Aquilani til AC Milan (staðfest)

Liverpool hafa staðfest að Alberto Aqulani sé farinn til AC Milan að láni. Og að samningurinn innihaldi möguleika um að Milan kaupi Aquilani. Sumir miðlar vilja meina að kaupin fari í gegn ef Aquilani spilar ákveðinn fjölda leikja með AC Milan.

Ég hef sagt það í allt sumar að ég tel Liverpool vera mun sterkara með Charlie Adam og Mereiles á miðjunni í staðinn fyrir Aquilani. Ég stend við þau orð. Aquilani náði aldrei að sýna merkilega hluti með Liverpool. Hann á ábyggilega eftir að standa sig fínt hjá Milan, en vera hans hjá Liverpool gekk upp. Þrátt fyrir að hann eigi leiðinlegan umboðsmann þá tekur Comolli það sérstaklega fram að hegðun Aquilani í öllu þessu máli hafi verið til fyrirmyndar. Við þökkum honum því veruna hjá Liverpool.

41 Comments

  1. Hann átti mjög góða spretti hjá Juventus síðasta vetur en svo komu mjög slakir leikir hjá honum inná milli. Því nokkur áhætta að ætla að treysta á hann sem lykilleikmann.

    Og hann passar kannski ekki í Liverpool leikkerfið eins og Alonso gerði. 

  2. Nei sko, nýtt look og það blátt (geri ráð fyrir að það sé tímabundið)

  3. Aquilani hefði att að vera hja liverpool afram , hann er svo mikklu betri en adam og meireles

  4. eg hefði vilja sjá hann spila allavena eins einn tvo leiki. Við getum ekki notað hann en AC milan og Juventus geta það. Svo var líka mjög góður hjá juventus í fyrra. Þeir áttu bara ekki penning til að kaupa hann.  Það verður gaman að fylgjast með honum í Milan.
    Hann fékk aldrei að sanna sig hjá liverpool. hvað á hann marga leiki með liverpool?
     

  5. Comolli auðvitað bara segir okkur það sem við þurftum að vita held ég.  Aquilani vill fá tryggingu fyrir því að spila og þannig halda sæti sínu í ítalska landsliðinu.
    Það vann hann sér með að vera sjáanlegur á sínu heimasvæði.  Það var ljóst að þar vildi hann vera í vor en svo þegar leið á sumarið og hann virtist ekki ætla að finna sér lið þar þá var hann skynsamur og fór á fullu í að reyna að vinna sér sæti í okkar liði.
    Ég held að frammistaða hans gegn Valencia, sem mér fannst afar döpur varnarlega í pressunni, í raun endanlega leiða í ljós að hann yrði ekki með tryggt sæti í byrjunarliðinu okkar.  Á sama tíma kemur AC Mílanó inn í myndina og það hefur verið ljóst frá degi eitt að umbinn hans vildi fá hann þangað.
    Nú hefur það tekist og vonandi bara spilar hann þessa 25 leiki sem vekja klásúluna um að AC muni þá skyldugir til að kaupa hann.  Finnst reyndar afar sérstakt að það skuli ekki enn takast að bara selja þennan strák “hreint”.
    Hefði haldið að mörg lið í heiminum hefðu getað nýtt sér krafta hans!
    Farvel Alberto and good luck!

  6. Kommon, hann vildi vera á Ítalíu, ekki Englandi. Einfalt mál. Þarf ekkert að ræða þetta frekar, til hvers að halda óánægðum leikmanni? Hann er farinn af launaskránni, allir sáttir.

  7. Hvaða láns kjaftæði er þetta eiginlega?  Af hverju ekki neita að lána hann og gera kröfu um sölu afdráttarlaust?
    Flinkur leikmaður en sennilega ekki nægilega mikið “buff” á miðjuna með nautunum okkur þar.

  8. DJonsson, Juve keypti samt Andrea Pirlo frá Milan, en áttu ekki pening fyrir Aqua. Þeim hefur ekki þótt hann spila næganlega vel fyrir nýja þjálfarann sem tók við í sumar.

  9. Þeir fengu reyndar Pirlo frítt þar sem hann var samningslaus.
    En mér þykir það samt skrýtið að það skuli ekki vera hægt að selja hann, þetta er Ítalskur landsliðsmaður, Var það ekki bara þannig að önnur lið vissu að Liverpool urðu að losna við hann og því var reynt að fá hann lánaðan vitanndi það að Liverpool vildu fá hann af launaskrá.

  10. Vona að hann nái að sýna sitt rétta andlit hjá Milan, fínn leikmaður en virðist ekki henta á Englandi.

  11. Synd að hann sé að fara skil hann samt vel. Maðurinn er nokkuð góður spilari og er hent á lán eins og fífl það er niðurlægjandi fyrir hann, En finnst við eigum að selja hann núna ekki lána hann því svo kemur AC með eitthverja afsökun fyrir að kaupa hann EKKI að ári liðnu

  12. oli prik nr.6: Heeyyy nick name stealer!

    En annars þá fínt að þessari sápu óperu líkur í bili, algjör synd því hann er góður leikmaður, en hann vill greinilega ekki vera á Englandi.
    Samt hefði helst verið til í að ná að selja hann svona víst hann fór, ansi hræddur um að við lendum bara í því aftur næsta sumar sem við lentum í við Juve. Hætta við að kaupa hann og við stöndum uppi með hann, aftur.. Svo á endanum fer hann bara á Free transfer held ég.
    En svona er þetta bara, hann fer allavega af launaskrá í smá.

    Gangi þér vel á Ítalíu Aquilani, nema auðvitað á móti Roma! 

  13. Djöfull skal ég einhvern daginn finna hálfvitann sem var fyrstur til að segja “víst að” og troða sápustykku í málbeinið á honum!

    En að öðru, þetta virkar ágætis samningur. Hefði eins og fleiri bara viljað selja hann strax. Samt var maður einhvernveginn alltaf að vona að hann myndi ná að springa út hjá okkur en… ekki í þessu lífi! 

  14. Alveg magnað að ekki sé smuga að selja þennan gaur þar sem hann á að vera svona mikið talent og hafa staðið sig svona vel hjá Juve í fyrra! Þetta eru sennilega verstu kaupin í sögu klúbbsins, þökk sé Benitez. Þeir félagarnir eiga allavega eitt sameiginlegt – enginn virðist vilja þá. Vonandi fáum við einhvern tíma nokkrar millur uppí þessi klúðurskaup.

  15. Ég held að flestir geti verið sammála um að þetta voru ein verstu kaup liverpool.

  16. verð nú að segja að mér fannst hann áhugaverður undir lok tímabils þegar hann var að spila eitthvað hjá okkur… ekki létt að koma frá þeim drepleiðinlega fótbolta sem er ítalía og brillera strax, þarf annað en að segja SHEVKENCO?
    Fannst hann flottur við hlið gerrard… en ok kenny knows better, aqua vill sennilega líka bara vera á ítalíu..
     
    en #18, comon

  17. Það er óskandi að þeir kaupi hann þá á endanum. Væri óþolandi að lána hann þar til samningurinn myndi renna út !

  18. P.S. Hefði viljað fá Adebayor frá City á láni. Ljóst að Spurs eru að gera flottan díl þar!

  19. Ég hefði alveg vilja sjá Aquilani fá tímabilið hjá okkur. En við erum með of marga miðjumenn ef hann hefði haldið sig hjá okkur. Valencia leikurinn er greinilega síðasti leikur hans fyrir Liverpool og vonandi nær hann að spila þessa 25 leiki fyrir Milan svo hann fari, því þessi Aquilani saga er orðin ansi þreytt hann vill greinilega vera á Ítalíu. Ég segi bara bless og takk fyrir framlag þit fyrir Liverpool =)

  20. Ég er einn af þeim sem hefði vilja hafa hann þetta tímabil til að sjá hvað hann getur.  Hann hefur aldrei fengið tíma til að sanna sig.  Það hefði verið fínt að hafa hann allavega fram í janúargluggann þar sem Meireles er meiddur í einhverjar vikur.  En líklega er málið sem margir hafa bent á að hann vill sjálfur spila á Ítalíu.

  21. Ég er ekki hrifinn af þessu. Það sem ég hef séð til Aquilani í Liverpool treyju hefur heillað mig. Hann hefur pung til að taka af skarið og er hágæða miðjumaður. Hefði viljað sjá hann fá fleiri tækifæri, en þau voru alltof fá! 

     

  22. Ég kveð minn uppáhalds leikmann í bili með trega í hjarta en þó í þeirri von um að hann muni einhvern daginn snúa aftur á ný.
    Ciao Alberto, siamo in debito con te per i ricordi che ci hai dato. Buona Fortuna.
     

  23. The midfielder had already reached an agreement with the Rossoneri on Tuesday evening: a loan agreement with an obligation to buy the player outright for a set fee of €6 million (plus one as a bonus) on condition that the footballer played at least 25 matches in the season. The transfer fee will be €2 million for the first year and €2.5 million for the following two years. The release clause still had to be sorted out: Aquilani made €3.8 million per season at Liverpool (his contract runs until 2014) and he had already asked the club for an incentive to compensate for the reduction in the transfer fee. Liverpool finally agreed to pay the midfielder €2.2 million and the problem was solved there and then.
    http://english.gazzetta.it/Football/25-08-2011/aquilani-ac-milan-act-one-802599616987.shtml

    6 mill evra + 1 í bónus mínus 2,2 í vasa Aquilani = 4,8 í besta falli mínus hugsanlega þáttöku í launakostnaði á lánstíman (1,5 verið nefnt). Lokaniðurstaða væri þá 3,3 í evrum sem eru 2,9 mill punda. Eitthvað er þetta nú minna en maður vonaðist eftir 🙁

    Okkur var svo sem stillt upp við vegg þar sem bara topplið á Ítalíu komu til greina og þar virðist blankheitin ráða ríkjum. AC Milan nýttu sér það svo til fullnustu að Aquaman vildi helst fara þangað og gátu saxað verðmatið niður. Inn í þetta spilast svo meiðslasaga hans sem gerir það að verkum að AC vilja og geta sett inn öryggisventil í formi þess að hafa þetta lánssamning og ekki kaup fyrr en eftir 25 leiki. Við skulum bara vona að hann hangi heill og spili þessa leiki því að annars snýr hann aftur með sinn launapakka næsta sumar.

    En mér finnst að ef við losum okkur líka við Cole að þá mætti alveg skoða að kaupa sókndjarfan miðjumann í holuna, sérstaklega þar sem Gerrard er í meiðslaveseni, kominn á aldur og aldrei að vita hvernig spilast úr restinni af hans ferli. Maður hefur alltaf verið rosalega spenntur fyrir Keisuke Honda en hann getur líka spilað sem framherji, vængmaður eða jafnvel djúpur leikstjórnandi (a la Alonso). Treyjusala í Asíu myndi borga stóran hluta af kaupverði og launum en söluverð hefur oft verið nefnt í kringum 8-10 millur. Vorum orðaðir við hann í vor en síðan þá hefur lítið heyrst því miður.
    http://www.youtube.com/watch?v=uM9IAy9frNU

    Myndi svo ganga fullkomlega upp í viðskiptamódelinu
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-sign-with-honda

  24. Ég er einn þeirra sem mun sakna þess að hann hafi ekki fengið alvöru tækifæri fyrir liðið. Á þeim 817 mínútum sem hann fékk í spilunartíma veturinn 2009/10 gladdi hann mig meira en flestir aðrir leikmenn liverpool þann veturinn. Á þeim mínútum setti hann 1 mark og gaf 6 stoðsendingar. Til samanburðar er í lagi að benda á að Gerrard gaf 7 stoðsendingar þann sama vetur á 2800 mínútum.
    Hann kom því miður meiddur til liðsins, keyptur á líklega aðeins of háa upphæð, en varð svo fórnarlamb þeirra sem þurfa alltaf, og þá meina ég alltaf, að hafa eitt eða tvö nöfn til að Pönkast á í liðinu. Ég held að í grunninn sé það tómt bull að vilji bara spila á Ítalíu. Sannleikurinn liggur frekar í þeirri staðreynd að menn pönkast ekki á honum þar, heldur kunna að meta það sem þeir sjá.
    Gangi honum sem allra best.

  25. Það eru margir sem hafa viljað hann í burtu í langa tíma eða síðan hann kom, ég er ekki einn af þeim, held að við séum að missa góðan mann… En svona er þetta bara og við verðum að treista því að Dalglish sé meðvitaður um hvað hann er að gera, og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann er það…. Engu að síður þá fékk Aqulani ekki það tækifæri og þann tíma sem margir aðrir leikmenn hafa fengið og á endanum standa þeir sig ágætlega, saman ber Lucas… En svona er þetta bara við óskum honum bara alls hins besta á Ítalíu….
    Áfram LIVERPOOL…YNWA… 

  26. Persónulega finnst mér þetta mjög sorglegt. Ég er á sömu skoðun og þeir sem munu kveðja Aquaman með trega í hjarta. Hann kom meiddur til félagsins og eftir að hann varð heill fannst mér hann aldrei fá almennilegan séns að sanna sig. Á þessu hálfa tímabili fannst mér hann standa sig bara vel miðað við fyrsta tímabil. 
    Ég verð einnig að segja að ég skil hann vel að vilja fara frá Liverpool miðað við hvernig allt hefur verið hjá honum. Eins og ég sagði áðan, hann fær hálft tímabil og stendur sig þokkalega en svo kemur einhver sveitalubbi og lánar hann því lubbinn telur að Poulsen sé sterki miðjumaður. Svo kemur hann aftur eftir lánssamning og það er búið að kaupa tvo leikmenn í hans stöðu sem KKG mun alltaf taka fram yfir hann.

    Persónulega fannst mér Liverpool stíga feil spor með Aquilani og hefði ég vilja gefa honum heilt tímabil til að sanna sig. Það er alveg rétt sem Maggi segir að hann var ekki að standa sig alveg nægilega vel gegn Valencia, en hversu mikin tíma fékk Aquilani til að læra á liðið. Mér fannst hann aldrei fá tækifærið. 

    En ef menn vilja ekki spila fyrir Liverpool eiga þeir hreinlega að fara. Örugglega tilfellið núna en það sem fer í taugarnar á mér er að það gæti verið meira Liverpool að kenna heldur en einhverju öðru. Hef ekkert fyrir mér í því heldur er þetta bara svona vangaveltur. Ég er bara venjulegur sófaþjálfari 😉 

  27. Verð að vera smá sammála Nr. 30 Birki og fleirum með að Aquilani fékk aldrei almennilega séns hjá Liverpool. Ég er samt aðallega að meina árið í fyrra í þessu samhengi og finnst það ennþá glæpsamlegt að lána hann í burtu og fá Poulsen í staðin. 

    Ég gef ekki skít í það að hann henti ekki enska boltanum enda ekkert búið að reyna almennilega á það en held að hann þyrfti að hafa lið sem spilaði mun meira upp á hann heldur en er að fara að gerast hjá Liverpool núna. Leikmaður sem Juventus og AC Milan geta notað, lið sem eru að gera betri hluti en Liverpool sl. ár er svo sannarlega alveg nógu góður fyrir Liverpool, sérstaklega á síðasta tímabili.

    Allt síðasta tímabil var ég gríðarlega ósáttur að eiga svona leikmann (eins Insúa) á láni meðan það sem við fengum í staðin var í besta falli grín. Fyrir þetta tímabil hef ég eðlilega ekki eins miklar áhyggjur af því að láta Aquilani fara enda miðjan mikið sterkari núna og Liverpool líklega með stjóra sem er ekki að henta Aqulani nógu vel. Hann virkar á mig sem smá lúxusleikmaður, þ.e. leikmaður sem getur skapað eitthvað upp úr þurru og stjórnað sóknarleik síns liðs en vinnur ekki nógu mikið fyrir liðið án bolta. Eitthvað sem getur alveg verið gott og hefur nýst mörgum liðum vel meðan svona leikmenn hafa vinnuþjarka með sér á miðjunni til að vernda sig. Þannig leikmaður er samt aldrei að fara ná langt hjá Dalglish sem byggir varnarleik liðsins upp á fremsta manni og reyndar ekki heldur hjá Hodgson sem notar ekki miðjumenn.

    Ég hef trú á að heill heilsu Aquilani (eins og í fyrra) hefði fengið stærri rullu hjá Benitez með leikmann í eins rullu og Mascherano var í til að vernda sig, líkt og Alonso fékk heldur en í því leikkerfi sem við spilum núna. Þetta er ekki svo ýkja ósvipuð kerfi reyndar en þó ekki alveg eins. Því má kannski segja að ekkert hafi fallið með Aquilani á tíma hans hjá Liverpool en sú staðreynd að hann er á leið til AC Milan sýnir að hann er hörkuleikmaður og ég yrði ekki hissa ef hann næði að verða lykilmaður hjá þeim. 

    Það kannski sýnir styrk leikmannahópsins núna að maður er ekkert að tapa sér yfir því að missa leikmann eins og Aquilani fyrir sama og ekkert…því að þetta var alls ekki svona á síðasta ári og þá hafði maður töluvert meiri áhyggjur. Munurinn þá og nú var reyndar sá að þá hafði hann verið meiddur mest allt tímabilið á undan og fáir vissu að Poulsen væri í alvörunni svona svakalega lélegur. 

  28. Skømm ad missa thennan mann ur EPL….Aquilani fekk aldrei alminnilegt tækifæri a ad sanna sig….C.Adam og Meirles komast ekki med tærnar thar sem Aquilani hefur hælana thegar kemur ad sendingargetu…Og hana nu…

  29. @HannesH. Það er eitt að hafa sendingargetu og annað að hafa getu til þess að búa sér til tíma til að nota þessa sendingargetu, Aquilani er rosalega góður leikmaður og allt það en í enska boltanum færðu ekki tíma né svæði til þess að dúlla við boltann eins og hann vildi oft gera, þess vegna náði Aquilani aldrei að spila “sinn” bolta hjá Liverpool og fagna ég þessum skiptum þó svo að ég hefði óskað þess að hann það hefði komið meira úr þessum leikmanni.

  30. Jæja, sagan endalausa er að klárast (passar ekki alveg?) en það er bara fyrir bestu fyrir Aquilani að fara, sér framá það að fá engan spilatíma hjá liðinu eftir að þessir leikmenn voru keyptir til liðsins!
    Ég hefði viljað sjá meira af honum í Enska Boltanum, hann fékk ekki marga sénsa en hann leit aldrei út eins og Poulsen, semsagt HÖRMUNG!
    Að Poulsen sé enn í röðum okkar og Aquilani sé á förum er fáránlegt, en þetta er eitthvað sem Aq vildi.

    Þökkum honum einfaldlega fyrir hans framlag til liðsins á þessum tíma sem hann var hjá okkur og vonandi nær hann sér á strik á Ítalíu.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  31. Man aldrei eftir þvi að Aquilani hafi verið að hanga á boltanum eða dúlla við hann eins og þú segir Guðmundur Ingi nr.33. Sjaldan hef ég séð svona gott first touch og yfirleitt spilaði hann boltanum frá sér í fyrstu eða annari snertingu. Tölfræðin í þessum fáu leikjum hans fyrir Liverpool er langt yfir meðaltal, margoft verið valin maður leiksins, sendingargetan hans er mögnuð og hann er með virkilega gott skot með hægri og vinstri. Hreyfingar hans sóknarlega eru frábærar, stanslaus hreyfing og spil.
    Eitt sem ég vil benda á, að menn komast ekki í ítalska landsliðið með því að vera sjáanlegir í heimlandinu eins og einn alvitur sagði hér, margfaldir heimsmeistarar í fótbolta hljóta að gera kröfur til sinna leikmanna og Aquilani vann sér inn sæti með góðri frammistöðu allan veturinn hjá Juve og hann meiddist ekki einu sinni.
    Minni á að Aquilani skoraði svo fyrir landslið sitt gegn ríkjandi heimsmeisturum nú um daginn eftir að hafa komið inná og breytt gangi leiksins enn eina ferðina. Ég er ekki ánægður með framkomu Liverpool í hans garð og mér finnst þetta vera fáránleg viðskipti, enn einn lánssamingurinn sem á að enda með lélegri sölu þar sem verðmat leikmannsins er langt fyrir neðan virði hans. Ég er hinsvegar ánægður fyrir hans hönd, ég er viss um að hann verði lykilmaður í liði AC Milan og hann muni öðlast þá virðingu sem hann á skilið. Mér hlakkar til að sjá hann spila með rossoneri í meistaradeildinni í vetur. Blessaður Alberto Aquilani, vonandi kemur þú aldrei til Liverpool aftur.

  32. Ég er sammála þeim sem sjá á eftir hæfileikaríkum leikmanni sem hefði verið gaman að sjá meika það á Anfield. Vangavelturnar um hvað hefði gerst “EF” hitt og þetta naga dálítið í heilabörkinn. En það var bara löng röð óheppilegra atvika sem gerði það að verkum dæmið gengur aldrei upp og AA passar aldrei fullkomlega inn í púslið:

    – keyptur meiddur og tekur drjúgan tíma að komast í form
    – “furðupestir” herja á hann og gengur illa að aðlagast.
    – kemst lokst í gang en þá gefur Rafa honum færri sénsa en hann ætti skilið
    – Rafa rekinn og Hodgson tekur við (enginn lúxus holuspilari í fornaldar 4-4-2)
    – Hodgson og Purslow undirstrika forheimsku sína með því að lána hann í burtu og kaupa Poulsen
    – AA er þó hæstánægður með að endurkomuna til heimalandsins og hamrar á því allan vetur og vor að hann vilji keyptur þangað
    – Kenny lofsamar AA og bíður honum opinn faðminn: “He could be a valuable asset here next season.”
    – spússa hans eignast barn í maí og ekki ólíklegt að það auki á löngunina til að vera á Ítalíu.
    – rétt missum af Eurotrash-league sem hefði þýtt margir meginlandsleikir sem smellpassa fyrir AA
    – AA segir diplómatískt réttu hlutina er hann snýr aftur en umbinn verið í yfirvinnu allt sumar við að finna nýtt lið fyrir hann.
    – Kenny & Commolli gengur vel að kaupa alla þá miðjumenn sem þá langaði að fá þetta sumarið og því minna pláss fyrir AA
    – EM2012 næsta sumar og AA vill reyna að halda sér í landsliðshópnum.
    – há laun og áhætta vegna doppóttrar meiðslasögu gera það að verkum að skynsamlegast fyrir alla aðila er að AA fái sínum vilja framgengt: að halda heim á leið.

    Svona er þetta bara. Skítt skeður. Mér finnst samt allir núverandi aðilar LFC, KKD, Commolli & FSG, hafa komið vel fram við Aquilani. Ef e-ð er þá erum við að skíttapa pening á því að gera það sem er réttast fyrir hann í stöðunni. Gefum umbanum lausan tauminn til að finna lausn sem hentar öllum og á endanum tekst það. Sorgarsagan er náttúrulega helst Hodgson og Purslow að kenna en einnig fannst mér undarlegt hvað Rafa notaði hann lítið en það var svo margt brjálað á bak við tjöldin á þeim tíma þannig að kannski hafði hann sínar ástæður fyrir því.

    C’est la vie!

  33. #36 Lars, Gott tuch á boltan er líka það að geta komið boltanum til samherja með fyrstu snertingu, góð knatspirna byggist að mínu viti upp á leik þar sem andstæðingurinn veit fátt af því sem þú ert að fara að gera ob besta leiðin til þess að gera það er með sem fæstum snertingum á boltann….

    Ég er þér hjartanlega sammála að framkoma Liverpool í hans garð er og ekki til eftirbreytni í viðskiptum…. Við skulum bara fylgjast með því sem er að gerast með Carrol, var keyptur á 35 millur og var meyddur eins og Áqulqni…. Ef Carrol fer ekki í gang haldið þið að hann fái sömu meðferð og Aqulqni, nei ekki séns…. Og afhverju skyldi það vera…. Jú Dalglish keypti Carroll en ekki Aqulani…
    Gerrard sagði sjálfur um Aqulqni að hann væri topp classa leikmaður sek kynni alveg að spila fótbolta oghefði mikin leikskilning…. En allavega hann erfarin og ég held að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool því miður segi ég…

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  34. Peter Beardsley rekur söguna réttilega eins og oft áður. Þarna eru margir faktorar að verki en það er deginum ljósara að Liverpool er að missa frábæran leikmann frá sér sem myndi væntanlega nýtast liðinu mjög vel ef engir af þessum þáttum sem fyrrnefndur gæðaleikmaður (Peter Beardsley) nefnir, hefðu veruleg áhrif. En gangi Alberto Aquilani sem best hjá AC Milan og á EM á næsta ári. 

  35. Gangi Henderson vel að sannfæra mann um að hann sé maðurinn frekar en Aquilanani! En mikið djöfull vona ég að honum takist það (ekki gerir Cole það)

     

Liverpool á eftir Craig Bellamy [könnun]

Bolton á morgun