Sunnudaginn 6. mars verður leikinn annar tveggja leikja ensku deildarinnar á Anfield sem ég reyni helst aldrei að missa af.
Alltaf þegar leikjaplan deildarinnar er birt kíki ég eftir heimaleikjunum gegn þeim tveimur liðum sem skemmtilegast er að vinna. Ég viðurkenni fúslega að í fyrsta sæti þeirra liða eru blámennirnir úr Guttagarði, en stutt þar á eftir fylgja nágrannar okkar frá Manchester, sem skarta djöflinum í merkinu sínu.
Liverpool og Manchester eru borgir sem eiga langa sögu átaka sín á milli, löngu áður en fótboltinn fór að verða vígvöllurinn. Á miðöldum var Manchester mikil verslunarborg og skip sigldu upp ána Mersey, í gegnum Liverpool til að skila og sækja varning.
Þá tóku Liverpoolmenn sig til undir stjórn síns hertoga og lokuðu fyrir siglingaleiðina upp ána og með því búa til verslunarborg úr sinni borg.
Eftir töluverð átök varð friðarsamkomulag byggt á því að verslunin átti þó ennþá sínar höfuðstöðvar í Manchester en uppskipunar og útskipunarhöfnin varð Liverpool og má segja að sú verkaskipting sé í raun ennþá við lýði.
Eins og við vitum öll er fólk frá Liverpool (Merseyside) alltaf kallað Scousers og heimamennirnir í Manchester heita Mancs. Þessir þjóðflokkar hafa lengi eldað grátt silfur og þau átök jaðra við hatur. Í rifrildinu tala Mancs um það að Scousers séu latir, þjófóttir og óreglupésar, en Scousers segja Mancs vera sálarlausa hrokagikki sem myndu selja fjölskyldu sína ef þeir græddu túkall á því, undirförla og svikula.
Flokkarnir því jafn ólíkir og svart og hvítt á flestum sviðum!
Í gegnum tíðina hafa þessi tvö sigursælustu lið enskrar knattspyrnu háð marga hildi, í mörgum keppnum en í raun er þessi leikur það magnaður að jafnvel þegar leikurinn hefur jafn litla þýðingu fyrir okkar menn eins og núna er maður búinn að biðja um það síðan á miðvikudagsmorgun að við vinnum þennan leik, því Mancs eru komnir með tvo sigra í vetur og það væri óþolandi að hafa stöðuna 0-1-2 eða hvað þá 0-0-3 í innbyrðis leikjum liðanna í vetur.
Ef við förum að snúa okkur að liðinu okkar er erfitt að átta sig á hvað verður um liðsuppstillingu. Martin Kelly hefur leikið eiginlega alla leiki undir stjórn KD, og um leið og hann meiddist gegn West Ham breyttu stjórnendurnir okkar í spaða og spiluðu með fjögurra manna vörn, helst vegna þess að við eigum ekki marga leikmenn sem geta spilað “wing-back” stöður aðrir en Kelly og Johnson. Svo ég held að við séum að sjá fjögurra manna vörn.
Það þýðir tvo menn fyrir framan hafsentana og þar gætu margir slegist um hituna. Meireles er tæpur og það skiptir miklu að hann verði klár, annars er ég hræddur um að KD velji Poulsen í hans stað. Fyrir framan er svo þriggja manna lína og enn er erfitt að átta sig alveg á því hvernig hún verður skipuð. Uppi á topp verður svo örugglega Suarez því kóngurinn lætur Carroll ekki byrja þó hann sé farinn að æfa.
Ef við drögum þá saman mína hugmynd að liði er hún eftirfarandi:
Johnson – Carra – Skrtel – Agger
Lucas – Poulsen
Kuyt – Gerrard – Cole
Suarez
Ég tek enn og aftur fram að þetta er ekki mín ósk um byrjunarlið en ég er á því að Dalglish hvíli Meireles í byrjuninni og vilji vera með varnarsinnaða miðjumenn til að aðstoða vörnina við að halda aftur af kantmönnum og framherjum mótherjanna. Skulum bara sjá til, vonandi sjáum við Portúgalann hárprúða í liðinu og ég væri til í að sjá Wilson í bakverðinum og Agger í stað Skrtel. Ég held að við fáum Joe Cole frá byrjun í þessum leik, bara eitthvað í maganum um það. Carroll verður á bekknum og fær mínútur.
Mótherjinn er eitt veikasta Unitedlið í langan tíma að mínu mati, þ.e. ef við skoðum leikmannahópinn. En þetta lið er efst vegna herkænsku stjórans, skynsemi í leikstíl og ódrepandi sigurvilja margra leikmanna. Mér finnst með ólíkindum hvað þetta lið hefur náð af úrslitm með Shrek höktandi og frekar bragðdaufa miðju, utan Nani auðvitað sem hefur verið að spila mjög vel.
Vissulega eru þeir í ákveðnum vanda í dag þegar þeir þurfa að stilla upp Wes Brown í miðri vörninni og hóteltýrantinn Smalling með honum en í þeirri stöðu sem þeir eru í og hvað þá eftir að hafa tapað fyrir Chelsea í síðasta leik þá munu þeir koma algerlega fókuseraðir á þetta verkefni, drifnir áfram af leikmönnum sem þekkja það vel að spila á Anfield og vita muninn á því að koma þaðan með tap eða sigur.
Þeir munu selja sig dýrt!
En það held ég að okkar menn geri líka. Það verður troðfullur völlur á Anfield og mikill hávaði, ég held að margir séu sammála mér í því að þarna er á ferð einn síðasti sénsinn til að fá gleði út úr deildarkeppni vetrarins og ég er enn að tyggja það að þeir leikmenn sem verða inni á vellinum eru þar fyrst og síðast til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu þess verðir að spila með merkið á brjóstinu í framhaldinu.
Verð kominn í treyjuna fyrir framan skjáinn tímanlega til að fylgjast með góðum fótboltaleik sem endar með 2-1 sigri okkar manna í leik þar sem úrslitin ráðast í lokin. Í mínum villtustu draumum kemur sigurmarkið í uppbótartíma eftir að Suarez fíflar Wes Brown og á háa sendingu inn í teiginn sem Carroll neglir með hausnum í samskeytin fjær frá vítapunkti.
Myndband úr 2-0 sigri síðasta tímabils Svona fyrir þá sem vilja rifja upp gæsahúðina frá þessum leik í fyrra, þar sem maður var gjörsamlega hreistraður af gæsahúð þegar N’Gog skoraði. Ekki úr vegi heldur að sjá fagnaðarlætin í marki eitt þar sem merkið er kysst og svo að sjá markmanninn okkar hlaupa leikinn á enda til að fagna. Svo ekki orð um það meir, sigurinn var dásemd í fyrra og verður það aftur á Anfield 6.mars 2011!
KOMA SVO!
Þetta verður, eins og alltaf, hörkuleikur. Ég spái 2-1 fyrir okkur.
Flott upphitun. Ég hlakka mikið til fyrir þennan leik og það má eiginlega með sanni segja að þetta sé síðasti deildarleikurinn sem skiptir einhverju máli. Við endum í þessu blessaða 6. sæti hvernig sem þessi leikur fer, það gefur ekki þátttöku í Evrópudeildinni þannig að eftir þennan leik verðum við að breyta forgangsröðinni og fara að hvíla menn fyrir Evrópudeildina til að freista þess að vinna hana og komast þannig í Evrópu á næsta ári.
En fyrst þurfum við að vinna Manc-pésana. Við skuldum þeim eftir bikarleikinn í janúar, við eigum tækifæri á að eyðileggja toppsætið í deildinni fyrir þeim og getum sent ákveðin skilaboð til deildarinnar á morgun um að þótt Liverpool sitji hjá núna annað árið í röð ætli Dalglish sér að breyta því og að hann muni gera það með þá Gerrard, Suarez, Carroll og Meireles í fararbroddi.
Verðum að vinna á morgun og ég hef fulla trú á að það takist. Held líka að þetta verði öruggur sigur þrátt fyrir að bæði lið skori (sé okkur ekki halda hreinu með Rooney, Berba, Chicarito og Nani alla heita undanfarið).
Við bara verðum. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að við töpum á morgun. Ekki eftir allan kjaftinn sem ég hef rifið síðustu dagana í vinnunni.
Þetta verður að vinnast.
Úff er með í maganum ég spái 2-0 í hörkuleik suarez með 2 🙂
Spiering frekar en Poulsen.
getur eiginlega ekki verið að poulsen fái að vera í byrjunarliðinu… þá getum við alveg eins spilað manni færri…
Þessi leikur mun enda með sigri Liverpool. Lokastaðan verður 2-0. Mörkin skora Suarez og Kuyt!
Afhverju ertu að rífa kjaft í vinnunni Kristján Atli, ertu Man Utd maður í dulargerfi? ;p
Haha nei Hafliði en ég lét þá fá það óþvegið eftir að þeir töpuðu gegn Chelsea. Sagði mönnum að þetta væri bara forleikurinn að slátruninni sem biði þeirra á Anfield.
Ég vona að okkar menn geri mig ekki að lygara. Næsta vika gæti orðið freeekar óþægileg ef það gerðist.
Já, karma getur verið bitch stundum…..en vonandi ekki í þessu tilfelli 🙂
Getur 6. sætið ekki gefið evrópu sæti ef liðið sem vinnur FA cup er þegar með evrópu sæti?
Held að við eigum enga möguleika gegn Manchester, flott að ná jafntefli.. en ég spái 1-3 fyrir manchester 1-1 í hálfleik.
Ég ætla að segja að þetta endi 3-1 fyrir okkar mönnum. Brown skorar mark scumm (þeir skora á undan) og svo tekur Suarez hann svo illa að hann liggur eftir og grætur!
Þetta verður svona Liverpool 3 – 1 manc -> Suarez (2), Kuyt – Brown!
Staðfestar fréttir! Right?
Liverpool 1 – 0 Man Utd
Kuyt skorar markið : )
jamm þetta fer 1-0 fyrir LFC. Panta að fá nokkuð stækan rangstöðufnyk af markinu, svona til að hressa kallinn hann Alex við hann hefur verið eitthvað svo daufur og einrænn í vikunni….
Við töpuðum 3-1 fyrir West Ham… sé okkur þá rústa United… Poulsen með þrennu!!
Neinei, þetta fer 1-0 Og það verður Carragher sem skorar 😉
Elska hvað við erum alltaf bjartsýnir :o)
YNWA
Vona að sjálfsögðu að Liv, vinni en þá er þetta farið að vera svipað og hjá Rafa B, vinna stóruliðin og tapa fyrir þeim litlu, sem er frekar fúllt. Það verður að fara að laga þetta með “litlu liðin” hitt þarf ekki að laga=þetta með stóru liðin. 2-0. Suares 1, Carroll 1 ef að hann verður með annars verður Gerrard að gera það og um leið að koma sér í gang.
Sælir félagar
Takk fyrir fína upphitun Maggi. Mín tilfinning fyrir þessum leik er blendin. Ég held að annaðhvort vinum við þetta með tveggja til þriggja marka mun eða töpum eitt – núll. Enn sem komið er er ekki klárt í mínum huga hvernig fer en ósk mín er auðvitað 2ja til3ja marka sigur. Ég verð búinn að fá tilfinninguna á morgun og læt ykkur þá vita.
Það er nú þannig.
YNWA
Þetta er náttúrulega stærsti gallinn við þennan hóp; lið sem spilar venjulega með 3 central miðjumenn þarf að eiga fleiri en 3 sem geta spilað þá stöðu. Nú þegar Meireles er meiddur þarf þjálfarinn að velja á milli Spearing (of ungur) og Poulsen (of lélegur) í hans stað og það veit ekki á gott, sérstaklega þar sem Meireles hefur verið besti maður liðsins í langan tíma.
Ég held samt að það sé möguleiki á sigri, Kuyt skorar t.d. mjög líklega í þessum leik.
10. Hjalti says:
05.03.2011 at 13:09
Getur 6. sætið ekki gefið evrópu sæti ef liðið sem vinnur FA cup er þegar með evrópu sæti?
Ég held að ef liðið sem vinnur FA-cup er með evrópusætir þá er liðið sem lendir í öðru sæti í FA-cup að fá evrópusæti. Þannig að ef að t.d Man.Utd. – Man City eða Arsenal – Man City verður úrslitaleikurinn í FA-cup þá loksins gefur 6.sæti evrópu bolta
Mér finnst alltaf sætara að vinna United heldur en Everton. Því þar erum við að keppa meðal jafningja… en sigur gegn Everton er einsog að vinna litla bróðir í gamnislag. 😉
United eru með betri menn í nær öllum stöðum vallarins. En þrátt fyrir það ætla ég að spá okkar mönnum 2-1 sigri. Mörkin koma frá Gerrard og Kuyt.
#4 gísli … nei takk hann má alveg eins setja kött á miðjuna ef hann ætti að hafa spearing inná þessi maður er verri en allt hann og Ngog eru alveg eins nema þeir spila sitthvorastöðu GETA EKKERT NÁKVÆMLEGA EKKERT vil bara hafa mereiles þarna inna þótt hann sé meiddur því hann á samt eftir að spila betur en paulsen og spearing hálf meiddur og á hálfum hraða.
Djeeeefull hlakkar mig til!!
Flott upphitun eins og alltaf hjá ykkur félugum. En ég ætla að sleppa því að spá fyrir um þennan leik, bara svona til öryggis ef það skyldi nú vera óhappa 😉
KOMA SVO! YNWA!
@18… það er ekki eins og Spearing sé einhver gutti hann er á 23. aldursári…. hann er einfaldlega ekki nógu góður
Ég vona svo innilega að Agger og Mereiles verði heilir fyrir morgundaginn!
http://this11.com/boards/1299342724744258.jpg
Ég vill ekki með nokkru móti sjá N’gog í liðinu. Punktur!
Kuyt á að vera á toppnum þar sem Carroll fer væntanlega ekki byrjunarliðið þó hann sé heill og hann á að pressa á varnarmenn þeirra stíft og endalaust! Þá geta leiknari menn eins og Suarez, Gerrard og Maxi komist ofar og reynt að skapa eitthvað gegn veikri vörn united.
Ef við mætum brjálaðir í leikinn, gefum ekki tommu eftir þá eiga mancarnir ekki séns!
2-0. Suarez og Gerrard með mörkin. Suarez skorar eftir sendingu frá Kuyt, Gerrard úr víti!
Sælir félagar
Vil bara svona til gamans minna á að sögnin að hlakka tekur alltaf með sér nefnifall 😉
Það er nú þannig
YNWA
Jæja Roy með 3 stig á útivelli gegn nýkrýndum bikarmeisturum! Ekki er öll vitleysan eins..
En núna var Arsenal að verða fyrir dómaramistökum, áttu að fá víti greyjin. Alveg týpískt.. eru menn ekki annars sammála að Arsenal meigi vinna þetta frekar en þið vitið…
2-1 fyrir okkur, Lucas og Poulsen með mörkin á 88. og 91. !
Höfum við virkilega efni á að lána báða vinstri bakverðina okkar? Mig grunar að Jonson spili vinstri og Carragher hægri.
Hvað er með þetta Arsenal lið? Fá þetta fína tækifæri til að taka skref nær titlinum og klikka á heimavelli gegn Sunderland!
Ekki það að mér sé ekki sama um Arsenal, þeir eru bara eina liðið sem getur skákað Man Utd í Englandsbaráttunni : (
Eins gott að við vinnum á morgun : )
Verð víst að sætta mig við að horfa ekki á leikinn í rauntíma. Eitthvað sem ég er ekki sáttur með en þegar börnin manns eru annarsvegar þá ganga þau venjulega fyrir.
Tilfinningin fyrir leikin er ekki góð. Liðið hefur leikið þrjá vonda leiki í röð og það er ekkert sem er að gerast sérstaklega á morgun sem segir mér að svo verði ekki. Vonandi er ég bara svona svartsýnn eða raunsær. En það er EKKERT sætara en að jarða tyggjóskrímslið og til þess þarf alvöruleik. Ekkert helvítis West Ham dútl eins og sást um síðustu helgi. Hef trú á því að leikmennirnir vilji sýna King Kenny að þeir verðskuldi vetursetur.
En hvað með þennann unga skota sem fór til tyrklands með í evrópukeppnina það væri allt í lagi að setja hann inn ef allt fer í tómt tjón og gefa Ngog frý,,,,það sem eftir er, eða þannig
Árni Jón:prufaðu að skoða þetta í tölvunni, firstrow.net
varð aðeins minna spenntur eftir að arsenal gerði jafntefli í dag. Hélt við myndum hjálpa þeim á morgun en scum er víst með 3 stig eins og staðan er núna.
En það verður þá bara spilað uppá stoltið og það eitt er alveg nóg.
Væri svo gaman að sjá diamond miðju þar sem við erum alveg lausir við hæfileikaríka kantmenn
ég er drulluhræddur við leikinn á morgun og er ekkert viss um að við fáum neitt útúr honum.
júnætid tapaði í vikunni og eru ekki líklegir til að tapa aftur. og svo verða dómararnir ekki á móti þeim 2 leiki í röð.
ég ætla því ekki að birta mína spá en vona auðvitað að ég hafi rangt fyrir mér og við vinnum 3-0.
Sammála því að spennan er alltaf mest eftir þessum leikjum við Utd., Everton er þar rétt á eftir vegna “félaga” okkar sem búa í borginni…
Þegar maður spáir í þessum leik, eins og öðrum, leiðir maður hugann að mögulegu byrjunarliði en þá fer aðeins að draga úr spenningnum. Suárez, Gerrard, Meireles, Johnson og Kuyt eru líklegastir til afreka eins og venjulega (Suárez reyndar með öðru liði í öðru landi) þannig að vonandi eru þeir allir heilir og vel stemmdir. Agger og Aurelio (ég er einn af þeim skrítnu sem fíla hann) verða vonandi með, svo að vörnin geti spilað smá fótbolta. Carra er á lífi þannig að hann verður með og af ástæðum sem ég skil ekki verður Kyrgiakos sennilega á bekknum, í sætinu sem ætti að vera frátekið fyrir Skrtel. Það er svona mini-Hyypia hrollur sem fer um mann þegar myndavélarnar sýna Kyrgiakos skokka upp völlinn í hornspyrnum Liverpool. Charlie Adam hefði líklega hitt e-ð á kollinn á honum, en það er önnur saga.
Ég myndi vilja sjá 5-3-2 með Aurelio og Johnson í wingback og Kuyt og Suárez frammi. Og þar sem við erum ekki með neina eiginlega kantmenn þá verða a.m.k. 3 central miðjumenn í liðinu (vonandi verða þeir ekki 5, eins og hefur gerst fyrr á þessu tímabili). Ef Aurelio og Agger eru meiddir, þá held ég að við ættum bara að gleyma þessari uppstillingu og fara í 4-5-1 / 4-2-3-1 eins og Maggi bendir á og liðið verður nokkurn vegin sjálfvalið. Skiptir auðvitað mestu að menn séu “í stuði”. Treysti Dalglish 100% með þetta þangað til í sumar.
Ég held enn í smá von um að Liverpool nái 5. sætinu. Það væri alveg smá fyrir sálina, úr því sem komið er, að enda fyrir ofan annaðhvort Tottenham eða Chelsea sem þyrftu þá að klúðra sínum málum frekar dramatískt á lokasprettinum.
Við verðum að halda áfram að safna stigum með eitthvað háleitara markmið en að halda einhverju 6. sæti og “gera bara betur næst”. Liverpool mætti ekki til leiks á móti West Ham og það er ekki boðlegt fyrir þá sem eru að horfa. Spái því að Liverpool mæti óragir til leiks og vonast eftir einum Napoli-hálfleik frá fyrirliðanum sem vinnur þetta fyrir okkur.
Afsakið bjartsýnina og athugasemd í lengri kantinum, til þeirra sem leiðast þær, en ég þurfti greinilega aðeins að pústa…
Til að svara mönnum sem eru að efast um Evrópusætið þá er það þannig ef Man Utd, Arsenal, Man City vinna FA Cup þá fáum við að fara í Europa League EF við endum í 6. sætinu. Birmingham fá réttinn sem sjöunda liðið. Liðið í úrslitum fær ekki þátttökurétt því það er engin rökrétt ástæða fyrir því.
Að leiknum vill ég sjá okkar menn koma brjálaða inn í leikinn og eigna sér miðjubaráttuna og setja mark í fyrri hálfleik. Helst frá Gerrard.
Suarez klárar þá síðan undir lokin þegar hann leikur á Wes Brown.
Í þessum leik mun VDS hafa nóg að gera því Suarez er að fara niðurlægja Brown á morgun.
YNWA
Hef góðan fýling fyrir þennan leik. Við tökum þetta 2-1. Man Utd. skora á undan. Segi að það sé Nani. Svo skora Suarez og Gerrard.
mér hlakkar mjög mikið til í leikin o ég spái 2-1 fyrir okkur
Við töpum á morgun.
Áfram með pælingar um evrópusæti, færi svo að við ynnum Evrópudeildina, væri þá sætið tekið af liðinu í 5 sæti deildarinnar (eins og gerist ef lið vinnur CL og er ekki í topp4) eða myndi bætast við liðafjöldann frá Englandi?
Gerrard & nárinn – mjög líklegt að hann missi af leiknum á morgun. 🙁
Frábært Eyþór. Ég sem veðjaði 6000 kalli á leikinn.
Mér um mig til mín frá míns í nefnifalli, nebblilega það. Það er sögnin. Leyfum málinu að þróast. Fór til spákonu og hún sagði: 2-0 fyrir Liverpool. En hvað veit ég?
Carroll líklegur til þess að byrja vegna þess að Gerrard meiddist, segir slúðrið í kvöld allavega.
http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/meireles-looks-to-slay-bitter-rivals
Flott viðtal við Raul Meireles er ágætis byrjun á deginum…
Við tökum þetta 2-1 Giggs með þvílíka sleggju fyrir utan teig Súarez jafnar og Gerrard svellkaldur af vítapunktinum klárar leikinn og Reina hleypur yfir allan völlinn til að fagna:D:D:D
3 1/2 tími í leik… spennó.
vona að fyrirliðinn sé heill á nára, annars má henda carrol í laugina, frekar en pulsan.
það má telja niður meðan lesið er viðtal við Benitez.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1363373/Rafa-Benitez-exclusive-blame-lies-broken-promises-Liverpool.html?ITO=1490&utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
okei nú hef ég bara seð þetta með að Gerrard se meiddur inná lélegum slúðurpistlum… kenny hefur ekkert nefnt um þetta í viðtölum eða neitt. veit einhver einhvað?? verður hann ekki með ? og hvað á hann þá að hafa meiðst á æfingu? Þetta er að stressa mig mikið við Gerrard, meireles og Agger verða að vera klárir í 90 mín í dag ef við eigum að vinna! svo væri fínt ef Dalglish tæki smá sens og kæmi öllum á óvart og henti Carroll í byrjunarliðið bara!!
Nárameiðslin tóku sig upp aftur – átti að fara í assesment snemma í morgun, hef ekki séð neitt nánar. Þetta er skv mjög áreiðanlegum aðila á RAWK.
Skv, Dailymail þá er Andy Carrol með en Gerrard meiddur http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1363415/Carroll-Liverpool-scare-captain-Gerrard.html
Sælir félagar
Ég er kominn að niðurstöðu um úrslit leiksins í dag. Eins og ég sagði hér fyrir ofan í gær þá var eg í vandræðum með niðurstöðuna en nú er hún klár. Liverpool vinnur þennan leik 2 – 0 eða 3 – 1. Því fær ekkert breytt og þessvegna í raun óþarfi að leika þennan leik nema til að skemmta fylgjendum Liverpool.
Það er nú þannig.
YNWA
Sé það rétt að Gerrard er ekki með, þá spái ég sigri. Það er ekki eins og hann hafi verið að sýna neinn snilldarleik undanfarið og því spái ég 2-0, Suarez og Kuyt með mörkin.
So let the game begin, may the best team win!
Sterkur orðrómur um að Carroll & Gerrard byrji – Gerrard hafi fengið sprautu og sé klár.
Twitter er ekki að minnka spenninginn!
Er búið að opinbera byrjunarliðið?
Held að Carragher skori 2 og manchester vinni 2-0 ehehehe
Get ekki haldið áfram að lesa Twitterinn!
Orðrómar vinstri hægri um að Carroll og Gerrard byrji, Carroll byrji en Gerrard sé out, Gerrard sé með en Carroll á bekk, hvorugur byrji og hvað og hvað….
Spennan er að fara með mig.
Mjög vont líka að geta bara séð fyrri hálfleikinn þar sem ég skaut mig í fótinn og planaði skírn hjá stúlkunni kl. 16! hahahaha, fokk! Talandi um klúður 🙂
Ef Carroll verður kominn með 2 í hálfleik krefst ég þess við konuna að skíra stúlkuna Andrea Karlotta á eftir!
liðið komið
Liverpool: Reina, Johnson, Aurelio, Carragher, Skrtel, Gerrard, Lucas, Meireles, Maxi, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Cole, Ngog, Carroll.
Áfram svo
Gerrard byrjar en Carroll á bekknum.
ég hef á tilfinningunni að við eigum eftir að sakna agger í þessum leik við þurfum að hafa menn í vörninni sem geta spilað boltanum og carra og skrtel seru sennilega þeir döprustu á boltann í deildinni, og að aurelio eigi eftir að lenda í vandræðum með nani.
Hefur einhver hugmynd um hvers vegna Ngog er í leikmannahópi Liverpool?
veit einhver afhverju Maxi er í byrjunarliðinu ?… úfffff…
Bíddu what!!! Ertu annars EKKI að fara að skíra dóttur þína Andrea Karlotta????
#61
já Dalglish veit það
First XI: VDS, Rafael, Brown, Smalling, Evra; Nani, Carrick, Scholes, Giggs; Rooney, Berbatov
Liðið hja United
við vinnum 100000000-0
…á þrítugsafmæli í dag…
…finnst ekkert of mikið að heimta sigur í gjöf…..takk fyrir túkall 2-0
úfffff 40 mín í leik og maður er farinn að iða í skinninu og það að sjá snillinginn sem leiddi okkur þarna út á völlinn hefur verið sárt saknað síðustu árin…. búinn að hafa þetta á repeat núna síðasta klukkutímann.
http://www.youtube.com/watch?v=Xfgqi-UahE8
mér hlakkar mjög mikið til og ég spái 3-0 fyrir okkur suarez skorar fyrsta síðan skorar Meireles síðan kemur andy caroll inná og skora
Liverpool: Reina, Johnson, Aurelio, Carragher, Skrtel, Gerrard, Lucas, Meireles, Maxi, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Cole, Ngog, Carroll.
Carroll á bekknum og Meireles og Gerrard byrja !!! Líst fáránlega vel á þetta :D:D
Byrjunarlið júnætid
VDS, Rafael, Smalling, Brown, Evra, Giggs, Scholes, Carrick, Nani, Rooney, Berba
haha þvílík geðveiki og skemmtun!!!!!!!