Reina verður áfram

Besti markvörður í heimi, Pepe Reina, hefur núna tekið af allan vafa um að hann verði áfram hjá Liverpool. Í febrúar voru uppi alls konar sögur um að Reina væri á leið frá Liverpool. Hann og Torres voru saman í viðtali á spænskri stöð eftir að Torres fór til Chelsea, þar sem að Reina virtist ýja að því að hann myndi kannski fara. Stuttu eftir það fóru fjölmiðlar að tala um hann sem arftaka van der Saar hjá Manchester United.

Síðustu 2-3 vikur hafa þó margir blaðamenn haldið því fram að Reina sé ekki á leið frá Liverpool og núna hefur hann sjálfur komið fram og tekið af allan vafa.

“I am looking forward to next season. I have always said [that] – of course there was a bit of doubt back in December and January because we were not even close to where we are now,”

“We have had excellent news on Kenny’s contract, Steve Clarke’s [who also signed a three-year deal as first-team coach] and all of the technical staff. We are heading in the right direction and we are optimistic.

“I think by making the right steps and taking them, we can all see the difference between now and then. That’s why we are now optimistic about the future and are looking forward.”

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, því að Reina er snillingur. Ef að einhver myndi segja við mig að ég gæti skipt á Reina og hvaða markverði í heimi sem er, þá myndi ég afþakka boðið. Reina er snillingur og fyrir mér er það óskiljanlegt hvernig Iker Casillas er fyrir framan hann í röðinni hjá spænska landsliðinu. Þar eru menn allavegana að horfa á aðra hluti en frammistöðu þessara manna hjá sínum félagsliðum.

Reina er bara 28 ára gamall og það er vonandi að hann verði markvörður okkar sem lengst.


Svo er hérna athyglisverð grein um það hvernig Liverpool eru að vinna að markaðsmálum í Bandaríkjunum og hverjar pælingarnar eru varðandi framtíðina. Ég er bjartsýnn á að FSG menn eigi eftir að gera góða hluti til að auka veltu Liverpool. Það var jú fullt gott gert í þeirri deild þegar að G&H áttu liðið (sennilega það eina góða, sem þeir gerðu), en Liverpool á enn langt í land að ná liðum einsog Manchester United.

19 Comments

  1. Þegar Torres tilkynnti að hann vildi fara frá klúbbnum var fyrsta hugsun mín hvort að Pepe væri í sömu hugleiðingum.  Mér fannst eins og flestum á þeim tíma, sárt að missa Torres en eiginlega óhugsandi að missa Reina.  Það er einfaldlega auðveldara að finna senter eða mann sem getur skorað mörk heldur en almennilegann markmann.  Tímabilið frá því að Schmeichel hættir og þar til Van Der Sar gamli tók við hönskunum hjá Manjú segir allt sem segja þarf í sambandi við það.  Og núna lítur út fyrir að þeir séu að fara í samskonar tímabil í leit að nýjum markmanni.
    Það er til fullt af mönnum sem kunna að verja bolta sem skotið er á mark, en það eru fáir sem eru jafn stöðugir ofaná þetta mikla markmannshæfileika.  Og í ofanálag, er Pepe víst algjör toppmaður í klefanum og það er ekki sjálfgefið að menn sem eru á launum við að spila fótbolta séu bæði skemmtilegir og duglegir við að rífa upp móralinn.
    Frábærar fréttir og fyrir mig nánast á pari við þær fréttir sem við fengum af framkvæmdastjóranum um daginn 🙂

  2. Hvað er málið? Það koma stanslausar jákvæðar fréttir úr herbúðum Liverpool og ekkert neikvætt. Besta mál en maður er bara ekki vanur þessu síðustu árin 🙂

  3. Aðal ástæðan fyrir því að Reina sé ekki aðalmarkvörður spánar er að Casillas er fyrirliði spænska landsliðsins og hann spilar með Real madrid og er fyrirliði þess liðs og ég bara held að Del Bosque sé með meira álit á casillas því hann hefur þjálfað hann hjá Real Madrid.

    En annars geðveikar fréttir enda besti markvörður heims og það yrði gríðarlega erfitt að fylla skarð hans ef hann hefði farið.

  4. Það er oft talað um hryggsúlu í knattspyrnuliðum og er Reina án efa hluti af hryggsúlu liðsins. Hann er meira en hluti hann er mikilvægasti parturinn eða spjaldbeinið sem tengist svo mjaðmagrindinni. Það á kannski einhver læknismenntaður maður eftir að leiðrétta mig sé einhver slíkur að lesa þetta en þá er það bara þannig. Allavega þá byggist restin af hryggsúlunni ofan á spjaldbeinið og ég veit ekki um neinn betur settan til að bera uppi súluna en Reina. Hann hefur verið stórkostlegur þau ár sem hann hefur verið hjá Liverpool. Hann hefur unnið Golden glove oftast allra markvarða í deildinni síðan hann kom og hann hefur sýnt af sér fádæma stöðuleika sem ekki margir markmenn geta stætt sig af. 

    Ég er feginn að Reina er í mínu liði og ég myndi heldur ekki skipta á honum og neinum öðrum markmanni.

    FACT! Nema kannski með að hafa unnið Golden glove oftast allra í deildinni en ég er nokkuð viss, kannaði það ekki sérstaklega!

    YNWA

  5. Ég get einfaldlega ekki hugsað mér liðið án Reina. Hann er framtíðarfyrirliði liðsins og mun vonandi spila með sigursælu Liverpool liði það sem eftir er af ferli hans.
     
    Það var ákveðið áfall fyrir hann að missa vini sína Alonso, Macherano og Torres frá liðinu og í öllum vandræðaganginum þá skildi maður hans sjónarmið, sem komu uppá yfirborðið um það leyti sem Torres var seldur. Hins vegar efa ég ekki að Reina sé heilshugar á bak við ákvörðun sína, enda var hann eini maðurinn sem hélt haus og brást okkur ekki á Hodgson tímabilinu. Reina bjargaði andliti okkar hvað eftir annað í mörgum jafnteflisleikjum sem við lékum hræðilega.
    Þó ég skilji vel að menn séu ánægðir með uppgang Lucasar og velji hann mann tímabilsins, þá finnst mér Reina hafa sýnt mestann stöðugleika í vetur og er maður tímabilsins í  mínum augum.
    Auk þess undirstrikar þessi ákvörðun ða nýju eigendurnir ætla að sýna í verki að þeir séu komnir til að styrkja liðið og koma okkur aftur í fremstu röð.

  6. Talandi um Golden glove:
    http://en.wikipedia.org/wiki/Barclays_Golden_Glove
     
    Reina hefur haldið hreinu í 14 deildarleikjum þetta tímabilið sem er frábær árangur miðað við lið í 5. sæti og vörnina sem leikið hefur fyrir framan hann í vetur.
     
    Reina hefur leikið 307 leiki fyrir Liverpool og haldið hreinu í 145. Ótrúlegur árangur miðað við að það hefur ekki gengið sérlega vel hjá okkur og liðið aðeins unnið FA cup einu sinni eftir að Reina kom.
     
    http://en.wikipedia.org/wiki/Jos%C3%A9_Manuel_Reina

  7. Djöfull lýst mér vel á þetta 😀 ætli maður geti ekki bráðum farið að rökræða við manchester united menn án þess að þurfa að hlusta á hvað Liverpool “getur ekki skít í neinu” 😀 ég elska lífið 😀

  8. Það er mikil tilhlökkun til sumargluggans, ég treysti því að Kenny fái fjármuni til að styrkja liðið í sumar og halda okkar bestu mönnum. Það mikilvægasta er auðvitað að hætta að kaupa einhverjar sultur. Þetta verður spennandi sumar! #aðhaldameðliverpoolersnilld

  9. bestu transfer fréttir sumarsins, án nokkurs vafa , mikilvægasta staða vallarins og við erum með besta mann í heimi þar . núna þarf bara að styrkja línuna fyrir framan hann með 2 mönnum og við erum komnir með gjörsamlega solid vörn, enn og aftur frábærar fréttir frá okkar glæsilega liði 🙂

  10. Koma bara góðar fréttir eftir að Kenny The King tók við, enda vilja allir gera það gott undir hans leiðsögn og vera hjá besta þjálfara í sólkerfinu.

  11. Klárlega best mannaðast staðan í liðinu í dag, Reina er fagmaður í alla staði og ég hugsa oft um það þegar Arsenal félagar mínir eru að væla um ömurlegan markmann hvað við erum í góðum málum og hvað Arsenal væru búnir að vinna deildina oft á undanförnum árum ef að Reina væri í markinu hjá þeim.
     
    Nú þarf bara að styrkja liðið framá velli og þá verðum við meistarar… Tah dah!
     
     

  12. ekkert smá sáttur við fréttir undanfarinna daga.
    en litla liðið frá machester er líklega að vinna deildina núna en í hjarta mínu er LIVERPOOL meistari tímabilsins.
    ekkert nema góðar frétti eftir að kenny tók við
     

  13. Man. United búið að ná þeim nítjánda 🙁 og þar með orðið sigursælasta lið englands. Svartur dagur fyrir Liverpool borg. béskotans blackburn, reyndu ekki einu sinni að ná boltanum síðustu 5 mínúturnar

  14. enda spilar utd alltaf á móti liðum í lokaumferðinni sem eru með fyrrum leikmann utd sem þjálfara.
    steve bruce fyrir 2 árum í lokaleik… og ekki vilja þeir styggja gamla traktorinn

  15. Er Liverpool samt ekki ennþá sigursælasta lið Englands? Bara með færri deildartitla. Held að ég sé ekki að fara með rangt mál en einhver snillingur hérna má segja mér hvort að þetta sé rétt eða rangt.

Kóngurinn skrifar undir!!!

Tottenham í síðasta heimaleik