Hér eru uppfærðar reglur um umræður á Kop.is. Við höfum verið í vandræðum með gæði ummæla og mikil rifrildi og skítkast í umræðuþráðum á síðunni síðustu daga og höfum ákveðið að bregðast við því með hertum reglum. Reglurnar eru öllum sýnilegar, tengill á þær er í haus síðunnar og við munum minna reglulega á þær. Reglurnar eru hér fyrir neðan.
Reglur um umræður á Kop.is
Áður en þú tekur þátt í umræðum á Kop.is förum við fram á að þú, lesandi góður, kynnir þér eftirfarandi reglur fyrir ummælaskrif á síðunni. Sem eigendur og ritstjórar síðunnar áskiljum við okkur rétt til að framfylgja eftirfarandi reglum. Þetta teljum við nauðsynlegt til að viðhalda siðmenntuðum umræðustaðli hér á Kop.is.
1: Bann við þátttöku í umræðum
Síendurtekin brot á öllum þeim reglum sem talin eru til hér fyrir neðan skila sér í banni frá þátttöku í umræðum á Kop.is. Þetta er ekki umsemjanlegt. Brjóti menn reglurnar einu sinni fá þeir viðvörun. Hlýði menn þeirri viðvörun ekki og haldi áfram að brjóta reglurnar verða þeir bannaðir. Á þetta sérstaklega við um ummæli sem birt eru undir dulnefni.
2: Persónuníð og skítkast
Allt persónuníð (ad hominem) er með öllu bannað. Persónuníð þýðir að í stað þess að gagnrýna skoðun einhvers er viðkomandi einstaklingur gagnrýndur. Það er, umræðan er persónugerð á neikvæðan máta. Hér skiptumst við á skoðunum, ekki móðgunum. Öll ummæli sem innihalda persónuníð eða skítkast af einhverju tagi verða fjarlægð með öllu.
3: Þráðrán
Ekki er leyfilegt að „ræna þræði“ án virkilega góðrar ástæðu. Ritstjórar síðunnar munu fjarlægja öll ummæli sem innihalda þráðrán nema þeir sjái tilefni til undantekningar. Þráðrán er það kallað þegar verið er að ræða ákveðna hluti í færslu og einhver setur inn ummæli sem fjalla um allt annað. Það heitir að „ræna þræðinum“, þ.e. að beina umræðunni í annan farveg. Ætlast er til að umræður fylgi því umfjöllunarefni sem færslur penna Kop.is fjalla um. Þetta á ekki við um færslur sem heita „Opnar umræður“ eða færslur fyrir leiki sem eru í gangi. Þar má ræða það sem fólk vill og tjá sig í hita leiksins. Þráðrán eru algjörlega, undantekningarlaust bönnuð við leikskýrslur. Þær eru til að ræða viðkomandi leik og ekkert annað.
4: Birting mynda/myndbanda í ummælakerfi er bönnuð
Lesendum síðunnar gefst ekki kostur á að birta ljós- eða hreyfimyndir í ummælakerfi síðunnar. Þetta er gert til að vernda útlit síðunnar, svo ekki sé hægt að „brjóta“ síðuna með t.d. allt of stórum ljósmyndum. Ummæli sem „brjóta“ síðuna á annan hátt (svo sem ummæli með allt of mörgum upphrópunarmerkjum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!) verða einnig fjarlægð.
Pennar Kop.is hafa einir leyfi til myndbirtinga. Vilji lesendur deila myndum á síðunni er alltaf hægt að setja inn tengil á mynd á netinu.
5: Troll og pirringur
Öll ummæli sem innihalda troll eða eru vísvitandi gerð til þess að pirra lesendur Kop.is verða fjarlægð. Við líðum engin troll á þessari síðu. Þetta á sérstaklega við um aðdáendur annarra liða sem halda að það sé sniðugt að æsa Liverpool-stuðningsmenn.
6: Síendurtekin ummæli
Það er ekki í lagi að síendurtaka sömu ummælin mörgum sinnum í sama ummælaþræði. Fólki er sjálfsagt að koma sinni skoðun á framfæri en það nennir enginn að lesa sama hlutinn mörgum sinnum. Misnotkun á fjölda ummæla í þræði kann að leiða til tímabundins banns viðkomandi aðila.
7: Aldurstakmörk
Á síðunni eru engin aldurstakmörk. Það er erfitt að meta hvenær menn eru of ungir eða nógu gamlir til að skrifa ummæli á svona síðu. En til þeirra sem yngri eru viljum við ítreka að þeir vandi ummæli sín og reyni sitt besta til að leggja sitt af mörkum í umræðunni. Ef þú ert tólf ára og skrifar vel, vertu velkominn í umræðuna. Ef þú ert fimmtán ára og nennir ekki að skrifa neitt af viti, láttu þér nægja að lesa ummæli þeirra sem nenna og geta.
8: Vandið ykkur
Þetta síðasta atriði er ekki regla heldur frekar ábending. Að baki þessari síðu standa margir sem leggja á sig mikla vinnu til að halda henni úti og framleiða gæðaefni. Í ummælaþráðunum eru einnig margir lesendur sem leggja sig fram um að skrifa innihaldsrík og skemmtileg innlegg í umræðurnar hverju sinni. Ef menn hafa ekkert meira til málanna að leggja en „þessi leikmaður er ömurlegur“, eða „þessi dómari er bara fífl“, eða „glataður leikur“, er kannski betra fyrir viðkomandi að sleppa því að skrifa ummæli og láta sér nægja að lesa síðuna.
Þessum reglum er framfylgt án undantekninga. Hafi menn út á reglurnar að setja geta þeir haft samband við okkur í neðantalin netföng.
Ritstjórn Kop.is,
Einar Örn – einarorn (hjá) gmail.com
Kristján Atli – kristjanatli (hjá) gmail.com
Vonandi stuðlar þetta að bættum gæðum í umræðum á síðunni.
Þetta er opinn þráður. Þið megið ræða það sem þið viljið hér, eins lengi og það brýtur engar reglur. Upphitun fyrir leik helgarinnar kemur svo inn síðar í dag.
Ég skrifaði hér inn í gær að gæði umræðunar hefði farið niður á við síðustu mánuði. Ég tel þetta klárlega skref í rétta átt.
Gerum frábæra síðu betri – ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta og mest sótta blogg síða landsins.
Við eigum eflaust eftir að fá þó nokkra dramatíska póstu varðandi ritskoðun – en ég sem long time follower gæti ekki verið meira ánægður með þessar reglur. Ég er langt frá því að halda því fram að hingað eiga bara “já-menn” að koma, prumpandi glimmeri og búa til balloon animals. En það er mikill munur á því að vera gagnrýninn í skrifum sínum, á málefnalegan hátt, og beinlínis vera að reyna að pirra og vera með leiðindi.
Góða helgi gott fólk 🙂
Flott. Þið fáið fjöður í hattinn frá mér.
Þetta mun einungis gera síðuna betri og mun læsilegri en áður og hoppa ég hæð mína með þær framfarir.
Manni er strax farið að hlakka til helgarinnar að sjá okkar menn spila aftur enda er klassamunurinn síðan í fyrra gríðarlegur (þar sem maður kveið nánast hverjum einasta leik).
Þá er einfaldlega að athuga fantasy liðið sitt, fara í búningin og koma sér fyrir, fyrir skotrhíðina á laugardaginn.
YNWA – King Kenny we trust!
Vel gert strákar og þetti gæti orðið til þess að maður fari að lesa commentin aftur því satt að segja var ég hættur að nenna að lesa allt þetta bull og kjaftæði sem menn /börn skrifuðu hér !
Trausti
Sælir félagar
Þetta er frábært. Það eina sem vantar núna er að þumla niður. Það mætti líka hafa það þannig að ef niðurþumlun fer yfir ákv. fjölda er kommentið fjarlægt. Ég vil benda á að kommentið hjá Magga þar sem niðurþumlarar áttu að þumla fór það eitthvað nálægt hundrað þumlunum. Því er greinilega margir sem vilja geta þumlað niður.
Annars, ágætu síðuhaldarar. Hrós sé ykkur fyrir þessa síðu enn og einu sinni. Haldið ykkar striki, þið setjið reglurnar því þetta er síðan ykkar og takk fyrir hana.
Það er nú þannig
YNWA
SigKarl. Niðurþumlakerfið virkar enganveginn. Algjörlega misskilið fyrirbæri og menn niðurþumluðu ef þeir voruósammála innslaginu, sem gerir umræðuna einsleita og fyrir vikið leiðinlegri.
En eins og ég var að segja í síðasta þræði þá er mikilvægt að láta það eiga sig að vera að kommenta á léleg komment. Það er eins og að hella olíu á eld og eykur bara á léleg og illa rökstudd innslög.
Vandinn með niður-þumalinn var sá að hann var aldrei notaður rétt. Menn leiddust út í að þumla hver einustu ummæli annað hvort niður eða upp, í stað þess að þumla bara niður eða upp sjaldan og þegar sérstök ástæða var til. Með því að fjarlægja niður-þumalinn breyttist þetta og fólk fór að nota upp-þumalinn rétt, þ.e. nota hann bara þegar menn vildu hrósa fyrir sérstaklega góð ummæli.
Annað sem pirraði mig alltaf með niður-þumalinn var að sumir þumla suma alltaf niður, sama hvað verið er að segja. Ég man t.d. einhvern tímann að Einar Örn skrifaði komment um að það væri búið að samþykkja söluna frá Hicks/Gillett til NESV og hann fékk samt 4-5 niður-þumla. Það var klárlega fólk sem var að þumla niður af því að því var illa við Einar Örn persónulega, og kom ummælunum ekkert við.
Við erum enn að rökræða þumlana. Kannski prófum við niður-þumalinn aftur fljótlega og leggjum þá áherslu á að menn noti hann rétt. En eitt skref í einu. 🙂
Já, og ummæli um léleg ummæli verða fjarlægð alveg jafnt og lélegu ummælin sjálf. Látið okkur bara um að ritstýra síðunni, það er óþarfi að skrifa ummæli til að benda á léleg ummæli. 🙂
Treysti því að allir verði með okkur í því að stýra umræðunni í þá átt sem Kristján Atli talar hér um.
Það er engin skylda að vera á sömu skoðun, þið heyrið það greinilega í podcöstunum okkar að það erum við alls ekki alltaf og ég er sammála því að lofræðusíða sem prumpar glimmeri er ekki til neins annars fallin en að deyja.
En upphrópanir og ókurteisi á ekki að líða og öll “tröll” eiga að halda sig fjarri. Það er til fullt af síðum á netinu þar sem fólk getur fengið útrás fyrir slíkt. En það er ekki á kop.is.
Ég fór að fylgjast með síðunni fyrir nokkrum árum og fannst hún þá sú langbesta vegna þess hversu frábærir pistlar komu þar inn og ekki síður það að umræðan við þá var á flottum nótum. Það var auðvitað vegna öflugrar ritstjórnar en líka þess að þeir sem skrifuðu athugasemdir voru greinilega að átta sig á þeim kröfum sem til þeirra voru gerðar.
Nú er enn einu sinni verið að hnykkja á þeim kröfum (reglum) og ég treysti ritstjórunum fullkomlega til að framfylgja þeim. Ég hef ekki nokkra trú á því að einn einasti einstaklingur ætli að fara að kvarta undan þeim. Þetta eru reglurnar, það er enginn að skipa fólki að skrifa hér og því bara ekki nokkur ástæða til að fara að hefja slíkan grátkór.
Er sannfærður um það að þetta mun leiða til betri umræðu, mun betri umræðu.
Flott að koma með þetta, ég var alveg hættur að nenna að kíkja hérna inná eftir leiki þar sem að það voru alltaf sömu þöngulhausarnir að skrifa útum óæðri endann á sér!
En þetta er magnað og vonandi að menn fylgi reglum hérna.
Tek eins og aðrir undir ánægjuóskir með framgönguna. Á svona vefum er alltaf nauðsynlegt af og til að skerpa á hlutunum til að halda þeim í réttu horfi og forða viðkomandi vef frá glötun.
Sumir gleyma því ansi oft, því miður, að á svona vef er í raun lítið lýðræði. Það á einhver þennan vef, býður okkur hinum að vera með en það þýðir ekki endilega að notendur hafi frjálsan aðgang að vefnum og geti gert það sem þeim sýnist. Sumir skella smá dassi af dramatík í umræðuna sína og kalla þetta ritskoðun og verði þeim að góðu segi ég. Sá sem á vefinn á að stýra honum og við hin getum þá tekið ákvörðun um hvort við nennum að hanga á vefnum. Fyrir mína parta þá fær þessi vefur top 5 einkunn hjá mér vegna pistlanna og kjarna í umræðum hér.
En það er leikur um helgina. Mig langar að fá þann leik NÚNA 🙂
Sælir Kop.is menn
Vitið þið hvað margir heimsækja ykkur ? væri gaman að vita það, ég er einn af þeim sem les ykkur daglega en er ekki mikið að setja inn ummæli
Takk fyrir frábæra síðu
MBK
Ívar Guðmundsson
Afsaka tvípóstinn en það er sko eitt sem ég er ekki ánægður með, ha…..hmm……alls ekki….sko.
Það vantar alveg hann Suarez í bannerinn efst á síðunni!!
Ég er gríðarlega ánægður með viðbrögð síðuhaldara við því vandamáli sem risið hefur upp hér á síðunni. Ég hef notið þess að lesa þessa síðu í hartnær fimm ár, en uppá síðkastið hefur það verið hreinasta kvöl og pína að lesa sum komment. Ég hef íhugað hvers vegna þetta er svona og ég held að megin orsökin sé gengi liðsins á síðasta tímabili auk þess sem eigendaskiptin og sú rússíbanaferð sem við gengum í gegnum hefur haft áhrif á “skrifanda” einstaklinga.
Ég var að lesa áhugaverða grein úr dailymail þar sem einhver umboðsmaður er að ræða um mútur í fótbolta og hvernig reglur eru brotnar er varða kaup og sölur á ungum leikmönnum. Það var eitt sem stakk mig hvað mest við lestur greinarinnar, en það eru eftirfarandi ummæli: ‘I keep talking about Andy Carroll, but in my opinion he was poached from me. When Liverpool signed Andy they brought in someone to act on behalf of the club to broker the deal even though Damien Comolli is their sporting director. Why do they need an agent on transfer deadline day? Surely they just pick up the phone to Newcastle and ask, “How much for Andy Carroll?” Something’s wrong with the game when it comes to that.
Getur verið að okkar ástkæri klúbbur sé viðriðinn svona viðskipti eða er ég bara svo grænn að trúa engu slæmu uppá minn ástkæra klúbb???
Gef ykkur Thumbs Up fyrir þetta!
Orð í tíma töluð!
Held að þessar reglur eigi eftir að bæta umræðuna á blogginu til muna.
Skref í rétta átt. Ég held að ástæðan fyrir því að síðan hefur farið aðeins niður á við er sú að hún er alltaf að stækka og auðvitað fylgir því það að það koma fleiri misgáfaðir einstaklingar inná síðuna.
Mér datt í hug í gær að það væri hægt að hafa síðuna lokaða og menn hreinlega samþykktir inná hana og þyrftu að svara nokkru spurningum fyrst og fengju síðan password sem þeir þyrftu alltaf að nota til þess að komast inná síðuna, það væri ekki slæm hugmynd.
Önnur hugmynd sem ég fékk væri svo sú að menn yrðu áskrifendur af síðunni og þyrftu að borga árgjald eða mánaðrgjald eða eitthvað þessháttar sem væri auðvitað í lægri kanti og sá penigur sem í kassann kæmi gæti td verið notaður í það að gera síðuna betri. Þetta mundi gera það að verkum að aðdéndur annarra liða myndu sennilega aldrei tíma að borga til þess að rakka Liverpool niður td.
En þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef engu ráðið um og er og hef alltaf verið ákaflega ánægður með þessa síðu og kíki á hana sennilega 5-7 sinnum á dag eða oftar suma daga.
Fer svo ekki að styttast í podcast og upphitun fyrir leikinn á morgun?
Kannski eitt í sambandi við leikinn á morgun, vitið þið hvort hann er sýndur á stöð 2 sport 2 á AÐALRÁSINNI, ég er nefninlega með aukaafruglara og næ ekki hliðarrásunum sem eru sport 3, 4 og 5…..
Eigið annars öll góða helgi og vonandi taka okkar menn sannfærandi sigur á morgun.
Ég gleymdi að setja inn link á fréttina úr Dailymail…afsakið það.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2040773/Andy-Carrolls-agent-reveals-footballs-dirty-secrets.html
Viddi, Liverpool er aðalleikurinn, og þar af leiðandi á Stöð 2 Sport 2, en ekki hvað 🙂
Viðar Skjóldal (#16) spyr:
Upphitunin kemur síðar í dag eins og ég sagði í færslunni. Næsti podcast-þáttur kemur eftir helgi.
Búin að sjá það Gústi, helv textavarpið er alltaf i einhverju rugli, bara i fyrradag voru þeir með Stoke- Man Utd og alla aðra leiki setta á klukkan 14 á laugardag svo ég vissi ekki hvort Liverpool væri aðalleikurinn þótt ég gerði vissulega ráð fyrir því að allir leikirnir væru ekki klukkan 14.
Kristján takk fyrir þetta en ég sé bara ekkert í færslunni efst á síðunni nema þetta um reglurnar, sé ekkert minnst á upphitun eða neitt annað en reglurnar, djöfull hlýt ég að vera blindur hehehehe
Ég fagna þessu og vona að allir róa í sömu átt. Þótt menn hafa mismunandi skoðun á málefnum þá eiga þeir að fá að tjá hana en gera það á siðmenntaðan hátt. Ég tek þátt í umræðu um fótbolta á tveimur stöðum. Aðallega hér og einstaka sinnum á Íþróttaspjallinu Hans sem er umræðuhópur á facebook. Það er himinn og haf þarna á milli í sambandi við reglur og gæði ummæla. Kop.is eru þar langt á undan.
Þið eigið hrós skilið strákar fyrir frábæra síðu og það er gott að taka á agamálum af og til. Það hefur komið fyrir okkur flesta að hafa aðeins misst okkur í ummælum um leikmenn eða dómara og því þarft að hamra á þessum reglum. Lengi lifi Kop.is!!!
Ég tel okkur Liverpool-stuðningsmenn vera einstaklega heppna. Umfjallanir um liðið og mál þess má finna á helling af vönduðum og góðum síðum, góðri sjónvarpsstöð og auðvitað í tveimur einstaklega skemtilegum “podcöstum” frá Kop.is og TAW. Ég minnist þess ekki að hafa dottið inn á góða íslenska stuðningsmannasíðu hjá öðrum liðum en Liverpool (þá er ég ekki að tala um klúbba síðurnar).
Aftur að umræðunni þá er ég mjög hlynntur nýjum reglum og sterkari áherslum á að þeim sé framfyllt.Til að halda gæðunum í umræðunumm og þess háttar þá er þetta nauðsynlegt svo ég vona bara að þetta eigi eftir að ganga mjög vel upp.
Sælir piltar, hvenar verður dregið í 16 liða úrslit í Carling?
“Sælir piltar, hvenar verður dregið í 16 liða úrslit í Carling?”
Held að það sé í hádeginu á morgun.
Flott að sjá jákvæð viðbrögð við þessu og þessar einföldu reglur/viðmið hjálpa vonandi að halda umræðunni á hærra plani en hún hefur verið að detta niður á undanfarið. Held að það sé alveg málið að prufa þetta og leggja af umræðu t.d. um niður-þumal á meðan því með þessu verður hann vonandi óþarfur.
Það sem hefur að mínu mati verið lengi einn af styrkleikum þessarar síðu er hvernig henni er stjórnað og þetta er ástæðan fyrir því að ég fór að venja komur mínar hingað. Blessunarlega er þetta ekki lýðræði, ekki þannig séð þó stjórnendur hafi aldrei gert eitthvað alvarlega róttækt í ritskoðun sinni, oftast er þetta bara spurning auðvelt “common sens” hvort ummæli eigi að fá að lifa eða ekki. Verst eru þessi ummæli sem eru illa skrifuð, segja lítið og aðallega til þess gerð að rífa félagið niður sem eru erfið. Ekki endilega dónaleg eða þess verðug að þau þurfi að fjarlægja en eitthvað sem við kannski getum orðað sem óvelkomin á þessa síðu og passa illa inn í þann anda sem verið er að reyna að skapa hérna. Þessar reglur þrengja vonandi aðeins um þá sem koma reglulega með svona ummæli og auðvitað hvetja þá til að vanda sig aðeins betur. Það er hægt að gráta allann daginn um ósanngjarna ritskoðun, skoðanakúgun eða hvað sem upphrópanamerkja hópurinn vill kalla það. Fyrir mér er þetta spurning um aðeins hærri standard en maður sér á 95% spjallborða eða á sambærilegum síðum.
Eins og við töluðum um í gær (og þetta er nokkuð mikilvægt) þá snýst þetta ekki endilega um það sem þú segir, heldur hvernig þú segir það. Þetta þarf ekki að þýða að hér megi ekki sjást blótsyrði og að allir þurfi að vera prumpandi glimmeri.
Tökum Fóa sem dæmi en hann var að ræða þetta í síðustu færslu (ath: Fói er vinur minn og flottur meðlimur kop-samfélagsins):
Þetta er leiðinlegt að lesa: Fyrir mér er Jay Spearing ekki fótboltamaður!
Þetta er skárra: Fyrir mér er Jay Spearing bara ekki nógu góður…og svo smá útskýring á því afhverju ekki.
Ég er bara að taka þessa sem dæmi, það fer ekkert fyrir brjótið á mér að Fóa finnst Jay Spearing ekki fótboltamaður, það er hans mál. En ég nenni ekki að tala um Liverpool við menn á þessum nótum. Eitt og eitt grín er alveg í lagi en þegar þetta er orðið nánast andinn í rúmlega helmingnum af hverjum þræði fer þetta að verða rétt rúmlega leiðinlegt. Hvað þá þegar liðið er á bullandi uppleið og útlitið alls ekki eins ömurlegt og það var fyrir 1-2 árum.
Miklar þakkir fyrir frábæra, vandvirka og fróðlega síðu. Snillingar að nenna að standa í þessu fyrir okkur hin.
Annar snillingur, Suarez á Twitter: “I’m here to make the supporters happy. I’m Liverpool”
Skál fyrir því og góða helgi
Er ekki bara málið að það þarf að skerpa á þessum reglum snemma á hverju tímabili? Annars skemma skítakomment ekkert fyrir ánægju minni af því að lesa kommentin hérna, les yfirleitt öll komment við allar greinar og í örugglega yfir 80% tilfella eru þau rökstudd. Það er aðallega þegar menn eru pirraðir að one-linerar birtast. Það verður líka bara að hafa það stundum.
En gott mál. Allt sem bætir umræðuna er síðunni til hagsbóta. Samt þarf að passa sig, eins og þið hafið gert, þannig að þetta verði ekki bara “elítu-spjall” nokkurra jámanna. En það er langt í það.
Mig langar til að þakka þessum snillingum fyrir alveg hreint frábæra síðu. Dugnaður þeirra er aðdáunarverður. Tilveran væri fátæklegri án ykkar. Við erum ekki alltaf sammála um alla skapaða hluti hér en það er bara í fínu lagi svo lengi sem við virðum skoðanir hvers annars. Takk fyrir mig.
Komment sem ég nenni ekki að lesa;
1.Þegar hálf setning er búin og strax komnar 2-3 stafsetningar/innsláttarvillur
2. Alltof löng komment. Þegar það eru 150 komment þá getur maður ekki lesið allar þær langlokur sem stundum birtast
Annars þakka ég fyrir frábæra síðu.
Eitt enn
Það er reyndar komið efnilegt blogg hjá íslenskum Chelsea stuðningsmönnum. Af aðstandeindum þeirrar síðu sem ég þekki erum við að tala um menn sem hægt er að ræða við um fótbolta og þeir hafa haldið með Chelsea lengur en Roman og Eiður Smári hafa gert það. http://www.chelseablog.is/
Stóri gallinn við þetta hjá þeim er auðvitað að þeir eru að tala um Chelsea.
Sammála hverju orði Babu. Já já ég veit að Spearing ummælin mín voru yfir strikið. Ég legg ekki í vana að koma með slík ummæli hér en gott að nota þau ummæli mín sem dæmi hvernig á ekki að gera þetta 🙂 Það er jákvætt hvað allir hafa tekið vel í að vanda ummræðuna betur hér á kop.is.
Ég undirstrika það sem Babu nefndi að það er óþarfi að vera með leiðinleg commen þegar klúbburinn er á bullandi uppleið!
Gangið hægt um gleðina dyr um komandi helgi og Liverpool sigrar Wolves á morgun 3-0. Suarez með þrennu. Kominn tími á mark frá kappanum annars þarf ég að endurskoða fantasy liðið mitt 🙂
Ég verð að segja eitt sem ég skrifaði einhverntímann en það kom svo seint í þeim þræði að fáir sáu það.
Þegar einhver kemur á síðuna og spyr að einhverju t.d. hvenær næsti leikur er eða eitthvað álíka, þá kemur oft einhver í næsta kommenti og svara þeim sem spurð og drullar svo yfir hann fyrir að hafa ekki nennt að leita sjálfur á netinu. Ég veit ekki betur en að maður c einmitt að leita á netinu með því að spyrja hér á kop.is.
Mér finnst þetta mjög skrítið, því ef maður nennir ekki að svara en nennir samt að svara og líka drulla yfir viðkomandi, þá er eitthvað í ólagi. Það er alveg hægt að sleppa því að svara ef maður nennir því ekki.
Takk og bæ.
Eitt atriði varðandi þumla niður. Það væri hægt að setja annað merki sem þýddi “Athugasemd á ekki heima á kop.is” og þegar sá fjöldi næði einhverju marki yrði hún fjarlægð?
Heyr Heyr!
Ánægður með ykkur, einmitt það sem á þurfti að halda. Alveg sammála með að maður er búinn að taka eftir því svona jaá síðan kannski þetta tímabil hófst, hvað allir eru drullandi alla niður og svo framvegis.
Vonandi að menn taki sig á og þetta verði aftur að stuðningsmannaspjalli en ekki gagnrýnendaspjall..
Líst mjög vel á þetta, kommenta ekki oft sjálfur en finnst afskaplega leiðinlegt að lesa níðngspósta og rifrildi hérna inni. Flott framtak hjá ykkur félögum enda flottasta stuðningsmannasíðan hér á landi
Þetta er flott. Reynir á þetta eftir næsta tapleik!
Ibbjolfur (#11) (Ívar Guðmundsson) – Fyrirgefðu, spurning þín fór alveg framhjá mér í dag. Við fáum að meðaltali u.þ.b. 5,500 heimsóknir og 12,500 uppflettingar á dag síðasta mánuðinn. Það er nokkuð eðlileg aðsókn, þótt vissulega komi kippir upp t.d. við lok félagaskiptaglugganna og stórleiki og niður í t.d. landsleikjahléum. En aðsóknin hefur aukist nokkuð stöðugt í sjö ár núna sem bendir til þess að síðan sé enn að stækka.
Sælir strákar,
Það er eitt sem hefur farið nokkuð í taugarnar á mér í umræðum sem þessum undanfarna mánuði, það er skítkast á stafsetningu. Menn eru hraunaðir niður sem “óskrifandi krakkar” eða einusinni sá ég “hverskonar stuðningsmaður ertu ef þú getur ekki einusinni stafað nöfn leikmanna rétt?”
Má ég kynna fyrir fólki nokkuð sem kallast lesblinda?
Nú er ég ekki lesblindur sjálfur, en þekki tvo stráka jafnaldra mína ( þrítugir) sem kljást við það og þó hvorugur þeirra skrifi heér á síðunni finnst mér fáránlegt að ef þeir gerdu það yrðu þeir fyrir öðru eins aðkasti og fjöldanum sem finnst ekkert “marktækt” sem vidkomandi hefur að segja afþví hann vandi sig ekki nægilega….
Lesendur þessarar síðu hlaupa á þúsundum, það er heldur mikil þröngsýni að ætla að dæma komment útfrá þessu einstaka atriði, og athugið að það getur vel sært margan að vera skotinn niður útaf stafsetningu!?
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Tstjórnendum síðunnar þakka ég sem fyrr fyrir frábæra síðu!
Kv, Hlynur
Í sambandi við leikinn á eftir. Gætu einhverjir hérna nokkuð bent mér á nokkra linka inná síður sem stream´a mögulega Wolves leiknum. Takk fyrir
Ef nokkur les þetta ennþá þá langar mig til að koma með ábendingu á þá sem sjá um síðuna að ef þeir eyða út kommenti hér að láta þá viðkomandi vita með pósti. Hef lent i því að kommenti frá mér var eytt, eða það er allavega eina skýringin sem ég sé þar sem ég póstaði inn smá skoti á einn notanda hér og sá það svo ekki þegar ég var kominn heim.
Auðvitað er fúlt að kommentum frá manni sé eytt 🙂 en það er partur af prógraminu við að stýra svona vef. Finnst það bara vera lágmark að láta vita.
Jói (#40) – Mönnum er frjálst að hafa samband við okkur og spyrja en ef ummæli hverfa af síðunni er bara ein skýring: við fjarlægðum þau. Þá er kannski ráð að renna yfir reglur Kop.is og spyrja sig hvað maður hefði getað gert betur/öðruvísi til að ummælin fengju að vera inni. 🙂
Stundum getur fólk lent í því að vera ekki alveg visst um hvort þetta hafi farið inn yfir höfuð eða ekki. Það er ágæt og kurteis regla að hafa samband. Gæti komið í veg fyrir aðra tilraun 😉
“Mönnum er frjálst að hafa samband við okkur og spyrja”
@ Kristján Atli. Þegar kommentin mín fóru að hverfa leitaði ég einmitt að hnappnum “hafa samband” eða e-maili stjórnenda en fann ekki. Hvert er e-mailið?
kristjanatli hjá gmail punktur com. Netföng okkar eru út um alla síðu.
Maður þarf greinilega að skrifa oftar ef gæði síðunnar hrynja svona niður þegar maður lætur sér það yfirleitt nægja að fylgjast með og lesa.
Áfram með síðuna strákar!