Opin umræða: Bikarhelgi

Mikið var þetta leiðinlegur leikur í gær, annar leiðinlegi leikur okkar í röð. Það er heil vika í næsta leik okkar manna, fáum frí um helgina vegna „velgengni“ í bikarkeppnum innanlands, þannig að við gefum orðið laust þangað til eitthvað markvert gerist.

Hér er smá föstudagsfyndið: finnið Cristiano Ronaldo á meðfylgjandi mynd:

Tekið hér af Twitter. 🙂

21 Comments

  1. Djöfull þoli ég ekki að LIVERPOOL sé alltaf úr leik í FA í janúar. Ég bara get ekki vanist því.

  2. Góð mynd af Ronaldo.
    En varðandi þessa grein sem Biggi setti hér inn. Þá er bara eitt sem ég get ómögulega skilið og það er þegar menn eru að tala um að Hodgson hafi átt sucessful career. Hvað er svona árangursríkt við það hafa unnið tvo titla á Norðurlöndunum. Hann jú stjórnaði tveim landsliðum sem náðu ágætisárangir en maðurinn hefur aldrei á sínum 30 ára ferli unnið neitt merkilegt. Sorry en ég er bara enn þá drullu fúll yfir því að þessi maður hafi verið ráðinn til Liverpool og ég bara get ómögulega skilið afhverju mönnum datt þetta í hug.

  3. ég er rosa forvitinn um þennan franska kantara sem er að koma til liverpool í sumar….. ég hef svona reynt með öðru auganu að finna eitthvað solid um hann en það virðist einsog menn séu ekki beint að missa þvag yfir þessum gaur…

    erum við að tala um að þessi silavain marveux sé potentially góður leikmaður eða er þetta gaur sem er að fara beint í aðalliðið???

  4. This story has been reproduced from today’s media. It does not necessarily represent the position of Liverpool Football Club.

    Þetta er slúður dálkurinn á síðunni.. Væri líklega komið ef þetta væri staðfest.

  5. Fyrst þetta er opinn þráður þá er kannski ágætt að reyna að líta yfir það sem af er hjá Kenny Dalglish og leikmönnum hans, breytingar sem hafa orðið á einstökum leikmönnum, hverjir verða og hverjir fara í sumar. Það verður augljóslega keypt í sumar en spurning hverjir fá að halda áfram hjá liðinu. En here goes:

    Það er kannski óþarfi að rekja sérstaklega hvernig hefur gengið en mig langar að meta nokkra leikmenn í því ljósi og reyna að setja mig inn í þankagang Dalglish, Comolli, Clarke og svo þeirra leikmanna sem eiga í hlut.

    Daniel Agger, Glen Johnson og Martin Kelly hafa öðlast nýtt líf undir stjórn Kenny Dalglish. Hvað hann hefur sagt eða gert við þá er ekki víst en það er alveg á hreinu að leikstíllinn sem Dalglish vill að liðið spili hentar þessum leikmönnum mun betur. Þetta er auðvitað miklu líkara því sem Rafa Benítez var að gera og Agger og Johnson voru keyptir af Rafa. Það er nokkuð ljóst að meðan Dalglish verður með liðið verða þessir þrír mikilvægur hluti af þeirri uppbyggingu sem fer í gang. Bæði Kelly og Johnson hafa sýnt það að þeir geta líka spilað wing-back með sóma og því fúnkera þeir mjög vel í þeim kerfum sem Dalglish hefur boðið okkur upp á.

    Maxi Rodriguez er á hinn bóginn mesta áhyggjuefnið í hópnum í dag. Hann hefur ekki náð sér á strik, hvorki undir Rafa fyrr en rétt undir vor, Hodgson, né Dalglish. Kannski erum við farin að sjá ástæðuna fyrir því að hann var ekki fastamaður hjá Atlético, hann hefur dalað verulega síðustu ár og er líklega kominn yfir sitt léttasta skeið og ætti aldrei að verða annað en varaskeifa það sem eftir er ferilsins hjá Liverpool, ef eitthvað framhald verður á honum.

    Dalglish virðist ekki hafa mikla trú á Jovanovic, Poulsen og N´Gog og notar þá í neyð vegna þess að hópurinn er eins þunnur og raun ber vitni. Mér finnst ekki líklegt að N´Gog vilji vera áfram ef hann verður 4 kostur í fremsta mann því hann er á þeim aldri sem þarf að spila til að taka framförum. Hann þyrfti að fara í minni klúbb, jafnvel aftur til Frakklands eða í slakara lið í deildinni. Poulsen gæti átt framhaldslíf hjá félaginu ef hann sættir sig við að vera 4-5 miðjumaður í liðinu. Efast þó um að hann geri það því hann á enn landsliðsferil og því vill hann væntanlega fá að spila til að halda sæti sínu í landsliðinu. Sama gildir líklegast um Jovanovic en þessir þrír eru ekki í Liverpool-klassa, a.m.k. ekki ef liðið á að vera í toppbaráttu.

    Hið sívinsæla umræðuefni, Lucas og Kuyt munu án efa verða áfram hjá félaginu. Vonandi mun Kuyt spila minni rullu næstu árin eftir því sem liðið verður sterkara. Sama má gilda um Lucas, ég væri sáttur við að ef byggja á upp meistaralið á næstu árum, að hann verði fyrsti varamaður inn á miðjuna. Hann er reyndar enn á uppleið og er að bæta sig töluvert, kannski helst undir honum sjálfum komið hvort hann verði byrjunarliðsmaður eða ekki. Kuyt gæti þá orðið kostur á bekkinn, getur komið inn og terroríserað varnarmenn andstæðinganna ef á þarf að halda. Spearing held ég að þurfi varla að ræða, hann verður væntanlega seldur fyrir 1-2 milljónir í sumar nema hann samþykki að vera 4-5 kostur á miðjuna.

    Joe Cole þarf að fá tækifæri til að sanna sig, í 1-2 ár í viðbót því að allir vita hversu hæfileikaríkur hann er. Þó ekki væri nema að hafa hann á bekknum til að koma inn ef þarf að breyta leikjum líkt og hann gerði síðustu árin hjá Chelsea.

    Aurelio er í þokkalegri stöðu, yfirleitt á bekknum – squadplayer og hann á ekkert endilega að hafa stærra hlutverk.

    Skrtel má vera áfram mín vegna og ég held að Dalglish vilji halda honum en hann er í mínum augum góður kostur sem fyrsti varamaður, á næsta ári á eftir Carra og Agger inn, en árið eftir það þá þyrfti að skipta Carra út fyrir yngri og betri leikmann. Miðað við meiðslasögu Agger og aldur Carra þá er ekkert ólíklegt að Skrtel myndi sætta sig við þetta og reyna að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

    Spurningin er síðan um hvort Insúa fái tækifæri hjá Dalglish. Ef við horfum svo á þetta allt saman í því ljósi hvaða stöður þarf að bæta, miðað við hverjir eru líklegir til að fara og hvað þarf í staðinn þá má eftirfarandi:

    Kyrgiakos út – Wilson inn?
    Poulsen út – nýr miðjumaður inn.
    Maxi út – nýr kantmaður inn. (Arda Turan, Mata, einhver slíkur?)
    N’Gog út – nýr senter inn.
    Jovanovic út – nýr kantmaður/sóknarmaður inn.

    Sumsé, 5 leikmenn inn, 5 út. Bæta gæði hópsins og auka breiddina um þá ungu leikmenn sem fá stærra hlutverk. Shelvey fer að fá aukið hlutverk, spurning með aðra, t.d. Wilson, Robinson og Pacheco. Það er vissulega mögulegt að Kyrgiakos verði látinn fara í sumar og Wilson látinn fylla stöðu fjórða haffsents.

    Fyrir utan þessa sem ég hef talið upp eru 7 leikmenn í viðbót, Reina, Carra, Gerrard, Meireles, Shelvey, Suarez og Carroll, sem eru boðlegir fyrir félag í toppbaráttu (Shelvey af bekknum til að byrja með) þannig að kannski er styttra í toppbaráttuna en ég (Hodgson) taldi mér trú um.

    The King is back!

  6. Ég skil stundum ekki af hverju Spearing er ennþá hjá liðinu. Ekki það að mér sé eitthvað illa við hann, alls ekki, en ég held hann ætti að fara að fylgja fordæmi Danny Guthrie, Neil Mellor og hinna fyrrum efnilegu varaliðsmannana okkar. Hann er orðinn 23 ára og rétt nartar í aðalliðið stöku sinnum (ég veit hann er meiddur núna en það hefur engin stór áhrif á stöðuna á honum) Hann er sem dæmi, ári yngri en Lucas og heilum fjórum árum eldri en Shelvey. Þetta er fínn leikmaður en bara því miður ekki á réttum stað til að þróa feril sinn á held ég.

  7. Fín samantekt hjá Ívari. Eitt sem stakk í augun samt

    “Joe Cole þarf að fá tækifæri til að sanna sig, í 1-2 ár í viðbót því að allir vita hversu hæfileikaríkur hann er. Þó ekki væri nema að hafa hann á bekknum til að koma inn ef þarf að breyta leikjum líkt og hann gerði síðustu árin hjá Chelsea. ”

    Veit ekki alveg með 1-2 ár í viðbót, hann er 30 ára á þessu ári, með hátt í eða í kringum 100 þús pund í vikulaun og ég held að það langbesta í stöðunni með hann sé að losna við hann strax í sumar. Þetta er útbrunninn meiðslapjakkur sem hefur ekkert að gera í Liverpool. Hann er “a has been” Það jaðrar við kraftaverki ef einhver er til í að taka við honum og borga honum samskonar launatékka og Liverpool er að gera, það sem mun koma í veg fyrir brottför hans til annars liðs er að enginn mun bjóða honum svona launapakka. Endar líklega með því að hann klárar bara sinn samning hjá Liverpool með allt of fáa leiki spilaða og allt of fá mörk og stoðsendingar. Þetta ævintýri kostar okkur hátt í 5 milljónir punda í laun plús signing on fees…úfff…

  8. FML,Roy Hodgson er að tapa sínum fyrsta leik með WBA, trúi því einfaldlega ekki :'(

Sparta Prag 0 – Liverpool 0

Björt framtíð?