Óheppni, klúður eða bæði?

Okkar menn töpuðu fyrir Stoke City í gær, fyrsti tapleikur tímabilsins. Eftir mjög jákvæða byrjun kom að því og þetta var makalaust pirrandi leikur á að horfa, en eftir að hafa leyft mesta pirringnum að ganga yfir líður mér talsvert öðruvísi yfir þessum leik í dag en í gær.

Strax eftir leikinn í gær titraði maður af pirringi. Mér fannst margir leikmenn leika illa: Enrique, Adam og Henderson áttu sína lélegustu leiki frá því að þeir komu til okkar í sumar, Kuyt og Skrtel voru ekki mikið betri á hægri vængnum, Downing var skelfilegur í fyrri hálfleik en batnaði eftir hlé, og Carragher skeit á sig í einvígi gegn Jonathan Walters og gaf vítið sem innsiglaði sigur Stoke.

Eftir kæruleysið gegn Bolton var ég svo pirraður á Carra að ég hefði helst viljað sjá Dalglish skipta honum út af strax eftir vítaspyrnuna, snemma í fyrri hálfleik. En nú þegar maður er rólegur sé ég þetta aðeins öðruvísi. Carragher er í slæmu formi þessa dagana, því mótmælir enginn. Það sem erfiðara er að meta er hvort þetta er tímabundin lægð í leikformi eða hvort aldurinn er loksins að ná honum. þegar menn eru á 34. aldursári er eðlilegt að stuðningsmenn spyrji sig að því síðara í hvert sinn sem menn leika illa en ég geri fastlega ráð fyrir að Dalglish muni gefa Carra tíma til að vinna sig út úr þessu. Ef spilamennska hans hefur ekki batnað eftir einhvern tíma mun Dalglish á endanum taka ákvörðun, ekki síst með Skrtel og Coates hungraða á bekknum.

Þetta var alveg skelfileg varnarvinna hjá honum í gær en í dag sé ég ekki jafn mikla ástæðu til að rífast yfir þessu. Hann skeit á sig, annan leikinn í röð, en Dalglish mun pottþétt stilla honum upp í næsta leik gegn Tottenham, sama hvað við segjum. Það er því lítið annað að gera en vona að trú Dalglish á Carragher verði verðlaunuð með góðri frammistöðu í næstu leikjum.

Það er annað sem ég er ekki eins pirraður yfir í dag og ég var í gær, og það er frammistaða liðsins. Eins og ég nefndi hér að ofan fannst mér margir leikmenn grútlélegir í gær og auðvelt að tapa sér í neikvæðni til þeirra, en eins og ég skrifaði fyrir tæpum mánuði síðan, eftir Sunderland-jafnteflið, er mikilvægt að hafa í huga að þetta lið er enn nýtt af nálinni og þarf leiki til að spila sig saman. Í gær gengu hlutirnir ekki alveg upp en þegar tölfræðin er skoðuð geta menn séð hversu mikil frík-úrslit þetta voru.

Já, tölfræðin. Tölfræðin segir ansi margt þegar hún er rétt skoðuð. Hún gefur ekki stig en hún gefur vísbendingar um það hvernig liðið er að spila.

Dæmi: Liverpool áttu 478 heppnaðar sendingar í gær, Stoke aðeins 141. Liverpool klúðruðu 151 sendingum, eða fleiri klúðraðar sendingar en Stoke áttu heppnaðar sendingar. Það er merkileg tölfræði.

Annað dæmi: Liverpool áttu 24 skot að marki í gær, Stoke aðeins 3. ÞRJÚ! Einn skalla yfir úr hornspyrnu, eitt blokkað skot utan teigs og svo vítið sem gaf sigurmarkið. Af skotum Liverpool vekur helst athygli að heil 9 af skotum liðsins voru blokkuð af varnarmönnum Stoke, sennilega flest af Ryan Shawcross sem var ofurmannlegur í vörn heimamanna í þessum leik. Begovic, frábær markvörður þeirra, varði 6 skot, þar af þrjú í sömu sókninni.

Önnur áhugaverð tölfræði: Í fjórum deildarleikjum hefur Liverpool búið til jafn mörg marktækifæri og Man Utd – 59 marktækifæri hjá hvoru liði. United hefur hins vegar skorað 18 mörk úr þessum tækifærum, Liverpool aðeins 6.

Staðreynd: Allir stórir dómar þessara fyrstu fjögurra umferða hafa fallið Liverpool í óhag. Ég þoli ekki að þurfa að væla yfir dómgæslu og reyni að forðast það nema þegar regluleg ástæða er til (SUNDBOLTI!), en þetta er samt staðreynd. Við áttum að spila manni fleiri í 85 mínútur gegn Sunderland, og í gær var augljóslega brotið á Skrtel í vítateig Stoke undir lok fyrri hálfleiks auk þess sem heimamenn handléku knöttinn þrisvar í eigin vítateig. Dómarinn dæmdi ekkert í neinu þessara tilvika og hlífði Sunderland við rauðu spjaldi. Við getum talað um alla aðra hluti líka, en ef dómar hefðu fallið okkur í hag eins og þeir áttu að gera í þessum tveimur leikjum gæti Liverpool þess vegna verið með fullt hús stiga í dag. Dalglish kvartaði sérstaklega yfir þessu eftir leikinn í gær, og það réttilega.

Sko, hlutirnir eru ekki algóðir, en þeir eru ekki alslæmir heldur. Liðið er í 5. sæti eftir 4 umferðir, stigi á eftir Stoke í 4. sætinu og fimm stigum á eftir toppliðunum. Og mótið er bara rétt að byrja. Dómar hafa fallið okkar mönnum í óhag og það er lítið við því að gera nema pirra sig, en á móti kemur að liðið er að skapa sér feykimörg færi en bara nær ekki að kála leikjum. Það er jákvætt að skapa svona mikið – jafnmikið og topplið United – og mörkin munu koma. Það er betra að klúðra færum en að skapa þau ekki til að byrja með. Við erum óheppnir að þurfa að mæta Stoke svona snemma – kannski hefði liðið klárað dæmið eftir 2-3 mánuði, betur samstillt, en á móti vorum við heppnir að mæta vængbrotnu Arsenal-liði áður en þeir styrktu sig og fengu menn inn úr leikbönnum á ný.

Tímabilið er langt og margt af þessu jafnast út yfir veturinn. Jordan Henderson á eftir að spila miklu oftar miklu betur en hann gerði í gær, og hann á vonandi aldrei aftur eftir að klúðra þremur dauðafærum í sömu sókninni. Sama með Charlie Adam, Jose Enrique og alla hina. Luis Suarez er núna búinn að spila tvo leiki í röð án þess að skora, sem eru slæmar fréttir fyrir næstu mótherja okkar. Gerrard er á leiðinni inn og Dalglish er enn að samstilla liðið. Það mun taka tíma en liðið er þó að byrja vel á heildina – stigi utan Meistaradeildarsætanna með forskot á Arsenal og Tottenham eftir fjórar umferðir er ekkert til að missa svefn yfir.

Ég legg til að Dalglish hamist svolítið á dómurum fyrir og eftir næstu leiki. Ég legg líka til að menn missi ekki trúna á þessu liði þótt Stoke hafi stolið sigri á heimavelli í leik sem þeir áttu ekki skilið að fá neitt úr. Og ég legg að lokum til að menn taki pirringinn út á Tottenham um næstu helgi. Okkar menn hafa jú heila viku til að undirbúa þann leik, á meðan Tottenham spila í Evrópudeildinni á fimmtudag.

104 Comments

  1. Þetta er allt satt og rétt, en djöfull fara manchester liðin af stað með trompi, helvitis.

    Það er að vísu hægt að segja jú 59 marktækifæri á lpool og þeir með 12 mörk á okkur, en úr einu færi sem klúðraðist fengum við 5-6 færi, á meðan manutd fær bara eitt færi skráð á svoleiðins því þeir klára, þannig að við erum ekki einusinni á pari í marktækifærum.

    En þetta var náttúrulega djöfulegt að ná ekki allaveganna í stig úr þessari rimmu, en við kjöldrögum redknapp og félaga næstu helgi.
    Áfram liverpool 

  2. Flottur pistill og margir góðir punktar. Dalglish þarf að finna leið til að fá dóma til að falla með okkur, en það er auðvitað þekkt að þjálfarar setji pressu á dómarana (þarf ekki að leita lengra en fyrir Bolton – United þar sem Alex Ferguson bað dómarann að vernda De Gea). Þá má einnig skoða hegðun leikmannana á vellinum, en nú er Suarez farinn að fá spjald í öðrum hverjum leik fyrir mótmæli, en ég vil meina að stanslaus öskur á dómarann fái hann ekki til að dæma með þér.

    Annar góður punktur, við erum fyrir ofan þau lið sem við munum líklegast berjast við um 4. sætið, Tottenham og Arsenal, þó að maður sé alltaf að miða við United og Chelsea, þá er þessi byrjun ekki alslæm þrátt fyrir tap í gær.

    Með Carra. Ég er dyggur aðdáandi Carra, en með hóp þar sem tveir góðir/efnilegir hafsentar sitja á bekknum og bíða spenntir eftir tækifæri, má hann bara ekki gera svona mistök. Ég vil sjá Skrtel eða Coates fá séns fljótlega og láta Carra þá verða að vinna sér inn þetta sæti í liðinu.

    Og djöfull verður gaman að fá Gerrard aftur inn í liðið.

  3. Ég er á því að þetta var fræbær leikur hjá liverpool en ömurleg úrslit, get ekki beðið eftir næsta leik. Mundi leggja liminn uppá þetta lið kemst í champions leag. held að kenny mun láta þa fá það ósmurt í vikuni að þeir þurfi að nýta færin sín.

  4. Líkt og hjá örugglega lang flestum stuðningsmönnum Liverpool þá sauð gjörsamlega á mér yfir þessum leik. Ég vildi ekki sjá neitt jákvætt úr þessu og fannst allt ömurlegt. Nennti ekki að taka þátt í umræðum eftir leik, nennti ekki að lesa viðtöl og var bara hoppandi reiður yfir þessu helvíti.

    Daginn eftir hefur maður róast aðeins og getur einmitt litið öðruvísi á leikinn. Liverpool var alls ekki lélegt í þessum leik, í rauninni langt í frá. Hefur oft spilað betur en hefur líka spilað verr. Við sköpuðum fullt af hálf færum og dauðafærum, vörnin var sterk en það virtist bara vanta þetta “final touch” til að klára leikinn. Þetta reyndist vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk upp.

    Það sem ég sé mjög jákvætt úr þessum leik var hugarfar leikmanna. Þeir hafa margir hverjir spilað mikið, mun betur fyrir Liverpool en það fór ekki á milli mála að menn reyndu og það mikið. Það var linnulaus pressa að marki Stoke út leikinn, menn reyndu en bara varð ekki ágengt. Það er að mínu mati jákvætt og sýnir hugarfarið í hópnum, menn vilja ekki tapa og gefast ekki upp.

    Ég nenni ekki að benda fingri á einhverja ákveðna aðila sem hefðu átt að gera betur og eiga að teljast sekir um slæm mistök. Ég held að þetta gæti bara verið nauðsynlegt raunveruleika check fyrir liðið, liðið sveif á bleiku skýi fyrir leikinn og kannski þurfti vatnsgusu í smettið til að slíkt komi ekki fyrir aftur.

    Erfiður útivöllur, erfiðar aðstæður og erfiður mótherji. Let’s move on, annar erfiður útileikur um næstu helgi en aðstæður sem gætu gert Liverpool kleift að ná aftur fram frammistöðu eins og við sáum í hinum þremur leikjum tímabilsins. 

  5. Það hefði verið fínt að hafa Gerrard í þessari stöðu sem Henderson komst í gegn markmanninum. Gerrard á hægri og Henderson á miðjuna í stað Adam er málið held ég.

  6. Flottur póstur og áhugaverð tölfræði.  Þó ég sé pirraður yfir lélegum dómurum og óréttlæti, þá missi ég ALDREI trúnna á Liverpool ! ! Hvað þá þegar DAGLISH er við stjórnvölinn.

    YNWA

  7. Eru allir búnir að gleyma Danny Wilson? Átti hann ekki góðan leik á móti Exeter fyrir ekki svo löngu? 

    Fór að pæla í þessu nýlega, eftir að Coates kom hefur enginn minnst einu orði á Wilson. 

  8. Er ég sá eini sem er að deyja úr hlátri að Upson á myndinni??

  9. Stoke 1 – 0 Liverpool

    Leikurinn tapaðist. Annað skiptir ekki máli. Öll heimsins tölfræði breytir því ekkert.

    Menn að spila sig saman og allt það – það er alveg rétt. Þetta er “nýtt” lið. En hey, ManCity er líka með gommu af nýjum leikmönnum, og það er ekki eins og þeir séu strax 5 stigum á eftir efsta sætinu …

    Liverpool á bara ekki að tapa á móti Stoke. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi en að hljóma svona hrokafullur. Við höfum 20 ára reynslu af því að tapa alltaf á móti litlu liðunum, og fjandinn hafi það, ég er svo búinn að fá nóg af því. Mér er SVO sama þó að þetta hafi verið á heimavelli þeirra, og dómarinn hafi ekki gefið Liverpool ekki neitt. Liverpool á bara að vinna þessa leiki. Og leikmenn liðsins EIGA að spila betur. Ef menn ætla að afsaka sig, þá ættu þeir einfaldlega að spila næsta leik með varaliðinu. Það er bara þannig.

    Já, og Carragher er runninn út eins og tveggja vikna gömul mjólk. Toppleikmaður, enda hr. Liverpool holdi klæddur, en menn verða að vita sinn vitjunartíma. Það eina sem kemur í veg fyrir að hann detti úr liðinu er að Liverpool á enga sem geta dottið inn í staðinn. Ekki nema Skrtel (eða Carra 2.0 eins og ég kýs að kalla hann) og Coates sem allir hefja upp til skýjanna án þess að hafa séð hann spila einn leik.

    Daglish er samt alveg með þetta, ég er svo viss um það að það nær ekki nokkurri átt 🙂

  10. Hver er sinnar gæfu smidur !  Oheppnir i dag , heppnir a morgun.  Svona gengur thetta i boltanum.  Svo eru marktækifæri ekki alltaf godur mælikvardi.  Mørg lakari lid eiga mørg skot a markid af 20 – 30 metra færi thvi their komast ekki nær , ekki ad slikt hafi gilt um LFC a laugardaginn.  Gaman ad sja ad menn her mæli med salfrædi adferdum SAF.

  11. Mér finnst stundum að síðuhaldarar mættu panta stuttan fund með tölfræðingi. Það er auðveldlega hægt að grafa í tölfræði og finna eitthvað sem manni líkar. Kallast data snooping. 

    Í leik á móti Stoke sem allir vita hvernig fótbolta spilar, þá segir tölfræði um t.d. heppnaðar/misheppnaðar sendingar og skot  á mark í raun bara hálfa söguna. Ég held að þó Stoke væri að spila á móti KR myndi KR líka ágætlega út hvað varðar heppnaðar sendingar og skot sem eru blokkuð af andstæðingi.

    Svo verða menn að hemja sig í tilfinningaseminni varðandi Carragher. Menn eldast misjafnlega og staðreyndin er sú að hann virðist vera að missa aðeins af lestinni. Hann hefur allavega ekki efni á að gera mikið fleiri mistök.

  12. 1. Í þessum leik segir tölfræðin ekki alla söguna. Ef leikurinn hefði endað 0-0 eða með sigri Liverpool er vissulega hægt að segja að Lpool hafi verið miklu betra liðið og átt sigurinn skilinn. En það vissu allir hvernig Stoke myndu leggja upp leikinn, á sama hátt og þeir hafa gert síðustu 2-3 tímabil gegn stóru liðunum. Þeir liggja tilbaka, reyna að fá föst leikatriði framarlega á vellinum og fylla þá teiginn af körfuboltamönnum. Ef þeir skora – þá leggjast þeir enn aftar og halda fengnum hlut. Því miður gáfum við þeimr mark snemma og því þarf enginn að segja mér að Tony Pulis hafi verið að sækjast eftir possession prósentu, skotum á mark eða að halda uppi prósentu yfir heppnaðar sendingar. Hann þurfti bara að halda hreinu – sem hann gerði! Því finnst mér tölfræðilegir yfirburðir Lpool bara ekkert merkilegir.
     
    2. Liverpool átti ekki að fá víti í þessum leik. Ég er búinn að horfa á þetta margoft, og allt voru þetta mjög soft atriði. Alan Kennedy sagði það sjálfur, Liverpool átti ekki að fá víti í þessum leik. Á hinn bóginn átti Stoke ekki heldur að fá víti í leiknum, en það var ekki dómaranum að kenna heldur skrifast það á…
     
    3. Carra, Carra, Carra. Úff. Þvílíkt Love & Hate samband sem maður hefur átt við þennan dreng í gegnum hans feril. Miðað við fyrstu leiki þessa tímabils virðist sem hann ætli ekki að rífa sig upp eftir slakt tímabil í fyrra. Við sjáum þetta bara á mörkum fengnum á sig hjá Liverpool. 27 og 28 mörk tímabilin 07-08-09, 35 mörk í fyrra og hann nú þegar búinn að kosta 2 ódýr mörk í ár. Hjartað í Liverpool vörninni er að eldast á meðan leikmenn í EPL verða sterkari, hraðari og teknískari. Carra er Lpool legend og því sárt að þurfa að horfa uppá þetta, en það er kominn tími á jálkinn okkar.
    Fyrir menn sem horfa á tölfræði – yfir 50% af sendingum Carra í leiknum voru langir boltar. 24% þeirra heppnaðist.

  13. Skemmtilegt hvernig KAR ‘gleymir’ að minnast á rangstöðumarkið sem braut ísinn gegn Arsenal. Vertu samkvæmur sjálfum þér drengur! Annars er ekkert að marka það sem þú segir.

     

  14. Homer (#10), Dúddi (#12) og fleiri: ég sagði ekki að tölfræðin segði alla söguna en hún gefur vísbendingar um það að Liverpool var ekki lakari aðilinn í þessum leik. Auðvitað er drullupirrandi að tapa gegn Stoke en það er munur á því að tapa eins og í fyrra, þar sem þeir óðu yfir okkar menn og áttu að vinna stærra en 2-0 ef eitthvað er, og því að tapa eins og í ár þar sem okkar menn voru í stórsókn í 90 mínútur en bara náðu ekki að drulla boltanum yfir línuna og gáfu aulavíti. Það er munur þar á.

     

    Halli (#14) – Var Suarez rangstæður gegn Arsenal? Lestu þetta og éttu svo hattinn þinn.

  15. Að tapa fyrir Stoke er alltaf hundfúllt, sérstaklega þegar margar tilraunir eru étnar af frábærri varnarvinnu Stoke manna, sér í lagi Sawcross (kaupa hann við fyrsta tækifæri).
    Varðandi Carra þá hefur verið alveg ljóst undanfarin tímabil að hann er að eldast (dööö) og ég held að eina ástæðan fyrir því að hann hefur getað gengið að sæti í liðinu sem vísu er sú staðreynd að betri kandídatar voru ekki í boði.
    En nú ætti að vera kominn breytin á því, Agger hefur stimplað sig vel inn og haldist hann heill höfum við það einn besta bakvörð deildarinnar í okkar röðum, Coates kemur svo væntanlega inn í heimaleiknum gegn Wolves þann 24 sept.
    Carra veit manna best hvað er að gerast hjá honum, hann hlítur að gera sér grein fyrir að hann er kominn á lokakaflann á sínum ferli sem leikmaður, hann mun því í rólegheitunum stíga til hliðar og hvíla einn og einn leik og leyfa Agger, Coates og Kelly framtíðarmiðvörðum Liverpool að spila sig saman.
     
    En þessi tapleikur er staðreynd og nú er bara að standa upp og koma klárir í næsta leik gegn Tottenham á White Hart Lane.

  16. Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur í þessum leik….loksins er reiðin runnin af manni!

    Ég er með Carra aftaná búning hjá mér og hann mun alltaf vera í uppáhaldi en maður verður samt að setja eins og er, hann er ekki jafn öruggur og hann var hér á árum áður.
    Ef að Carra fengi sjálfur að ráða myndi hann láta lífið á vellinum fyrir klúbbinn en KingKenny verður að fara að sjá að hann er orðinn hægur og nær ekki að reikna leikinn út líkt og Hyypia og Maldini gerðu, því miður.

    Danny Wilson og Coates er framtíðar leikmenn en er ekki hægt að segja að það sé á hreinu að t.d Wilson sé þreyttur á þessari bekkjarsetu? Hann átti flottan leik á móti Exeter en hefur svo ekki fengið bekkjarsetu né neitt á meðan að Coates kemur beint á bekkinn…..ég hef miklar mætur á Wilson og langar að sjá meira af honum!

    Gerrard fer að koma inn og þá er bara spurningin hvort að Henderson eða Kuyt fari út held ég….eins mikið og ég vill hafa Kuyt inni þá tel ég ólíklegt að hann fari að taka Adam út en það getur vel verið.

    YNWA – King Kenny. 

  17. Góði guð, viltu láta Gerrard verða orðinn leikfærann fyrir leikinn á móti Tottenham…
     
                               Reina
    Johnson/Kelly   Coates    Agger     Enrique
                          Lucas      Adam
    Downing              Stevie G           Bellamy
                              Suarez
     
    og ekkert helvítis kjaftæði!
     

  18. 15 :

    Já, hann var rangstæður, það var það sem ég var að segja. Ekki fara að væla.  

  19. Sammála KAR hér að ofan, við einfaldlega áttum að nýta dauðafærin okkar í þessum leik og þá hefðum við hið minnsta fengið eitt stig út úr þessu.
     
    Ef við lítum á stöðuna í deildinni þá er augljóst hvar vandinn liggur.  Við höfum aðeins fengið á okkur 3 mörk í deildinni en við erum bara búnir að skoða 6 mörk.  Ef við margföldum þetta í 38 leiki þá fáum við á okkur 29 mörk (sem er minna en öll liðin fengu á sig í deildinni í fyrra) en myndum skora 57 sem væri tveimur mörkum minna en við gerðum í fyrra.
    Það þýðir ekkert að pirra sig á tölfræði – hún einfaldlega segir oft ýmislegt og hún lýgur svo sannarlega ekki í dag, í þessum fjórum leikjum sem búnir eru eigum við vissulega að vera búin að skora miklu fleiri mörk.
     
    Ég fer heldur ekki ofan af því að það er breyting í gangi hjá félaginu okkar, við erum að horfa á lið en ekki einstaklinga vinna eða tapa leikjum.  Mér finnst einfaldlega ekki hægt að pikka einhvern út frá helginni sem hægt væri að tala um að hefði gert allt rétt eða allt vont.  Menn voru að reyna, alveg út yfir uppbótartímann og fengu síðasta færið á 94.mínútu, færi sem ég er handviss um að í 95% tilfella meistari Suarez mun setja í markið.
     
    En auðvitað þýða þessi úrslit að það er töluverð pressa á okkar mönnum í næsta leik að standa sig, Tottenham á útivelli er erfiður leikur og við þurfum að átta okkur á því að eftir gengið síðustu tvö ár er ekki sjálfgefið að við hirðum öll stig í boði á útivöllum.  En núna allavega gerir maður sér vonir um það allsstaðar sem er töluverð breyting.
    Markmiðið finnst mér klárlega vera skýrt, komast aftur inn í Meistaradeildina og styrkja svo liðið þannig næsta sumar að við getum barist um toppsætið í 38 leiki.

  20. Dalglish er alveg með þetta. Þegar hann var með Liverpool á árum áður fengu menn að fjúka um leið og þeirra tími rann upp… jafnvel leikmenn sem voru gamlir vinir Dalglish. Þannig hann er alveg með pung þegar þess þarf.
    En sá tími er ekki næsti leikur sem er á móti liði sem kemur líkast til með að sækja á okkur. Og þá er gott að hafa mann sem fórnar sér í allt og er leiðtogi á velli.
    Coates fá menn svo að sjá spila móti Brighton í bikarnum.
    þannig er nú það.

  21. Ein spurning af því að ég er svo minnislaus, hvað er langt síðan að meistari Reina varði víti?

    Ég man ekki betur en að hann hafi verið þekktur fyrir að vera mikill vítabani, en núna finnst mér að það sé útilokað hann verji af punktinum.
    Það sem af er þessu tímabili hafa mörg víti misnotast hjá liðum í deildinni, en fái menn víti gegn Liverpool þá má bóka mark, eða er minnið að svíkja mig?

  22. Halli (#21) – Nei, hann var ekki rangstæður af því að hann snerti aldrei boltann. Lastu ekki linkinn sem ég sýndi þér (ummæli #15)? Slepptu því bara að rífa kjaft, þú hefur rangt fyrir þér.

  23. Já ok takk fyrir þetta Haukur.

    15 okt 2007 er dagurinn þar sem Reina ver síðast víti í deildinni, gegn Portsmouth s.k.v. Lfchistory.net þetta er auðvitað fyrir utan leikinn sem Haukur talar um áðan gegn Man Utd.

    Ég finn ekki upplýsingar um hversu mörg mörk Liverpool hefur fengi á sig í vítum síðustu árin.

    Nú þori ég ekki annað en að taka fram að ég dýrka Pepe Reina, finnst hann stórkostlegur markvörður í alla staði, og auðvitað er ekki gefið að markmenn eigi að verja víti, mér finns bara eins og honum hafi farið aftur í þeirri list.

  24. 28 : Ég hef rangt fyrir mér af því ég er ósammála þér? Suarez var rangstæður. Það er öllum ljóst.

    Flott hjá þér að væla yfir dómurunum þegar það hentar þér, annars ekki.

     

  25. Hvað er að þér? Lestu greinina sem ég er búinn að vísa í: Suarez er fyrir innan varnarlínu Arsenal en hann er ekki dæmdur rangstæður af því að hann kemur aldrei við boltann. Þetta var hárréttur dómur, skv. reglunum hefur hann engin áhrif á leikinn fyrr en hann kemur við boltann (þú hefur séð hvernig línuverðir bíða þangað til maðurinn tekur boltann með að flagga hann rangstæðan) og Arsenal-maðurinn skýtur í samherja og í netið, alveg óháð Suarez.

    Löglegt mark í alla staði. Ég tók fram í pistlinum að við hefðum verið heppnir með Arsenal-leikinn, og að sama skapi óheppnir með Stoke-leikinn, en við fengum ekkert gegn Arsenal sem við áttum ekki að fá.

    Ég hef rétt fyrir mér. Þú hefur rangt fyrir þér. Það eru bara staðreyndir.

    Ræðum nú aðra hluti.

  26. Svo sammála þér Hafliði, ræddum þetta einmitt yfir Stoke-leiknum.  Held að strákurinn hafi varið einhver 6 víti síðasta árið á Spáni og tók tvær í úrslitum FA cup á sínum tíma.  Ef hann hefði staðið um helgina hefði þetta verið létt, en mér finnst of oft vítin gegn okkur bara sett á mitt markið því hann tekur alltaf séns.  Vonum að það verði tekið fyrir.
     
    Halli.  Í fræðunum er talð um, og við viljum öll, um að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans.  Aðstoðardómarinn í þessum leik var augljóslega í vafa og gaf hann réttilega á sóknarmanninn.  Svo þarftu nú ekki að segja eitthvað sem er augljóslega rangt, það að öllum hafi verið ljóst að þetta hafi verið rangstaða.  Pistillinn sem Kristján vísar í er skrifaður af einuim þekktasta dómara sögunnar á Englandi.  Hann er nú enginn nobody er það. 
    Svo það sé á hreinu þá er ég líka ósammála þér svo það er einfaldlega rangt að öllum hafi verið ljóst að þetta væri rangstaða.
     
    Svo er ég líka ósammála #13 í því (og þá Alan Kennedy) að við áttum ekki að fá víti.  Ef tækling Upson með hendurnar úti er leyfileg þá er ljóst að allar snertingar inni í teig er bolti í hönd og á ekki að vera víti.  Varnarmaður sem kemur svona inn í tæklingu á að sjálfsögðu að vera refsað fyrir það þegar handboltamarkvarslan virkar.
    En vissulega er það hróplegt ósamræmi dómarans, að dæma soft víti á okkur en sleppa minnst þremur slíkum á Stoke er lélegt.  Alveg hundlélegt og flott að Dalglish tók það upp á fagmannlegan hátt eftir leik.

  27. Það gjörsamlega sauð á manni á meðan leiknum stóð, og það kom manni gjörsamlega ekkert á óvart að Carra hefði fengið þetta víti á sig, og ennþá minna að Reina hafi ekki varið það. Sátum einmitt nokkrir félagarnir á Górillinu og vorum að spá í því hvenar Reina klukkaði síðast víti!
    En þetta var bara einn af þessum leikjum sem að lítið gengur upp, nokkrir svona leikir á seasoni! Enska pressan er búin að vera meira og minna að afhausa Kenny eftir leikinn og segja að hann sé ekki rétti maðurinn í þetta og blabla. Þeir fréttu af því að Hodgson hefði loksins unnið leik um helgina og nú er hann víst rétti maðurinn í starfið!

    Hef enga trú á öðru en að menn rífi sig upp fyrir Tottenham leikinn, verðum óþreyttir annað en Tottenham sem eiga leik á Fimt. Þeir hafa ekki verið að spila vel og við verðum að nýta okkur það!

    P.s Glen Johnson meiddur aftur, það á ekki af honum að ganga!

  28. Þrátt fyrir að við höfum ekki fengið þessi víti, þá áttum við að skora allavega 1-2 mörk. Það skiptir litlu hvort við náum að skapa jafnmörg færi og Man Utd ef við erum ekki að ná að klára færin. Carra verður að fara að hætta að negla boltanum fram, hann er hræðilegur að losa boltann undir pressu.

  29. Sælir félagar
     
    Fráær pistill hjá KAR og litlu við hann að bæta.  Ég vil taka undir ummæli Magga um Carra og tel að þó hann sé kominn nálægt enda farsæls ferils þá eru hann og Agger það besta sem við eigum núna kost á í hjarta varnarinnar.  Vonandi ber framtíðin í skauti sér arftaka hans.
     
    Carra er goðsögn.  En jafnvel goðsagnir geta gert mistök og að taka mann af lifi fyrir þau er glórulaust.  Í gegnum feril sinn hefur hann átt heimsklassa varnartakta í nánast hverjum einasta leik.  Því vilja menn gleyma en hengja sig á mistök sem eru sem betur fer afar sjaldgæf.
     
    Hvað Halla varðar sem er sófadómari af MU kaliber, þá held ég að hann hafi farið veggmegin fram úr rúminu i morgun.
     
    Svo vil ég svona í framhjáhlaupi og mönnum til skemmtunar benda á eftirfarandi: Gaupískan að segja “miklu mun betri” er í besta falli fyndni og í versta falli bull.  Segja ber: “miklum mun betri”.  þar gerir eitt m gæfumuninn. 🙂
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  30. Eg er nu svo lansamur eda vera hlutlaus ahorfandi thegar kemur ad leikjum i PL.  Eg skil oft ekkert i theim sem sitja vid hlidina a mer og kvarta yfir domaranum.  Oftast nær er domgæslan i lagi , ju vissulega eru stundum dæmar rangstødur thegar ekki er um slikt ad ræda en thetta er oft mjøg tæpt og linuvørdurinn hefur litinn tima til ad akveda sig.  Helsti gallinn vid flesta domara i PL ad minu mati er sa ad su lina sem their taka vardandi gul og raud spjøld er ansi misjøfn og breytist eftir thvi sem lidur a leikinn.  Alltof oft komast menn upp med ruddtæklingar fyrstu 30 min. 

  31. Hafliði, ég held að þetta sé rétt – Reina hefur ekki varið eitt einasta víti síðan gegn West Ham vorið 2006. Þetta er eitthvað svo týpískt fyrir Liverpool. Það fellur ekkert með okkur.

  32. Persónulega finnst mér KAR eiga rétt á þessum hroka þar sem Halli kemur ekki málefnanlega fram eða les þessa grein þar sem það kemur skýrt fram að Suarez er ekki ranstæður (rökstutt af þekktum dómara!!).

    En það er ljóst að ekki hægt að horfa framhjá því að Carra er að eldast en eins og Maggi segir, í dag er eina í stöðunni að hafa kallinn þarna þar sem frambærnin er ekki mikil á bekknum, nema auðvitað Skrtel sem hefur verið að spila í hægri-bak. Við fáum að sjá Coates í bikarnum og hlakkar mig rooosalega til að sjá það, í sannleika sagt.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  33. Er eiginlega í hálfgerðu hláturskasti hérna yfir þessum ágæta Halla. Það er búið að troða ofaní hann með grjóthörðum rökum að Suarez var EKKI rangstæður í fyrra markinu gegn Arsenal en hann er of einfaldur til að fatta það. Reglunum var breytt Halli, samkvæmt reglunum fyrir ca 5 árum hefði þetta verið rangstæða og þú haft rétt fyrir þér, en værir þú up to date í fótboltareglum myndir þú vita að í dag er þetta ekki rangstæða….þín skoðun skiptir í raun ekki máli, reglurnar eru skýrar.

    Svipað dæmi er t.d. í Sunderland leiknum. MÉR FINNST rétt að gefa ekki rautt spjald þegar Suarez var tekinn niður, víti og gult finnst mér alveg nógu harður dómur. En mitt álit skiptir engu þar, reglurnar segja annað og því voru þetta klár dómaramistök að senda Richardsson(var það ekki örugglega hann annars?) ekki í sturtu.

     

  34. Frabær sida og margir snilldar pennar , dont get me wrong 🙂  En umræddur KAR a thad til ad vera besservisser…It’s my way or the highway…ansi oft…

  35. Djöfull verður Suarez brjáááálaður í þessari sók! 

    Og nei, það er ekki gaman að þessu 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  36. Já, sé að Poll er á því að hendirnar hefði ekki átt að dæma og er virkilega ósammála honum í tilviki Upson, en hins vegar get ég alveg keypt að ekki hafi verið dæmt hendi á Delap.  Svo líka talar Poll um að senterinn hafi gert mikið úr broti Carra, en minnist ekki á það sem ég pirra mig mest á, það að Walters vann sér stöðu með óleyfilegum hætti áður en Carra braut.
    En auðvitað er ég sammála því sem Poll segir.  Vandi laugardagsins var fyrst og síðast að fín spilamennska úti á vellinum skilaði sér í dauðafærum sem ekki nýttust.  Það var aðalatriðið.
     
    Og kóngurinn sagði það sem ég styð.  Í þessum leikjum hingað til hafa ótrúlega mörg vafaatriði endað í okkar óhag og auðvitað á hann að verja sína leikmenn og félag og ræða það á þeim vitrænu rólegheitanótum sem hann gerði.  Hann hrósaði Stoke fyrir sinn varnarleik og sagði að við hefðum átt að nýta færin, en hann teldi lykilatriði hafa fallið gegn okkur.  Í þessari röð. 
    Toppmaður ef hann er til!

  37. Enginn virðist veita því eftirtekt sem Björn #33 sagði. Þetta gæti orðið virkilega áhugavert, en að samaskapi dýrkeypt fyrir leikmanninn sjálfann og liðið hans. Ég veit að miðlarnir eru nú ekkert spes, Sun og hið íslenska sun….en stundum skýn sólin á hudsrassgat, þeir gætu fyrir tilviljun verið að hitta á eitthvað.

    Ef við gefum okkur að þetta sé Carroll(sem ég er alls ekkert viss um) gætum við þá farið í mál við bæði hann og Newcastle, þar sem leikmaðurinn auðvitað vissi þetta sjálfur og svo hlítur að vera einhver upplýsingaskylda sem seljandi hefur, bara eins og þær skyldur sem seljendur hafa í fasteignum eða bifreiðum.

    Nei ég veit ekki, er bara svona að velta þessu fyrir mér. Ég ætla leyfa mér að efast stórlega um að þetta sé Andy Carroll, mér finnst hans “vandræði” alltaf stórlega blásin upp, en þetta er þó virkilega áhugavert mál og verður spennandi að fá fréttir í kvöld.  Ef enska knattspyrnusambandið er að hylja yfir lyfjaföll með leikmönnum þá á það allt eins og það leggur sig að segja af sér á núll einni. Sömuleiðis ef leikmenn mæta ekki í lyfjapróf, að mæta ekki jafngildir falli, spyrjið bara Rio Ferdinand.

  38. Ég vona bara að þetta sé ekki Carroll. Það koma fleiri til greina, m.v. lýsinguna gæti þetta allt eins verið Meireles, Nasri, Crouch eða e-r annar sem skipti um félög innan Englands á þessu ári fyrir ‘margar milljónir punda’. En ég bara vooooona að þetta sé ekki einn af okkar mönnum. Liðið má ekki við slíku fjölmiðlafári og síst af öllu Carroll sem hefur þegar næga pressu á sér.

    Krosslegg fingur og tær.

  39. Ekki það að ég óski þess að þetta sé Torres, en það væri samt eitthvað svo gott á hann. Ef þetta er hann vona ég að slúðrið sé rétt og hann fari til AC Milan(í burtu frá Englandi allavega) og nái þar ferli sínum á strik.

  40. Carroll langlíklegastur í þessu kókaínhneyksli. Bæði keyptur fyrir morðfjár og leiðist ekki djammið.
    Menn einsog Crouch, Meireles og fleiri koma ekki til greina þar sem 10 milljónir punda teljast til smápeninga í boltanum í dag.

    Drengurinn er að brenna út og það hratt.

  41. Ég er ekki viss með Carroll. Hjá honum, eins og Meireles, Nasri, Young og Downing, svo dæmi séu tekin, er það ekki seljandinn sem á frumkvæðið. Það er klúbburinn sem kaupir sem stígur fyrsta skrefið án þess að leikmaðurinn hafi verið ’til sölu’.

    Hins vegar virðast leikmenn eins og Crouch, Hutton, Woodgate og Palacios hjá Tottenham, Barton hjá Newcastle, Bendtner hjá Arsenal, hafa verið seldir/lánaðir að frumkvæði klúbbsins sem selur. Þeir ættu því að passa betur inn í lýsinguna, samkvæmt því.

    Þetta kemur svo sem allt saman í ljós í kvöld.

  42. Eru menn virkilega að vitna í sorablaðið finnst að það ætti nú bara að taka upp sömu reglu og er á flests öllum Liverpool spjallborðum þar sem það er bannað að vitna í þetta sorablað og fyrst þetta stendur bæði í soranum og DV þá er þetta örugglega ekki rétt. Ég hef alla vega ekki tekið eftir því að þessir miðlar geti farið rétt með staðreyndir þannig að ég legg til að menn hætti að ræða þetta þangað til þetta kemur í einhverjum miðlum sem mark er á takandi.
     
    Annars stór fínn pistill ég var vissulega pirraður yfir þessum leik en ég sá það fljótlega að ég var ekki eins pirraður og margir hverjir sem voru að tjá sig hér. Liðið var mikið betra en Stoke og hefði á venjulegum degi verið búið að klára þennan leik fyrr. Þetta sést bara best á klúðrinu hjá Henderson (afhverju í fjandanum gaf hann ekki á Suarez) og síðan hjá Adam. Dómarinn var ekki að gera góða hluti frekar en margir aðrir dómarar í deildinni og auðvitað ver Poll sína menn eins vel og hann getur. En það er ekki dómaranum að kenna að við unnum ekki þennan leik heldur klaufagangi og slæmri spilamennsku leikmanna Liverpool dómarinn var sennilega bara í sama gæðaflokki og leikmenn Liverpool í þessum leik.

  43. 42# 

    Hefði bara Henderson litið upp og séð Suarez áður en hann tók skot númer 2! 

  44. Vardandi vitid, to ad Kenny segi ad tetta se ekki viti, ta er ekkert vist ad honum finnist tad endilega. Myndi hann lika segja tetta ef vid hefdum verid ad fa viti?

    Held ad Kenny se einfaldlega ad segja tetta til ad setja trysting a domara. Svipad og Ferguson er buinn ad gera i 20 ar og virkar tvi midur.

  45. Nokkrir punktar eftir þenna grátbölvaða helvítis leik.

    1. Ég horfi ekki á marga leiki á tímabili á heimavelli Liverpool klúbbsins en ég sá þennan á Górillunni og útileikinn í fyrra á Players. Minnið mig á það á næsta ári að ég ætla að loka mig af heima og horfa á þessa viðureign þar. Stoke er of pirrandi lið til að horfa á á almanna færi.

    2. Ég er sammála þessum pistli og auðvitað er það enginn heimsendir að tapa á útivelli gegn Stoke, þó það sé fjandanum meira óþolandi og maður er að vona að Liverpool sé komið á þann stall að fara klára þessa leiki. Stundum bara fellur þetta ekki með manni nánast sama hvað og þetta var svo sannarlega einn af þessum dögum.

    3. Það er hægt að fara Wenger leiðina og kenna dómaranum um alla leiki tímabilsins og reyndar hefur byrjunin á þessu tímabili verið sérstaklega pirrandi hvað vafasama dóma varðar. Efa þó ekki að þetta snúist við á endanum. Dalglish kvartaði hátt og skýrt eftir leik og setur þannig aukna pressu á dómarann í næsta leik Liverpool. Ég tippa nú á að þetta dómararöfl eftir leikinn gegn Stoke hafi verið tvíþætt, annarsvegar var hann bara mjög fokkings pirraður að hafa ekki fengið neitt víti í þessum leik en þeir eitt nokkuð soft víti. Eins held ég að hann sé viljandi að setja pressuna á dómarann í næsta leik enda er þetta ekkert í fyrsta skipti sem stjóri knattspyrnuliðs segir svona eftir leik. Held að þetta sé t.d. svipaður söngur hjá Ferguson eftir hvern einasta tapleik og Wenger eftir hvern einasta leik.  

    4. Það er bara bannað að lenda undir gegn Stoke því þeir eru stoltir af því tjalda öllu liðinu inni á vítateig og beita öllum brögðum til að verja þessa forystu sína…og þeir gera einmitt það frábærlega. Þeirra leikplan gekk 100% upp um helgina þó að Liverpool hefði líklega klárað þennan leik nokkuð örugglega í 8 af hverjum 10 tilvikum án teljandi vandræða m.v. spilamennsku og kannski með smá vott af heppni. Völlurinn er eins þröngur og þeir mega hafa hann, þeir eru snillingar í að brjóta án þess að gera það of harkalega (þó þeir hafi nú oft sloppið vel í leiknum) og heilt yfir spila þeir sitt ömurlega leiðinlega leikkerfi frábærlega.

    5. Hvað Carragher varðar þá þarf engan vísindamenn til að sjá að 33ára er farið að hægjast á honum og hann er ekki jafn öflugur og hann var fyrir 5 árum. Það er samt óþarfi að gera of mikið úr þessum mistökum í síðustu leikjum. Hann lendir í rimmu við líkamlega sterkan Jon Walters og á í basli með hann. Walters var nú ekkert að reyna standa þetta af sér og fær vítið. Held að aldur Carraghers skipti ekki öllu máli að hann hafi lent í þessari stöðu gegn Walters og þetta eru ekki fyrstu mistökin sem hann gerir á ferlinum. Fyrir utan þetta er alveg horft framhjá því að Stoke og Bolton í leiknum á undan áttu varla færi allann leikinn. Hann er orðinn hægari og það kemur arftaki von bráðar, en þessi byrjun finnst mér ekkert sanna að hann sé “búinn” á því neitt. Hann stjórnar varnarleiknum vel ennþá og á alveg ennþá þessar trademark Carragher tæklingar.

    6. Þessi leikur sýnir vel að við eigum smá í land með að slípa þennan hóp saman, það eru miklar breytingar á liðinu sem er að auki ennþá án besta leikmanns félagsins. Í þessum leik vorum við síðan ekki með neinn af okkar þremur hægri bakvörðum sem var slæmt því Skrtel er hugsanlega verri í þessari stöðu en Carragher. Nýju leikmennirnir áttu flestir afspyrnu slæman dag í þessum leik, Adam hitti ekki sendingu sem var lengri 5 metrar, Henderson kórónaði leik sinn er hann klikkaði á þremur dauðafærum á 10 sekúndum og Enrique átti sinn fyrsta dapra dag í búningi Liverpool. 

    7. Niðurstaðan er að það er hundfúlt að tapa leikjum, sama hvort það er á Old Trafford eða Brittania, eitt tap er ekki alveg jafn mikill heimsendir og af er látið. Spilamennskan gefur góð fyrirheit a.m.k. og sigur á Tottenham gæti komið okkur aftur í ágæta stöðu. Ég er jafn pirraður á þessu tapi og ég var á tapinu í fyrra gegn Stoke, þoli ekki að tapa fyrir þessum andfótbolta. En núna er maður töluvert bjartsýnni til lengri tíma litið, Stoke voru ljónheppnir í þessum leik á meðan við vorum ömurlegir í fyrra og reyndum að spila þeirra leikkerfi.

    8. Að lokum vona ég innilega að þetta kókaínmál sé tittlingaskítur og ekkert tengt Liverpool.

  46. Ég skil ekki alveg þessa umræðu hjá Magga um að Walters hafi unnið sér stöðu ólöglega áður en Carra braut á honum. Ég fékk ekki betur séð en að Carra hafi misreiknað boltann, Walters gerði vel og steig inn í hlaupaleiðina og var á undan í boltann. Það er svo alltaf erfitt að meta hvort Carra togaði mikið í Walters en hann var í það minnsta með hendina utan um hann og bauð því upp á þetta. Lítið við þessu að segja og ég veit að ég hefði orðið brjálaður ef Liverpool hefði ekki fengið víti á svona brot. Ég er aftur á móti því að við áttum að fá víti þegar Upson fékk hann í hendina en það breytir því samt ekki að liðið var ekki að spila vel. Það var ekki fyrr en ca síðustu 25 sem við náðum einhverri pressu á Stoke en fram að því fannst mér spilamennskan ömurleg, spilið hægt, mikið um misheppnaðar sendingar og nákvæmlega ekkert að gerast upp við mark Stoke.

    King Kenny vissi alveg við hverju var að búast en mér fannst hann ekki gera vel í nálgun sinn á leikinn og mér fannst hann líka alltof seinn að bregast við. Kuyt og Henderson höfðu ekki gert allan leikinn og það hefði verið í góðu lagi að skipta þeim út í hálfleik. Það hefði reyndar mátt skipta fleirum út í hálfleik en mér fannst þessir tveir slakastir.

    Mér finnst svo allt í lagi stundum að viðurkenna að frammistaða liðsins hafi einfaldlega ekki átt meira skilið en þetta. Jújú við fengum færi og allt það en ef menn fara svona með dauðafærin eigum við ekki meira skilið hvort sem við vorum meira með boltann eða áttum fleiri heppnaðar sendingar (sem er reyndar ekki erfitt á móti Stoke).

  47. Einhverntíman heyrði ég að kók hafi fundist á stofuborði heima hjá Carrol þegar hann bjó með öðrum newcastle manni (Nolan minnir mig), Sá tók á sig sökina. Crouch, Nasri og fleiri sem passa við lýsinguna eru bara einhvernveginn ekki þesslegir. Annars vona ég eins og þið hinir að þetta tengist Liverpool ekki neitt. Er samt með vinstra eistað undir þannig að hluti af mér vill að Carrol sé að detta í hákarl eða hafi dottið í amk einn einhverntímann

  48. Nr. 55 Hr. Sigló 

    –  Mér finnst svo allt í lagi stundum að viðurkenna að frammistaða liðsins hafi einfaldlega ekki átt meira skilið en þetta.

    Auðvitað er það meira en allt í lagi og það var enginn að halda öðru fram t.d. í sama leik á síðasta tímabili. En í þessum leik áttum við svo sannarlega mikið meira skilið og Stoke nákvæmlega ekki neitt.

    Það eru 3-4 atvik sem hægt er að benda á þar sem við vildum víti (hendi innan teigs í þrjú skipti og brot á Sktrel) og nokkur dauðafæri sem við vorum hreinlega óheppnir/lélegir að klára ekki.

    Það skiptir ekki miklu hvað stigin varðar en við áttum svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr þessum leik og spilamennskan, var góð, ekki frábær en heilt yfir var þetta góð spilamennska hjá Liverpool.

    Sammála samt að skiptingar í þessum leik komu allt of seint.

  49. @Babu #60
     
    Ósammála. Okkar menn fengu tækifærin – og það oft. Það var undir þeim komið að nýta þessi tækifæri – se þeir gerðu ekki. Þar af leiðandi áttu þeir ekki skilið meira út úr þessum leik.

  50. #42
     
    Það ætti að flengja Henderson og Adam fyrir að gefa ekki á Suarez í þessari sókn. Skil mætavel að maðurinn hafi orðið brjálaður.

  51. Nr. 61 Dude

    Æ come on, þetta eru útúrsnúningar hjá þér og þú veist hvað verið er að meina. Svona spilamennska dugar oftar en ekki þó þetta hafi ekki fallið með okkur í þessum leik.

    Annars má með þessum hætti benda á að Stoke braut af sér innan vítateigs skv. knattspyrnulögunum og þ.a.l. áttum við bara víst skilið eitthvað meira út úr þessum leik?  

  52. Athyglisvert að lesa hvað menn eru að skrifa eftir leikinn. Mér finnst algjör óþarfi að fara á límingunum eins og mér finnst sumir vera að gera hérna. Liðið skapaði sér nokkur ágætis færi í leiknum og var sterkari aðilinn en síðan féllu ýmsir hlutir þannig að lokatölur voru okkur óhagstæðar. Það er samt mikilvægt að horfa ekki bara á hvað “var að” heldur líka á það sem var í lagi og á venjulegum degi hefði þessi frammistaða skilað árangri. Við hvorki vinnum deildina né töpum henni á einum leik. Ég vona svo sannarlega að liðið haldi áfram á þessari braut og byggji ofan á styrkleikana frekar en að fara á taugum og “finna hvað sé svona mikið að”.  

  53. Athyglisvert að lesa hvað menn eru að skrifa eftir leikinn. Mér finnst algjör óþarfi að fara á límingunum eins og mér finnst sumir vera að gera hérna. Liðið skapaði sér nokkur ágætis færi í leiknum og var sterkari aðilinn en síðan féllu ýmsir hlutir þannig að lokatölur voru okkur óhagstæðar. Það er samt mikilvægt að horfa ekki bara á hvað “var að” heldur líka á það sem var í lagi og á venjulegum degi hefði þessi frammistaða skilað árangri. Við hvorki vinnum deildina né töpum henni á einum leik. Ég vona svo sannarlega að liðið haldi áfram á þessari braut og byggji ofan á styrkleikana frekar en að fara á taugum og “finna hvað sé svona mikið að”.

  54. hvað er málið með þessa hægri bakverði liverpool í dag… johnson aftur kominn á sjúkralista eftir 20 mínútur í leiknum á móti stoke!!! martin kelly verður klárlega ekki mikið með í vetur miðað við seinasta tímabi, og ég er ekki alveg til í að bekena skrtel í bakvörðinn…… 4 leikir búnir og strax komnir í vandræði með stöðuna…

  55. Fjölmiðlaumfjöllun í Bretlandi hefur verið alveg ótrúlega furðuleg eftir tapið gegn Stoke. Mjög hófsöm gagnrýni (í raun ekki einu sinni gagnrýni) Dalglish á það hversu mikið af dómum Liverpool hefur verið að fá gegn sér í síðustu leikjum er merki um að hann sé að missa stjórn á skapi sínu og tapið gegn Stoke er merki um Dalglish ráði ekki verið starfið (þrátt fyrir bestu byrjun í áraraðir). 

    Gagnrýnin er að miklu leyti tækluð í nýrri (og stór góðri) grein á Tomkins Times og þetta er skyldulesning fyrir alla Liverpool stuðningsmenn:

    http://tomkinstimes.com/2011/09/kenny-dalglish-is-ruining-liverpool/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+TheTomkinsTimes+%28The+Tomkins+Times%29

    Heimskulega greinin sem hann talar sérstaklega um er eftir fæðingarhálfvitann Russel Kempson á Independent, það er alveg vel þess virði að lesa hana þó ekki væri nema til þess að leggja nafnið vel á minnið og var sig á honum í framtíðinni:

    http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/kennys-from-heaven-er-not-exactly-2353205.html 

    Fyrir þá sem vita lítið um þjóðmál og pólitík í Bretlandi þá er rétt að taka fram að fordómar íbúa suður englands gagnvart verslunarborgunum í norð vestri, og þá sérstaklega Liverpool, eru beinlínis aldagamlir. Þetta hefur oft mátt sjá á fjölmiðlaumfjöllun um borgina og smitar einnig yfir umfjöllun um fótbolta (fréttir the Sun af Hillsborough voru ótrúlega gott dæmi um þetta).

    Londonar pressan mun ekki gefa Dalglish nein grið eins og sjá má á umfjölluninni síðustu daga. Það er ekki vegna þess að hann eigi það skilið heldur vegna þess að þannig virkar England einfaldlega. 

    Aðdáendur Liverpool þurfa bara að sjá í gegnum bullið og meta sjálfir hvað af gagnrýninni á rétt á sér.  

  56. Undirritaður er ákveðinn aðdáandi normaldreifingarinnar og grundvallarmáls eðlisfræðinnar um að öll kerfi leiti jafnvægis. Við höfum verið hart leiknir fyrstu fjóra leikina en áðurnefnd fræði leiða í ljós að þetta jafnast út yfir tímabilið.

    M.ö.o. að ekkert fær rænt mig sálarónni. Við erum hægt og bítandi að eignast rosalegt lið og frábæra umgjörð á allan hátt.

    Kenny var þungorður en algjörlega spot on!

  57. er að horfa á QPR- Newcastle og Saun-W-Pihlips er bara drullu sprækur ennþá. Ekkert smá sem þessi er búinn að rústa mögulegum glæsi ferli með því að hanga á bekknum hjá Chelsea og City fyrir há laun. Hefði pottþétt getað verið einn lang besti kantari England í mörg ár hefði hann spilað 30 leiki + hjá Liv-totth-villa eða united á hverri leiktíð !
     

  58. Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er ekki að marka staf sem kemur fram í þessu skítamiðlum Sun og DV
    “Götublaðið The Sun segir leikmanninn hafa verið seldan fyrir margar milljónir punda eftir að upp komst um neyslu hans en nýja félagið fékk ekkert að vita.” Já einmitt hann fór á free transfer til Hibs í Skotlandi. Eins og ég sagði þá á ekki að lesa þetta bull sem kemur frá þessu drasli sem ég myndi ekki einu sinni nota sem klósettpappír.

  59. Auðunn G #73 Hann var keyptur af Birmingham á 2,7 millur, og í upprunalegu fréttinni var sagt “multi million pounds” þannig að strangt til tekið lugu þeir ekki 😉

  60. Eru menn í alvöru enn að gráta Meireles? Hann var í svipaðri stöðu og Spearing hjá okkur, ekki nógu góður fyrir byrjunarliðið…mynduð þið líka gráta svona ef Spearing færi? Ætlið þið að gráta svona eftir alla leiki þar sem hlutirnir ganga ekki upp? Ég hef ekkert á móti honum, fínn leikmaður en yfirhæpaður í drasl….sé ekkert á eftir honum heldur.  Í stað þess að væla yfir honum ætla ég að einbeita mér að því að styðja mitt lið og þá leikmenn sem fyrir það leika hverju sinni, það eru jú þeir sem skipta mestu máli.

  61. Gaman að sjá hve mikið þú horfir á fótbolta Kristján Atli…… frábært að sjá hvað þú lest mikið í þessa tölfræði….. hefur þú einhverntíman séð Stoke pressa og sækja og opna sig eftir að þeir hafa komist í 1-0 gegn liði sem er töluvert sterkara á pappírnum en þeir….. Það er auðvita fáránlegt að halda því fram að Liverpool hafi spilað frábærlega útfrá sjónarhorni tölfræðinnar….. það var vitað mál að eftir að Stoke komst yfir að þeir myndu liggja aftarlega og reyna eins og þær gætu að halda þessu eina marki og það tókst þeim er nokkuð viss um að ef City hefði lent undir gegn þeim þá hefðu þessar “frábæru” tölfræðitölur sem þú talar um verið City miklu betra í hag og þeir hefðu eflaust rúllað inn 3-4 mörkum og kannski hefði Stoke átt fleiri færi og þurft að færa sig framar á völlinn ef þeir hefðu lent undir á móti Liverpool, leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og Tony Pulis vildi að hann myndi spilast frábær taktík hjá honum, held að þú ættir að vita það að það er skárra að vinna taktískan sigur en tölfræðilegan sigur

  62. Gunnar Á Baldvinsson #76

    Það er Meireles hafi ekki verið nógu góður fyrir byrjunarliðið er brandari.  Hann var einn af okkar bestu mönnum á seinustu leiktíð og lagði síðan glæsilega upp mark í fyrsta leik sínum fyrir Chelsea, auk þess sem að hann gjörbreytti sóknarleik okkar ásamt Suarez þegar að hann kom inná gegn Arsenal.

    Í byrjun tímabilsins var hann að stíga upp úr meiðslum og þessvegna ekki í hóp, hann hefði klárlega fengið fleiri mínútur ef hann hefði verið heill.

    Ég persónulega myndi stilla honum inná í staðin fyrir Adam alla daga, er með betra touch og tækni, er lipari, í betra formi, vinnur betur til baka og hentar vel í pass-and-move kerfi.

    Maður á eiginlega ekki að vera að gera sjálfum sér það að pæla í því hvað hefði gerst hefði hann ekki verið seldur, en það er erfitt að horfa framhjá því ef hann spilar áfram með Chelsea eins og hann gerði í seinasta leik.

    Það versta finnst mér(og fleirum líklegast) síðan að hann skuli hafi verið seldur til Chelsea!  Af hverju var hann ekki seldur til spánar eða einhvert úr landi allavega, óþolandi að vera alltaf að selja okkar sterkustu menn til keppinautana, þó svo að við höfum verið heppnir í sambandi við Torres.

    En að leiknum!  Ég hef voðalega fátt við þennan pistil að bæta, þvílíkur pirringur sem að maður upplifði á meðan að þessari vitleysu stóð.  En nú er bara að horfa fram á veginn!  þreytt Tottenham lið í næsta leik, við verðum að reyna að nýta okkur það!

  63. Raggi það var talað um að liðið sem seldi hann hafi leynt þessum upplýsingum þannig að ef hann féll á lyfjaprófi hjá Birmingham þá skiptir ekki miklu máli hvað hann var keyptur á ef þeir létu hann fara frá sér frítt.  En jú ef þú ert einn af þessum mönnum sem vinna á þessum sora fjölmiðlum þá er hægt að beigja sannleikan eins og menn vilja svo lengi sem það selur einhver blöð.

  64. rólegur, ég bjóst við að blikk broskallinn myndi nú komast til skila enda var þetta meint sem grín í garð DV og sun, en greinilega ekki. Rosalega eru menn viðkvæmir hérna.

  65. with 240 drugs tests being abandoned between April 2007 and August 2010 after players failed to attend. More than 20 of these tests occurred at Premier League clubs, including four failed tests at City and Everton, one at Liverpool and five at Fulham.
    Not only have the FA not banned these players, they’ve swept it under the carpet.

    Hver var það sem féll á lyfjaprófi hjá LFC og af hverju ?

  66. Sælir félagar
     
    Er þetta ekki stuðningsmanna síða Liverpool manna og kvenna.  Djö . . . geta menn verið neikvæðir og leiðinlegir.  Maður fer bara að hætta að lesa komment hér og lætur sér nægja að lesa upphitanir og leikskýrslur og annað sem kemur frá fastapennum Kop. is.  Lóki 74, Nonni 77, Doddijr 67, Dude 61 og 2, Bjarki Már 55 og svo mætti áfrasm telja út í hið óendanlega.
     
    Allt í lagi, liðið tapar leik og það er svekkjandi en svona gerist í fótbolta.  Ef þetta væri ekki staðreynd um íþróttina að enginn leikur er unninn fyrirfram þá væri lítið í þetta varið.  þá þyrfti ekki að leika einn einasta leik.  Tölfræði og líkur, punktur, búið.  Hvað gerði MU mikið af óvæntum jafnteflum á síðustu leiktíð.  Þrátt fyrir að vera (á pappírnum) mikið betra lið o.s.frv.  Enginn leikur er unninn eða tapaður fyrr en feita konan syngur.  Það er einfaldlega staðreynd þessarrar íþróttar í henni búa töfrar hennar og spenna.  Slakið því aðeins á í neikvæðninni og njótið daganna.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  67. Það er alltaf hægt að hugga sig við að Joe Cole, Babel, Aquilani, Mereiles og Voronin stóðu sig allir vel um helgina.

  68. Upp úr stendur að MIKIÐ DJÖ… er Stoke leiðinlegt lið.  En vítið sem við fengum á okkur er alfarið mál Carra.  Til að byrja með stendur hann ranglega á Walters, sem nær svo að loka leið Carra (öxl í öxl) og Carra beitir hendinni til að stöðva hann og fær dæmt á sig víti.  Óumdeilanlegt, ef menn horfa kalt á þetta.  En klárt mál að við áttum að fá víti þegar Upson blokkeraði boltann.  En því miður kom það ekki.  Hins vegar átti þetta ekki að skipta máli, því við fengum svo sannarlega sénsa á að klára þennan leik, nokkrum sinnum.  Nú er bara að halda áfram, stóra verkefnið er að laga vörnina fyrir Tottenhamleikinn.  Hvort sem það er Coates eða Skrtel inn fyrir Carra- eða ekki, en spurning hver fari í hægri bakvörðinn?

    En Gerrard verður klárlega á bekknum og tekur 30 mín. og það má segja að það verði góð viðbót.  Mér skilst að hann sé þokkalegur í boltanum. 

  69. Það er gaman að þér finnist þetta vera brandari, en raunveruleikinn er bara sá að Meireles hefði ekki komist í liðið. Dalglish vildi frekar nota þá menn sem hann keypti og því var Meireles látinn fara. 

    Meireles var ágætur af mörgu leiti en ég man hvað það pirraði mig óendanlega hvað hann fór ALDREI í tæklingar, linari mann er vart að finna og það segir manni eitthvað að bæði Dalglish og Hodgson áttu í erfiðleikum með að koma honum í liðið því honum var ekki treyst fyrir stóru miðjustöðunni. Spilaður úti á kanti hjá Hodgson eða fyrir aftan framherjann hjá Dalglish, staða sem Suarez og Gerrard eru ljósárum betri í en Portúgalinn. Annað að hann var alltaf fyrsti maður útaf því hann virtist ekki hafa úthald í heila leiki…ekki beint góðir kostir þessir tveir.

    Mesti brandarinní þessu öllu er síðan þegar menn segja að Meireles hafi verið frábær á síðasta tímabili. Fyrir utan nokkra leiki í feb/mars sýndi hann ekkert. Hann var mjög slakur fram að áramótum, skoraði síðan nokkur mörk þarna í nokkrum leikjum en hvarf síðan aftur. Yfirhæpuð framistaða hans í fyrra er eini brandarinn í þessu máli.

    Með þessu öllu er ég ekki að segja að ég hefði viljað selja Meireles eða að hann sé lélegur leikmaður, bara sýna að þessi sala er vel skiljanleg.  …og bara minna þig á að Jose Enrique átti mjög sambærilega sendingu og Meireles um helgina, eini munurinn var sá að Sturrige kláraði sitt færi en Henderson/Adam ekki. Með því að hífa Meireles eitthvað sérstaklega upp fyrir þessa sendingu er leiknum síðan á síðasta tímabili greinilega haldið áfram, ofurhæp á Raul Meireles, þann annars ágæta leikmann.
     

  70. Mitt ummæli hér að ofan var auðvitað beint til Björns Torfa #78

  71. vá sigkarl…. það er naumast að þú ert neikvæður útí neikvæðnina hérna inni!!!!
    ég fer ekki og dansa beint trylltann dans yfir því að allir tveir og báðir þrír bakverðinrnir okkar eru meiddir…
    og jú þetta er stuðningsmannsíða liverpool fólksins… og þar af leiðandi á maður að geta tjá sig um sínar hugleiðingar!!! gerðu bara sjálfum þér greiða og hættu að vera svona neikvæður!!!

  72. Er ég að missa af einhverjum allsherjarbrandara med Meireles? Eins og hann hefdði verið einhver frelsari á móti Stoke? Meireles er bara allt í lagi leikmaður og að mínu mati var salan á honum til Chelsea mjög góður bissness. Hef engar áhyggjur af því að hann sé leikmaður andstæðinganna.

  73. Damien Comolli: “Raul came to see me asking to leave, we did not want to sell, but he said he did not want to play for #lfc so we sold him”

    ….gæjinn gaf skít í LFC, þarf ekkert að ræða þetta meira. 

  74. Smá pæling, tækjuð þið Torres aftur á 20 millz í janúar, Suarez og Torres saman frammi, erfið spurning,

    Hann sveik okkur all svakalega, en það væri samt sem áður deadly combo Suarez & Torres usssssss

  75.  
    Fowler9 90#
    Ég væri alltaf til í að fá Torres aftur enda stóð hann sig vel hjá okkur, var það ekki hugmyndin hjá Liverpool  með kaupunum á Suarez að hafa þá tvo frammi? Gæti alveg trúað því að þeir tveir gætu verið hættulegir saman, við fyrirgefum Torres að sjálfsögðu svo lengi sem hann er tilbúinn að leggja sig fram fyrir liðið.

  76. Ég verð nú að vera dálítið sammála Sigkarli, neikvæðnin er svakaleg hérna inná :/ Er ekki að dissa einn né neinn en er ekki í lagi að halda commentum á málefnanlegum nótum, ekki einhverju drulli??

    Ég myndi hætta að spá í þessu Meireles dæmi, hann er farinn og ekkert hægt að gera í því, hvort sem einhver ,,loforð” voru svikin eða ekki (vælt yfir þessu líkt og þegar að Torres fór!). Hann átti góða sendingu um helgina sem skapaði mark en ef sendingin hjá Enrique hefði skilað sér á Suarez í þessari stöðu en ekki ungan miðjumann þá hefði sú sending ekki verið neitt verri….face it!

    Fowler9 …. þetta er óþæginleg spurning! Úff….myndi maður gráta Torres sem annan til þriðja striker þó honum hafi ekki verið að ganga nægilega vel?? Það vita allir hvað hann getur, þ.e.a.s þegar að hann nennir því en vill maður hann aftur?? Þessi spurning lætur mann fá magasár….

    YNWA – King Kenny we trust! 

  77. @Sigkarl; ég hef nú hingað til haft gaman að því sem þú skrifar og lesið kommentin þín sem og annara, hvort heldur þau eru jákvæð eða neikvæð. Að mínu mati er það einmitt það sem gerir þessa síðu svona góða, þ.e. að menn eru ekki sammála um alla skapaða hluti og setja fram sínar vangaveltur um liðið. Ég var ekki sáttur með síðasta leik og hafði/hef bara alls ekki í mér að reyna að finna eitthvað jákvætt út úr þessu eða að drulla yfir dómarann. Mér fannst liðið spila illa og King Kenny ekki gera rétt með nálgun sinni á leikinn. Þýðir það að ég eigi bara að sleppa því að kommenta hér svo að þú þurfir ekki að lesa neikvæð komment, á maður kanski bara að kommenta þegar maður er glaður?

    Ég hef hingað til hrósað liðinu, leikmönnum og öllum í kringum liðið þegar það á við en stundum þarf maður einfaldlega að fá að vera fúll með frammistöðuna og það gerir hvorki mig né aðra neikvæða að minni stuðningsmönnum Liverpool. 

  78. Torres mun ekki spila aftur fyrir Liverpool, það hljóta allir að vita.

    Næsta skref hjá þeim misheppnaða leikmanni Chelsea, er að fara frá Englandi í þeirri von að losna við þá athygli sem fullkomið getuleysi hans fyrir framan markið veldur.

  79. Þetta meinta loforð sem Meireles fékk var frá fyrri eigendum Liverpool og því voru FSG ekki skuldbundnir því að standa við það. Þeir sáu ekki þörfina á að yfirborga það, þar sem þeir töldu að Meireles yrði ekki meira en 3-5 kostur í sína stöðu í liðinu.

  80. Hlæ mig máttlausan af þessari umræðu um “svikin loforð” = svikin launamál. Verð að taka undir með síðasta Kop-cast þætti að ef þetta er satt þá hefur Meireles greyið einhvern þann lélegasta umba sem sögur fara af. Þú semur ekki þannig að aðalefni samnings séu í “orði” heldur eiga þau að vera á borði. Miklu frekar væri þetta “loforð” um ákveðin spilatíma en come on…..

    Þumall upp fyrir komment #97   nákvæmlega…. 

  81. Er ég ekki ennþá að skilja þetta “loforð” Meireles þannig að hann hafi fengið munnlegt loforð um hærri laun að loknu sínu fyrsta tímabili?

    Ef þetta er raunin er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort
    – Maðurinn sé fábjáni?
    – Til hvers var samningurinn sem skrifað var undir?
    – Frétti hann ekki af því að allt breytist hjá félaginu á þessu ári sínu hjá klúbbnum?
    – Er hann með umboðsmann?

    Það er eitthvað bogið við þetta eða ég er a.m.k. ekki að ná því um hvað þetta loforð snerist. En ef hann er að væla yfir því að Tom Hicks (eða Purslow) hafi svikið loforð þá bara verður hann að fara í röðina, það eru nokkrar milljónir á undan honum.

  82. Byrjum á því augljósa, þetta er yndisleg síða í alla stað.
    Hinsvegar eftir að hafa lesið allt þetta þá langar mig að koma mínum skoðunum á framfæri.
    Fyrsta lagi, þá var þetta víti á Carra.. Hvort sem að um “soft brot” er að ræða, þá á hann ekkert að vera með hendina svona utan um sóknarmanninn, og fannst mér þetta brot hans vera meira eins og of ákafur unglingspiltur heldur en þetta reynslumikinn leikmann, en þessi ákafi er kannski aðalsmerki hr. Liverpool, en brot var þetta. Sóknarmaður í þessari stöðu þarf á engann hátt að ströggla við það að halda sér uppi, sama var hægt að tala um t.d. þegar Everton fékk víti gegn Villa. Það þarf enginn að segja mér það að Phil Jagielka, þessi stóri og stæðilegi miðvörður hefði ekki getað staðið í lappirnar þegar litli Villamaðurinn hoppar upp á hann..
    Oft talað um að don’t hate the player, hate the game. Því miður, þá er þetta orðið hluti af leiknum, leikmenn reyna ekki að standa í lappirnar, því að þeir fá meira fyrir það að falla auðveldlega.
     
    Annað sem mig langaði að svona bæði benda á og opna fyrir umræðu um það.
    Það er minnst á að hann hafi ekki haft úthald í heila leiki, en hinsvegar í viðtali við fitnessþjálfara Liverpool, þá er sagt að það hafi verið Raúl og Dirk sem gátu hlupið mest og lengst..
    En ég svosem græt hann ekki, var ekki pottþéttur með starting, þó góður fyrir hópinn.. en ef leikmenn vilja ekki spila fyrir klúbbinn, þá eiga þeir ekki heima hjá klúbbnum
     
    Takk fyrir mig

  83. Seint koma sumir en koma þó. Missti af umræðum síðustu daga en lagði það á mig að lesa þessa 250 pósta eða svo eftir Stókið. Margt vel málefnalegt og gaman að því en verra þegar menn röfla yfir röflinu í þeim sem röflar yfir röflaranum. Það er bara hringavitleysa og betra að halda sig við efnisatriði og rökstuddar skoðanir. Það er klassík sem klikkar aldrei.

    En mín síðbúnu tvö sent um þetta:

    – Fannst Kenny gera mistök í uppstillingunni. Hefði viljað sjá Carroll fá séns gegn miðvarðaturnunum sem hefði máske þýtt meira pláss fyrir Suarez eins og sást í lokin. Einnig hefði það verið ákveðin stuðningsyfirlýsing eftir leiðinlega fjölmiðlaviku. Bellamy var eflaust bandbrjálaður yfir að missa af Wembley og hefði líka átt að byrja og jafnvel Spearing líka. Kuyt, Downing og Adam virkuðu allir þreyttir eftir landsleiki og ekki tilbúnir í slaginn. Þá er Skrtel enginn bakvörður! Það sem gerðist gegn Bolton var alger slembilukka og hann hefur oft verið hörmulegur í þessari stöðu þegar hann hefur spilað hana í neyð. Aldrei aftur takk fyrir.

    – Við áttum auðvitað skilið að ná jafntefli út úr þessu en Stoke eiga hrós skilið fyrir að þeirra plan gegn 100% upp. Komust í kjörstöðu og spiluðu upp á sína styrkleika. Tölfræðin er heldur uppblásin okkur í hag útaf því að Stoke leyfðu okkur að hafa boltann. Hins vegar áttum við bara tvö raunveruleg dauðafæri til að skora; 5-skota-færið telst bara sem eitt því við hefðum aldrei náð meira en einu marki úr því og svo var það okkar best sóknarmaður með hálfopið mark. En það var okkar aulaskapur að nýta ekki þessi færi eða allt þetta posession betur.

    – Því oftar sem ég sé atvikið þeim mun sannfærðari er ég um að dómarinn gerði rétt með að dæma víti á okkur, því miður. Carra er einfaldlega ekki nógu sterkur eða of illa staðsettur til að standa af sér löglega öxl í öxl. Svo reynir hann klækjabragð öldunganna til að bæta það upp en gerir það of augljóslega og of lengi (4 sek) til að komast upp með það. Að halda utan um mjaðmir mótherjans er einfaldlega brot. Við værum handvissir um víti ef þetta hefði gerst hinu megin og því ættum við að leggja rauðu gleraugun til hliðar í þessu málil. Fyrir utan mistök Carra þá finnst mér öllu meira áhyggjuefni hversu illa hann er að passa inn í hina nýju hugmyndafræði og taktík Kenny. Auðvitað er Carra enn leiðtogi varnarinnar, með stærsta LFC-hjartað og allt það, en allir þessir löngu boltar (12 gegn Stoke) eru slæmir og það virðist erfitt að kenna þessum gamla hundi að sitja. Vonandi bara smá slump sem hann nær sér uppúr.

    – Ættu ekki 4 “hálf-víti” að gefa a.m.k. 1 víti?? Dómarar hafa mismunandi línu varðandi hendi í teig og hönd í bolta og ef eitthvað er þá var hann samkvæmur sjálfum sér í að gefa það ekki á neitt af þessum 3 atvikum. En ef hann gefur þetta í næstu leikjum þá er hann erkifífl! Mér fannst í rauninni tæklingin á Skrtel vera mesta vítið af þessu. Tæklingin er ólögleg og má segja að glannaskapurinn í henni skemmi skotið þó að Skrtel hitti boltann á endanum. Hvort að boltinn fljúgi upp í stúku gildir einu. Hefði verið dæmt á þetta útá velli?? Líklegast og þá á að dæma á þetta inní teig.

    – Það munu ekki mörg af toppliðunum vinna Stoke á þeirra heimavelli í vetur. Chelskí fengu bara 1 stig og aðrir munu lenda í svipuðum vandræðum. Svekkjandi en enginn heimsendir. Tottenham liggja betur við höggi og vonandi gengur það betur.

    Pís át.

Stoke 1 – Liverpool 0

Damien Comolli tjáir sig