 sætið og það er svo sem ekki mikið ef liðið hrekkur í gang.

    Tek þetta á jákvæðninni og segi að við hirðum 4 sætið í síðustu umferðinni af Chelsea eða Tottenham sem bæði verða rétt á eftir okkur og í kjölfarið leiðir Dalglish liðið til sigurs í evrópudeildinni…..

  24. Nr. 25 Jói. Það er allavega víst í mínum huga að ef að Kenny Daglish er bara stjóri út tímabilið þá á að veita honum þá virðingu að setja hann í stjórnina og einnig að reisa styttu af honu fyrir utan Anfield !!

  25. Grétar, eigum við ekki bara að róa okkur og leyfa þessu að koma betur í ljós?

  26. “Annars hef ég þá tilfinningu núna að Dalglish verði mun lengur hjá klúbbnum heldur en bara þessa 6 mánuði. “

    Maður væri svosem til í það!

  27. Sammála Grétar að ef að menn eru að gerast uppvísir að svona framkomu þá á hiklaust að refsa harkalega fyrir það ! Annars finnst mér það einkennilegt að enginn nefndi neitt í lok leiks og þetta er ekki í dómaraskýrslu. Hafi verið um alvarleg kynþáttaníð að ræða þá hefði dómarinn átt að heyra af því að mínu mati !

  28. Jóhann, ég er mjög rólegur. Ef þú lest það sem ég skrifaði þá sérðu að ég skilyrti allt með orðinu “ef”. Hins vegar stend ég við það sem ég sagði, ef það kemur í ljós að unglingaliðsleikmenn hafi verið með kynþáttaníð við leikmenn annars liðs, þá eiga þeir ekki að spila með LFC.

  29. Flott ráðning,Clark dælir vonandi úr viskubrunninum til okkar leikmanna:)
    Sit og bíð spenntur eftir að LIVE fréttamannafundurinn byrjar.
    Koma svo tilkynna Suarez í leiðinni.

    Var ég búinn að minnast á hvað að er gaman að vera Poolari í dag!

  30. Í ungmennaliði liverpool eru amk 4 eða 5 “dökkir” og mér finnst mjög asnalegt ef það er rétt ef einhver í liðinu sé með kynþáttahatur þar sem liðsfélagar þeirra eru dökkir.

    En annars er blaðamanna fundur núna kl 3 með Kenny og sá á twitter áðan að það er verið að tala um að það sé verið að ráða Phil Thompson sem assistant í dag

  31. When asked by a reporter yesterday, Kenny was asked “Is this your most difficult task?”

    To which he replied “No, I once had a par 4, over water from a bunker.”

  32. What did Kenny think of the the Ryan Babell Twitter scandal that blew up on Sunday night?

    ‘It was a bit of fun. Just a bit of fun!’

    Snillingur!!!

  33. Dalglish was asked about the Babel Twitter episode: “It was just a bit of fun!”

    Frá fundinum. Mikið er gott að vera komnir með mann sem kann að svara á réttan máta 🙂

  34. Þvílíkur munur að heyra stjórann sinn verja leikmennina og reyna vera JÁKVÆÐUR.
    Since i took over Fernando has been brilliant!

    Hef fulla trú á því að sjálfstraust leikmanna komi brátt aftur with a vengence!

  35. Dalglish: “Football hasn’t changed. It’s about players. Your relationship with them. Imparting your knowledge on them.”

    NÁKVÆMLEGA !! Þó maðurinn hafi verið í löngu fríi frá þjálfun þá er þetta akkúrat málið !

  36. Comolli on the new long term LFC Boss: We want a man who fits the LFC philosophy and a great man manager. Could be Dalglish.

  37. Úfff, kannski asnalegt að lesa svona á prenti, en ég fékk vænan sæluhroll við að hlusta á meistarann á þessum blaðamannafundi. Þvílíkur og annar eins munur á tveimur mönnum í fjölmiðlum, bara þetta eina atriði (fjölmiðlahöndlun) er eitt og sér alveg þess virði að hafa skipt (hvernig svo sem árangurinn verður svo). Ekki það, ég hef algjöra tröllatrú á þeim gamla, eiginlega kominn með meiri trú heldur en ég hafði fyrir þessa breytingu. Það var svona hluti af mér sem efaðist um að hann gæti komið inn aftur eftir öll þessi ár, en það er ekki vafi í mínum huga lengur.

  38. Reporter: Do u think u are putting your legendery status at risk by coming back?

    Kenny: No i think i would put it at risk by saying no and being disrespectful.

    Það sem hann hefur gert fyrir klúbbinn mun aldrei gleymast,sama hvernig gengur núna!

    YNWA

  39. “Comolli on the new long term LFC Boss: We want a man who fits the LFC philosophy and a great man manager. Could be Dalglish.”

    Ekki útúr myndinni að hann fái lengri samning?

  40. Frábært að fá Clarke. Skil ekki hvað menn eru hrifnir af Sammy Lee. Fyrir utan að vera Liverpool-maður finnst mér augljóst að hann hefur ekkert fram að færa. Það sást vel þegar hann var hjá Bolton. Mér finnst að hver einasti einstaklingur í þjálfarateyminu þurfi að vera afburðamaður á sínu sviði og Samúel Lí er það ekki.

  41. Mikið svakalega er maður sáttur við kallinn. Hann kann algjörlega á þetta og er bara Liverpool Fc trough and trough !! Svörin, viðhorfið og bara almennt hvernig kallinn tæklar þetta er hrein snilld !

    Þvílikur og annars eins munur á viðhorfi hjá tveim mönnum að það hálfa væri nóg ! Nú virkilega sér maður hvað Hodgson var veikur svona útávið.

  42. Algerlega sammála SSteini.

    Hló upphátt þrisvar og er mun glaðari með ráðninguna en ég reiknaði með.

  43. Vááá hvað góð kaup á sóknarmanni myndi bjarga þessari próftíð sem ég er í!!

  44. Ég er í skýjunum með að sjá myndirnar af Dalglish á Anfield og Melwood. Þessu hef ég eiginlega beðið eftir frá 1991 án þess að þora að viðurkenna það. Þess má svo geta að sá gamli, eins og sumir kalla hann, er ekkert svo gamall. Hann er 10 árum yngri en Ferguson og 2 yngri en Wenger. Það er enginn að tala um að þeir séu að hætta, er það? Það væri því ekki aldurinn sem myndi stoppa það að hann væri lengur við stjórnvölinn en fram á vorið. Mikið vona ég að honum eigi eftir að ganga vel.

  45. Ég verð samt að viðurkenna eins og er að ég bara átta mig ekki á þessum Sammy Lee umræðum. Sammy er mjög virtur sem þjálfari, hann var ekki að virka sem framkvæmdastjóri hjá Bolton, en það er líka gjör ólíkt starf. Ég hef rætt oft við marga leikmenn sem hafa spilað með Liverpool og þar er alltaf sama sagan, mikil ánægja með hann og hann er mjög professional í þjálfun. Enska knattspyrnusambandið veit vel hvað hann getur, enda verið viðloðinn landsliðin í gegnum tíðina og þegar hann fór úr þjálfarateymi Liverpool FC á sínum tíma þegar Rafa kom, þá var það út af eftirspurn FA. Hvað hafa menn fyrir sér í því að hann sé ekki góður þjálfari (annað en að hann hafi ekki virkað sem framkvæmdastjóri)?

    Sammy Lee er ekki þjálfari hjá Liverpool, bara af því bara. Hann er einfaldlega þjálfari, og hann er góður í því fagi.

  46. Takk fyrir þetta SSteinn… þessi gagnrýni er úr lausu lofti gripin… Maðurinn kann að þjálfa, er með Liverpool-hjarta og talar þess að auki spænsku sem er ekki verra…

  47. Sælir félagar

    Mér líst vel á þessa ráðningu og svo virðist vera með Dalglish líka. Ég hefi lengi verið fylgjandi því að Kóngurinn yrði ráðinn sem stjóri Liverpool. Ég vildi að hann tæki við af Rafa fyrir tveimur árum en sem betur fer varð það ekki og stóð aldrei til á þeim tíma. Það hefði jafnvel getað riðið manni eins og Dalglish að fullu að lenda í heimskukvörn þeirra G&H.

    Framundan eru nýjir tímar hjá klúbbnum og liðinu. Mér kæmi mjög á óvart ef Kenny Dalglish verður ekki stjóri hjá LFC á sama tíma að ári. Þetta er afburðamaður á allan máta.

    Var afburðaknattspyrnumaður á sínum tíma (minn uppáhalds) veit allt um hvað fótbolti snýst og af svörum hans og framkomu síðustu klukkustundirnar er hann skarpgreindur og veit alveg hvernig á að höndla prssuna og hefur bein í nefinu til að höndla leikmenn bæði til uppbyggingar og aga.

    Maður af hans kaliberi hefur getu og vit til að tileinka sér nýungar og vinna með nýjar hugmyndir í þessum einfalda leik fótboltanum Hamingja mín með manninn er algjör og eins og sagt var einhversstaðar “algjörlega innmúruð og óbreytanleg”. Til hamingju púllarar fjær og nær!!!!!

    Það ernú þannig

    YNWA

  48. er ekkert skemmtilegt að gerast í leikmannamálum?? (einhver sem veit það) ætla þeir að leyfa Dalglish að eyða einhvað. hvað með þetta Lukakala einhvað og þennan suarez? er það bara einhvað daily mail bull eða einhvað meira?

  49. Hvernig haldiði að leikmannagluggin muni koma til með að verða hjá okkur eftir þennan blaðamannafund.
    Munu þeir sjá hvernig leikmenn bregðast við þessum þjálfaraskiptum og ef þörf verður á þá muni verða verslað í lok gluggans eða ?
    Það er auðvitað nauðsynlegt að fá sóknarmann með Torres, það er klárt mál.
    Kantsóknarmaður sem gæti spilað á báðum köntunum sennilega og svo þarf að fá inn bakvörð vinstra meginn því það er vitað mál að Aurelio mun ekki haldast heill út janúarmánuð hvað þá lengur.
    Hann gæti reyndar spilað Kelly vinstra meginn og Johnson hægra meginn en ég vonast þó frekar til að sjá Glen á kantinum og Kelly í bakverðinum.

  50. Strákar… ég var að pæla í einu…
    Er eitthvað vitað hvað Clark fékk langann samning ( eða er ekkert svoleiðis hjá þjálfurum kannski? )
    Hann þekkir vel til Kenny og hann hefði væntanlega ekki tekið starfinu ef hann hann ætti bara að vinna fram á sumar þangað til /EF sko….skipt verður um þjálfara (sem ég vona ekki)

    Rafa var með sitt teymi sér innan handar, og er það allt farið með honum þegar að hann hætti hjá okkur.

    Ég vona að ég sé að lesa á milli línanna hér og Kenny verður hjá okkur til langs tíma

    kv Kristján V

  51. Ætli Babel sleppi ekki við refsingu ef hann setur mynd af sjálfum sér í MU treyju á tvitterinn?

  52. já og FA ákváðu á fundi sínum að kæra Babel… svo hann fer í bann

  53. Það sem meira er að Holloway talar um Ferguson hafi ekki enn tekist að gera Scum að stærri klúbb en Liverpool !!

    Respect Holloway !

  54. æ æ það má nú ekki mikið,hvað þá styggja dómarastéttina né þeirra helstu styrtaraðila Manchester United.

  55. 64 segir
    “Ætli Babel sleppi ekki við refsingu ef hann setur mynd af sjálfum sér í MU treyju á tvitterinn?”

    Af tvennu illu þá held ég að Babel vilji mun frekar fá refsingu frá FA en Liverpoolaðdáendum

  56. Að mínu viti er ekki raunhæft að gera kröfu á meira en 5. sætið í deidinni úr því sem komið er. Frábært að fá Dalglish aftur í stjórastöðuna og þá getur hann líka klárað sína vinnu sem hann byrjaði á fyrir svo allt of löngu síðan.

    Ef ég á að vera alveg hreinskilinn að þá hefur Liverpool Football Club einhvernveginn verið að “fjarlægjast” mann síðustu 18 mánuðina. Eigendamálin, þjálfaramálin, ummæli þjálfara, úrslit og bara allt þetta helv….. kjaftæði í kringum klúbbinn.

    En núna með þessari ráðningu hafa eigendurnir búið til nýtt upphaf. Mjög útsmoginn leikur að ráða King Kenny, þó það verði bara fram á sumarið þá er allavega búið að sameina stuðningsmennina. Það er langt síðan að ekki hefur þurft að eiða púðri í að tala um stjórann eða eignarhald og það sem skiftir mestu máli látið sitja að hluta til á hakanum þ.e. leikmennirnir og hópurinn. Liverpool Football Club er á byrjunareit.

    Mér er í raun sama hvar Liverpool endar í deldinni á þessu tímabili bara svo lengi sem við föllum ekki. Að ná Evrópusæti væri stór bónus. Mig langar bara til þess að Liverpool fari að spila “jákvæðan” fótbolta aftur og ég hlakki til að fara að horfa á leik ( það var orðið annsi hreint erfitt að horfa upp á þessi hörmung sem boðið var upp á ).

    Kenny Dalglish þjappar okkur öllum saman aftur og lætur okkur fara samtaka í sömu átt. Mér líður þessa dagana eins og mér hafi verið afhentur klúbburinn aftur. Ætla bara enda þetta á orðum Shankly…………………..they are privileged to play for you.

  57. Holloway stígur ekki feilspor, er það nokkuð?

    Þvílíkur snillingur, á alla vegu.

  58. 78

    Hvernig geturðu sagt að þér sé sama hvar Liverpool endar í deildinni, ertu ekki Púllari, það eru 54 stig í pottinum ennþá og við eigum berjast fyrir hverju einasta stigi.

  59. Hversu sjúkt er þetta FA í ???

    Babel hefur frest fram á fimmtudag til tjá sig um myndbirtingu Webb, væri ekki nær að Webb hefði frest til fimmtudags að útskýra sína hegðun á sunnudaginn eða þá svindlarin frá Búlgaríu að útskýra hversu ómerkilegur hann geti orðið?

  60. Var ad horfa a lfcTV og tar var konnun medal ahorfenda hvort Kelly eigi ad halda afram i haegri bakvardarstodunni og hann fekk 94% atkvaedi!! Snildar drengur tar a ferdinni

  61. Kelly hefur ekki stigið feilspor þegar hann hefur fengið sjénsinn í bakvarðarstöðunni, nú er bara spurning hvort það sé ekki loksins kominn maður sem verðlaunar menn fyrir góða frammistöðu. Johnson getur bara farið á hægri kantinn!

  62. Kenny er kóngurinn og þvílíkur munur að hafa hann í brúnni… það er aftur kominn klassi yfir klúbbinn, enda er maðurinn gegnsýrður af Liverpool anda, er þvílíkur snillingur í tuðrusparki og kann mannasiði. Er þetta ekki það sem við höfum beðið eftir? Ég ætla að spá því að við náum aftur meistaradeildarsæti í ár.

  63. Maggi S #80….þú spyrð, ertu ekki Púllari? Hehehehehehe gaman að þessu.

    Svo að maður geri eins og margir fræðimenn þ.e. vitni í sjálfan mig……(tilvitnun) Að mínu viti er ekki raunhæft að gera kröfu á meira en 5. sætið (tilvitun lýkur). Eins og deildin er að spilast er 5.sætið mjög góður árangur. En svo skrifa ég til að undirstrika að frá mínum bæjardyrum er engin pressa á King Kenny…….(tilvitnun) Mér er í raun sama hvar Liverpool endar í deldinni á þessu tímabili bara svo lengi sem við föllum ekki (tilvitnun lýkur).

    Ég er bara svo ánægður að okkar maður, Liverpool through and through King Kenny Dalglish, er orðinn stjóri að það bara er ekki hægt að lýsa því. Skemtun og spenna fylgir kallinum og ég hlakka bara (aftur) til að horfa á leiki.

    Í mínum huga er það ekki síður árangur að ná að sameina bestu stuðningsmenn í heimi á bak við liðið, láta liðið fara spila pass and move aftur og að ná einhverjum max stigafjölda af þessum 54. Ef það gerir mig síðri stuðningsmann í þínum augum………..verður bara svo að vera.

  64. Tek undir með Sigursteini #55 með Sammy Lee. ,,Mistök” Sammys hjá Bolton voru að láta liðið hætta að spila Allardicefótbolta og taka þess í stað upp liprara spil og meiri sköpun í sóknarleiknum. Fyrir því var engin þolinmæði þar sem stigin skiluðu sér ekki og því var hann látinn fara. En hann þorði að gera þetta og fyrir það ber að virða hann.

  65. Howard Webb’s kids have denied their Dad is a secret Man Utd fan. “He is totally unbiased,” said Alex, George, Bobby, Matt and Christiano
    Mér finnst þessi sterkur 🙂

  66. 87

    Þetta var alls ekki illa meint hvort þú værir púllari eða ekki. Það er greinilega munur á metnaði hjá okkur tveimur. Mér er alls ekki sama hvar við endum í deildinni. Ég verð mjög svekktur ef við berjumst ekki um 4 sætið í síðustu umferðinni.

    Núna munar 11 stigum á okkur og 4. sætinu (Tottenham) og þegar við verðum búnir að vinna Blackpool örugglega á miðvikudag verður munurinn 8 stig og þá eru ennþá 17 leikir eftir og allt getur gerst eins og deildin hefur spilast í vetur.

  67. Margt hef ég verið kallaður um æfina en metnaðarlaus….hehehe aldrei. Við erum sammála um velferð Liverpool og er það gott. Raunsæi og metnaður gerur alveg gengið saman. Ef að King Kenny bætir útivallarárangur Liverpool, sem hefur verið skelfilegur núna í 12 mánuði, á nokkrum vikum er hann auðvitað bara snillingur. Hann er náttúrulega snillingur þannig ég veit ekki hvað mætti kalla hann……… snillingur².

  68. Það er langt síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool og ég er nógu gamall til að muna eftir Kenny Dalglish sem leikmanni og síðar Framkvæmdarstjóri,kóngurinn var ein af ástæðunum að ég varð eldheitur stuðningsmaður Liverpool,og ef það er einhver maður í veröldinni sem getur snúið við blaðinu og komið Liverpool á toppinn þá er það King Kenny,ég er 100% klár á því.

  69. hlakka til næsta leiks og sjá að hugarfarið verður jafngott móti litlu liðunum í deildinni, treysti kallinum alveg fyrir því. Hvað er að frétta af banninu hjá Gerrard? eitthvað búið að gefa út um það?
    En sáuð þið hvað Skretill lét Owen klobba sig illa… öss, spurning að hvíla þann mann aðeins.

  70. @Kiddi nr. 89. Frábært myndband, og það er augljóst að Suso er meira en nokkuð efnilegur. Ég væri mikið til í að sjá hann fá nokkrar mínútur hér og þar, en það eina sem ég set spurningarmerki við er hvort hann sé nógu líkamlega sterkur fyrir ensku deildina eins og er. Ef hann buffar siga aðeins upp í sumar þá sé ég enga ástæðu af hverju hann getur ekki verið reglulegur byrjunarliðsmaður á næsta tíabili.

  71. Kiddi 89. Vá mér líst rosalega vel á þennan dreng vantar einmitt smá sendinga getu hjá okkur væri alveg til í að sjá hann spila eitthvað flottur kantari vantar ekki einmitt soleiðis mann?

  72. ÞHS # 78 er nokkurnvegin að segja það sem ég hef verið að hugsa. Einu væntingarnar sem ég ætla að gera til liðsins sem ég hef stutt síðan á sjöunda áratugnum, eru að liðið fari að spila jákvæðan og skemmtilegan bolta. Einnig væri ekki verra ef leikgleði og gáfulegar innáskiptingar skiluðu sér aftur svo ekki sé minnst á að menn fengju að spila þær stöður á vellinum sem þeim fer best að spila. Ég vona að ég sjái aldrei aftur Carra í bakverði.

    Svo lengi sem liðið fellur ekki um deild, þá verð ég bara sáttur ef þessi markmið nást á þessu tímabili.

  73. Líst vel á Suso en get ekki sagt það sama um restina af liðinu. Hann sólaðir 3 til 5 menn gaf fyrir og eina sem liðsfélagarnir þurftu að gera var rétt að pota í boltan til að skora en tókst það ekki. Annars get ég nú ekki dæmt þetta lið út frá einu vídeó(89) en Suso lítur mjög vel út.

Howard Webb 1 – Liverpool 0

Liverpool er enn í krísu