Liðið í kvöld – Gerrard á bekknum

Liðið er komið og það er athyglisvert og sterkt:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Robinson

Kuyt – Spearing – Lucas – Maxi

Bellamy – Suarez

Á bekknum: Gerrard, Carroll, Downing, Wilson, Shelvey, Flanagan, Doni.

Mér líst vel á þetta lið. Ánægjulegt að sjá bakverðina Kelly og Robinson byrja og svo byrjar Bellamy sinn fyrsta leik frammi með Suarez.

76 Comments

  1. Ef við töpum þessum leik ráðlegg ég að Einar örn fái bara að skrifa upphitanir.

    En annars hef ég enga trú á því að við töpum. 3-0 bellamy með 2 og gerard 1  

  2. Fjörið (ef þú átt við leikinn) byrjar eftir fjörutíu mínútur.
     
    Vúhú!

  3. Ég feldi tár þegar ég sá að Gerrard væri í hóp.

    En annars skemmtilegt og fróðlegt lið, fyrir utan kannski ó skapandi miðju en þeir ættu nú að höndla þetta, annars sippum við bara Captain Fantastic inn á! 🙂 

  4. 3-0  gerrard , coates og bellamy, suarez með 3 assist  #taxi sono qui 
    #yeahbuddy

  5. hefur einhver síða komið í staðinn fyrir myp2p síðuna sem var lokað?? Annar væri ég til í skotheldan línk á leikinn ef einhver er með … 

  6. Gaman að fá að sjá Maxi. Hefði viljað fá Wilson inn í liðið með Coates í þessum leik.

  7. Gaman að sjá að Maxi byrjar og einnig Kátur, orðinn samt þreyttur á að Lucas sé alltaf í byrjunarlíðinu,,, þessi maður getur ekki gefið sendingar, jú jú stendur sig af og til vel varnalega en sendingar klikka of oft hjá honum. vil Kát, Downing, Spearing og Maxi á miðjuna í þessum leik.

  8. Vitið þið um einhvern annar link að leiknum heldur en þessi hérna fyrir ofan?

  9. #14
    Hans hlutverk er líka ekki bundið því að eiga einhverjar sendingar hægri vinstri heldur að vinna boltann og koma honum einfalt til þeirra sem eiga að koma með þessar sendingar. Óþolandi þegar menn eru að mökka yfir Lucas, greinilegt að þar eru á ferðinni menn sem hafa lítið sem ekkert vit á knattspyrnu og örugglega ekki spilað sjálfir.

  10. Mér finnst það vera frekar furðulegt val að nota Lucas og Spearing báða í þessum leik enda geta þeir hvougir sótt af viti. Ég hefði frekar viljað sjá Shelvey á miðjunni með Spearing.
     

  11. Samt, afsakið neikvæðina… af hverju erum við að nota menn úr aðalliðinu (Suarez, Carragher, Reina, Kuyt…) í þessari mickey mouse keppni. Þetta er akkúrat tækifærið til að leyfa ungu strákunum að sanna sig. Ferguson gerði 11 breytingar (!) á liði sínu fyrir þeirra leik í gær og gaf þeim dýrmæta reynslu + tækifæri. Ég væri til í sjá svipaða hluti á móti þessum erfiðu mótherjum okkar.

  12. Vikuhvíldin hafði nú ekki góð áhrif á sunnudaginn og menn eiga alveg að geta spilað 2 leiki stöku sinnum.

  13. Búinn að downloada soapcast. Hvað gerir maður svo til að sjá live stream???

  14. Gaman að sjá yfirferðina á Bellamy. Þessir gulu skór hans eru út um allt!

  15. Svo er Hargraves búinn að skora fyrir city í sínum fyrsta leik, ég veit um nokkuð marga sem eru ekki sáttir ef hann helst mikið heill  🙂

  16. 32# tækling??? Fokk that!!! SÁUÐ ÞIÐ SKOTIÐ HJÁ BELLAMY!!!?????

  17. Alveg með ólíkindum að staðan sé BARA 0-1, ólíklegustu menn með fín skot sem varin eru í stöngina!
     

  18. Ég get ekki verið jákvæður með þenna leik þar sem leikurinn á móti tottenham var skelfilegur. Kaupin á adam og henderson á sölurnar á aquilani eru algjörlega  út í hött. Mér finnst aquilani vera einn besti leikmaður í heimi og býr til geggjaða sendingar sjá hér http://www.youtube.com/watch?v=cn-pH6BV6Rs og meireles hefur það sem þarf til að brjóta upp varnirnar og gefa á framherjana og skorar frábær mörk! En Charlie adam og Henderson eru ekki að gera þetta lið að stórliði! 24 milgónir alls voru greiddar fyrir þá og ég skil ekki hvernig menn á borð við leimann blackpool og leikmann sunderland eiga að gera liverpool aftur að stórveldi 35 milljónir eru allt of mikið fyrir carrol(í staðinn hefði verið hægt að kaupa aguero fyrir þann peninginn). Einnig er og mikið að borga 20 milljónir fyrir alltof mikill penigur fyrir downing og það hefði verið fyrir allan þennan pening að gera þetta lið eins og ég sagði áðan að stórveldi
    King kenny selur besta framherja heims og kaupir miðdeildar nobodies
    Það mætti halda að hann væri að breyta þessu liði í enskt tuddalið
    Vonandi verða sem flestir sammála mér því liverpool er með stærsta hjartað og bestu stuðigsmennina
    YNWA

  19. Er til of mikils æltast að bara ein lukkudís fylgi liðinu í einn leik.

  20. Jæja góður fyrrihálfleikur vantar samt að fara að klára fleiri leiki fyrr! erum ekki að nýta færin nógu vel suarez óheppin í tvígang, bjargað á línu frá Kuyt, Bellamy með sleggju í slánna og Spearing með fínt skot í stöng en bara eitt mark komið og það bíður hættunni heim að klára ekki færin eins og sást svo í lok fyrri !! og í leikjunum á móti sunderland og stoke ! koma svo klára þetta !!

  21. Halló halló 35! selur Torres og fær suares og þennan miðjumoðs tappa sem þú talar um fyrir upphæðina! get engan vegin séð að það séu slæm skipti! Bara Carrol er búin að skora meira fyrir okkur en torres fyrir chelsea svo ég tali nú ekki um það sem Suares er búin að gera. Góður díll fyrir allan peninginn

  22. sop://broker.sopcast.com:3912/111481   þessi linkur í sopcast svínvirkar, er að vísu á rússnesku en gæðin mjög góð og það besta sem ég fann eftir mikla leit 

  23. Martin Kelly, 21 árs, Coates, 21 árs, Jack Robinson, 18 ára… þetta eru meiri guttarnir í vörninni hjá okkur. Samt jákvætt að geta notað þá alla í leik sem þessum, hörkuspilarar.

  24. Það er nú ekki hægt að segja að LFC séu góðir í kvöld.

  25. hvað er að gerast með þetta lið það er að hleypa þeim alltof mikið í gegn og það er ekki nein pressa hjá liverpool sorglegt að eftir bruðl ársins að það skuli ekki vera betri menn né spilun en þetta…

  26. Hvað er þetta maður, menn mega lengur ekki orðið gagnrýna liðið eða leikmennina sjálfa og þá koma hér inn menn og segja manni að hætta þessu væli? Flottur fyrri hálfleikur, slakur seinni hálfleikur, finnst virkilega dapurt að sjá Brighton vera að stjórna spili leiksins hér í seinni sérstaklega í ljósi þess að þetta byrjunarlið hjá Liverpool er með því sterkara sem við getum stillt upp

  27. Þurfiði líka að væla þegar við erum að vinna ? Nenniði ekki bara frekar að halda ykkur inná bland.is ..

  28. And the referee is stopping the game because there’s an idiot on the pitch.

  29. Var að taka eftir því að einn leikmaður Brighton heitir Vincelot (lesist wins a lot). Vonandi að hann beri ekki nafn með rentu.

  30. Það stöðugt að vera að gagnrýna leikmennina, skiptir engu máli hvenær. Það er eins og sumir nærist á neikvæðni. Fátt leiðinlegra.

  31. Sammála 53. Það þarf ekkert að spila frábærlega í svona leikjum svo fremi sem það skilar árangri. Vonum bara að svo sé í þessum.

  32. Sorglegt lið. United gáfu nokkrum unglingum séns í gær og fóru létt með Leeds 3-0. Sem er töluvert öflugra lið en þetta Brighton & Hove Albion.

    Það er eitthvað að !

  33. Er það nema furða að menn séu neikvæðir!! Er það nú árangur hjá þessum mönnum!! Alveg að drulla á sig móti þessu liði! Hvernig á að verða árangur ef þeir geta ekki meira en þetta?!!

  34. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta frekar slappt hjá okkur – það er aðallega út af slökum miðjyspilurum sem ráða ekki við að stjórna leuknum og svo eru bæði Kelly og Robinson í tómu tjóni og það þótt við séum að spila gegn mun slakara liði – en jákvætt að fá legendið Steve G aftur inn – en við verðum að mínu mati í ströggli í deildinni núna i framhaldi af þessu ef þetta er okkar leikur

  35. Hvað er málið með þennan Carragher?
    Gefandi víti eða mörk í hvaða einasta leik !

  36. Hvað er málið með Carra,,,,þetta væri skiljanlegt væri hann 18 ára en  common maðurinn er kominn á fertugsaldur og spilað hundruð leikja.

  37. Carragher er nú bara búinn að vera mjög fínn í þessum leik, smá glapaskot þarna sem skrifaðist algjörlega á Spearing

  38. þetta er ekkert annað en hverjum langar að vinna þennan leik og eins og þeir eru að leika núna langar þeim ekkert að gera það

  39. Hahaha djöfull eru þið steiktir.. Carragher búinn að spila flott í þessum leik, þetta mark skrifast allann tíman á Spearing.

  40. Til Ronny nr. 62.

    Bara svona til þess að hafa staðreyndir á hreinu þá spila Leeds og Brighton í sömu deild og þar eru Brighton í 3 sæti og Leeds í því 11.

    Svo að upphrópanir og yfirlýsingar um töluvert öflugri lið ganga hreinlega ekki upp.

    Í öðru lagi spilaði Liverpool með ungt lið í kvöld, 3 leikmenn í vörninni ná varla 20 ára aldri. Það er varla hægt að kalla lið Manutd unglingalið, þar sem mörkin skoruðu Owen (31. árs) og Giggs (milljón).

  41. Carrager hvað……ensku þulirnir sögðu hann einn af bestu mönnum Liverpool. Mér persónulega fannst hann varla stíga feilspor í leiknum. Er þá ekki Suarez “ömurlegur” þegar hann skorar ekki? Hættum þessu væli og treystum KD fyrir liðinu. Það er kanski ástæða fyrir því að hann er stjórinn en ekki einhver okkar 🙂 Annars bara fínn skildu sigur og gaman að sjá Gerrard aftur á vellinum. Innkoma hans var hápunktur leiksins.

  42. Það fer að koma að því að menn þurfi að skrá sig til að fá að pósta hér inn.

    Mikið lifandis ósköp e þreytandi að röfla um Aquilani í nánast hverjum þræði sem dæmi. Standardinn er búinn að hrynja þrátt fyrir góða viðleitni síðuhaldara og ég er farinn að hallast að því að miður gáfaðir aðdáendur annarra liða ropi með rassgatinu hérna reglulega.

    Dæs

  43. Ronny 56. Af hverju helduru þá ekki bara með united? Er ekki annars kominn háttatími hjá þér?

  44. Þetta er bara MJÖG SLAKT.Ef þeir verða svona áfram þá nenni ég ekki að fylgjast með þeim í vetur.

  45. Jæja þetta hafðist !!!  Engin stjörnuleikur þó að ég hefði ekkert verið hissa ef Liverpool hefði verið 4-0 yfir í hálfleik.  Coates er ryðgaður en efnilegur.  Spearing sýnir það fyrir mér enn og aftur að hann er ekki nógu líkamlega sterkur til að geta spilað í Úrvalsdeildinni.  Honum var ýtt fram og til baka af leikmönnum Brighton.  Kuyt virkaði ryðgaður líka og ekki í eins miklu leikformi og maður á að venjast.
     
    Æðislegt að sjá Gerrard aftur.
     
    Tók einhver annar eftir neikvæðninni í hópnum?  Bellamy er alltaf rífandi kjaft en núna bætast við Kuyt sem var sífellt að röfla í dómaranum, Suarez töluvert líka og meira að segja Gerrard eftir að hafa verið inn á vellinum í 3 mínútur eða eitthvað.

Brighton & Hove Albion

Brighton 1 – Liverpool 2