Í kvöld eru komnar margar heimildir, sú besta án vafa Telegraph sem segja að Liverpool hafi í kvöld sent inn tilboð til Ipswich Town upp á 8 milljónir punda fyrir Connor Wickham.
Það var vitað mál að bæði Comolli og Dalglish fóru að skoða þennan strák sem er án vafa mikið efni, feykisterkur líkamlega af 18 ára gutta, með góða fætur, mikinn kraft og fína tækni.
Öll stóru liðin hafa verið að líta á hann en nú virðumst við, eins og í máli Jordan Henderson, ætla að verða fyrstir af stað úr rásmarkinu.
Mér líst mjög vel á þetta ef rétt er, þessi strákur á mikla framtíð fyrir sér í boltanum og klárt mál að með hann í áhöfninni okkar munum við selja N’Gog og vera vel settir með framherja.
En best þykir mér að við erum að sjá FSG ætla sér að standa við það sem þeir sögðu, þeir ætla að halda upp sinni stefnu, að kaupa unga og góða leikmenn til liðsins og sjá til þess að liðið hafi alvöru breidd.
John W. Henry hefur sagt að hann hafi áhuga á því að sjá Liverpool fullmannað á fyrstu æfingu sumarsins, við brostum út í annað en erum nú að sjá að þeim er alvara, við þurfum ekki að bíða til 31.ágúst eftir leikmönnum, manni sýnist þeir hafa lært mikið á janúarglugganum.
Áhugaverðir dagar framundan!!!
Áhugavert og það virðist eitthvað vera að gerast með Jordan Henderson líka samkvæmt þessu og jafnvel N´Zogbia.
Veit reyndar voða lítið um Wickham væri ágætt ef einhverjir sem vita meira um hann geti frætt mann um drenginn.
Gleymdi að setja inn linkinn http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-Sunderland-Wigan-transfer-news-Jordan-Henderson-wants-move-settled-by-Wednesday-Charles-N-Zogbia-also-target-article744075.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
Mjög gott mál, og ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir N’Zogbia, hann er gríðarlega kraftmikill og tecnískur baráttu hundur.
Flott að ná þessum “vonarstjörnum” til okkar 🙂
ég man bara eftir Wickham í u21 leiknum gegn íslandi, mér fannst hann ekki líta vel út í þeim leik