Ætla nú helst ekki að eyða miklum tíma af kvöldinu í þessa skýrslu, nógur tíminn fór nú í að horfa á þennan afar slaka fótboltaleik!!!
Byrjum auðvitað á byrjunarliðinu:
Johnson – Carra – Kyrgiakos – Wilson
Lucas – Aurelio
Kuyt – Meireles – Maxi
N´Gog
Bekkur: Gulacsi, Skrtel, Kelly, Cole, Jovanovic, Pacheco, Coady.
Ég hélt að við værum að fara að sjá 3-5-2 með vængmönnum en við fengum að sjá 4231. Byrjunin lofaði ágætu, héldum boltanum vel fyrstu 10 mínúturnar en svo fór að halla undan fæti. VERULEGA. Liðið datt aftar og hver leikmaðurinn var annar lélegari í sendingunum. Ég er viss um að minnst verður á völlinn í Prag, en hann var ekki afsökun fyrir því sem við máttum horfa á. Enginn var þó lélegri en Aurelio karlanginn sem var vandræðalega dapur inni á miðjunni. Ekki er enn ljóst hvort hann meiddist snemma en á 37.mínútu var honum skipt útaf fyrir Joe Cole, Meireles settur með Lucas á miðjuna og Cole aftan við N’Gog. Steindautt fram að hálfleik og 0-0 staðan eftir 45 mínútur.
Því lengur sem á leikinn leið færðust Sparta menn framar á völlinn, við áttum reyndar ágætis byrjun úti á vellinum fyrstu mínútur seinni hálfleiks og miðjan virtist vera á réttri leið en svo bara dó allt.
Við vorum einfaldlega bara arfaslakir fram á við og því nær lokunum sem leið virtust menn bara sætta sig við að halda jafnteflinu. Það sást best á 83.mínútu þegar ákveðið var að kippa N’Gog útaf (sem reyndar var ósýnilegur í kvöld) og setja hafsent inn. Kannski átti þetta að ýta bakvörðunum framar en það gerði það alls ekki og við eyddum síðustu mínútunum í vörn.
Sparta voru vissulega ekki mikið að reyna að sækja fyrstu 70 mínúturnar og eru ekki arfaslakt lið, en við getum ekki litið framhjá því sem við sáum í kvöld.
Við sáum frammistöðu á pari við það lélegasta sem við höfum séð í vetur! Vissulega á útivelli í evrópukeppni í viðureign sem við ætlum að klára á Anfield, en alveg steindauð frammistaða í alla staði. 3 skot í heildina að marki og ekkert skot á rammann er vandræðalegt fyrir Liverpool FC.
Tökum þá liðið. Reina stóð sig vel og hafsentarnir léku ágætlega þó að þeir hafi verið mistækir. Bakverðirnir tveir voru langbestu leikmenn liðsins í kvöld, Wilson sennilega bjartasta ljósið. Þar er flottur leikmaður á ferð! Miðjan var hörmung með Lucas og Aurelio en skánaði þegar Meireles kom niður á miðjuna.
Þegar kemur að þeim sem framar stóðu, Cole, Maxi, Kuyt og N’Gog keppa þeir hart um hver var lélegasti maður liðsins. Ég held satt að segja að þarna hafi farið lélegasta frammistaða nr. 18 í búningnum. Maxi er verulega óstöðugur í leik sínum, Joe Cole heillaði engan og ég er á góðri leið að gefast upp á N’Gog. Ég garga á það að við sjáum Carroll sem fyrst uppi á topp takk og við þurfum vængmenn. Ég græt það ekki ef við sjáum Thomas Ince spila seinni leikinn á vinstri kantinum.
Mann leiksins vel ég Glen Johnson sem spilaði góða vörn á einn besta leikmann Sparta, var öflugur upp kantinn og komst næst því að skora.
Þá er komið að því…….. Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna kónginn Kenny Dalglish og þjálfarateymið hans. Ég skil alveg þessa uppstillingu og sýnist hann ekki ætla að leggja mikið upp úr Evrópudeildinni, ætla að hrósa honum fyrir að kippa Aurelio útaf snemma.
En það að reyna ekki að ferska hlutina upp eftir klukkutímann var í kvöld beinlínis rangt! Það að sjá Pacheco hita upp frá 30.mínútu og koma aldrei inná olli mér GRÍÐARLEGUM vonbrigðum og svo að sjá hafsent inn fyrir senter bara hreinlega setti mig úr lagi! Ég veit að það átti að þýða leikkerfisbreytingu, en það var aldrei á með Wilson í bakverði. Það átti þá að verða fyrr og með því að setja Kelly í bakvörðinn og leyfa bara Wilson að vera hafsent.
Nú höfum við séð tvær daprar leikframmistöður í röð hjá liðinu okkar sem fyrst og fremst segir okkur að liðið okkar hefur litla breidd og saknar þess mikið að hafa ekki Gerrard, Suarez, Agger og Carroll. Næst er það seinni leikurinn gegn þessum Tékkum og þá heimta ég að sjá bestu 11 leikmenn liðsins inni á vellinum og við sjáum alvöru frammistöðu!
Þá skal ég fyrirgefa kóngnum og mönnum hans þessa frammistöðu!
sorglegur leikur!! og mig sem var búin að hlakka til í allan dag 🙁
það tekur því nú ekki að splæsa í leikskýrslu… það gerðist nákvæmlega ekkert í þessum leik
90 mínútur af lífi mínu sem ég mun aldrei fá aftur
Sælir félagar.
Það þarf enga leiskýrslu um þennan leik. Einhver leiðinlegasti og drulllegasti leikur sem ég hefi horft á. Liðið var svo sóknarheft að RH hefði talið sig fullsæmdan af þessum leik. N’Gog, Maxi og Cole ættu að vera með frystihússsvuntu. Þeir gætu ekki verið lélegri með þær.
Það er nú þannig.
YNWA
Ef ég fengi að spyrja Dalglish eina spurningu þá held ég að ég yrði bara að spurja hann af hverju Maxi spilaði allan leikinn !! ? !
Sama hvað verður sagt um gæði leiksins eru úrslitin alveg príðileg, og yfir því skal gleðjast 🙂
ef ég ætti að skrifa leikskýrsluna um leikinn yrði hún einfaldlega eftirfarandi:
zzzzzzzzzzzzzzzzz
Þessi leikur var svo skemmtilegur að ég horfði með báðum augum á desperate houswifes á meðan leikurinn rúllaði í tölvunni. Sjæse hvað ég vona að Andy Carroll verði tilbúinn í bardagann sem fyrst.
Djöfull verður maður ógeðslega pirraður þegar liðið manns bíður manni upp á svona frammistöðu… sama þótt úrslitin séu ágæt þá ættu leikmenn Liverpool FC að skammast sín eftir þennan leik!
Ömurlegur leikur, sæmileg úrslit.
Versta við þetta er að við vorum að sækjast eftir þessari niðurstöðu.
Það er til skammar að fara ekki í svona leiki til að vinna þá og hrein mannvonska að gera tilraun til að drepa aðdáendur úr leiðindum allar þessar 90.mínútur.
Dalglish getur betur og mætti læra af þessum leik, þetta var Hodgson bolti og sú tegund af Hodgson bolta sem fékk hann rekinn.
Er auðvitað ekki að halda því fram að það eigi að reka Dalglish, bara að Liverpool á alltaf að fara til staða eins og Prag og sækja linnulaust til sigurs.
Miðvörðurinn þeirra er 37 ára og var búinn á því í Englandi fyrir 5 árum. Það reyndi ekki einu sinni á hann í leiknum og við áttum ekki skot á mark í leiknum. Það er til skammar.
Sóknarþenkjandi leikmenn liðsins spiluðu líka allir eins og leikmenn sem kæmust ekki í miðlungslið í Championship deildinni og Jovanovic fer líklega bara að pakka í kvöld fyrst hann fékk ekki einu sinni mínútu í leik sem Kuyt, N´Gog og Maxi eru svona með öllu gjörsamlega gagnslausir allar þær mínútur sem þeir eru inná vellinum.
Jákvætt við þennan leik, Wilson fékk leik og það er gott. Þetta er strákur sem gæti vaxið mikið hjá okkur. Eins er alltaf gott að sjá að við eigum alveg fjandi góðan markmann sem bjargar okkur frá skandal.
Bless Maxi – og nú þarf að taka Kuyt niður úr kop.is borðanum. Þetta er búið.
Líklega versti leikur Kuyt í búningi liverpool….
spyr mig hvort daglish hafi verið í fríi og hodgson og benitez fengnir til að stjórna…
hvað var með þessa skiptingu á n´gog….hún kom í fyrsta lagi allt og seint….og það hefði líklega ekki verið verra að skipta honum og kuyt út fyrir pacheco…..en nei skertl settur inn…..
æ mig aumann….rúmar 90 min sem fóru í ekkert….
Svona leikir fara langt með að drepa fótboltaáhugann hjá manni. Það er ekki hægt að bjóða uppá þetta……
Algjörlega til skammar frá A-Ö
Enginn Suarez = enginn framherji, arfa slakur leikur og Kuyt hefur ekki spilað verri leik um sína æfi. Samt skárra að horfa á þetta en kellinga þættina sem eru í boði annarsstaðar.
Þetta var eins og old-boys æfing miðað við leikinn í gær.
Ágætis úrslit í ömurlegum leik. Eyði ekki meira af tíma mínum að spá í þennan leik.
Leikskipulagið var þannig að passa markið okkar vel. það tókst og við skulum bara vera glaðir, fín úrslit og við eigum heimaleikinn eftir sem við vinnum nokkuð létt…
Þeir sem voru að búast við fínum sóknarleik frá Liverpool í dag eru ekki í takti við raunveruleikann, staðan er bara þannig að við vorum með Ngog einan frammi og ég held að ég þurfi ekki að segja neitt meira, þetta skírir sig sjálft
Þetta var öruglega leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á! Glen Johnson maður leiksins.. Enda eiginlega eini sem gat sent á samherja og kom hætta frá. Sammála að Wilson var flottur og Reina að sjálfsögðu alltaf 100%, hinir fá ekki yfir 3 í einkun, Kuyt fær 0..
Ætla rétt að vona að við slátrum þeim þá allavega á Anfield!
YNWA!
Ps. Kæri Dalgish plís hentu Pacheco eða öðrum ungum þegar 90% af liðinu er svona slakt. En þú ert samt frábær.
Kv. ÓliPrik
held að það sé mjög erfitt að gagnrýna kónginn með þennan viðbjóðslega hóp sem hann er með í höndunum, eina sem er virkilega skrítið er hversu mikið hann hefur náð útúr honum, vissulega var hópurinn sterkari en hodgson sýndi , en það eru tops 5-7 leikmenn sem eiga heima í okkar búning og í besta falli voru 3 af þeim inná í kvöld. yfirhalningin sem þarf að verða í sumar er gígantísk, í raun svo mikil að henni verður aldrei lokið á einu sumri , allra bjartsýnustu vonir eru þær að henni yrði lokið sumarið 2012, eini sénsinn á öðru er sú að kjúklingarnir okkar fari að verða tilbúnir til að spila meira , en of margir af þeim eru bara of ungir ennþá. en breiddin sem við eigum framávið er engin , eigum 0 gæðakantmenn og mjög fáa alvöru sendingamenn á miðjunni.. það þarf mikið að gerast í sumar til þess að við verðum í keppni um eitthvað næsta ár
Held ég hafi aldrei geispað jafnkimið yfir leiðindum í sjónvarpi.
Leiðinlegur en góð úrslit og gaman að sjá wilson og vonandi fær hann fleyri tækifæri í næstu leikjum,íleiðinni langar mér að lýsa yfir vanþóknun minni á afhverju suarez fær ekki að spila með okkur í evrópudeildinni en svo fær hundurinn hann Torres að spila með chelsea í meistaradeildinni,hvílíkt óréttlæti.
Sælir, jebb ekki skemmtilegur leikur en ég var ánægður með eitt í leiknum eins og Maggi bendir á og það er Wilson. Ég er mjög spenntur fyrir því að við séum með menn eins og Wilson og Kelly – ungir og mjög mikil efni. Nú er bara að vona að Kenny geti ger LiverpoolMENN úr þessum strákum.
Menn fóru í leikinn til að ná þessum úrslitum og leyfa Wilson ofl að fá reynslu, leikurinn var því eftir væntingum. Þetta verður klárað á Anfield!
Nr.17 Urmull
Ekki segja þetta, hef sjaldan eytt (og þá er ég sko að tala um að eyða) eins miklum tíma í leik og þennan! Úff.
Ekki að þessi leikur hafi komið manni beint í opna skjöldu, því miður gerði hann það ekki.
Thumbs up fyrir að selja Dirk Kuyt í sumar !!!
Þetta gengur ekki lengur með Kuyt ! Ef að hans mesti löstur er að senda fyrir, taka menn á og tækni hvernig í andskotanum er hægt að réttlæta veru hans á kantinum hjá LIVERPOOL. Er hann ekki bara fínn backup í miðvörðinn ?
Fæ það ekki skilið afhverju Maxi sem er einn mest óspennandi sóknarkantmiðjumaður sem ég hef augun litið. Hann hefur ekki hraða, hann hefur ekki skotkraft né skottækni, hann hefur ekki hæð og styrk og er ömurlegur meðspilari og tekur ömurleg hlaup. Hann getur jafnvel ekki crossað, sem og reyndar allir í kvöld. Kyriagos, Johnson og Wilson bestir í dag. Segir kannski um frammistöðu okkar sóknarlega. Það átti að kippa Kuyt útaf í fyrrihálfleik á 25mín og sömuleiðis Maxi.
Og eitt enn. Sama þótt ég hafði enga trú á að við næðum boltanum inní teig Spörtu manna. Þó voru 4 eða 5 skiptingar í venjulegum leiktíma. Auk þess sem var 2-3 mínútna bið vegna reyksins OG einn skipting í uppbótartíma og það voru bara 3 mín bætt við???
Selja Maxi !
Selja N’Gog !
Fylgdist með Gamecast á soccernet.com. Svona leið lýsandanum;
#
81′
Prepare yourselves folks, there’s an attacking sub to come for Liverpool…
#
82′
Skrtel on for Ngog.
#
82′
I know, I don’t believe it either. Dalglish must be wanting to preserve that lead. Oh wait…
#
83′
Johnson with another great run and Liverpool have a corner. Skrtel to score? #
83′
Nope, he didn’t make me eat my words, Blazek punched it clear. #
86′
Skrtel brings Liverpool out of defence, maybe Dalglish is hoping his Slovakian defender will harness his passionate dislike for his nation’s Czech rivals and score some sort of wondergoal.
#
90′
Three minutes of smoke-time added.
#
90′
Maxi wins a free-kick in midfield, I think that was Repka who brought him down. Shocking, I know.
#
93′
It’s all over. Thank goodness.
#
93′
FULL-TIME: Sparta 0-0 Liverpool. We clearly didn’t cross our fingers tightly enough for goals and I’m only sorry that we can never get those 93 minutes of our lives back. Efforts from Matejovsky and Vacek were the best of the second period, but it was a game that offered very little, particularly from Liverpool. A conservative team selection from Dalglish brought three shots, of which none were on target. That says it all really.
Héldum hreinu. Wilson fékk 90. mínútur. Ngog fór í taugarnar á Repka. Þetta voru jákvæðu punktarnir.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að taka þátt í keppninni um hvað var neikvæðast við þennan leik.
Það eru svona leikir sem fá mann til að vilja leggjast í dvala þangað til í Ágúst.
Og hvers konar skilaboð eru það til varamannana þegar þeim er ekki skipt inná fyrir þessa 3 aula sem voru í skoðunarferð þarna frammi?
Daglish herfði mátt gefa þetta út fyrir leik svo maður hefði ráðstafað þessum tíma í uppvask eða annað… tala ekki um þá sem flugu út með liðinu. Ég hefði farið í mál v. endurgreiðslu.
Kæri Babú það jákvæðasta við þennan leik var upphitunarskýrslan þín og svo verð ég bara að vera sammála greiningu Magga á leiknum.
En ég er þannig gerður að nú er þessum leik lokið og nú er bara að undirbúa sig fyrir seinni leikinn og vinna hann. Velti mér ekki mikið uppúr því hver var slakastur og hvar var skástur. Það eina sem ég veit er að við þurfum að treysta á þennan hóp það sem eftir er af þessari leiktíð og vona að hann skili okkur ofar á töfluna heldur en ónefnt lið í Lundúnum og einnig evrópubikarnum. En þá verður liðið að spila miklu betur en þetta.
Það jákvæða við þennan leik er að liðið hélt hreinu og varnarleikur liðsins var í heildina góður þar sem liðið fékk á sig fá færi. Einhvernveginn held ég að það hafi hjálpað til að mér fannst Sparta ekki hafa trú á því að þeir gætu unnið. Þá er það jákvæða upptalið og jú Wilson.
Það neikvæða var hins vegar sóknarleikur liðsins og hvernig liðið nálgaðist viðfangsefnið. Markmiðið var klárlega að halda hreinu í kvöld og 0-0 væru góð úrslit. Ætli Dalglish sé búinn að gleyma því að mörk á útivelli hafi tvöfalt vægi en liðið fékk ekki færi í þær 80 mín. sem ég sá af leiknum. Missti af fyrstu 10 mín. í byrjun seinni þar sem ég gleymdi mér í að lesa Skemmtilegu Smábarnabækurnar fyrir stelpuna (Dirk Kuyt minnti mig óneitanlega á Piparkökudrenginn sem var svo duglegur að hlaupa). Sé ekki eftir þeim mínútum heldur frekar eftir hinum 80 mín.
Það var ekkert um overlap eða kantspil í leiknum heldur sífellt reynt að hnoðast í gegnum miðjuna. Því miður er gæðin í liðinu af skornum skammti. Maxi, Ngog og Kuyt sem áttu að halda uppi sóknarleiknum voru gjörsamlega bitlausir þannig að Rebka leit út eins og Maldini í þessum leik. Sökin er þó ekki bara þeirra þar sem þeir fengu mjög takmarkaðan stuðning frá miðjunni og bakvörðunum í þessum leik. Talandi um gæði þá hefur Ngog verið senter nr. 2 síðustu tvær leiktíðir, í dag er hann senter nr. 3. Þegar maður skoðar topp 3 sentera úrvalið hjá toppliðunum þá erum við að tala um Arsena með Persie, Chamakh og Man City með Teves, Dzeko og Balotelli. Chelsea með Drogba, Torres og Anelka. Man Utd. með Hernandes, Rooney og Berbatov. Þessi lið hafa jafnvel lánað menn frá sér eins og Sturridge, Adebayor, Welbeck og Macheda. Það er alveg ljóst að þarna hafa hin liðin yfirburði umfram Liverpool, sem betur fer hefur ástandið þó skánað með tilkomu Suarez og Carroll.
Ástandið á köntunum er ekki mikið skárra þessa daganna með þá Kuyt og Maxi. Cole hreinlega verður að fara komast í gang til þess að geta coverað þessa stöður. Svo þarf að taka upp veskið í sumar og manna þessar stöður með meiri gæðum. Því miður er Kuyt ekki sami leikmaður og hann var fyrir 2 leiktíðum síðan og Maxi hefur heldur ekki sýnt sömu takta og hann gerði á Spáni. Ég ætla ekki að minnast á frammistöðu Aurilio enda var hann pikkaður upp á lestarstöðinni í byrjun leiktíðar í algjöru hallærisástandi.
Hápunktur leiksins var á 70 mín. þegar Kuyt bræddi endanlega úr sér og völlurinn fylltist af reyk.
Illa bilaður í hausnum gamli sjóarinn hann Repka, eina spennan í leiknum var hvort hann myndi berja einhvern eða ekki.
Þörfin fyrir nýjum kantmönnum er svipuð og þörfin fyrir grenjandi ungabarn að fá snuðið sitt.
Í sjálfu sér fínustu úrslit á útivelli í útsláttarkeppni.
Það hvarlaði aldrei að mér að horfa á þennan leik þegar ég sá að Kuyt, Maxi og N´Gog voru fremstu menn. Það er mér bara um megn að verða vitni að slíku knattspyrnulegu andleysi. En þetta sóknartríó heyrir brátt sögunni til sem betur fer.
Lélegur leikur eins og komið hefur fram, úrslitinn ásættanleg, verður klárað á í seinni leiknum… hefði viljað sjá pachenco spila, bara skil ekki hvað er verið að svelta svona efnilega leikmenn þegar aðrir eru ekki að sýna neitt… algerlega óskiljanlegt… en við vinnum þá heima… svo þetta verður i lagi… áfram LIVERPOOL….
Við söknuðum Poulsen ansi sárt hann hefði gert gæfumuninn
ZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzz……………………………………………….
Ég hef ekki séð jafn leiðinlega knattspyrnuleik á ævi minni. Get svarið það að Fjölnir, Fram og fleiri spiluðu skemmtilegri bolta í kvöld og ég sá þá leiki ekki einu sinni.
Sá ekki leikinn….. Bara flottasta Hjúkkit móment í gangi hjá mér núna. Mikið skelfing má þetta Sparta lið vera lélegt! Miðað við ofansagt mætti ætla að við hefðum átt að skíttapa þessum leik. Takk Fowler fyrir jafnteflið og viltu vera svo vænn og heila Mr. Fantastic fyrir seinni leikinn.
YNWA
Ömurlegt fyrir Liverpool mann að horfa upp á Tottenham vinna AC á þriðjudegi, Arsenal vinna Barcelona á miðvikudegi og svo þegar að kemur að fimmtudeginum að þá horfir maður á liðið sitt ekki eiga eitt einasta skot að marki hjá SPARTA PRAG!!! sem btw er ekki búið að spila leik síðan í desember.
Af Guardian:
89 min: God-fearers tell me that the lord sends plagues and typhoons to test our faith. Is Dalglish doing something similar to Liverpool fans here? Skrtel for Ngog, for god’s sake!
Nuff said!
Leikskýrslan sagði allt sem ég ætlaði að segja. Og nú veit ég ekkert hvað ég á að segja.
er forvitinn að vita hvort framkvæmdir voru komnar eitthvað langt á leið á stanley park leikvanginum? Voru þeir ekki eitthvað byrjaðir þegar Hicks og Gillett keyptu Liverpool?
Ógeðslega leiðinlegur leikur og frammistaða leikmanna eitthvað sem ætti að sekta fyrir. Það á að banna Carra að senda háa bolta fram á við nema til að hreinsa… Nenni ekki að hugsa meira um leikinn og kem ekki aftur inn í þessa færslu… (vonandi)
Skora á Babu að skrifa færlsu um random borg í Evrópu… gæti komið sér vel fyrir ferðahugmyndir sumarsins og myndi henda þessari leikskýrslu neðar!
Burt með Hogdson, nei bíddu, ha?
frabær leikur i alla staði vantaði bara andy þarna ta er þetta full komið varnarleikurinn var frabær vinnum alla eftir svo framistöðu enginn sp.;)
Torres hlýtur að naga sig í handabakið að fara frá liðinu og fá ekki að spila í evrópukeppni.
Sá leik Arsenal og Barcelona í gær og því lík knattspyrna og augnkonfekt beggja lið. Hvenær fáum við Púllarar lið eins og Arsenal er með??????????????????????????
Gat ekki séð leikinn í kvöld, en mér var sagt að hann hefði ekki verið boðlegur sem sjónvarpsefni!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!
http://www.hobbyfarms.com/livestock-and-pets/pet-cows-14968.aspx
Kveðjur frá Selfossi
Algerlega ömurlegur leikur af hálfu okkar manna. Þvílíkt og annað eins volæði. Þegar ég horfði á leikinn og varð vitni af þessari afleitu frammistöðu, þá varð mér hugsað til upphitunarinnar fyrir leikinn. Þar sem Tomas Repka, fautinn sjálfur, var í umræðunni. Af því tilefni langar mig til að negla inn liði, skipað af einhverjum harðsvíruðustu fótboltamönnum seinni ára. Þetta er line-up’ið sem mér datt í hug:
———————-Oliver Kahn———————–
—Vinnie Jones—Materazzi—umræddur fauti—
—Gazza—-Gattuso—-L. Bowyer—-J. Barton—
—Maradona—-Z. Ibrahimovich—-e. cantona—
Bekkur:
J. Lehmann
D. Alves
D. Unsworth
r. keane
R. Savage
D. (un)Wise
D. Ferguson
Tók mig 90 mínútur að setja saman þetta stjörnulið. Og menn eins og El Hadji eiga náttúrulega ekki skilið að vera settir í lið með köppum sem þessum…
Skil ekki hvernig við gátum spilað svona illa… það á bara ekki að vera hægt. Skil heldur engan vegin hvernig Dalglish datt í hug að setja Skrtel inná fyrir N’gog. Það er alveg ljóst að 3-5-2 kerfið eða (5-3-2) er engan vegin að virka ef enginn af hafsentunum þremur getur virkað sem bakvörður og borið boltann aðeins upp. Að mínu mati stendur og fellur það kerfið með Daniel Agger! Það hefði allavega verið skárri kostur að hafa Wilson í vinstri hafsent en einhvern af þursunum þremur.
Hörmuleg framistaða og einfaldlega til skammar!
Ég veit nú ekki mikið um fótbolta, en er Liverpool að spila í sömu deild í ensku knattspyrnunni og Tottenham og Arsenal?
Hann var ekki í uppáhaldi mínu í síðustu viku eftir pistil hans um Liverpool aðdáendur…..
Enn hann lagaði álit mitt á sér örlítið.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=104384
Það eina jákvæða við þennan leik var Danny Wilson. Ég vil sjá meira til hans !
Það eina jákvæða við þennan leik var flaut dómarans á 93 mínútu – er ekki hægt að höfða skaðabótamál vegna tilraun til manndráps, það var amk gerð heiðarleg tilraun til þess með leiðinlegum fótbolta að vopni.
Svo er KD bara sáttur með leikinn , ég er ekki frá því að þetta hafi verið fyrsta viðtalið síðan hann tók yfir þar sem mér finnst hann gera í brók. Það er ekki hægt að tala svona ósköp upp, menn verða bara að segja eins og er, þetta var hörmung.
Váá hvað ég er glaður núna, eins og ég skrifaði hér í gær var spenningurinn engin hja mér fyrir leiknum, þegar ég svo sá liðið og að Sterling væri ekki í hóp ákvað ég að skella mér í sturtu um leið og leikurinn byrjaði, í hálfleik fór ég svo bara út að eyða tíma í eitthvað gáfulegra en leik sem hafði ekki uppá neitt að bjóða og sé ekki eftir því í dag.
Man samt ekki hvenær eg missti af Liverpool leik síðast, það eru einhver ár síðan en spennan fyrir leiknum í gær var einfaldlega ENGIN sem hefur alveg gerst áður og ég samt horft en eitthvað sagði mér í gær að sleppa þessum leik bara og ég hef ekkert samviskubit yfir því í dag ef ég á að segja alveg eins og er.
Nr. 54. Siggi
– Hann var ekki í uppáhaldi mínu í síðustu viku eftir pistil hans um Liverpool aðdáendur…..
Enn hann lagaði álit mitt á sér örlítið.
Þarna er illa farið með fínan efnivið að mínu mati. Þessir pistlar eru alveg bless (þó hann rambi við og við á góða klisjukenda punkta) og gott ef LFC búturinn var ekki skástur. Næstu tveir báru þess merki að hafa verið gerðir til að dempa reiðiölduna sem hann fékk á sig eftir fyrsta pistilinn og það getur ekki hafa farið mikið meira en kortersvinna í þá.
Þennan nenni ég ekki að lesa til enda.
Pass and move my ass… meira pass and pause… glataður leikur og Kuyt, Maxi og Ngog eru alveg glataðir
Poulsen var sárt saknað í leiknum. Afhverju var hann ekki með?
Konan hans Poulsen var á fæðingardeildinni eða allvega við það að eiga, ég vona að erfinginn fái fótboltahæfileikana frá mömmunni frekar
Vá hvað NGog var bitlaus
Kuyt í viðtali við LFCTV
He told Liverpoolfc.tv: “You always want to win and we wanted to win here but it was a tough pitch and a tough team who defended really well. The most important thing for us was not to concede and we did that and did it well.
“We said before the game: don’t concede and if we score a goal we’re in a great position. We did one of those things, not the other, but a draw away in the latter stages of this tournament is good.
“We wanted to try and pinch a goal but it didn’t happen. Now we have to show at Anfield that we are better than them.
“We’ll be able to express ourselves more at Anfield. We’ll play on a better pitch and so the tempo can be higher. We’ll move forward a little bit quicker and I’m confident we can win.”
Sýnist á þessu að liðið hafi gert það sem það lagði upp með að gera…
Kuyt var víst tilbúinn fyrir leikinn í dag miðað við Twitter færsluna sem hann sendi frá sér fyrir u.þ.b. klst síðan þar sem hann póstar Ready for the game!!!. Hann var allavega ekki tilbúinn fyrir hann í gær!
Sýndist enginn leikmaður Liverpool tilbúinn í neitt í gær. Fráleitt að byrja á einhverju Lucas/Kuyt væli enn og aftur
Glen Johnson og Danny Wilson einu mennirnir með viti í þessum leik.
Johnson ágætur en komst tvisvar í ákjósanleg færi en spilaði sig í vandræði í stað þess að skjóta… Wilson gerði svo ekkert nema að komast skammarlaust frá leiknum…
Ekki frammistaða sem á mikið lof skilið…