Hversu langt á eftir erum við?

Árið 2007 gerði David Moores, þáverandi eigandi Liverpool og stuðningsmaður frá barnæsku, sín stærstu mistök. Hann seldi Liverpool til einhverra verstu eigenda sem hægt var að hugsa sér sem sönnuðu árin á eftir að þeir voru (og eru) lítið annað en sálarlausir vitleysingar.

Hicks og Gillett komu í byrjun árs og náðu ekki að eitra nægjanlega mikið út frá sér til að hindra för okkar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá um vorið. Raunar styrktu þeir liðið umtalsvert þó til hafi þurft æðiskast frá stjóra liðsins sem var orðinn þreyttur á tali þeirra en litlum aðgerðum.

Þetta hefði átt að hringja öllum viðvörunarbjöllum hjá okkur fjöllum hærra en það gerði því að eftir þessa fyrstu tvo leikmannaglugga fór liðið hægt og sígandi niður á við hvað leikmenn varðar og stríðsástand var utan vallar, bæði meðal þeirra sem stjórnuðu liðinu, spiluðu með því og jafnvel meðal stuðningsmanna.

Því langar mig aðeins að skoða, út frá þessu tímabili sem nú stendur yfir, hversu langt við erum á eftir toppliðunum nú þegar þessu sorgartímabili H&G virðist vera lokið. Það er, hvar við höfum verið að tapa þessum stigum okkar í vetur því ef maður hugsar til baka þá eru ansi hreint mörg stig farin í vaskinn gegn óumdeilanlega lakari liðum og oftar en ekki er við vorum undir stjórn óhæfs stjóra á tímum og andinn í kringum félagið var rotinn í gegn.

Núna höfum við spilað 29 leiki í deildinni. Fyrir hvern leik er hægt að fá 3 stig og þ.a.l. höfum við haft möguleika á 87 stigum það sem af er þessu tímabili. Við höfum hinsvegar einungis náð 42 stigum.

Förum yfir hvar þessi 45 stig hafa tapast:

1. umferð – Arsenal (H) 1-1. Grátlega óheppnir að tapa 2 stigum þarna einum færri á lokamínútunum. 2.stig í vaskinn þó jafntefli við Arsenal er ekkert óeðlilegt.

Frábær byrjun hjá Cole í fyrsta leik.

2. umferð – Man City (Ú) 0-3. Getum ekki lengur ætlast til að fá 3 stig þarna og hvað þá ef framkvæmt er knattspyrnulegt sjálfsmorð líkt og Hodgson gerði í þessum leik. Eðlileg þrjú töpuð stig þó Dalglish geti klárlega gert betur en var gert í þessum leik.

4. umferð Birmingham (Ú) 1-1. Ömurleg frammistaða og bara þau úrslit sem lagt var upp með að ná. 2 töpuð stig.

5. umferð Man Utd (Ú) 2-3. Öll stig þaðan eru bónus og við vorum nálægt því að koma til baka í þessum leik og 2-3 er ágætt miðað við að Liverpool hóf ekki leik fyrr en staðan var orðin 2-0 fyrir Berbatov.

Deildarbikar 1. leikur  Northamton (H) 2-2 (4-2 í vító). Sigursteinn Brynjólfsson hefði getað náð meira út úr liðinu í þessum leik heldur en óhæfi með öllu Roy fokkings Hodgson. Djöfull þoli ég ekki Roy Hodgson. Skandall og ein verstu úrslit í sögu félagsins.

Hjálpaði Hodgson ekkert að hætta að horfa í leiknum gegn Northamton.

6. umferð Sunderland (H) 2-2. Ljónheppnir að ná þessu jafntefli, markið hjá Kuyt var ekki mikið gáfulegra heldur en sundboltamarkið í fyrra. 2 töpuð stig þarna.

Sex stig eftir sex umferðir takk fyrir og góðan daginn. Þarna getum við bætt okkur andskotinn hafi það. Strax á næsta tímabili.

7. umferð Blackpool (H) 1-2. Fæst orð bera minnsta ábyrgð, en Blackpool átti skilið að vinna stærra. 3 töpuð stig og þarna átti að reka Roy Hodgson fyrst Northampton-leikurinn var ekki nóg.

8. umferð Everton (Ú) 0-2. Ömurlegur leikur hjá okkar mönnum með öllu. 1-3 töpuð stig alveg klárlega þó það sé erfitt að segja það eftir þessa leiki.

Sex stig eftir átta umferðir og Roy Hodgson ennþá með vinnu! Í fyrstu átta umferðunum áttum við einn leik þar sem við töpuðum ekki stigum og duttum út fyrir Northampton í deildarbikarnum í millitíðinni.

Þarna taka nýjir eigendur við félaginu og eins asnalega og það nú hljómar þá vissu þeir svo lítið um fótbolta að líklega bjargaði þetta starfi Hodgson til að byrja með.

Um þetta þríeyki myndi Charlie Sheen segja #winning.

12. umferð Wigan (Ú) 1-1. Þrír sigrar í röð gegn Blackburn, Bolton og Chelsea urðu að engu í 2 töpuðum stigum gegn Wigan … sem er í fallhættu og hafa verið mest allt tímabilið.

13. umferð Stoke (Ú) 0-2. Ekki batnaði þetta í ÖMURLEGUM leik gegn Stoke. 3 töpuð stig sem hægt er að vinna upp á næsta ári.

15. umferð Tottenham (Ú) 1-2. Áttum reyndar meira skilið úr þessum leik og WHL hefur verið okkur erfiður í gegnum tíðina. 1 tapað stig hér.

17. umferð Newcastle (Ú) 1-3 Tap gegn nýliðum kostuðu okkur stigin þrjú og 35m punda enda keyptum við bara manninn sem slátraði okkur í þessum leik. Snúum þessum við á næsta ári. 3 töpuð stig.

Andy Carroll hefði líklega hentað Hodgson vel, blessunarlega munum við aldrei komast að því en hann sá allavega um okkur á St James' Park.

18. umferð Wolves (H) 0-1. Jesús minn, enn eitt botnliðið og 3 TÖPUÐ stig!

20. umferð Blackburn (Ú) 1-3. Umferðina á undan unnum við Bolton 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma og héldum upp á það með 3 töpuðum stigum gegn Blackburn sem er í bullandi fallhættu.

Þetta var það sem þurfti til svo að Hodgson fengi LOKSINS LOKSINS rauða spjaldið og væri sagt að hypja sig sem lengst frá Anfield. Þetta bara hlýtur að vera einn versti árangur framkvæmdastjóra Liverpool í sögunni. Þó þeir spekingar séu til sem héldu því fram að hann hefði ekkert verið vandamálið heldur væri liðið bara ekki sterkara en þetta.

Það er auðvitað ekki rétt, aðeins fífl héldi því fram að ekki sé hægt að ná meira út úr þessu Liverpool liði heldur en Hodgson gerði. Við fengum Kenny Dalglish og áður en ég byrja að skoða hans árangur hjá okkur hef ég það á tilfinningunni að hann sé nær því að vera að ná því út úr liðinu sem hægt er að fara fram á. Annað en Hodgson sem þrátt fyrir allt var að ná sínum besta árangri sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni.

FA Cup fyrsti leikur í keppni Man Utd (Ú) 0-1. Dalglish verður ekki kennt um þennan leik – dómarinn og sá maður sem stýrði liðinu fram að þessum leik fá þann heiður og raunar var Dalglish bara ekki svo langt frá þessu þrátt fyrir ÖMURLEGA byrjun leiksins.

21. umferð Blackpool (Ú) 1-2. Þarna fékk maður frekar áhyggjur enda með ólíkindum að ekki var notast við þann meðbyr sem ráðning Dalglish hafði og þá staðreynd að Blackpool vann fyrri leikinn á Anfield sem hvatningu til að klára þennan leik. Hvað þá þegar við náðum að komast 1-0 yfir í leiknum! En þetta vil ég meira skrifa á Hodgson heldur en Dalglish enda Skotinn rétt búinn að segja hæ og ráða aðstoðarmann ásamt því að taka 2 leiki á 4 dögum. Engu að síður 3 töpuð stig og smánarlegt að gefa Blackpool sex stig á sama tímabilinu.

—Tími Hodgson endanlega á enda skv. uppgjöri Babu!—

Velkominn aftur, Guð minn góður velkominn aftur.

22. umferð Everton (H) 2-2. Það eru auðvitað alltaf töpuð stig þegar við vinnum ekki Everton. En jafntefli er enginn skandall og sérstaklega ekki ef við miðum við aðstæður fyrir leik. Þetta flokkast ekki sem meira en 1 tapað stig, en klárlega vel mögulegt að bæta þetta á næsta tímabili.

27. umferð Wigan (H) 1-1. Aftur endum við gott rönn á óþarfa jafntefli gegn fokkings Wigan. Dalglish var að gera allt vitlaust á Anfield með sigrum gegn Wolves, Fulham, Stoke og Chelsea, ekki mjög merkilegt þannig en bylting frá tíma okkar undir stjórn Hodgson. En jafntefli heima gegn Wigan eru alltaf 2 töpuð stig.

28. umferð West Ham (Ú) 1-3. Þarna kom berlega í ljós hvað hópurinn okkar er þunnur, liðið var þreytt eftir tvo Evrópuleiki og bara alls ekki tilbúið í baráttuglatt West Ham lið. Mjög dapur leikur hjá okkar mönnum og klárlega 3 töpuð stig.

29. umferð Man Utd (H) 3-1. Þessi leikur á ekki heima í þessari uppptalningu enda engin töpuð stig þarna. Vildi bara endilega koma þessum leik að. (“,)

Þessi upptalning kemur auðvitað ekki til með að skipta nokkru einasta máli á næsta tímabili og ómögulegt að geta sér til um það hvort við munum bæta okkur þá eða bara dragast enn frekar aftur úr. Yfir heilt tímabil kemur það alltaf fyrir hjá öllum liðum að stærri liðin tapi fyrir minni liðum í leik sem á alls ekki að tapast. Trikkið er að gera þetta sjaldnar en andstæðingurinn og Guð minn góður hvað það eru margir leikir á þessu tímabili sem við vitum að liðið getur klárlega gert betur. Þá er ég að tala um þennan hóp sem við höfum haft til umráða í dag (ég skal hundur heita ef hann verður ekki sterkari á næsta tímabili).

Það er grátlegt að hugsa til þess hvar við værum með þau tíu stig sem fóru í Wigan og Blackpool á þessu tímabili svo dæmi sé tekið.

Það er auðséð að Liverpool hefur verið að tapa of mikið af óþarfa stigum í vetur og getur klárlega gert betur heilt yfir. Ég er samt ekki að segja að ég væri eitthvað bjartsýnn og hvað þá að taka svona lista saman ef við værum ennþá með Hodgson við stýrið og Hicks og Gillett sem eigendur.

Núna erum við með mann við stýrið sem vann titilinn síðast fyrir Liverpool og virðist vera hárréttur maður á hárréttum stað, a.m.k. ef við miðum við Hodgson og ofan á það virðumst við loksins hafa eignast eigendur sem í alvörunni ætla að styðja við liðið og hugsa ekki um félagið sem skjótfenginn gróða.

Allt of lengi vorum við bara með einn striker og það var að hamla okkur mjög mikið, sérstaklega þar sem hann hættir ekki að tala um félagið núna og segist hafa verið á leiðinni í burtu í yfir eitt ár. Núna höfum við tvo öfluga sóknarmenn sem kostuðu sitt og eigum menn eins og Kuyt uppá að hlaupa og gætum alveg bætt í þann hóp.

Flestar aðrar stöður þurfa einhvers konar bætingu þó ekki þurfi neitt að umturna öllu í einu og ég trúi því vel, sérstaklega eftir að hafa skoðað þetta tímabil að við getum alveg farið að sjá stóra bætingu á Liverpool á næsta tímabili.

Fréttir af nýjum/endurbættum velli næstu jákvæðu fréttir frá FSG?

Það þarf auðvitað eitthvað að fara falla með okkur og við þurfum fleiri leikmenn í Suarez klassa til félagsins og höfum alltaf þurft enda þróast topplið ekki nema vera alltaf að bæta við sig svona leikmönnum. Við fengum tvo þannig leikmenn í einu fyrir sama verð og einn leikmaður í þessum gæðaflokki í janúar og eigendur félagsins voru hundfúlir að hafa ekki náð að bæta einum leikmanni við í viðbót.

Það er sú hugsun sem á eftir að hjálpa þeim mikið við að halda stuðningsmönnum félagsins á sínu bandi og eins yrði ég ekki hissa ef við heyrum af því eftir þetta tímabil hvað þeir ætla sér að gera varðandi völlinn, það er lykillinn af allri framtíð félagsins og þeim stalli sem við ætlum að vera á og loksins trúir maður því að eitthvað muni nú gerast í þeim framkvæmdum, tíu árum eftir að byrjað var að leggja drög að því.

Það hefur gerst allt of oft undanfarin ár að við tölum um næsta ár á þessum tímapunkti, þó ekki hafi farið mikið fyrir því fyrir þetta tímabil. Það er líka líklega allt of snemmt að fara gera ráð fyrir Liverpool í baráttunni um titilinn á næsta ári, leiðin þangað er lengri en þetta og samkeppnin er í sögulegu hámarki í ensku Úrvalsdeildinni. Það eina sem ég er reyna að halda fram er að við erum að mínu mati alls ekki eins langt á eftir og af hefur verið látið og gætum komið með látum í toppbaráttuna á næstu árum.

Það er í það minnsta möguleiki og hann er ekki svo fjarstæður.

30 Comments

  1. Flottur pistill, við endum í meistaradeildarsæti á næsta ári.
    Það er hins vegar eitt sem ég hef aldrei almennilega skilið varðandi þennan leikvang:
    Hvernig stendur á því að það margborgaði sig fyrir Arsenal að byggja nýjan völl en nú segir hver spekingurinn á fætur öðrum að þetta sé reikningsdæmi sem einfaldlega gangi ekki upp hjá Liverpool. Hver er eiginlega munurinn?

  2. en nú segir hver spekingurinn á fætur öðrum að þetta sé reikningsdæmi sem einfaldlega gangi ekki upp hjá Liverpool.

    Ekki hef ég nú orðið var við það? Eina sem ég hef séð er hvort það borgi sig að byggja nýjan völl frekar en að endurbæta Anfield. Liverpool fer auðvitað ekki frá Anfield án þess að skoða málið mjög vel og það er að ég held það sem þeir eru að gera núna. En allar endurbætur á vellinum eiga eftir að kosta gríðarlega fjármuni fari svo að Anfield verður byggður upp.

    En að nýr völlur myndi aldrei borga sig hefur að ég held ekkert verið slegið út af borðinu neitt.

  3. Mér finnst ekki útilokað að LFC verði í titilbaráttunni á næsta ári, þ.e. ef vinnan sem fór í gang með komu Comolli, og ekki síst Daglish skilar, okkur góðum leikmönnum í sumar. Allt bendir til að FSG muni fjárfesta duglega og þá er allt mögulegt. LFC er í allt öðrum og betri málum hér á Góunni en s.l. 3 ár.

    Ég er einnig nokkuð viss um að Premier League er í millibilsástandi. Lið eins og ManCity, Tottenham eru að efla sig en Scum og Chelsea á niðurleið að mínum dómi. Scum þarf að endurnýja flesta af sínum lykilmönnum fyrir aldurs sakir. Chelsea er í sömu stöðu auk þess sem líklegt er að skipt verði um þjálfara enn einu sinni. Þessi lið eru í raun aðeins á eftir LFC með að taka til í sínum leikmannahópum.

    LFC mun ekki verða fullmótað á næsta tímabili en gæti vel náð góðu rönni ef leikmannakaup sumarsins heppnast vel. Ég er því nokkuð bjartsýnn en samt með báða fætur á jörðinni.

  4. ÉG segi bara það á að ENDURBYGGJA ANFIELD ROAD OG GERA HANN STÆRI EKKI NEIN ANNAN VÖLL VIL BARA HAFA ÞENANN FLOTTA OG GEÐVEIKA VÖLL ÁFRAM EN ÉG SEGI BARA AÐ VIÐ EIGUM AÐ BYGGJA VIÐ HANN EN EKKI NÝJAN VÖLL ÉG BARA VIL EKKI HORFA UPPÁ ÞENNAN VÖLL FARA FRÁ OKKUR

  5. Nr. 5 Andri

    Það er ekki góður siður að æpa svona á sunnudögum, hér eru fjölmargir lesendur sem gætu verið að glíma við þynnku og mega ekki við svonalöguðu! 😉

  6. aldrei nýjan völl Anfield er leikvangur sem allir tala um. það væri stór mistök að eyðileggja hann sjálfsmorð mætti kalla það.
    Eg vill sjá 7 nýja leikmenn i sumar.
    visntri bakvörður, miðvörð, miðjumann 2, kantar þá meina eg menn sem ógna og opna varninar 2 menn. sóknarmann til að berjast við Luis og Andy.
    selja þarf nokkra sem ekki geta og muni ekki koma til með að spila mikið fyrir Liverpool. byrja fyrst a Ngog

  7. Ég var einmitt að reikna það um daginn að miðað við stig per leik hjá Hodgson hefðum við klárað tímabilið með 47 stig, en miðað við stig per leik hjá Kenny hefðum við klárað tímabilið með 71 stig (hefði hann verið allan tímann). Þetta er kannski ekki fyllilega sanngjarnt dæmi, en segir okkur þó að hópurinn er klárlega nógu sterkur til að keppa um topp 4 sæti. Nú þegar Suarez og Carroll hafa bæst við þá held ég að það vanti ekki marga leikmenn til okkar svo við verðum samkeppnisfærir um titilinn. Ég hef fulla trú á því að eigendurnir, Comolli og King Kenny skoði vel hvaða stöður þarf nausynlega að styrkja í sumar, og styrki þær.

  8. Sammála Grétari nr. 9. Liðsandi getur flutt fjöll. Traust á stjóra flytur líka fjöll. Ef Ferguson yrði skipt út fyrir Woy, þá myndi ónefnt lið ekki vinna leik það sem eftir er.

  9. @ 6

    “Maður er bara á hnjánum og rifjar upp faðirvorið…”

    Þú meinar auðvitað Fowlervorið 😉

  10. það er villa í umferð 22 liverpool – everton 2-2 jafntefli þar stendur 1 tapað stig en á það ekki að vera 2 stig ?

  11. Ég er ekki alveg sammála númer 5 um að United þurfi að endurnýja mikið innan sinna raða. Allavega held ég að þeir kvarti ekki á meðan þeir hafa möguleika á þrennunni.

    Hinsvegar eigum við nokkuð í land með að ná þessum liðum. Ætla ekki að tapa mér í bjartsýninni heldur og spá einhverri titilbaráttu. En ég fer fram á að við fáum nógu góða leikmenn til að koma okkur aftur inn í Meistaradeildina og þá er hægt að stíga næsta skref.

    Við vorum í baráttunni um titilinn fyrir sléttum 2 árum og vorum töluvert betri en Tottenham Hotspur.
    En í dag hefur taflið snúist við. Það sýnir okkur það að með réttum kaupum er allt mögulegt.
    Þess vegna er griðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá rétta menn í þær stöður sem við verðum að styrkja. Þ.e. vængirnir, miðvarðarstaðan og vinstri bakvörðurinn.

    Ég hef bullandi trú á þessu verkefni að koma okkur í fremstu röð á ný.

  12. Flottur pistill,ég vill persónulega halda Anfield,það hlýtur að vera hægt að byggja upp eða grafa niður og ef ekki kaupa húsin næst vellinum.

    Það er svo mikill karismi á þessum velli…

  13. vonandi fer Ferguson (ritskoðað, skilaboðin komast til skila svona). Er viss um að ef Ferguson myndi fara þá myndi scum hiksta jafnmikið og við gerðum undir stjórn Roy.

    En draumurinn minn er bara að ég vona að við náum meistaradeildarsæti á næsta ári á kostnað Chelsea. Þá er ég sáttur, og Torres ósáttur 😉

  14. Ég vil ekki að Ferguson geispi golunni strax, hann verður að vera vitni að hruni manchester united og þegar Liverpool stígur upp aftur.

    Svo er eitt varðandi greinamerki (og í guðanna bænum ekki fara í eitthvert nöldur um stafsetningalöggur í kjölfarið), það er eitt að missa sig í hástafafylleríi (Andri 5) en plís notaðu kommur(,) til að skipta málsgreinum niður í setningar þar sem það á við (það er takki á lyklaborðinu við hliðina á punktinum (.)).

  15. Að óska þess að þjálfari united muni deyja bráðlega finnst mér ansi fáranlegt comment og eitthvað sem ég vona að sjáist ekki aftur þessu spjalli.

  16. Já það er kannski einum of að segja það. Ætla vonandi að hann hafi verið að meina að hætta að þjálfa í stað þess að deyja.

    Þó ég hati allt við Man Utd þá er þetta skammarlegt að segja svona.

    Það á að taka hart á svona málum eins og Man Utd gerðu eftir varaliðsleikinn í gær. Þar var gert grín að Hillsborough og Heysel frá stuðningsmönnum United og kom félagið með yfirlýsingu um að það yrði tekið mjög hart á þessu.

    Ef stjórnandi lýtur á þetta svona þá á að banna þennan mann frá síðunni.

  17. Efa að hann var að tala um dauða, frekar að hann hætti þjálfun. Bara tekið svona til orða.

  18. Efa að hann var að tala um dauða, frekar að hann hætti þjálfun. Bara tekið svona til orða.

    Reynum að taka ekki alveg svona til orða strákar, það er bara hægt að lesa eitt út úr því þegar óskað er eftir því að einhver geyspi golunni. Lagaði þessi ummæli aðeins til og reynum að salta þessa umræðu með því. Svona hugsun er okkur ekki sæmandi.

    En ef við horfum framhjá þessu slæma orðavali frá kristó þá er ég nú ekki sammála og hef litla trú á að United hrynji eitthvað strax eftir að Ferguson hættir, þetta er það öflugur klúbbur að það þarf meira til.

  19. Fyrir það fyrsta þá þarf svona 5-7 nýja leikmenn í sumar, það er á hreinu. Svo þarf 1 tímabil til að ná þeim mönnum saman og sennilega 3-4 nýjir leikmenn á þeim tíma til að fylla þær holur sem “flopp” skilja eftir sig, við getum alveg bókað að af 5-7 nýjum leikmönnum þá er einhver að fara að floppa.

    Ég held að við verðum í alvöru keppni um titilinn á tímabilinu 12/13

  20. Flott – okkur hefur vantað sí-meiddan kanntmann á launaskrá í mörg ár…. 😉 Eigum við ekki bara að halda okkur við the Liverpool way og kaupa striker á kanntinn ?

  21. Mér finnst nú persónulega allt tal um hversu stutt eða langt á eftir toppliðunum ótímabært. Liverpool hefur verið að ganga í gegnum hremmingar í formi fyrra eigendavalds sem að önnur lið hafa ekki þurft að vera að glíma við. Núna er aftur tími uppbyggingar og þetta tímabil sem er að renna sitt skeið er að mínu mati gjöf okkar Liverpool manna til stuðningsmanna annarra liða. Getum kallað það skotleyfi! Það er svo erfitt að meta nákvæmlega hvaða styrkleikum við búum við þessa dagana meðan stöðuleikinn í leik liðsins er ekki meir en raun er. KKD þarf meiri tíma en bara þessar vikur til að byggja upp. Eins og allir gera sér eflaust grein fyrir!

    Hinsvegar svona á bjartsýnni nótum en samt alls ekki óraunsæjum þá má segja það KKD til happs að hann fékk starfið í janúar en ekki í vor sem dæmi. Þessir mánuðir sem hann fær núna verða pottþétt ómetanlegir fyrir hann og klúbbinn þegar fram í sækir. Næsta tímabil ætti því alveg í raun að geta orðið ansi spennandi fyrir okkur púllara og jafnvel með réttum breytingum á leikmannahóp liðsins gæti liðið blandað sér í baráttu um titla. Næsta sumar munu menn vonandi endanlega búnir að þvo af sér skít þeirra Hicks og Gillett og má af sér leikstíl Rafa og Hodgson. Að Liverpool leiðin verði ofar öllu öðru með Kenny Dalglish í fararbroddi!!

    YNWA

  22. Sammála því að það þurfi að kaupa nýja leikmenn, veit samt ekki hvernig mér líst á að kaupa 7 leikmenn í einum glugga.
    Finnst við þurfa byggja liðið upp sem heild, innleiða leikmenn rólega inn í liverpool-stílinn, held að það sé mikil hætta á óeiningu og litlum liðsanda ef við fjárfestum algjörlega í nýju byrjunaliði => samanber man.city, hef engan áhuga á að liverpool verði eitthvað í líkingu við man.city ævintýrið…… það er bara, eitthvað svo ógeðslegt

  23. Bjössi ég er ekki að meina 7 leikmenn beint í byrjunarliðið, heldur 7 leikmenn í 25 manna hóp.. við þurfum að losna við Jovanovic, N’Gog, Poulsen, J.Cole (að mínu áliti) , Maxi, Skrtel, Konchesky og þá þarf náttúrulega menn í staðinn fyrir þá.

  24. jaaaá, finnst samt skrítið að kaupa leikmenn sem við viljum ekki sjá í byrjunarliði.
    frekar að kaupa ca. fjóra leikmenn til að byrja með, losa okkur við einhverja af þessum lélegu leikmönnum sem við höfum, og nota þá hina mennina eins og maxi og skrtl sem back up.
    Frekar en að selja menn og kaupa menn á bekkinn.

Hei, það er leikur um helgina!

Erfið leið til Evrópu