Æfingaleikur: Liverpool – Valencia 2-0

Uppfært: Leik lokið
Æfingatímabilinu lauk með góðum sigri og ágætum leik gegn spænska liðinu Valencia, lokatölur 2-0 með mörkum frá Andy Carroll og Dirk Kuyt, þó mér sýndist reyndar Kyrgiakos eiga þetta mark.

Ljómandi gott að klára undirbúninginn með sigri og gott að halda hreinu loksins þó þessi leikur komi ekki til með að sitja lengi í minningunni.
Besti kafli leiksins var fyrstu sjö mínúturnar er við pressuðum gestina stíft og uppskárum á endanum gott mark. David Albelda sýndi reyndar að hann er að verða fullgamall er hann sendi hroðalega sendingu til baka á markmann sem Andy Carroll náði og slapp aleinn í gegn. Carroll þurfti reyndar tvær tilraunir til að skora þar sem fyrra skot hans fór í stöngina og meðfram markinu en hann var fyrstur til að ná í boltann og skilaði honum í netið.

Eftir þetta dó leikurinn nokkuð út þó okkar menn hafi haldið yfirhöndinni allan leikinn, fannst aðeins vanta X factorinn í sóknarleikinn á köflum en hefði þessi leikur skipt einhverju máli væri ég alveg sáttur við þessa niðurstöðu og leik okkar manna.

Seinna markið kom á 90.mínútu eftir aukaspyrnu frá Joe Cole sem Valencia menn náðu ekki að hreinsa frá markinu, Kuyt náði að pota í boltann og líklega féll hann fyrir fætur Kyrgiakos sem mér sýndist moka honum yfir marklínuna, en markið er a.m.k. skráð á Kuyt og því rengjum við það ekki frekar.

Þetta var auðvitað fyrsti leikur nýju leikmannanna á Anfield sem áttu misgóðan dag. Downing var með betri mönnum vallarins og ógnaði vel upp vinstri kantinn og lofar mjög góðu fyrir veturinn. Charlie Adam var einnig flottur sem stjórnandi á miðjunni þó ekki hafi borið neitt gríðarlega mikið á honum. Henderson var síðan ekkert sérstakur í þessum leik þó það sé auðvitað allt of snemmt að fara dæma hann fyrir frammistöðu í svona leik.

Af öðrum leikmönnum fannst mér einna mest gaman að sjá Agger, hann er í fínu formi og að spila eins og hann á að sér að gera. Carroll var líka ágætur og með smá meiri leikæfingu verður hann fljótlega sama skrímsli í boxinu og hann var hjá Newcastle í fyrra. Hann mun fá þjónustu hjá Liverpool í vetur, það er ljóst. Aquilani byrjaði líka í dag og átti ekkert sinn besta dag, var full langt frá Carroll fannst mér og ógnaði ekki eins mikið og hann hefur verið að gera fyrri leikjum sumarsins. Eina leiðinlega við daginn var að Johnson fór snemma útaf meiddur, virkaði ekkert alvarlegt svosem og Martin Kelly kom inná fyrir hann og stóð sig vel.

Gerrard, Suarez, Meireles, Skrtel, Insúa og Poulsen sem skartaði peysu með hestum á voru allir í stúkunni (nema Suarez) og ættu að verða klárir bráðlega, eins var Rafa Benitez mættur á Anfield í dag að sjá sýn gömlu félög kljást og það er óhætt að fullyrða að þetta Valencia lið var ekkert í líkingu við liðið sem mætti síðast á Anfield, undir stjórn Benitez.

Næst er það Sunderland á Anfield, bring it on.

Uppfært 15:35 – Byrjunarliðið fyrir leikinn er komið:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Aurelio

Henderson – Spearing – Adam – Downing
Aquilani
Carroll

Bekkur: Jones, Doni, Cole, Maxi, Kyrgiakos, Kuyt, Lucas, Ngog, Kelly, Flanagan, Robinson.

Áhugavert lið í dag, vörnin líklega eins og við viljum hafa hana miðað við hópinn í dag, Spearing er áfram á miðjunni og virðist vera í plönum Dalglish fyrir þetta tímabil þó það sé gott að sjá Lucas aftur á bekknum. Henderson verður líklega aðeins hægramegin á miðjunni og Downing á kantinum með Aquilani aðeins fyrir framan miðjumennina. Þó ég búist við því að þeir skipti endalaust um stöður.

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og niðurtalning í “kick off” er hafin á LFC TV, leikurinn hefst 16:30.


Núna er tíminn til að fullyrða að Juan Mata sé að koma til Liverpool og sé bara líklega mættur…með Valencia sem verður síðasta upphitunarbanið áður en við förum á stóra sviðið um næstu helgi.

Fátt hægt að nota til að gera þennan leik spennandi eða merkilegan utan þess að Liverpool er auðvitað að spila og þetta er fyrsti leikurinn á Anfield  hjá nokkrum leikmönnum sem leikmenn Liverpool.

Kick off er 16:30 að okkar tíma (17:30 úti) og við notum þennan þráð til að fjalla um leikinn. Uppæfæri svo hérna þegar búið er að tilkynna byrjunarliðin og svo auðvitað eftir leik.

97 Comments

  1. endilega deila góðum linkum á leikinn ef þið finnið einhverja. takk og bless 🙂

  2. Eins og Loki bendir á þá eru firstrowsports.net með bestu linkana og ég notast nánast eingöngu við þá þegar ég horfi í íþróttir á netinu mjög góð síða.
     
    Nota þessa síðu líka stundum http://www.streamhunter.tv/index.php?option=com_lsh&view
     
    Annars mæli ég nú bara með því að menn kaupi sér áskrift að LFCTV á http://www.liverpoolfc.tv/ kostar tæpan 1000 kall á mánuði sem er ekki neitt verð og það er hægt að kaupa stakan mán eða árið.
     

  3. Sammála #3 Aquilani á að vera í byrjunarliðinu í dag og svo væri ég líka alveg til í að sjá Liverpool halda hreinu í dag.

  4. Það er ekki laust við að maður sé orðinn spenntur!

    Vona nú að við fáum Lucas á blettinn í dag, þar sem vörninni veitir ekkert af hans aðstoð.
    Ef svo færi á ég allt eins von á stórleik hjá öftustu línunni.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!

  5. Er leikurinn sýndur á einhverri sjónvarpsstöð?
    þ.e.a.s. ekki á netinu

  6. Ég væri alveg til í að sjá Downing prófaðan í vinstri bakverðinum í dag.
    Gæti verið gott vopn á heimavelli amk þegar varnarsinnuð lið pakka þar í vörn.
    Hef ekki hugmynd um hvort hann hefur spilað stöðuna áður en það væri áhugavert að sjá hvernig það kemur út.  

    Í 4-3-3 á heimavelli í vetur gæti hann verið í vinstri bak og Carroll Kuyt og Suarez fremstu þrír. 

  7.                                        reina
    johnson          carragher                 agger            aurelio
                                          spearing
                                           adam
    henderson                     aqualini                         downing
     
                                        Carrol

  8. Vill byðja menn að hafa það hugfast að varnarleikur byrjar á fremsta manni og alveg til markmans. Roy Evans var að segja að besti varnamaður liverpool í den hafi verið Ian Rush(og er ég líka búinn að lesa þetta í nokkrum liverpool bókum, um Rush og mikilvægi hans í varnarleik liðsins).
    Varnaleikur er ekki bara 4 manna varnarlína heldur eru hún alltaf skipuð 11 leikmönum sem eiga að verja markið.

  9. Aquilani er í lykilhlutverki í dag og það fær mikla athygli á LFC TV. Það vill enginn að hann fari og menn að tala um að hann fái mikið lof frá stuðningsmönnunum og það gæti fengið hann til að breyta um skoðun varðandi hvar hann vill spila á næstu leiktíð. Hann gæti einnig litið svo á sem hann eigi eftir að vinna ákveðið verk hjá LFC og sanna sig almennilega einu sinni. Ég fyrir mitt leyti vona það allavega og ef hann sýnir stjörnuleik og fær lof fyrir það þá er aldrei að vita nema að hann fíli sig vel og vilji vera um kyrrt. Kenny er varla að nota hann í dag bara til að reyna að losna við hann, vona að hann ætli sér hann bara í lykilhlutverki vetur og sé að reyna að koma honum í sem best form fyrir Sunderland leikinn.

  10. nei, leikurinn er greynilega ekki sýndur beint þar á netinu.

    En Carrol með fyrsta markið 🙂 

  11. Jú hann er reyndar víst sýndur beint á LFCTV, þarf bara að fara undir Live Match Covarage í stað LFC TV 🙂

  12. Mikið svakalega er A.Carroll “fitt”, það er allt annað að sjá hann nú en í vor.

  13. Haha mikið er gaman að sjá hvað Carroll er geggjaður,og þetta er bara æfingaleikur… vel séð!

  14. Ánægður með Carroll, gríðarlega sterkur í boxinu og fín barátta…. en mikið andskoti virkar þessi Henderson illa á mann eitthvað, ógnar lítið sem ekkert þarna út á væng.

  15. Kelly er búinn að vera öflugur, virðist vera að komast í sama form og fyrr í vetur. Ef Johnson verður meiddur í byrjun móts þá gæti hann átt erfitt með að komast í liðið. Carrol mjög sprækur, Downing frábær, Adam mjög solid og greinilega mikill leiðtogi inn á vellinum. 

    Lýst mjög vel á þetta, með smá meiri æfingu og samhæfingu þá verður þetta drulluflott lið!!! 

  16. Fín fyrihálfeikur. Downing er að heilla mann með hlaupunum sínum og sendingum. Carrol virkar í fínu standi og Spearing er að minna vel á sig og gefur ekkert eftir á miðjuni.
    Henderson virkar ekki spennandi

  17. Ólafur Örn; Carroll skoraði, er þetta ekki æfingaleikur ? menn eru að fara svolitið gróft í tæklingar (Valencia menn wtf?)

  18. Rosalega virkar Downing vel á mann og allt annað að sjá carroll miklu sprækari en í fyrra en er ekki samála ykkur með Henderson virkar ágætlega á mig held að þegar hann fái meiri spilla tíma munu hann standa sig….YNWA

  19. Mér finnst besti maður LFC í fyrri hálfleik klárlega vera Downing. Virkilega flottur! Aquilani hefur valdið mér vonbrigðum það sem af er og ég vona að hann standi sig betur í seinni.

  20. Pæliði í því ef Agger og Aurelio haldast heilir hvað við gætum gleymt því að þurfa að kaupa í þessar stöður :).
    En auðvitað er það draumsýn…en þó miðað við fréttirnar og það sem maður les af læknaliðinu og hvernig þeir nálgast hlutina þá gætu skrítnari hlutir gerst. En ég er mjög ánægður með Adam, Aquilani byrjaði vel en hvarf svo nánast alveg, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Henderson fannst mér alls ekkert svo slæmur eins og mörgum hér finnast, er auðvitað ungur og vantar smá malt í hann sem kemur með árunum og reynslunni. Lucas kemur inn í stað Spearing í byrjun seinni hálfleiks, verður forvitnilegt að sjá hvernig vinur okkar allra plumar sig 🙂 

  21. Elska að vera með einn svona “dirty” striker. Ekki einhver aumingja sem hætir ef hann er tæklaður.

  22. Benitez talaði mikið um akademínuna og að það væri nauðsynlegt að rækta unglingaliðið. Nú er verið að uppskera það. Liverpool á ca. 3 góð lið. Ekkert lið í PL á slíka breidd um þessar mundir. KD er að sýna mikil klókindi með því að leyfa mönnum að spreyta sig. Það hleypir ungum mönnum kapp í kinn. Með þessu áframhaldi er nýtt blómaskeið framundan hjá LFC.

  23. Marat ; Þú ert að djóka right? Ekkert lið í PL stafar af eins mikilli breidd og Liverpool? Ég er sjálfur poolari en þetta er bara hlægilegt. United, City, Arsenal, Chelsea og jafnvel Tottenham, fyrir utan fyrstu 11 eru gæðin á þeim bæ mun sterkari en hjá okkur.

  24. okkur vantar klárlega vinstri bak og nýjan striker og þá er þetta komið flott lið sem byrjaði leikinn
     

  25. Hversu marga menn eiga Liverpool í landsliði/landsliðum yngri en 21? Hafa einhver önnur lið en Liverpool getu til að stilla upp liði þar sem helmingur leikmanna er yngri en 21 og átt von á að vinna PL leik?

  26. Þeir sem mér fannst góðir í þessum leik.Aquilani, Downing, Spearing, Carrol, Agger, Kelly, Adam. Svo fannst mér Maxi, Cole og Kuyt koma með kraft inní þetta þegar þeir komu inná.
    Henderson er að mínu mati ekki að gera sig á hægri kanntinum.
    Vonandi er Glen Johnson ekki mikið meiddur.
    Þrátt fyrir að við fengum ekki á okkur mark var margt við varnarleikinn sem var að klikka hjá okkur og þurfum við að gera betur á því sviðinu(þótt að þetta var mikil framför).

  27. Tær snild. Carroll að gera það gott, Downing að brillera og Adam er feskur….langar að fá Henderson í gang og þá er ég afskaplega góður.

    Kelly er náttúrulega besti hægri bak. sem við eigum í dag, hljótið að vera samála mér um það??
    Agger solid og vona ég svo innilega að hann haldist heill og sýni þessum heimsklassamiðvörðum að Liverpool er einnig í þeim pakka!!!

    Einn sóknarmann (Sturridge á diskinn minn) og bakvörð…..þá erum við askodi vel staddir finnst mér 🙂

    En þetta er bara bjartsýni hjá manni…..KOMA SVO!!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  28. Virkilega óraunhæft að halda að þetta lið geti unnið titilinn, Man Utd, Chelsea og Man City eru öll með mun sterkari lið sem ég held hreinlega ekki að Liverpool geti haldið í við þessi lið.
    Verður líklegast að berjast við Arsenal og Tottenham um 4 sætið

  29. @48 enda eru aðeins 10% af þeim sem sækja þessa síðu á þeirri skoðun að þetta lið geti unnið titilinn, getur lesið það í færslunni fyrir neðan upphitunina og svo geturðu nátturulega líka bara farið og skoðað einhverja Manchester síðu frekar en að vera að reyna að fleygja skít í viftuna á Kop.is

  30. Allt annað að sjá leikmenn okkar heldur en í undanförnum leikjum. Þetta var engin flugeldasýning, en they did the job! Héldum hreinu og fannst bara mikið betra skipulag á mönnum. Missti reyndar af seinni hálfleik en mér fannst Downing besti maður vallarins, og ég er orðinn muuun spenntari fyrir honum en þegar hann var að koma. Líka gott fyrir Carroll að skora, og mjög vel unnið hjá honum, sýndi baráttu og gafst ekki upp þótt það var varið í stöng og boltinn rúllaði meðfram línunni.

    Hlakka til næstu helgar! COME ON YOU REDS!! 

  31. Verð að taka aðeins upp hanskann fyrir United (48) þar sem Klerkurinn (49) talar um að hann sé að fleygja skít í viftuna á Kop.is. Þrátt fyrir að hafa þann leiða galla að vera manchester united maður þá var hann ekki að fleygja neinum skít heldur aðeins að segja sína skoðun (skítkastlaust) – og er reyndar á sömu skoðun og flestir lesendur Kop.is, að Liverpool verði í baráttunni um Meistaradeildarsætið

  32. En Helgi 52 – umræðan snérist ekkert um það – afhverju svaraði hann ekki í þræðinum sem actually snérust um væntingar fyrir komandi tímabil. Þar eru yfir 80% fylgjendur síðurnar sammála þeirri skoðun hans. Þetta er þráður um vináttuleik á blogg síðu fyrir Liverpool aðdáendur. Afhverju Utd menn detta hér inn í kippum þegar deildin er í hléi er mér hulin ráðgáta.

  33. Verð aðeins að taka upp hankann líka fyrir Nr.48 United og aðra United-menn sem sækja reglulega hingað inn (í misjöfnum tilgangi). Ég gerði örstutta könnun og get ekki betur séð en að þetta hérna sé helsti (eini) samkomustaður Unitedmanna á netinu og er hreinlega ekkert hissa að þeir leiti inn á Liverpool síður eftir að hafa skoðað mig um þarna.

    Ég veit svosem ekki til þess að þeir séu með fleiri síður hér á landi og hef aldrei skilið afhverju enginn hefur hent upp Arsenal eða United bloggi sambærilegu þessu. Chelseamenn eru byrjaðir á þessu með efnilegri síðu.

  34. Shit hvað er sorglegt að en samt fyndið að sjá þessa manchester búðinga hérna inná okkar síðu ÞAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÉG MUNDI GERA VIÐ MINN TÍMA VÆRI AÐ HANGA Á manchester SÍÐU (talandi um að vera einmanna og eiga EKKERT líf) hehehehehe
     
    Y.N.W.A

  35. Þessi leikur einkenndist ekki beint af frábærri skemmtun en mér fannst við geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik.

    Andy Carroll lék mjög vel, lét varnarmenn Valencia finna fyrir því og uppskar gott mark þar sem þrautseigjan og hraði (já hraði) gerði gæfumuninn. Hann virðist verða bara betri og betri með hverjum leiknum sem hann spilar og er kominn með þrjú góð mörk í sumar og virðist “ready for business” sem eru frábær tíðindi fyrir liðið.

    Vinstri kanturinn með þá Stewart Downing og Fabio Aurelio í fararbroddi leit frábærlega út. Fyrsti leikurinn sem þeir tveir spiluðu saman en mér fannst þeir ná mjög vel saman, unnu vel saman í vörninni og voru duglegir að skapa pláss fyrir hvorn annan í sóknarleiknum. Mjög jákvætt ef að Aurelio getur haldið sér heilum því þarna erum við að mínu mati komnir með mjög spennandi vinstri-hliðar par. Downing var frábær í leiknum, átti þátt í markinu, var ógnandi og gaf varnarmönnum engan frið. Í þessum leik sem margir hafa litið á sem “einvígi milli Mata og Downing um það hver hefði átt að koma” og í því var aðeins einn sigurvegari – Stewart Downing sem er miklu frekar leikmaður sem við þurfum heldur en Mata. Lítur frábærlega út so far.

    Daniel Agger lék frábærlega í dag, varðist vel og var öruggur á bolta líkt og alltaf. Leit vel út í síðustu tveimur æfingaleikjum og vonandi að hann heldur sér í standi. Vörnin var örugg í dag þrátt fyrir róteringar í upphafi leiks þegar Johnson fór út og við héldum loks hreinu gegn góðu sóknarliði – mjög jákvætt. Spearing var líka að mínu mati frábær fyrir framan vörnina, vann boltann vel og skilaði honum skemmtilega frá sér.

    Nýju leikmennirnir litu allir vel út í dag og virðast smellpassa í leikmannahópinn, mjög jákvætt. Liðið lítur líka töluvert betur út en upp á síðkastið og ég held að við séum að vera klárir í fyrsta deildarleik þar sem við munum vinna góðan sigur á Sunderland.

  36. Skil ekki manchester menn.

    liðið þeirra er búið að vera eitt það allra besta í áratug og betur. Vinna endalaust af titlum, búnir að vera með bestu leikmennina ár eftir ár eftir ár. Hljómar býsna vel?  

    En svo einbeita þeir tíma sínum í að kjöldraga aðdáendur annara liða yfir því að liðið þeirra sé ekki jafn gott og hið “stórfenglega” United lið.  Væri ekki ágætt að einbeita sér aðeins meira að því að styðja liðið sitt aðeins meira en þeir styðja næstu andstæðinga liverpool,chelsea eða arsenal????  

    Og koma svo hér inn á kop.is og eru bara með almenn leiðindi og skíthælahátt!  Ekki get ég skilið þetta. 

    Þetta er til ALLRA United manna sem að ætla sér bara að vera með stæla hér inni
       
    KOMIÐ YKKUR BURT!!!!!!!!! 

    En þeir sem að eru hér inni til að spjalla á málefnalegan hátt. Gaman að sjá ykkur. 

  37. Liverpool maður talar um að þeir verði í baráttunni um 4-5 sætið.
    Svo kemur United maður og segir það sama og þá er hann rakkaður niður og sagt að drulla sér í burtu?

     

  38. Ég kommenta nú sjaldan á þessa síðu, skoða hana reglulega og finnst hún nokkuð góð. 

    Það er hins vegar ótrúlega pirrandi hvað maður má ekki skrifa venjulegt komment án þess að einhverjir grjótharðir Liverpool menn drulli yfir mann, það getur nú ekki verið skilyrði að maður haldi með LFC til að skoða þessa síðu og tjá sig 

  39. Skrýtið comment frá Bjarti. Fékk gulan lit frá ritstjóra. Á að verðlauna skítkast?

  40. Solid og flott frammistaða!
     
    Augljós batamerki á þessu liði frá í vor, Downing og Adam falla þvílíkt inní þetta og ég er glaður að sjá orkuna í Henderson og það að hann er alltaf til í að fá boltann.  Ungur maður sem á eftir að fara langt!
     
    Kelly flottur og Aurelio bara svei mér ómeiddur í lok leiks.  Ef hann er heill um næstu helgi þá spilum við honum hlýtur að vera.  Flott að fá Lucas inn í þetta, allt önnur ró inni á miðjunni heldur en þegar Spearing hefur verið að reyna að leysa þessa stöðu og shit hvað ég hlakka til þegar Gerrard, Kuyt, Suarez, Carroll og Downing verða að pressa saman – það mun valda mörgum liðum vanda.
     
    Í lok æfingatímabils erum við að horfa á að leikkerfið er 4-2-3-1 með hápressu.  Nokkuð sem gleður mig mikið.  Er farinn að hlakka verulega til næstu helgar!!!

  41. Sælir félagar
     
    Gaman að vinna þennan leik. Því miður sá ég hann ekki en sýnist miðað við athugasemdir og skýrslu,   að þetta hafi verið nokkuð þétt þó ekki hafi verið nein flugeldasýning.
     
    Eitt er það sem stingur í augu í kommentum og skýrslu er að það er ekki minnst á fyrirliðann.  Nokkur hópur talaði um eftir Valarenga-leikinn að hann væri búinn, dauður úr öllum æðum og búinn að tapa tötsinu og ég veit ekki hvað.  Er þá hægt að skilja þessa þögn sem svo að þetta sé rétt eða var vörnin í lagi undir hans stjórn?
     
    Eða reyndi ekkert á vörnina og markmanninn? (Nema Kelly).  Nei ég bara spyr.  Menn voru svo fljótir að taka Carra af lífi eftir næsta leik á undan.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  42. Fínasti æfingaleikur að baki þar sem loksins var haldið hreinu…

    en smá off topic hénra…

    veit einhver af hverju players hafði lokað þegar leikurinn var í gangi?

    Kom þar að og allt lokað og læst korter í leik og brá maður þá á það ráð að skella sér á SPOT til að horfa á leikinn.

    Því bara spyr ég í mesta sakleysi: Er Players enn heimavöllur stuðningsmannaklúbbs Liverpool á Íslandi?

    Ég fyrir mitt leiti er hundóánægður með þeirra frammistöðu á undirbúningstímabilinu og höfðu ekki fyrir því að hafa opið fyrir einn einasta leik á þeim tíma.
    Sama hvort menn sjá einhvern lítinn gróða í því að hafa opið á þessum tíma eða ekki, þá byggist það að vera með góðan sportbar að vera með repeat business í gangi. Ef viðskiptavinurinn getur ekki treyst því að það sé opið, þá einfaldlega stórminnka ferðirnar þangað.

    Ég hef farið á players undanfarin 7 ár til að horfa á Liverpool leiki og hef kannski misst af einum leik per season þann tíma. Ég hef farið þangað því það er stemning þar og það hefur verið hægt að treysta því að það sé opið og leikurinn sýndur. Þeir sem stjórna þar núna eru að mínu mati að glutra því niður sem aðrir höfðu byggt upp.

    Hvert verður nú farið að horfa Liverpool-Sunderland um næstu helgi?

    kv.
    Freysinn 

  43. Sigkarl.
     
    Carra var í sínu besta standi í dag, ég er satt að segja hættur að ræða hans mál hér – í mínum augum er hann enn frábær varnarmaður og stanslaust að stýra sínu liði.  Með Agger fínan í fótunum sér við hlið finnst mér augljóst að Carra spilar alla leiki sem hann verður heill til að spila í vetur.  Menn mega alveg láta sig dreyma um nýtt tæknitröll í vörnina en í dag stoppaði #23 allnokkrar sóknarlotur.
     
    Lenti svo í þessu sama með Players, kom mér á óvart.  Ætlaði þá bara að gefast upp en stoppa í Krónunni í Mosó á leið vestur á Snæfellsnes en datt þá inn á Hvíta Riddarann og sá þar leikinn og borðaði þessar fínu franskar.  Tók alveg úr mér fíluna að Players var lokað…

  44. Góða nótt Liverpool menn og konur, við erum æði 🙂 og framtíðin er björt

  45. Aðrir stuðningsmenn meiga alveg vera á þessari síðu þeir eiga bara að haga sér ef þeir ætla að vera á henni End of Story              

  46. Ég skil ekki harða Liverpool menn!!Sumir hreinlega keppast um það að gera lítið úr Liverpool liðinu!! Eiga ekki möguleika á hinu og þessu,barátta um  4 sæti!!!Og þvílík minnimáttakennd!! Eru menn Liverpoolmenn eða ekki?Ég myndi skammast mín ef ég léti svona út úr mér því þá væri ég ekki að styðja mitt lið dyggilega.Ég hef bara mikla trú á mínu liði og ætla láta sem við munum vinna allt!Það er hugsunin um að vera SIGURVEGARI sem hefur fleytt Scumm áfram!!Nú er komið að okkur Liverpool.Við verðum sigurvegarar NÚNA.Eg það vantar fleiri klassamenn þá verða þeir bara keyptir í janúar og við vinnum þetta með glæsibragð.

    Liverpool á toppin annað er BULL! 

  47. Sælir… Er Suarez nokkuð byrjaður að æfa aftur eftir sumarfríið sitt?

  48. Suarez á að byrja að æfa á mánudaginn eða þriðjudaginn skv. nýjasta viðtali Kenny Dalglish, hann vill samt ekkert segja hvort hann spili leikinn við Sunderland eða ekki þar sem hann veit ekki í hvaða standi hann er í þegar hann mætir á æfingu.

  49. sammála United #60. Mér finnst bara mjög gaman að fá (kurteisa og málefnalega) stuðningsmenn annara liða inn á þessa síðu.

  50. Mjög þétt að halda hreinu í dag. Ágætur leikur og ekkert meira. Aquilani voru vonbrigðin en varnarleikurinn, Carra og Agger, og svo Aurelio og Kelly plúsinn. Aurelio held ég að spila fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu og þvílíkur munur. Þó er varla hægt að treysta á hann og Agger í mikið meira en 25 leikjum í vetur. Og varla nema 15 saman. 

    Stewart Downing er að koma gríðarlega sterkur inn í þetta lið. Charlie Adam á eftir að finna fjölina sína og hann og Aquilani þurfa virkilega að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Svo verður gaman að sjá hvort Kuyt eða Henderson fá sæti í byrjunarliði á næstu helgi. Ég tippa á Kuyt.

    Carroll er síðan í allt öðru standi en í vor og svo var verulega ánægjulegt að sjá Cole og Maxi koma inn. Þeir hresstu liðið og leikinn við, sem er eitthvað sem þeir munu þurfa að gera til að fá sénsinn. Sé þá ekki sem byrjunarliðsmenn nema þeir breyti leikjum verulega þegar þeir fá sénsinn. Frábært að hafa svoleiðis menn á bekknum.

    Bring on Sunderland. Við tökum þrjú stig úr þeim leik, án efa!! 

  51. Hombrados

     Titill pósts: Re: Gullkorn Liverpool stuðningsmanna
      Sent inn: 16 Jún 2011 13:17 

    Byrjunarliðsmaður

    Skráður: 22 Apr 2006 20:14
    Póstar: 714
    Staðsetning: Rvk – Árbær

    Vitna í:
    Mér finnst ótrúlegt að United sé farið að eltast við alla leikmenn sem Liverpool er orðað við haha!

    Greinilegt að Fergie treystir kenny og Comolli betur en sjálfum sér! haha

    En ég held að Kenny sé ekki verri stjóri en Fergie. þeir eru bara allt öðruvísi. Kenny er svona gæji sem er með mjög góðan móral og er hálfgerður vinur leikmannana en þeir hinsvegar bera mikla virðingu fyrir honum einnig..

    En með Fergie held ég hann sé svona kóngur á trafford. enginn þorir að segja neitt við hann og hlutirnir eru bara eins og hann vill hafa þá!

    En þetta er bara það sme ég held án þess að hafa einhverja hugmynd, mér hefur bara fundist þetta á því hvernig leikmenn eru seldir frá united ef þeir láta aðeins í sér heyra, en miðað við hvað allir likmenn lfc tala vel um kenny og þeir hreinlega elska þetta LEGEND!

    Vel orðað hjá United manni 🙂

  52. #64
    Á verðlaunaafhendingunni á Liverpool open(golfmót) í dag, var tekið fram að einhver nýr staður rétt hjá gullinbrú væri nýr heimavöllur liverpool á íslandi. Minnir að hann héti Úrilla Górillan og ætti að vera eitthvað svaka flottur.

  53. var að kíkja á vísir áðan og sá íþróttafréttir hjá stöð2 og þar var sagt að Andy Carrol hafi skorað fyrsta eina markið. Ekki mikið lagst í að vinna fréttina, Var ekki leikurinn annars sýndur á stöð2sport? Hefði átt að vera auðvelt að afla heimilda.

    Mar bara spyr sig

  54. Suarez heimtar að fá að spila um næstu helgi, alveg pottþétt en Carroll verður að passa sig með skapið en þetta er alveg að smella saman og ég bara bíð eftir Gerrard heilum, eftir 2 tímabil, laskaður sem þó var nokk góður og kemur eldhress í liðið sem fyrst.

  55. Samk þesssari uppstillingu má þá búast við liðinu nokkurnveginn svona í fyrstu leikjum tímabilisins eða hvað ? Suarez kemur væntanlega inn í stað Aqualani þarna fyrir aftan Carroll. 

    Hvað ætlar Kenny að gera við Gerrard ? Væri ekki bara snilld að fá Gerrard í holuna þar sem hann skoraði einhvern 23 mörk á einu tímabili og setja Suarez niður á hægri kannt ? Varla fer Gerrard á miðjuna með alla þessa miðjumenn í liðinu ?

  56. Sammála því að það verður gaman að sjá hvernig Kenny stillir upp þegar Gerrard og Suarez verða klárir.
     
    Miðað við þetta leikkerfi sem við sáum í gær hef ég trú á að Suarez verði settur í holuna undir Carroll með Lucas og Adam fyrir aftan.  Downing og Kuyt á köntunum.  Eftir að #8 er orðinn heill getum við mögulega séð hann úti á kanti líka, ef Suarez verður í flottum gír.  Downing og Henderson voru stöðugt að skipta um kanta í gær.  Sé það alveg gerast að þessir þrír, #19, #7 og #8 verði látnir rótera stöðum, nokkuð sem verður stuð held ég.
     
    Og þegar þessir þrír eru í liðinu þá sitja Kuyt, Cole, Maxi, Aqua, Henderson og Shelvey á bekknum.  Mér finnst gefa auga leið að þar eru alltof margir á bekk og mögulega einhverjir mjög fúlir!!!

  57. Á ekki von á því að Kuyt verði mikið á bekknum svo er nátturulega spurning með Cole og Aqua verða þeir um borð?

  58. Gæti orðið spennandi að sjá Downing, Suarez og Gerrard fyrir aftan Carroll með Adam og Lucas, Aquilani eða Meireles þar fyrir aftan. Ef spila á blússandi sóknarleik á heimavelli þá er það ansi sexý uppstilling.

  59. 78# þessir menn þurfa nú ekki að sitja alltaf á bekknum, ef við náum langt í FA og league cup þá ættu þeir að fá sinn skerf + menn verða fyrir meiðslum. Breidd er ekkert til að hafa áhyggjur af.

  60. Er ekki málið að fá Gary Cahill til liðs við okkur. Hann mundi styrkja vörnina okkar umtalsvert.

  61. Eitthvad segir mer ad hann se ekki verdugur arftaki VdS. Horfdi bara a boltann skoppa inn fra 25-30m. Ekki alveg ad höndla pressuna greyid.

  62. Það sem gerir heimsklassamarkmenn að slíkum er stöðugleikinn – ekki einn leikur. Menn geta youtubað Reina og séð slatta af gloríum eftir hann. Þeir eiga sína slöku leiki eins og aðrir. Það eina sem kemur til með að dæma þennan dreng er tíminn, og þetta er ekki rétti tíminn til að álykta um getu hans, já eða getuleysi. Ekki frekar en að ég dæmi Pepe af mistökum hans gegn Arsenal á svipuðum tíma í fyrra, já eða gegn Everton hér um árið. Heilt yfir er hann world class, einstaka mistök breyta þar engu um.

  63. Hvaða þvæla er þetta, menn strax búnir að dæma De Gea.
    Hann er tvítugur og þegar Van Der Sar var tvítugur þá var hann ekki orðinn aðalmarkvörður Ajax. Hann er 5 árum yngri en Manuel Neuer og það vissu fáir hver það var fyrir 5 árum. Samt hefur hann verið nr. 1 hjá Atletico í 2 tímabil.
     
     

  64. Shearer #87 

    Ertu þá að segja að United sætti sig við reglulega skitu hjá De Gea í 5-10 ár og bíði bara eftir honum? (og hugsi þá, hann verður góður eftir 5 ár?)..
    Man Utd hlýtur að heimta árangur frá honum strax, United er bara þannig lið.

    Annars er ég ekki að segja að hann eigi ekki eftir að standa sig, mögulega verður þetta hans versti leikur á tímabilinu?… Það þýðir samt ekki að hylma yfir með aldri. 

  65. Ágætu félagar og til hamingju með sigurinn í gær. Við Liverpool menn ættum að standa saman í því þegar aðdáendur annara liða vilja endilega hrauna yfir okkur hérna á okkar síðu, að þegja þá í hel. Svara ekki þessum ómerkilegu og óvitrænu kommentum frá þeim og halda okkar striki og ræða um okkar lið, og hvað okkur finnst um það. Hitt verða þeir að eiga við sig sjálfa.
    Mjög skrítið hvað aðrir aðdáendur enskra liða geta hangið á okkar síðu, ætli það sé ekki vegna þess að Liverpool liðið og þeirra aðdáendur hafa eitthvað fram að færa. Veit um nokkra sem skrifa meira orðið Liverpool á síðuna sína heldur en nafnið á þeirra stuðningsliði. Stríði þeim stundum á því að þeir séu svona leyni aðdáendur.
    Höldum okkar striki í að styðja okkar lið , og látum hina í friði með þögn á þeirra komment.
    YNWA

  66. #89

    Nei að sjálfsögðu ekki, auðvitað er búist við að menn standi sig. Hins vegar er allt of snemmt að segja að hann sé ekki verðugur arftaki. Sérstaklega þar sem 20 ár er fjandi ungt í markmannsárum, stundum þarf að hugsa in the long-run sem mér sýnist ykkar maður Kenny vera að gera. 

  67. Æji – mér leiðist. Er bara nákvæmlega alveg sama um þennan leik í dag og enn meira sama um hvað markmaður UTD er gamall og hvort eða hvenær hann getur eitthvað.

    YNWA

  68. Svo má auðvitað ekki dæma strákinn á einum leik, það er náttúrulega alveg fáránlegt. Allir vita hvað þessi strákur getur en auðvitað vonar maður að hann standi sig ekki 100%, svona okkar vegna.

    En er ekkert að frétta af Enrique?? Ekkert kannski?

    YNWA – King Kenny we trust! 

  69. http://forums.thisisanfield.com/showthread.php?29094-20-Years-of-LFC-Transfers-in-2011-Money&s=8a0cd4f4c925c4fbb19151312b4d19e1&p=867430#post867430    og þessi kaup eru reiknuð á núvirði
     
     Benitez keypti 32 leikmann á = 346,395,000 punda samkvæmt þessum tölum sem eru þarna , Evans keypti = 13 leikmenn á = 170,758,000 , Dalglish búinn að kaupa núna = 5 leikmenn á = 100,800,000 , Hodgson buinn að kaupa 3 leikmenn á = 19,700,000 en hann Gerard Houllier keypti 29 leikmenn á = 321,890,000. þetta eru tölurnar sem eru þarna og eg er bara að sýna hvað hver stjóri sem er skráður þarna er buinn að eyða mikklu en auðvitað á hann Dalglish vonandi eftir að bæta við sig og sinn leikmannahóp. Benitez var 6 ár hjá félaginu eins og hann gerard houllier og benitez vann 4 Titla með liverpool en houllier vann 6 titla. 

  70. Fótbolti er liðsíþrótt. United vann það þá skiptir engu máli hvort markmaðrinn er lélegur eða ekki. 

    Sérstaklega vegna þess að pressuna vantaði á sóknarmanninnn í markinu.
     

  71. Undirbúningstímabilinu lokið. Fínt.
    Alvaran næstu helgi. Okkar menn verða með hjarta og pung.
    Liðin tvö í dag sýndu að við verðum við toppinn í vetur og x faktorinn verður okkar.
    Read my libs. Numbero uno.
    YNWA

Raunhæfar væntingar [könnun]

Opinn þráður – landsleikir, plank og fantasy