Okkar menn fóru til Brighton í kvöld og unnu þar sigur á heimamönnum og komust því í 16 liða úrslit deildarbikarsins.
Kenny stillti upp sterku liði, enda er þetta Brighton lið gott lið og þeir eru meðal efstu liða í næstefstu deild á Englandi.
Reina
Kelly – Carragher – Coates – Robinson
Kuyt – Spearing – Lucas – Maxi
Bellamy – Suarez
Á bekknum: Gerrard, Carroll, Downing, Wilson, Shelvey, Flanagan, Doni.
Fyrri hálfleikurinn var alger einstefna að marki Brighton og spurningin var bara hversu mörg mörkin yrðu. Á 7. mínútu spiluðu Suarez og Bellamy sig í gegnum vörn Brighton og Suarez gaf frábæra sendingu á Bellamy, sem var að starta sinn fyrsta leik fyrir Liverpool síðan hann kom aftur og hann skoraði með góðu skoti.
Eftir þetta héldu yfirburðir Liverpool áfram. Suarez hefði með örlítilli heppni skorað tvö mörk, Jay Spearing allavegana eitt og svo átti Bellamy stórkostlegt skot úr aukaspyrnu í slána af löngu færi. Staðan hefði auðveldlega geta verið 5-0 í hálfleik, en niðurstaðan var 1-0 fyrir Liverpool.
Í seinni hálfleik versnuðu hlutirnir þó umtalsvert. Liverpool liðið slappaði af og Brighton menn komust alltof mikið inní leikinn. Þeir sköpuðu sér svo sem ekki mörg góð færi, en þeir voru hættulegir og manni leið aldrei vel með bara eins marks forystu.
Þegar um 10 mínútur voru eftir kom annað Liverpool mark þegar að Dirk Kuyt skoraði eftir sendingu frá (að mig minnir) Maxi. Þá hélt ég að þetta væri nú búið, en okkar menn gáfu Brighton vítaspyrnu þegar að Jay Spearing gerði ferleg mistök og Carragher braut á leikmanni Brighton. Fastir liðiðr einsog vanalega – Carra gefur vítaspyrnu og Reina var lítil hindrum og Brighton menn komnir inní leikinn á ný.
Þeim tókst þó ekki að gera meira og okkar menn kláruðu leikinn sem betur fer.
Maður leiksins: Vörnin var ekki að heilla mig mikið – sérstaklega fannst mér bakverðirnir vera óöruggir og þá sérstaklega Kelly, sem að hafði fínt tækifæri til að gera hægri bakvarðarstöðuna að sinni, en mér fannst hann ekki heillandi. Coates gerði 1-2 mistök í leiknum, en hann átti líka fín inngrip í spil Brighton manna.
Á miðjunni voru Spearing og Lucas ágætir, en ekkert spes. Lucas var þó að mínu mati einn af okkar bestu mönnum, en hann var fulloft að redda hlutunum fyrir minn smekk. Við vorum óþarflega oft að missa boltann á góðum stað fyrir Brighton. Kuyt var sæmilegur á hægri kantinum, en lítið sást til Maxi á vinstri kantinum, enda fór allt okkar spil upp hægri kantinn. Frammi var Suarez góður í fyrri hálfleiknum og átti að skora. En ég ætla að gefa Bellamy titilinn maður leiksins.
Ég var gríðarlega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að koma aftur til okkar. Ég skil vel af hverju aðdáendur annarra liða þola hann ekki. Hann er óþolandi þegar hann spilaði á móti Liverpool, en þegar ég sé hann í Liverpool þá er ég ánægður með að hann sé okkar leikmaður. Hann skoraði fínt mark og hefði geta skorað stórkostlegt mark úr aukaspyrnu. Og hann barðist til síðustu mínútu.
Þessi sigur ætti að vera fínt veganesti í Wolves leikinn um helgina.
Kóngurinn er mættur á svæðið !!!
Gaman að sjá Gerrard kominn aftur. Aðrir ljósir punktar: sterkt lið, reynsla blönduð við unga leikmenn en enga kjúklinga. Það er greinilegt að Dalglish ætlar ekki að fara með hálfum hug í þessa keppni. Bellamy flottur, sigurinn í rauninni aldrei í hættu. Hefði verið fínt að halda hreinu, en fuck it, við erum komnir áfram.
Bölvuninni er aflétt, við unnum þrátt fyrir Einar Örn
Erfiður en góður sigur Liverpool. Gaman að sjá Gerrard aftur. Nú er það bara næsti leikur og verðum að vinna hann.
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!
Always look on the Bright sides of life!
Þrátt fyrir ágætis sigur í leik kvöldsins þá get ég ekki verið bjartsýnn fyrir leik helgarinnar……Elokobi var að setjann í gær og er orðinn sjóðandi.
Enginn stjörnuleikur hjá okkar mönnum og það er stöðugt vandamál hjá okkur að klára færin.
En mikið var nú gaman að sjá Captain Fantastic á vellinum aftur 🙂
Nú er bara að vona að hann haldist heill og komist í toppform (7-9-13)!
Hélt nú að þessi keppni væri fyrir tækifæri ungu strákana, en í kvöld ákveðum við bara að stilla upp okkar besta liði, meðan United lætur 3 unga og efnilega stráka spila sína fyrstu leiki, og spila ekki einn byrjunarliðsmann og vinna samt meira sannfærandi sigur en við…
Jákvætt fyrst er klárlega leikur liðsins fyrstu 40 mínúturnar, alveg með ólíkindum að við skyldum bara skora eitt mark á þeim kafla. Þegar við förum að nýta færin okkar þá eigum við eftir að stúta liðum. Pínu áhyggjur af Suarez, skyndilega er karlinn að fara ansi hreint illa með færin sín finnst mér – en það vonandi lagast aftur. Fannst flott flæði í liðinu, sérstaklega gaman að fylgjast með pílunum þarna frammi, þeir eiga eftir að angra margan varnarmanninn í vetur.
Svo datt margt í baklás fannst mér, sammála mörgu í skýrslu Einars, Kelly og Robinson voru slakir, en fengu reyndar litla sem enga hjálp frá kantmönnunum sínum. Ef þetta var svar Dirk Kuyt varnarlega við helginni þá hefði Skrtel ekki litið neitt betur út, þeir fóru stanslaust upp vinstri vænginn og Kelly lenti alltof oft einn gegn tveimur. Maxi pressaði aldrei og Suarez fannst mér hundþreyttur í seinni hálfleik. Svo held ég án gríns að síðustu 60 mínútur leiksins höfum við orðið sögulega vitni að lélegustu frammistöðu miðjumanns hjá Liverpool. JESÚS MINN JAY SPEARING!!!! Maður var farinn að arga á Christian Poulsen þarna. Það kom ekkert út úr honum sóknarlega og hann spilaði svæðiskörfuboltavörn á sína menn, án snertingar allan tímann. Enda hlupu þeir framhjá honum eins og keilu og algerlega eins og Einar segir var Lucas í endalausum reddingum inni á miðsvæðinu. Svo þetta ótrúlega móment sem leiddi svo til vítis Brighton hlýtur að þýða það að þessi strákur verður bara nýttur þegar við eigum ekkert annað. Henderson, Coady eða Shelvey alltaf á undan honum takk minn kæri Dalglish!
Mér fannst kóngurinn bregðast of seint og lítið við. Engin breyting fyrr en á 75.mínútu hlýtur að þýða að hann var að hvíla Downing og Carroll og hugsanlega taka eilítin séns með Kelly, því mér fannst við þurfa að hrista upp fyrr. Mark númer tvö var virkilega vel unnið hjá drengjunum og ég hélt að við myndum bara sigla þessu heim þar til Jay Spearing steig inn á sviðið.
En mikið var gaman að sjá Gerrard í sparifötunum aftur (fínt að vera laus við hann úr jakkafötunum) og ég er algerlega sammála valinu á manni leiksins, Bellamy var klárlega besti maður vallarins og bara frábært að hafa fengið hann aftur. Mun hjálpa mikið til!
Gott að vera komin á sigurbrautina aftur og í hattinum fyrir næstu umferð. Næst Wolves, rock on!
Flott að vinna þótt við vorum ekkert að brillera (fyrir utan stórskotahríðina í fyrrihálfleik).
Glæsilegt að Gerrard sé kominn aftur!
Bellamy var mjöög góður fannst mér, allan tímann maður leiksins. Carroll er ekki að fara að byrja næsta leik það er á hreinu.. Sem er flott þá þarf hann að fara að rífa sig upp til að halda sæti sínu í liðinu, gott að vera loksins komnir með smá samkeppni þarna í striker stöðunni.
Líka sammála ykkur með að vörnin var ekkert alltof traustvekjandi, en meina Kelly að koma úr meiðslum, Carra orðinn hægari, Coates að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í nýju landi og í nýju liði og svo Robinson náttúrlega enþá skólastrákur.
En sigur er sigur, ég er glaður með mína menn á meðan við sigrum hvernig svo sem við förum að því!
Nr. 8 Fannar þetta var nú augljóslega ekki okkar besta lið. Vorum t.d. með unga stráka, Coates, Robinson og Spearing sem hafa nánast ekkert komið við sögu það sem af er tímabils. Auk þess erum við ekki í Evrópukeppni í ár svo það er engin ástæða til annars en að stilla upp nokkuð sterku liði í þessari keppni núna.
Við unnum. Bað ekki um meira eftir síðustu tvo leiki.
Wolves næst. Anfield. Þá gerir maður kröfu um betri frammistöðu fyrir framan mark andstæðinganna. Liðið er að skapa endalaust af færum en nýtir þau afskaplega illa. Mörkin hljóta að fara að detta aftur.
„Mjög slakt“ er á hraðbergi margra hérna.
Þetta var stórskotahríð í fyrri hálfleik, slakara í seinni hálfleik en sigurinn aldrei í hættu. Það væri „mjög slakt“ ef mótherjinn (sem var vel að merkja á heimavelli) væri eitt slakasta liðið í championship-deildinni eða í deildunum þar fyrir neðan.
Sem hann er ekki. BHA er í þriðja sæti; fyrir ofan West Ham, fyrir ofan Blackpool og langt fyrir ofan Leeds (þó að einhver mannvitselísabetbrekkan hefði fullyrt í þræðinum á undan að Leeds væri „töluvert betra“ en BHA).
Þetta var ekki bezti leikur í heimi en kommon, horfið lengra en á nafnið á mótliðinu.
Fínn sigur á mjög baráttuglöðu liði sem var ekki að fara gefa okkur neitt. Mikil stemming í Brighton greinilega eftir flutning á nýjan völl og stuðningsmenn þeirra fagmenn sbr. þegar Gerrard kom inná.
Auðvitað hellingur í leik okkar sem betur hefði mátt fara en þessi sigur er gott veganesti í næsta deildarleik eftir erfiðar vikur á útivelli.
Varnarlínan var ekki örugg í þessum leik og kannski skiljanlega þar sem þessir menn hafa aldrei spilað allir saman og 3/4 eru um tvítugt. Martin Kelly var greinilega töluvert ryðgaður og átti í bullandi basli oft með (reyndar) gríðarlega öfluga vængmenn Brighton. Þeir komust allt of oft framhjá honum og náðu að senda fyrir en ég veit samt ekki hvað ég þakkaði oft guði fyrir að Sktrel var í banni. Að mínu mati er Kelly þrátt fyrir dapran dag í dag okkar besti hægri bakvörður og þá er ég með Glen Johnson í huga líka og því mjög gott bara að sjá hann ná að klára leik án þess að fara útaf meiddur.
Coates var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði og stóð sig heilt yfir vel í leiknum. Ein hroðaleg sending og nokkrir leiðinda boltar ómarkvisst fram völlinn en gefum honum séns á að ná áttum. Ef við t.a.m. miðum við fyrsta leik Martin Skrtel fyrir Liverpool, sem var gegn Havant & Waterlooville ef ég man rétt þá var Coates algjörlega frábær í dag 🙂
Robinson er hinsvegar þrusu efnilegur eins og við vissum og góður bæði sóknarlega og varnarlega. Maður er ekkert stressaður með hann í bakverðinum í svona leikjum. Carragher var síðan mjög góður og ég ætla alls ekki að kenna honum um þetta víti sem við fengum á okkur.
Sammála Einari Erni með að Bellamy er maður leiksins og það er hrikalega gott að sjá að hann er í svona flottu formi. Hann er betri en David N´Gog svo ég segi nú ekki meira. Suarez hefði þó tekið þessa nafnbót ef eitthvað væri nú að falla með honum kallgreyinu þessa daga. Þetta er rosalega mikið stöngin út hjá honum núna. Spái því að hann skori a.m.k. 4 mörk gegn Wolves er stíflan loksins brestur….ef ekki þá sel ég hann úr helvítis fantasy liðinu mínu.
Best var þó að sjá fyrirliðann mæta aftur, hann heill gæti skipt öllu máli fyrir okkur á þessu tímabili.
Hvaða máli skiptir það okkur þó United sé að spila unglingum eins og Owen og Berbatov í þessari keppni? Það voru tveir útileikmenn sem byrjuðu síðasta deildarleik í byrjunarliði í kvöld og við þurfum víst ekkert að hvíla menn vegna evrópukeppni svo ég skil ekki að menn séu að heimta “verra” lið.
Ok, maður kvartar aldrei eftir sigurleik. En mikið hefði stórsigur og góð spilamennska glatt mig. Uppstillingin sýnir að það á að taka þessa keppni alvarlega. Fyrst metnaður liðsins virðist ekki ná hærra en fjórða sæti í deildinni, þá vil ég sigur í þessari keppni og ekkert minna.
gat ekki horft á leikinn, er einhver sem lumar á linkum á mörkin úr leiknum?
Umferðin er búin. Chelsea mörðu sigur í vító gegn Fulham. Þetta eru liðin sem eru komin í 16-liða úrslit:
LIVERPOOL
Everton
Man City
Man Utd
Arsenal
Chelsea
Bolton
Blackburn
Newcastle
Stoke
Wolves
Cardiff
Southampton
Aldershot
Burnley
Crystal Palace
Ellefu Úrvalsdeildarlið og fimm neðrideildarlið. Þægilegast væri að sjálfsögðu heimaleikur gegn einu af þessum fimm, en ég hefði ekkert á móti því að fá Everton líka. Bara eins lengi og það er á Anfield næst.
Sáttur við sigur
Sáttur að Gerrard er kominn aftur
Sáttur að við fáum kannski fleiri landa og fræðilestra fra Babu
fáum ábyggilega M.united á old trafford og Howard Webb dæmir að beiðni Fergie !
Sá ekki leikinn, var í golfi fram í myrkur.
En mikið er ég ánægður með að okkur skyldi takast að vinna leikinn, við bara þurftum á því að halda.
Mikið væri nú gaman að uppáhaldið mitt hann Reina tækist að álpast fyrir boltann í þessum vítum sem Carra er að gefa andstæðingunum, sjúklega góður markvörður sem á í vandræðum með vítinn.
Hvað er annars með öll þessi víti sem okkar menn eru að fá á sig, spilum varla orðið leik
án þess að fá á okkur víti (þannig er það í minninu allavega)
Er dregið núna á föstudaginn Kristján Atli?
Sigur og það var allt sem þurfti í kvöld. Það var vitað að það yrði ekki boðið uppá léttleikandi Barca-style í kvöld. Meirihlutinn af byrjunarliðinu voru leikmenn sem eru ekki í mikilli leikæfingu þannig að það mátti búast við ströggli.
Það má svo sem segja að Liverpool hefði getað gert sér þetta auðveldara með því að nýta betur þau færi sem liðið fékk í fyrri hálfleiknum en það gekk ekki frekar en í öðrum leikjum. Seinni hálfleikurinn var hins vegar mjög slakur þar sem liðið datt of aftarlega. Fannst eins og leikmenn hefðu takmarkaðan áhuga að spila þennan leik.
Það eru nokkur atriði sem ég velti fyrir mér eftir þennan leik og þá í tengslum við þá leiki sem búnir eru. Er sóknarleikur of háður Suarez? Situr Copa America í leikmanninum? Því miður finnst mér kappinn ekki vera í sama formi og þegar hann kom í janúar. Hann hefur í úthald í 45 mín. en síðan finnst mér hafa dregið af honum eftir því sem hefur liðið á leikinn og hann virkar pirraður. Ég er svo sem ekkert hissa á því að það sitji þreyta í honum enda hefur hann ekki fengið almennilega hvíld síðan sumarið 2009. Því miður er ekki mikill tími til að hvíla hann þar sem hann er einn mikilvægsta leikmaður liðsins og oft á tíðum finnst mér sóknarleikurinn byggjast fullmikið á honum. Þá komum við að öðrum punkti sem stendur uppúr eftir leikinn í kvöld.
Endurkoma Gerrard mun gera það að verkum að meiri fjölbreyttni ætti að koma í sóknarleikinn og koma hans inní liðið mun klárlega minnka álagið á Suarez. Bæði mun skapast betra tækifæri til þess að hvíla Suarez auk þess sem Gerrard mun taka á sig meiri ábyrgð og meira pláss inná vellinum þannig að Suarez á klárlega eftir að fá meira pláss í framlínunni.
Bellamy fannst mér koma sterkur inn og er klárlega góður valkostur í framlínuna með Suarez. Með Gerrard fyrir aftan þá tvo erum við komnir með massívan valmöguleika í sóknina ásamt Downing og Kuyt/Henderson á kantana.
Stærsta áhyggjuefnið fyrir leikinn gegn Wolves er varnarleikurinn. Liðinu virðist fyrirmunað að halda hreinu og leikmenn eru að gera sig seka um mjög ódýr varnarmistök. Tottenham refsaði okkur grimmilega fyrir slík mistök um síðustu helgi og það er alveg klárt að sterkara lið í kvöld hefði gert slíkt hið sama.
Ég gleymi ekki síðasta leik Liverpool-Wolves á Anfield. Þann 29. desember sat Wolves á botninum, kom á Anfield og yfirspilaði heimamenn. Liverpool var heppið sleppa með 0-0 í hálfleik. Hélt maður að ástandið myndi skána í seinni hálfleik en lengi gat vont versnað og Úlfarnir náðu að setja eitt mark í þeim seinni og unnu verðskuldað 0-1. Hef trú á að leikmenn ætli ekki að láta þetta gerast aftur.
Mér skilst að það sé dregið í hádeginu á laugardag. Veit ekki hvers vegna í ósköpunum. Af hverju er ekki bara hægt að draga strax í kvöld eða í fyrramálið? Óþarfi að bíða í tvo og hálfan sólarhring.
Coates minnir mig á Igor Biscan!
Verð nú bara að hafa orð á formi Carra í kvöld. Fer dálítið í taugarnar á mér að það er stórmál þegar að hann gerir mistök, en þegar að hann spilar vel, einsog hann gerði í kvöld, þá virðist ekki taka því að hafa orð á því. Drengurinn er klárlega að komast á aldur, en, hann átti góðan leik í kvöld, þrátt fyrir vítaspyrnuna, bjargaði öllu sem að þurfti að bjarga, og spilaði einsog hann gerði fyrir 5 árum síðan. Þrátt fyrir að varnarmenn fái alltaf minna credit en sóknarmenn, og alltaf meiri skít fyrir klúður, þá finnst mér allveg að hrós megi fara þar sem að það á skilið að vera. Ég var mjög ánægð með Gullið í kvöld, sem og fyrri hálfleikin í heild sinni, seinni hálfleikurinn á ekki.
Ég tók kannski meira eftir því hvað Carra gerði í kvöld, þar sem að ég horfði á leikinn á bar í Brighton, þar sem að ég var eini stuðningsmaður LFC, og þar var “god damn scouser shit”-inu honum Carragher bölvað í sand og ösku af brighton-mönnum á barnum, í sífellu og hann beðin að fara á eftirlaun sem fyrst, enda truflaði hann leik þeirra manna talsvert.
Það var samt gaman að sjá baráttuna í liðinu, enda ekki við öðru að búast eftir atburði helgarinnar, hefðum léttilega getað verið í 4-0 í hálfleik, hefði okkar mönnum ekki tekist að klúðra dauðafærum Torres style, trekk í trekk, þetta byggir bara upp góða stemmningu fyrir helginni.
Mörkin úr leiknum.
http://www.101greatgoals.com/seagulls-shot-down-2-1-by-liverpool/107458/
Ágætt þetta Brighton lið og sosum ekkert disaster að vinna svona tricky lið 1-2 á útivelli. Ljóst að Gus Poyet er efnilegur þjálfari. Maður hefði samt gefið ýmislegt fyrir confidence boosting stórsigur fyrir leikjahrinuna framundan þegar við mætum Everton úti og svo Man Utd heima en sigur er sigur. Ef við vinnum þá leiki er þetta fín byrjun á tímabilinu þrátt fyrir allt og við búnir með marga erfiða leiki og getum farið að safna stigum.
Veit samt ekki með þetta Spearing-Lucas miðjucombo. Þetta var svolítið eins og haltur leiðir blindan í kvöld. Báðir út og suður þarna um tíma missandi allt framhjá sér og dettandi í einstaklega klaufaleg brot. Spearing náttúrulega hryllingur og þetta atvik sem leiddi til vítaspyrnunnar bara dauðasök.
Það góða er að með tilkomu Bellamy, Kuyt og Maxi gætum við séð sömu sóknarhringekju og var svo óstöðvandi frábær í lok síðasta tímabils, maður sá svipaða takta í fyrri hálfleik. Maður spyr sig eiginlega hvernig Carroll sé að fara fitta inní liðið. Við höfuð saknað Maxi pínu, þó hann er ekki sá fljótasti þá er hann klókur með góðan leikskilning og á sömu bylgjulengd og Suarez. Ég skil ekki í Dalglish að brjóta þessa samvinnu sem var klárlega að virka vel svona hratt upp. Við þurfum klárlega að ná því besta frá Suarez frekar en að láta Henderson og Carroll spila sig inní topp 4 klassa.
Láta Suarez, Downing, Gerrard, Maxi, Kuyt og Bellamy spila sig saman sóknarlega næstu leiki. Allt leikmenn sem kunna að pressa, skipta fljótandi um stöður og geta skorað.
Alveg ágætlega sáttur við þetta og við umfjöllun Einars. Helst að ég sé ekki sammála honum um Maxi, en mér fannst hann koma afar vel út, sérstaklega þessar fyrstu 40 mín.
kv. ÞHG
Siggi Atla…. í alvöru. Menn eru bara orðnir fastir í því að kenna Carra um, já hann braut á sér inn í teyg en hann var bara fínn í þessum leik. Bestur af varnarmönnunum. Og þetta víti vill ég frekar skrifa á spearing.
Ég er alveg sammála því að Carra eigi að fara að stíga til hilaðar í rólegheitunum en að sjá bara víti og segja að hann sé til skammar út frá því er bara fáránlegt.
Fyrrihálfleikur var jafn góður og sá seinni lélegur. Skil ekki alveg afhverju Kenny gerði ekki breytingar fyrr og fleirri en góður sigur.
Til hamingju með hann
Ég rétt vona að ég sé ekki sá eini sem hef áhyggjur af vörninni! Agger farinn á date með sjúkraþjálfaranum enn eina ferðina og Carra lítur út eins og boxari í þungavikt! Verðum að líta raunsætt á þetta með Carra.. Hann er of seinn og er búinn að missa touchið!
En svona á góðu nótunum þá er frábært að við unnum Brighton og allir komust heilir frá því verkefni!
Gerrard fær vonandi 45mín um helgina og Coates er kominn með smá tilfiningu fyrir liðinu 🙂
YNWA King Kenny
eigum við ekki bara að leysa Carra undan samningi og tip-ex-a yfir hann í sögubókunum? djöfull kvíði ég því þegar Gerrard er farinn að gefa eftir og menn fara að heimta að hann verði seldur og segja að hann sé til skammar! fokk!
Sá að einhver hér talaði um unga stráka eins og Robinson, Coates og Spearing. Hef tekið eftir því að það er eins og margir hérna haldi að Spearing sé eitthvað unglamb sem er nýskriðinn úr unglingaliðinu. Það er svo alrangt! Jay Spearing er fæddur árið 1988 og verður þar af leiðandi 23 ára núna í nóvember. Til að bera saman við einhvern þá er Jack Robinson t.d. fæddur 1993 og Lucas er fæddur 1987 og ekki hafa menn talað um hann sem ungan strák síðustu ár.
Annars ágætis leikur, ekkert meira en það og ekkert meira sem þurfti svo sem. Það mun enginn líta tilbaka og svekkja sig á því af hverju við unnum Brighton ekki stærra í deildarbikarnum. Þessi hápressa sem KD vill nota gegn minni liðum og á heimavelli finnst mér ekki vera jafn árangursrík þegar við spilum 4-4-2 eins og í kvöld. Leit út eins og menn væru ekki búnir að sjá sendingar andstæðinganna fyrir heldur fóru í pressu þegar andstæðingurinn var kominn með vald á boltanum, það auðvitað er ekki vænlegt til árangurs í hápressu sem slíkri.
Tja… sá bara seinni hálfleik og hann var ekki upp á marga fiska. Verð samt að kommenta á Carra. Maðurinn var gríðarlega öflugur í dag þrátt fyrir vítið. Flestir tóku eftir þeim skiptum þegar Coates var kominn langt út úr stöðu og boltinn komst aftur fyrir hann að þá var Carra kominn með tvöfalt svæði til að vernda og gerði það oftast mjög vel og lokaði á besta möguleika sóknarmannsins. Jákvætt samt er að Coates er greinilega mjög góður 1V1 en á eftir að aðlagast varnarlínunni. En í dag var Coates bara aðeins of bráður og og bjó til göt á vörninni. jákvætt að því leitinu að þetta voru mjög augljós mistök sem auðvelt er að leiðrétta. Sóknartilburðirnir í síðari hálfleik voru hins vegar ekki miklir og er varhugavert. T.d. var mark nr2. mjög illa að verki staðið í ljósi þeirrar aðstöðu sem við vorum komnir í. þ.e.a.s. færið sem Kuyt skoraði úr var alltof þröngt miðað við hvernig stöðu við áttum möguleika á að koma okkur í. Sendingin frá Maxi var mjög léleg og tímasetningin einnig.
Verkefnið var sigur og hann hafðist. Næsta verkefni er líka sigur og vonandi hefst það. Jákvæðir punktar í leik liðsins í dag sem má taka sem veganesti í næsta leik. Spilamennska liðsins hefur ekkert verið slæm (utan Tottenham). Þannig ef að færin fara að detta í netið og lukkudísirnar snúast okkur í vil verður 4 sætið auðveldur leikur fyrir jafn öflugan mannskap og LFC býr yfir núna sóknarlega. Gerrard mun koma með vinkil í sóknarleikinn með fyrstusnertingarfótbolta sem opnar varnir eins og enginn sé morgundagurinn. Þá er gott að hafa menn eins og Suarez til að klára færin. Þess utan spila einstakir menn betur þegar fyrirliðinn er inninborðs, t.d finnst mér kuyt oft peppast eitthvað við það og sóknarleikurinn verður líflegri.
Hvað varðar vörnina þá er hún rétt rúmlega áhyggjuefni. Þó svo að Kelly hafi átt góðan leik á móti Bolton þá kæmist hann ekki í varalið united, Flanagan kæmist ekki í aðallið KR og Robinson ekki á bekkinn hjá Íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. “Já en Björn gleymir því hvenær þeir eru fæddir, blablabla”. Fokk það. LFC hefur unnið deildina 18 sinnum og ef þeir eru of ungir og ómótaðir til að spila á þessu caliberi þá eru þeir einungis það í raun. Ég er ekki með lausnir á reiðum höndum frekar en KD en bersýnilega er það til skammar fyrir LFC að kaupa ekki menn í þessar stöður og hafa betri breidd í hópnum á þessum hluta vallarins. BTW þá þykir mér Enrique rosalega öflugur leikmaður og góð kaup. Agger er líka góður. Skrtl kæmist ekki í hóp hjá Fulham og Carrager ætti að vera fínt alternative ef við værum með alvöru breidd enda baráttuhundur framm í rauðan og hefur komið í veg fyrir ófá mörk andstæðinga og gerir enn. Coates er frekar þungur á sér, stressaður og vægast sagt ómótaður leikmaður.
Niðurstaða: Sóknarlega erum við tilbúnir að gera atlögu að 4 sætinu en varnarlega eigum við alltof langt í land. Þ.a.l þarf kóngurinn að spila með 2 djúpa miðjumenn (Benites style) a.m.k gegn stærri klúbbum, Lucas og ?.
Góðar stundir
Bjössi Bongó
Er farinn að hafa verulegar, verulegar áhyggjur af neikvæðri umræðu hér inni á athugasemdalistanum og bara skora á þá sem að eru sammála mér að fara að þumla upp. Sigur eða tap virðist engu máli skipta, hvað þá frammistaða leikmanna.
Er þetta sú umræða sem við viljum?!?!?!?!?!? Ekki ég, þeir sem eru sammála, þumal upp kannski…
Búnir með tvo leiki í þessari keppni, bara fjórar umferðir eftir. 1/3 verkefnisins kláraður.
Tek undir þetta með að við vorum að spila við nokkuð sterkt lið, sem hefur verið á uppleið. Sigur er því alveg meira en nóg, með strák í vinstri bak og 3 af 4 miðjumönnum pjúra varamenn í þessu liði.
Fór í golf í grenjandi rigningu og Bellamy skoraði. Skilst að það hafi verið fleiri í golfi. Þarf maður semsagt að rjúka með kylfurnar út í bíl ef Bellamy er í byrjunarliðinu?
Svo aðeins um umræðuna. Finnst reyndar sláandi fáir hafa tjáð sig hér inni eftir leik gærkvöldsins!
Jamie Carragher, a living legend, er að verða hinn nýji Lucas / Kuyt á þessari síðu og ég fullyrði að það er á fáum stöðum öðrum í heiminum þar sem hann fær svipaða útreið. Hlustaði á ensku þulina í gær dásama frammistöðu hans og þeir töluðu um það þegar hann tók skutluskallann fyrir lappir Brightonsóknarmanns að enn einu sinni sýndi Carra hvers vegna hann væri alltaf í liðinu, sama hverjir detta inn á Melwood, um leið og þeir töluðu um “inspired perfomance”. Þegar Brighton náðu upp pressunni var hann í essinu sínu og ástæða þess að hann fékk á sig vítið var að samherji hans gerði mistök sem yrðu blaðamál í íslensku 3.deildinni og hver var þar næstur til að reyna að bjarga. Og fær fyrir það niðurrif og enn eitt bullið um að hann sé að verða gamall!
En hingað inn kemur ekki einn, heldur margir sem rífa hann niður og ég leyfi mér að pirra mig verulega á því. Coates átti margt fínt en lendi líka í vanda, var dreginn út úr stöðu hvað eftir annað og þarf aðstoð reynslumanns. Sem er Carra. Eftir að meiðsladraugurinn hans Agger vaknaði þá er ljóst að hann er ekki að fara að spila í lykilleikjum frekar en síðustu 3 tímabil og Martin Skrtel er einfaldlega ekki sá sem við munum byggja á. Svo að allt tal um að Jamie Carragher stígi til hliðar núna í vetur finnst mér með ólíkindum. Hann er sá þeirra hafsenta sem í liðinu eru sem helst er treystandi! Vissulega styttist í tíma hans, en eigum við bara t.d. að vaða inn í næsta leik með óreyndan Coates og klaufalegan Martin Skrtel saman? Það væri hreint og klárt glapræði!
Við buðum í leikmann sem heitir Phil Jones, hærri upphæð en Manchester United bauð, en hann vildi fara til liðs sem spilaði í Meistaradeildinni. Staðreyndin sú að við keyptum þá Coates fannst mér enn betur sýna það að verið er að horfa fram á veginn í uppbyggingunni. Svo núna eftir meiðsli Agger er ég sannfærður um að pressan um hafsent er enn meiri en áður. En eins og leikmannahópurinn er í dag treysti ég Carra best, Agger er án vafa besti fótboltamaðurinn en það er bara augljóst að líkami hans er í fullkomnu ójafnvægi. Hann rann á vellinum og rifbeinsbraut sig…..hræðilega sárt, en staðreyndin sú að á hann er ekki að treysta við núverandi ástand.
Ég lofa því að ég get pirrað mig á mistökum Carra, en að hann sé sleginn niður eftir leik eins og í gær finnst mér bara svakalegt!
100% samála Magga hér að ofan. Af hverju eru menn að detta í þessa neikvæðni? Viljiði frekar fá Kyrgiagos aftur eða á að byggja strax á Coates og Wilson?
Hættiði þessu drulli yfir einstöku leikmenn (sumir eru með almennilega gagnrýni en sumir eru einfaldlega ekki með þroska til þess að tala um það að leikmaður sé að verða slakur)! Hvað segiði ef að Carra á svo rooosalegan leik í næsta leik, bjargar marki og skorar? Er hann enn sami sauðurinn og í dag? Ég skal lofa ykkur að ef hann á góðan leik þá lofiði hann!! Horfiði á heildina, ekki bara hvern leik fyrir sig….hann átti góðan leik í gær fyrir utan að reyna að bjarga enn einu klúðri samherja en í þetta sinn var það Spearing og á hann þessa vítaspyrnu allan tíman, ekki Carra.
Carra er og mun alltaf verða Legend, en við verðum að sætta okkur við það að hann er enginn Hyypia!
Nokkuð ljóst að Carroll þarf að girða sig í brók til þess að komast í þetta lið….Bellamy á að byrja næsta leik, klárt mál!
En horfum nú á eitthvað jákvætt eða sendiði KD póst um að Coates og Skrtel eigi að byrja næsta leik og að Carra sé útbrunninn, athugði hvað kappinn segir….það yrði forvitnilegt!
YNWA – King Kenny we trust!
P.S – Nenniði að þumla Magga upp í commenti nr. 38!!
Sælir félagar
Ég sá ekki leikinn en þær fréttir sem ég hefi af honum (að utan) eru þær að Carra og Bellamy hafi verið bestu menn liðsins. Ég vil þakka Dísu og Magga fyrir þewirra framlag í þessum þræði.
Liðið vann verðskuldað og hefði átt að skora 4 – 5 mörk í þessum leik. Að við fengum ekki á okkur fleiri mörk en raun ber vitni um er fyrst og fremst margumræddum Carragher að þakka. Svo væri ekki verra ef spjallara á þessarri síðu snéru grænu hliðinni upp og horfðu til sólar. Neikvæðni nokkurra aðila hér, í garð einstakra leikmanna og liðsins, hyrfi eins og dögg fyrir sólu á björtum sumarmorgni.
Það er nú þannig.
YNWA
38:
Þetta er klárlega arfur síðustu tveggja ára þar sem liðið var raunverulega að spila illa. Menn voru orðnir svo vanir því að gagnrýna allt mögulegt í leik liðsins að þeir eiga erfitt með að hætta, sem er mjög leiðinlegt. Þetta var bara fínasti leikur og mjög skiljanlegt að menn séu ekki að leggja sig 100% í hann enda stutt í næsta alvöru leik. Liðið gerði bara nóg til að sigra og það er ekkert að því, lið þurfa að velja orrustur sínar.
Þið megið kalla mig hrokafullan og allt það útfrá skilgreiningu á stuðningsmanni en….mér er sama. En útfrá póstinum hjá Magga #40, sem er eins og alltaf spot on, þá get ég ekki annað en spurt þursana sem hér koma sem stuðningsmenn Liverpool og endalaust hrauna yfir menn líkt og Carragher og Lucas, til hvers í fjandanum styðjið þið Liverpool FC???
Þegar “stuðningurinn” snýst út í það að hrauna yfir burðarstólpa dagsins í dag í ákveðnum stöðum þá get ég með eingu móti skilið til hvers þið eruð að ómaka ykkur í “stuðningi” við Liverpool FC. Viljið þið ekki bara frekar halda með Wimbledon?
Mér er svo sem skítsama þótt menn fái á sig gagnrýni en það þarf klárlega að vera einhver innistæða fyrir gagnrýninni. Hatur á viðkomandi leikmanni er ekki næg ástæða til að gagnrýna hann.
Leikurinn í gær var alveg ágætur og þó sérstaklega framan af. Gott flæði framá við og bara óheppni að hafa ekki komið þessum skotum oftar í markið. Áttum allavega fjölmörg skot á markið á fyrstu 60 mín. í þessum leik miðað við ekkert skot á mark fyrstu 60 á móti Spurs.
Hef grun um að þetta með Carroll að hann sé núna framar en t.d. Maxi (þó þeir séu auðvitað ekki í sömu stöðu) sé til þess að reyna að koma Carroll í gang sem fyrst. Það yrði of dýrt ef það þyrfti að reyna að koma honum í gang síðar á tímabilinu ef okkum mundi þá ekki ganga vel. Bekkurinn sem við erum öllu jafna með núna er ekkert smá öflugur í raun og fjölmörg ár síðan við höfum getað horft ánæg á bekkinn. En hann Carroll blessaður hefur svo sem ekki allveg verið fyrsti kostur hjá Dalglish en í liðinu er hann þó.
@Sigkarl,
hefði nú ekki verið betra fyrir þig að sleppa því að tjá þig um þennan leik og einbeita þér frekar að einhverju sem þú hefur orðið vitni að sjálfur .
Carra var ágætur ekki mikið meira en það og bara á pari við restina af liðinu fyrir utan Kelly og Spearing semað voru lang slakastir í lítið sannfærandi liði okkar manna .
Þetta var flottur leikur. Bellamy klárlega maður leiksins en að mínu mati kemur Maxi þar strax á eftir. Hann átti stóran þátt í báðum mörkunum og sendingin á Kuyt í seinna markinu sýnir hversu fótboltalega gáfaður og snjall þessi leikmaður er. Hann gefur hann á hárréttum tíma. Hann hefur ekki hraðann en bætir upp fyrir það með útsmognum sendingum.
Mikið er ég agalega sammála Magga hér að ofan og þeim sem eru á sömu línu og hann. Það er bara orðið átakanlegt að skoða kommentin hérna inni í kringum leiki og eftir þá. Þessi og hinn eru rusl, þetta eru allt aular og þar fram eftir götunum. Það er algjörlega sjálfsagt mál að gagnrýna liðið og leikmenn, en come on, það þarf stundum að “meika sens” eða hvað? Án gríns, þá held ég að það þurfi að stofna sér spjall einhvers staðar fyrir þessa aðila, bara svo þeir geti fengið að blása. Það er alveg hund leiðinlegt að fá þetta hér inn á milli annars góðra kommenta. Og NB ég er ekki að segja að menn geti ekki gagnrýnt liðið og leikmenn þess. Fyrir mitt leiti þá sakna ég “niður þumals” alveg gríðarlega. Finnst þetta ekki hafa farið í jákvæða átt eftir að hann var tekinn út, var ekki ánægður með ákvörðunina á sínum tíma og er ekki enn ánægður með hana.
Það er bara slæmt finnst mér að þörfin fyrir að koma hér inn með komment er nánast að hverfa, það er hreint með ólíkindum, því ég hef ávallt haft óstjórnanlega mikla þörf fyrir að tjá mig um alla hluti tengda þessu félagi. En hvað um það, vonandi fer þetta að skána hérna inni. Mín cent fyrir leikinn:
@47 SSteinn:
Án gríns, þá held ég að það þurfi að stofna sér spjall einhvers staðar fyrir þessa aðila, bara svo þeir geti fengið að blása.
Hefuru farið inn á spjallið á liverpool.is nýlega? Þetta hérna er bara kirkjusöfnuður miðað við það sem á sér stað þar. Ég meina þetta ekkert illa, en það er alveg áberandi mikill gæðamunur á þessu hér og liverpool.is.
Ég er kannski ekki mikið virkur hér fyrr en svona síðustu daga, en hef alltaf fylgst með þessari síðu annað slagið, og vil því taka undir það að ég sakna “niður þumalsins” líka.
Homer
Mjög sammála umræðu um “over the top” neikvæða gagnrýni hérna inni, sérstaklega þegar hún er farin að snúast um að gera lítið úr Carragher…og það eftir sigurleik þar sem hann var meðal okkar bestu manna! Ég er afar sammála SStein með niður-þumalinn og var einnig ekki fylgjandi því að hætta með hann á sínum tíma. Alveg spurning að setja hann aftur á og þá kannski með fleiri smellum til að ummæli hverfi.
Það má samt ekki gera of mikið úr þessu, umræðan er í flestum tilvikum góð og menn alveg að anda með nefinu hérna inni. En barnaskapur eins og t.d. Nr. 28 Siggi Atla og Nr.37 Björn ropa út úr sér skemma mikið fyrir. Reyndar var nú fyrsta hugsun er ég sá Nr. 28 að eyða þessu, enda sjáið þið hvernig maðurinn byrjar:
En hætti við, aðalega til að sýna að svona “stuðningsmenn” eru til.
Algerlega 100% sammála þér Babu með að ég var virkilega að hugsa um að eyða nr. 28 en hætti við af sömu ástæðum, þetta er svo ömurlega útópískt að ég taldi eðlilegra að það stæði svo við áttum okkur á hvert umræðan er farin að fara. Einmitt eftir sigurleik.
Ég var ekkert viss um niðurþumalinn og studdi það alveg að hann dytti út, en síðustu tvær vikur hef ég saknað hans, það er ekki nokkur spurning.
Hver einasti þráður virðist fara í sömu skorður, það er algerlega ömurlegt að við getum ekki rætt nokkurn skapaðan hlut án þess að einhver tali niðrandi um leikmenn eða gráti að missa leikmenn til annarra liða og staglist stöðugt á jafnvel ímynduðum gæðum þeirra!
En áfram þætti mér gaman að vera með óformlega skoðanakönnun og biðja fólk um að “þumla upp” 38 ef það er sammála því að umræðan sé á villigötum, þannig kannski átta menn sig á hvers er óskað í athugasemdakerfinu. Viðurkenni fúslega að vera sammála Steina með það að hvatinn til ummæla er stundum lítill, en ég trúi ekki öðru en við náum að snúa þessu við, það má bara ekki gerast að þessi síða verði yfirtekinn af háværum og neikvæðum upphrópunum. Einmitt það að hún hefur verið yfirveguð og skynsöm hefur verið ástæða þess að hún er vinsæl.
Og fyrir því á að berjast!
“það má bara ekki gerast að þessi síða verði yfirtekinn af háværum og neikvæðum upphrópunum. Einmitt það að hún hefur verið yfirveguð og skynsöm hefur verið ástæða þess að hún er vinsæl.”
100% sammála – og hvet ritstjórana til að stýra umræðunni mynduglega (= fjarlægja komment)
er einhver með video af skotinu hans Bellamy
Tek undir með Magga, Babu Ssteina o.fl. Þetta er með ólíkindum. Ég sá reyndar bara seinni hálfleikinn í gær en þegar ég fór síðan að lesa sum ummælin þá hélt ég að ég hefði verið að horfa á allt annan leik! En það er ekki punkturinn. Hver er tilgangurinn með því að vera alltaf að grafa upp það neikvæða og úthúða leikmönnum? Það væri a.m.k. gott ef ,,neikvæðu” dúddarnir hérna útskýrðu það. Það er ekki séns að allir leikmenn muni alltaf spila án þess að gera mistök – það gera allir mistök og þannig hefur það alltaf verið. Sáuð þið t.d. þegar Rooney brenndi af vítinu? Eru Man United áhangendur að rífa hann niður fyrir það???
Voru Chicago aðdáendur stöðugt skíta út Michael Jordan??? Ég meina maðurinn klikkaði á rúmlega 20 þúsund skotum á ferlinum!!!!
Ps. Varðandi ummæli #28 þá tók ég þessu sem gríni! Svo er spurning hvort sumir þessara neikvæðu séu aðdáendur annarra liða sem eru að reyna að skemma umræðuna og/eða æsa okkur upp?
@53 sérð þetta hér: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/brighton-liverpool-motd-15440843/
Sællir allir.
Ég er sammála því að það er of mikið af neikvæðni hérna sem er illa rökstudd. Þá á ég við, eintómar upphrópanir þar sem menn eru jarðaðir og þeir sem horfnir eru á braut eru ,,réttu” mennirnir sem því miður stjórn LFC sá engin gæði í.
En það væri lítið gaman af þessari síðu ef hún væri bara já og amen kór. Þar sem allir væru sáttir við framistöðu okkar til dæmis gegn Tottenham og afgreiddu þann leik sem dómaraskandal! Það besta við að styðja LFC eða eitthvert annað lið er að fara í gegnum hæðir og lægðir með liðinu. Það getur til dæmis ekki verið gaman að vera stuðningsmaður Barca sem fá titlana á silfurfati og vinna nánast hvern leik fyrirhafnarlaust (nema kannski núna við upphaf nýs tímabils).
Eins og ég sagði, þá er það partur af leiknum að fá að dæsa, hvort sem það er við næsta mann á barnum á meðan maður horfir á leikinn eða hér á netinu þegar maður er einn fyrir framan sjónvarpið.
Komment eins og númer #28: Carra er Liverpool til skammar…. selja hann strax.. hann er að gefa eitt mark í leik !!! Óþolandi að hafa hann alltaf í liðinnu bara vegna þess að hann á að vera með einhvað Liverpool hjarta… djöfull er þetta pirrandi !!
er pottþétt sett hérna inn til þess að stuða og núa salti í sárin eftir síðustu 3 leiki þar sem liðið hefur ekki verið sannfærandi. Best að líta bara framhjá svona sóðaskað eða brosa af honum. Tröll þrífast ekki nema maður svari þeim til baka.
Og ég er sammála flestum hérna, Carra átti flottan leik og vítið skrifast ekki á hann. Og í raun lítið hægt að segja um leikinn, hann vannst, næst eruð það Wolves!
Góður sigur þar sem við vorum einum færri allan tíma (ég tel Spearing ekki með enda finnst mér hann ekki vera fótboltamaður) Góðar fréttir að Gerrard kom inn á enda er skortur á miðjumönnum í Liverpool og sérstaklega skortur á góðum miðjumönnum. Þetta er skref í rétta átt en liðið á langt í land að spila í topplevel. Vonandi fer Kenny að setja sterkari heildarbrag á spilamennsku Lfc.
P.S. Vonandi verð ég ekki flokkaður sem 2 class stuðningsmaður þótt ég gagnrýni leikmenn liðsins. Menn hafa skoðun og eiga alveg að fá að tjá þá skoðun. Auðvitað er niðurrif og annað slíkt leiðinlegt en enn leiðinlegra er að heyra stjórnendur Kop.is væla yfir þessu og íhuga að banna menn. Er það ekki ritskoðun? Væri ekki bara betra að pakka saman og hætta þessu þá?
Carragher hefur ekki verið að standa sig í stykkinu í undanförnum leikjum en hann er samt sem áður gríðarlega mikilvægur leikmaður, enda hafa menn talað um hann í gegnum árið að það er frábær að spila með honum og æfa þar sem hann er sífellt að gefa ráð. Ég var einn af þeim sem vildi Carra á bekkinn en svo hugsar maður, “hver á að spila fyrir hann?”, er það Skrtel? Kelly? Coates?
Skrtel getur ekki verið í vörn nema hafa Carra eða Agger með sér.
Kelly mun ekki spila í miðverði fyrr en eftir einhver ár líkt og með Carra, ég hef ekki trú á öðru og þar að leiðandi hefur hann enga reynsu í PL sem miðvörður, allavega mjög takmarkaða.
Coates þarf mann með sér í vörnina sem getur stjórnað henni einsog Carra. Sjálfur treysti ég ekki Coates strax nema hann sé með Carra sér við hlið, enda ekki búinn að ná tökum á tungumálinu og hann er nýr. Fyrir mér er Carra ekki einungis leikmaður, hann er leiðtogi í liðinu ásamt Gerrard.
Það er eins með þessa Carra umræðu eins og annað sem varðar Liverpool og leikmenn liðsins, ég treysti Kónginum til að taka réttar ákvarðanir.
Nr. 57 Fói
Fyrir það fyrsta var þetta aðdáunarverð tilraun hjá þér til að telja fólki trú um að þú hafir náð að hefja þig upp meðal 2. class fólks 🙂 En það er töluverður munur á því að gagnrýna liðið og leikmenn og bara rífa allt niður tengdu klúbbnum. Þessi svart eða hvítt umræða er alveg nógu víða á svona opnum spjallborðum og eitthvað sem reynt hefur verið að sleppa við á kop.is. Síðan var held ég mikið til stofnuð til að vera meira án svona umræðu í upphrópunarstíl og snillinga sem henni fylgja.
Hér er reynt að halda lágmarks viðmiðunarreglum og stundum gengur það illa og þarf kannski að útlista betur.
Jú þetta er ritskoðun, er það orðið eitthvað slæmt eða? Er ekki betra að reyna að skófla út þeim sem geta ekki tjáð sig nema bara til að rífa allt niður en leggja sama og ekkert til málana í vitiborinni umræðu. Megin þorri lesenda held ég að horfa á þesa síðu sem vettvang fyrir samherja að skiptast á skoðunum um liðið. Þeir sem gera það með uppbyggilegaum hætti eða rökstuddri gagnrýni plumma sig vel hérna þrátt fyrir að það séu ekki allir alltaf sammála þeirra skoðunum. Við getum alveg verið án þessara “selja carragher hann getur ekki neitt” snillinga.
Með þessu er ég ekkert að segja að þetta eigi að vera eitthvað halelúja samfélag þar sem allir eru sammála og það er fáfræði að halda því fram að menn geti ekki skiptst á skoðunum nema með eintómu niðurrifi og sá vinnur sem getur gert mestan upphrópunartextann. Meira að segja United menn koma hingað marg oft inn og leggja eitthvað til málana með sómasamlegum hætti.
Diddinn
Sammála þessu þetta hlítur að vera grín (vona það) og gert til þess að æsa menn upp. En hvað er point-ið? Er þá ekki betra að fara skúbba þessum óþroskuðu lesendum aftur yfir á spjallborðin og taka á móti þeim er þau hafa náð þroska þar?
Fói
Þetta þarftu að útskýra betur, ertu svona mikið á móti að nokkur maður sé ritskoðaður hérna að það sé betra að loka bara samfélaginu alveg heldur en að sigta aðeins út úr hópnum háværan minnihluta.
Í reglum á annari síðu er þetta feitletruð lína sem ég held að við ættum að tileinka okkur betur, ég alveg þ.m.t.
“it’s not what you say, but how you say it’.
Fói, ég les það allavega útúr orðum stjórnendum síðunar að það er allt í lagi að gagnrýna og þess háttar en það þarf samt að vera málefnanlegt og hafa smá rök….sem að margir hafa ekki.
Mig hlakkar persónulega til þess að sjá næsta leik, hef miklar trú á Bellamy og vona að hann byrji þennan leik! Gerrard kemur inná í þeim leik þar sem Henderson verður á miðjunni með Lucas og Kuyt og Downing á köntunum….ekkert nema tilhlökkun 🙂
YNWA – King Kenny we trust!
Ég sagði hér í komenti á þriðjudagsorguninn að ég gerði alveg eins ráð fyrir því að þetta yrði afar erfiður leikur og það reyndist svo bara raunin. Flottur sigur samtsem áður þótt ég hefði viljað kála þessu í fyrri hálfleik eins og hann spilaðist. Það er bara ekkert grín að fara á þessa útivelli oft á tíðum.
Verð að viðurkenna það að þessi komment eins og númer 28 fara ekki svona í mig eins og í Magga, Sstein og Babú, maðurinn hlýtur að mega hafa sínar skoðanir, ég persónulega hleyp bara hratt yfir svona komment, hlæ og gleymi þessu svo bara.
Það er alveg rétt að Carra hefur ekki verið alveg sjálfum sér líkur í upphafi tímabils en hef ekki nokkra trú á öðru en að það lagist og hann muni eiga frábæra leiktíð þegar uppi er staðið i lok tímabils. Hef samt smá áhyggjur af vörninni, Coates er auðvitað bara nýkomin og gæti þurft alla þessa leiktíð til þess að aðlagast þessvegna, Agger er komin á meiðslalistann og gæti þess vegna orðið þar mest megnis af vetrinum og svo er það Skrtel kallinn sem er ekki alveg nógu góður af mínu mati. Ég held að við þurfum að fjárfesta í einum KLASSA miðverði í Janúar eða næsta sumar og skipta út þá í staðinn Skrtel eða Agger, taka Cahill í janúar á nokkrar kúlur þar sem hann er að verða samningslaus og þá er vörnin í klassa málum næstu 10 árin…….
Erum svo að detta í svaka prógramm núna og ég vil sjá okkar menn valta yfir Wolves um helgina með Carroll og Suarez báða uppi á topp og Downing og Bellamy á vængjunum og svo Lucas og Gerrard, Adam eða Henderson á miðjunni, keyra yfir Wolves á hraða og pressu og ná upp svaka sjálfstrausti fyrir Everton ÚTI og Man Utd á Anfield því það eru 2 leikir sem verða líka að vinnast…….
Ótrúlega ánægður með að sjá að það eigi að taka á þessum “furðulegu” commentum. Commentakerfið á þessari síðu er orðið svo neikvætt að stundum langar mig til þess að moka holu, keyra bílinn ofaní og eyðileggja svo húsið.
Það kom meira að segja einn inn í “liðið er komið” þræðinum og sagðist ekki geta verið jákvæðir í þessum leik þvi við vorum svo lélegir í þeim síðasta …. jahérna hér..
Á einhver gröfu ?
Held að það sé ekki verið að tala um viðkvæmni Viðar, heldur það að allir þræðir verða eins – upphrópanir um sömu hlutina og mjög oft tengd við liðna hluti, sbr. einmitt ummælin úr “liðið er komið” þar sem einhver gat ekki verið bjartsýnn út af síðasta leik og síðan ummæli um Carra í gær í tengslum við Tottenham leikinn.
En svo ég kommenti aðeins á Cahill þá vill ég sjá meira frá þeim dreng. Hef horft á Bolton í haust og mér finnst hann hreinlega ekki með á löngum stundum. Hann er vissulega ágætur í fótinn, en hann er að mínu mati linur í návígjum og á það til að festast í bakkgírnum.
Að mínu mati þarf frumskilyrði varnarmanns að vera að hann sé góður varnarmaður, svo ég vitni í ummæli um nokkra góða nagla, menn þurfa að vera tilbúnir að stökkva fyrir lest til að bjarga marki. Það hef eg heyrt sagt um Coates og mikið vona ég að það sé satt.
Cahill karlinn á örugglega erfitt með að mótivera sig, en hann þarf að bæta sig finnst mér ef hann á að taka við kórónu Carra.
Er ég sem sagt einn um að finnast gaman af mönnum sem gjörsamlega tryllast eftir tapleik og drulla yfir allt og alla?
Fói #57 Mér finnst nú ekki neitt af þessu geta flokkast undir gagnrýni á liðið sem þú ert að skrifa í þessum pósti svo ég verð að taka undir með Babu.
Án þess að ég ætli mér eitthvað sérstaklega að halda uppi vörnum fyrir Spearing eða dásama hann þá spilar hann jú fótbolta fyrir Liverpool FC og þú spilar aftur fyrir hvern?
Það að koma með svona komment að þér finnist þessi eða hinn ekki vera fótboltamaður er aulafyndni í besta falli.
Babu, það sem ég meina að ef það á að ritskoða hvar á að draga mörkin? Vissulega er skiljanlegt þegar einhver man.utd bjáninn kemur inn og skrifar “fokkið ykkur lfc kuntur” en ef menn skrifa stuttar setningar eins og “Carra getur ekki rassgat og ég vil hann burt” á að ritskoða það frekar en “Carragher er ekki nógu góður. Ég vil að hann fari því við getum fengið annan betri í staðinn.”?
Það er mikið um niðurrif á þessari síðu en líka mikið um rökstudda gagnrýni. Ég held að niðurrif og diss er slæmur fylgifiskur en óhjákvæmilegur á vefsíðu eins og þessari. Það er hægt að taka upp niðurþumla kerfið aftur eða bara velja það sem maður vill lesa. Persónulega truflar það mig lítið þegar menn eru með einhver neikvæðni og niðurrif. Allir eiga rétt á sinni skoðun sama hversu bjánleg hún er því jú við lifum nú einu sinni í landi þar sem ríkir málfrelsi. 🙂
Jói #5 68
Ef þú lest færsluna aftur þá áttu að geta fundið gagnrýni á liðið í henni alveg eins og þú ert að gagnrýna mig í þinni færslu. Ég stend við það sem ég sagði um Spearing. Vissulega er það ýkt og kannski smá aulafyndni en menn eru orðnir ansi viðkvæmir ef þetta fer fyrir brjóstið á mönnum. Þetta er bara mín skoðun. Mér finnst hann ekki góður fótboltamaður. Aftur á móti er hann ungur og getur bætt sig mikið sbr Lucas ef hann leggur meira á sig….. Fyrir þá sem vilja sykurhúðaða gagnrýni 😉
Fói.
Þú ert nákvæmlega að skilja þetta r´tt. Fyrri setningin um Carra er dónalega framsett og illa orðuð, hin segir sú sama en án þess að vera upphrópun og til þess fallinn að maður hristi hausinn yfir framsetningunni.
It’s how you say it….
Ég leyfi mér að pirra mig ekki á asnalegum kommentum hér, því þumlar upp hjá þeim sem segja eitthvað af viti sýna að allur meirihluti hér hefur skynsamar skoðanir á hlutunum (eins og ég sé þá persónulega, fólk má auðvitað skilgreina það út frá sér hvað er skynsamlegt).
Ég búinn að vera að lesa þessi komment um ,,umræðuna” hérna og las öll komment við síðustu 4 færslur til þess að fá smá heildarmynd á ,,vandamálinu.”
Ég held að þessi komment sem menn eru að pirra sig (sumir, alls ekki allir) á séu tvennskonar. Frá tröllum sem eru að reyna að espa einhverja upp í leðjuslag, og svo þegar menn eru að horfa á leik eða leik er nýlokið og menn eru að deyja úr pirring yfir slakri framistöðu.
Tröll er ekki hægt að koma í veg fyrir nema með því að setja upp eða tengja síðuna við Facebook eða álíka kerfi. Eða ég veit ekki betur. Þegar menn sleppa sér í miðjum leik eða rétt eftir leik, það er nú það sem mér finnst sjarminn við þessa síður, það er eins og að sitja í góðum hópi stuðningsmanna og deila með þeim gremjunni.
En á móti, þegar vel gengur, þá fyllist allt af kommentum þar sem menn eru að hrósa liðinu, leikmönnum, og janfvel kommentum sem eru bara svona: KUUUYYYYTTTTTT!!!!!
Og ekki eru þau að stuða neinn eða hvað?
Ég held að ekki eigi að breyta því sem gott er og virkar. Jafnvel þótt að eitt eða tvö tröll laumist til að setja inn komment um að Carra sé að verða gamall og Carroll sé ekki 35 punda virði, hvað þá 35 milljón punda virði. Mér finnst einmitt þessi komment, sem geta alveg farið í mig, einn af sjarmanum við þessa síðu. En þau vega nú ekki þungt miðað við öll þau þúsundir af áhugaverðum, vel ígrunduðum og skemmtilega skrifuðum kommentum sem dembast inn á þessa síðu í hverri viku.
Slakið á stelpur. Það komu hérna inn einhver 2-3 asnaleg fúkyrðakomment og allir verða vitlausir. Þessi komment voru þar að auki augljóslega frá börnum eða einhverjum vitskertum og óþarfi einu sinni að eyða orku í þau.
Við munum sjá til með Carragher í næstu leikjum. Hins vegar er ljóst að það þýðir ekkert að þræta um þetta við Magga og nokkra fleiri hérna. Skoðunum þeirra verður ekki haggað en mér finnst þeir pínu vera að stinga höfðinu í sandinn og halda í einhverja rómantík.
Carragher var fínn í gær á móti Brighton (hann var ekki einhver world beater), en við munum einfaldlega sjá standið á honum á komandi vikum.
Tveir aurar í þessa umræðu:
nr. 1 – Menn þurfa ekkert að lesa öll komment hérna. Sjái þeir eitthvað sem stingur þá illa í augun, eins og #28, þá er engin skylda fyrir fólk að svara því. Hvað þá að þumla það upp! Just ingore them, and they’ll go away er gullreglan hér. Svona aðilar lifa fyrir það að fá alla upp á móti sér, og sitja svo sjálfir fyrir framan tölvuna sína og hlægja sig máttlausa.
nr. 2 – Ritskoðun er aldrei af hinu góða, það er mín staðfasta trú. Allar skoðanir, hversu vitlausar sem þær eru, eiga alltaf rétt á sér. Ég ræð hinsvegar engu á þessari síðu. Ég á hana ekki né er stjórnandi. Þeir sem eiga hana mega mín vegna hegða sér eins og þeir vilja – þeir eru í fullum rétti að taka upp róttæka ritskoðun ef þeir kjósa svo.
Við skulum samt ekkert verða of hátíðlegir hérna með öllu tali um ritskoðun. Mörg þeirra dæma sem menn taka hér, eru einstaklingar sem eru annaðhvort ófærir um að færa rök fyrir sínum skoðunum eða eru hér einfaldlega til þess að æsa rólyndismennina ykkur/okkur upp. Því sumir vilja bara athyglina sem fylgir því, á sama hátt og sumir eru háðir því að vera þumlaðir upp (vá hvað þetta gæti hljómað rangt!). Við erum núna komin í 70 komment, mörg hver fjalla um tiltekna aðila sem voru hér einungis til þess að fleygja sprengju í umræðuna.
Homer
#74 – [Ritskoðað – Persónuárásir eru ekki leyfðar á þessari síðu! -KAR]
#75 – Ég er að mestu sammála þegar kemur að ritskoðun, en þegar það kemur að CAPSLOCK CREWINU sem enda setningar á þrettán upphrópunarmerkjum og sautján spurningarmerki þá tel ég ekkert að því að velja og hafna – halda umræðunni málefnalegri og þar með stuðla að betri síðu. Það er ekki tilviljun að þetta er vinsælasta bloggsíða landsins – og til þess að hún haldist sem slík þá má ekki láta umræðuna halda áfram í þeim drullupolli sem hún hefur verið undanfarið.
Það er mín skoðun amk, frábær síða sem hefur þó dalað á síðustu vikum og mánuðum – því miður. Hefur aldrei komið til umræðu um að taka þumal-niður kerfið aftur upp ? Þá “slysast” maður amk ekki til að lesa sum commentin 😉
Er ekki bara málið að koma með “þumall niður” takan aftur þar sem textin hvarf ef eftir tíu dislike. þá hverfa þessi leiðinlegu bull komment strax ??
#36, finnst ég ekki eiga að þurfa að svara þessu, en jú, að sjálfsögðu var þetta kaldhæðni..
dúlli. Ef þú lest í það sem ég segi sýnist mér við vera algerlega sammála. Að sjálfsögðu er það ekki þannig að ef að Carragher spilar hundilla eigi hann að halda sætinu.
Ég er að pirra mig á því að menn vilja bara henda honum núna, sem er ekkert gáfulegt að mínu viti…
Rétt maggi.
Ja hérna. Ég held að það sé ljóst að það þarf að taka smá naflaskoðun. Ég hvet alla ummælendur til að líta aðeins í eigin barm. Við Einar Örn höfum nánast ekkert getað fylgst með síðunni í dag og hér hafa bara verið rifrildi um gæði ummælanna á meðan? Babú, Maggi og Steini hafa svarað vel fyrir okkur penna síðunnar og ég er í flestum atriðum sammála þeim.
Loforð: við erum að ræða þessi mál á bak við tjöldin í þessum töluðum orðum. Við munum taka fast á þessu og það strax. Þið megið búast við pistli frá mér um þessi mál í fyrramálið og svo höldum við áfram inn í næstu helgi og næstu leiki með skýra stefnu. En á meðan við fastneglum hertar reglur er gott fyrir ykkur sem viljið spjalla að hafa eftirfarandi atriði í huga:
Slökum aðeins á. Lítið á þetta sem viðvörun, við munum herða reglurnar næstu daga og þið munuð eflaust verða þess vör, en það er nauðsyn á. Við höfum tekið svona átak á ca. 2-3ja ára fresti í sjö ára sögu síðunnar og það hefur alltaf svínvirkað. Svo slakar maður á aftur þangað til aftur hleypur í óefni. Nú virðist vera komin upp sú staða og þá bara tökum við á því.
Gula spjaldið. Taki það til sín sem eiga.
Var ekki málið með niðurþumlakerfið það að menn voru algerlega að misskilja það. Menn voru þumlaðir ítrekað niður fyrir óvinsælar skoðanir, ekki af því að þær voru órökstuddar.
Held að það sé rétt hjá þér Siggi. Ætli það hafi ekki verið ástæðan að niður þumallinn var tekinn niður enda algjörlega miskilinn.
Hinsvegar hef ég tekið eftir öðru hérna inni undanfarið og það er að það koma kannski eitt tvö þrjú “heimskuleg” eða illa rökstudd komment um leikmenn eða liðið. (eitthvað sem mun alltaf gerast)
Þá gerist það að allt fyllist af færslum um að þessi sára fáu komment séu “heimskuleg” eða illa rökstudd. Það koma kannski 20-30 komment um að tvö komment séu léleg !
Ef menn bara leiða þetta hjá sér og sleppa því að tjá sig um léleg komment þá fækkar “heimskulegum” og illa rökstuddum kommentum því í mörgun tilfellum eru þau sett fram til að fá viðbrögð.
Hvernig væri það að menn myndu sitja á sér og létu það eiga sig að kommenta á umdeild komment og sjá hvort hlutirnir verða ekki fljótir að jafna sig.