Jæja, þá er komið að því! Fyrsti leikur tímabilsins og ég er um það bil að missa mig af spenningi.
Sunderland mæta á Anfield og Dalglish stillir þessu svona upp:
Reina
Flanagan – Carra – Agger – Enrique
Lucas- Adam
Henderson – Suarez – Downing
Carroll
Á bekknum: Doni, Meireles, Kuyt, Spearing, Ngog, Kelly, Robinson
Semsagt Suarez mættur og Henderson spilar gegn sínum gömlu félögum. Aquilani og Cole ekki í hóp. Kuyt og Mereiles á bekknun.
Ég spáði í podcastinu 2-0 sigri okkar manna og ég stend við það.
Koma svo!
Skrítin uppstilling?
Ekki lengur
Öflugt byrjunarlið. Margt sem kemur þó á óvart: Flanno valinn fram yfir Kelly í hægri bakvörðinn og Kuyt að fá þau skilaboð að hann sé ekki lengur öruggur með byrjunarliðssæti. Þetta verður athyglisvert en við erum þá líka með STERKAN BEKK, í fyrsta sinn í langan tíma.
Hlakka mikið til. Koma svo!!!
Ég sé ekki listann yfir bekkinn…???
Jú þarna er hann kominn…var ég blindur eða hvað?
Mér lýst svakalega vel á þetta – spennandi lið sem Kenny stillir upp. 6 leikmenn að byrja leikmenn sem voru ekki leikmenn LFC um áramótin :)KOMA SVO!!!!!!
Flanagan að meikaða
Kemur nokkuð á óvart með Enrique og Flanagan, var viss um að sjá Kelly og Aurelio. Hins vegar erum við að sjá órjúfanlegt miðjupar í fyrsta skipti með Lucas og Adams. Liverpool liðið á eftir að byggjast í kringum þessa tvo baráttuhunda næstu árin. Adams með löngu sendingarnar og set pieces en Lucas verður akkerið. Getur ekki klikkað!
Eins oft og ég hefur brennt mig á því að vera of bjartsýnn þegar Liverpool á í hlut þá hef ég ákveðið að gefa skít í það, læra ekki af mistökunum og vera GEÐVEIKT bjartsýnn í dag.
haha varð ringlaður þegar ég las 6.
Hörku byrjunarlið sem á eflaust eftir að gera góða hluti. Þá er loksins spennandi og öflugur bekkur þar sem hægt er að skipta inn hörkuleikmönnum sem geta breytt leikjum.
jög sáttur með þetta og Suarez er á við 2 menn þannig að við erum 12 jess og maður hafði alltaf grun um að Enrique yrði inná. KOMA SVO 4-0. 😉
MJÖG á þetta að vera en koma svooooooooo. 🙂
Tvennt kemur mér verulega á óvart.
Flanagan valinn umfram Kelly þýðir að KD horfir meira á sóknarleik bakvarðanna held ég og Henderson framyfir Kuyt hlýtur bara að vera stórfrétt, greinilegt að strákurinn er að hrífa okkar menn á æfingavellinum.
Glaður að sjá að ég hafði rétt fyrir mér með Suarez og enn glaðari að sjá að Twitter-umræðan um Spearing í stað Lucasar var ekki rétt.
Kyrgiakos, Aquilani, Poulsen og Cole sjá strax að þeim er ekki ætlað hlutverk, ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort þeir ætla að verða leikmenn utan við 18 manna hóp á Anfield eða leita annað til að fá að spila.
Stend við mína spá með 2-0…
afhverju er ekki Aquilani í hóp. Skil þetta ekki ég var vonast til að sjá hann í dag.
Góður punktur sem Eggert Herbertsson (#6) kemur inná. Sex keyptir leikmenn plús Flanagan sem spilaði ekkert undir stjórn Benítez/Hodgson = þetta er lið King Kenny núna. Bara Reina, Agger, Carra og Lucas sem voru að spila áður en Kenny tók við í janúar. Það er mögnuð tilhugsun. Það er búið að bylta þessu liði.
Plís ekki skrifa Adam með s-i.
Annars lítur þetta bara nokkuð spennandi út og mjög athyglisvert að Cole og Aqua séu ekki í hóp. Voru báðir að standa sig vel á undibúningstímabilinu.
spáði hárrétu liði nema það að ég hélt að kelly myndi verða í hægribakverðinum ekki flanagan
3-1
Veit e-r hvort leikurinn verði endursýndur á einhverri stöð2sport rásunum seinna í kvöld ?
Er að vinna og verð að horfa á leikinn seinna í kvöld ef það er séns !
Flott byrjunarlið, kemur reyndar á óvart að nota ekki Kelly í vörnina en Flanagan er góður leikmaður, annað sem kemur svolítið á óvart er að hann setur Enrique beint í byrjunarliðiðogKuyt byrjar ekki inna á en að öðru leit líst mé vel á þetta
Spái 3-0 sigri 🙂
Gæti verið þriggja manna miðja og Kuyt dettur út á kostnað Downing, ekki Henderson. Downing og Suarez á köntunum fyrir aftan Carroll.
Smá off topic verður Þór-KR í opinni dagskrá á stöð2sport?
Til hamingju með daginn allir. Þetta verður okkar season
Áfram Liverpool
Einhver með link?
Einhver með góðan link á leikinn?
Hólí sjitt. Þvílík byrjun. Richardson brýtur á Suarez, gefur víti og er klárlega síðasti maður en Phil Dowd er aumingi og rekur hann ekki útaf … og Suarez blastar vítinu út á bílastæði.
Ætlar allur veturinn að vera svona dramatískur?
Bölvað klúður….en af hverju var þetta ekki rautt spjald? Er eitthvað búið að breyta reglunum í sumar?
Víti og Kuyt á bekknum – týpískt!!!
Gulldrengurinn fljótur að bæta upp fyrir þetta:=)
Djöfull lítur þetta vel út.
Áfram Liverpool
SUAREZ!!! Eftir aukaspyrnu frá Charlie Adam. Og þeir eru báðir í fantasy-liðinu mínu. SÁTTUR! 🙂
http://120811a.blogspot.com/2011/08/feed-1.html
linkur i finum gæðum.
enginn með link? veetle ekki að virka!
Týpískt að ég hafi gleymt að setja Suarez aftur inn á liðið mitt í Fantasy leiknum í morgun… en ég er glaður hvort heldur sem er. Áfram Suarez Áfram Liverpool!!!
Suarez bara með fyrsta mark ársins í ensku deildinni, vonandi lofar það bara góðu!
Kobbi; http://www.azsportz.eu/p/ch1.html here you go
strákar…aldrei rautt spjald…
Liðið er svo miklu betur spilandi án Kuyt.
Einhvern góðann link á leikinn live??
http://www.veetle.com/index.php/channel/view#4e441097264d0
Hrikalega er Enrique hraustur maður
1-0 í hálfleik. Ótrúlega viðburðaríkar 45 mínútur: Kieran Richardson slapp við rauða spjaldið, Suarez blastaði vítinu yfir, skoraði nokkrum mínútum seinna, Carroll skoraði en markið dæmt af fyrir litlar sakir, Downing sólaði upp allan völlinn og smellti neglu í slána, Cattermole líklegur til að fjúka útaf í seinni hálfleik. Allt að gerast, bara.
Seinni hálfleikur verður áhugaverður. Ég stórefa að Suarez spili meira en 60 mínútur, finnst hann vanta smá snerpu og vera farinn að þreytast þrátt fyrir að hafa verið frábær í fyrri hálfleik. Kuyt inn fyrir Suarez fyrsta skipting eftir ca. klukkutíma.
Þurfum samt annað mark. Þetta Sunderland-lið getur alveg stolið stigum ef við gefum þeim færi á því.
Verulega flott frammistaða, en ættum að vera tveim mörkum yfir.
Lögreglumál að láta Suarez taka þetta víti, hann er ekki þekktur fyrir það á meðan Adam klikkar aldrei. Svo auðvitað kvittaði strákurinn fyrir það eftir fyrsta en ekki síðasta assist Adam í vetur.
Downing óheppinn með frábært skot og mér fannst lítið brot þegar Carroll skoraði.
En mjög gaman, vonandi höldum við dampinum til loka!
http://www.firstrowsports.net er alltaf með góð gæði á leikjum
eru fleiri að lenda í því að komast ekki inn á fantasí premier síðuna?
Hef ekki komist inn í sirka 2 daga eða svo.
Ég missti af vítinu þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta var, en þið vitið alveg að það er ekkert samasem merki á milli þess að vera síðasti maður og fá beint rautt. Vita menn ekki að þú færð beint rautt ef þú rænir sóknarmann augljósumarktækifæri, ekki fyrir að vera aftasti varnarmaður eins og svo margir virðast halda. En ég segji aftur, ég veit ekki hvernig þetta atvik var þannig að ég ætla ekki að tjá mig um það, vildi bara impra á þessu því menn virðast oft ekki vera með þetta á hreinu.
Checkið á markinu hjá G.Cahill…allt í lagi fyrir miðvörð. Skv. slúðrinu eigum við að hafa sent inn tilboð. Ætli hann hafi ekki hækkað eitthvað í verði eftir daginn?
Gunnar Á Baldvinsson – Dowd virtist sleppa Richardson af því að Suarez var á leið framhjá Mignolet í markinu en þar af leiðandi stefndi hann framhjá stönginni með boltann. Þ.e., ekki á leið að markinu (en hann var að sóla markvörðinn þannig að það ætti ekki að skipta máli). Hann var hins vegar klárlega að ræna hann marktækifæri – Suarez var að sóla markvörðinn þegar brotið var á honum, for crying out loud.
Þetta átti að vera rautt. Dowd þorði því bara ekki á upphafsmínútum fyrsta leiks í deildinni.
Þrusu góður fyrri hálfleikur, gaman að sjá liðið svona vel spilandi, halda boltanum vel innan liðsins og menn greinilega tilbúnir í tímabilið. Suarez og Downing í aðalhlutverki að mínu mati hingað til (að öðrum ólöstuðum) og óheppni að vera ekki komnir með 3-4 mörk (þrumuskot frá Downing, þrumuskot frá Adam, víti hjá Suarez). Gaman til þess að hugsa að við eigum inni Gerrard, Aquilani, Meireles ofl. Þetta verður skemmtilegt tímabil 😉
YNWA
Kristján Atli
Má vera rétt hjá þér, en ég vildi bara benda mönnum á þetta því menn eru oft með þennan misskylning að aftasti maður jafngildi rauðu spjaldi….veit ekki alveg hvaðan það er komið.
Sammála því að liðið spili betur á Kuyt, fer of mikill tími í að bíða eftir honum þegar hann er á kantinum. Svo virkar Flanagan líka frekar ragur og óákveðin í bakverðinum, verður flott keyrsla á köntunum þegar Johnson kemur aftur í liðið. Annars bar allt gott um þetta að segja. Erfitt að segja til um hver fari út af fyrir Gerard þegar að því kemur.
Týpískt fyrir lið S.Bruce á Anfield…..óþolandi
Djö!!!!!!….það er ekki hægt að neita því að þetta var svaka afgreiðsla hjá Larson :/
RAGE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta mark skráist að stóru leyti á kjúklinginn í bakverðinum….skelfileg mistök hjá honum í dekkningunni. Missir boltann yfir sig og gleymir sínum manni algjörlega á fjær.
Þarna sofnar vörnin alveg á vinstri væng. Þrir á móti tveimur, og allir þrír fara í sama manninn!!! Svo kemur krossinn, og mark.
Jordan Henderson út og Kuyt inn, jákvætt. Þessi Henderson getur nákvæmlega ekki neitt
Það er margt hægt að segja um Kuyt honum til lastar, en djöfull er maðurinn vel köttaður 😛
Downing hefur alveg týnst eftir að hann og kuyt skiptu um kanta.
Kenny verður að fara að breyta einhverju, þetta er ekki að virka
Hvernig væri nú að láta boltann ganga milli manna?
Meireles kominn til að bjarga deginum.
Ég hef áhyggjur af þessu ef þetta er það sem koma skal.
Hvað er liverpool búnir að brjóta oft á sér?
Alltof oft!
Erum við í alvöru í basli með sundarland á okkar eigin heimavelli… þetta lítur alls ekki vel út
Ohh…og ég sem hélt að þetta yrði auðveldur sigur og gleðidagur…svo situr maður hér með hnút í maganum og spyr sig hvað gerðist?
Hvernig væri nú að fara láta boltan fkn ganga manna á milli en ekki þetta helvítis kick and run alltaf hreint og vona það besta? Þessi síðari hálfleikur er eitt það lélegasta sem ég hef séð i langan tima og minnir bara margt á spilamennsku liðsins á siðasta timabili, gjörsamlega óþolandi. Og þessi kaup í Henderson eru bara djók? Þessi maður hefur að minu mati lítið uppá að bjóða, hægur, lélegar sendingar og brýtur oft á tíðum klaufalega af sér.
ER þetta Sverrir Bergman í vinstri bakverðinu hjá liverpool. Allavena alveg eins og hann
Arnór, eigum við ekki að róa okkur aðeins í drullunni á Henderson? 21 árs gamall og valinn besti maður Sunderland á síðasta tímabili, neinei.. við skulum bara jarða hann í fyrsta leiknum sem skiptir einhverju máli hjá nýju félagi
Þvílíkur munur á fyrri og seinni hálfleik. Það er eins og að það hafi komið inná allt annað lið í hálfleik.
Meireles á vinstri og Downing á hægri. EKKKERT að gerast á köntunum.
Eru þetta ekki örugglega scummarar sem eru hérna að tuða?
HFF
ansi slæmt hrun á liðinu í seinni hálfleik, öll einbeiting og sköpun horfin. Ekki sáttur við þetta.
hættu menn bara í seinni hálfleik??. Frekar dapurt.
Það er glæpur að hafa þennan Flanagan inná! Eins og að horfa á bílslys í slow motion. Mér er alveg sama hvað hann er gamall, hann er ekki Liv class,
Ég lýt á þetta svona:
Fyrsti leikur tímabilsins, leikmenn þurfa að læra á hvern annan, einn að spila sem hefur mætt á eina æfingu.
Kom niður á liðinu að klára ekki Sunderland í fyrrihálfleik, menn læra af þessu.
Okey, það þarf ekki alltaf að krossa boltann, það er hægt að reyna spila sig í gegn eða fá boltann fyrir framan teig og skjóta.
Erum að tala um að Phil Dowdmachine fannst gula spjaldið svo eitthvað orðið rykfallið í hálfleik og ákvað að leyfa því aðeins að flagga, stoppaði leikinn alltof oft, drap niður allt miðjuspil og skyndisóknir hjá okkur.
Féll ekki með okkur i dag en mun vonandi gera það í næstu leikjum.
maður leiksins að mínu mati phil dowd.
þorði ekki að reka útaf í fyrri og átti helvíti flottan flautukonsert í þeim senni og flautaði á mörg atriði sem mátti alveg sleppa á báða bóga.
en samt Sunderland er lið sem ekkert lið getur ætlast til að fá öll 3 stigin frá áreynslulaust.
markið sem við fengum á okkur verður að skrifast á reynsluleysi Flanagan.
þið sem eruð að drulla yfir leikmenn okkar ástkæra liðs komið fram undir fullu nafni og með mynd ef þið þorið annars er ekkert tekið mark á ykkur.
Mikið hefur aumingja drengurinn hann Flanagan átt daprann leik, það hefur nánast ekkert gengið upp hjá honum og flestar ákvörðunartökur slæmar. En hann er efnilegur og á vonandi eftir að stórbæta sinn leik. Annars voru þessi úrslit svekkjandi, fyrri hálfleikur lofaði mjög góðu en svo gerðist eitthvað í þeim seinni og liðið datt niður í algjöra meðalmennsku. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal í vetur.
@76 Æfingaleikir eiga einmitt að vera til þess að fá liðið til að spila sig saman svo það mæti tilbúið inn í mót. Og hvað með það þó að Enrique hafi aðeins mætt á eina æfingu, hann átti mjög góðan leik og steig ekki feilspor.
Það sem klikkaði var einfaldlega það að menn eru ekki búnir að skrúfa hausinn rétt á. Að halda að það dugi að setja eitt mark á mótherjann og hætta svo bara. Þetta er það sem við höfum horft á síðustu 10 árin. Það vantar þetta killer instinct sem bestu liðin hafa – setja annað mark og jafnvel þriðja og klára þessa leiki.
Og má ég minna á, við erum akkúrat að sjá það sama og síðustu leiktíðir. Tapa stigum gegn minni spámönnum á heimavöllum.
En það var þó ýmislegt jákvætt þarna og það þarf að vinna úr því. En ég get ekki sagt að ég sé ánægður.
Fín úrslit miðað við slakan seinni hálfleik.
Menn komnir niður á jörðina eftir spenninginn fyrir fyrsta leik.
Tökum bara fallbyssurnar í næsta leik og erum þá á pari.
Þrennt gagnrýnisvert, (fyrir utan flautuleikarann) Flannó á þekju, Meireles hefði getað sleppt því að koma inná og kýlingarnar eftir jöfnunarmarkið gjörsamlega vonlausar. Vonandi fær Aquilani að vera í hópnum næst á kostnað Meireles.
En þetta slípast allt saman.
Krass… klass… kriss… búmm…. Liverpool áhangendur að brotlenda!! Kunnuglegt þema! En góðan og blessaðan daginn… ég ætla ekki að örvænta fyrr en eftir 10 leiki!! Tíu leikir og þá tek ég stöðuna en það er alveg á kristaltæru að ég afber ekki enn eina leiktíðina þar sem við byrjum með allt niður um okkur!! Ef það verður raunin þá þarf ég í það minnsta á hjálp að halda! Ætli það sé til meðferð fyrir fótboltafíkla… hmmm… kannski eitthvað til að skoða!! 🙂 Nei… djók.
Koma svo Liverpool… geðheilsa svo margra er í húfi!
YNWA
Erum í fjórða sæti strákar. Arsenal gerði jafntefli. Chelsea gerði jafntefli. Það eru þrjú lið búinn að vinna leik. Þrjú tapa, restin jafntefli og tvo ekki búinn að spila. Eru menn ekki bara slakir eða? enginn heimsendir að gera jafntefli.
Hamar í Hveragerði tapaði fyrsta leik í 2. deildinni nú í sumar. Núna er liðið í 2. sæti og á leiðinni upp.
Verðum aðeins að slaka á.
Það er bara fínt að vinna ekki fyrsta leik. Þá eru menn ekki að ofmetnast neitt. Finnst bara frekar asnalegt af mönnum að láta svona. Hengja Flanagan og alla aðra menn.
SLÖKUM BARA Á