Bolton á morgun

Mikið er nú ánægjulegt að komast í upphitana gírinn á nýjan leik. Finnst hreinlega eins og það séu nokkur ár síðan síðast, en þetta hafa verið langir mánuðir. Tæp vika eftir af leikmannaglugganum og þegar honum lokar, þá formlega endar þetta “silly season” og menn geta einbeitt sér algjörlega að uppstillingum, leikkerfum og að rífast og skammast um hverjir séu að standa sig vel og hverjir illa. Ég verð samt að segja eins og er, þetta tímabil leggst alveg hrikalega vel í mig. Ekki skilja það sem svo að ég sé að gera mér einhverjar sérstakar væntingar um að taka titilinn í vor, stökkið úr 6. sæti og í það fyrsta er einfaldlega of mikið. Ég er þó algjörlega á því að nú séum við komin með lið sem á að geta komist í Meistaradeildina á nýjan leik.

Annar heimaleikur tímabilsins fer fram klukkan 16:30 á morgun og maður getur varla beðið. Ég viðurkenni það að hafa lítið sem ekkert séð af öðrum liðum í þessum fyrstu 2 umferðum, en eftir því sem ég hef lesið í blöðunum erlendis og á netinu, þá hafa Bolton verið að spila fanta vel. Þeir slátra QPR í fyrsta leik og voru víst frekar óheppnir á móti milljarðaliði City (er strax kominn með soft spot fyrir QPR eftir að hafa séð úrslitin úr síðasta leik þeirra). Owen Coyle virðist vera virkilega öflugur stjóri og hefur breytt þessu Bolton liði úr því að vera eitt það leiðinlegasta í deildinni og yfir í það að spila bara fínan fótbolta. Það hélt ég að gæti ekki gerst á jafn skömmum tíma og raun ber vitni.

Bolton hafa ekki verið að styrkja sig neitt að ráði í sumar, allavega að mínu mati. Þeir fengu Chris Eagles og Tyron Mears frá Burnley fyrir samtals 3 milljónir punda. Darren Pratley kom á frjálsri sölu frá Swansea og sömu sögu er að segja frá með Nigel Reo-Coker frá Aston Villa. Þar að auki kom Tuncay til þeirra á lánssamningi út tímabilið. Út hjá þeim hafa svo farið þeir Ali Al Habsi, Matt Taylor, Danny Ward, Johan Elmander, Tamir Cohen, Joey O’Brien, Jlloyd Samuel og Gavin McCann. Ég býst reyndar við því að Coyle muni bæta 1-2 lánsmönnum við hópinn áður en glugginn lokast, hann hefur verið duglegur í þeim geiranum síðustu tímabilin.

Þegar maður lítur yfir leikmannahóp Bolton, þá eru ekki margir leikmenn þar sem hræða mann svona við fyrstu sýn. Kevin Davies er auðvitað martröð varnarmanna og virðist verða betri með hverju árinu og svo er Tuncay mjög flinkur leikmaður. Í vörninni er svo Gary Cahill, sem er afar eftirsóttur og hefur verið marg orðaður við okkur í sumar. Sögurnar segja að Bolton hafi í gær hafnað tilboði frá Arsenal í hann. En aðal styrkur Bolton liggur í liðsheildinni og þéttum hóp. Þetta er mjög erfitt lið við að eiga og ég býst ekki við neinni breytingu þar á, á morgun.

En þá að okkar mönnum. Mitt helsta áhyggjuefni er að hópurinn hefur ekki náð að spila sig nægilega mikið saman og við gætum lent í smá “uphill battle” svona í upphafi tímabilsins. Reyndar kom spil liðsins í fyrri hálfleik gegn Sunderland mér á óvart, alveg glimrandi samspil og þar sáum við hvernig liðið getur á góðum degi náð saman. Því miður komu menn ekki rétt stemmdir inná í seinni hálfleiknum. En það býr mikið í liðinu og núna snýst þetta um tíma, þ.e. þann tíma sem það mun taka að fá leikmenn til að skilja betur hlaup hvers annars og hugsanir.

Hópurinn er stór og það er ekkert grín að rýna í það hvernig King Kenny hyggst stilla liðinu upp. Stevie G, Glen Johnson og Raul Meireles eru allir meiddir, en ég veit ekki til þess að fleiri séu frá vegna meiðsla. Kelly var hvíldur gegn Exeter og kemur því pottþétt inn í liðið, enda átti hann frábæran leik gegn Arsenal um síðustu helgi. Carra og Agger hafa verið að ná vel saman og koma því inn í liðið að nýju (líka hvíldir í vikunni) og sömu sögu er að segja af Enrique sem hefur svo sannarlega heillað mig með leik sínum. En þá flækjast málin. Lucas kemur pottþétt inn í varnartengiliðinn og ég reikna með Adam honum við hlið (spilaði ekki allan leikinn á miðvikudaginn). Downing kemur inn vinstra megin og Kuyt verður hægra megin. Svo ætla ég að tippa á að bæði Carroll og Suárez byrji leikinn. Sem sagt Henderson á bekkinn, enda lék hann allar 90 mínúturnar á miðvikudaginn.

Byrjunarliðið:

Reina

Kelly – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Kuyt – Suárez- Downing
Carroll

Á bekknum: Doni, Flanagan, Skrtel, Henderson, Spearing, Shelvey, Maxi.

Ég reikna með að King Kenny láti menn byrja með hápressu á vellinum og ég held að við eigum lítið eftir að sjá háar fyrirgjafir inn í teig í þessum leik. Knight og Cahill eiga eftir að sópa slíku í burtu eins og enginn sé morgundagurinn. Ég er nokkuð viss um að Carroll verði notaður sem nokkurs konar batti og menn eigi að hirða upp boltann frá honum og reyna að spóla sig í gegnum vörnina, eða koma með skot fyrir utan. Það hentar líka Suárez mjög vel og í rauninni Kuyt líka. Mikið mun mæða á miðvörðunum okkar, enda mun Bolton reyna að dæla boltanum inn á teiginn okkar með von um að Davies vinni okkar menn í loftinu. Kelly mun þurfa að halda Petrov niðri og sömu sögu er að segja hinum megin með Enrique vs. Eagles.

Bolton hafa skorað 6 mörk í sínum fyrstu 2 leikjum og því verðum við að vera solid tilbaka. Ég spái því að þetta verði mjög erfiður leikur og er skíthræddur við að hann lendi í jafntefli. Ég ætla þó að vera með bjartsýnina að leiðarljósi og spá okkur 2-1 sigri. Suárez mun jafna met Robbie Fowler og skora 3ja mark sitt í fyrstu 3 deildarleikjunum og svo mun Downing setja annað. Ætli ég tippi ekki á að Klasnic setji eitt fyrir Bolton. GAME ON, get hreinlega ekki beðið til klukkan 16:30 á morgun, en það er á tæru að ég mun verða mættur snemma á Górilluna og naga neglur upp í kviku.

77 Comments

  1. Ég var hræddari fyrir Sunderland & Arsenal leikinn en ég er fyrir þennan. Ég tel að liðið sem þú stillir upp sé mjög líklegt, Kuyt var hvíldur í vikunni og því líklegt að hann byrji þennan leik á kostnað Henderson. Kelly var auðvitað frábær gegn Arsenal og Flanagan ekki sannfærandi gegn S´land & Exeter (1st half).

    Ég held að við skorum snemma, göngum á lagið og förum með 2-0 forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur verður svo jafnari þar sem að liðin skipta jöfn 1-1 og lokastaða því 3-1. Downing, Adam og Suarez með mörkin.

  2. Þú meinar, að vera mættur snemma á Górilluna til þess að fá sæti???

    En þessi leikur verður gargandi snild þar sem okkar menn koma dýrvitlausir til leiks og fyrsta markið kemur eftir 10 min þar sem Suarez setur hann! Carroll mun fá að njóta sín í þessum leik og óska ég að hann nái að vinna Cahill einu sinni í loftinu eftir sendingu frá Kelly og það endar með marki. Þessi leikur mun enda 2-0 fyrir okkar mönnum eftir suddalega baráttu á miðjunni þar sem Lucas sýnir þeim sem gagnrýna hann af hverju hann er í þessu liði!!!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  3. Sáttur við uppstillingu hjá þér SSteinn og hef sterka trú að við tökum þetta og ég held að Suarez setji 2 kvikindi og Kuyt eða Carrol 1, semsagt 3-0 Reina með tandurhreint mark. Ekkert væl, vinnum með stæl.

  4. Velkominn aftur Steini!
    Sáttur við þig í upphituninni og styð spána.  Held að Bolton sé með hörkudæmi í gangi og þetta verður allt annað en létt!

  5. Fantafín upphitun og liðsuppstillingin eins og Ssteinn leggur hana upp er ansi líkleg, ef ekki bara hárrétt. Ég er samt ekki hræddur við þennan leik. Við höfum lengi haft gott tak á Bolton og á Anfield höfum við unnið síðustu 11 af 12 úrvalsdeildarleikjum og sá undanþegni var jafntefli. Það þarf að leita aftur til 1954 til að finna tap fyrir þeim á Anfield í deildarleik þannig að menn ganga óhræddir til leiks. Markatalan í þessum 16 leikjum frá 1954 er 36-6 LFC í vil!! Hinn jákvæði bolti sem Bolton spilar ætti líka að þýða að við fáum okkar færi í bílförmum þó að þeir ógni kannski eitthvað á móti. Ég spái 3-0 sigri (Suarez, Carroll, Downing).

    Bolton hafa vissulega bætt sig og ég tel Owen Coyle fyrsta flokks þjálfara sem er að gera góðu hluti. Ef honum tekst að landa bikardollu til að sanna að flotti boltinn hjá hans liði geti skilað sér í silfri þá tel ég hann koma sterklega til greina sem framtíðar stjóri hjá LFC. Ungur, skoskur og með jákvæðan fótbolta, en þarf bara að sanna að hann sé WINNER líka. Mjög oft verið líkt við Shankly í blaðagreinum og væri flottur arftaki KKD þegar hann hættir (sem verður vonandi í afar fjarlægri framtíð).

    Coyle er frábær karakter og sannkallaður man manager. Hjá Burnley spilaði hann reglulega með varaliðinu til að fylgjast með því “innanfrá” og líka til vera einn af strákunum. Hérna skorar hann skruggufínt mark í varaliðsleik:
    http://www.youtube.com/watch?v=BIeP7H4XaSY

  6. Fín upphitun hjá þér og ég er mjög sáttur við liðsuppstillinguna, held að Henderson byrji a.m.k. ekki inná þar sem hann spilaði 90 mínúturnar, en ég reikna samt með því að hann komi inná í seinni háflleik

    Verð samt að viðurkenna að ég er furðu stressaður fyrir þessum leik, er einhvernvegin skíthræddur um jafntefli.

    Held samt að þetta verði erfiður baráttu sigur, 2 – 1, þar sem Suarez skorar eitt og leggur upp annað.
    Vona að Carrol næli sér í eitt mark sem honum finnst taka því að fagna og fái svolítið sjálfstraust út úr því.

  7. bolton er ekkert að fara heim með sigur af andfield !! það er bara þannig,,, mesta lagi stig ef okkar menn eru að eiga skelfilegan dag.
    En góð upphitun, ég verð bara spenntari og spenntari með hverjum leiknum sem við spilum, shit hvað mig hlakkar til að mæta man utd, chel$ki  og shity..
     

  8. ein skemtileg spurning 
    Ég gerði veðmál við Arsenal vin minn og það Hlóðar svona ..ef að liverpool endar tímabilið fyrir ofan Arsenal þá boegar hann mér 100.000 kr og ég honum ef það verður öfugt”

    er ég ekki að fara að taka þennan 100 kall eða ??
     

  9. Velkominn aftur til starfa Mr SSteinn!

    Flott upphitun. Ég er sammála flestu þar og öllu hvað byrjunarliðið varðar. Henderson gæti alveg verið inni en miðað við að hann spilaði 90 mínútur á miðvikudag gæti hann fengið smá hvíld núna (líka einn þeirra sem fer í landsleikjavesen eftir helgina) og byrjað á bekknum.

    Spái þessu 2-1 eins og færsluritarinn sjálfur. Bolton eru duglegir að skora en við verðum að vinna þennan leik. Megum ekki við að klúðra tveimur fyrstu heimaleikjunum í þessari deild, Anfield verður að skila stigum!

  10. Dabbi númer 9. Klárlega ef leikmannahópur Arsenal verður eins og hann er í dag. Skil ekki afhverju hann samþykkti þetta 🙂

    Er samt að vona eftir sama liði og Steini spáir. Ég spáði Sunderland leiknu 1-1 en ég hef sigurtilfinningu á morgun og spái okkur 3-0 sigri. Kuyt, Suarez og Adam úr aukaspyrnu með mörkin okkar.

     

  11. Flott upphitun.
     
    Bolton eru allt annað en auðveld bráð og eru líklegir til að stríða þeim liðum sem verða í toppbaráttu í vor.
    Við vinnum þennan leik engu að síður 2-0, Suarez og Downing skora.

  12. Þó svo að Liverool hafi unnið 9 af síðustu 11 viðureignum þessara félaga þá verður leikurinn á morgun erfiður. Það er alltaf erfitt að spila á móti Bolton sem er skipað baráttuhundum sem eru líkamlega sterkir og vel skipulagðir. Styrkleiki liðsins liggur fyrst og fremst í föstu leikatriðum og þar verða Liverpool menn að gæta sín. Hef ekki trú að það verði mörg mörk í þessum leik heldur spái ég 1-0 á annan hvorn veginn. Ef Liverpool nær marki snemma þá geta e.t.v. fleiri mörg komið í kjölfarið en ég óttast ef að Bolton nær að hanga á núllinu lengi gæti liðið refsað Liverpool grimmilega uppúr föstu leikatriði. 
     
    Það er rétt sem kemur fram hér að ofan að knattspyrnan sem Bolton spilar hefur batnað frá því að Skotinn Owen Coyle tók við liðinu en skosku áhrifin í leik liðsins leyna sér ekki. Leikstíll liðsins er ekki ósvipaður og hjá Everton. Mikið um langar sendingar, tæklingar og mikið lagt uppúr líkamlegum styrk og föst leikatriði.
     
    Alla vega þá bý ég mig undir hörku erfiðan leik þar sem kappið mun bera fegurðina ofurliði, mikið um tæklingar, aukaspyrnur og spjöld. Ef Liverpool liðið heldur einbeitningu í föstum leikatriðum og spilar boltanum í fætur, missir sig ekki í long ball style uppá Carroll (sem mun verða með Cahill og Zak Knight 198 cm á bakinu) þá er ég klár á því að Liverpool vinni þennan leik.

  13. Mín ummæli birtast ekki og eru með skilaboðin: Your comment is awaiting moderation. Hvernig græjar maður það kæru bloggstjórnendur?

  14. Það er Spam sía sem pikkar upp innlegg sem eru með nokkrum tenglum og við þurfum að “approve-a” skilaboðin svo þau fari í gegn.  Komið núna 🙂

  15. Síðasti tapleikur gegn Bolton á heimavelli í deildinni kom í janúar 1954. Hef ekki miklar áhyggjur af þessu 🙂

  16. Vil sjá Joe Cole fá lokatækifæri með liðinu gegn Bolton. Hafa hann á bekknum í staðin fyrir Shelvey eða Spearing.
    Höfum engin not fyrir alla þessa miðjumenn.

    En við vinnum þennan leik 3-0. Suarez, Kuyt og Adam með mörkin.

  17. Í minningunni hafa þessir Bolton leikir samt verið ansi tæpir undanfarið… báðir leikirnir í fyrra þegar Hodgson leiddi liðið enduðu með sigri þar sem Liverpool skoraði á lokakafla leiksins.

    Árið á undan unnum við 2-0 heima og 3-2 úti eftir að Bolton urðu manni færri… við áttum samt í erfiðleikum með að troða inn þessu þriðja marki enda ætluðu Bolton að halda 2-2 jafnteflinu manni færri á heimavelli.

    Hef samt enga trú á öðru en sigri á morgun 🙂 

  18. Flott upphitun að vanda, það er orðin þannig hjá mér að ég horfi aldrei á Liverpool leik án þess að fá upphitun frá ykkur strákar.
    Liðið er bara spot on að ég held, eina spurningarmerkið er kuyt vs henderson, hvor fær atkvæðið frá kenny er skemmtileg en dýrmæt spurning.
    3-1 sigur er (staðfest) Suarez, Agger og Downing með mörkin.

  19. Liverpool er með fínt byrjunarlið eins og SSteinn setur það upp en maður setur spurningarmerki við varamannabekkinn;  Flanagan, Henderson, Spearing, Shelvey. Þessir menn eru ekki líklegir til þess að breyta gangi leiks… Maxi er lykilmaður á bekknum 🙂

  20. Smá þráðrán.  Á Facebooksíðunni er síðasta æfing fyrir leik mynduð.
    Cole, N’Gog og Poulsen ekkert á neinu flakki milli liða í viðræður, allir á fullri ferð með félögum sínum.  Sá að það var haugur af golfkylfum úti við girðinguna.  Menn hafa verið að
    a)  Fagna komu Bellamy og æfa sveifluna
    b)  Passa sig á því að engin slík kylfa verði á staðnum þegar strákurinn mætir á sína fyrstu æfingu.
    Verður það a) eða b)

    ?????

  21. Finnst Shelvey ekki orðin nógu góður til þess að vera í hóp, en hann er ungur. Er sammála því að láta cole vera í hóp eða jafnvel Starling (held að hann heiti það, eða var það Ince) finnst alltaf mikilvægt að vera með einn ungan og efnilega ábekknum.

    En við vinnum þetta á endanum 3-1 Suarez 2 og kuyt

    YNWA 

  22. Nú skil ég ekki alveg Poolari, þú vilt ekki hafa hinn unga Shelvey í hóp, en telur samt mikilvægt að hafa einn ungan og efnilegan á bekknum?

  23. Kannski finnst Poolara ekki að Shelvey sé efnilegr? Það er líklega óumdeilanlegt að hann er  ungur.

  24.  
    Góð upphitun og sammála liðsuppstillingunni.
    Ég held að við tökum þetta 4 – 0. Suárez verður með tvö mörk,  Carroll með eitt mark og Enrique setji eitt mark svona í blálokinn.

  25. Ég ætla að spá því að stígandinn í liðinu haldi áfram og menn sýni bætingu frá síðasta leik.   Við vinnum þetta en höldum ekki hreinu.  Segjum 2-1, Suarez með bæði í fyrri hálfleik.  Bolton setur pressu á okkur í þeim síðari og Kevin Davies potar inn einu skallamarki eftir hornspyrnu. 
    Henderson og Carrol verða svo étnir lifandi á spjallborðum fyrir að hafa ekki skorað í leiknum.

  26. Ég hef það á tilfinningunni að það verði markaregn á morgun,  Suarez á eftir að tapa sér í sókninni og eftir að skora alla vega 2 mörk,  Carrol verður að fylgja honum eftir og potar 1.  Restin af liðinu á eftir að gleyma sér í allri dýrðinni og fer of framarlega á völlinn.   Bolton sleppur í gegn með 2 mörk.  En það er allt í lagi leikurinn fer 5-2.
    En þvílíkur munur á þessu tímabili og því síðasta,  var oftar en ekki að hugsa um að taka frekar upp bók eða fara að læra að prjóna á laugardögum, en núna á maður erfitt með svefn út af fótbolta fárinu.  Kærar þakkir til Kenny og eigandann, þeir eru svo sannarlega búnir að vekja upp áhugan aftur.
     
     
     

  27. #18 sem segir manni að það styttist í tapleik.

    Leikmenn Liverpool mæta dýrvitlausir í þennan leik og koma til með að leggja allt í sölurnar til að vinna fyrsta heimaleikinn.
     

  28. Jæja, sitjum félagarnir með einn kaldan í Liverpool og hitum upp fyrir leikinn a morgun. Fyrsta ferð a Anfield í uppsiglingu. Erum með steggjun í gangi. Ef þið sjáið grænan kall í stúkunni erum það við

  29. Skil alveg að menn sjái mikið efni í Raheem en hann er 16 ára……

  30. Og leikur gegn Bolton er kannski ekki besti staðurinn til að byrja 

  31. Síðasti leikurinn minn á Anfield var í desember 2007 gegn Bolton og fór 4-1. Þá skoraði m.a. Sami Hyypia eitt stykki með glæsilegum skalla (að sjálfsögðu). Ég hef ekki mikla trú á þessu Bolton liði í dag, þrátt fyrir þau úrslit sem þeir hafa náð. Eins og kemur fram í upphitun þá hafa þeir misst nokkra af sínum bestu mönnum og ofan á það bætist Daniel Sturridge sem var einn besti leikmaðurinn þeirra seinni hluta síðasta tímabils. Sýnist við fá 3-1 sigur á morgun, Zat Knight, Grétar Rafn og Gary Cahill eiga ekki eftir að ráða við Suarez frekar en aðrir varnarmenn deildarinnar.

  32. Góð upphitun hjá höfundi eins og endra nær …. Er nokkuð sáttur við uppstillinguna, ég held að þetta verði erfiður leikur og það á virkilega eftir að reina á okkar menn en ég heg fulla trú á að við tökum þetta og ég ætla að vera svo djarfur að spá okkur 3 – 0 sigri, Suares með eitt kvikindi, Kuyt eitt og Maxi kemur inn í síðari hálfleik og setur eitt…. Og nú er bara að telja niður í leik….

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  33. Afhverju komst Fullham í evrópudeildia e ekki Liverpool?? getur eitthver svarað því?

  34. Vegna háttvísi??? Er ekki nóg að hafa haft Guð í sínu liði?? Hver er háttvísari en Fowler? Við eigum að vera Automatiskt í CL ef það er reglan.

  35. var að rifja upp seinast þegar ég fór á Anfield, þá skoraði kóngurinn Robbie Fowler eina mark leiksins í leik einmitt gegn Bolton

  36. ég fór á Anfield í fyrsta sinn árið 2005, sá einmitt Liverpool – Bolton þar sem Djimi Traore nokkur lagði upp sigurmarkið fyrir Igor Biscan undir lok leiksins! Einmitt mennirnir sem ég hafði komið til að horfa sérstaklega á 😉
     

  37. Er eitthvað vitað hvenær Captain Fantastic kemur aftur? Kuyt út og hann inn, massívir fyrstu XI. Ekki mörg lið sem eiga breik í okkur þá, nema kannski Barcelona…

  38. Dreymdi að Suarez setti tvö í annars stærri sigri man ekki hver skoraði hin:) held samt að hann hafi endað 4-1

  39. Finnst mönnum ekki vanta striker uppá breiddina.
    Mér finnst við þyrftum 1 fjölhæfan sem getur líka skoppað útá kantana.
    Allefyer e-ð í slúðrinu núna en hann er kanski ekki mikill striker er það ?
    En ég myndi samt bjóða hann velkominn 🙂

  40. Vantar klárlega striker og miðvörð, getum ekki treyst á að carrol og suarez haldist alltaf heilir ,veit ekki hvað er málið með bellamy en hann er mun betri kostur en goggi var, erfitt að bíða alltaf eftir fregnum af gerrard hvort þetta verði til frambúðar eða ekki með þessi meiðsli

  41. eru menn með e-a linka á að horfa á leikinn , kemst ekki inná myp2p.eu,litur ut eins og hun se lokuð eða e-ð álika ,dreymdi einnig að kyut muni setja eitt og kyssa a ser litla puttann eins og hann er vanur
     

  42. Dreymdi að leikurinn hefði farið 5-0 fyrir Liverpool(auðvitað)

    Mig dreymdi fyrir Arsenal leikinn að hann myndi fara 2-0 þar sem Suarez innsiglaði þaægilegan sigur.

    Búið ykkur því undir markaregn!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

  43. Er að hugsa um að prófa Gullöldina í dag vegna bæjarferðar.
    Þarf maður að mæta með góðum fyrirvara til að sitja ekki langt úr augsýn skjáanna eða er maður öruggur við að droppa inn kortéri fyrir leik?

  44. Og by the way.
    Hversu miklir snillingar eru í vinnu hjá þessu félagi, nú er það Insua.  Allt í einu er hann bara kominn til stórliðs í Portúgal án þess að nokkur viti af.  Blaðamenn í Portúgal eru geðtrylltir en þarna er bara allt gert hreint og klárt án mikill láta.
    Snilld!
     
    Gangi þér vel Insua, fínn leikmaður en ekki í þeim gæðaklassa sem þarf á Anfield í dag!

  45. Nennir einhver að setja inn Linka af síðum til að horfa á leikinn ? 

  46. Sælir félagar
    Gaman að SSteinn skuli kominn aftur til starfa og það með frábærri upphitun. Ég er sammáqla uppstillingunni (eins og reyndar flestir hér) en hefði haft gaman af að sjá Cole í hópnum.  Vonandi fer hann að spila með liðinu eða verður seldur til, líklega, Tottenham annars.  Ég hefi dálitlar áhyggjur af þessum leik því Bolton liðið er ekki auðunnið með sterka miðverði og líkamlega sterkt lið.  Við vonum þó hið besta og spáum 2 – 1 sigri okkar manna.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  47. Sammála nafna mínum með hversu duglegir menn hjá klúbbnum eru að ná að losa leikmenn. Nú er bara Jones, Degen, Poulsen og Cole eftir (ef Ngog díllinn gengur í gegn). Hef fulla trú á að við náum að losa okkur við Poulsen, Cole og Ngog. Held að það sé ágætt að halda Maxi áfram og ekkert að vera að lána Spearing né Shelvey.

    Hef annars ágætis tilfinningu fyrir leiknum, 3-1 nokkuð öruggur og beisik sigur. 

  48. Nokkuð klár á að þetta verður sigur í dag spái 4-0 !! Nú þarf bara að klára að losa farþegana út úr klúbbnum , fínar fréttir í morgun að losa Insua og ætti að létta fyrir hjá okkur til að geta bætt einum til tveimur mönnum í hópinn fyrir lokun gluggans !

  49. róum okkur á yfirlýsingunum um einhvað rúst í dag. Bolton eru með fínt lið og munu vera að berjast í efri hlutanum.. þeir verða að berjast við sunderland um 7 sæti og við gátum ekki unnið Sunderland heima síðast! ég spái sigri í dag 2-1 en þeir verða erfiðir þetta er gott lið vantar einn senter samt en stórhættuleigir í föstum leikatriðum. Carragher hefur alltaf átt í miklum vandræðum með kevin davies
     

  50. Shit…… Hlakkar svo til á eftir kl 16:30 sko fuck (afsakið orðbragðið). þetta verður erfiður leikur miðað við hvað Bolton menn eru búnir að vera að gera í seinustu 2 leikjum en ég held að fyrir þá, að koma á anfield er of stórt fyrir þá þannig ég held að þetta verði markaveisla af guðs náð hjá okkar mönnum og vinnum leikinn 5-1 fyrir heimamenn í liverpool. 😀

  51. Verður mjög erfiður leikur, held samt að við tökum þetta 3-1. Suarez 2 kuyt 1
    En er frekar hræddur við Kevin D. og klasnic þarna frammi, eru hættulegir. Bolton er lið sem hætta aldrei og eru seigir í föstum leikatriðum. Þannig að þetta verður ekkert gefins í dag. Verðum að slaka á væntingunum. 

  52.                                                                                       WARNIG 
     
                                                          EKKI búsast við rústi í dag og væla svo úr sér augun á eftir jafnvel þó að við
                                                          vinum leikin 2-1 !!

  53. Finnst menn hérna full glaðir í yfirlýsingunum, þetta Bolton lið er sterkt og sé ekki fyrir mér eitthvað burst í dag. Tökum þetta 1-0 eftir mark frá Suarez á lokamínutunum.

  54. Þeim sem vantar linka geta fundið þá á eftirfarandi síðum:
    rojadirecta.es
    atdhenet.tv
    asiaplatetv.com
     

  55. er Hægt að horfa á leikinn einhver staðar á endursýningu ??? missti af byrjuninni !

  56. Já ertu að grínast !… vinur minn fíflaði mig upp úr skónum með að segja það væri 2-0 og suarez með tvö ! og háfltími eftir !… sat hérna í þynnkunni að blóta systir minn “#=*/%
     

  57. Óstaðfest lið 
    Reina, Kelly, Carra, Agger, Enrique, Downing, Henderson, Adam, Lucas, Kuyt, Suarez.
    Set þetta þó ekki inn fyrr en ég sé þetta á opinberu síðunni enda áður brennt mig á því. 

  58. LFC team vs #BWFC: Reina, Kelly, Carra, Agger, Enrique, Henderson, Lucas, Adam, Downing, Suarez, Kuyt.

  59. Sælir félagar.
     
    Frábær leikur.  Lucas besti maður vallarins og var frekr þreyttur eftir 47 mínútur.  Gott fyrir Hendo að skora sitt fyrsta fyrir besta liðið. góðir yfirburðir í fyrri.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

Aquilani til AC Milan (staðfest)

Byrjunarliðið gegn Bolton