Frá hausti 2009 og allt þar til örlagaríkan októberdag 2010 var ég reglulega með martraðir, vakandi og sofandi, yfir þeim skugga sem sveif svö örugglega yfir mínu ástkæra Liverpoolliði.
Sá skuggi stóð af tveimur vitleysingum sem blekktu rótgróna Liverpoolmenn til að selja þeim félagið okkar ástkæra. Í raun virðist að strax haustið 2007 hafi lykilmenn innan klúbbsins séð að það væri í höndum rangra manna en ekki tókst að koma þeim frá.
Þeirra eini tilgangur var frá upphafi að hirða eins mikinn pening út úr félaginu og hægt var. Einhvers staðar sennilega var von um árangur inni á vellinum en fyrst og síðast voru þeir að sækja í pening. Þeir byrjuðu á að veðsetja klúbbinn og fá pening í staðinn sem þeir tóku út í gegnum einkahlutafélag (vel þekkt íslensk svindlleið) en þegar það var búið fóru þeir að selja leikmenn og fá út úr því gróða inn í einkahlutafélagið sem þeir tóku alltaf út og án þess að greiða af lánunum sínum.
Hvers vegna vek ég þetta núna?
Vegna þess að í gær kom fram embættismaður UEFA og sagði sannleikann um félagið okkar undir lok eignarhalds þessara vitleysinga.
Það riðaði í alvörunni á barmi gjaldþrots!!!
Umræðan um það að komast ekki í CL, vinna ekki bikara og deilurnar um Lucas undanfarin ár er hjóm eitt þegar þessi ískalda staðreynd liggur fyrir. Það var ekki langt frá því að við hefðum séð liðið okkar leggjast saman og þurfa að hendast niður stiga enska boltans, jafnvel lengra niður en Leeds fór.
Þessu megum við aldrei gleyma!
Við verðum að rifja þetta upp þegar við ergjum okkur á bikarsigrum erkifjenda okkar og muna það að klúbburinn seldi sál sína hinum illu vegna þess að hann vildi verða “samkeppnisfær” um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og taka þátt í hringavitleysunni sem ríkir í mörgum deildum Evrópu og birtist í leikfangameðferð á klúbbum eins og City, Chelsea og jafnvel Barcelona – allt félög sem geta alls ekki staðið undir rekstrinum nema með sterku framlagi “Sykurpabbanna” sinna.
Sumir voru til í að við færum þessa leið, en aldrei ég. Þetta er tímabundin gleði sem endar með leiðindum, það vita Leedsarar, Blackburnarar og Marseillar svo dæmi séu tekin.
Ég verð alltaf glaðari með frekjuna í Benitez og þá arfleifð sem hann náði að skilja eftir. Endurnýjun unglinga- og varaliðskerfisins stendur þar langhæst, það var hann sem náði í Borrell, Segura, McParland og Dalglish og náði þar að hefja uppbyggingarstarf sem mun skila okkur fram á veg.
Og það sem er að verða jákvætt við þetta tímabil rennur líka að hluta undan hans rifjum.
Lundúnapressan og gamlar “hetjur” reyndu að verja óverjanlega síðustu ákvörðun vitleysinganna og Purslow að ráða óhæfan mann til að stjórna klúbbnum okkar. Helstu rökin voru að sá maður væri að taka við “vondum” leikmannahóp frá Benitez.
Frá því King Kenny tók við er öllum ljóst að það var hlægilega vitlaus staðreynd. Byrjunarlið Dalglish fram að janúarlokum var byggt upp á leikmönnum sem Benitez skildi eftir auk einu góðu kaupa Hodgson, Meireles, og síðan að Svikarinn fór hef ég ekki séð Cole, Poulsen eða Brad Jones í lykilhlutverkum í leikmannahóp sem er með árangur á við United og Chelsea frá áramótum!
Ég ætla svona fram á vor að draga fram eitthvað jákvætt sem við höfum lært við tímabilið, fyrsta jákvæðnin er klárlega eitthvað sem verður eitt af lykilþáttum í sögu félagsins, við losnuðum við eigendur sem voru til í að keyra klúbbinn í kaf fyrir eiginhagsmuni og þrátt fyrir ömurlega stjórn þeirra á félaginu náðist þó sá árangur að endurhanna grunnþætti starfsins á þann hátt að væntanlega erum við að fara að fá upp efnilega og góða leikmenn úr Akademíunni.
Ekki síst þá leikmenn sem Benitez og njósnarar hans fundu utan Liverpool (Sterling, Shelvey, Ngoo, Suso og Adorjan svo einhverjir séu nefndir).
Það er til meira jákvætt, meira af því síðar!
Gleymdir þeirri staðreynd að þessi embættismaður UEFA er þrátt fyrir þessa yfirlýsingu algjört fífl.
Meir hér um það hér http://en.wikipedia.org/wiki/William_Gaillard
Rétt Mummi.
Viðurkenni mistök mín í því að nefna það ekki, var bara einfaldlega búinn að lesa nokkrar greinar um þetta mál án þess að horfa til hver “jakkafötin” í UEFA er.
eina góða á þessu ári fyrir liverpoolmenn er kop.is
Við verðum að rifja þetta upp þegar við ergjum okkur á bikarsigrum erkifjenda okkar og muna það að klúbburinn seldi sál sína hinum illu vegna þess að hann vildi verða “samkeppnisfær” um bestu bitan, hvaða klúbb er átt við hér ?
Vel gert Maggi. Engu við þetta að bæta…
Gaillard hefur sennilegast rétt fyrir sér þegar hann reynir að lýsa því hversu nálægt þverhnípinu Liverpool FC var í fyrra. Það munaði einfaldlega ekki miklu og maður vill helst ekkert til þess hugsa en verður samt að neyða sig til að muna eftir því hversu auðveldlega var hægt að klúðra framtíð félagsins. Menn þurfa nefnilega að muna eftir því til að það gerist aldrei aftur.
Hitt er svo annað mál að Gaillard er fífl af hæstu gráðu sem reyndi m.a. að kenna óstýrilátum Púllurum um miðaruglið í kringum úrslitaleikinn í Aþenu 2007. Sá leikur var 100% klúður af hálfu UEFA en Platini og Gaillard voru óþreytandi í að reyna að velta sökinni yfir á Liverpool-stuðningsmenn. Helvítis fífl.
Gaillard said that the problems in Greece were typical of the behaviour of some Liverpool supporters during the past four years, branding them the worst in Europe.
Hrikalegur hálviti.
Mér fynnst samt þessi vetur storkostlegur fyrir liverpool, þá er ég ekki að tala um stöðuna í deildinni eða árangur í bikarkeppnum. Heldur að losna við H og G var allveg magnað, losna við RH var mjög gott. Núna eru nýjir eigendur sem virðast traustsins verðir og KD stjórnar liðinu og árangurinn í deildinni verður betri en í fyrra. Lucas leiva og Jay Spearing að brillera og Reina segist vilja vera áfram hjá LFC og til að toppa þetta þá skoraði Maxi Rodriguez þrennu í síðasta leik. Góðir hlutir gerast hægt, og við eru að sjá það gerast á Anfield á næstu árum.
Nr. 7 Patrekur það er rétt að margir mjög góðir hlutir hafa gerst á þessu tímabili, en árangurinn í deildinni á þessu tímabili verður samt ekki endilega betri en í fyrra. Liverpool endaði með 63 stig í fyrra. Núna erum við með 52 stig og 4 leikir eftir, þannig að til að gera betur en í fyrra þá þurfa Liverpool að vinna alla þessa fjóra leiki, og myndu þá enda með 64 stig. Að ná meira en 60 stigum er þó ágætis árangur. 60 stig skiluðu Liverpool í CL tímabilið 2003-2004 t.d. Hefði einhver sagt mér um áramótin að Liverpool myndi enda með yfir 60 stig þá hefði ég haldið að sá maður væri veruleikafyrrtur bjartsýnismaður.
Ég rak augun í það að þið setjið Barcelona í sama flokk og Chelsea og Man City.
Nú spyr ég bara í smá fáfræði þar sem ég er forvitinn um þessi mál, eru þeir með sambærilegan rekstur og Chelsea og City?
Ég hélt alltaf að þeir væru með góðan rekstur, setjandi Unicef framan á búninginn án endurgjalds og með helvíti góðan heimavöll sem er eflaust alltaf þétt setinn.
Ef einhver fróður um þessi mál væri til í að fræða okkur hina þá væri það frábært.
Barcelona ættu að vera með góðan rekstur, en það virðist eitthvað ekki í lagi: http://www.laligaweekly.com/2010/07/football-debt-fc-barcelona-latest.html
svo hvað finnst ykkur þessar fréttir sir king Kenny Daglish:
http://www.thisisanfield.com/2011/04/sir-kenny-dalglish-motion-tabled/
Gott mál að Kenny verði Sir Kenny þó að fyrir okkur verður hann alltaf King Kenny og það er miklu flottara en Sir Fergusson. En Maggi skaut sjálfan sig í fótinn með að vitna í þennann Gaillard. En Maggi hefur svo oft skrifað góðar greinar að það fer varla nokkur hérna að erva þetta við drenginn ef hann passar sig betur næst á heimildonum.
”
Þessu megum við aldrei gleyma!
Við verðum að rifja þetta upp þegar við ergjum okkur á bikarsigrum erkifjenda okkar og muna það að klúbburinn seldi sál sína hinum illu vegna þess að hann vildi verða “samkeppnisfær” um bestu bitana á leikmannamarkaðnum og taka þátt í hringavitleysunni sem ríkir í mörgum deildum Evrópu og birtist í leikfangameðferð á klúbbum eins og City, Chelsea og jafnvel Barcelona – allt félög sem geta alls ekki staðið undir rekstrinum nema með sterku framlagi “Sykurpabbanna” sinna.”
Hefuru fylgst eitthvað með Real Madrid síðustu ár?
Tommi: Af hverju skýtur Maggi sig í fótinn með því að vitna í Gaillard? Má semsagt ekki vitna í fávita ef þeir slysast til að segja eitthvað markvert? Ef eitthvað er, er Gaillard marktækari fyrir að vera óhlutdrægur (eða í það minnsta ekki vel við Liverpool). Ef þetta hefði komið frá, tja, Martin Broughton hefði þetta verið vafasamara og lítið mál að draga í efa.
Það var augljóst að Benitez fór í taugarnar í Gillett og Hicks, og Roy Hodgson hentaði þeim vel, þar sem hann er ekki týpan sem gagnrýnir stjórnir.
Mér skilst reyndar að það hafi verið búið að ganga frá Joe Cole kaupunum áður en Hodgeson var ráðinn.
Hárrétt Beardsley. Svo hárrétt, og fyrir það eigum við að þakka Benitez þvílíkt, þó ekki sé 1% í mér að biðja um hann í stað Dalglish sýndi hann með framgangi sínum gagnvart eigendunum svo ekki var um villst að hann bar hag félagsins framar öðru og ég bara svitna þegar ég hugsa hvernig hefði farið fyrir klúbbnum ef við hefðum haft svipaða týpu og Hodgson við stjórn frá vori 2007.
Þá t.d. umræddan Klinsmann sem Hicks vildi fá sem lepp, var strax orðinn þreyttur á pirringnum í Rafa.
Ég viðurkenni samt að ég hefði viljað sjá lykilleikmennina í klúbbnum standa fastar bak við Benitez í sumar og / eða síðan henda hattinum sínum inn í umræðu um að King Kenny fengi starfið, því alveg er ég 100% viss um að þeir vissu hver ástæðan var fyrir versnandi leikmannahópi félagsins!
Svo viðurkenni ég alveg að þegar ég uppgötvaði að þetta var Gaillard var ég að hugsa um að sleppa pistlinum, en fannst hitt svo mikilvægara, að ræða um þessa hryllilegu staðreynd sem nú er að baki!
#12: Sir King Kenny hljómar náttúrulega best!
Hversu flott er að kallast Sir King Kenny.
Bara töff að vera skrifa undir einhvað og skrifa Sir Kenny Daglish
http://www.skysports.com/story/0,,11678_6900082,00.html hvað segiði um þetta?
Flottur Maggi… Gott að skoða það jákvæða, nóg er velt sér uppúr því neikvæða…
Off topic: Í gær var Schalke-Utd í opinni dagskrá á stöð2sport… Nú rámar mig í umræðu um að í samningum við uefa væri skylda að einhverjir leikir (s.s. úrslitaleikurinn) væru í ólæstri dagskrá. Spyr því hvort einhver viti hvort Real-Barca leikur kvöldsins sé í ólæstri dagskrá? Hvort undanúrslitaleikirnir eigi að vera ólæstir, annar þeirra eða hvort þetta hafi bara verið einhver feill hjá s2sport í gær, o.s.frv.??? Væri gott ef einhver gæti frætt mig um þetta, var að leita á netinu í gær en fann ekkert um þetta…
kv. Sæmund
Held að það þurfi alltaf að sýna einn leik í hverri umferð í ólæstri dagskrá, þannig að þá ætti leikurinn í kvöld að vera læstur.
Flottur pistill Maggi en ég er alls ekki svo viss um að þetta fífl, Gallard eigi athyglina skilið fyrir að benda á þessa mjög svo augljósu staðreynd og ég er ekki að sjá að hann sé að benda á neitt sem við vissum ekki vel fyrir og efast stórlega að hann viti nálægt því eins mikið um málið og meðal stuðningsmaður Liverpool. Frekar gæti ég trúað honum til að hafa lesið sig til um þetta á einhverri Liverpool síðunni eða álíka.
Hann hefur áður sannað þekkingarleysi sitt á Liverpool eins og Mummi bendir á og ég ætla ekki að hygla honum sérstaklega fyrir að benda á hvað Liverpool stóð tæpt…hálfu ári eftir að liðinu var bjargað. Milljónir stuðningsmanna Liverpool voru löngu búnir að átta sig á þessu og þurfa ekki staðfestingu frá þessum fávita.
En talandi um þetta tímabil þá hefur það verið hrein hörmung enda gáfum við öðrum liðum heilt undirbúningstímabil og hálft tímabil í forskot. En árið 2011 hefur að mestu verið mjög jákvætt fyrir félagið og loksins heyrum við aðalllega um jákvæðar breytingar á félaginu, innan sem utan vallar.
Förum mikið betur yfir þetta eftir mánuð eða svo.
Ég sem hélt að Barton mætti ekki einusinni stíga fæti inní Liverpoolborg eftir árásina þar?
Annars er Barton hvergi vinsæll maður!
Þegar ég heyri eitthvað nýtt nafn orðað við Liverpool þá kveiki ég á Fifa 11 og sé hversu góður sá leikmaður er í honum!
Gerir einhver annar þetta eða er þetta bara ég?
# 26
Ég gerði það þangað til ég sá að Jovanovic er heimsklassa framherji í honum, svipað góður og Suárez!
Jafnvel erkifíflum og mannleysum ratast satt orð á munn annað slagið, og á ég þar við UEFA skoffínið, þannig að mér finnst óþarfi að vera eitthvað að hnýta í Magga þó hann hafi linkað á þessa frétt.
Fínn pistill Maggi!
Ósammála og óska eftir meira kjöti á beinið en þetta linkur sem á að sýna fram
á að Liverpool hafi næstum farið á hausinn.
Aldrei í Liverpool klassa, ekki einu sinni Tottenham.
Rosalega er leiðinlegt að horfa uppá leikaraskapinn í El Clasico.
Ég óska eftir að Liverpool kaupi Messi í sumar takk. Þessi drengur er ekki mennskur!
Haukur, hann er nú að verða búinn að vinna flest allt með Barca a.m.k. tvisvar sinnum. Ætli hann sé ekki til í nýja áskorun í sumar? 😉
Vá hvað var æðislegt að sjá þegar cronaldo fór næstum að gráta þegar vörn Barca gerði hann að fífli, priiiceless.
http://www.youtube.com/watch?v=069X5EzQbw4&feature=share
messi til Liverpool
Ætlar LFC að kaupa upp Newcastle liðið? nei bara spyr 🙂 Vil ekki sjá annan Bellamy-pennant gæja í liðinu 🙂
YNWA
Call me crazy, en persónulega hef ég alltaf verið nokkuð hrifinn af Barton sem leikmanni. Hann er alveg geðsjúkur en hann kann að spila fótbolta og rúmlega það. Hann leggur hjarta og sál sína í leikinn, er góður spilari og persónulega held ég að okkur vanti einhverja vitleysinga í liðið.
Er alls ekki að bera saman Suarez og Barton sem leikmenn en það sem Suarez hefur komið með í Liverpool, fyrir utan auðvitað gífurlega hæfileika, er þetta skap sem hann er með og þetta brjálæði sem ríkir í hausnum á honum. Hann hikar ekki við að gera eitthvað til að espa upp mótherjana og pirra þá, t.d. þegar hann reif í hárið á Rafael, beit gæjann þegar hann var hjá Ajax, varði með höndinni á móti Ghana og svona. Ég vil ekki svindlara, ég vil fá að minnsta kosti einn brjálæðing í viðbót og finnst Barton falla í þann flokk sem hæfileikaríkur rugludallur.
Ég er hlynntur því að fá Charlie Adam til Liverpool en ég er alls ekki minna hlynntur því að fá Barton, myndi örugglega jafnvel meira langa í Barton. Ég myndi persónulega taka Barton fagnandi og krosslegja fingur í þeirri von um að hann haldi sig ekki of langt frá línunni sem sker á brjálæði og sómasamlega hegðun! 😉
robbie fowler
if the king wants joey barton then we all want him…. end of discussion
Amen.
37# Óli Haukur
Er alveg sammála þér, sendingargetan hjá Barton er líka mögnuð.
Hann virtist alltaf finna hausinn á Carroll, jafnvel þó að hann tæki aukaspyrnu við miðlínuna.
Ég vill meina að hrakfarir Liverpool byrjuðu þegar þeir töpuðu gegn Fiorentina 2-0 í Flórens tímabilið 09/10 í riðli sínum í meistaradeildinni
And now for something completely different:
http://www.youtube.com/watch?v=y4CXY6TVBMc
Þegar ég horfði á Barcelona í gær fór ég að spá i það hvort að Mascherano væri sennilega ekki minsti hafsent sem ég hef séð og það segir manni svolítið um fótboltann sem Barcelona spilar. Ég tók líka eftir öðrum gömlum Liverpool manni Arbeloa sem er gæða leikmaður en sá sérstaki virðist vera búinn að eyðileggja mentalitetinn í honum því hann hagaði sér eins og svín þegar hann fékk á sig gula spjaldið og svo aftur þegar hann var á leiðinni í tunnelinn í hálfleik og var hepinn að sleppa frá því atviki af því að dómarinn sá það ekki. En svo mundi ég eftir því að Carragher ætlaði einu sinni í hann svo að sennilega er Arbeloa bara skemmt epli sem við vorum heppnir að losna við.
Mér finnst þetta bara flokkast undir að vera svindl að annað liðið megi nota Messi í sínu liði.
Það er bara nóg að rétta honum boltann og þá skorar hann.
Ég verð bara að spyrja Tommi #42. Hvernig hegðaði Arbeloa sér eins og svín? Var það þegar Pedro dýfði eða þegar markmaðurinn sló hann? Eins mikið og ég þoli ekki Real Madrid, þá komu Barcelona mun verr út úr þessum leik. Endalaust að grípa um andlitið á sér til að reyna að fá menn út af, allt liðið vælandi í dómaranum etc. Þessi leikur var algjör hörmung.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1381432/Andy-Carroll-enjoys-beer-Madrid-Tim-Cahill.html
@ 41
Fyndið videó 🙂
#40
Má vera, en hrakfarir Liverpool utan vallar byrjuðu miklu fyrr. Lýsir sér ágætlega með því að ef hlutir hefðu verið skárri í eigendamálum hefði maðurinn með tvennuna fyrir Fiorentina líklega verið í hinu liðinu.
Whaaa hvað er cahill að gera með þeim félögum í Madrid haha.. (45)
Nr. 48 Hefur hann ekki bara farið á leikinn með þeim? Ef ég man rétt búa margir þessara leikmanna á svipuðum slóðum í Liverpool og líklega er þetta eins þar eins og bara hér, menn geta alveg verið vinir utan vallar.
En fréttin er alveg ágætt dæmi um hvað blaðamennska í UK er á háu stigi. Fyrirsögnin ætti að vera 22 ára Englendingur fær sér hálfan bjór í fríi í Madríd! Aldrei í sögunni hefur nokkur Englendingur á þessum aldri drukkið eins lítið í Madríd áður. 🙂
Þvílíkur skandall.
Eigum við síðan að gefa því út daginn áður en þeir fara að orða Cahill við Liverpool…eða Reina, Carroll, Meireles og Johnson við Everton 🙂
Ég frétti nú eftir áreiðanlegum heimildum að Luis Suarez fékk sér smá Maarud-snakk í skál yfir leiknum í gær. Hann er klárlega ekki leikfær fyrir sunnudaginn frekar en drykkjurafturinn Carroll sem fékk sér lítinn bjór í Madríd.
Svona fréttamennska er ekki einu sinni svaraverð. Og svo skrifar blaðamaður að Kenny Dalglish verði örugglega ekki ánægður með að sjá að Carroll hafi drukkið. Minnist ekkert á að Reina, Johnson og Meireles voru líka með í glösum.
@45
Fáránlega góð stemmingi á strákunum þarna í Madrid… En mikið djöfull er Meireles grótharður með tattooin, v-neckinn og gallastuttbuxurnar
Sko!!
Það sem ég rek augun í eru orð Capello –> “His behaviour now is really, really important. Really important. He needs to be careful at every moment,’ the Italian said. ‘I spoke with him privately. He needs to improve, to drink less.”
Og Þar finnst mér lykilorðið vera less. ég geri ráð fyrir því að einn pint af lager sé less heldur en áður. Þarna fer hann bara að ráðum Capello og hlýtur að vera kominn í byrjunarlið Englands.
og svo konungurinn—> ‘It’s only Thursday and there’s a few days to go yet. ‘I don’t think nature knows it is Newcastle so if he’s not fit, he’s not fit.
Meira Legendið þessi maður.
Kaup á leikmönnum eins og Joey Barton, Mavereux og Jose Enrique munu ekki skila Liverpool neinu. Það á miklu frekar að nota uppalda leikmenn í stað þess að vera að kaupa meðalmenn og borga þeim alltof há laun, eins og venjan hefur verið hjá Liverpool því miður. Þetta eru tilgangslaus útgjöld sem skila nánast engu. Við eigum Robinson og Insúa í vinstri bakverði. Tómt rugl að eyða 4-6 milljónum punda í Jose Enrique og borga honum 60-70 þúsund pund á viku. Sama gildir um Joey Barton. Miklu frekar að spara peninginn og nota Spearing áfram.
Það á að eyða peningum í leikmenn sem myndu pottþétt bæta liðið. Það er mun skynsamlegra að eyða hærri upphæðum í fáa en góða leikmenn. Ef við ættum 35 milljónir punda, þá ættum við að eyða því öllu í Aguero í stað þess að kaupa t.d. Barton, Enrique, Mavereux, og svo sæmilegan framherja eins og Clint Dempsey eða álíka.
Sjaldan höfum við átt eins marga efnilega leikmenn sem eru tilbúnir fyrir aðalliðið, eins og Kelly, Flanagan, Spearing og Robinson. Það er ótrúlega heimskulegt að fara að eyða peningum í einhverja meðalmenn í staðinn fyrir að nota þessa stráka. Þetta hefur verið alltof algeng stefna hjá Liverpool. Niðurstaðan er mjög dýr hópur af meðalleikmönnum á ofurlaunum. Liverpool er í 9 sæti í heiminum yfir fótboltalið sem borga hæstu launin. Hægri bakvörðurinn okkar er 24 launahæsti leikmaður í heimi! Þetta er tómt rugl.
Já hárrét hjá þér Halli(#53)
Dalglish og Comolli hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera..
eða hvað?
.. en að öllu gríni slepptu, þá eigum við mjöög efnilega uppalda leikmenn en ég held að þeir séu samt ekki alveg tilbúnir að bera liðið uppi. Ekki ætla ég að kvarta yfir því að maður er að sjá Liverpool eyða einhverjum peningum, sem hefur ekki gerst í svolítinn tíma.
Comolli og Dalglish vita upp á hár hvað þeir eru að gera, hvað þeir geta fengið út úr leikmönnum. Það hefur nú þegar sannað sig að meðalleikmaður getur spilað á heimsklassa-mælikvarða undir stjórn Dalglish.
Grétar (#44). Ég tók sjálfur eftir þessu í gær og sagði það einmitt við sessunauta mína yfir leiknum. Finnst Arbeloa orðinn frekar mikill fauti og skapið í manninum hefur versnað alveg helling. Í bikarúrslitaleiknum þá steig hann viljandi á fótinn á David Villa þegar hann lá í grasinu og svo hefur maður séð nokkur “professional” brot hjá kallinum. En samt var þessi leikur í gær ótrúlega fáránlegur hvað varðar að hópast að dómaranum í hvert skipti sem einhver lá á vellinum. Mjög ljótt að sjá.
þetta er það sem ég hata við þessa ensku leikmenn, Barton var góður fyrir áramót, ágætur eftir áramót, og núna á Liverpool bara að kaupa hann. Jesus erum við enn eina ferðina dottinn í þetta rugl? Ef Dalglish kaupir þennan mann, þá missi ég allt álit á honum. Er mjög hrifinn af stefnu FSG og Dalgish þar sem þeir eru í það minnsta að tala um. Kaupa leikmenn í yngri kantinum í staðinn fyrir eldri, og ef við kaupum meðalmanninn Barton þá höfum við tekið stökkið aftur til baka á byrjunarreit. Og ofan á það þá finnst mér hann ekki vera nógu gott role model til þess að vera leikmaður Liverpool. Finnst það algjört lykilatriði að þeir leikmenn sem eru fulltrúar klúbssins séu góðar fyrir myndir að innan jafnt sem utan, það kemur nátturlega einhverntímann eitthvað uppá en Barton hefur gjörsamlega brennt allar brýr að baki sér til þess að geta leikið fyrir Liverpool.
Ég hef enga trú á að Barton sé að koma til Liverpool annað en þá bara sem eitthvert uppfyllingarefni. Hann er góður sem squad player en sem byrjunarliðsmaður í liði sem á að berjast um titla er hann ekki. Mér finnst það einkennilegt að ekki einu sinni Tottenham sem er suga á útbrennda leikmenn eða aðrar sugur eru ekki orðuð við hann. Hann er auðvitað ekki útbrunninn sem leikmaður en hann er samt ekki í þessum klassa sem að Liverpool þarf að kaupa. En ég hef kannski rangt fyrir mér! Ég kýs að treysta því að Comolli og Dalglish viti hvað þeir eru að gera. Það að missa álít á Dalglish verði Barton keyptur er bara ekki til í minni orðabók og það er ekkert annað en Fowlerlast að gera slíkt, Kenny er kóngurinn!
Hvað varð um Charlie Adam? vill hann frekar en Joey Barton…
Joey Barton er ekki að koma til liverpool, rosalega andstætt þeirri stefnu sem FSG eru búnir að vera að tala fyrir…
#53 ég var að glugga í knattspyrnublaðið 442 í einum af alltofmörgum ferðum mínum á Te&kaffi hér á Akureyri og þar var ágætis grein um uppbygginguna sem er framundan í Liverpool. Þar var meðal annars viðtal við Commolli og þar sagði hann að það væri ekki stefnan að kaupa leikmenn í stöður þar sem þeir teldu sig eiga unga og efnilega leikmenn fyrir. Það ætti semsagt ekki að bola ungu hæfileikamönnum frá. Þetta er nú ekki alveg orðrétt hjá mér en nokkuð nærri lagi.
Af þessu má ráða að sennilega eru fréttir um Joey Barton algjört bull eða þá að Commolli var að fara með fleipur í þessu viðtali. Ég kýs að trúa því seinna þar til annað kemur í ljós.
http://www.realmadrid.com/cs/Satellite/en/1330054873516/noticia/Noticia/Television_images_show_that_Pepe_did_not_touch_Alves__leg.htm
Okey ég held með Barcelona, enn þeir mættu nú aðeins róa sig í leikaraskapnum. Frábærir fótboltamenn allir saman enn liggja of mikið í grasinu.
Held að það séu nákvæmlega 0% líkur á því að Joey Barton sé á leiðinni til Liverpool í sumar, en félagi hans hjá Newcastle, Jose Enrique er virkilega flottur leikmaður sem ég held að myndi styrkja liðið.
Hvað Charlie Adam varðar er ég fullur efasemda, er ef Kóngurinn og Comolli segja jump, þá spyr ég how high?
Vil bæta við varðandi þessa viðureign Barca og RM, þá verð ég að segja að þegar menn eins og Ronaldo kvarta undan leikaraskap og hlutdrægri dómgæslu kemur mér bara eitt í hug.
Karma is a fucking bitch.
#62 hann fer með sólan á undan og dómarinn metur bara þetta þannig að hann hafi farið í hann og Alves gerir það sem þarf til að koma honum útaf.
Annars er ég barca maður og busquest fór verulega í taugarnar á mér í gær og ætti að hætta þessu bulli
Hef engan áhuga á því að fá leikmann eins og Joey Barton til Liverpool. Leikmenn sem er meira talað um utan vallar en innan eru ekki leikmenn sem Liverpool þurfa á að halda.
Þoli ekki vælukjóanna og leikaraskapinn í Barca mönnum, en verst þykir mér þó að enginn tali um það og maður er oftast rakkaður niður fyrir að minnast á það…
Barton hefur ekki verið til vandræða í lengri tíma og ef hann er ekki mórals skemmandi karakter þá sé ég ekkert að því að kaupa hann á hagstæðu verði. Það gæti þýtt að meiri peningur verði til fyrir alvöru heimsklassa kantmann/framherja.
Arsenal hafa sannað það að maður vinnur ekki deildina á unglingunum einum saman og einhverjum tímapunkti hefði þeim ekki vett af að hafa álíka nagla og Barton, aftarlega á miðjunni.
Yfirlýsingar nýju eigendana var nú á þá leið að þeir ætli sér ekki að eyða háum fjárhæðum í eldri leikmenn.
Barton myndi styrkja hópinn mikið og veita Lucasi harða samkeppni um varnartengiliðinn, auk þess þarf að losa klúbbinn við Poulsen og finna varnartengilið í staðin.
nietzsche fyrst við erum að tala um nagla þá átti Poulsen er vera sá nagli.
eigum við ekki leik við newcastle á sunnudag???
er þetta ekki bara sálfræði ala ferguson….. rugla aðeins í hausnum á barton??? og er hann nú ruglaður fyrir
#69
Já Poulsen var með bestu varnartengiliðum í bransanum fyrir 4 árum. Í dag megum við þakka fyrir ef við getum losað hann af launaskrá.
Liverpool og Everton leikmenn eru alveg ágætis félagar. Man eftir að Arteta og Alonso voru alltaf saman á thanksgiving og eyddu mörgum stundum saman.
Ég var að lesa það um daginn inn á Liverpool spjallborði að Aguero sé eitt aðal skotmarkið okkar í sumar.
Maður sem er svona “insider” hjá Liverpool skrifaði það á spallborðið. Hann vissi þegar Carroll og Suarez komu og þegar Torres fór fyrir alla aðra. Svo mér finnst svolítið gaman að trúa honum. 🙂
Hann sagði að upprunulega átti þetta að vera Suarez – Torres – Aguero. Hann sagði líka að hin skotmörkin séu Lloris ef Reina fer, M’Vila, hver sem það er og Sakho (miðvörður PSG).
Mér finnst mjög gaman að lesa svona, og ef þetta er satt þá er það bara í lagi. Hérna er linkur á þetta:
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=269090.840 .. þessi gæi heitir “TOMMO86” á síðunni.
Ekki gera ykkur of spennta samt 🙂 Gæti alveg verið bullsh*t
Ætla rétt að vona að aðal skotmarkið sé Aguero. Ef það þýðir að við verðum að sætta okkur við Barton í stað M’Vila þá kvarta ég ekki.
Þeir hérna sem segja að Barca séu leikarar ætti aðeins að horfa á þó nokkra real menn ekki eru þeir mikið skárri kannski laggði Barca svona upp til að koma höggi á real beat them @ there own game! 😉
Til Real menn: Karma is a bitch!
Ég er samt Real maður í spænsku. Þoli ekki þetta vald sem Barca hefur!!
þurum ekki mann eins og barton , við höfum mann i okkar liði sem heitir STEVEN GERRARD hann er að fara að skila þessum sendindum á Carrol sem Barton gerði hjá Newcastle.
Fylgist með boltanum í öllum helstu deildunum, en einhvernveginn næ ég ekki að tengja mig við neitt lið í hverri deild, bara helst að stundum finnst mér e-ð lið eiga titil skilið í það skiptið. Þannig ég er bara Poolari 🙂
En maður hefur alltaf gaman að fótbolta og verð ég að segja að mikil vonbrigði hafa orðið með þessa slagi spænsku risanna. Það sem átti að vera veisla fyrir augað hefur reynst vera Real liðið með ákveðna taktík að sitja aftur og loka á Barca (lái þeim það sem vill) á meðan Barca er bara að dúllast í svæfandi reitarbolta og einstaka sinnum að reyna á sitt vörumerki: Að finna glufu á rangstöðuvörninni og stinga inn killer ball.
Svo inn á milli eru menn rúllandi um grasið, á meðan liðsfélagar leikmannsins sem virtist hafa fengið hjartaáfall hópast um dómarann eins og mý á mykjuskál, með handahreyfingar sem myndu sóma sér vel í varnarleik í handbolta.
Og nú er það eina sem ég sit eftir með að hugsa um er: Meistaradeildin þarf jafn mikið á Liverpool að halda og Liverpool þarf á meistaradeildinni að halda.
Gerrard er bara svoldið oft meiddur. Megum ekki alltof mikið stólað á hann. Liverpool hefur gert alltof mikið af því upp á síðkastið. Einhverntíman þurfum við að replace hann. Það er bara þannig.
@ 62 – já sammál þetta er Alves til skammar og í raun bara vandræðalegt fyrir hann, hins vegar þá sýnir þetta myndband líka að rauða spjaldið var rétt hjá dómaranum.
Frekar erfitt fyrir mig að vera Real maður en samt láta Móra fara svona rosalega í taugarnar á mér.
@68 Nietzsche- ég held ég sé ekki að rugla en Barton er ekki defending midfielder. þessar stöður er á svipuðum stað á vellinum en krefjast mjög ólíkra eiginleika. Það er ekki nóg að vera hraður og baráttuglaður til að spila defending midfielder. Þú þarft að vera hógvær og fyrst og síðast gríðarlega skynsamur…. það er Barton ekki.
Svo minnist einhver á að það væri flott að fá hann sem squad player. það held ég að myndi aldrei ganga fyrir hann. Þessi maður er ekkert nema egó og ofmetur sjálfan sig gríðarlega, sbr að hann segist besti miðjumaður Englands, og myndi aldrei vera til friðs á bekknum.
Haha veit að menn eru ekkert að segja það en Joey Barton sem replacement fyrir Steven Gerrard það væri sorglegt.
Sterling, Shelvey, Ngoo, Suso og Adorjan fynnst nú ekki mikið til þessara leikmanna koma og vona að unglingastarfið okkar skili einhverjum meira spennandi leikmönnum ætla ekki að fara út í Benitezumæðu því að ég ætla að horfa til framtíðar og sé orðið bikara í hyllingum nokkjuð sem ekki hefur blasað við síðustu ár
Samála
verð nú einfaldlega að sp þig hvort þú hafir fylgst með souso fyrst þú ert að halda þessu fram ? ekki margir sem þekkja til þarna sem eru ekki spenntir fyrir honum, raheem sterling er einnig spennandi , adam morgan, conor coady , kelly ( sem reyndar er orðinn aðalliðsmaður ) andre wishdom ( þekki hann ekki mikið en heyrt talað um hann, u-19 england ) robinson og flanagan sem allir kannast núna við , thom ince ( leikmaður sem gæti sprungið út en gæti einnig orðið fringe player , juve á víst að vera á eftir honum) bara til að nefna nokkra.
Veit einhver hversu áræðanlegt þetta er ???
http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/7012/7/marveaux-becomes-liverpools-first-summer-signing-winger-agrees-four–
Þessi TOMMO86 er með lengri lista yfir leikmenn sem Liverpool mun vera að skoða. Hann á ársmiða í Kop en auðvitað er ekkert endilega hægt að treysta honum. Samt sem áður er alltaf gaman að detta í FootballManager pælingar.
Hann segir að þessir fari:
Poulsen, His agent has been in talks with Copenhagen
Cole, Grant and Arry are sniffing
Ngog, PSG and Newcastle are interested
Konchesky – West Brom
Jovanovic – Back to Belgium,
Aurellio – Released
Sadly – Reina
Þessir eru á óskalistanum:
Hazard
Sanchez
Young
Remy
Bojan
Sissoko
Enrique
Adam
Þar af eru Hazard og Sanchez efstir. Báðir virkilega spennandi leikmenn. Lloris er svo markmaðurinn sem á að fylla skarð Reina. TOMMO86 segir að Reina vilji búa í London. Hann muni fara og bera CL fyrir sig. Sjáum hvað gerðist svo með yfirlýsingu Reina um daginn, þannig að líklega er ekkert að marka TOMMO86 í þeim efnum. Vonandi ekki.
Aguero hefur greinilega bæst við þennan lista sem hann setti saman í mars eða byrjun apríl…
Þetta er rétt hjá þér Hjalti fyrir utan Reina hann verður líklegast áfram hjá Liverpool sem eru gleði fréttir!
hvað finnst mönnum um þetta ?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1381893/Liverpool-set-sign-winger-Sylvain-Marveaux.html?ITO=1490&utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
spennandi leikmaður
Ef Liverpool liðið verður styrkt svo um munar, þá sé ég ekki hvers vegna Arsenal freistar Reina. Þeir hafa jú Lundúnalífið og meistaradeildina, en Fabregas er á förum og tæplega muni þeir kaupa leikmenn fyrir hærri upphæðir en þeirri sölu nemur.
Hins vegar er ég ánægður með að leitin að eftirmanni skuli strax vera hafin. Lloris virðist (ekki séð marga leiki) síst verri markvörður,, en hafa ber í huga að margir heimsklassamarkverðir hafa komið í ensku deildina og floppað big time.
25 milljón pund fyrir Reina yrði enginn heimsendir ef öll upphæðin rynni óskipt til leikmannakaupa.
#86 Beggi, þetta ku vera mjög áræðanlegt samanber þessu hér.
Hef enn pínu áhyggjur af Reina. Kenny er sagður hafa farið á leik með Lyon til að skoða Hugo LLoris og varla væri hann að gera það nema Reina væri ekki alveg búin að skuldbinda sig næsta tímabil.
LFC hefur reyndar aldrei lent í sömu ógöngum og Arsenal og Manchester United með markverði. Alltaf komið maður í manns stað og ég held að Lloris leysi alveg markvarðarstöðuna komi til þess. Held meira að segja að Gulacsi sé skárri markvörður en flest ensku liðin eru að flagga í dag.
Ég get alveg unað Reina að fara annað, enda gerir hann það á réttum tíma m.t.t. félagaskipta og baráttunni í deildinni. Held þó að fótboltalega fari hann ekkert á betri stað í Englandi. Mitt mat er að Arsenal er ekkert líklegra til afreka næsta ár frekar en þetta: verur í baráttu um 1-3 sæti allan næsta vetur og endar í 3-4 sæti. Held líka að Wenger sé loksins komin með nothæfan markvörð nú þegar og sá peningur sem hann fær fer í varnarmenn og leiðtoga á miðjuna. Ég fer ekki ofan af því að gengi Manchester United er bundið því að aðrir eru að spila illa en ekki því að þeir spili vel. Næsta ár verður kjölfesta þeirra ári eldri og Reina veit það. Ætli Reina að fara þá verður það aftur til Spánar.
Ef Reina fer er það verst er að við þurfum að punga út jafn miklu fyrir Llores og við fáum greitt. Reina fer á 20 og Lloris kostar það sama. Ég held að það sé engu liði gott að skipta um of marga leikmenn og það væri ómetanlegt að halda Reina til að hafa festu og stefnu. Nóg er af öðrum sem verða að fara.
Tja, eftir að hafa séð myndir af Reina glöðum í bragði að sötra bjór með Carroll, þá hef ég ögn minni áhyggjur en áður þar sem það bendir til þess að hann sé að mestu kominn yfir það áfall að missa alla spánverjana úr liðinu:) En þetta kemur svo allt í ljós
Þessi Marveaux er jafn óspennandi og Voronin var á sínum tíma. Meiddur allt síðasta tímabil og meira að segja erfitt að finna YouTube myndband þar sem hann sýnir eitthvað. Vonandi ekkert til í þessu, las einhversstaðar að menn væru ekki alveg sannfærðir um að hann væri nógu góður. Höfum enda ekkert við hann að gera nema Maxi sé að fara til dæmis.
djöfull geta menn verið dómharðir hérna!!!! fyrst er einhver snillingur sem drullar yfir akademíuna(83)
veit ekki betur en að þessi sterling hafi skorað einhver fimm mörk í einum leik, shelvey er farinn að spila með aðaliðinu… og hann á eftir að verða betri… tók nú lucas heilt tímabil að komast á skrið.
svo er þessi marveux hengdur á báli áður en hann er svo mikið sem kominn í treyjuna….
veit ekki betur en að comolli hafi verið yfir sig hrifinn af þessum pjakki og hann var einna fyrstur sem comolli sást með……
Já ég er sammála doddajr. Menn ættu aðeins að slaka á gagnrýni. Það má vel vera að þessi Marveux sé ekki mest spennandi bitinn á markaðnum en gefum þessum mönnum séns áður en skotleyfið hefst! Kræst!
Við erum að fá Marveaux frítt þannig ekki kvarta ég. Efast um að hann sé hugsaður sem einhver lykilmaður, en þetta eykur breiddina í hópnum sem er hið besta mál.
Þetta kunna að vera fordómar en reynslan af hálf-óþekktum leikmönnum sem koma á Bosman hefur ekki verið góð. Jovanovic, Voronin og Degen anyone?
Barton á ekki heima í Liverpool en Aguero, Sanchez og Hazard eiga það svo sannarlega. Ef okkur tekst að landa þessum og t.d. Sakho í haffsentinn þá erum við í nokkuð góðum málum. Hann virkaði allavega mjög vel hjá mér í FM09;)
Verðum að halda Reina og nota svo kjúllana til að koma inn í hóp í meiðslum. Flanagan og Robinson geta ekki borið uppi stöðurnar en ættu að koma inn í meiðslum. Insúa ætti að vera áfram og um að gera að fá Aquilani til að vera áfram. Þá væri hópurinn orðinn mun sterkari en þetta tímabilið.
Varðandi Real-Barca þá tek ég undir með pistlahöfundi á fótbolti.net, royal skita þeir leikir fyrir utan brilliance frá Messi. Mourinho er fáviti sem leggur leikina með 400 milljón punda liðinu sínu kolvitlaust upp og er síðan búinn að tapa leiknum fyrirfram með blaðri. Og svo kvartar hann undan dómgæslu eins og fáviti. Þetta var reyndar aldrei rautt á Pepe, en hann hefði hvorteðer fokið skömmu seinni, heimskihausinn sem hann er.
Að lokum: Gaman að sjá þessa flottu stráka þarna í sólinni í Madríd. Greinilega miklir félagar og hafa fengið frí frá konunum til að spóka sig aðeins.
Marveaux yrðu reyndar frekar ótrúleg kaup miðað við stefnu eigendanna. Þ.e að kaupa leikmenn á besta aldri, hann er 25 (aðeins yfir “réttan” aldur til að kaupa leikmenn, þó að hann sé ekkert gamall) og hefur ekki sérstaka tölfræði síðustu þrjú tímabil. Fyrir þremur árum spilaði hann fimm leiki, svo 35 (og skoraði 10 mörk og virðist lifa á því) og á núverandi tímabili aðeins 10 leiki. Rennes er miðlungslið í Frakklandi, hann er ekki enskur, og fyrir mér, ekki neitt spennandi. Auðvitað fær hann sinn séns ef hann skrifar undir samt sem áður.
En ef við kaupum til dæmis tvo kantmenn erum við með nokkra menn upp á breiddina, og höfum því ekkert við hann að gera.
Ég væri mjög spenntur fyrir Aguero. Yrði rosalegt tríó að hafa Carroll og tvo litla, fljóta og tekníska leikmenn sitt hvoru megin við hann. Mér finnst Aguero ekki hafa toppað getu sína ennþá á spáni en gæti gert það hjá liverpool. Held að hann gæti orðið svakalegur með Suares og Carroll. Jafnvel eitthvað í áttina að Torres á sínu fyrsta seasoni.
Fyrir mér væri það nóg sem einu stóru kaupin og svo jafnvel einhverjir squad leikmenn á free transfer með til viðbótar við unglingana sem eru að koma upp.
Hér er fróðleg greining á þeirri kanntstöðu sem okkur vantar nýjan leikmann í. Farið er í statistics á okkar leikmönnum og samanburður við þeirra peers.
Marveaux er frábær viðbót fyrir varnarmenn Liverpool að eiga við á æfingum. Varamarkmenn spila ekki marga leiki en eru nauðsynlegir á æfingum. Marveaux kemur til með að spila um 15-25 leiki á tímabili, þar af svona 10 í byrjunarliði. Marveaux kemur frítt og svo verða fleiri kantmenn keyptir. Áhættan tekin með free transfer sóknarlega og því verður dýr miðvörður keyptur í sumar, ég er sannfærður um það.
Flott viðtal við Reina. Fyrir mér þá talar þarna næsti fyrirliði Liverpool!!!
http://www.liverpoolfc.tv/video/News-and-Interviews/10-11/Reina-on-Europe-25926.php3
Aldrei heyrt um þennan Marveaux, frekar en ég hafði um t.d. Alonso eða Hyypia. Hann er að lágmarki betri en enginn (les. Jova). Verður maður ekki bara að treysta Comolli þangað til hann klikkar. En það er eðlilegt að setja ? við mann sem hefur litið spilað fótbolta í 1 – 2 ár vegna meiðsla.
En jæja… Chelsea og Tottenham á morgun. Tap Spurs þýðir að 5. sætið er í höndum Liverpool, hvern hefði grunað, í janúar, að þetta yrði raunhæfur möguleiki á þessum tímapunkti. Ef við klúðrum því ekki þá er alvöru leikur strax aftur í Júní, ef ég man rétt, sem er náttúrulega alveg dásamlegt fyrir okkur Liverpool fíkla.
Mig langar að þakka Tottenham fyrir 5 jafntefli í síðustu 6 leikjum og þar með hleypa okkur aftur í baráttu um eitthvað.
Drullaði ekkert yfir academíuna svo það sé á hreinu er bara ekki yfir mig spenntur fyrir öllu sem þaðan kemur. Svo það sé á hreinu. Ef það hefur sært einhverja biðst ég afsökunar á því að hafa skoðanir
Ég hafði nú gaman af tímabilinu hjá Hicks og Gillett þegar liðið varð næstum meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Þá voru keyptir almennilegir leikmenn til liðsins og ég kýs frekar eitt svoleiðis tímabil fram yfir helling af getuleysis tímabilum þar sem aðhalds er gætt og keppt um 4.sætið.
Ókei 4.sætið gefur sæti í Champions League en who cares, er ekki metnaður að vinna deildina? Að því leyti voru Kanavitleysingarnir ágætir, því miður fyrir þá eins og fleiri þá var ekki gott ár að fjárfesta 2007 og því fór sem fór.
Ég hafði enga trú á að liðið yrði gjaldþrota, það er alltaf einhver sem vill kaupa lið sem er eitt það vinsælasta í öllum heiminum. Niðurstaðan er að Liverpool átti eitt gott ár þar sem liðið varð næstum meistari og eitt ár þar sem liðið þarf að gera sér að góðu að vera um miðja deild.
Á næsta ári kemur svo í ljós hvort nýju eigendurnir ætla að vera með í baráttunni um 4.sætið eða hvort þeir ætla að fara á eftir titlinum.
kanavitleysingarnir ágætir ? ég verð að sp hvort þú sért með alla litninga til staðar ??? þeir lugu að okkur , varðandi allt, þeir tóku pening úr liðinu til að borga skuldir, þeir áttu 1 transfer ár af virkilegri alvöru og það var árið sem torres kom, eftir það þurftum við að selja leikmenn ( og oftast sterka leikmenn ) til að kaupa leikmenn, jújú þeir voru kannski einhver partur ástæðan fyrir því að við gátum challenge-að í eitt season ( meira rafa en nokkurtíman þeir ) en eftir það veiktist hópurinn gríðarlega þartil þeir voru neyddir til að selja klúbbinn. ég mæli með því að í hópi liverpool stuðningsmanna þá munir þú ekki einusinni þora að hvísla þessa vitleysu !!!!!
en ef þeir hefðu unnið titilinn og síðan hefði allt farið til fjandans…hefði þá verið allt í lagi?…var þetta ekki bara einn leikur til eða frá. Ég var bara að segja að þetta var eina tímabilið sem ég man eftir þar sem liðið var í baráttunni….reyndar eina tímabilið sem ég man eftir þar sem liðið er ekki úr leik um áramótin….svo dapurt hefur það verið.