Spá Kop.is – hluti 1

Þá er komið að því!!!

Kick-off bara nokkra daga í burtu (þ.e. ef að óeirðir í borgum Englands truflar ekki) og þá er kominn tími á að Kop.is-pennar dreifi almennri knattspyrnuvisku sinni hér á síðunni og birti spá okkar fyrir leiktímabilið 2011 – 2012!

Þetta er í þriðja skipti sem við búum til slíka spá. Reglurnar eru einfaldar, við röðum liðunum upp í sæti 1 – 20 hver og einn, gefum þeim stig í öfugu samræmi við sætið í deildinni (1.sæti gefur 20 stig og 20.sæti 1 stig) – leggjum svo tölur okkar saman og röðum liðunum í samræmi við samtöluna. Ef að tvö lið eru jöfn fer það lið hærra sem hærri hæstu tölu fær, semsagt tröllatrú einhvers okkar á viðkomandi liði ræður staðnum.

Ef við skoðum útkomu spárinnar síðasta ár þá höfðum við ekki rétt fyrir okkur hvað varðaði meistaratitilinn, við spáðum Chelsea þeim titli, við töldum okkar menn ná að lenda í 4.sæti og að Blackpool, Wolves og W.B.A. myndu falla. Svo hvað vitum við!

Það lið sem olli okkur mestum vonbrigðum var Birmingham sem við spáðum sæti 10 en endaði í 18.sæti og W.B.A. skoraði hæst umfram væntingar, lenti í 11.sæti en við spáðum sæti nr. 18.

En við erum handvissir um að betur mun ganga í ár og nú er kominn tími á að hefja niðurtalninguna í samræmi við okkar spá, við byrjum neðan frá. Ég gef upp þá samtölu sem kom út úr okkar niðurröðun, þar er minnst hægt að fá töluna 5 en hæst töluna 100!

20.sæti Wigan 9 stig.

Helstu breytingar Charles N’Zogbia (Villa), Tom Cleverly (Man United) og Steven Caldwell (Birmingham) út * David Jones (Wolves) og Ali Al Habsi (Bolton) inn

Neðsta sæti deildarinnar ætlum við lærisveinum Roberto Martinez, sem við þó teljum hinn ágætasta stjóra sem ætti skilið að vera hjá metnaðarfyllra liði. Liðið er úr Rugbyborg og lítill sem enginn áhugi fyrir því þar, hálftómur stemmingslaus völlur. Þeir hafa misst sinn langbesta mann til Aston Villa og Cleverly fór heim, svo við sjáum ekki alveg hvaðan sköpunin og mörkin eiga að koma. Eftir að hafa bjargað sér frá falli undanfarin ár er komið að endastöð og liðið fær sína réttmætu stöðu haustið 2012, í Championshipdeildinni!

Lykilleikmaður Hugo Rodalega

19.sæti Norwich 11 stig.

Helstu breytingar Enginn út * Kyle Naughton (Spurs), Anthony Pilkington (H’field), Elliott Bennett (Brighton), James Vaughan (Everton), Bradley Johnson (Leeds), Ritchie De Laet (Man United) og Steve Morrison (Millwall) inn.

Norwich vann það afrek að fara beint upp úr Championship sem nýliðar, nokkuð sem mark er takandi á. Framkvæmdastjórinn Paul Lambert reynir að láta liðið spila fótbolta með áherslu á sóknarleik og hefur í sumar keypt þekkt nöfn úr neðri deildunum og sótt í unga menn á láni. Við teljum liðið einfaldlega ekki tilbúið í að taka þetta skref í vetur og muni halda áfram flakki milli deildanna. Þó erum við á því að í framtíðinni sjáum við það aftur á meðal þeirra bestu og muni þá ná að staldra lengur við, ekki síst þar sem við höldum að stjórinn sé með þeim efnilegri í bransanum!

Lykilleikmaður Grant Holt

18.sæti Swansea 13 stig.

Helstu breytingar Darren Pratley (Bolton) og Doruds de Vries (Wolves) út * Wayne Routledge (Newcastle), Leroy Lita (Middlesbro’), Michael Vorm (FC Utrecht), José Moreira (Benfica) og Danny Graham (Watford) inn.

Eftir 28 ára fjarveru er welskt lið í efstu deild á ný! Síðast þegar Svanirnir voru í efstu deild var John Toshack við stjórnvölinn og allt frá þeim tíma hafa allnokkrar tengingar verið milli Liverpool og Swansea City. Þær eru þó ekki miklar í dag og við teljum veru þeirra í deildinni núna bara eitt ár, en þó erum við á því að þeir muni eiga mestan sénsinn þeirra þriggja sem við spáum falli. Þeir misstu tvo af sínum lykilmönnum en hafa þegar þetta er skrifað bætt vel við sóknarlínuna sína og markmann, en eru að eltast við varnarmenn. Nokkuð sem er lykilatriði fyrir þá. Stjórinn Brendan Rodgers er ungur og hefur aðhyllst langspyrnubolta en hefur sagt þá ætla sér að halda sér uppi OG spila skemmtilegan bolta. Kannski annað Blackpool í uppsiglingu, stemming í liðinu og í Wales en í kjölfar Hull og Blackpool mun liðið ekki verða vanmetið af þeim stóru og tekið verður á þeim frá fyrsta degi. Sem mun svo leiða til falls vorið 2012!

Lykilleikmaður Scott Sinclair

17.sæti Wolves 21 stig.

Helstu breytingar Adriano Basso (Hull), Greg Halford (P’mouth), Marcus Hahnemann frjáls og David Jones (Wigan) út * Roger Johnson (B’ham), Dorus de Vries (Swansea) og Jamie O’Hara (Spurs) inn.

Skulum hafa eitt á hreinu. Við höfum ímugust á Mick McCarthy og værum allir til í að sjá liðið falla. Kraftafótbolti sem lítið skemmtilegt er að horfa á og samsafn af grófum leikmönnum í appelsínugula búningnum gerir það að verkum að þetta lið á fáa aðdáendur utan heimasvæðisins. En háloftaboltinn og kraftamennskan hefur skilað þeim árangri og við teljum liðið muni halda sér upp enn eitt árið, í raun bara nokkuð örugglega miðað við stigamuninn á liðinu og Swansea. Þeir hafa klárlega styrkt leikmannahóp sinn í sumar og talið er líklegt að þeir bæti enn við fyrir gluggalok. Stjóri sem mætti vera neðar í deildunum en hangir áfram uppi!

Lykilleikmaður Karl Henry

16.sæti W.B.A. 28 stig.

Helstu breytingar Borja Valero (Villareal), Boaz Myhill (B’ham), Gianni Zuiverloon (Real Mallorca) Abdoulaye Meite (Dijon)og Scott Carson (Bursaspor) út * Zoltan Gera (Fulham), Ben Foster (Birmingham), Gareth McAuley (Ipswich), Shane Long (Reading) og Billy Jones (Preston) inn.

Viðurkenni að eiga erfitt með að fjalla um þetta lið út af stjóranum, en ekki hægt að líta framhjá því að hann náði fínum árangri með það í vor eftir að hafa fengið starfið. Hann kann að halda litlum liðum uppi með skipulögðum varnarleik og skyndisóknum – í bland við þrautskipulagða og leiðinlega baráttu. Það er ekki uppskrift fyrir stórlið í knattspyrnu en hentar vel í fallbaráttuna í EPL og hann fær að skipuleggja gleðipartý um Miðlöndinn þegar liðið heldur sér uppi næsta vor!

Lykilleikmaður Ben Foster

15.sæti Blackburn 33 stig.

Helstu breytingar Zurab Khizinishvili (Kayserispor), Phil Jones (Man United), Frank Fielding (Derby), Jermaine Jones (Schalke 04) og Benjani (frjáls) út * David Goodwillie (Dundee Utd), Myles Anderson (Aberdeen) og Radoslav Petrovic (Partizan Belgrad) inn.

Klárlega stærsta spurningamerki næsta vetrar! Indversku eigendurnir segjast ætla sér með liðið í Champions League og stjórinn Steve Kean telur það geta gerst á tiltölulega stuttum tíma!!! Það virðist þó vera erfitt að sannfæra leikmenn um að slíkt sé raunhæft og eins og staðan er í dag hafa þeir misst 2 x Jones leikmenn sem voru í lykilhlutverkum í fyrra og í staðinn sótt stór spurningamerki til Skotlands og Júgóslavíu. Að auki virðast þeir ætla að hreinsa töluvert meir úr leikmannahópnum, þ.á.m. gleðigjafann Diouf, en lítið fer fyrir kaupum. Svo þetta getur farið í allar áttir hjá þeim, gætu hæglega dregist inn í fallbaráttu og farið illa, en ef kjúklingabændurnir standa við stór fyrirheit og hrúga til sín stjörnuleikmönnum gætu þeir orðið ofar. Sleppa við fall eftir daður við drauginn að okkar mati.

Lykilleikmaður David Dunn

14.sæti Q.P.R. 36 stig.

Helstu breytingar Mikele Leighterwood (Reading) og Peter Ramage (C. Palace) út * Jay Bothroyd (Cardiff), Kieron Dyer (West Ham), Danny Gabbidon (West Ham) og DJ Campbell (Blackpool) inn.

Grannalið Chelsea og Fulham, með ríkustu eigendurna sem þó eyða ekki stórum upphæðum í liðið og einn mesta strigakjaft og Liverpoolhatarann í stjórasætinu er hægt að segja að við hlökkum ekki til að sjá til þeirra þverröndóttu. Við erum þó á því að öflugt bakland muni þýða það að eigendurnir muni eyða nógu til að halda liðinu á meðal þeirra bestu. Klúbbur ríkur af sögu en verið óstöðugir undanfarin ár og mikil rússibanareið að halda með þeim! Verður gaman að sjá Adel Taarabt í efstu deild og auðvitað annað tveggja Íslendingaliða vetrarins með Dalvíkinginn Heiðar Helguson í broddi fylkingar. Rétt neðan við miðju, en mikið óskaplega væri nú gaman ef þeir gæfu Warnock fljótlega sparkið – getur bara orðið assistant hjá Fat Sam. Spá í hvernig það yrði!

Lykilleikmaður Adel Taarabt

13.sæti Newcastle 41 stig.

Helstu breytingar Wayne Routledge (Swansea), Kevin Nolan (West Ham) og Kazenga LuaLua (Brighton) út * Sylvain Marveaux (Rennes), Demba Ba (West Ham), Yohan Cabaye (Lille) og Gabriel Obertan (Man United) inn.

Það lið sem við erum hvað mest ósammála um og kemur kannski fáum á óvart! Á þessu stigi er töluverð óvissa um það hverjir kveðja klúbbinn en þó virðist manni ljóst að eigandinn fýlar franskar kartöflur (einn 5-aur er skylda) því hann hefur safnað til sín þesslenskum leikmönnum nú í ágúst. Ég hef það eftir ansi öruggum heimildum að umræddur eigandi, Mike Ashley, sé hinn fullkomni pappakassi og viti hreint ekkert hvað hann sé að gera sem eigandi fótboltaklúbbs og stjórinn víst litlu skárri! Því gæti sirkusinn hjá þessu annars mikla stórliði haldið áfram og farið illa. Hins vegar er mikil stemming á vellinum þeirra og enn eru í liðinu margir fínir fótboltamenn. Getur farið í allar áttir, lokaniðurstaða eftir töluverða umhugsun er neðan við miðju en þó ekki alvarlegri fallhættu.

Lykilleikmaður Hatim Ben Arfa

12.sæti Bolton 45 stig.

Helstu breytingar Joey O’Brien (West Ham), Matthew Taylor (West Ham), Ali Al Habsi (Wigan), Johan Elmander (Galatasaray), Tamir Cohen (Maccabi Haifa), Jlloyd Samuel (frítt) og Gavin McCann (frítt) út * Tyrone Mears (Burnley), Chris Eagles (Burnley), Nigel Reo Coker (Aston Villa) og Darren Pratley (Swansea) inn.

Töluverðar breytingar hjá Bolton, litríkur stjórinn á stuttbuxunum að breyta liðinu töluvert frá því sem forverinn bjó til. Margir að detta út sem spiluðu lungann úr leikjum liðsins en í staðinn líka fengið til sín nokkuð öfluga leikmenn. Ljóst að Grétar okkar er að fá hörkusamkeppni þar sem tveir hægri bakverðir (Mears og Pratley) voru keyptir nú í sumar. Bolton verður erfitt heim að sækja og mun reyna að spila skemmtilegan fótbolta í gegnum tímabilið eins og í fyrra, verða alltaf í kringum miðju og enda í 12.sæti. Höfum alveg trú á að Owen Coyle muni fljótlega fara í stærri klúbb, en þó ekki fyrr en að tímabili loknu.

Lykilleikmaður Kevin Davies

11.sæti Aston Villa 48 stig.

Helstu breytingar Nigel Reo Coker (Bolton), Stewart Downing (L’pool), Ashley Young (Man United), Brad Friedel (Spurs), John Carew (West Ham) og Robert Pires (frjáls) út * Charles N’Zogbia (Wigan) og Shay Given (Man City) inn.

Missa nokkra af sínum lykilmönnum þetta sumarið og hafa enn sem komið er ekki alveg fyllt öll þeirra skörð. Hins vegar eru þeir sem komnir eru gæðaleikmenn og í hópnum eru ansi margir efnilegir leikmenn, auk Darren Bent sem mun alltaf skora töluvert af mörkum í þessari deild. Sterkur heimavöllur fleytir þeim langt og þrátt fyrir litla gleði aðdáenda þeirra með nýja stjórann þá er McLeish seigur stjóri sem mun halda þeim ofan við fallbaráttuna. Erum sannfærðir að fyrir lok gluggans verði leikmannahópur þeirra stærri og öflugri en hann er í dag!

Lykilleikmaður Charles N’Zogbia

Þar með lýkur fyrri hluta spárinnar. Á morgun eru það liðin í topp tíu, þ.á.m. hvar við reiknum með okkar mönnum í töflunni! Koma svo, leyfa okkur að heyra álit ykkar á þessum neðri hluta. Er eitthvað til í þessu eða erum við SPEKINGARNIR að vaða reyk 😉 ???

42 Comments

  1. Ég held að þið félagar séuð að vanmeta Wigan svakalega og um leið ofmeta Newcastle, þar sem allt er í rugli. Martinez stjóri Wigan á eftir að ná að halda þessu liði uppi. Liggur við að ég myndi hafa sætaskipti á þessum liðum en Newcastle fer allavega pottþétt niður nema mögulega Ba springi út og nái 30+ mörkum í vetur

  2. Ég myndi halda að þetta væri nálægt því að vera rétt, held að Norwich verði neðstir, svo Swansea og svo Wigan…..þeir hafa ekki klassan í þetta eftir að láta frá sér þessa menn. 
    N’Zogbia var náttúrulega lykilmaður á seinustu leiktíð og held ég að þeir eigi ekki séns eftir að máttarstólpi þeirra er horfinn á önnur mið.

    Hlakka til að lesa seinnihlutan á morgun!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  3. Sælir félagar
     
    Finnst þetta líklegt svo sem en hefi ekki sterkar skoðanir á þessu.  Mundi ef til vill færa Newcastle og jafnvel A. Villa neðar en læt kyrrt liggja.
     
    Ég hlakka til að sjá efri hlutann því þar á ég von á að skoðanir verði skiptari.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  4. Ég held því fram að þetta verði svona!! 11-20

    11.Newcastle
    12.Aston Villa
    13.Fulham
    14.WBA
    15.QPR
    16.Norwich
    17.Wigan
    18.Blackburn
    19.Wolves
    20.Swansea

    Ég held að Blackburn verði í miklum vandræðum í vetur og mun falla!!

  5. Ohhh sá ekki Hluti 1 í fyrirsögninni. Var orðin svo spenntur þegar það kom “to be continued” 🙂

    Held bara að þetta sé nokkuð nærri lagi hjá ykkur 

  6. Er að mestu sammála ykkur samt er erfitt að spá fyrir um veturinn þegar lið eru ennþá að kaupa og selja leikmenn.

    Ég held að Norwich og Swansea falli þar sem þetta eru einfaldlega ekki með nógu góð lið til að halda sér í deildinni. Eins og málin standa í dag hefur maður það sterklega á tilfinningunni að Wigan muni falla líka. Þeir eru einfaldlega með slakara lið en í fyrra og besti maður þeirra var seldur til Aston Villa í sumar.

    Varðandi hin liðin þá eru Blackburn og Newcastle stór spurningamerki, þau gætu bæði orðið um miðja deild eða í fallbaráttu. Líklegast verður annað þeirra í bullandi fallbaráttu. 

    Tilfinningin varðandi QPR er sú að þeir lendi í fallbaráttu og gætu alveg eins fallið. Þeir eru ekki beint með besta stjórann í faginu.

    Ef Aston Villa nær að kaupa 1-2 leikmenn í ágúst þá enda þeir í topp 10.      
         

  7. Ég gæti ímyndað mér að Bolton verði ofar og þá á kostnað Sunderland sem eru bara að gera of miklar breytingar á sínu liði.
    Þetta stökk hjá Norwich upp deildirnar gerir það að verkum að ég vona að þeir haldi sér uppi (svona öskubusku dæmi )
    Vonandi verður það á kostnað  QPR, þar sem þeir falla í lokaumferðinni……menn verða jú að kvíla lykilmenn fyrir stærri hluti en að bjarga rassgatinu á Neil Warnock  :p

  8. Góð og skemmtileg spá, en því miður sjáið þið ekki fram í framtíðina eins og ég, en ég skal segja ykkur hvernig þetta verður (munið þessa spá því hún er sönn! 😉 )

    11. Bolton
    12. Aston Villa
    13. QPR
    14. Newcastle
    15. W.B.A
    16. Swansea
    17. Wolves
    18. Blackburn
    19. Norwich
    20. Wigan 

  9. Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð sammála þessari spá, held að nýju liðin verði í basli og Norwich og Swansea verði í meiri vandræðum en Q.P.R. hvað það varðar. Það kemur oft upp eitt spútnik lið og verður Q.P.R að teljast líklegast til þess en þeir enda þó fyrir neðan miðju. Blackburn, Wigan, Wolves og W.B.A. verða einnig held ég í botnbaráttu megnið af leiktíðinni. Annars er ég nokkuð sammála með sæti 11-13.
    En ég verð að fá að vera með smá þráðrán í lokin, ekkert rán í rauninni því það þarf í raun ekkert að ræða þetta heldur er ég bara að koma þessu á framfæri. En málið er að systir mín er með Liverpool búning sem var keyptur úti til sölu vegna þess að hann er of stór á strákinn hennar. Hann er 128 cm og er það miðað við ca. 7-8 ára. Treyjan er merkt Gerrard. Ómerkt treyja hjá Jóa Útherja kostar 9990 kr. (merking kostar 2800) en þessi er til sölu merkt á 9300 eða bara það sem hún kostaði úti.

    Ef þið hafið áhuga getið þið haft samband á jbm4@hi.is

  10. 20. man utd.

    I rest my case! hehe 🙂
    Fín spá, Newcastle gæti endað neða, er ekki viss, en ég sé WBA enda ofar

    Hlakka til að sjá síðarihlutann!

    YNWA 

  11. Mín spá 11-20, því miður geta bara þrjú lið fallið en mér finnst óvenju margir kandídatar hvað það varðar.
     
    11. Stoke
    12. Wigan
    13. everton (mættu mín vegna enda mun neðar)
    14. Blackburn
    15. Wolves
    16. Norwich (verður í efri hluta deildarinnar framan af vetri en fjarar undan þeim)
    17. Newcastle (árangur þeirra ræðst aðallega af leikmannaflótta)
    18. WBA
    19. QPR (verður reyndar deildarbikarmeistari)
    20. Swansea (liðið nær einungis 21 stigi í vetur)

  12. 11.Bolton – þeir unnu alla æfinga leikina sína gætu endað hærra en þetta
    12.WBA – Ef Hodgson heldur áfram að vera góður með það
    13.Aston Villa – eru búinir að miss tvo lykilmenn og gæti verið að þeir eru eftir að enda neðar en þetta
    14.Newcastle – veit ekki alveg með þá en þeir eru búnir að missa Nolan og eru að missa Barton og kanski Enrique
    15.QPR – veit rosalega lítið um þetta lið en það eru allir að spá þeim góðu sæti í deildinisvo þeir fá 15 sæti
    16.Blackburn – Ef þeir missa Samba þá eru þeir eftir að falla en víst að hann er enþá í Blackburn fá þeir 16 sæti
    17.Swansea – ég hef horft á nokkra leiki með swansea og mér líst rosalega vel á þá svo ég spái swanselona eins og þeir eru kallaðir 17 sæti
    18.Wolves – hef lítið að seigja um þá
    19. Wigan – voru að missa Zogbia en fengu al habsi svo það gæti verið að martinez nái en og aftur að halda þeim uppi
    20.Norwitch – það er rosalega erfitt að spá þeim sem falla í ár 
    Svo gæti verið að Sunderland verði góðir þetta tímabil eða ekki góðir (búnir að gera svo margar breytingar)

  13. Má kona fara fram á að ritstjórar setji nöfn þjálfara við hvert lið?

  14. Held þið hafið gleymt ykkar ástkæra liði í þessum hluta, Kenny the queen verður með allt uppá bak þessa leiktíðina 12 sæta Liverpool.!!

    Glory Glory MAN UTD!!! 

  15. 11. Bolton
    12 Fulham ( evrópudeild)
    13. Newcastle
    14. WBA
    15. stoke ( evrópudeild)
    16. Qpr
    17. Blacburn ( alltof lélegur stjóri)
    18. Swansea
    19.Wolves
    20. Norwich

  16. Skjóta því inn hérna að Aquilani heldur áfram að minna á sig sem fótboltamann og skoraði sigurmark gegn heims- og evrópumeisturum Spánverja. Stend við það að ég vil gera Aquilani séns þetta árið!

  17. Þetta verður svona; nogelunde;
    Aquilani með winner á móti Spáni og Torres meiddur.

  18. Vitið þið hvort Agger spilaði í kvöld, ætli hann hafi komið heill út úr því ?  Sá einhverstaðar að Arshavin fór meiddur af velli. Skemmtileg tímasetning á landsleikjum !

    Annars hérna smá preview grein á skysport um Liverpool:

    http://www.skysports.com/story/0,,12040_7084423,00.html 

  19. Ég held að Newcastle verður ofar en menn eru að spá.  Þeir voru að fá Demba Ba sem er frábær framherji, þeir eiga Ben Arfa alveg inni frá síðasta tímabili og Cabaye sem þeir keyptu í sumar.

    Þeir eru t.d. ennþá með Tioté sem var frábær mestallt síðasta tímabil, Coloccini sem er fínasti miðvörður o.s.frv.
    Þeir hafa misst nokkra stóra pósta úr liðinu en þeir ættu að eiga pening til að versla sér í lok mánaðarins og í janúar.  Pardew getur alveg náð árangri þó hann sé eðalfífl.  Sáum þá t.d. koma til baka eftir að hafa lent 4-0 undir á móti Arsenal á síðustu leiktíð.

  20. Heyri oft talað um þessa dræmu stemmningu hjá Wigan. Ég fór á Wigan – Bolton fyrir nokkrum árum þar sem stemmningin var svakaleg.

    Og já, ég hef farið á Anfield og fleiri velli.

    Spái þeim uppi…  ooog Everton niðri, þá er þetta fín spá 🙂 

  21. Þráðrán þráðrán !
    Jose Enrique á víst að vera búinn að semja um kaup og kjör við félagið.  Verður að öllum líkindum kynntur á morgun eða föstudag.
    Verð að segja að þetta eru góðar fréttir, hann var virkilega solid á síðasta tímabili og er klárlega einn af betri vinstri bakvörðum deildarinnar.

  22. Rökrétt spá. Nokkur atriði sem ég vil nefna í því samhengi. Mick McCarthy. Ég fíla hann í botn. Sennilega því að hann var þjóðhetja á Írlandi þegar ég bjó þar. Og er með skakkasta nef í heimi. Warnock. Fíla hann líka. Menn verða að fá að bögga Liverpool án þess að vera hataðir fyrir lífstíð vegna þessa. Gaurinn er með strigakjaft og svoleiðis menn krydda þetta bara. 

    Varðandi spána, þá er nánast regla að tvö af þremur nýliðum fara beint niður aftur. Ég held að það sé rökrétt að ætla QPR að halda sér uppi. Eitthvað lið kemur á óvart fyrir góða frammistöðu og annað lið kemur á óvart fyrir slaka frammistöðu og ég ætla að giska á að það verði Aston Villa. Það er stutt í botnbaráttuna og þeir geta hæglega sogast niður í hana ef þeir byrja illa. En ég er sammála ykkur með Wigan, þeir falla. Blackburn hafa þá eiginleika eigendanna að geta styrkt sig verulega ef þeir eru í vondum málum í janúar. Þeir eru reyndar með einhverja steik sem stjóra og hann verður rekinn fljótlega. WBA verða nokkuð vel þarna fyrir ofan.

    Botnabaráttan verður sumsé milli fimm liða: Swansea, Norwich, Wigan, Wolves og QPR. Jafnvel Aston Villa og Blackburn. Aðrir verða að dóla sér þetta að komast upp í efri helminginn. 

  23. Menn eru voðalega mikið að tala um á TWITTER að  enrique dæmið sé frágengið bæði blaðamenn og bloggarar
     
    lets hope so

  24. það eina sem gæti toppað þessa frétt. Er ef við hefðum getað gefið þeim poulsen á móti.

  25. vonandi að við séum að klára Enrique… Helst að fá miðvörð líka….

  26. BREAKING
    NEWS: Six shots fired in London, all missed.
    Police are looking to
    question Fernando Torres!

  27. http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_7092768,00.html

    Acamaðurinn segist vera glaður hjá Kenny og vill ekkert frekar fara til Italiu. Vonandi verður hann í það minnsta fram í janúar af því að við þurfum hann á meðan Gerrard er frá. Ég hef aldrei verið spenntur fyrir botnbaráttunni af þeirri einföldu ástæðu að ég held með Liverpool og ætla því ekki að spá um hvaða lið falla. Liverpool virðist mér vera orðið feikilega sterkt lið á pappírnum og verða sennilega sókndjarfasta liðið í vetur og ef það er satt að Enrique komi í dag eða á morgun þá er vörnin orðin nokkuð þétt,svo hvers vegna ættum við ekki að geta unnið þessa dollu?

  28. Þá er þetta komið á skysport að Jose Enrique er á leiðinni á Anfield í læknisskoðun og ætti að verða orðinn Liverpool maður fyrir helgi.
    http://www.skysports.com/story/0,,11669_7093105,00.html

    Þetta er frábær bakvörður og þar með er sá hausverkur frá og núna þarf bara miðvörð og kannski backup sóknarmann.

  29. Ég efast um að það komi miðvörður fyrr en búið er að selja/losa sig við a.m.k. 1 og líklega 2-3 menn.
    Þeir miðverðir sem liðið er orðað við kosta allir það mikið. 

  30. Eru forsvarsmenn Liverpool ekki bara á góðri leið að ná í þá leikmenn sem þeir ætluðu sér? Kannski vantar eitt stykki miðvörð og þá er þetta komið. Auðvitað þarf að losa sig við nokkra leikmenn en það er erfitt ef þeir vilja ekki fara (laun og þess háttar spilar inn í). Þeir kannski átta sig á stöðu sinni þegar þeir eru búnir að spila 1-2 mánuði með varaliðinu (ef þeir komast þá í það).

  31. Enrique  víst kominn til hinnar fögru Liverpool borgar í læknisskoðun á Melwood. 

  32. Svo er bara að landa Gonzalo Higuaín og þá er þetta hið besta mál 🙂

  33. Eitthvað verið að orða Ngog við Bolton, talið að þeir muni borga í kringum 4 millur fyrir hann. Gott mál þeas. ef við fáum framherja í staðinn fyrir hann. Komum þá nánast út á sléttu með hann og Enrique.

    Einnig segja miðlar að Liverpool hafi dregið sig úr viðræðum um kaup á Scot Dann frá Birmingham vegna verðmiðans. Arsenal taldir líklegir eins og stendur. 

    Hef áhyggjur af miðvarðastöðunni. Agger/Kelly ótraustir vegna meiðslasögu, Skrtel meiddur núna, Ayala á leið út og Danný Wilson virðist ekki njóta trausts og líklega sendur út á lán ef einhver lið hafa áhuga. Hefði viljað sjá Dann koma þarna inn en sjáum hvað setur. 

Kop.is Podcast #4

Liverpool að kaupa Enrique – Staðfest!