Til að koma þessari Roy Hodgson færslu aðeins neðar á síðuna þá vildi ég setja inn nýja færslu. Roy Hodgson lofræðan var semsagt samin af vinum mínum í steggjapartýi í gær og þeir voru með aðgangsupplýsingar mínar að síðunni og settu hana inn. Ég vona að engum hafi verið meint af þeim lestri.
En það eru tvær athyglisverðar fréttir á The Guardian í dag um Liverpool. Annars vegar þá tjáir John Henry sig um tvo leikmenn Liverpool, Ngog og Aquilani og hrósar þeim fyrir frammistöðuna í gær. Um Ngog sagði hann meðal annars:
>Put the ball near Ngog and the goal, and it’s going in. Too much talk of them [going] somewhere else.
Sem er athyglisvert. Ég treysti því og trúi að Comolli og Dalglish séu að taka ákvarðanir um framtíð Ngog, en það verður að teljast ólíklegt að hann fari nema fyrir hann fáist einhver peningur. Ef engin lið vilja borga uppsett verð, þá er ábyggilega fínt að hafa Ngog áfram sem fjórða striker.
Svo tjáir Ian Ayre sig um styrktarsamning Etihad við Manchester City. Sá samningur er auðvitað fáránlegur. Að ætla að taka gamlan völl, sem hefur haft nafn í mörg ár og fá 40 milljónir punda á ári til að setja á hann nýtt nafn, er algjörlega fáránlegt. Það er ekki nokkur leið að Etihad geti réttlætt þessi fjárútlát þar sem að félagið hefur t.d. aldrei skilað hagnaði. Ayre vill að Uefa rannsaki þennan samning, enda séu eigendur City og Etihad tengdir aðilar. Gott mál.
sá kvittur komst á kreik að um steggjun væri að ræða og vil ég nota tækifærið og óska bæði þér og þinni tilvonandi frú til hamingju 🙂
Þessi skrif ullu töluverðu fjaðrafoki eins og þú hefur kanski séð haha.
En annars verð ég að vera sammála þér og Henry í þessu með Ngog að það sé allt í lagi að hafa hann sem fjórða kost, eins að Aqulani á eftir að standa sig vel með liðinu í vetur. Hann fékk bara aldrei séns hjá “vini” þínu Roy og var sendur í lán eis fjlótt og kallinn gat.
En með nafnið á city vellinum er bara grín, er þetti einhver frændi sem á þetta félag og þeir ætla að nota þetta til að geta haldið áfram að eyða eins og moðerfokker…………..
Aqui er crucial partur af miðjunni fyrir komandi leiktímabil fyrir mína parta, elska akkurat þessa týpu sem og ég var alltaf ánægður með það sem hann lagði til í þessi skipti sem hann spilaði með okkur, en verð sár en aldrei reiður ef KK vill losa sig við hann, kannski er það akkurat sem Henry er að gera, hann veit að Ngog og Aqui eru að fara og með þessum ummælum að reyna að ýta undir eftirspurn.
En varðandi leikvallarmálið hjá city, það er einfalt, UEFA þarf bara að stíga upp og stoppa þessa vitleysu á staðnum því annars eru þeir einfaldlega all talk varðandi það að koma á hömlum við þessa eyðslugeðveiki.
Aqulani hefur verið langbestur í þessari Asíuferð og hann hefur ekki leikið ósvipað í þessum tveimur leikjum og Alonso þegar hann var hjá okkur. Hann var meira að segja næstum því búinn að skora frá sínum eiginn vallarhelmingi í gær. En við skulum samt muna að þetta eru bara æfingaleikir og leikmenn eins og t.d Veronin stóðu sig vel í svoleiðis leikjum en gátu svo ekkert þegar deildin byrjaði. Svo að ég held að það fari best á því að láta Kenny og Clarke um að dæma þetta og Henry ætti yfir höfuð ekki að tjá sig um einstaka leikmenn,hann byrjaði ju ekki að fylgjast með fótbolta fyrr en hann eignaðist Liverpool og menn skildu taka með mikilli varúð það sem hann segir um fótbolta. Alla vegana en sem komið er.
Held að það séu allir enþá í sjokki eftir þennan Roy pistil hér á undan..
En ég vill bókað halda Aqualini áfram, hann kann þetta, sýndi það sérstaklega í Malasíu leiknum.
Og með Ngog þá er svosem allt í góðu að halda honum ef menn vilja ekki borga uppsett verð fyrir hann, hann er allavega ekki í top3 listanum yfir menn sem ég vill losna við, enda ekki á nærrum því jafn háum launum og þeir..
Ps. Til lukku með giftinguna þegar að henni kemur! YNWA!
Menn berjast hér við að rita nafnið hans Alberto Aquilani rétt 🙂
Gamlan völl? Ekki 10 ára gamall.
Ahh ruglast alltaf á hvort var á undan a eða i.. Man það núna Aquilani! 😉
hvenar kemur hvítblái búningurinn til landsins
Já, er það ekki bara best að hafa drenginn áfram á meðan hann er bara fjórði í (N)goggunarröðinni.
Guð minn almáttugur hvað þetta væri endanlega kremið á annars mjög fína köku.
http://www.fanatix.com/sport/news/liverpool-to-continue-spending-spree-on-45m-real-madrid-double-raid-254/
Ég var rosalega ánægður með Aquilani í seinasta leik og skemmtilegt að sjá mann sem á svona einfalt með að sjá hlaup hjá leikmönnum og gefa góða sendingu en menn sem ég hef hlustað á í viðtölum á Lfc.tv hafa verið að ræða um hvort að Aquialni gæti gert þetta í Ensku deildinni þar að sem tími á boltanum er miklu minni og einnig halda þeir því fram að hann muni eiga í erfiðleikum með hörkuna í deildinni þar sem hann virðist oft forðast þessar 50/50 bolta en við sjáum hvernig hann verður á móti Hull. Og ef hann verður seldur þá ætti hann kannski að geta hækkað sig eitthvað í verði allavega ef hann heldur vel áfram.
Og varðandi N’Gog þá held ég að hann gæti staðið sig vel sem 4 striker en þó væri ég alveg til í að sjá annan heimsklassa sóknarmann í liðið.
Þetta með Man City og nafnið á vellinum:
Fyrir það fyrsta er algjör bömmer að Etihad er arabíska orðið fyrir sameinaðir – sem sagt Man City spilar núna á United vellinum í Manchester. Frekar pínlegt, svona eins og að Anfield væri kallað Efra-Tún.
Það sem er vafasamt með þennan nafnasamning á vellinum er að flugfélagið er frá Abu Dhabi eins og eigendur Man City. Það er s.s. enginn að skilja hvaða viðskiptahag það hefur að nefna fótboltavöll í Englandi eftir flugfélagi sem er ekki beint á heimsmarkaði. Því eru upp kenningar að sömu aðilar og eru að dæla pening í liðið eru að semja við sjálfa sig með þennan nafnasamning og þannig að sniðganga reglurnar um sjálfbæri félagana.
10# ekki veit ég hvernig maður getur tekið mark á miðli sem veit ekki að Liverpool er ekki í evrópudeildini “While his talent is clear, it remains to be seen whether the striker would choose to swap a the Champions League for the Europa League.” Og líka miðill sem kann ekki að leggja saman. Þeir segja að Marcelo kosti 30 milljónir en Higuaín á að kosta 25 milljónir sem gera 55 milljónir í mínum vasareikni en í fyrirsögninni segir “Liverpool to continue spending spree on 45m Real Madrid double raid”.
Þó vissulega væri þetta skemmtilegt þá get ég nú bara ekki tekið mikið mark á þessu.
Já þessi Hodgson pistill var eitthvað skrítinn en vona að þeir hafi farið vel með þig í steggjuninni.
Mér finnst Ngog ekki hafa fengið sanngjarna meðferð, það á eftir að reyna almennilega á Ngog þegar hann er með menn einsog Downing og Suarez hjá sér. Það er ekkert að marka síðasta tímabil þar sem allir skitu uppá bakk fyrir utan 2-3 leikmenn. Ef hann verður ekki seldur, þá mun ég ekkert gráta það. hann er fínasti backup.
#13, kannski fáum við 10 milljóna afslátt ef við tökum þá báða 🙂
Hrikalega leiðinlegt að sjá Lucas fá rautt í leiknum áðan en gott að hann verður tilbúinn í slaginn þegar enska deildin byrjar.
Þurfum við ekki að fara að finna nickname á Aquilani svo maður sjái ekki nafnið skrifað vitlaust í hvert einasta skipti sem talað er um hann. Aquaman? Alberto? Alby?
🙂
Fyrir hálfu ári þurfti bara Torres að meiðast til að Ngog væri einn frammi, sem gerðist oft. Nú þurfa Carroll, Suarez og Kuyt allir að vera úr leik til að Ngog spili einn frammi. Það er framför. Og Higuain er ekki leiðinni til Liverpool, það er 100% pottþétt.
Vill byrja á því að óska höfundi og frú hans innilega til hamingju með tilvonandi brúðkaup. En að Liverpool.
Persónulega hef ég alltaf haft mjög mikið álit á Aquilani og ég var mjög vonsvikinn hvernig tími hans hjá Liverpool hefur verið til þessa. Meiðslin settu sitt strik í reikninginn og svo loksins þegar hann var orðinn heill fannst mér eins og Rafa hefði enga trú á honum og spilatími hans því í samanburði við það. Síðan kemur meistari Roy Hodgson sem um var rætt hér svo skemmtilega fyrir neðan og telur að hann hafi ekkert með Aquilani að gera og telur krafta Poulsen njóta sín betur á vellinum og leyfir honum að fara á lán til Ítalíu.
En kappinn er kominn aftur og nú vil ég gefa honum þann séns sem hann fékk aldrei hjá Liverpool! Heilt tímabil til að sanna sig. Ef við ættum að losa okkur við miðjumann á háum launum ættum við sjálfsögðu að segja bless við Joe Cole sem var skugginn af sjálfum sér. Sá maður fékk sinn séns en sannaði sig ekki!
Mig langar einnig að koma að vináttuleikjunum tveimur og segja aðeins mína skoðun á þessum leikjum. Margir hér tala um að þetta séu bara tveir vinuáttuleikir og ekki ætti að taka þá of alvarlega, leikmenn eru þarna ekki að sanna sig fyrir alvöru baráttuna sem PL er. Mig langar þá að spyrja þá sem segja þetta, ef það skiptir svona litlu máli hvernig menn standa sig í þessum leikjum, af hverju ættu þeir að vera reyna e-ð á sig yfir höfuð? Samkeppnin í liðinu hefur aldrei verið jafn hörð og núna þurfa leikmenn að sanna sig í öllum leikjum sem og á æfingum! Einnig ef þessi lið voru jafn slök og stundum hefur verið gefið til kynna, er það þá ekki áhyggjuefni að sumir leikmenn stöðu sig ekki betur en þeir gerðu. Persónulega fannst mér Agger ekki alveg standa sig nógu vel og hefur hann oftar en ekki talinn vera okkar besti miðvörður ásamt Carra. Þetta eru vangaveltur sem ég er að velta fyrir mér.
Einnig finnst mér samkeppnin innan liðsins mjög jákvæð. Mér fannst margir leggja mjög hart að sér í þessum tveimur leikjum. Sjá menn eins og Flanagan, Robinson, Aquilani og Ngog setja allt í leikinn til að sýna að þeir ætla sér að komast í liðið. Svo lengi sem samkeppnin snýst ekki upp í að verða neikvæð tel ég hana vera frábær. Seinustu ár hafa fyrstu 11 verið nokkuð öruggir með sína stöðu en núna finnst mér enginn vera öruggur með sína stöðu án þess að sýna fram á að hann eigi það skilið. Persónulega finnst mér jafnvel herra Liverpool verða að fara sýna meira en seinustu tvö tímabil til þess að geta átt fast sæti. Með alla þessa miðjumenn höfum við svo sannarlega nægilega marga sem vilja koma inn í þessa stöðu.
Ég er þó sammála að tveir leikir eiga ekki að gefa til kynna hverjir munu standa sig í vetur og að þeir sem ekki stóðu sig vel séu lélegir. Mér finnst einfaldlega að leikmenn eiga að fá credit fyrir allt sem þeir gera, hvort sem það eru æfingar eða vinuáttuleikir.
Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar bæði við þessa færslu og Hodgson færsluna. 🙂