Fyrir mörgum árum bjó ég nokkra mánuði á suðurströnd Englands og fékk þar fína útskýringu á landinu sem hefur sannað sig ætíð síðan. Sunnarlega drekkur amma gamla half-pint svona í grennd við helgina. Fólk er öllu grófgerðara þegar norðar dregur og í miðlöndum fær amma sér alveg stóran bjór í kringum helgina. Á norðurhluta Englands, í Newcastle og þar í kring, fær amma gamla sér f***ing Guinness, sterkan og það á þriðjudegi og dettur í það … svo tölum við ekki einu sinni um Skotana, þeir eru alveg snar.
Ég held að allur Toon-herinn eins og hann leggur sig lifi eftir þessari stereótýpu (sjá mynd) og það er ekki tilviljun að þar á slóðum finni gæðablóð eins og Joey Barton fjölina og falli virkilega í hópinn ásamt mönnum eins og Andy okkar Carroll sem var á þröskuldi þess að vera kóngurinn hjá Newcastle þrátt fyrir að vera seint talinn vera engill utanvallar.
En á meðan Newcastle selur sína bestu leikmenn um leið og þeir fara að geta eitthvað er alveg á hreinu að einmitt þetta klikkaða fólk er þeirra hættulegasta vopn. Newcastle er stórborg og fótboltaliðið er eina lið borgarinnar og að ég held nokkuð örugglega eina áhugamál bæjarbúa. Núverandi eigendur félagsins eiga þá alls ekki skilið enda er Mike Ashley og hans sirkús svipað vinsæll hjá Toon-hernum eins og þeir Gillett og Hicks voru hjá Rauða hernum.
Af einhverjum óskiljanlegum orsökum sem hægt er að rekja beint til Mike Ashley eru Newcastle menn nýliðar í deildinni núna þrátt fyrir að hafa verið með allt of gott lið til að falla er það gerðist fyrir tveimur tímabilum. Þetta tímabil byrjuðu þeir með látum og raunar má segja að fyrir áramót hafi Liverpool verið ennþá meira Newcastle heldur en Newcastle-liðið sjálft. Við vorum félagið sem seldi sína bestu leikmenn og stefndi með þvílíkri hringavitleysu innan sem utan vallar rakleitt niður í Championship-deildina og úr öllum bikarkeppnum. Allar fréttir af deilum stuðningsmanna við eigendur voru tengdar Liverpool og raunar held ég að Mike Ashley hafi aldrei liðið eins vel og á meðan Gillett og Hicks reyndu að sigla Liverpool í strand með Hodgson við stýrið.
En því miður fyrir Newcastle var Liverpool bjargað og Mike Ashley tók svo sannarlega sviðið aftur. Meðan við sendum Roy Hodgson rakleitt þangað sem hann á heima – í Úrvalsdeildarlið á leið í Champinonship-deildina á næstu árum – þá tók stjórn Newcastle (Ashley) upp á því að reka stjóra félagins eftir örlítið minna gott gengi en í upphafi móts. Chris Houghton hafði stýrt liðinu upp um deild og var sæmilega vel séður meðal Newcastle manna og mjög vinsæll eftir að hann var rekinn (svo þeir gætu notað þetta gegn Ashley).
Fáir voru að skilja þetta en allir þjálfarar undir sólinni voru orðaðir við liðið, fyrir utan Alan Pardew sem var ráðinn í staðinn fyrir Houghton og það á 5,5 ára samningi! Ótrúlegt og ekki annað hægt en að kenna í brjósti um stuðningmenn Newcastle sem öfugt við okkur fá bara aldrei lukkudísina í heimsókn.
Mike Ashley reyndi eins og hann gat að falla í hópinn
Alan Pardew er samt enginn auli og alls ekki það vitlaus að hann ráði ekki við að stýra fínu liði til sigurs gegn þeim hauslausa her sem Roy Hodgson sendi jafnan út er hann fékk að velja í lið hjá Liverpool. Fyrsti leikur Pardew var gegn Liverpool á St. James’ Park og endaði ömurlega fyrir okkur að flestu leyti. Eina góða við þann leik var að þar fengum við að sjá þetta freak-of-nature sem Andy Carrolll getur orðið og hann rústaði Liverpool það illa að nokkrum mánuðum seinna var hann okkar nr. 9.
Við fögnuðum þeirri niðurstöðu enda dempa kaupin á Carroll mjög vel höggið sem það var að missa Torres. Engu að síður höfum við líklega ekki mikið hugsað út í það hvað við vorum að gera Newcastle mönnum þarna! 31. janúar lauk þeirra tímabili bókstaflega og allt fyrir ofan við fall var gott fyrir þá úr þessu enda náði Ashley ekki að kaupa neitt í staðinn og því allt traust lagt á Leon Best, Nile Ranger og Peter Lovenkrands sem var ekki vænlegt til árangurs.
Þetta fór líka heldur betur ekki vel í stuðningsmenn Newcastle; yfirmaður minn er stuðningsmaður þeirra og ég má teljast heppinn að vera ennþá með vinnu. Sá sem kom með sjónarmið Newcastle-manna á opinberu síðunni lýsti þessi þó líklega best:
How do you think you’ll feel if Andy Carroll steps out in a red shirt against you?
I’m still heartbroken about it all. I shouldn’t be like this after forty years of following them but I put his leaving on a par with Supermac in ’77 and Waddle, Beardsley and Gascoigne in the 80s. He’s a symbol of how the people running our club have always put a short-term profit ahead of real, on-the-field success. It’s gone on for years.
Hetjan hjá Newcastle er allajafna sá sem spilar uppi á topp og skorar mörkin og Carroll var svo sannarlega á hraðleið með að verða næsti Shearer.
Gengi liðanna síðan þá hefur borið öll þess merki að Liverpool hafi losað sig við flest alla ef ekki alla fávitana sem einhverju réðu hjá félaginu sl. 3 ár og Mike Ashley hjá Newcastle hafi endurheimt sviðið í sirkúsnum.
Af 12 síðustu leikjum höfum við unnið 8 leiki, skorað 24 mörk, fengið á okkur 8 mörk og sjö sinnum hefur Pepe Reina haldið búrinu tandurhreinu.
Á sama tíma hefur Newcastle bara unnið 2 leiki og gert 7 jafntefli í síðustu 13 leikjum. Þeir hafa skorað 15 mörk og fengið á sig 17 mörk. Engu líkara en við höfum sent þeim Hodgson! Reyndar hefur Newcastle bara unnið 5 leiki af 18 eftir að Pardew tók við en það er ekki hægt að kenna þjálfaranum bara um það enda missti hann helstu stjörnu liðsins, manninn sem leikur Newcastle gekk út á og hinir framherjarnir hafa m.a.s. á einum punkti náð að vera allir meiddir í einu.
Liverpool hefur reyndar staðið sig mjög vel gegn Newcastle á Anfield undanfarin ár og raunar höfum við ekki tapað gegn þeim síðan 1993/94, en þá var Graeme Souness stjóri Liverpool-liðsins og Andy Cole maðurinn í Newcastle. Þrettán sigrar og tvö jafntefli á Anfield síðan Úrvalsdeildin var stofnuð en eins og við vitum vel hefur tölfræði aldrei unnið leik.
Þetta batnar samt ekkert fyrir Newcastle ef við kíkjum á síðustu sex heimaleiki okkar og síðustu 6 útileiki þeirra.
• Liverpool: S S J S S S, Mörk: 15: 2 Stig: 16
• Newcastle Utd: T J S T T J Mörk: 3:7 Stig: 5
Sama hvernig á það er litið þá eigum við að landa þremur stigum á sunnudaginn og 5-0 sigur í síðasta leik gerir lítið annað en staðfesta það. Þetta er tölfræði sem mér líkar aldrei vel við.
Hópurinn ætti að vera nokkuð svipaður og í undanförnum leikjum. Gerrard, Agger, Kelly og Aurelio eru allir meiddir og þeir eru það allir allt of oft. Glen Johnson er einnig frá en segir sjálfur á Twitter að hann sé allur að koma til og síðan er mesta spurningamerkið við það hvort Andy Carroll verði klár í slaginn gegn sínum gömlu félögum.
Carroll langar óskaplega að spila þennan leik og hans gömlu félaga langar að spila við hann/sparka í hann. Eitt er allavega ljóst og það er að hann er farinn að taka fótboltann mun alvarlegar eftir að hann gekk til liðs við Liverpool eins og sést best á því að hann fékk sér bara hálfan bjór með félögunum … og Tim Cahill er þeir skelltu sér til Spánar á El Clásico.
En eins og ég útskýrði í upphafi þá drekkur maður ekkert bara hálfan bjór verandi frá Newcastle og hvað þá bara sem Englendingur á Spáni! Skömm að þessu. Rétt eins og það er skömm að því hvað Daily Mail er lágkúrulegur klósettpappír (með tengsl við sandpappír) þegar kemur að því að rembast við að búa til fréttir. (þeir birtu þessar myndir).
Fljótt á litið skilur þetta þessa leikmenn eftir sem líklega í hóp; Reina, Gulacsi, Flanagan, Carragher (c), Skrtel, Krygiakos, Robinson, Wilson, Lucas, Meireles, Cole, Maxi, Poulsen, Jovanovic, Spearing, Shelvey, Carroll, Suárez, N’gog, Kuyt og kannski Carroll.
Með það í huga myndi ég sjálfur smíða eftirfarandi lið út frá því:
Reina
Flanagan – Carragher – Skrtel – Robinson
Lucas – Spearing
Kuyt – Meireles – Suarez
Carroll
Það er ekkert álag á þessum hóp og það þarf einfaldlega ekki að laga það sem ekki er bilað. Ef Carroll er ekki heill þá fengi Maxi nú aftur sæti í byrjunarliðinu þó ég spái því að SSteinn gangi í bleika Everton-búningnum sínum niður Laugarveginn áður en Maxi fer að skora þrennu í tveimur leikjum í röð. Eins gæti Wilson fengið sæti í liðinu á kostnað Robinson þar sem Barton er erfiður á hægri helmingi miðjunnar hjá Newcastle og Robinson ennþá 13 ára. En á móti þá er ég bara ekki viss um að Robinson og Flanagan hafi frétt af því að það er ekki algengt að svo ungir leikmenn fái leiki í byrjunarliði Liverpool og haldi bara báðir áfram að spila eins og þeir hafi verið þarna í áratug.
Talandi um að líta út fyrir að hafa spilað lengi þá er dagurinn sögulegur að því leyti að ef Jamie Carragher spilar þennan leik jafnar hann leikjafjölda Emlyn “Crazy Horse” Hughes og Ray Clemence sem báðir hafa spilað 665 leiki fyrir Liverpool.
Hr. Liverpool hlýtur þó að vera Ian Callahan og hans met, 857 leikir, er ekkert að fara að falla alveg strax.
Lið Newcastle virðist þrátt fyrir slakt gengi undanfarið vera að bjarga sér frá falli sem þeir segja hafa verið markmiðið fyrir mót. Þeir eru ennþá með sterkt lið sem ber að varast. Vörnin er fín með Williamson og Coloccini öfluga í miðverðinum með ein af kaupum ársins, Tiote, fyrir framan sig til að Mascherano-a vallarhelming sinna manna. Kevin Nolan og Joey Barton stjórna síðan liðinu og hafa verið mjög öflugir í vetur. Enrique og Gutierrez eru síðan einnig á mála hjá þeim og geta báðir strítt ungum bakvörðum Liverpool.
Hjá þeim vantar kappa eins og Steve Harper, Tamas Kadar, Kazenga Lua Lua, Leon Best, Dan Gosling, Alan Smith, Hatem Ben Arfa og Stephen Ireland sem er tognaður á heila, frá út tímabilið og farinn aftur til Aston Villla.
Það má vera að það sé eitthvað meira að Ireland.
Spá: Unnum síðasta leik 5-0. Erum alltaf góðir gegn Newcastle á heimavelli og í fínu stuði, 3-0 eftir erfiðan fyrri hálfleik. Kuyt með tvö og Suarez eitt + stoðsendingu.
Hvenær töpuðum við heimaleik ?
Höfum ekki tapað á Anfield undir Kenny í tuttugu og eitthvað ár.
Liverpool: S S T S J S er viiitleysa
Innsk. Babu
Lagaði þetta og tók 10 armbeygjur (í huganum). Setti óvart síðustu 6 leiki, ekki heimaleiki. Búinn að breyta þessu.
Finnst líklegt að maxi fái fyrstu 75 mínúturnar og svo carroll inn ef hann er heill. Bæði fyrir þrennuna í síðasta leik og til að koma carroll rólega aftur inn á völlinn.
Segi 4-1 suarez kuyt meireles!! og svo kemur carroll inn með hammer
haha snilldarcomment með ireland….. ég gat ekki annað en hlegið þegar hann laug að landsliðsþjálfaranum að amman hans hefði dáið fyrir nokkrum misserum, og þjálfarinn vottaði familíunni hans samúð sína…. og það vissi enginn hvað var verið að tala um…..
klárlega með hausinn stútfullann af skít 🙂
ég held að þetta verði scrappy leikur ,mikið brotið og miðjuhnoð, sem endar með 2-0 sigri
suarez setur hann loksins eftir að hafa verið grátlega nálægt því í seinustu leikjum og verður síðan með stoðsendingu á meireles
Stórskemmtileg upphitun að vanda frá þér Babu, takk fyrir það.
Það er nákvæmlega ekkert annað í spilunum en sigur í þessum leik, Newcastle getur á góðum degi strítt okkur en ekki í þessum leik.
2-0 Kuyt og Skrtel með mörkin, bæði eftir undirbúning frá Mr. 7, Suarez.
Svo má auðvitað bæta því við að Chelsea vinnur Tottenham á morgun og því mun sigur okkar á Newcastle setja okkar ástsæla í 5 sætið í einhvern tíma a.m.k.
Hlýtur að verða annar auðveldur 3-0 sigur.
Er ekki Mid less boro frá Newcastle ?
Annars er Carrol 191.cm og 76.kg þannig hann hefur alveg efni á stórum Guinnes
middlesbrough ku vera í middlesbrough. newc er eina liðið í newc
Það er þrennt sem að ég vil meina að hafi orðið Liverpool að falli þegar liðin mættust fyrr í vetur en við erum lausir við núna:
St.James’ Park. Fyrir lið sem er í ströggli þá getur það oft verið erfitt að mæta í stemminguna á þessum velli. Þeir eru vel við bakið á sínum mönnum, hvað þá ef vel gengur og mótiveruðu sína menn nógu mikið til að fara með sigur af hólmi.
Roy Hodgson, við vitum alla söguna um Roy, Liverpool, útivellina og spilamennskuna. Óþarfi að eyða púðri í það…
Í síðasta lagi er það svo leikmaðurinn sem gjörsamlega slátraði öllu sem gat talist varnarleikur hjá okkar mönnum í síðustu viðureign. Átti alla skallabolta, hrelldi varnarmennina, stöðug ógn og skapaði mörk, færi og skoraði sjálfur.
Já, þrjár ástæður sem voru erfiðari fyrir Liverpool að kyngja en fyrir klámstjörnu að gera það sama í miðri gubbupesti! Núna er aftur á móti staðan gjörsamlega allt önnur. Við spilum á Anfield og höfum mikinn stuðning við bakið á okkar mönnum, Roy Hodgson er farinn og Liverpool spilar betur. Síðast en ekki síst er svo leikmaður Newcastle sem slátraði okkur fyrr í vetur kominn í okkar raðir.
Það er því ekkert að fyrirstöðu að við vinnum þennan leik. Síðustu viðureignir liðana, að síðustu undanskilinni, hafa að mig minnir endað með öruggum og jafnvel stórsigrum Liverpool. Ég ætla að tippa á að það verði á boðstólnum á sunnudeginum. Leikmenn verða á skotskónunum sem þeir voru í um daginn og við vinnum góðan 4/5-0 sigur. Er bjartsýnn og engin ástæða til annars enda eru Spurs að fara að tapa á morgun (seinna í dag ef út í það er farið!) og við náum þessu fimmta sæti í bili allavega og setjum ógurlega pressu á Spursara.
Allir sáttir? *þögn*… Frábært, þá er búið að semja uppskrift að góðri helgi…
#6 Trúi því varla að Carroll sé 76kg miðað við að ég er 170cm og 82kg. Þó að ég sé ekki með jafn lága fituprósentu og hann þá er ég ekki alveg svo feitur.
Annars þá ætla ég að giska á 2-0 í erfiðum leik. Suarez og Kuyt skora.
Ég held að Maxi byrji þennan leik í stað Carroll, helt að Dalglish setji hann frekar inná í seinni hálfleik frekar en að láta Newcastle menn berja á honum allann leikinn. Annars tel ég að við vinnum nokkuð öruggan 4-0 sigur á sunnudaginn og Suarez fær smá útrás með 1-2 mörk og stoðsendingu. Meireles setur svo eitt og Kuyt eitt ásamt stoðsendingu. Ef Suarez skorar bara 1 kemur það fjórða úr undarlegri átt, jafnvel að Spearing komi honum loksins í netið.
Dásamleg upphitun. Góð blanda af facta og húmor. Ég spái 2-0 og Suarez með bæði. Þori ekki að leggja mikið undir um að Carroll verði með.
finnst vanta maxi…. það á ekki að taka menn út úr liði ef hann skorar 3 og reikna með að hann verði
Ef einhverjar breytingar verða gerðar þá er það einfaldlega Carroll inn fyrir Spearing. Maxi verður vinstra megin og Kuyt hægra megin og Meireles með Lucasi á miðjunni. Maxi fer ekki út úr liðinu eftir þrennu. Það er bannað í fótbolta.
Hvernig er með þennan sylvain marveaux erum við búnir að signa hann á bosman? og ef svo er einhver búnað sjá kappann í action..
Spái 1-0 fyrir Liverpool í erfiðum leik.
Ég einhvernvegin hef alltaf góða tilfinningu þegar Toon herinn mætir á Anfield! Ætla að spá léttum 4-0 sigri og Suarez skorar þrennu 🙂
Sælir félagar
Takk fyrir góða upphitun. Ég spái erfiðum leik sem þó vinnst nokkuð örugglega. Mín spá 2 – 0.
Það er nú þannig
YNWA
Snildar upphitun! Ég varð bara spenntur að lesa hana…
En ég vona að liðið verði svona eins og þú spáðir, eins og að undanförnu þá ætla ég ekki að spá fyrir um leikinn þar sem síðan ég hætti því þá hefur Liverpool ekki tapað, og ekki vill ég vera ástæðan fyrir að við töpum 😉
Frábær upphitun hjá þér.
Ég vona að Maxi verði í byrjunarliðinu, hann á það skilið eftir seinasta leik.
Ég er ekki viss um að það þurfi að stilla upp Spearing og Lucas með Meirales á miðjunni í þessum leik, við erum á heimavelli og eigum ekki að þurfa 2 svona varnarsinnaða leikmenn.
Ég held að við sigrum þennan leik með 3 mörkum gegn engu.
Mín spá er að byrjunarliðið verði óbreytt frá Birmingham leiknum. Carroll kemur svo inná á 70. mín fyrir Maxi. Leikurinn verður tiltölulega þægilegur og fer 4-1. Kuyt og Suarez skora sitt hvort markið.
ATH. þegar að þú telur upp hópinn segiru Carroll, Suárez, N’gog, Kuyt og kannski Carroll.
En annars 3-0 sigur !
Smá off topic hérna en ég er að horfa á upphitun fyrir leik Dortmund og Nurnberg, er soldið hrifinn af þessu Dortmund liði en þeir eru að syngja You´ll never walk alone fyrir leik. Vissi einhver hér að það væru fleiri en Liverpool og Celtic sem gera það ??
Erum við þá að tala um 4-4-2 diamond með Kuyt fremstan eða þetta venjulega 4-4-2 með Kuyt á hægri?
Mín spá: 2-0 sigur.
Er jafnvel til í að sá sem við nefnum ekki með nafni skori eitt gegn Totenham í dag.
Afsakið þráðránið, en ég er búinn að gera tilraun til að horfa á leik Sunderland vs Fulham, en það er leikurinn sem er “aðal” af þessum leikjum sem byrjuðu kl 14.
Honum er “lýst” af Gaupa, ástæðan fyrir því að ég ætla að horfa á seinni hálfleikinn hjá einhverjum öðrum liðum er þessi:
Það virðist sem að það sé aðeins einn maður að spila þennan leik, Eiður Smári heitir hann.
47 mín af því hversu Eiður Smári er hitt og þetta fyrir Fulham er bara too much fyrir mig.
Flott upphitun maestro!
Missi því miður af leiknum sökum dómgæslustarfa í Þorlákshöfn City, það verður í fyrsta skipti í langan, langan, langan tíma sem ég missi tvo leiki í röð í beinni. Það að ég missi leiki í beinni þýðir yfirleitt öruggur sigur okkar manna og ég spái í anda míns fyrrum lærimeistara SigKarls.
2-0 þar sem mörkin koma í seinni hálfleik eftir þrjóskulegan leik Newcastlemanna. Pardew hefur oft náð að stríða okkur, en það var fyrir tíma Dalglish!
Höldum uppi pressu…
Voruð þið búnir að sjá Rafa Benitez á bak vik feita gaurinn á fyrstu myndinni í upphituninni:)Frekar líkur honum allaveganna,vantar bara að klára kleinuhringjaskeggið alveg…..En ég spái 4-1 sigri okkar manna.Suarez 2 Skrtel og Kuyt ú víti.
27 Ólafur Ingi
Ætli hann sé ekki orðinn hluti af njósnateymi Liverpool og er að scout-a næsta andstæðing liðsins 😉
Twitter flytur okkur fréttir af ferðalögum LFC starfsmanna í dag
Sammy Lee er á Wigan – Everton, sennilega að skoða N’Zogbia og Dalglish er annan leikinn í röð á Ewood Park. Þar er talað um Phil Jones og jafnvel Elmander sé verið að skoða.
Ætla rétt að vona að þetta sé ekki sagt með Elmander. Veit hinsvegar ekki með hina 2
Haukur Logi #22
The song was later adopted by Scottish team Celtic F.C.,[6] Dutch teams Feyenoord and FC Twente,[10] Germany’s Borussia Dortmund, 1.FC Kaiserslautern, FC St Pauli and Japan’s F.C. Tokyo.[11]
Vonandi Phil Jones, vonandi ekki hinir
Sandro að koma Spurs yfir með þrumuskoti 🙁
Hann Gomes er alveg svakalegur markmaður, að missa boltan í gegnum klofið á sér.
Frábært að Chelsea jafnar samt.
Gomes að jafna!
http://www.sannleikurinn.com/heim/lofar-fleiri-mistokum
Það sem mér fannst merkilegt í þessum fyrri hálfleik voru viðbrögð Harry Redknapps við markið hans Sandros… kallar hann til sín og að mér skylst skammar hann fyrir að færa sig of framarlega á vellinum…
Ég sæi fyrir mér Kenny Daglish gera eitthvað svipað þegar Spearing skorar sitt fyrsta mark…eða hvað?
…rosalega hljóta leikmenn annarri liða að öfunda leikmenn Liverpool að eiga svona hamingjusaman og sí-brosandi þjálfara 😀
#22
Liverpool, Celtic, Feyenoord, Twente, ST Pauli, Kaiserslautern, Borussia Dortmund og Dortmund nota lagið skv. Wikipedia.org
On a sidenote, leikurinn fer 3-1, Toons skora seint í leiknum og setja í 2-1 en Suarez gerir út um leikinn með 3. marki Liverpool einhverntíma eftir mínútu 85.
Væri fínt að fá N’Zogbia í vinstri bakvörð 🙂
The pitch at Stamford Bridge is being heavily watered at half-time so Fernando Torres can link up with A. Puddle in the second half
birkirhauks: N’Zogbia er kantur
Væri ekki jafntefli alveg ásættanleg úrslit hjá Tott og Chelski?
Jafnvel mættum við þá gera jafntefli við þá líka og vinna svo restina af okkar leikjum og þá erum við komnir í fimmta
#40
Það væri auðvitað betra en sigur en ekki sérstaklega góð úrslit, þeir eiga leik til góða.
“Áfram Chelsea!”
Með þessu móti(2 jafntefli) þá missa Tiotthenham 4 stig sem dugir þar sem það eru 3 stig sem skilja liðin að núna. þó þeir ynnu restina af leikjum sínum þá værum við samt stigi á undan þeim
islogi. Spurs þurfa að tapa 6 stigum og við vinna allt til að ná 5. sætinu
Demm…bjartsýnin farin að stríða mér. Biðst forláts. En gaman að vona aftur að Torres skori :-), hann er þó kominn út af núna, því miður. En vonandi klárar Chelsea þetta. City gæti þó líka tekið af Tottenham stig og þá erum við komnir með 6 stigin sem okkur vantar
KALLLLLOOOUUUUU
Kalouuu hetja, sénsinn á 5 sætinu GALOPINN ! 😀
Ef Liverpool vinnur alla fjóra leikina eftir eru þá endar liðið í 5. sæti!
Rétt hjá þér, Theodór.
Nú er bara að vinna rest, megun jafnvel misstíga okkur í einum leik (Fyrir utan Spurs leikinn ofc.) ef City vinnur Spurs.
Liverpool er með 52 stig á markatöluna +12
Tottenham er með 55 stig og markatöluna +7
Bæði lið eiga 4x leiki eftir, og þar af einn gegn hvort öðrum
Ef Liverpool vinnur alla sína leiki og Tottenham alla sína (en tapa f. Liverpool), þá endum við með jafn mörg stig (64) og markatalan mun ráða úrslitum.
Flott úrslit á Brúnni:) Annars er hérna linkur á góða grein eftir Kevin Keegan.
http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/913131/kevin-keegan:-kenny-dalglish-the-right-man,-but-issues-remain?cc=5739
YNWA
Skemmtileg upphitun 🙂
Ég spái 3-1 sigri okkar manna, Kuyt heldur áfram að skora og svo setur Carroll 1 og Suarez vona ég 😉
YNWA
Elli, N’Zogbia getur alveg spilað hægri og vinstri bakvörðinn líka, í raun getur hann spilað flestar stöður á vellinum 🙂
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/predictor/default.stm
Á morgun getur Liverpool komist uppí 5. sæti deildarinnar upp fyrir Tottenham. Fyrir nokkrum mánuðum var framkvæmdastjóri Tottenham að tala um að liðið hefði alla burði til að verða enskir meistarar skömmu seinna var sá sami að tala um að liðið gæti unnið CL. Í gær sagði þessi maður að baráttan um 4. sætið væri milli City og Tottenham. Eitthvað held ég að hann hafi ofmetið eigið lið og stöðu þess. Á morgun getur þetta sama lið verið komið ofan í 6. sæti og lið sem var talið geta fallið fyrir nokkrum mánuðum getur farið upp fyrir það.
Það hlýtur að vera hirkalega svekkjandi fyrir Tottenham aðdáendur sem hafa ekki haldið vatni yfir liðinu sínu vetur, fjölmiðlar hafa hæpað liðið upp fyrir stórkostlega knattspyrnu og árangur í CL að lið sem búið að drulla yfir í allan vetur skuli vera búið að jafna það að stigum og skuli vera komið í bílstjóra sætið um 5. sætið. Faktískt séð má segja að Liverpool sé það lið sem nú er hvað líklegast til þess að ógna Man. City, þó það sé enn nokkuð langsótt.
Á morgun er leikur sem er góð ástæða til þess í láta sér hlakka til að horfa á. Leikir þessara liða á Anfield hafa á undanförnum árum verið stórkostlega skemmtun og ég á ekki von á neinni breytingu þar á. Þetta verður hörkuleikur sem ræðst með eins marka mun og það verður Kuyt sem gerir gæfumuninn.
Come on you Reds!
Nú er lag – 3-0
Já Che”!”##”” vann Tott Liðið hans Clintons(ath stafsetn.) en á tveimur ekkimörkum, en barasta gott fyrir okkur og torres enn útá túni. Fatta ekki þetta með að leikmenn megi ekki fá sér bjór á mánudegi eða þriðjudegi, held að þessir landsliðsþjálfari eigi að hugsa um að England geri eitthvað til að komast á toppinn, meira ruglið en barasta tökum þetta á morgun og King Kenny veit hvaða stöður menn eiga að spila svo að það verði MÖRK sem dæmi Kuyt og Maxi og kom svo LIVERÐOOOOOOOOL
Ef við vinnum rest og City ná aðeins 0-4 stigum úr síðustu 5 leikjunum sínum (Everton(ú), Bolton(ú), West Ham(h), Tottenham(h), Stoke(h) þá komumst við í meistaradeildina.
Ég spái að þeir tapi gegn Everton og Bolton úti þar sem City hafa verið afleitir á útivelli í ár, treysti á að Tottenham vinni þá og að annaðhvort West Ham eða Stoke nái stigi gegn þeim.
Ég er nú ekki að biðja um mikið!! LFC 4TW!
Hvað er Rafa Benitez að gera þarna?..vinstra meginn við Þykka NUFC gæjann
Haha Emil nr 62. Er þetta ekki Rafa annars 🙂
Núna er þátttaka í Evrópudeildinni í okkar höndum!
Babu þú ert upphitunar gullmoli…. 🙂
Er hálfilla við alla þessa bjartsýni sem er í gangi! REYNSLAN hefur kennt mér að það getur verið hættulegt. Fallið verður hærra. Ég held að Newcastle mæti óðir til leiks. Þeir hafa slatta að sanna og eru ekki par sáttir við “þjófnaðinn” . Þetta verður hrikalega erfiður leikur og ég spái jafntefli 2-2.
En auðvitað vona ég heitt og innilega að ég hafi svoooo rangt fyrir mér..
Koma svo Liverpool..
YNWA
Ok, ágætis lesning. Engin pistill um borg og bý af kastalanum í Newcastle, enda heimaleikur. Fór EK þó í Sunderland suður forðum ok knúði dyra. En býr eitthvað í garðslöngunni amma? Held ekki og spái 3-1.
Manchester City er með 59 stig og til þess að við eigum séns á 4. sætinu mega þeir ekki ná meira en 4 stigum úr næstu 5 leikjum í ljósi þess að þeir eru með töluvert betri markatölu en við.
Næstu leikir City eru:
West Ham (H)
Everton (A)
Tottenham (H)
Stoke City (H)
Bolton (A)
Það væri vægast sagt ævintýralegt ef City tækist að klúðra hlutunum svona ílla en það má segja að þetta ráðist á morgun… ef þeir vinna West Ham sem eru í harðri fallbaráttu, þá eru þeir svo gott sem búnir að tryggja sér 4. sætið.
Frábær sunnudagslesning frá King Kenny:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1382260/Jose-Mourinho-allowed-overshadow-Lionel-Messi–Kenny-Dalglish.html
Sennilega reyna einhverjir að kalla þennan pistil “rant” um Móra munnstóra en ég er ákaflega glaður að okkar maður leyfi sér að skrifa sína skoðun á hegðun þess manns í liðinni viku og er algerlega sammála hans skoðun. Sem betur fer held ég að vafasöm uppstilling Real og ömurleg framkoma hans fyrir og eftir leik hafi sýnt öllum sem eitthvað hugsa um LFC að þar fer maður sem verður aldrei starfs hjá okkur verður!!!
Svo í lok pistilsins gefur hann Wenger kredit og á kaldhæðinn hátt ráðleggur stjórn klúbbsins að vara sig á að reka þann franska. Kemur kannski á óvart eftir þeirra viðskipti…
Þessir pistlar Dalglish eru eitthvað sem ég bíð eftir um hverja helgi og eru yfirleitt frábær lesning!!!
er að fermast þannig ég missi af leiknum !
og HEPPNI vinur minn er á fkn leiknum…
life´s a biatch !!!
Ætli Wenger greyið hafi ekki séð að sér og bjallað í King Kenny eftir leikinn um daginn. Ég hefði líka verið frekar óstabíll í skapinu ef ég stjórnaði pung- og áhugalausu liði.
Magnað líka að Daily Mail þakki King Kenny fyrir pistlaskrifin með því að sjóða upp þessa “Beergate” kjaftæðisfrétt um Carroll um daginn.
That means the Reds team is: Reina, Johnson, Flanagan, Carragher, Skrtel, Lucas, Spearing, Maxi, Meireles, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Robinson, Shelvey, Cole, Ngog, Carroll.
Nú er ég tiltölulega nýbyrjaður að nota SKY og pakkann sem fylgir því, en er leikurinn hvergi sýndur þar?
Ég hélt að það væru bara laugardagsleikir klukkan 14/15 sem ekki væru sýndir.
Veit einhver það?
johnsson heill?
Johnsonn heill og Carroll á bekk
Rétt að benda á, fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því, að leikurinn er klukkan ellefu
Setti tvær evrur á þrennu á Kuyt á Betsson.
Það eru gefins 100 evrur á mig kl. 13.00 í dag.
Mark my words.
ESPN er með þenan leik. Þeir eru með réttin á 1-2 leikjum í viku. Það er hægt að taka aukaáskrift að ESPN fyrir einhver 7 pund á mánuði …
stream eihver?
http://soccer-portal.org/live-football/premier-league/6502-liverpool-v-newcastle.html
af hverju spila newcastle i hvitu?