Ath.: Fyrri helmingur þessarar upphitunar fjallar að mestu leyti um Torres-málið ógurlega. Þeir sem hafa ekki geð í sér til að lesa um hann geta spólað niður á myndina af Luis Suarez í miðjum pistli og sleppt öllu fyrir ofan hana. -Kristján Atli
„Kæru Chelsea Football Club,
takk fyrir að bjóða 35M punda í Fernando Torres. Þið fáið hann aldrei. Vinsamlegast hoppið upp í rassgatið á ykkur.
Með kveðju,
rökhugsandi fólk.“
Í dag er laugardagur. Ég skrifaði skilaboðin hér að ofan fyrir níu dögum, á fimmtudagskvöldi. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Chelsea lögðu inn tilboð í Torres, og ekki í fyrsta sinn sem Liverpool neitaði. Ég var handviss, enginn efi. Fernando Torres var ekki að fara fet. Ekki í janúar. Ekki þegar verið var að tryggja honum (loksins) heimsklassasamherja í framlínuna. Þetta var bara ekki séns.
Úps.
Ef þið lesið fantagóða frásögn Sid Lowe af sölu Torres til Chelsea sl. mánudag sjáið þið að þetta var búið að vera að gerjast í alllangan tíma. Þessi sala var tilkomin út af staðreyndum sem við þekkjum öll en höfðum sennilega ákveðið að skiptu ekki máli. Sú ákvörðun reyndist röng.
Torres var látinn spila meiddur vorið 2010 sem setti þátttöku hans á HM í hættu. Læknateymi liðsins bókstaflega laug að Rafa um heilsu Torres á þeim tíma, undir þrýstingi frá Christian Purslow og eigendum liðsins.
Síðastliðið sumar var Torres (og Gerrard) neitað um möguleikann á sölu þar sem ekki væri hægt að selja bestu leikmennina á meðan klúbburinn væri í sínu eigin söluferli. Purslow lofaði Torres að nýir eigendur kæmu inn sem myndu ausa peningum í klúbbinn. Það gerðist loks í október en svo virðist sem Torres hafi ekki verið 100% sáttur við þá eigendur sem komu inn.
Ráðning Roy Hodgson olli svo enn meiri skaða – hafi Torres verið orðinn eitthvað þreyttur á Rafa (efa það) veit ég ekki hversu pirraður hann hefur verið orðinn á Hodgson. Dalglish tók við en ekki fyrr en í janúar og þá var skaðinn skeður, of seint fyrir Liverpool að berjast fyrir Meistaradeildarsæti eða bikurum þetta árið. Torres fannst hann verða að grípa tækifærið úr því að Chelsea höfðu áhuga núna.
Það er hálf súrrealískt að sjá Torres sem Chelsea-leikmann, en ef við skoðum yfir öll brostnu loforðin, öll vonbrigðin, allt ruglið í kringum Liverpool FC síðan Torres var keyptur, þá ætti þetta ekki að koma okkur á óvart. Þetta ætti meira að segja að hafa verið augljóst. Hann var alltaf á förum, þótt flestir hafi átt von á að það yrði í sumar og þá vonandi til liðs erlendis. Nýir eigendur og endurkoma Dalglish hafa veitt mönnum bjartsýni en það var greinilega of seint hvað Torres varðaði – skaðinn var skeður.
Ég er ekki sammála öllu í góðri grein Sid Lowe – sem er mjög vel tengdur Torres-mönnum og var fyrstur, ásamt Guillem Balague, með fréttirnar á Twitter að Torres ætlaði sér að knýja í gegn söluna til Chelsea. En þótt ég sé ekki sammála öllu er greinin góð og mér finnst erfitt að skilja hvers vegna menn eru staðráðnir í að endurlita söguna og láta eins og Torres sé einhver Júdas eða stórsvikari. Jú, hann höndlaði tímasetningu sölunnar illa og jú, hann talaði mjög óvarlega í fyrsta viðtali sínu við Chelsea TV, þar sem hann ýjaði að því að hann væri loks kominn í stóran klúbb, en þetta er samt Fernando Torres. Stórkostlegur leikmaður sem hefur verið ljósið í myrkrinu hjá okkur síðastliðin ár og við eigum að þakka honum minningarnar og halda svo áfram með lífið.
Ian Rush lék gegn Liverpool með Leeds og Newcastle. Robbie Fowler var seldur til Leeds, þáverandi toppliðs og keppinauta okkar, og lék með bæði Leeds og Man City gegn okkur. Michael Owen hefur heimsótt Anfield með bæði Newcastle og Man Utd. Xabi Alonso yfirgaf félagið fyrir tveimur árum án þess að verða neitt sérstaklega óvinsæll meðal stuðningsmanna félagsins og Javier Mascherano hegðaði sér að mínu mati miklu verr en nokkurn tíma Torres en virðist samt ætla að sleppa betur en ‘El nino’.
Kannski er það af því að hann var seldur erlendis, vissulega verður skrýtið að sjá Torres spila með Chelsea gegn Liverpool svona strax en það er engin ástæða til að hata hann. Hann gaf okkur góð ár og fór svo, við fengum toppverð fyrir hann og gátum keypt tvo heimsklassa framherja í staðinn sem gefur okkur meiri breidd. Sennilega græða allir á þessum viðskiptum, nema kannski greyið Newcastle- og Ajax-stuðningsmenn.
Þannig horfir þetta allavega við mér. Ég hata Torres ekki, ég þakka honum fyrir frábærar minningar og svo bara sleppi ég takinu. Ég óska honum hins vegar einskis góðs í treyju Chelsea. Maður þarf að venjast því en á endanum verður hann á sama plani og Anelka fyrir mér – leikmaður sem eitt sinn lék fyrir Liverpool en er nú keppinauturinn og ég vona að spili illa í hverri viku, því það er Liverpool í hag. Chelsea-menn hugsa eflaust eins til Glen Johnson og Joe Cole.
Hvað um það, það er stórleikur á morgun og þótt blaðamenn vilji telja okkur trú um annað snýst þessi leikur engan veginn bara um einn framherja í öðru liðinu! Okkar menn heimsækja ríkjandi Englands- og bikarmeistara **Chelsea FC** á Stamford Bridge í leik sem getur aðallega haft úrslitaáhrif á vonir þeirra um að verja titil sinn.
Fyrir leikinn eru okkar menn í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Sunderland en níu stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu og þeir með leik til góða. Með öðrum orðum, raunhæft markmið hjá Liverpool í síðustu þrettán leikjum deildarinnar er að fara fram úr Sunderland í deildinni og nálgast fimm efstu liðin aðeins, en ekki mikið meira en það. Jafnvel sigur á morgun breytir því ekki að Meistaradeildarsæti í vor er mjög langsóttur draumur.
Chelsea-menn þurfa hins vegar að selja sig dýrt og sækja sigurinn því eins og stendur eru þeir heilum tíu stigum á eftir toppliði Man Utd og mega ekki við því að misstíga sig mikið frekar. Mikið hefur verið rætt um liðsuppstillingu Chelsea með tilkomu David Luiz í vörninni og Torres í framlínunni en ég ætla að tippa á að Anelka og Malouda verði færðir aðeins aftar á völlinn í gamla AC Milan-kerfið sem Ancelotti notaði oft á Ítalíu:
Bosingwa – Ivanovic – Terry – A. Cole
Essien – Lampard – Malouda
Anelka
Drogba – Torres
Sem sagt, Ramires víkur fyrir nýja framherjanum um leið og Malouda og Anelka eru færðir aðeins neðar. Auðvitað geta Kalou, Mikel og Ramires allir byrjað inná á morgun en eitthvað segir mér að Ancelotti láti slag standa enda þurfa þeir að sigra þennan leik. David Luiz fer hins vegar bara á bekkinn.
Hjá okkar mönnum er allt óbreytt frá því í síðasta leik. Luis Suarez hefur fengið að æfa aðeins með liðinu sínu fyrir þennan leik og ætti að geta byrjað, sennilega á kostnað Fabio Aurelio, og svo ætla ég að tippa á að Jamie Carragher komi inn fyrir Sotirios Kyrgiakos í vörninni. Annars muni Dalglish stilla upp sömu leikaðferð og gegn Stoke í síðasta leik, 3-5-2, og freista þess að stífla leik Chelsea upp miðjuna með sterkri og vel mannaðri vörn og miðju. Kuyt og Suarez sjá svo um óskundann í framlínunni hjá okkur:
Skrtel – Carragher – Agger
Kelly – – – – – – – – – – – – – – – Johnson
Gerrard – Lucas – Meireles
Kuyt – Suarez
**MÍN SPÁ:** Ég viðurkenni það fúslega að vegna sölunnar á Torres til Chelsea hefur þessi leikur fengið margfalt vægi miðað við það sem maður horfði fram á upphaflega. Við unnum fyrri leikinn 2-0, eða réttar sagt Torres vann hann fyrir okkur, en nú er hann að spila fyrir hitt liðið. Tap á morgun eru ekki skelfileg úrslit fyrir okkur upp á stöðuna í deildinni að gera, ég geri fastlega ráð fyrir að við förum á endanum upp fyrir Sunderland og endum í 6. sæti í þessari deild, en ef við náum að hirða jafntefli eða sigur af Chelsea yrði það algjör banabiti þeirra í titilbaráttunni þannig að þessi leikur skiptir þá sennilega meira máli en okkur, þótt ótrúlega megi virðast.
Tap, þar sem Torres skorar mark/mörk Chelsea, er hins vegar nánast ómöguleg tilhugsun. Það yrði svo svekkjandi að maður yrði einhverjar vikur að jafna sig. Það er það sem gefur þessum leik aukinn brodd, úr því að það hittir svo á að hann spilar fyrsta leik sinn með Chelsea gegn Liverpool. Torres bara má ekki skora á morgun!
Okkar menn hafa unnið þrjá leiki í röð núna og haldið hreinu í þeim öllum. Við verðum að vona að Dalglish hafi þar með náð að lækna liðið af þessum skorti á sjálfstrausti sem hefur háð mönnum á útivöllum í allan vetur.
Ég ætla að tippa á stórmeistarajafntefli. 1-1. Gerrard og Lampard skora mörkin á meðan allir eru að einblína á Suarez og Torres.
Áfram Liverpool!
Fór beint niður fyrir myndina af Suarez, no offense en ég er búinn að lesa nóg um Torres og upp úr Torres fyrir lífstíð. Ætti einhver góðhjartaður Chelsea maður að segja honum aðeins að fara að þegja…..þetta er orðið gott af því hvern hann elskar, virðir kyssir, hvaða tíma hann hefur og ekki…..
Stók vann Sönderland áðan svo sigur á morgun væri eðal: go big or go home og reynum að nálgast Chelski sjálfa í 5. sætinu. En jú jafntefli væri OK.
“Kannski er það af því að hann var seldur erlendis, vissulega verður skrýtið að sjá Torres spila með Chelsea gegn Liverpool svona strax en það er engin ástæða til að hata hann.”
Ég er greinilega bara svo óþroskaður, ég gjörsamlega hata manninn, bara útaf því að ég elskaði hann svo mikið og mér finst eins og hann hafi haldið framhjá mér.
En djöfull er ég spenntur fyrir leiknum, ég held að Torres skori því miður, leikurinn fer 2-1 fyrir Chelsea en Gerrard skorar fyrir okkur(Öfug sálfræði). Hlakka til að sjá Suarez byrja.
Frábær upphitun. Ég er sammála greiningu þinni á Torres sölunni. Hættum nú að velta því fyrir okkur og njótum þess að styðja klúbb sem loksins, loksins, er sjáanlega á mikilli uppleið. Ég spái þessi 1-2 fyrir okkur. Komumst í 0-2, og Drogba minnkar í lokin.
Byrjaði að lesa frá byrjun en hætti mjög snemma að lesa, held í annari línu þegar ég sá “nafnið”
Flottur pistill enga að síður, fáránlegt er þetta Chelsea lið að verða, eða orðið… Þeir voru rosalegir í fyrra BARA með Drogba og Malouda, en Drogba og Torres frammi er einhvað sem öll lið vilja hafa, Eða það held ég.
En ég hef trú á mínu liði, eftir síðustu leiki já… King Kenny er með’idda og við tökum þennan leik 1-2 eða 0-2. Væri rosalegt að halda hreynu á brúnni.
YNWA!
Mjög flott upphitun, þakka fyrir mig Kristján Atli. En að leiknum á morgun,þvílíkur slagur sem það verður. Bæði lið að koma uppúr erfiðum tímum og bæði með nýja strikera. Að mínu mati eru Chelsea með betri vörn,við með betri miðju og markmann. Og á meðan Andy Carroll er í burtu þá held ég að Chelsea taki sóknina. Sem sagt besta uppstillingin sem við gætum hugsanlega verið með núna (að mínu mati) er nákvæmlega eins og KAR stillir þessu upp þó svo að ég væri til í Soto.
En ég ætla að vera bjartsýnn að spá 3-2 veislu. Meireles heldur áfram að standa sig ótrúlega vel og byrjar veisluna á sleggju fyrir utan teig í lok fyrri hálfleiks(42.mín). Drogba skorar á 45. Staðan því 1-1 í hálfleik. Skrtel skorar sjálfsmark á 60 mín eftir að boltinn hrekkur af honum eftir skot frá Lampard. Á 80 mín skorar svo Suarez frábært einstaklings mark. Snilingurinn Dirk Kuyt skorar svo á 90+3 með skalla eftir langt spark úr aukaspyrnu frá Reina. Til að toppa það vinnur svo Steelers Super Bowl seinna um kvöldið.
Takk fyrir mig
YNWA
Frábær upphitun að vanda ! En hvað mig varðar þá hef ég smá efa með að horfa á þennan leik einfaldlega þar sem ég hef það ekki í mér að sjá Torres skora á móti okkur. Hinsvegar þá er ég hjátrúarfullur með eindæmum. Ég var á leik Liverpool og Everton fyrir nokkrum vikum. Keypti mér meðal annars hvítu treyjuna. Í henni hef ég verið að horfa á Liverpool spila á Ölver og þrír leikir hafa unnist í röð á þeim stað í þeirri treyju. Þannig að ég hugsa að ég mæti á Ölver í hvítu treyjunni minni og voni það besta ! Þetta hafa verið erfiðir tímar undanfarið og margt gengið á. Rafa rekinn, Hodgson ráðinn, slæm úrslit, nýjir eigendur, slæm úrslit, Hodgson rekinn, Dalglish ráðinn :):):), bjartsýni, leikir fara að vinnast, sjálfstraust komið á að nýju, Torres fer fram á sölu, Torres seldur, Suarez og Carroll keyptir !! Fyrir blóðheitan Liverpool mann eins og mig sem hatar að tapa (tapsár) hefur þetta ekki verið mjög gott tímabil! Fleiri hérna eflaust í sama pakkanum. En úr þessu öllu saman höfum við loksins fengið kónginn aftur í brúnna þannig að margir mínusar hafa orpið af sér einum RISASTÓRUM plús, Kenny Dalglish !
Leikurinn á morgun verður eflaust mjög spennandi og ég hreinlega get ekki beðið eftir að klukkan slái 16:00 á morgun ! Ég ætla að spá okkur 0-1 sigri og það verði Suarez sem skori sigurmarkið seint í leiknum !
YNWA
Ef Torres hefur verið að spara sig undanfarið ár hjá Liverpool vegna óánægu þá eigum við ekki von á góðu á morgun. En miðað við frammistöðu hans á HM þá held ég einfaldlega hann sé kominn yfir sitt besta. Voandi sér hann strax á morgun hvað þetta voru stór mistök að yfirgefa Liverpool.
Sælir bræður og systur
Mínar pælingar rötuðu hingað http://www.chelsea.is/frettir/og-tha-gerist-thad-aftur/
Og koma svo rauðir!!!!!
Frábær upphitun að vanda bíst við hörku leik hann fer 2-3 Meireles setur 2 og suarez 1 = Drogba 1 og lampard hitt
Frábært pistill Kristján Atli og allt sem þú segir tel ég vera hárrétt. Það tala einnig margir hér um að þeir eru sárir og er kannski rétt að benda á að það er alls ekkert skrítið. Lang flestir stuðningsmenn elskuðu manninn og eins og Kristján Atli segir, þá var hann oft ljós í myrkrinu.
Ég horfði á myndband um daginn sem heitir Great Expectations og er skipt í tvo parta. Fyrsti parturinn ( http://www.youtube.com/watch?v=kJrDlEm9MLA ) fjallaur um það hversu miklar væntingar og hversu mikil ábyrgð var sett á manninn hjá Atletico.
Hinn helmingurinn er hversu vel hann var að standa sig hjá Liverpool fyrstu tvö tímabilin ( http://www.youtube.com/watch?v=igGKVPuybvw&feature=related ).
Hann nefnir í að hann hafi þurft að fara frá félaginu sem hann elskaði því það var að halda aftur að honum. Því miður þá var það orðið sama saga hjá Liverpool. Við vorum og erum ekki að spila við þá stærstu. Við erum í 7. sæti í deildinni og það sjá allir sem vilja opna augun fyrir tárum að maður sem telur sig (og er að mínu mati) vera einn besti framherji heims á skilið að spila á móti þeim bestu.
Hinsvegar má ræða um alla þá vitleysuna sem hann lætur út úr sér í viðtölum. Hann síðast talar um að Liverpool hafi bara “business” fyrir hann og minnir á að hann hafi aldrei kysst merkið. En maðurinn gat tattoo-að YNWA á sig!!! Allar þær yfirlýsingar sem komu út þegar hann var hjá Liverpool um að liðið ætti stórt pláss í hjarta hans, hann gæti aldrei spilað fyrir annað enskt lið því Liverpool væri númer 1,2 og 3 á Englandi bla bla bla !!
Allt þetta hvarf og það er þetta sem mér finnst vera verst! Annað hvort er hann fullur af skít eða hann hafi verið svo athyglissjúkur og elskaði það hversu mikið við elskuðum hann, að hann varð látið útúr sér svona stórar yfirlýsingar til að tryggja aðdáun! Hann má fyrir mér velja.
En leikurinn á morgunn. Ég er pínu hræddur um að það verður ligguð við gleymt að fókusa á að það verða tvö lið með sitthvora 11 leikmennina inná. Ef við spilum eins og við höfum verið að spila er ég ekki hræddur um að okkur verði slátrað. Ég er viss um að leikurinn verði mjög spennandi. Ef við náum að halda hreinu lengi getum við stolist bakvið varnarmenn þeirra en ef þeir komast snemma yfir þá verður þetta erfitt. Þá verðum við að taka áhættur og það verður sérstaklega erfitt að taka áhættur gegn liði sem hafa Torres, Drogba, Anelka, Malouda og Lampard að sækja gegn manni. Segi að leikurinn fari 1-1. Kuyt og Drogba.
En að lokum ætla ég að nota “foreldra” sálfræðina á Torres:
Ég mun ekki verða reiður við hann, ég verð bara pínu vonsvikinn!
Áfram Liverpool!
Það er augljóst að PR teymi Torres er á fullu sbr grein Sid Lowe.
Torres góði gæinn alveg í gegn þarna. Maðurinn sem er ekki búinn að nenna að hreyfa sig inn á vellinum allt tímabilið, heimtar að fara í Chelsea nokkrum dögum fyrir lok félagaskiptagluggans og skv. Torres var hann búinn að biðja um að fara til Chelsea áður en Fulham leikurinn var þar sem hann hljóp beinustu leið inn í klefa án þess að klappa fyrir Kop og öðrum stuðningsmönnum LFC. Samt vissi hann að hann væri að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool.
Framkoma Torres á tímabilinu og sérstaklega í janúar er glórulaus.
Torres skoraði fullt af mörkum og var frábær leikmaður en hann á skilið að vera settur á nákvæmlega sama stall og Michael Owen. Góðir leikmenn en eiga ekkert gott skilið frá LFC.
Samkvæmt viðtölum við Torres á sínum tíma þegar hann kom til Liverpool, dáðist hann að tvennu;
a) Hvað væri gaman að koma í lið þar sem allir einstaklingarnir væru góðir og næstum því hver leikmaður gæti haft mikil áhrif á leikinn. Þetta var öðruvísi staða fyrir hann að upplifa hjá Liverpool heldur en hjá Atletico.
b) Torres fannst merkilegt að þegar Liverpool leikmenn færu í hvern leik, þá væri markmiðið að sigra leikinn. Enn á ný var þetta nýtt viðhorf frá því sem var hjá Atletico.
Með þessi tvö atriði í huga við þá stöðu sem var á Liverpool þegar hann kom og þá stöðu sem klúbburinn var kominn í, má gera einfaldann samanburð. Hann var farinn að upplifa sömu stöðu og var hjá Atletico.
Hjartanlega ósammála þessari upphitun. Vissulega skildi ég Torres vel – að hann vildi fara spila strax á hærra leveli þar sem litlar líkur eru á meistaradeildarbolta hjá Liverpool á næsta ári og ekkert öruggt með þar næsta ár. Sölubeiðninni hefði hann þó átt að æla út úr sér strax við opnun félagaskiptagluggans. Aðal málið er samt að hann hafi farið til liðs sem síðustu 8 ár hefur verið keppinautur Liverpool í deildinni. Þar fór hann algjörlega á bak við fyrri orð sín um að fara ekki til annars liðs á Englandi. Það hefði enginn Liverpool maður getað sett neitt út á hann hefði hann farið til Barca/Real/Inter/AC.
Kallið mig barnalegan – en ég vona að hann fari sömu leið og Owen.
Þakka þér fyrir Helgi F.
Stuðningsmenn Liverpool hafa sungið nafn Torres leik eftir leik. Þegar hann lá meiddur á sjúkrabekknum og spilaði ekki leik svo vikum skipti. Þegar hann spilaði með hangandi haus og gaf nákvæmlega ekkert í leikinn aftur og aftur. þegar hann vældi yfri öllu í kringum sig á vellinum og lét allt fara í taugarnar á sér og loks þegar hann spilaði eins og hann á að sér.
Torres drullar síðan hressilega yfir stuðningsmenn og klúbbinn með ferlinu sem fór í gang rétt fyrir lokun gluggans og kórónar síðan allt með heimskulegum ummælum þega kaupin ganga í gegn.
Torres skoraði mörg góð mörk fyrir Liverpool en hann á EKKERT inni hjá klúbbnum eða stuðningsmönnum Liverpool. Nú er hann kominn í ,,plast-klúbb” sem hann álítur fremri LFC. Kannski eru einhverjir stuðningsmenn sem geta litið framhjá þessari skitu hans og staðið með honum en ég verð aldrei einn af þeim.
Ég ætla mér að líta framhjá þessari skitu eins nr. 14 orðaði það enda hefur hann á margsinnis unnið leiki uppá á eigin spýtur fyrir okkur en ég mun ekki fara að styðja Torres á neinn hátt nema kannski með spænka landsliðinu og svo minntist einhver á hjátrú og ég hef einmitt horft á síðustu 3 leiki á Rauða ljóninu eftir langt hlé þar og þeir allir unnist en líklega verð ég ekki þar á morgun svo þið megið kenna mér um ef þetta fer illa á morgun !
Neikvæðni og bölmóður er það sem einkennir þennan pistil (Las þó bara smá).
Liverpool stendur manni hjarta næst. Gallblaðran er einhverstaðar til vinstri, er það ekki? Og þá stöngin inn eins og gerðist með síðustu blöðru. YNWA. Við óttumst ekkert þó stormurinn belji á manni. Chealse er smákaka að bryðja, bryðja bara hægt. Hlakka til leiksins Liverpool 2 Chealse 0
Las þetta um Torres, en já ég nenni ekki að tala um þann mann lengur! 🙂
En ég ætla að spá leiknum 1-1 (Drogba og Kuyt með mörkin), eeeða þetta verður góður dagur fyrir okkur og fer 1-2! (Drogba, Kuyt og Suarez með mörkin)
YNWA KOMA SVO! Stefnum á þetta 4. sæti, mér er alveg sama hversu langsótt það er, við erum LIVERPOOL!
Ágæt upphitun, sammála því sem þar kemur fram að ef Chelsea ynni og Torres myndi skora yrði það gjörsamlega óbærilegt, algjörlega ömurlegt. Ég hef trú á okkar mönnum á morgun, ég held liðið muni ekki detta í að verða yfirspilaðir eða lakari aðilinn né heldur yfirspila Chelsea. Menn munu berjast saman og vinna hvor fyrir annan og það verður það sem mun skila okkur góðum leik á morgun. Held að þessi leikur muni hins vegar falla á 1-2 heppnismómentum (vítaspyrna, ódýrt rautt spjald, skot í varnarmann og inn) öðru hvoru liðinu í vil, mikið innilega vona ég að það verði okkar megin á morgun, virkilega sem það yrði sálræn lyftistöng fyrir stuðningsmennina og smá sárabót fyrir Torres fíaskóið.
Er einhver annars með einhverjar upplýsingar um hvort eitthvað standi til af hálfu stuðningsmanna liverpool á leiknum á morgun varðandi Torres, þ.e.a.s. hvort stuðningsmenn sem eru að fara á völlinn hafi tekið sig saman um að púa á hann, syngja söngvana hans ennþá eða einhverjar sambærilegar samstilltar aðgerðir.
Að lokum þakka ég mikið fyrir að vera ekki hjartveikur eða heilsuvell að öðru leyti. Þá væri ég ekki að fara horfa á leikinn á morgun. COME ON YOU REDS!
Kristján Atli, var Gerrard neitað um sölu síðasta sumar?
Voða hef ég lítið séð um þá beiðni, er það bara ég sem finnst það merkilegt að hann hafi beðið um sölu?
Þó ég skilji hugsanagang Torres þá er bara stór partur af mér sem vonar að honum vegni jafnvel og seinasta “Júdas”.
Þeas. bekkjarvermari sem fær fá sem og engin tækifæri.
Andy Carroll who?
Takk fyrir 35 millurnar!
Hvað er langt í að Corroll geti spilað ?
Fínasta upphitun, en ég hnaut um kaflann þar sem farið er yfir fyrri liðhlaupa, ef svo mætti segja. Ef ég tek þetta í sömu röð þá var Ian Rush 35 ára og á síðustu metrunum á sínum ferli, engin skömm að því. Guð sjálfur var seldur gegn hans vilja og sagði bara “já takk” þegar hann kom og fór aftur (klassa framkoma í alla staði, alltaf). Owen dró klúbbinn á asnaeyrunum með framlengingu á samningi og fór þegar lítið var eftir af honum fyrir kúk og kanil og beit svo höfuðið af skömminni með því að fara scum united. Xabi vildi vissulega fara en fór að sumri til og talaði mjög vel um LFC, en vonbrigði og varð dýrkeypt. Mascherano er að mínu mati klikkhaus sem er óferjandi og óalandi og hann heldur sínu striki hvað það varðar. Kannski er þetta allt bara mín upplifun.
En hvernig Torres talaði um Liverpool fyrir og eftir sölu og tímasetningin á beiðninni er ekkert sem púllarar munu gleyma. En hins vegar gleymum við auðvitað ekki þeim Torres sem hafði áhuga á að spila fyrir klúbbinn.
Hvað leikinn varðar þá held ég því miður að vörnin okkar ráði ekki við cheski í þetta skiptið og óttast naumt tap.
Við vinnum þennan leik 0-2 það verða Suarez og Torres sem skora mörkinn fyrir okkur 🙂
Er kominn með uppí kok á Torres.
Ég spá því að Soto verður inná fyrir Carra í þessum leik. Hann pakkaði Carew saman í síðasta leik og ég held að King Kenny getur ekki annað en látið hann djöflast í Drogba.
Ég býst við því að Chelsea spili 4-3-3 og þetta kerfi sem Kenny notaði í síðasta leik var að prófa og uppfæra varnarleikinn fyrir þennan leik. Það voru sumar að spyrja sig að því afhverju að við byrjuðum með 3 miðverði gegn Stoke og hvort það væri svo mikil hætta á Carew einum frammi. Held að það var bara upphitun fyrir þennan leik.
Ég spái hörkuleik 1-2 fyrir Liverpool þar sem Lampard skorar úr vítaspyrnu og Gerrard skorar fyrir okkur og Johnson.
Torres byrjar ekki inná en við sögu á 60 mín Skrtel verður með hann í gjörgæslu og hann fær opið færi á 85 mín einn á móti marki en Skrtel fórnar sér og klippir hann niður fær rautt og þeir fá vítaspyrnu sem Lamard skorar úr.
YNWA
Ein pæling með Torres..
Vissulega hefði það verið skárra fyrir sálartetrið ef hann hefði farið í sumar, en eins og hlutirnir þróuðust þá veltir maður fyrir sér hvort máltækið “illu er best aflokið” eigi við í þessu tilviki. Nú á ég við það að Suarez og Carroll fá 13 deildarleiki til að venjast því að spila saman og mynda eitraða framlínu, svo maður tali nú ekki um allt liðið. Hefur það ekki síðan í för með sér að liðið mun koma enn betur undirbúið í tímabilið 2011-12?
Ég held að þetta sé án gríns betra heldur en að eyða öllu undirbúningstímabilinu í drama og óvissu og þetta tímabil er hvort eð er búið með tilliti til titilbaráttu (þótt það skipti auðvitað máli að gera það besta úr þessu og klára með sæmd). Svo koma sterkir menn inn í aðrar stöður næsta sumar, kóngurinn heldur áfram og allir verða glaðir. Vonandi.
Nú er ég ekki að segja að það hafi ekki verið skítlegt (tvöföld neitun..) hjá Torres að biðja um sölu á þessum tíma, en eins og málin þróuðust, þá er það örugglega betra fyrir Liverpool en ef hann hefði farið næsta sumar.
Sælir félagar
Takk fyrir góða upphitun KAR og ég er sammála öllu þar. Torres er liðin tíð og kominn annar kafli í sögu Liverpool.
Ég hefi nokkrar áhyggjur af þessum leik það verður að viðurkennast. Og ég viðurkenni að tap í honum yrði enn sárara ef Torres vinnur leikinn fyrir olíurúbluliðið. En tap á Stamford Bridge er ekkert sem í sjálfu sér væri óvænt eða ósanngjarnt. KK hefur ekki verið með liðið það lengi að allt sé orðið fullkomið þó risaskraf hafi verið tekin framávið. Því er ekki eðlilegt að gera kröfu um sigur. En ansi yrði hann samt sætur sigurinn sá.
Það er nú þannig.
YNWA
Eins og ég hef sagt annars staðar, þá þakka ég Torres fyrir mörkin og minningarnar frá síðustu árum. Ég óska honum alls ekki góðs gengis með Chelsea og vona að árangur okkar manna verði frekar til að strá salti í sár hans.
Ég er oftast mjög sammála KAR í hans umfjöllunum og greinum, en með Torres kaflann þá verð ég að vera dálítið ósammála. Þetta er ekki skiljanlegt! Þetta er ekki eitthvað sem maður á að fyrirgefa Torres endilega. Maðurinn virkaði latur og áhugalaus oft á vellinum, hann sagðist ekki vilja spila fyrir annan klúbb á Englandi og síðan kemur þessi hörku-janúarmánuður. Dalglish kominn og greininlega léttari andi og betra spil. Hvers vegna gat þessi froðuhaus þá ekki gefið strax þá liðinu tækifæri fram á sumar? Hvers vegna þurfti hann að bíða fram á síðasta dag og síðustu mínútur gluggans??
Hann vildi fá metnað inn með eigendunum… það er að sýna sig að eigendurnir kunna sig. AF HVERJU kaus hann að fara á þennan hátt og á þessum tíma? Þessi maður getur átt sig.
Ég er hins vegar skíthræddur við leikinn. Ég er hræddur um að við töpum, en væri svo ótrúlega ánægður með sigur. Það myndi já þýða að titilbarátta Chelski væri nokkurn veginn úr sögunni og tímasetning og tilgangur T-res því orðinn að “engu”.
Ætla samt að gefa dýrlingnum Dalglish trú mína á árangur og spá 2:1 sigri okkar manna. Gerrard og Kuyt með mörkin. Ef Torres skorar og fagnar… þá er sá maður hreinlega dauður í mínum augum og fær ansi orðljótan stimpil á sig frá mér.
Áfram Liverpool.
Ókei, smá niturtýnsla: Torres sagði ekki í viðtalinu að hann væri “loks” kominn í stóran klúbb: ““This is the target for every footballer – to try to play for one of the top clubs in the world and I can do it now.” Ekkert “finally” eða “at last” eða neitt svoleiðis. Ekki að það skipti öllu máli, sko.
Leikurinn endar 2-1 fyrir okkar mönnum. 1 Gerrard úr screamer úr auki , Súarez tekur HJÓLHEST úr horni í öðru markinu.
Terry skorar mark hinna manna , í fögnunni klæðir hann sig úr treyjunni og þá sést í nær-bolinn hans með mynd af konunni hans Torres og hjarta um myndina. Torres snappar og hleypur útaf.
Torres klúðrar einnig víti , djöfulsins sökker..
Þessi leikur mun undirstrika það að stolt Mersey-fylkis sé aftur komið meðal þeirra bestu .
YNWA
Ég hef sagt það að Torres var, sko,VAR góður sitt fyrsta tímabil en var svo meiddur og alltaf þreyttur og var þssvegna ekki að gera rosa góða hluti fyrir okkur, maður var oft svekktur með hanns framlag í leikjum og ég er bara sáttur að hann er farinn en hann hefði þurft að vera meiri Liverpool maður. Við tökum þetta á morgun og Gerrard og Carr verða í stuði og við tökum þetta og ekkert væl::::
Það var ekkert heilagur James, vændiskonur og dópsalar Mike Ashleys munu vonandi njóta vel! 😉
Flottur pistill hjá þér #8 Sigurjón, að vanda rétt eins og sá fyrri.
Held einhvernvegin að við tökum þetta 0-1 en ég er auðvitað hálf geðveikur. Vona að okkar menn verði það á morgun þ.e. geðveikir í jákvæðri merkingu.
Smá viðbót við #31 Reina sér við t o r re s l i tl a og Koma Svo LIVERPOOL EKKERT VÆL
það er jafn gaman að sjá manchester united tapa og það er að sjá liverpool vinna :):)
United að tapa. JJJJJEEEEESSSSSS!!!!! 😀
@ 30 only in a perfect world… 🙂
Torres var stórkostlegur í tvö tímabil. Í átján mánuði var hann meiddur eða í fýlu. Í marga mánuði var aumkunarvert að horfa á hann. Mig minnir að hann hafi fengið a.m.k. tvívegis endurbættan samning. Hvaða dekur er það ? Félagið vann ekki titil með honum og ekki varð hann markakóngur úrvalsdeildar. Þó að einhver Sid Ást skrifi einhliða grein þá fara sumir á flug. Torres ofl t.a.m Mascherano ættu að líta í spegil öðru hvoru og spyrja sjálfa sig: Gerði ég nógu mikið til að hjálpa liðinu? Ég var kominn á þá skoðun í sumar að selja ætti Torres og sú skoðun styrktist í haust. Tímasetning hans var auðvitað út í bláinn en segir meira um hans hugarþel og eigingirni. Er Chelsea á uppleið? Liverpool brást hinsvegar hárrétt við seldi hann fyrir 50 milljónir punda og fékk Carroll í staðinn. Ég ætla að láta vera að kalla Torres Júdas eða svikara en hann eyðilagði sinn orðstír á meðal stuðningsmanna LFC. Hann var þá eftir allt saman bara málaliði líkt og Mascherano.
Virkar þetta?
Kom ekki, jæja þá er þetta hér: http://this11.com/boards/1296935477623869.jpg
Vil sjá liðið svona á morgun.
Skil ekki alveg þessar pælingar. Torres var kannski vissulega leiður, búið að lofa honum þessu og hinu og bla bla bla. Ef konan mín setur stólinn fyrir dyrnar og segir við mig. Nú hættir þú þessu bjórþambi og reynir að gera eitthvað annað en glápa á fótbolta annars verð ég bara að fara frá þér. Ég segi ok ég lofa ástin mín. Ég reyni, en þetta gengur ekki nógu vel, býst við að konan fari á hverri stundu en reyni áfram. Svo einn daginn án nokkurs fyrirvara fer hún frá mér en ekki bara frá mér heldur fer hún að búa með besta vini mínum og segir við fólk að loksins sé hún með alvöru karlmanni. Það er svona sem mér líður gagnvart Torres.
Saelir felagar,
Eg klambradi thessu saman a døgunum:
Melody: A hard days night by The Beatles
It’s been a Suarez fight, and he’s been working like a dog.
It’s been a Suarez fight, and he’s tougher then a rock.
And we remember his name because he links up our game
and makes us feel alright.
On the pitch, everything seems to be right
On the pitch, he’s willing to put up a fight, he might bite, yeah!
It’s been a Suarez fight, El Pistolero up at the top.
It’s been a Suarez fight, and the scoring will never stop.
And we remember his name because he links up our game
and makes us feel alright.
Ég býst við jöfnum og hörðum leik þar sem Suarez tekur góðan sprett þegar 5 mínútur eru eftir og skorar glæsilegt sigurmark. Þetta verður upphafið að glæsilegum ferli hans hjá Liverpool!
Þessi helgi er búinn að vera svo góð að ég bara trúi því ekki við töpum þessu á morgun. Ég eignaðist lítinn Liverpool strák í gær, kem heim með strákinn í dag og horfi á Manchester tapa á móti Wolves. Svo vinnur Liverpool á morgun og toppar helgina.
Heyr heyr Kristján Atli. Ég er þér sammála með þessar Torres pælingar. Maðurinn er einn sá allra besti sem hefur spilað fyrir klúbbinn og það eina góða við leik liðsins oft og mörgum sinnum. Ég átti von á að hann færi síðasta sumar og það sást á honum langa leið að hann var búin að missa trúnna á klúbbinn í vetur. Enda hefur klúbburinn verið í tómu rugli. Mér finnst enginn ástæða til að kalla hann einhverjum ljótum nöfnum eða að kveikja í treyjum út af þessari sölu.
Nú er að hefjast nýr kafli í sögu klúbbsins, post Torres tímabil þar sem nýjir leikmenn munu koma til með að spila af áhuga og einlægni fyrir klúbbinn og leggja sig alla fram í hverjum leik. Það gerir ekkert annað en að toga klúbbinn áfram og upp á við. Ég hef fulla trú á að þegar fram líða stundir munum við sjá að þetta var klúbbnum til góða og öllum hlutaðeigandi fyrir bestu.
En djöfull held ég að hann verði tæklaður hressilega morgunn, uss uss.
Þessi leikur mun ekki snúst um Torres liðhlaupa, heldur að við Púllarar höldum áfram á sömu braut með hinum stórkostlega Kenny the King sem framkvæmdastjóra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Chelsea er ljótur blettur á fótboltanum. Í það minnsta í hugum okkar sem telja fótboltann, og félögin sem þar skipta máli, vera annað og meira en kennitölur. Eigandi liðsins er glæpamaður af verstu sort. Þegar oligarkinn jafna ár eftir ár út botnlaust tap þessa smáliðs með enga sögu, engan heiður og takmarkaða sæmd er hann að nota til þess þýfi. Þýfi sem hann stal frá rúsnessku þjóðinni.
Sjálfur er oligarkinn dæmdur þjófur og vitað er að fyrir honum erum mútur, spilling og ofbeldi álíka eðlilegur hlutur og fyrir venjulegt fólk að borga reikningana sína.
Að vera á launaskrá hjá Abramovich er sami hluturinn og að þiggja laun hjá Pálma í Fons eða álíka glæpamanni. Verði Torres að góðu. Hann er málaliði og viðurkennir það sjálfur síðast í viðtali í gær.
Ég tel líkurnar á að við vinnum þennan leik mjög litlar en sætt væri það svo hjálpi mér heilagur Shankly!
Ekki það að ég sé að gera eitthvað lítið úr hlutum og ekki( þið)vera með leiðindi: EN þessir nýju eigendur sem eru mennirnir sem allir segja að séu ekki að spara,,,, bíddu fóru þeir ekki á núlli útúr þessum kaupum og sölu á lokaglugganum og hafa þar af leiðandi ekki eitt sínum pening í kaup á nýjum leikmönnum en Kenny var svona bar snjall að selja og kaupa. Vinnum jess jess á SUNNUDAG.
Vill hafa Poulsen í liðinu á kostnað Lucasar. Láta hann pirra Lampard.
Svo er sagt í upphitun, að Trres hafi unnið leikinn fyrir okkur en voru ekki margir aðrir sem hjápuðu til eða hvað?????
50 – Sammála, í öðru markinu átti Kuyt fáránlega góða stoðsendingu á Torres
Mási #44 það er ekkert sem toppar það að eignast barn, ekki einusinni Liverpool sigur.
Það eru tvö lið sem maður elskar að hata það eru Manchester United og Chel$ký en maður ber þó örlitla virðingu fyrir því fyrrnefnda
þetta verður hörkuleikur 1-1 en óskhyggjuspáin er 0-3
Ég verð að segja að ég held að líverpool munni vinna þetta 1-2 og suarez með þessi 2 og drogba með hitt en torres mun drulla upp á bak
Ég skil svosem þessa afstöðu Kristjáns Atla varðandi Fernando Torres að sumu leyti. Hvernig hann fór frá Liverpool gerir það hinsvegar að verkum að ég allavega er ekkert að fara að tala vel um hann og hvað þá fyrirgefa honum.
Torres fór frá okkur í undir lok gluggans í janúar og skildi Liverpool einfaldlega eftir í skítnum. Sem betur fer náðu okkar menn að vinna ágætlega úr málunum á lokadegi gluggans, en það var svo sannarlega ekki Torres að þakka. Hann sýndi þarna hversu ótrúlega eigingjarn hann er. Ef hann vildi sýna Liverpool virðingu þá hefði hann getað beðið í fjóra helvítis mánuði og farið í sumar. Þá hefði hann getað sagt að hann elski Liverpool og trúi því uppbyggingin muni takast, en hann sé að verða 27 ára og 2 ár án CL sé of mikið og því ætli hann að reyna fyrir sé annarstaðar. Hann hefði getað kvatt stuðningsmennina og allir hefðu skilið sæmilega sáttir. Honum er hinsvegar slétt sama um alla þessa hluti, og fer til Liverpool á versta mögulega tíma og til annars ensks liðs, og það fyrsta sem hann segir, á meðan Liverpool aðdáendur er í sárum, er að nú sé hann kominn til stórliðs.
Hér eru svo nokkrar tilvitnanir frá Torres:
Júní 2009: “I’m very happy with my contract at Liverpool and wouldn’t leave just to earn a little more somewhere else where I wouldn’t be that happy. To want any more would be greedy and that is not me. As long as Liverpool want me, I will stay.”
Janúar 2009: “Now I feel Liverpool is my English club, the way Atletico is my Spanish club. I would not like to play for another English or Spanish club. This feeling is very important to me.”
Ágúst 2010: “My commitment and loyalty to the club and to the fans is the same as it was on my first day when I signed. I am looking forward to the challenge ahead.”
Janúar 2011: “My head is in Liverpool and on helping save our season. I am professional and I always fulfil my deals. I haven’t considered leaving, although in football that depends on the club.”
Ég sem hélt að Fernando neitaði að hafa kysst Liverpool merki
http://www.sportingo.com/football/a18297_torres-never-kissed-liverpool-badge
hvað er hann að gera á þessari mynd?
http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash1/hs783.ash1/167307_181061775265606_129178320453952_382331_2691013_n.jpg
Mig grunaði að menn væru ekki einróma sammála um hvaða sess Torres ætti að eiga í sögu félagsins, þ.e. hvort hans yrði minnst sem svikara, málaliða, fórnarlambs eða einhvers annars. Miðað við viðbrögðin við þessari upphitun sé ég að sá grunur var réttur. Menn eru ekki allir sammála mér og er það allt í lagi.
Það eina sem allir virðast vera sammála um er að Torres heyrir sögunni til og við erum betur sett án hans, ekki síst vegna þess að við jukum á breiddina í framlínunni nú í janúar.
Áfram Liverpool á morgun! Það er bara þannig.
Þetta er hárrétt hjá nr. 47 Guderian.
Roman Abramovich er sama tegund af þjófi og Íslendingar hafa mátt þola á eigin skinni. Ég get ekki skilið að nokkur mannvera með snefil af sjálfsvirðingu myndi vilja vinna fyrir svoleiðis siðleysingja.
Flott upphitun að vanda og sérstaklega er ég ánægður með hlutann um Torres því það er vissulega rétt að ekki fóru allir innan klúbbsins vel með Torres. En hvað með þá sem fóru virkilega vel með hann? Þá á ég auðvitað um stuðningsmennina. Fyrir mér yrði allt strax miklu betra ef það kæmi almennilega kveðja til okkar og þakkir fyrir stuðninginn en ekki endalaust að blaðra einhverju í viðtölum eins og þessu http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=103773.
Ok mér finnst alls ekki sjálfsagt að einhver útlendingur sem kemur frá uppeldisfélagi sínu muni nokkrun tíman elska eitthvað annað félag. En hvað í fjandanum var hann þá alltaf að ljúga um að Liverpool væri “hans Atletico” á Englandi á meðan það eina sem skiptir hann máli er launaseðillinn?
Jæja orðið kannski ansi móðusýkislegt hérna en mér finnst bara eins og boltinn sé hjá Torres og hann geti gert bara nokkuð rétt úr þessu.
En annars að leiknum, er hvorki bjart- né svarstýnn fyrir þennan leik þannig að ég ætla að segja bara 0-1. Kuyt með markið 😛
Greyjið litli Torres, hann var svikinn svo rosalega…en hvað með ALLA hina í liðinu, ekki grenja þeir eins og frekur smákrakki? Torres er málaliði af verstu sort og er maður fegin að vera laus við þetta viðrini. Hann er kannski í metabókunum okkar útaf mörkunum sem hann skoraði en hann mun ALDREI eiga sess í sögunni!
Það er ekki hægt að bera Torres saman við hina Púlarana sem fóru…Þeir fóru ekki beint til erkifjenda okkar sem við þurfum að berjast við! Kommon, þetta er lélegt…maður með alvöru Liverpool hjarta hefði ekki gert þetta…ég skil frústrasjónir Torres að mörgu leyti og að hann hafi viljað fara. Og líklega er búið að ljúga að honum og svíkja hann helling…en maður fer ekki til Chelsea eða annars topp klúbbs í Englandi á besta aldrei og með sín bestu ár framundan. Þetta er eins og að halda taka eiginkonu góðs vinar…svona lagað gera ekki alvöru púlarar. Sorry Kristján en ég get bara ekki tekið undir þennan sáttatón hjá þér í garð Torres. Ég mun geyma margar góðar minningar og þakka Torres fyrir góða þjónustu en hann kom afar illa fram við okkur í lokin og að fara í Chelsea er ekkert annað en landráð!
Sælir félagar
Leiðinlegt hvað þessi þráður fjallar mikið um fyrrverandi leikmann Liverpool sem er liðin tíð. Það er rétt hjá Halldóri Braga að hann heyrir til fortíðar en ekki sögunnar. Hann gafst upp áður en hinir sögulegu atburðir gerast. Því mun hann aldrei til heyra sögu Liverpool heldur er hann punktur á blaði sem enginn tekur eftir því hann vann sér ekkert til frægðar.
Þar með hefi ég endanlega tjáð mig um þennan leikmann og mun ekki gera það aftur nema í framhjáhlaupi í umræðum um misgóða leikmenn annarra liða.
Það er nú þannig.
YNWA
Jim boardman:
Getting late – so I might be adding stuff up wrong here with the Sunday Mirror’s “Carroll could be out for the season” story. But…
web • 5.2.2011 23:27
Injured since Dec 28th, SM reporting estimate of 2.5 months. More likely they said 10 weeks. And that was 6 weeks ago. End of season?
web • 5.2.2011 23:29
suares byrjar a morgunn tað er öruggt hvernig leikurinn fer ræðst á fyrstu 20 min ef okkar menn eru klárir þÁ VINNUM VIÐ ÞENNAN LEIK, Daglish hikar ekki við að nota unga menn ef þeir hafa hæfileika annað en við höfðum frá benna sem beið eftir eg veit ekki hverju stundum en það skiptir ekki máli núna við höfum magnaðn mann í brúnni núna sem veit uppá hár hvað hann er að gera og er 30 árum yngri en TYGGJÓSKRYMSLIÐ það eru bjartir tímar framundan hjá okkar ástkæra klúbbi !
Hef ALLS ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. Yfirleitt þegar Utd tapar stigum gerum við það líka og ég held að sama verði upp á teningnum á morgun. Fáum á okkur 3-4 mörk en náum þó að setja eitt. Kuytarinn verður sá maður. Torres mun örugglega byrja á bekknum og koma inná í 15-20 min en mun ekki sýna mikið. Anelka, Drogba, Essien og Lampard munu verða okkur erfiðir (Reyndar var Lucas Chelsea mönnum erfiður í síðasta leik) þannig það getur allt gerst. Perfect weekend er náttúrulega Man Utd, Chelsea 0 stig, Arsenal 1 og Liverpool 3 stig en það verður að bíða betri tíma. Mun samt horfa með það í huga að sigur sé möguleiki en vá verður það erfitt.
Gerrard, láttu drauminn rætast.
YNWA
Er með ónot í taugakerfinu yfir leik morgundagsins! Tilhugsunin um að liðhlaupinn skori er að gera útaf við mig! Verður til að núa salti í sárið. En sennilegast verður það verst fyrir Torres sjálfan ef hann skorar gegn okkur á morgun… það mun bara undirstrika “sambands slitin” (svo ég segi ekki svikin!) við Liverpool FC.
En mikið rosalega vona ég að við fáum eitthvað út úr þessum leik. Það væri ótrúlega sætt og mikilvægt. Eigum við ekki bara að segja að okkar menn vinni þennan leik 1-2… Suarez og Gerrard með mörkin…. Meireles er líka sjóðheitur. Það er allt mögulegt. Eftir allt saman þá ertu þetta bara 11 á 11! 🙂
YNWA
Carroll9 komment 56# Eins leiðinlegt og mér finnst að skemma þetta hjá þér þá var hann víst ekki að kissa merkið, heldur bíta í treyjuna… 🙁
http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2009/10/26/article-0-06F5972D000005DC-581_468x397.jpg
Og hér er video af því: http://www.youtube.com/watch?v=9MizVgzQrj0&feature=player_embedded#
Um leið og ljósu lokkarnir fengu að fjúka þá var allt annar bragur á Torres.
Er ekki best bara að hætta að hugsa um orðinn hlut og snúa okkur að núinu.Horfum fram á veginn.Áfram Liverpool.
When you walk through a storm
Keep your chin up high
And don’t be afraid of the dark.
At he end of the storm
Is a golden sky
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Tho’ your dreams be tossed and blown.Walk on, walk on
With hope in your heart
And you’ll never walk alone,
You’ll never walk alone.
ég er sérstaklega ánægður með að færslan hjá magginn #40…. að þá er örin sem suarez stefnir í beint í markið hjá chelsea…… get ekki kvartað yfir því…..:) kudos magginnn
Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir liðinu og allri umgjörðinni um liðið – það er ótrúlegt til þess að hugsa hvernir staðan var fyrir rúmum tveimur mánuðum. Viðsnúningurinn er hreint út sagt ótrúlegur!
Hvað sem því líður þá hef ég ekki eins góða tilfinningu fyrir leiknum í dag. Þetta hefur eflaust verið sá útivöllur sem okkur hefur gengið hvað verst á í gegnum árin og ég held að það verði engin breyting þar á nú að þessu sinni. Chelsea menn koma brjálaðir til leiks eftir klúður Utd í gær og ég hef haft þá tilfinningu síðan FT fór til Chelsea að hann setji amk eitt á okkur.
Sigur í dag væri frábær en ég held að of mikið sé með Chelsea þessa stundina – komnir í gang eftir hræðilegan kafla, flestir (allir) orðnir leikfærir eftir nokkur meiðsli (að undanskyldum Alex) og tveir nýjir menn koma við sögu í dag sem munu líklega bæta á annars ömurlega stemmningu í plastfánahafinu. Ætla að spá 3-1 sigri þeirra bláklæddu. Johnson skorar okkar mark, Lamp eitt fyrir Che og Torres snýr svo blaðinu í bakinu á okkur púllurum með tveimur mörkum.
Ég tek annars undir orð hjá einum spjallverja hér að ofan. Álit mitt á þessum vistarskiptum væru allt allt allt önnur ef Torres hefði einungis komið fram, þakkað LFC fyrir öll árin og gefið stuðningsmönnum LFC það hrós sem þeir eiga skilið (þeir voru eins og hundur og Torres húsbóndinn, ástin var skilyrðislaus). Í stað þess að tala um stóran klúbb, reyna að útskýra hvers vegna hann fór á bakvið orð sín með “annað lið í englandi” ásamt þessu tali um að elska bara einn klúbb. Have some respect, það voru ekki stuðningsmenn LFC sem fóru frá þér, þú fórst frá þeim og það minnsta sem þú getur gert er að þakka þeim fyrir ótrúlegan stuðning í gegnum árin og haldið svo þverrifunni á þér saman.
FT er besti sóknarmaður sem ég hef séð klæðast LFC treyju , fer ekkert ofan af því þó að hann komi ekki til með að klæðast henni aftur. Og þó við tökum frá þessa óheppilegu tímasetningu á transfer-request og allt það – þá finnst mér virðing hans til LFC og stuðningsmanna þeirra ótrúlega lítil í viðtölum hans. Mér er sama þó að hann myndi lesa af blaði fyrirfram samda ræðu af einhverjum ræðusnillingi – sýndu bara smá virðingu, ekki strá salti í sárinn og komdu fram við þá aðila sem tóku þig að sér frá fyrsta degi eins og hetju af þeirri virðingu sem þeir eiga skilið.
Sjáið Alonso ennþá þann dag í dag (og Luis Garcia) – talar um sérstakan klúbb og sérstaka aðdáendur sem eiga stað í hjarta hans til æviloka. Maðurinn er guð á Anfield enn þann dag í dag. Ef Torres hefði farið að fordæmi Alonso, þá myndi hann amk hafa skipt stuðningsmönnum í tvær fylkingar – þeir sem eru honum þakklátir og þeir sem sjá hann sem svikara. Í dag eru þetta þeir sem eru honum þakklátir en sárir og þeir sem sjá hann sem svikara og eru reiðir.
YNWA
Fernando Torres, sem gæti mætt Liverpool í dag í fyrsta leik sínum með Chelsea, segir að svik fyrri eigenda Liverpool hafi vegið þyngst í þeirri ákvörðun sinni að skipta um umhverfi og ganga í raðir Englandsmeistaranna.
Torres sagði við Sunday People að þeir Tom Hicks og George Gillett hefðu sent skýr skilaboð með því að selja Xabi Alonso og Javier Maschereano frá félaginu.
„Áður sagði ég að ég ætti ekki von á að ég myndi spila með öðru félagi en Liverpool það sem eftir væri ferilsins. Tvö fyrstu ár mín hjá félaginu komumst við í undanúrslit Meistaradeildarinnar og enduðum í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. Við vorum afar nálægt því að verða eitt besta liðið til langs tíma því samheldnin var mikil og allir unnu að sama markmiði.
Leikur Chelsea og Liverpool hefst á Stamford Bridge klukkan 16.00 og Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur verið þögull sem gröfin um hvort hann tefli Torres fram í byrjunarliði sínu.
En síðan voru Alonso og Mascherano látnir fara og það voru skýr skilaboð frá eigendunum, ekki til mín heldur til félagsins,” sagði Torres.
Þetta er á mbl.is og ég verð að segja að ég fatta ekki hvaða afsökun þetta er hjá torres. Hversvegna fór hann þá ekki þegar að Gillett og co voru við stjórn, nei hann er að reyna að klóra yfir skítinn úr sjálfum sér en hefur engann sandinnn til þess.
Eitt vekur athygli við Torres eftir söluna en það er hvað hann þarf mikið að tjá sig. Hann kemur með hverja útskýringuna á fætur annarri. Allt er það gott og blessað sosum en þessi þörf til að réttlæta brotthvarfið sýnir að karlinn hefur slæma samvisku.
Undarlegustu ummælin eru samt þegar Torres heldur því fram að hann hafi komist á toppinn á knattspyrnulega Olympusfjallinu með því að ganga í raðir Chelsea. Lengra verði ekki komist! Hann er s.s. að setja Chelsea í sama flokk og Barca, Real, AC Milan, Juventus, Bayern og já, LFC!
Þetta bendir til að Torres greyið sé í alvarlegri afneitun eða þá svo heimskur að geta ekki séð fáráleika slíkra ummæla. Chelsea á vissulega ríkan eiganda en það er ekki það sama og að vera stórt félag. Einhver fjárglæframaðurinn kann að vera ríkur en það er þar með sagt að hann sé stór!
Félög, eins og menn, verða stór af verðleikum sínum en ekki af því að veifa seðlabúntum eins og fífl. Chelsea er sorglegt dæmi um keypta velgengni en ekki áunna. Það sem er verra er að peningarnir eru stolnir frá rússnesku þjóðinni.
Að halda með Chelsea það sama og að halda með Gazprom einu alræmdasta glæpa- og mafíufyrirtæki allra tíma. Að spila með Chelsea er það sama og þiggja laun hjá rússnesku mafíunni. Svo heldur Torres að ekki verði lengra komist á ferlinum en að spila fyrir þetta smálið í eigu samviskulauss glæpamanns og dæmds þjófs!
Þvílíkur misskilnigur!
Ég ætla að tippa á að Kenny haldi sig við venjulega fjögurra manna vörn. Þessi sérkennilega vörn á móti Stoke þar sem aðalatriðið var að verjast háum boltum virkar ekki á mót Chelski.
Hugsa að grikkinn fari á bekkinn ásamt Aurelio.
http://this11.com/boards/1296988115210403.jpg
Ég ætla að spá jafntefli í þessum leik. 2-2 Kuyt og meireles, Lampard og anelka.
Þetta verður erfiður leikur þar sem smáatriðin munu ráða úrslitum.
Vonandi fellur þetta okkar megin.
Bara mjög spenntur fyrir deginum, það verður mjög gaman að sjá hvernig okkar mönnum tekst að eiga við lið sem ætlar sér að vera í titilbaráttu.
Við erum vissulega búin að vinna nokkra leiki í röð en auðvitað gegn liðum í neðri helmingnum. Ég er alveg handviss að KD og Steve Clarke hafa verið með annað augað á þessum leik á miðvikudaginn og munu leggja mikið í hann. Sigur eða jafntefli mun klárlega gleðja okkur mikið í þessum leik, en fyrst og fremst vill ég sjá menn fara á fullu í verkefnið og að við sjáum hverjir núverandi leikmanna ætla að vera með í ævintýrinu framundan.
Mér er alveg sama hver bláliðanna skorar á meðan að við fáum eitthvað út úr leiknum, því þar fara leikmenn sem mér er sama um. Ég er 100% sammála Hödda Magg í mati hans á málefnum Torres sem hefur verið borinn á gullstól frá því hann kom til félagsins og allt þar til hann sýndi samherjum sínum puttann. Það að hann vísi til Mascherano og hlakki til að spila með Benayoun bara fullkomnar kjánaganginn sem þessi Chelseamaður hefur birt í vikunni. Ég þakka honum ekki fyrir neitt, hann var í forréttindahópi fótboltamanna sem fá að klæðast þessari treyju okkar en kunni ekki að meta það. En ég hata ekki nokkurn mann!
Að lokum þá neita ég að skrifa upp á það að sá leikmaður sé nálægt því að vera besti sóknarmaður í sögu LFC. Ian Rush, Kenny Dalglish og Robbie Fowler voru allir betri þjónar fyrir þennan klúbb og hann er ekki einu sinni verðugur að reima skóna þeirra.
En aftur að aðalatriðinu, í dag vill ég sjá hvaða leikmenn eru tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn!!!
Við þurfum ekki að vera hræddir við þetta Chelsea lið. Chelsea hefur í síðustu 4 heimaleikjum unnið 2, Blackburn 2-0 og Bolton 1-0. Og gert 2 jafntefli, við Aston Villa 3-3- og Everton 1-1.
Þeir voru á toppnum á miklu skriði þegar þeir komu á Anfield í haust og við vitum hvernig það fór.
Ég hef fulla trú á að við tökum þennan leik 1-2. Komust í 0-2 og þeir minnka muninn í lokin.
Getur einhver staðfest það fyrir mig að fréttirnar um að Carroll verði meiddur út tímabilið séu rugl ??
Bara jákvæðar hugsanir. Enginn efi. Þetta verða þrjú stig.
Vel mælt Maggi, ég er 120% sammála.
Skrýtið að enginn spái Suarez marki, ég ætla að segja að Liverpool taki þetta 2-3. Suarez með tvö og Meireles með eitt. Mér er svo slétt sama hverjir skora þessi tvö mörk fyrir Chelsea.
PS. Panta minnkun á Chelsea sbr. Manchester United.
ég er búinn að upplifa rússibana með hvernig þessi leikur eigi efir að fara… en er að komast meira og meira á þá skoðun að þetta verða klár 3 stig í húsi hjá okkur .. en leikurinn verðru á yfirspennu í seinni hálfleik.. ég er að sjá fyrir mér að FT verður sparaður frámmá seinni hálfleik og kemur ekki inná nema að þeir séu í basli í seinni hálfleik!
við munum ekki halda hreynu í dag en þeir seta 1 eða 2 og svo bara spurnig hvernig okkur tekst að berja þá á bak aftur.. við erum komnir með Mereles í gang og væri kjánalegt að setja hann ekki sem einn af markaskorurum hjá okkur þessa dagana svo þar set ég eitt mark.. Þar á eftir set ég 2 mörk sem ég held að Kuyt, Gerrard og Suarez deili einhvernveiginn á milli sín.. semsagt 2-3 fyrir okkur
hvað varðar FT þá er stórkosleg eftirsjá í þessum manni eins og hann spilaði þegar hann var í gír en nánast einginn eftirsjá í FT sem var í fílu með hangandi haus og nenti ekki í neina bolta ef þeir komu ekki nákvæmlega eins og hann vildi fá þá í lappirnar… hér með líkur þeim kafla og hef ég ekki áhuga á að hugsa hann aftur !!! nýju tímarnir eru að hafjast hjá Liverpool og þá eru forréttindi að upplifa söguna sem er búin að vera að gerast hjá klúbbnum uppá síkastið og er að skrifast á hverjum deigi..
Langar að benda mönnum á að lesa þetta viðtal við Spearing (http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/why-steve-s-made-a-difference). Hann er að benda á þátt SC í betra gengi Liverpool og nefnir þar til dæmis aukið tempó á æfingum. Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að leikmenn framkvæmi það í leikjum sem þeir æfa á æfingasvæðinu þannig að ef það hefa verið endalausar gönguboltaæfingar undir stjórn Hodgson þá kemur mér ekki á óvart af hverju liðið virkaði alltaf gjörsamlega sprungið síðustu 30 undir Hodgson! En hann er svo sem liðin tíð og ég vona innilega að SC, SL og KKD verði afar farsælt þjálfarateymi hjá okkur.
En mér finnst ég hafa upplifað Torres málið allt aðeins öðruvísi en flestir. Þegar fregnir af vilja hans til að yfirgefa félagið komu fyrst var ég agalegaur tappi og “sagði” honum að drulla sér bara ef hann vildi ekki spila fyrir félagið! Við myndum jafna okkur á því. Þeirri skoðun hélt ég þangað að það var allt í einu orðið staðfest að hann væri farinn! Þá fann ég fyrir þeirri furðulegu tilfinningu að það vantaði eitthvað í liðið mitt því sama hversu illa við höfum spilað og hversu fýldur Torres hefur verið þá hefur maður alltaf haft trúna á að Torres “galdri fram” 1 til 2 mörk upp úr engu. Sem hann hefur oftar en ekki gert. Þetta var svona hálfgerð vonleysistilfinning… “hver á núna að klára leikina?”. Sú tilfinning entist ekki nema í nokkra klukkutíma því hægt og rólega fór ég að átta mig á því að við hefðum sennilega gert alveg helvíti öflugan díl úr sölunni á Torres. Auk þess hjálpaði Suarez til með að skora í fyrsta leik sínum. Ég þurfti svo ekki að bíða lengi eftir að Torres eyddi þessari tilfinningu algerlega sjálfur með því að koma fram í viðtölum og láta eins og fífl og eins og hann hafi verið einhver agalegur dráttarbátur í áhugamannaliði í Liverpool borg síðustu 4 árin. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í hann eða hvað mér finnst um hann núna… að mínu mati sagði Maggi það allt í kommenti 77!
Nú er ég búinn að tjá mig um söluna á Torres í síðasta skipti, ætla ekki að eyða meira púðri í þennan mann. Hann má alveg skora í dag fyrir mér svo lengi sem við töpum ekki! Talandi um leikinn í dag, ég er búinn að bíða eftir honum síðan flautað var af á móti Stoke. Svo rennur upp sunnudagur og djöfull er erfitt að bíða til klukkan 17:00 (Osló). Held að þetta sé einn lengsti dagur sem ég hef upplifað síðan ég var lítill og þurfti að bíða til 18:00 til að hakka í mig rjúpurnar og opna pakkana á aðfangadagskvöld! Vonum bara að gleðin verði jafn mikil í kvöld og hún var þá, að lokinni biðinni… ÁFRAM LIVERPOOL!!!
Nákvæmlega Maggi… #77 Nákvæmlega….
Þetta er það sem Fernando Torres segist langa í ……
http://www.youtube.com/watch?v=-98DKIjPgq0&feature=related
Vegni þér sem best drengurinn minn í lífinu ..bara ekki í PL!! Ég get ekki varist þeirri hugsun að ef þú hefðir skuldbundið þig Anfield No Matter What…. þá hefði beðið þín eitthvað magnað… Eitthvað magnað.
Koma svo Liverpool FC…
YNWA
Hef ekki áhuga á að ræða Torresmálið frekar, hann hefur greinilega snert hjörtu okkar fyrst hitinn er þetta mikill í umræðunni. Ég er ósammála Kristjáni Atla hvað varðar liðsuppstillingu í dag, held að Dalglish fari í 4-1-4-1 eða 4-2-3-1 uppstillingu:
Reina
Kelly-Carragher-Agger-Johnson
Lucas
Kuyt-Gerrard-Meireles-Maxi
Suarez
Það er síðan alveg jafn líklegt að hann setji Poulsen inn fyrir Maxi.
Vonandi er þetta í síðasti pistill þar sem Torres er aðal umræðuefnið,sorry en ég hélt að Liverpool ætti að vera málið en ekki leikmaður andstæðingana,sem mér finnst jú sorglegt,en að leiknum þetta verður hörkuleikur og erfitt að spá um hann,mín tilfinning er jafntefli,en hjartað segir mér að Liverpool vinni 0-2 og mörkin gera gerrard og suarez.
Ég skelf án gríns úr spennu! En ég held að við tökum þennan leik 3-1, þar sem Torres skorar snemma, en við jöfnum rétt fyrir hálfleik og klárum það svo í seinni hálfleik. Mörkin skora Gerrard, Suárez og Kyrgiakos.
Þegar (ekki ef) við vinnum á eftir þá verður Raúl Meireles maður leiksins…
Ég held að Torres komi inná á c.a 56-65 min, verður borinn eða stutt við hann af velli 5 min seinna, Chelsea fær víti og Carra rautt… Raúl Meireles skorar seinna mark Liverpool á 88 min og leikurinn fer 1-2 (Lampart-(víti,en ekki hvað) , Súarez og Raúl)
KOMA SVO
ÁFRAM LIVERPOOL
YNWA!!!!!
Vonandi virkaði html-ið annars er linkurinn hér: http://this11.com/boards/12970004124085.jpg
3-5-2, svipað og í seinasta leik. Freistum þess að stífla miðjunna þeirra og það veitir ekki af 3 miðvörðum gegn Torres, Drogba og Anelka. Jonhson fer aftur á hægri kantinn og Aurelío fer í vinstri. Kelly hefur staðið sig vel en ég væri til í að prófa þetta. Ef Kelly verður á hægri og Johnson á vinstri er ég samt alveg sáttur. Kuyt er mjög öflugur í að vinna skallabolta ef háar sendingar koma fram en þessi uppstilling bíður að mínu mati uppá mjög gott spil manna milli með stuttum sendingum ef menn eru á annað borð hreyfanlegir.
Hvort sem að Soto eða Skrtel byrjar inná þá held ég að ég sé bara sáttur. Báðir hafa sinn veikleika, Soto er hægur og það getur verið slæmt gegn mjög hröðum sóknarmönnum Chelsea. Hann hins vegar vinnum öll skallaeinvígi… Skrtel, er fljótari en að mínu mati of stressaður (óþarfa brot, t.d. í hornum og þannig) og almennt slakari varnarmaður. Hann hefur hins vegar verið að stíga upp í seinustu 2-3 leikjum og það gæti verið merki um að gamli Skröltur sé að skrölta í gang…
Cole, Maxi, Shelvey, Ngog eiga svo að vera á bekknum. Vonandi mæta okkar menn tjúllaðir í leikinn og pressa alla bolta, taka öll hlaup og refsa Chelsea fyrir að stela gulldrengnum okkar, og á sama tíma sýna honum hversu gífurleg mistök þessi skipti voru.
Býst við hörkuleik, 1-2 fyrir okkur. Torres fer meiðist, Kuyt og Gerrard skora. Bjartsýni… hvað er það?
Eitt sem ég gleymdi að minnast á. Kristján Atli hvaðan hefur þú það að Steven Gerrard hafi farið fram á sölu í sumar?
http://www.youtube.com/watch?v=8smO4VS9134
Hækka svo vel!, fá sér einn ÍSkaldann og sjá sigur í dag!
Aðeins til að rökstyðja, ef Torres og Anelka verða sitthvoru megin við Drogba í sókn Chelsea þá verðum við að hafa bakverðina aftarlega, það væri algjört sjálfsmorð að búa til pláss fyrir aftan bakverðina fyrir snögga sóknarmenn Chelsea. Það þýðir líka að þriðji haffsentinn verður óþarfur gegn Drogba einum. 3-5-2- stíflar miðjuna ekkert meira en þriggja manna miðja með Lucas, Meireles og Gerrard í 4-2-3-1.
Ég held að grikkinn verið i inni og verði látin éta drogba á milli mála hef meiri trú á því að carra komi inn fyrir Skertel sem hefur verið frekar slakur í vetur
Getur einhver bent mér á síður þar sem hægt er að hlera mögulega liðsuppstillingu?
svo virðist næsta framtíð Liverpool verður með marga íslendinga:
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=103817
Þegar torres talar um Chel$ki sem stórlið, er rétt að nefna að þetta “stórlið” hefur orðið enskur meistari fjórum sinnum eða jafn oft og stórliðin Newcastle og Sheffield Wednesday, stórliðið Sunderland hefur unnið þann titil sex sinnum.
Ensku bikarkeppnina hefur liðið unnið sex sinnum (eða jafn oft og Newcastle og Blackburn).
Evrópumeistaratitlana þarf ekki að nefna, Chelsea hefur orðið Evrópumeistarar jafn oft og Notts county, Wycombe og Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi (með fullri virðingu fyrir þeim ágætu félögum), þ.e. – aldrei.
Skilgreining torres á hugtakinu “stórlið” ræðst því eingöngu af fjármagninu sem liðið eyðir í leikmenn, og mætti þannig hafa ritháttinn “$tórlið”.
Já vel á minnst, ég spái 2-2 jafntefli með mörkum Gerrards og Meireles. Hvort torres skorar eða ekki, snertir mig ekki.
Confirmed team: Reina, Carra, Agger, Skrtel, Kelly, Johnson, Lucas, Gerrard, Maxi, Meireles, Kuyt.
er einhver með link þar sem hægt er að horfa..???
@ 99. http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=103740&part=sports
The Reds team in full is: Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Kelly, Johnson, Gerrard, Lucas, Maxi, Meireles, Kuyt. Subs: Gulacsi, Aurelio, Suarez, Jovanovic, Kyrgiakos, Ngog, Poulsen.
Torres kom sá og sigraði ekki neitt. Leikmaður sem vinnur ekki titil með Liverpool getur aldrei orðið liverpool legend, sama hversu góður hann er.
Liðið:
Pepe Reina, Jamie Carragher, Daniel Agger, Martin Skrtel, Martin Kelly, Glen Johnson, Lucas Leiva, Steven Gerrard, Maxi Rodriguez, Raul Meireles, Dirk Kuyt
Bekkurinn:
Peter Gulacsi, Fabio Aurelio, Luis Suarez, Milan Jovanovic, Sotiris Kyrgiakos, David Ngog, Christian Poulsen.
Ansans hefði verið til í að hafa Suarez í byrjunarliðinu og ég set spurningamerki við leikform Carra..
En ég voooona að við tökum þennan plastklúbb til syndanna.
Áfram Liverpool YNWA
Torres startar örugglega og mætir brjáluðum JAIME CARRAGHER sem verður að spila í fyrsta skipti síðan á síðasta ári! SKRAUTLEGT!
Torres byrjar inná.
Chelsea: Cech; Bosingwa, Ivanovic, Terry, Ashley Cole; Essien Mikel, Lampard; Anelka; Torres, Drogba.
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=103834#ixzz1DBxp109Y
Ættum að valta yfir þetta lið hjá Chelsea.. ekki margir sem geta varist þarna inná..
Ágætis byrjunarlið þó svo ég skilji ekki ennþá afhverju Skrtel er ekki kominn í Ögra. Hef stundum talið að það þurfi að setja sérstakan mann til að dekka hann þegar leikar standa tæpt. Algerlega búinn að missa allt traust á honum.
Engu að síður treysti ég að King Kenny viti hvað hann syngur og þetta sé besta mögulega byrjunarlið.
Áfram svo, taka þetta!
Hann byrjar án Suarez – hvað er það?
Ég hef áhyggjur af þessari uppstillingu, held að Chelsea – og Torres kannski sérstaklega, nýti sér svæðin fyrir aftan kantmennina. Það getur líka orðið til þess að haffsentarnir dragist of langt út í kant sem opnar fyrir miðjuna – að Skrtel verði einn gegn Drogba:/ En við vonum hið besta.
Tryggvi, það kallast hugrekki og þú átt að treysta öllum ákvörðunum Kóngsins 😀 !
Mér er skítsama hverjir byrja þennan leik fyrir celski. Ég vill bara 11 leikmenn inná fyrir LIVERPOOL sem gefa sig 110% í þetta verkefni. Ég vill vilja, baráttu og að menn gefi sig alla í þetta. Væri ekki verra að sjá “góðar” tæklingar á ALLA framherja celski. Svona ekta enska tæklingu.
Útivallaárangur LIVERPOOL er ekki til að hrópa húrra fyrir a þessu tímabili, en nú erum við með stjóra sem gefur leikmönnum þetta extra “boost”
Vona það besta. 😉
YNWA