Wigan á morgun

Svei mér þá, mér finnst vera c.a. mánuður síðan við spiluðum síðasta leik. Þvílík breyting, ekki fyrir svo löngu síðan hefði maður hreinlega viljað hafa mánuð á milli leikja. En gleðin hefur bankað upp á nýjan leik, bara hrein og klár eftirvænting fyrir hvern leik þessar vikurnar. Í byrjun janúar hefði maður hreinlega hlegið að þeim sem hefði haldið því fram að Liverpool ætti einhvern möguleika á að ná hinu mjög svo þráða Meistaradeildarsæti. Í dag? Jú, ennþá fjarlægur möguleiki, en þó verður það að segjast að í undirmeðvitundinni þá kraumar þetta í manni. Ég er á því að lokaspretturinn í deildinni eigi eftir að verða virkilega spennandi, hvort sem um er að ræða titilinn sjálfan (sem kemur okkur lítið við) eða baráttuna um Evrópusætin. Það er eiginlega kraftaverk að við skulum nú þegar hafa náð upp í 6. sætið. En baráttan um 4. sætið mun væntanlega verða á milli Chelsea og Tottenham og auðvitað vonar maður að King Kenny og co. blandi sér í hana. Annað eins hefur nú gerst í boltanum. Lítum aðeins á “prógrammið” hjá þessum þremur liðum:

Liverpool á eftirfarandi leiki eftir:
Wigan (H)
West Ham (Ú)
Man.Utd (H)
Sunderland (Ú)
W.B.A (Ú)
Man.City (H)
Arsenal (Ú)
Birmingham (H)
Newcastle (H)
Fulham (Ú)
Tottenham (H)
Aston Villa (Ú)

Chelsea á eftirfarandi leiki eftir:
Fulham (Ú)
Man.Utd (H)
Blackpool (Ú)
Man.City (H)
Stoke (Ú)
Wigan (H)
W.B.A (Ú)
West Ham (H)
Tottenham (H)
Man.Utd (Ú)
Birmingham (H)
Newcastle (H)
Everton (Ú)

Tottenham á eftirfarandi leiki eftir:
Sunderland (Ú)
Blackpool (Ú)
Wolves (Ú)
West Ham (H)
Wigan (Ú)
Stoke (H)
Man.City (Ú)
W.B.A (H)
Chelsea (Ú)
Arsenal (H)
Blackpool (H)
Liverpool (Ú)
Birmingham (H)

En af hverju að þylja þetta allt upp hérna í upphitun fyrir leik gegn Wigan? Jú, það eru leikir eins og á morgun sem VERÐA hreinlega að vinnast, og það helst örugglega. Heimaleikur gegn liði sem hefur verið með afar slappa vörn, við þurfum fyrst og fremst á 3 stigum að halda og helst að bæta markatöluna eitthvað í leiðinni. Miðað við þá leiki sem eftir eru hjá þessum liðum, þá finnst mér líklegast að Tottenham missi af lestinni. Þeir hafa verið upp og niður allt tímabilið, ekki jafn stöðugir og t.d. okkar menn (jú, víst höfum við verið stöðugir, vorum stöðugt arfalélegir þar til Kóngurinn kom, eftir það stöðugt góðir). Þannig að ég ætla að spá því að við komum til með að berjast til síðasta blóðdropa gegn Chelsea um þetta mikilvæga 4 sæti.

Wigan hafa fengið á sig hvorki meira né minna en 44 mörk í þessum 26 leikjum sínum, það gerir næstum því 1,7 mörk á sig í hverjum leik að meðaltali. Við erum ekki gáfulegir þegar kemur að mörkum fengnum á sig, en við erum með múrað fyrir markið við hliðina á Wigan. Ég verð að viðurkenna það að mér finnst Roberto Martinez vera þræl skemmtilegur stjór og hefur verið að gera góða hluti með þetta lið, allavega þegar kemur að spilamennsku. Það er alls ekki andlega íþyngjandi að horfa á þá spila, ekki eins og að horfa á lið hjá mönnum eins og BigMouth Sam og Roy Hodgson.

Wigan hafa sett 26 mörk í þessum 26 leikjum, sem gera að meðaltali…OK, OK, you got it. Þeirra hættulegasti maður í sókninni er Rodallega, þó hann líti svo sannarlega ekki út fyrir að vera hættulegur. Hann hefur sett 7 kvikindi í deildinni, en við þurfum einnig að hafa góðar gætur á N’Zogbia. Þar fyrir aftan er virkilega efnilegur strákur, McCarthy. En þessir þrír ættu nú ekki að gera neinn gæfumun, þetta snýst fyrst og síðast um okkar menn. Enginn þessara þriggja ætti fast sæti í þessu Liverpool liði, væru að mínum dómi í baráttu um að komast á bekkinn. Í markinu hjá þeim stendur svo lánsmaður frá Bolton, Al Habsi, sem hefur bjargað því sem bjargað verður þegar kemur að því að halda boltanum úr netinu (segir sitt um varnarmennina fyrir framan hann). Wigan hafa ekki verið að parkera trailer-num fyrir framan markið, því býst ég við nokkuð fjörugum leik á morgun. Mér að vitandi, þá er enginn meiddur hjá þeim (Caldwell spilar víst með grímu) né í leikbanni, þannig að þeir eru með full skipað lið.

En snúum okkur að okkar mönnum. Ef einhvern tíman var erfitt að ráða í það hvaða leikmenn byrjuðu leikina, hvað má þá segja núna. Maður hefur ekki hugmynd um hvaða kerfi er spilað, hvað þá leikmenn. En það eru þó nokkur meiðsli að hrá okkar menn. Shelvey kallinn frá í einhverja 3 mánuði, Carroll ennþá frá og líklega Cole líka. Svo eru þrír leikmenn sem eru verulega tæpir á að geta spilað, Gerrard, Skrtel og Kelly. Ef maður les á milli línanna, þá sýnist manni að Kelly og Stevie séu líklegir til að spila, en Skrtel verður líklega fjarri góðu gamni (efast reyndar um að hann sé mikill húmoristi).

Ég ætla að tippa á það að Suárez byrji sinn fyrsta leik í rauðu treyjunni og verði frammi með Dirk Kuyt í 4-4-2 kerfi. Ef Kelly er heill, þá verður hann áfram í hægri bakk og Johnson vinstra megin. Það er samt eitthvað að brjótast í mér að ósk margra stuðningsmanna verði uppfyllt og við sjáum hann á hægri kanti. Lucas og Raul verða á miðjunni og Stevie á hægri kanti. Mun svo sjá um vinstri vænginn. En þessa dagana er maður nokkuð sáttur ef maður nær þessu 65% rétt.

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Meireles – Maxi

Kuyt – Suárez

Bekkurinn: Jones, Soto, Aurelio, Poulsen, Jovanovic, Pacheco og Ngog

Nú eru hreinlega allir leikir hjá okkur lykil leikir, 3 stig á morgun eru skilyrði fyrir því að við höldum áfram að rembast við að blanda okkur í baráttuna um þessi sæti fyrir ofan okkur. Auðvitað eru margir leikir ennþá eftir, en svona leikir á okkar heimavelli eru eitthvað sem við verðum að sigra, þetta er leikur sem við eigum ekki einu sinni að fá hjartslátt yfir. En hversu oft hefur það gerst að maður nagi ekki neglur upp að öxlum úr spenningi? Ekki oft, þær allavega hafa ekki náð að vaxa nógu hratt til að maður hafi eitthvað til að narta í.

Eigum við ekki að segja að þetta verði góður 3-0 sigur, enn einn leikurinn sem við höldum hreinu og svo verði það þeir Kuyt, Suárez og Lucas sem setji mörkin.

75 Comments

  1. Ég er nú hræddur um að N´Zogbia myndi vera eldsnöggur að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Liverpool miðað við spilamennsku hans síðustu vikur. Hann virðist geta skorað úr engu og það er númer 1, 2 og 3 að hann verði stöðvaður á morgun.

    Ég held að KKD haldi sama kerfi og hann hefur gert í unanförnum leikjum með 3-5-2.

    Reina – Agger, Carra, Kyrgiakos – Kelly, Johnson – Lucas, Gerrard, Mereiles – Kuyt, Suarez.
    Spái annars okkur sigur (í fyrsta skipti síðan í október), ætli að Suarez, Mereiles og Johnson skelli ekki inn mörkum í 3-1 sigri.

  2. Tökum þessar randaflugur og slátrum þeim með rafmagnsspaða!

    Ætla vera bjartur og segja 4-0 Suarez með þrennu takk fyrir 😉

  3. Einhver setti hérna inn um daginn hlekk á skriðslista Úrvalsdeildarinnar.

    http://www.premierleague.com/page/FormGuide

    Listinn er byggður upp eftir því hversu mörg stig lið hafa halað inn síðustu sex leiki. Það sem er sérlega áhugavert við núverandi lista er að einmitt nú hefur nýr þjálfari Liverpool, Kóngurinn, stýrt liðinu í hvorki fleiri né færri en sex deildarleikjum.

    Liverpool er nú í 2.-3. sæti listans.

    Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta magnaður árangur. Síðan Dalglish tók við, á miðju tímabili, hefur Liverpool staðið sig næstbezt af öllum liðum í deildinni. Ekki þurfti hann langan tíma til að stilla
    strengi; og það er ekki eins og það hafi verið nein svakaleg lognmolla eða vinnufriður til þess.

    Og ekki nóg með það.

    Jafntefli við Wigan nægir til að komast á topp listans, þá kannski við hlið Arsenal, og sigur hendir okkar mönnum einum á toppinn. Enda þá með sextán stig af átján mögulegum.

    Þúsund þakkir, yðar hátign, þúsund þakkir.

  4. Lucas með mark mér þykir þú bjartur hehe ég spái 2-0 meireles og suarez með mörkinn 🙂

  5. 3-0 fyrir Liverpool. Gerrard, Lucas & Suarez með mörkin.

    Meistaradeildarsætið er fjarlægður draumur fyrir okkur og sé ég ekki of miklar líkur á þessu enda á Chelsea fleiri heimaleiki en útileiki eftir og allir vita hvernig þeir eru á heimavelli. Tottenham á hinsvegar útileikina eftir og gæti það gefið okkur 5. sætið ef við höldum rétt á spilunum. Það þarf kraftaverk til að við náum meistaradeildarsæti en maður heldur auðvitað í vonina enda með Kónginn á línunni og bros á vörum leikmanna!

    Einn leik í einu. Koma svo LFC!

    YNWA

  6. 5-0 og ég er sáttur (Kuyt, Lucas, Gerrard, Suarez og Kelly), allar meinfýsnar athugasemdir misvitra þagnaðar og við erum farnir að narta í hælana á “stóru” liðunum

  7. Tokum tetta lett. Trui ekki ad vid spilum med 5 varnarmenn a morgun. Hodgson hefdi verid geldur fyrir tad eitt.

  8. það er nottla mikið meira álag á chelsea og tottenham þar sem bæði lið eiga erfiða leiki í meistaradeildinni samhliða öllum leikjum í ensku og það kæmi mér bara ekkert á óvart ef þessi lið myndu misstíga sig á lokasprettinum í ensku deildinni, og plús það að hafa kónginn andandi niður hálsmálið á þeim þá er bara 4 sætið alls ekkert fjarlægur draumur ef maður pælir í því…..

    ég trúi ekki öðru en það verði slátrun á morgun og ég held að pacheco fái tækifærið

    YNWA!!

  9. Ef Lucas skorar þá verða hattar étnir!!!!!Spái 3-1 Kyut úr víti,Agger og Suarez

  10. Góð upphitun að vanda.

    Ég var rétt í þessu að spjalla við hann félaga okkar King Kenny, og hann sagði mér að liðið myndi vera svona:

    http://this11.com/boards/1297442756651029.jpg

    En ef Kelly er heill þá fer hann víst í hægri bak og Johnson í vinstri, hann var ekki alveg viss nefnilega 😉

    Svo sagði hann mér einnig að Suarez ætlar að skora 2 og leggja svo upp 3 markið fyrir nýja vin sinn Steve G!

    (Munið eftir þessu kommenti á morgun því þetta er allt satt!)

  11. Sælir drengir. Mér lýst vel á þetta!

    Tippa á 3-5-2 með Kuyt og Suarez frammi.

    En að öðruþ Ég er staddur á Akureyri yfir helgina og var að velta því fyrir mér hvar best sé að horfa á leikinn. Er það Mongó eða einhver annars staður?

  12. #3 , ferðu ekki með rangt mál? stýrði hann ekki liðinu gegn blackpool í 2-1 tapi? Þannig hann er með 16 af 21 mögulegu?

  13. Gaman að fletta upp þessu Form Guide-i … Miðað við formið hjá Sunderland og Fulham þá bendir allt til þess að bæði Chelsea og Tottenham eiga erfiða útileiki um helgina… (Fulham-Chelsea reyndar á mánudaginn)

    @AC9… þetta er rétt hjá Kará, þar sem alltaf er miðað við síðustu 6x leiki og Blackpool leikurinn dettur því út, því yrði það 16/18 stigum með sigri gegn Wigan

    Sjálfur ætla ég að veðja á að kóngurinn tefli fram þriggja manna miðju og spili 4-3-3 á heimavelli með Kuyt og Maxi á kantinum og Suarez á toppnum… ég reikna samt ekki með að hafa rétt fyrir mér í þessum efnum 🙂

    En við sigrum… ekki spurning! 😀

  14. Skemmtileg upphitun að vanda, takk fyrir það.

    Nú er maður kominn í þá einkennilegu stöðu að hreinlega ætlast til sigurs og það helst halda hreinu og skora 3 🙂

    Ég sé alveg fyrir mér að Tottenham og Chelsea gætu lent í basli um helgina. Tottenham á útileik gegn Sunderland og Chelsea útileik gegn Fulham.

    En við tökum þessi 3 stig sem eru í boði og Suarez tekur annað skrefið í átt að guðatölu.

  15. http://this11.com/boards/1297447439112041.jpg – Hérna er liðið sem ég reikna með að byrji í 4-3-3 … svo væri gaman ef Pacheco fengi tíma inná og jafnvel Wilson líka…

    Ég reikna alls ekki með að sjá 4-4-2 en ef við spilum eitthvað annað en 4-3-3 þá væri það eflaust 3-5-2 þar sem Wilson gæti jafnvel dottið í byrjunarlið.

  16. ég held að ev sigurinn hleypur okkur í 1 sæti listans þá berjist þeir grimmir eins og ljón við þetta lið.
    ég vona að livepool vinni en ev þeir taba þá er það alt í lægi.

  17. @Ghukha
    Ekki mongó. Kaffi ak, kaffi amor, eða kaffi jónson (keiluhöllin). Allt góðir staðir

  18. Flott upphitun. Ég held að birkir.is sé með rétta byrjunarliðið. Vona það líka. Óþarfi að spila með þrjá miðverði á Anfield gegn Wigan, eigum bara að fórna einum þeirra fyrir Suarez og keyra á þetta. Fimmti sigurinn í röð, Evrópusætin í sjónmáli og allt að gerast fyrir tveggja vikna hlé á deildarkeppni.

    Kommaso!

  19. Birkir fer eflaust mjög nálægt því að kiska á rétta byrjunarliðið. Snillingurinn Kenny hefur sagt að “kerfi” séu ekki endilega málið og hann pæli ekki of mikið í því, heldur að leikmennirnir sem valdir eru fari útá völlinn og standi sig. Ef maður lítur á liðið hjá Birki þá finnst mér einna helst Maxi vera svona la la náungi sem á sennilega enga stóra framtíð þarna.

    Ætli það sé pæling að setja Suarez út til vinstri þegar Carroll kemur inn í liðið ? Þá gætum við kannski loksins haft mann þarna úti sem getur tekið menn á, gefið flottar sendingar fyrir (carroll) og eða komið á run i inn í vörn andstæðinganna ??

  20. Ætla samt að benda á að SSteinn stillir upp nákvæmlega sama mannskap og ég :), bara raðar þeim öðruvísi á grasið… svo veltur náttúrulega á heilsu Kelly hvort hann eða Aurelio verði í byrjunarliðinu eins og ÓliPrik segir.

  21. Skrítin tilhugsun að Kenny Dalglish sé að fara að stýra Liverpool í Evrópuleik í fyrsta skipti á sínum stjóraferli með liðið.

  22. Framúrskarandi upphitun að vanda á þessari síðu. Ég ætla ekki að reyna að spá í hvernig byrjunarliðið er eða hvernig taktík verður beitt. Eina sem ég krefst er að menn leggi sig fram og nái í 3 stig. Það veit ég að menn munu gera ! Ég treysti því að Kenny Dalglish komi mér þægilega á óvart eins og hann er trekk í trekk búinn að vera að gera síðan hann tók aftur við Liverpool fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Ef leikurinn vinnst á morgun þá verður það sigurleikur númer fimm í röð. Ég held að það sé þá óhætt að fara að gera sér þokkalegar vonir um að meistaradeildarsæti náist þótt enn sé soldið í land með það. En maður á að halda í vonina ávallt ! Mig hlakkar til hverrar mínútu sem að Liverpool FC er að spila þessa dagana og það er ekki allt sem áður var, ég verð að sjá blaðamannafundi Dalglish líka ! Það hefur ALDREI verið þannig hjá mér fyrr en nú ! Hérna er linkur á Wigan blaðamannafund ef það er ekki búið að pósta honum áður !

    http://www.youtube.com/watch?v=IPHfndSiuPw

    Svo bara áfram Liverpool. Ekki ætla ég að láta einhvern misheppnaðann grínista taka af mér vonina og segi því bara með stolti, við tökum titilinn á næsta tímabili :=):=):=):=):=)

    YNWA

  23. AC9, #12.

    Það passar. Ef þrjú stig detta inn á morgun er Kenny kominn með 16 stig af 21 mögulegu.

    En það sem ég meinti var möguleg stig á þessum lista, þau eru alltaf 18. Á morgun dettur út tapið á móti Blackpool.

  24. Hvað er málið með þessa brjóstahaldara sem menn klæðast á æfingum?(sbr.carroll á myndum hjá #24)einhver fróður um það?

  25. Þræl góðúr pistill…. já Lucas með mark… það væri bara gaman.. finst hann vera að bæta sig með hverjum leik…. Eins og segir réttilega í pistlinum það er bara SIGUR á morgun og ekkert annað sem kemur til greina,,, hver skorar mörkin finst mér ekki skipta neinu máli bara að við vinnum og höldum hreinu.. Ég er eins og pistlahöfundur með það í kollinum að við náum fjórða sætinu þó að erfitt verði… en það verður bara mun ánægulegra… Hugsið ykkur við næðum fjórða sætinu og Torres kæmist ekki í CL…. og hann sem fór í klubb sem er skref upp á við… hversu kátur væri maður með það 🙂 Spái 3 – 0 á morgun… Merieles með 2 og Suarez 1… ÁFRAM LIVERPOOL…YNWA…

  26. Kenny hefur svo sannarlega kveikt áhugann að nýju. Hann á miklar þakkir skildar fyrir það. Það er flott barátta í liðinu og eins virðist sjálfstraust manna vera í fullum gír. Get ekki séð að þetta Wigan lið eigi að vera fyrirstaða á morgun. 3-0. Suarez, Agger og Kuyt klára þetta. YNWA.

  27. Sælir félagar,

    Ég veit að þetta tengist þræðinum ekki neitt en hvað finnst ykkur um þetta?

    http://fotbolti.net/fullStory.php?id=104034

    Ótrúlegt að stærsti fótboltamiðill landsins skuli hleypa svona yfirdrulli í loftið… þetta er bara illa skrifaður MORFÍS pistill og ég vona fyrir hönd fotbolta.net að slíkir pistlar verði ekki daglegt brauð í framtíðinni.

    Annars er ég almennt spenntur fyrir leiknum og ég veit að við fáum 3 stig í hús á afmælisdegi mínum á morgun. Lykilatriði að halda Nzogbia niðri, hefði jafnvel viljað fá hann í janúar.

  28. Þetta er skyldu-sigur!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  29. Þetta Liverpool ár er búið að vera algjörlega magnað. Það er gjörsamlega allt búið að gerast og þvílíkt skemmtilegt búið að vera að fylgjast með þessu, þá aðallega bara útaf þessari mögnuðu síðu. Svei mér þá ef ég er bara ekki að verða Liverpool maður eftir að Suarez og Carrol komu til Liverpool og þessi Torres faggi fór. Spennandi tímar framundan og svona virkilega vel að þeim staðið. Öðruvísi en t.d. tímarnir sem framundan eru hjá city sem bara stólar á peningana.

    Annars held ég að Liverpool taki þennan leik, þó hann verði erfiður enda lið í fallbaráttunni oft erfið eins og sást á Wolves í síðustu umferð. En vonandi skorar Lucasinn, minn maður og Liverpool(ekki “við” ennþá) taka stigin þrjú.

  30. Smá komment hérna þó maður megi ekki vera að rífa sig á þessari flottu síðu.

    Þegar menn setja inn linka, please setja línu inn sem skýrir hvað er verið að linka á.

    Dæmi, innslag 22 er mun betra en innslag 33 þó það sé sára lítill munur.

  31. hef ekki testað svona linkadót áður og það gekk augljóslega ekki, afsakið 🙂

  32. Hef aldrei náð að velja mér lið í ensku, svosem ekki fylgst með lengi

  33. #30: Ég held að menn ættu nú ekki mikið að æsa sig yfir þessum pistli á fotbolti.net. Gæjinn sem skrifar þetta vill meina að hann sé uppistandari og almennur gleðigjafi. Miðað við það sem ég hef séð af honum þá er hann svipað skemmtilegur og mænuskaði. Lítið vit í að kippa sér upp við þegar svoleiðis menn tjá sig.

  34. Varðandi þennan uppistandara, þá var alveg hægt að gera grín að Liverpool mönnum fyrir það að segja við tökum hann bara næst. En hvernig hann skrifaði pistilinn gerði þetta svo ófyndið. En ég meina hver segjir ekki við tökum þetta næst? Hvað sögðu United menn í fyrra þegar þeir töpuðu EPL? Tökum hann eftir 3 ár? nei við tökum hann næst. Bara áberandi hjá okkur það sem við höfum alltaf verið í toppbaráttu en ekki náð í bikarinn sjálfan síðastliðin ár.

  35. Spái þessu liði en það er ómögulegt að spá í liðið hjá Kenny, Lýst samt best á liðið hans Birkis.is og vona að það verði liðið a morgun…

    Sé svo ekkert í stöðunni annað en að við séum að far vinna 4-0 á morgun sama hvernig liðið verður og Suarez setur 2 eða 3 ef hann byrjar sem við reiknum með….

  36. Hvað eru menn að æsa sig yfir einhverjum pistli? Hvernig væri að menn nytu lífsins og hættu að skæla yfir einhverjum smámunum?

    Þeir sem taka þetta inn á sig hljóta að vera þessir “Púlistar”. Sannleikurinn er sagna sárastur.

    Kippum okkur ekki upp við þetta heldur brosum að fjórum sigurleikjum í röð, brosum að frábærri spilamennsku, brosum að því sem við höfum í stað þess að bölva því sem við höfum ekki.

    Við hljótum að geta þolað smá skot og brosað áfram út í lífið. Þeir sem fussa og sveia yfir pistli á http://www.fotbolti.net sem er skrifaðir í gríni eiga við alvarlegan vanda að etja. Ég brosti út í annað og hugsaði svo spenntur til leiksins gegn Wigan.

    Legg til að aðrir menn geri slíkt hið sama.

  37. @42 – Toggi:
    Tja… ég veit ekki með ykkur en ég var nú kannski ekki mikið að æsa mig… langaði meira bara að heyra hvað mönnum fyndist um svona pistil á mest lesnu fótboltasíðu landsins. Ég hafði ekki hugmynd um að þarna væri einhver Þorsteinn Guðmundsson jr. með pennann á lofti enda kom það hvergi fram á fotbolta.net ;D

    @46 – Grolsi:
    Skæla yfir smámunum? Hvernig færðu það út að einhver sé að skæla með að velta þessum punkti upp? Það er enginn að taka neitt inn á sig, ekki frekar en að maður taki það inn á sig þegar DV birtir e-a vitleysuna. Aftur vil ég benda á það að ég er ekki nógu mikið inn í Gnörrum samtímans til að hafa getað áttað mig fullkomlega á því að þessi pistill væri grín, enda var hann ekki birtur á baggaluti.is er það? ;D

    En nóg um það, vildi bara heyra hvað mönnum þætti um þetta og þá er það frá.

    Annars er þetta solid 3-0 á morgun þar sem Raul Mereiles (fast skot f. utan teig), Sotirios Kyrgiherkulesakos (skalli e. aukaspyrnu frá h. væng) og El Pistolero (kemst einn inn fyrir, leikur á markvörðinn og setur hann fastar en síðast í átt að marki svo hann syngur í netinu) sjá um að ýta boltanum yfir línuna.

  38. Þeir verða að ráða því hvað þeir birta. Ég mun hinsvegar ekki fara inn á fótbolti.net aftur.

  39. @48 – Fimmta frumefnið:

    Hehe… treysti því að þú stofnir líka sniðgöngufacebookhóp… ;D

  40. Maður veltir fyrir sér hvar í (N’)gog gunarröðinni ákveðinn maður er. Byrjaði tímabilið vel í Arsenal leiknum og Evrópudeildinu en er nú hálfgleymdur. Er hann ekki orðinn fjórði kostur í sóknina, á eftir Carroll, Suarez, Kuyt og jafnvel Gerrard, Cole og Pacheco í einhverjum tilvikum. Kannski kemur eitthvað í ljós á morgun. Held að hann gæti orðið ágætis squad player á næsta seasoni en ekki mikið meira.

  41. @27 – Mér dettur einna helst í hug að þessir “brjóstahaldarar” séu til að mæla púls leikmanna. Ef svo er hlýtur þetta að vera einhver ný tækni því hingað til hafa þeir verið inn við skinn til að geta mælt hann. Dettur bara ekkert annað gáfulegt í hug 🙂

    En mögnuð upphitun og nokkuð sammála með liðið þó ég sé náttúrulega í lausu lofti með liðsuppstillinguna eins og flest allir. Held samt að Wigan verði erfiðari en 3-0 og 5-0 spár Koppara segja til um… en megi Kóngurinn endilega láta mig hafa rangt fyrir mér!

  42. Hvaða vitleysingur skrifaði komment 53??? Til að leiðrétta þann félaga þá var ég að lesa rétt í þessu að þetta á víst að vera stuðningsvesti fyrir bak og axlir! Hélt að það væru svo sem ekkert helstu álagspunktar á líkömum fótboltamanna en hver veit?

  43. Loksins leikdagur – óþolandi að hafa heila sex daga milli leikja þegar loksins er eitthvað farið að ganga!

  44. @49: Hehe, hugsaði að stofna svoleiðis sniðgöngudæmi á Facebook. Held samt að ég láti það ógert.

  45. Þvílíkur dagur í dag!! Hef sterka trú að það verdi sterkur útisigur í hádeginu… Við löndum svo öruggum 3 stigum í hùs!!! Svo lenda tottenham-menn í tómu rugli med Sunderland og tapa og Cheski gerir jafntefli vid Fullham á morgun.. Þetta tryggir okkur enn nær meistaradeildinni sem á eftir að stressa tott og cheski uppúr öllu valdi!!

  46. en er það víst að suarez verði í birjunarliðinu? ef hann verður þar vinnum við þetta 4-0 suarez með þrennu og mereles setur eina slegju utan teigs

  47. Ég bara trúi því ekki að náungar eins og Paddan séu enn til….þ.e.a.s. svona “þroskaðir” einstaklingar sem hafa þetta mikið til málana að leggja. Maður var farinn að halda að þessir menn væru einfaldlega bara búnir! En nóg með það, hann verður bara kraminn 😉

    En allavega….ég held að þessi leikur fari 3-0 með mörkum frá Glen, Maxi og Suárez, hef trú á þessum leik, held að okkar menn narti í þessi sk**seiði þarna rétt fyrir ofan okkur!

    YNWA – Come on you REDS!!!

  48. Sáttur við þig Steini!

    Treystum á sigur og vonandi öruggan, er eilítið kvíðinn, fyrsti leikurinn lengi sem ég missi af í sjónvarpi og hræddur hvað strákarnir gera án mín ;)!

    Svo höfum við næsta Kop-gjör á mánudaginn þannig að það er enn meiri ástæða til að LFC gangi vel fyrir okkur sem höfum veitt okkar drengjum traustið í gegnum veturinn….

  49. 3-0 suarez með þrennu
    margir bjartir hérna að halda að hvíti brassinn hann lucas sé að fara að skora það efast ég stórlega um nema hann sé búinn að æfa skotin sín extra vel á æfingum

  50. eitthvað að frétta af liðinu? Langt síðan ég hef verið svona spenntur fyrir liðsuppstillingu hjá Liverpool.

  51. Djöfull er þessi scum – shitty leikur leiðinlegur!
    Ætlar fótboltinn ekkert að fara að byrja 🙂

  52. Væri gaman að fara að sjá liðið detta inn, það er of spennandi að sjá byrjunarliðið undir stjórn Kennys.

    Hef ekkert nema góða tilfinningu fyrir leiknum á eftir, vantar bara eins og 1-2 mörk frá City fyrst.

  53. Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Johnson, Maxi, Meireles, Lucas, Aurelio, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Pacheco, Jovanovic, Ngog.

  54. Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Johnson, Maxi, Meireles, Lucas, Aurelio, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Pacheco, Jovanovic, Ngog.

  55. Er einhver með link á leikinn þar sem maður þarf ekki að niðurhala einhverju drasli til að geta horft?

  56. ég er í Prag og það er gríðarleg stemmning hjá LFC stuðningsmönnum í borginni, menn eru að skvetta í sig bjórnum og æfa raddböndin fyrir kvöldið…

Opin umræða: Jonjo og Xavi

Liðið komið, Suarez byrjar!