Kop-gjörið!

Satt best að segja hefur svo margt gengið á síðustu mánuði að einhvern veginn hefur það dottið aftarlega í forgangsröðina að finna út hvernig okkur hefur gengið öllum hér að giska á gæðaleikmenn í Draumaliðsleiknum og deildinni okkar góðu hér á Kop.is.

Nú er semsagt komið að því að skoða aðeins stöðuna í þeirri deild…

Frammistaða leikmanna

Fyrst langar mig til að benda fólki á hvernig staðan er hjá raunleikmönnum þessarar deildar og þar er best að birta einfaldlega Draumalið deildarinnar, þ.e. þá 11 leikmenn sem best hafa staðið sig þegar litið er til þeirra þátta sem gefa þeim stig:

Hart (MCi)
Vidic (MU) – Huth (Stk) – Cole (Che)
Nani(MU)-Adam(Bpl)-Malouda(Che)-Dempsey(Ful)
Tevez (MCi) – Berbatov (MU) – Drogba (Che)

Þetta eru semsagt þeir 11 leikmenn sem flestum stigum hafa skilað í hús. Kannski segir það eitthvað um hversu gáfulegur ég er í þessu öllu að ég á engan þessara leikmanna í mínu liði!

Af leikmönnum Liverpool hefur Andy Carroll náð sér í flest stig, 113 en af þeim sem hafa actually spilað fyrir okkur er Reina með 95 stig og Meireles með 94.

Staðan í Kop-deildinni

Eftir leik kvöldsins eru þessi lið í 5 efstu sætum deildarinnar okkar:

1. FC Malbik Tryggvi Páll Tryggvason með 1563 stig

2. fatboys Kjartan Jónsson með 1516 stig

3. Haga-Mel Gibson Leifur A. Skarphéðinsson með 1509 stig

4. WannaB Arnar Jónasson með 1498 stig

5. SoccerMonkeys Valdimar K. Sigurðsson með 1480 stig.

Efsta liðið hefur verið þaulsætt í vetur í leiknum en lið Kjartans í 2.sæti hefur komið sterkt inn að undanförnu. Í liðunum í þremur efstu sætunum er enginn leikmaður Liverpool FC, en í WannaB er Martin Kelly og í SoccerMonkeys líka auk Meireles.

Pennarnir

Blístrað rólega….

Verðum við ??? Jæja þá, helst auðvitað fyrir Steina! Liðið hans, Stoney’s Angels situr efst okkar liða – EN – í 15 manna leikmannahóp þess lið er……..EINN leikmaður LFC í dag. Má það!!! En ég held nú samt að best sé bara að raða þessu upp og vonast til þess að eitthvað beygjum við flestir í hærri áttir.

En pressan er á Steina að vinna okkur héðan af, það er ljóst!

56.sæti – Stoney’s Angels (SSteinn) 1331 stig

168.sæti – Fimleikafélag KAR (Kristján Atli) 1234 stig

228.sæti – Hellissandur City FC (Maggi) 1185 stig

255.sæti – Babu (Babu frumlegi:) ) 1168 stig

420.sæti – eoe-kop (Einar Örn) 926 stig.

Þá hafiði það, vill taka það skýrt fram að vanalega á ég góða endaspretti…

11 Comments

  1. Ok, ég er semsagt með Torres frammi og Andy Carroll á bekknum. Það er það langt síðan ég skoðaði þetta síðast 🙂

  2. Sterling kom ekkert smá á óvart!!! Kenny var á vellinum að vanda og gaman að sjá hvað er mikið spunnið i ungviðinn hjá okkur 😉

  3. Er ekki verið að telja stigin eitthvað vitlaust ?? Átti ekki að velja lélégustu leikmennina ?? Ég er ekki að skilja þessa stigagjöf !

  4. Vinstri kantmaður fæddur í desember 1994 og er búinn að vera að sýna takta í varaliðinu síðan hann kom. Mér finnst við vera með frábært unglingalið mannað strákum eins og Suso, Sterling, Coady, Adorján, Toni Silva og fleirum. Hlakka til að sjá þá í aðalliðinu.

  5. Djöfull er þessi síða góð!! Það er þriðjudagur og við erum ekki í meistaradeildinni … En samt get ég ekki beðið eftir að lesa upphitunina um sparta frá babú!!

  6. Afsakið þráðránið en ég bara VERÐ að benda mönnum á þetta. Vinur vor, Roy Hodgson, á að hafa sagt að hann þurfi ekkert að sanna hjá WBA þar sem hann hafi verið í boltanum í 36 ár. Þetta er af visir.is og þeir geta ekki heimilda (frekar en vanalega), en þegar ég las þetta þá hló ég og hugsaði “þetta verður að fara á kop.is” 🙂

    http://visir.is/hogdson–eg-tharf-ekki-ad-sanna-mig/article/2011124706292

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool 1 Wigan 1

Sparta Prag á fimmtudaginn