Það er lítið að frétta, sem eru góðar fréttir í sjálfu sér. Það þýðir að menn eru uppteknir á æfingasvæðinu að gera sig klára fyrir Arsenal-leikinn um næstu helgi.
Talandi um Arsenal, þá hef ég horft á fyrstu tvo leiki þeirra á tímabilinu. Þeir hafa haldið hreinu í þeim báðum, sem er algjört kraftaverk, þrátt fyrir að vera með handónýta miðju og mjög brothætta vörn. Okkar menn munu vonandi láta reyna betur á þá en Newcastle og Udinese náðu að gera, og lykillinn að því gætu verið föst leikatriði.
Hjalti Björn benti á þessa snilld í ummælum við síðustu færslu. Þetta er Raúl Meireles að skapa usla í tveimur aukaspyrnum á síðustu leiktíð:
http://www.youtube.com/watch?v=hebCTHguPsk
Þetta er engin tilviljun. Gerrard og Suarez vita að hann muni gera þetta og búast við því að hann opni glufurnar sem boltinn fer í gegnum. Svona getur undirbúningsvinnan á æfingasvæðinu verið mikilvæg. Sjáið bara fyrsta leikinn um síðustu helgi – Adam gefur aukaspyrnu fyrir, Suarez tekur hlaupið á nærstöng, Carroll og Agger taka hlaupið inn á markteiginn og Adam velur sér besta takmarkið. Boltinn fer á nærstöngina og Suarez er einn og skorar. Þetta eru ekki tilviljanir, Adam vissi nákvæmlega hvar Suarez yrði og Suarez vissi nákvæmlega hvert boltinn kæmi.
Þessir hlutir virðast vera að eflast hjá okkur, ekki síst eftir að Dalglish tók við liðinu. Vonandi skila föst leikatriði einhverjum tilefnum til að gleðjast um næstu helgi.
Er eitthvað annað í fréttum?
Ég horfði á Liverpool – Sunderland í gær í 2 skiptið, og tók eftir því að menn eru of langt frá leikmönnunum og of lengi að pressa strax á manninn sem er með boltann, sem gerir það að verkum að andstæðingurinn fær alltof mikinn tíma á boltann og meiri tíma til að hugsa. Ef Liverpool ætlar að vinna Arsenal, þá mega þeir ekki gefa Arsenal tíma á boltanum. Ég er ennþá hræddari við Arsenal þegar þeim vantar sína bestu menn þar sem þeir munu koma skipulagðari og grimmari til leiks. Hver man ekki eftir því þegar varaliðið þeirra slátraði okkur um árið?
Flott stafsetningarvilla á búningnum hjá Kyrgiakos í seinna markinu
Get ekki hætt að horfa á þetta video, meiri helvítis snilldin hann Meireles. Vil ekki sjá hann seldann í sumar, punktur! Maðurinn var mjög bjartur punktur á annars dimmum vetri í fyrra og fyrir það ber okkur að þakka honum fyrir með betri samningi eða hvað það er sem vandamálið er.
Song, Fabregas, Rosicky, Gibbs, Wilshire, Nasri, Diaby og gervinho.
Rosalega sterkur hópur sem að er frá!! En maður veit ekki enn með Nasri, kanski verður hann áfram, þrátt fyrir að útlitið sé ekki bjart þessa stundina fyrir nallara.
Ef að við ætlum einhvertímann að vinna á þessum velli þá er það núna! Get ekki munað eftir Liverpool sigri á Emirates Stadium. verðum að vinna núna, sérstaklega fyrir fantasy liðið mitt! er að tippa á liverpool menn þar 😉
Þetta myndband er alger snild og þetta er eitthvað svo einfalt! Ýta í manninn og fara svo frá, sjálfkrafa ýtir andstæðingurinn á móti og þar með kemur glufa fyrir boltan! Gargandi snild!
Vona innilega að Meireles verði ekki seldur, hann á skilið að vera áfram hjá liðinu sem og Aquilani.
Mig hlakkar til leiksins gegn Wenger og hans mönnum, býst við hörku leik sem endar með sigri okkar manna, 1-3 með mörkum frá Suarez x2 og Carroll! Hef trú á þessu sjáiði til!
YNWA – King Kenny we trust!
Jaa þetta er í fréttum : https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25196893&advtype=7&page=1&advertiseType=1 !
Endilega deilið, lenti í vandræðum þökk sé prodirectsoccer.com , getið eytt þessu ef þið viljið vantar bara meiri auglýsingu fyrir þeim.
Mjög skemmtilega gert hjá Portúgalanum knáa.
Þetta með Gary Cahill alveg dautt?
Ég ætla rétt að vona að Gary Cahill málið sé ekki dautt, því að við náum ekki 4. sætinu með Carra sem byrjunarmann í miðverðinum, við verðum að fá betri mann !!
Carra er hægur, hefur enga tækni svo er hann bara “heimskur á velli” alltaf að taka rangar ákvarðanir, og svo vorkennir maður oft meðspilurum hans þegar hann er gargandi og öskrandi og gerir svo sjálfur tóma vitleysu. Leiðtogar í vörninni verða að geta einhvað svo að menn taka því vel þegar gargað er á þá.
Ef við fáum topp miðvörð verðum við jafnvel í baráttu um 1. sætið ef ekki verðum við í baráttu við Arsenal og Tottenham um 4. sætið.
Það var reyndar ég sem benti á þetta, annar af þessum sextán Hjöltum þessarar síðu.
Ég held að þú sért að missa málfrelsi hérna AndriFreyr…
Að þessum föstu leikatriðum, þá er ljóst að um 50% marka í fótbolta koma eftir föst leikatriði og menn liggja auðvitað gríðarlega mikið yfir þessu, hvaða nýbreytni er hægt að brydda upp á leik eftir leik. Ég held að Charlie Adam sé að hluta til keyptur með þetta í huga. Það sást í seinni hálfleik gegn Sunderland að hann er enn ekki 90 mínútna maður en það getur hæglega komið mark í leik eftir auka- og hornspyrnur frá honum. Carroll er líklega hinn endinn á þeirri jöfnu þegar aukaspyrnurnar eru lengra úti á velli.
AndriFreyr að kalla Carra heimskan er móðgun fyrir klúbbin.
Er þetta Neil Mellor á LFC TV að hita upp fyrir leikinn ?
Til hamingju með afmælið Thierry Henry, frá Írum.
http://www.101greatgoals.com/picture-of-the-day-the-irish-wish-thierry-henry-a-happy-birthday/102717/
Það má vel vera að Carra sé eitthvað byrjaður að eldast en að kalla hann heimskan er fyrir neðan allar hellur. Þessi maður er Legend og á skilið þá virðingu. Vill ekki lesa svona Ömurleg comment eins og #9 og að þetta komi frá Poolara finnst mér fáranlegt 🙁
Ég held að málið með Carra, og aðra menn sem eru enn að spila á þessum aldri, sé að þegar það fer að hægjast á mönnum þá leiti þeir ósjálfrátt í auðveldu leiðina. Það er til dæmis mun auðveldara fyrir Carra að sprengja boltanum fram heldur en að eyða dýrmætum sekúndum í líta upp og leita af gáfulegasta sendingamöguleikanum þar sem menn eru fljótir að setja pressu á boltamanninn í ensku deildinni. Ég tala nú ekki um ef hann færi að bera boltann upp eins og Agger á til með að gera, ef Carra er settur undir pressu í svona hlaupi, missir boltann og þarf að elta sóknarmanninn þá vitum við öll að hann er aldrei að fara ná honum og þetta endar á marktækifæri hjá mótherjanum eða gulu/rauðu spjaldi á 24 Carragold.
Ég held að Carra sé alveg maður í eitt tímabil í viðbót sem fyrsti valkostur, en hann fer að komast á endingartíma karlinn.
Hjalti Björn, ég biðst afsökunar. Veit ekki af hverju ég skrifaði Hjalti Þór, það var að sjálfsögðu kolrangt. 🙂
Er að horfa á unglingaliðið í nýju evrópukeppninni. Það er svekkjandi að þeir séu undir í hálfleik því mér finnst þeir vera sterkari aðilinn í leiknum,meira með boltann.
http://www.norwaysport.co.uk/Norgeidrett3/
Linkur fyrir þá sem ekki eru með LFCTV og vilja sjá leikinn. Lítur út fyrir að strákarnir verði 0-2 undir í hálfleik!
Hvernig er það farið að líta út þegar maður er farinn að horfa á unglingaliðið live og lesa Liverpool the complete record á meðan 🙂
Fylgjast með framtíðinni og rifja upp fortíðina 🙂
Jahá… okkar menn í stanslausri sókn í seinni hálfleik en ná ekki að klára færin en svo kemur einhver varamaður hjá Sporting og setur bara mark tímabilsins á Anfield strax í öðrum leik! Fáránlegt mark!
Sælir félagar
Það hendir oft unga menn að blaðra skelfileg, bulla óskaplega og afhjúpa skammsýni sína og afar takmarkaða þekkingu oft á tíðum. Þeir vaða um í villu og svíma, fullyrðingasamir og ausa út fljótfærnislegum ályktunum og verða sér þar með til skammar.
En . . . Æskan á rétt á mistökum. Hennar er að þroskast og læra. Það tekur tíma – mislangan auðvitað en sem betur fer kemur það oftast með hækkandi aldri. Því skal AndraFrey #9 fyrirgefið bullið og þvættingurinn í þetta skiptið og hann ekki akammaður – af minni hálfu amk.
Það er nú þannig.
YNWA
Sá einhversstaðar að það væri verið orða okkur við Lizandro Lopez hjá Lyon, held að hann væri´fínn 3ji striker,væri samt frekar til í Omdevingji( stafs)
stats hja Lopez:
Lyon
62leikir
(34mörk)
vel gert hjá Meireles!! en ég vil ekki sjá hann fara frá Liverpool!!
Y.N.W.A
Ein spurning.. Þá aðalega til Ssteina, nema auðvitað ef einhver annar veit þetta.
Hvenar fáum við Smart Kortið frá Offical Klúbbnum? Og allt sem því fylgir þar sem maður var nú að borga þennan pening. 🙂 Hélt að þetta myndi koma fyrir tímabilið, hvernig getur maður keypt miða á völlinn ef maður er ekki einu sinni búinn að fá eina kortið sem getur reddað því 🙂
#25 lestu þetta http://www.liverpool.is/News/Item/14618
Takk kærlega fyrir þetta Lóki! Var ekki búinn að sjá þessa frétt 🙂
Jæjja þá býður maður bara spenntur eftir að fá að heyra meira, ekkert við því að gera.
Svo lengi sem þetta verður komið í lag eftir áramót þá er ég sáttur! Langar samt að fara að versla mér með afslætti á offical síðunni en jæjja þá það 🙂
Er ég einn um að finnast það dapurt að menn séu að pósta linkum á leiki sem eru sýndir á LFCTV?
Væri ekki nær að styðja klúbbinn í verkum og kaupa sér áskrift af stöðinni. Ágóðinn fer jú til klúbbsins.
“Daily Fail” greina frá í dag að King Kenny sé nálægt því að landa Cahill, Ngog á leið í hina áttina, engar nýjar fréttir kannski en hvað segja Twitter menn um þetta í dag?
@ Fowler 9 (#23)
Lisandro Lopez hjá Olympique Lyon (köllum hann LLOL) er ansi ólíklegur sem bakköpp stræker. Er svona nettur og fljótur vængframherji, “líklega líkt og Luis” (LLOL) Suarez. Keyptur frá Portó fyrir 24 millur evra og er 28 ára. Væri ekki ódýr enda Lyon ekki á vonarvöl og miðað við aldur passar sú fjárfesting engan veginn inn í módel FSG. Og af hverju ætti hann að vilja sitja á bekknum hjá okkur í staðinn fyrir að spila í CL?? Var linkaður við okkur í fyrra stuttu eftir að Commolli var ráðinn (líklega útaf frönsku tengingunni) og áður en Suarez og Carroll voru keyptir. Þessi frétt er “líklega lygi og lortur” (LLOL).
En Eggnogg er á útleið og vonandi nýtast viðskiptatengslin við Bolton til að kaupa Cahill frá þeim á móti.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/08/18/liverpool-fc-striker-david-ngog-closing-in-on-bolton-wanderers-switch-100252-29256629/
Það væri draumur í dós að fá Cahill til Liverpool, eins held ég að N’gog gæti nýst liði eins og Bolton ágætlega.
Let’s make it happen 🙂
@Lydurv – Er eitthvað daprara að setja inn link á þessa síðu frá einni sjónvarpsstöð frekar en annarri? Eftir því sem ég veit best eru allar sjónvarpsstöðvar sem sýna úr ensku deildinni að borga eitthvað fyrir það. Sýningartekjur sem fara til deildarinnar og hlutur rennur til liðanna í deildinni sem sýnt er frá!
Ertu sem sagt að segja að það sé verra að svindla á sýningartekjum liða á einn hátt frekar en annann?
Cahill til Liverpool, N’gog og Carra til Bolton + peningur.
Það væri draumur.
33 andrifreyr.
Carragher mun aldrei fara frá liverpool og liverpool geta ekki seld eitt mesta varnarlegend sem þeir hafa átt þetta er aldrei að fara að gerast þetta er með því heimskulegasta sem ég hef lesið!!!!
P.S.djöfull er maður spenntur fyrir helginni
YNWA
Það er athyglisverð staða komin upp ef við fáum Cahill, sem ég vona innilega. Þá erum við í þeirri stöðu að setja annað hvort Agger eða Skrtel á bekkinn. Carra er leiðtogi varnarinnar og er því sjálfkrafa valinn og ég geri ráð fyrir að hann eigi 1-2 ár eftir. Vonandi 2 ár. Cahill er ekki að koma til að setjast á tréverkið, svo mikið er víst. Þetta verður reyndar ekki vandamál nema þegar Agger er meiddur sem er alltof oft en verður vonandi verður það ekki þannig í vetur.
Ok, með því að hvíla Carra og Cahill einstaka sinnum þá fengi Agger einhvern spilatíma en ekki eins mikinn og hann væntanlega vill og á skilið. Og hvað þá með Skrtel? Spilar hann bara í deildarbikarnum? Sættir hann sig við það? Því segi ég, verður ekki Skrtel settur upp í Cahill ásamt N’gog? Eða verðu Skrtel seldur eitthvað annað? En allavega, að geta valið úr þessum hafsentum ef Cahill kemur er bara lúxusproblem og ekkert annað. Væri frábært!
Ps. AndriFreyr! Carra fer aldrei í takkaskóna hjá öðru liði…hann klárar ferilinn hjá Liverpool og fer svo í jakkafötin og vinnur áfram fyrir klúbbinn.
Átti auðvitað að vera! ,,Þetta verður reyndar ekki vandamál þegar Agger er meiddur sem er alltof oft en vonandi verður það ekki þannig í vetur.”
UK Transfer News
BREAKING NEWS: Liverpool & Bolton have reached an agreement over the sale of Gary Cahill – More to come.
Tekið af Facebook slúðrinu, nú er bara að krossleggja fingur og tær og vona að þetta sé rétt
Ég neita að ræða við eða lesa pósta eftir menn sem tala um LIVERPOOL LEGEND-IÐ JAMIE CARRAGHER eins og þessi #33 AndriFreyr….
…vita krakkar í dag ekki hvað virðing og hollusta í fótbolta í er, guð minn almáttugur!!!!
Mér persónulega finnst að AndriFreyr eigi ekki að skrifa hérna inná, þar sem það er ekki eitt málefnanlegt orð sem kemur frá honum!!
En haldiði ekki, ef að Cahill kemur, þá verður það Cahill og Agger sem eiga aðalstöðurnar og Skrtel sem 3 miðvörður og Carra fari kannski í bakvörð, þ.e.a.s þegar að Johnson er meiddur……ég segi bara svona.
Carra mun alltaf eiga sæti í liði Liverpool, meiri að segja eftir að hann leggur takkana á hilluna,
Þetta væri flott lið -> Reina, Johnson/Kelly – Cahill – Agger – Jose, Kuyt – Lucas – Gerrard – Downing – Suarez – Carroll ….. Bekkur -> Doni, Carra, Flanagan/Kelly, Henderson, Adam, Meireles, ? (þriðju striker).
YNWA – King Kenny we trust!
Ég get ekki séð að það þurfi að selja neinn ef Cahill eða einhver annar miðvörður kemur. Við verðum að hafa góða breidd og miðað við meiðslasögu Agger, og í raun Skertl líka, vantar okkur einn öflugan miðvörð.
Jæja þar sem ég er ekki ungur en ekki gamall heldur þá langar mig til að koma með smá innlegg inn í Carra umræðuna.
Carra var/er algjörlega frábær leikmaður og hann er leiðtogi og allt það en….hann er ekki nógu góður til að vera bara með fast byrjunarliðssæti eins og allir (30+) vilja meina. Takið í burtu ástina ykkar til hans og spyrjið sjálfa ykkur, myndi Carra komast í Byrjunarliðið hjá Chelsea, ManU, ManC (Arsenal).?? Þetta er flottur karakter en það er bara því miður ekki nóg, ef það væri nóg væri þá ekki bara hægt að fá Fowler og Rush fram og Hypiia aftur??
Plííís ekki halda að ég sé að rakka niður Carra, algjört legend og verður það alltaf, en ég vill frekar að Liverpool vinni leiki.
Sælir félagar
Ég vil byrja á að þakka Gunnari Á #38 og fleirum fyrir góð og þörf orð í garð Andra Freys. Eins og ég hefi áður minnst á verðum við að vona að hann þroskist en þegi þangað til.
Cahill er auðvitað sú viðbót sem við þurfum vegna hugsanlegra meiðsla(?) sem hrjá hafa suma miðverði okkar og ekki ástæða til að fækka í þeim hópi þó hann komi.
Tek undir með mönnum um að spenna er farin að hlaðst upp fyrir leikinn við Arsenal. Nú er lag að mínu viti til að taka 3 stig á heimavelli þeirra. Það er orðið of langt síðan það hefur gerst og þó þeir eigi haug af léttspilandi kjúklingum þá er þetta ekki nema hálft lið af byrjunarliðsmönnum sem þeir geta stillt upp um helgina. Nú er lag!!!
Það er nú þannig.
YNWA
Cahill kemur fer beint í liðið ef agger helst sæmilega heill fast sæti svo Skertl að koma til baka þessir eru allir betri en carra það þarf bara að fara að henda carra út þó væri bara ekki fyrir að hætta þessum kýlingum fram á 35 miljónirnar cahill og agger geta spilað helvítis boltanum nýtast vel í hornum og auka þetta á að snúast um getu ekki að safna leikjum það eru ekki lög að carra spili maðurinn er búin á því.
Fagna því að fá Cahill til Liverpool, hann mun styrkja hópinn.
það fer að hægjast á Carra, hann er virkilega góður leikmaður en hans tími fer senn að enda, þannig að það er ekki seinna vænna en að fá góðan mann þarna inn til að leysa hann af.
KV JMB
Ef og það er stór EF, Cahill kemur til Liverpool þá er nú allt í lagi að láta Soto fara…
var að lesa að liverpool hafi boðið 10 mills+ngog+sterling í lán
hvað segja menn um það?
Mér finnst ekkert svakalega líklegt að Sterling sé að fara á lán, hann er svo ungur enn. En ef svo færi þá yrði það sennilega bara mjög gott fyrir hann. Vonandi fáum við allavega Cahill og vonandi fer N’gog til Bolton.
Ég hef alla tíð líkt Carra við íslenska hestin, hann er ekki sá hraðskreiðasti í heiminum en hann heldur sér að verki + þá tala menn í minni sveit ekki illa um Carra hann er sennilegast með eitt það sterkasta Liverpool hjarta sem til er.
Jæja þá er N’gog á leið til Bolton og þar með erum við að missa Striker númer #3 hjá okkur. Dirk Kuyt er ekki að fara að leysa strikerinn í vetur, býst fastlega við því að hann verði fastamaður á kanntinum!
Þurfum væntanlega að kaupa okkur nýjann striker, þar sem að Daniel Pacheco og Nathan Eccleston eru næstir inn og eru enganvegin nógu góðir. Erum við að fara að sjá Liverpool gera það sama og þeir hafa verið að gera eyða 15-20m+ í nýjann leikmann í strikerinn? Það er allavega á hreinu að við erum ekki einu sinni að fara að ná evrópudeildarsæti í vetur ef að Carrol og Suarez eru eitthvað að fara að detta í meiðsli.
Hvað haldiði að gerist í þessum efnum ?
Eisi sorry en þetta er bara ekki rétt, Carra alltaf verið no nonsense varnarmaður sem bombar boltanum í random átt við fyrsta tækifæri. Hrikalega öflugur á öðrum sviðum t.d. að blokka skot og djöflast í mönnum en fleira en bara sóknartilburðirnir sem há honum núna eftir að fór að hægjast á gamla. Vil alls ekki missa hann, hann á að fá æviráðningu á Melwood en djö væri maður til í betri mann sem myndi byrja að halda honum fyrir utan fljótlega.
Ég er bara ekki að trúa þessum skíta orðum í garð Carra, og að þetta sé frá Liverpool aðdáendum! Ættuð að skammast ykkar.. Carra er eitt mesta Legend í sögu klúbbsins, meina ef Rush væri að spila og kominn á seinni ár, mynduð þið kalla hann heimskann og lélegann? Ætla rétt að vona ekki..
Ættuð að fara að skoða aðeins sögu klúbbsins og Carra, þá kannski sjáið þið hvað þetta er mikið Guð last.
Og ekki orð um það meir! 😉
Á maður að taka e-h mark á þessu nokkuð ?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2027340/Liverpool-close-agreeing-deal-Gary-Cahill.html
Þessi Carra umræða er skrýtin. Hann er ekkert með fast sæti í liðinu, spilar mun færri leiki en áður sökum meiðsla, og á í mesta lagi 2 ár eftir af alvöru fótbolta. Það er ekki eins og þetta snúist um Carra EÐA einhvern annan leikmann til liðsins. Leyfið honum bara að spila það litla sem hann á eftir, hann á það alveg inni. Það er miklu nær að tala um Skrtel eða Soto sem eru miðlungsleikmenn sem virkilega taka sæti af mögulegum kaupum í miðvarðastöðuna.
@LFCTransferSpec: SkyBet have suspended Cahill to #LFC betting
Yrdi besta signing sumarsins.
Ég er ekki aðdáandi Carra nr 1 en ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður virkilega gaman að fá hann í þjálfarateymið þegar ferlinum líkur. Ég held að Carra verði númer 3 í röðinni ef Cahill kemur. s.s. Cahill, Agger, Carra, Skrtel. Cahill kemur með svolítið sem vantar í vörnina og það að hann er góður skallamaður. Yrði loksins frábært að fá einn svoleiðis leikmann í vörnina til þess að hreinsa út þessa háu bolta sem koma inní teig, þar sem Kyrgiakos er farinn að segja sitt síðasta í þessu liði.
Af hverju haldið þið að Agger spili alltaf best þegar hann er með Carra í miðverðinum? Af hverju haldiði að Skrtel sé ágætis varnarmaður þegar hann er með Carra sér við hlið? Hvernig hefur tekist til þegar Agger og Skrtel eru saman í miðverðinum?
Carragher er leiðtogi! Hann missir ekki fókus eitt einasta augnablik í leiknum og nýtir sér útsjónarsemi frekar en hraða og tækni! Eins og varnarmaður á að gera! Af hverju er Chris Smalling fínasti hafsent þegar hann spilar með Vidic, en prumpar svo í hálsinn á sér þegar hann spilar með J.Evans? Nákvæmlega af sömu ástæðu!
Carragher er ekki bara einn hafsent, Carragher er öll vörnin!
Carrager er Keyser Söze!
Nabil El Zhar á leið til Levante – gott mál fyrir alla..
http://es.levanteud.com/noticias/levante14286.html
Að El Zhar sé á leiðinni af launaskrá er svo gott fyrir alla að það léttir pressunni af Óla Jó landsliðsþjálfara.
………. “Carragher er ekki bara einn hafsent, Carragher er öll vörnin!”
Þetta mynnir mig á þegar ég er að hlusta á einn vinnufélagan minn, vera stanslaust að tala um að kannabis og hass séu ekki hættuleg efni og það eigi að lögleiða þau (hann er hasshaus) maður bara er orðlaus… Ég er mjög harður Liverpool maður búinn að fara á marga leiki og hitta Fowler og fleirri…. en ég skil ekki hvernig er hægt að vera með svona þykk Liverpool glerauga….Carra er ekki nálægt Fowler, Daglish og Gerrard í að vera Liverpool goðsögn í mínum augum og mun aldrei vera !!!!
AndriFreyr, þú ert ekki og verður ALDREI Liverpool maður í mínum huga á meðan þú lætur svona bull útúr þér. Ég segi eins og Sigkarl, reyndu að þroskast og þegiðu á meðan!
Sumir eru mjög blindir á Carragher, hann virðist vera einn af þeim sem er yfir hafin mistök. Ef Cahill kæmi, þá myndi hann klárlega stjórna vörninni og þar að leiðandi myndi hann stjórna Agger. Agger hefur þann kost yfir Carra er að hann getur losað boltann nokkuð auðveldlega þar sem hann hefur fína bolta tækni og hraða. Það er eitthvað sem okkur hefur vantað þar sem það hefur einkennt leik Carra að bomba boltanum fram eða beint útaf.
Nú nú. Andri Freyr hefur hitt Fowler. Þá skulum við hætta að rökræða við hann.
Að öðru. Er að spá í afhverjiu það er ekki til í reglum að draga stig af liðum sem verða uppvís af hegðun líkt og Real Madrid og Barcelona og Arsenal og Newcastle. Það að dúndra einhverri sekt á þessi lið og jafnvel setja menn í bann skiptir í raun litlu. Þessi lið borga sektina án þess að blikka auga og hafa líka úr allavega 24 manna hópi að spila svo að þær refsingar sem maður sér skipta í raun litlu. Ef umtalsverð stig væru dregin af þá kæmi það miklu meira við liðin í báráttu þeirra um sæti.
Dífur og slagsmál = Óþolandi viðburðir sem eiga ekkert erindi í fótbolta.
Vissulega voru atburðirnir í leik Arsenal og Newcastle þeim sem áttu hluta að máli til skammar, en ekkert í líkingu við það sem gerðist í leik Barcelona og Real Madrid.
Marcelo, David Villa, Pinto(varamarkvörður Barca) og Mourinho eiga allir að mínu mati að fá 5-10 leikja bann, sérstaklega Mourinho. Að sjá fullorðinn mann haga sér svona er griðalega sorglegt.
Fyrir 5 dögum var SkyBet með stuðulinn á því að Gary Cahill færi til Liverpool í 1,22 en 2,25 til Tottenham og 3,33 til Arsenal. Þeir taka ekki lengur á móti veðmálum í félagaskipti hans.
Afrit af síðunni frá 13. ágúst
Carragher er goðsögn. Var aldrei nokkurn tímann besti maður liðsins á þessum 14 árum sem hann hefur leikið fyrir Liverpool, en hann hefur barist fyrir sínu, aldrei vælt, spilað hvar sem stjórinn biður hann um, alltaf staðið sig a.m.k. vel og yfirleitt betur, unnið fjölmarga titla og bara verið líkamlegt holdgervi Liverpool-andans. Maðurinn er ein mesta goðsögn leikmanna félagsins, það er bara staðreynd og allir sem reyna að neita því er vorkunn, hreinlega.
Carra var nánast ofurmannlegur á árunum 2005-2007 en fyrir og eftir þann tíma bara mjög solid og stöðugur varnarmaður sem við gátum nánast alltaf gengið að sem vísum. Menn mega hafa skoðanir á hlutunum en sú skoðun að Jamie Carragher sé ekki goðsögn og frábær þjónn fyrir félagið síðasta eina og hálfa áratuginn er einfaldlega röng.
Carra er hins vegar orðinn 33ja og hálfs árs gamall, verður 34 ára í næsta janúarmánuði. Og rétt eins og með Sami Hyypiä er sá tími einfaldlega runninn upp að hann getur ekki lengur ætlast til að vera byrjunarmaður í öllum leikjum. Han er orðinn gamall, hægari en áður og líkaminn þolir minna álag. Þar er reyndar honum í hag að liðið sé ekki í Evrópukeppni í vetur en hann mun samt alveg örugglega ekki spila alla deildarleiki og jafnvel þótt við kaupum ekki annan miðvörð í ágúst sé ég alveg fyrir mér að Skrtel og Agger verði fljótlega orðnir miðvarðapar nr. 1 saman og Carra verði smám saman meira á bekknum til vara fyrir þá.
Carra er legend, þýðir ekkert að deila um það og mér finnst skrítið hvernig er hægt að hafa verið Púllari síðasta áratuginn og elska hann ekki, en hann er kominn vel yfir hæðina og nú er á to-do lista King Kenny næstu misserin að mjaka honum hægt og rólega út úr byrjunarliðinu.
Það er nú þannig.
Nú er kominn sá tími að sjá Maxi í hópnum. Kemur inn í seinni og setur’ann.
Ég er sammála því að Carragher sé ekki afburða varnarmaður og hef áður lýst þeirri skoðun minni að við ofmátum hann og Gerrard líklega sem leiðtoga. Þeir fengu að hafa alltof mikil völd innan Liverpool síðastliðinn áratug enda ekki alvöru sigurvegarar að mínu mati. Soldið útblásin egó sem bæta ekki leikmenn í kringum sig, tæknilega heftir eða halda illa stöðum.
Það hvernig þú AndriFreyr talar hinsvegar um Carragher er fyrir neðan allar hellur og hreint óþolandi álestrar. Carra hefur svitnað blóði, fót og handabrotnað og keyrt sig og skrokkinn fullkomlega út fyrir Liverpool FC. Hann mun verða hluti af þjálfaraliðinu þegar hann hættir atvinnumennsku enda afburða taktíker og er rauður púlari alveg í gegn. Hreinlega elskar þetta félag. Hann gæti orðið eins og Obi Van-Kenobi, enn öflugri þegar hann fær að smita ungviðið af sínum svakalega eldmóði og heilbrigða hatri á hinum hrokafullu Man Utd þegar við byrjum aftur að moka inn titlum næstu áratugi.
Við þurfum virkilega á mönnum eins Carra að halda við uppbyggingu næsta Liverpool-veldis. Menn með Scouse karakter og algeran járnvilja. Þú skalt ekki dirfast að tala um hann eins og þú gerir. Hann er hetja fyrir það sem hann hefur og mun vonandi halda áfram gefa okkar frábæra félagi.
Virðast vera ansi góðar fréttir úr herbúðunum þessa dagana. El Zhar farinn, N´Gog á leið til Bolton og Degen til QPR. Það ásamt sölur á Jovanovic og Konchesky eru ágætis afköst til að losna við leikmenn sem munu lítið koma við sögu í vetur.
Þá hljóta Poulsen og Insúa að vera næstir, og jafnvel Aquilani, Maxi og Cole. Þetta gerist þó varla allt í þessum glugga.
Hins vegar gerir salan á N´Gog það að verkum að það verður ansi þunnskipað frammi. Suarez og Kuyt verða þá væntanlega þeir einu sem geta koverað fyrir Carroll.
Gangi þetta eftir þá hljóta menn að kaupa annan öflugan back-up senter auk Cahill eða Dann.