Poulsen byrjar gegn Wolves

Ein breyting frá því gegn Everton – Poulsen kemur inn fyrir Spearing.

Reina, Kelly, Johnson, Agger, Skrtel, Maxi, Lucas, Poulsen, Kuyt, Meireles, Torres.

Á bekknum: Gulacsi, Cole, Pacheco, Aurelio, Spearing, Kyrgiakos, Shelvey.

99 Comments

  1. Ég hefði frekar viljað sjá Cole í holunni og Meireles á miðjunni.

    En við vinnum þetta samt auðvitað.

  2. Hefði nú frekar vilja sjá hann gefa Cole eða Pacheco séns í byrjunarliði fyrir aftan Torres, og Meireles þá í stöðu Poulsen. En jæjja maður treystir Kenny.

  3. Líst svo sem þolanlega á þetta, sök sér að gefa Poulsen einn leik til og gá hvort hann sýni eitthvað. Hefði þó frekar viljað sjá Meireles á miðjunni og Cole eða Pacheco í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Poulsen. Því miður skortir hraða í þetta lið fyrir utan Torres en spái samt tvö eitt fyrir okkur. Johnson með eitt og Meireles finnur Torres á síðustu mínútum og nær sigurmarkinu.

  4. Sælir félagar

    Hefði frekar viljað sjá það sem Stjáni blái leggur til. En mér er alveg sama hvernir KK stillir þessu upp. Þessi leikur ætti og verður að vinnast.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Ertu ekki að grínast……. Poulsen í byrjunarliðinu, er ekki allt í lagi!

    Hann dregur niður hraðan er með slaka sýn á leikinn og er ekki það sérstakur varnarmaður. Hann á alls ekki heima í byrjunarliðinu þegar við erum með nóg af hungruðum ungum leikmönnum í hópnum sem vilja ólmir sanna sig og eru klárlega mennirnir sem eiga að vera byrja leik á móti Wolves og þessháttar liðum.

    Poulsen er hörmung, það hefur sýnt sig í þessum leikjum sem hann hefur spilað fyrir klúbbinn.

  6. Vonandi villist einhver og kaupir pulsuna fylgir remúlaði og kannski kokteilssósa

  7. Þykir nú Kenny vera að taka ansi stóra áhættu hérna, burtséð frá legend-status hans og jákvæðum æfingamyndum og móralsbústi í hópnum, þá þarf hann nauðsynlega á sigri að halda ef ekki á að fara halla undir fæti hjá honum. Sýnist þetta nú bara vera nákvæmlega sama uppstilling og úti gegn Blackpool og ekki var það nú merkileg frammistaða. Það ætti að vera öllum ljóst að Poulsen (sem skorar örugglega 3 í dag) er engan veginn nógu góður fyrir þetta lið og hreinn og klár dragbítur á því.

    Þetta er einmitt það sem hefur háð þessu liði alltof fokking lengi, aumingjaskapur á útivelli og hræðsla við tap. Ef þú ert búinn að ákveða að leikurinn verður erfiður og tap er mögulegt þá ertu aldrei að fara að vinna þennan leik, þetta er ekki flókið sport, og það er ekki eins og við séum að heimsækja OT (þar sem Kenny stillti upp mun jákvæðara liði, líkt og Hodgson gerði gegn Shitty á útivelli). Geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ástæða fyrir því að Henry hringdi í Kenny en ekki mig og vona að liðið sýni mér að þeir séu með smá pung.

  8. Held að þetta sé síðasti séns Poulsen, KD lætur hann fara ef hann tekur ekki uppá einhverju óvæntu í dag, eins og að spila vel t.d. : )

    KOMA SVOOOOO!

  9. Why Kenny, Why?? Ég trúði því statt og stöðugt að ég þyrfti næst að horfa á Poulsen þegar við myndum mæta Doncaster í bikarnum á næstu leiktíð og þá væri hann ekki í Liverpool treyju.

  10. Bara óvenjulegt. Man ekki eftir að hafa séð þetta áður. Er það eitthvað vandamál?

  11. Skil ekki afhverju Torres fær næstum aldrei aukaspyrnu, hann er alltaf brotlegur sama hvað að mati dómarans ! fáránlegt

  12. Ég er ekki alveg að ná því afhverju Kenny lætur Meireles ekki vera á miðjunni þar sem hann á heima. Það er maðurinn sem á að skapa eitthvað fyrir okkur með baneitruðum sendingum, ekki gera Poulsen og Lucas það allavegana. Fullt af mönnum sem geta spilað í holunni á meðan Gerrard er úti.

    Eins finnst mér einkennilegt að hafa Johnson þarna vinstra meginn. Ef hann er ekki nógu góður til að halda stöðu sinni þá bara á bekkinn með hann.

    Við erum alltaf að spila mönnum úr stöðum og það er bara ekki að gera sig.

  13. Miðjan hand ónýt. Henda Lucas og Poulsen strax. Það sjá allir nema stjórnendur Liverpool að þetta hefur aldrei og mun aldrei ganga upp að hafa þá í liðinu. OG af hverju ða spila með Glen í vinstri bakverði. Svipað og að láta Bale vera hægra megin.

  14. haha ég minntist á þetta í síðasta leik, það er bara nákvæmlega eins og það hafi verið skipun til dómara að láta halla aðeins á okkar menn.

    Hins vegar er ég þokkalega óánægður með þessa lélegu pressu sem við erum að setja upp, menn þora ekki í návígi við þessa drumba og sérstaklega er þá Maxi slakur í að pressa.

    samt svolítið hættulegt ef Torres á að vera skjóta og leggja allt upp, hann verður að fá meiri hjálp

  15. Hmm þetta er nú ekki að virka neitt rosalega vel á mig, þessi leikur.
    Ég veit ekki, en mér finnst vanta allan sprengikraft í þetta. Allt of mikið af þver sendingum og sendingum til baka. Torresinn mættur svo allt of langt aftur í vörn …. í 4-2-3-1 kerfi sem á bara ekki að þurfa.

  16. Mér líkar allavega þessi pressa sem að er í gangi og bara þetta mark virtist vera svo áreynslulaust!

    • Ég er ekki alveg að ná því afhverju Kenny lætur Meireles ekki vera á miðjunni þar sem hann á heima.

    Hann er nú ágætur í holunni líka 🙂

  17. Flott mark hjá “El Nino” en er ég sá eini á því að Johnson er bara nokkuð líkur John Barnes með þessa klippingu!

  18. Kannski Dalglish ætli sér að gera John Barnes úr Johnson, spilar honum vinstra megin og búinn að klippa hann eins.

  19. Torres að fá gult í hverjum einasta leik.. skil þetta ekki.
    Mér finnst hann reyndar fá mikið dæmt á sig, en menn eru ekki mikið að flauta þegar hann fer niður.

  20. Hvernig er það, er bannað að verja fjarstöng í föstum leikatriðum Liverpool? Liðin gera alltaf það sama á móti okkur í föstum leikatriðum, senda háan bolta á fjær og það verður alltaf hætta úr því – leik eftir leik.

  21. Djöfull er gaman að sjá miðjumennina okkar taka loksins hlaupin in í teig, þetta er bara allt annar fótbolti.

  22. Ótrúlegt en satt þá finnst mér Poulsen búinn að eiga mjög góðan fyrri hálfleik

  23. þið verðið bara að fyrirgefa en mér finnst poulsen bara að vera spila sinn besta leik rauðu skyrtunni til þessa…….

  24. Poulsen er búinn að vera mjög góður, átti lykilsendinguna í markinu og er búin að stoppa nokkrar sóknir.

  25. Fleyri konur í dómarastéttina,ég er 100% viss að þær mundu standa sig mikklu betur en þessir gömlu karlar sem drulla langt upp á bak í hverjum einasta leik.

  26. JÁÁÁ!!! þvílíkt skot!!

    Ef þetta endar með sigri þá er eins gott að ísland vinni þýskaland á eftir;)

  27. Jæja, Meireles loksins að sýna okkur hvað hann kann. Vertu velkominn vinur.

  28. þvílíkt mark… en hvernig var hægt að tapa fyrir þessu liði á heimavelli ???

    1. Carlito says:
      21.01.2011 at 09:33
      Truflaðislega góð upphitun að vanda : ) LFC 2-0 Wolves Torres 18min og Meireles 62min

      Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og við bætum við 4 samt.

  29. Raul Meireles er að eiga STÓRLEIK, hann er allt í öllu og er að sanna sig sem leikmaður fyrir þá rauðu.
    YNWA

  30. Hvernig fórum við að því að tapa fyrir þessu liði á heimavelli,,,jú svarið er Roy Hodgson var stjóri þá.

  31. Fokk hvað það er óþolandi þegar við erum yfir og förum að bakka á okkar vítateig það sem eftir er af leiknum ! keyriði á þá og reynum að setja fleiri mörk !

  32. 62# neinei, það þarf ekkert að refsa Poulsen þegar hann á góðann leik enda er það ekki gott fyrir neinn, en það þarf sko miklu, miklu, miklu, miklu meira til að sannfæra mig að hann eigi samleið með LFC.

  33. Lol á Lfc.tv lýsinguna:

    Just noticed there is a female linesman. she must have been gutted when she came out and noticed the other linesman was wearing the same as her

  34. Væri til í að sjá pacheco inn á eftir fyrir poulsen (þótt hann sé búinn að standa sig vel) þá er hann með gult og vði viljum ekki vera manni færri og endilega leyfa honum að spreyta sig aðeins.

  35. Við erum farnir að liggja allt of aftarlega, allt of margir krossar að koma inn í teiginn. Miðjan þarf nú að rífa sig upp og við þurfum að fara að halda boltanum betur…

  36. Er það ekki rétt hjá mér að við höfum ekki unnið Wolves síðan ´78 á heimavelli. Las það einhversstaðar í vikunni. Þá var KD einmitt í því liði :):):)

  37. Meireles með 2 glæsileg mörk í 2 seinustu leikjum. Hann er að skína undir stjórn King Kenny!!!
    Hef alltaf haft mikla trú á þessum manni, hann verður okkur mikilvægur í framtíðinni hugsa ég.

  38. Það er ljóst hvað var það besta sem Hodgson gerði fyrir Liverpool: kaupa Raul Meireles……

  39. Lucas búin að eiga allt of margar misheppnaðar sendingar í þessum sem eiga að teljast eingaldar sendingar og hann er með allt of mikið af klaufalegum brotum. Fyrir mitt leyti þá verðum við að á betri mann á miðjuna hjá okkur.

  40. Ósammála þessu með Lucas. Hann hefur átt mjög góðan leik, þarf aðeins að passa sig í brotunum, en hann er að spila mjög vel.

  41. hann var samt ekkert að nota mereiles rétt, han Roy. Kenny er að nota hann rétt 😀

  42. Afhverju halda menn samt alltaf að það sé lausn að kaupa nýja menn ? Er ekki betra að vinna með þá leikmenn sem að eru til staðar ?

  43. Er það bara ég en mér finnst eins og völlurinn sé rosalega þungur og laus í sér.
    Það er erfitt að sóla menn á ferðinni í svoleiðis aðstæðum.

  44. Eftir að hafa verið að horfa á þennan leik þá fór ég að spá.
    Hvað ætli Kuyt nái miklu í píptesti?(fyrir þá sem muna eftir því)

  45. Kátur klaufskur eins og vanalega en þetta gekk upp og boltinn hrökk til Torres sem kláraði þetta mjög vel…

  46. Þvílíkt spil í þessu marki. Upp völlinn til baka og upp aftur, það væri gaman að telja sendingarnar sem fóru á milli manna áður en boltinn fór í netið.

  47. Ég get bara ekki annað en brosað þegar ég sé Kenny fagna, alveg augljóst að þetta er maður sem elskar Liverpool!

  48. Já sæll hvað voru þetta margar sendingar þarna í þriðja markinu? Þvílík snilld!

  49. Bara snilld mjög öruggt og Meireles maður leiksin. Fattaði ekki fyrr en á 80 mínútu að það vantaði Gerrard í liðið í dag.

  50. Glæsilegt. Shelvey með mjög jákvæða innkomu, verður gaman að sjá hvað verður úr pilti. Og einhver djöfulsins gerrard hlaupinn í Mereiles, flottur leikur hjá kappanum.

  51. 3-0 á útivelli, já gegn einu lélegasta liði deildarinnar en ÞRJÚ mörk á útivelli. . . ó hversu fagurt ?

  52. 74#

    klárlega comolli sem keypti meireles…….
    roy hogdson hefði keypt einhvern gaur sem væri á leiðinni í göngugrind……(með fullri virðingu fyrir hogdson of course)

  53. Jæja, einhverjir þurfa að taka til baka hraunið á Poulsen í dag. Hann átti ágætis leik sem og allt liðið og verðskuldaður 0-3 sigur í dag.

    Meireles maður leiksins að mínu mati.

  54. Jæja ætli það sé eitthvað til í þessu? :Graeme Bailey: Liverpool wise, Charlie Adam is digging in over his demand to get a move to Anfield according to the Daily Mirror – whilst it is believed Damien Comolli is leading a Reds delegation to Amsterdam today in order to secure Luis Suarez.

    Vonandi, þó að ég sé ekki sannfærður um Charlie Adam.

Wolves á morgun

Wolves – Liverpool 0-3