Kannast einhver við það að telja niður dagana, eða tímana eða jafnvel mínúturnar í næsta leik Liverpool? Maður varla getur beðið því spenningurinn er svo mikill. Já, það er ótrúlegt hvað eitthvað sem gerist einhvers staðar lengst í burtu frá manni, hefur mikil áhrif á mann. Þetta á oftast við um mig, en ekki núna. Það er eitthvað við þessa nágrannaslagi sem gerir það að verkum að ákveðnar tilfinningar verða spennunni yfirsterkari. Það er nánast hægt að tala um kvíða í þessu sambandi, allavega einhver asnalegur hnútur innra með manni sem rykkist til og frá.
Ég veit hreinlega ekkert verra (fótboltatengt) heldur en tap á móti þessum bláu hinum megin við Stanley Park, bara ekkert. Þessi hnútur þarna er heldur ekki til kominn vegna þess að ég hafi ekki trú á okkar mönnum, síður en svo, ég hef alltaf trú á þeim fyrir hvern einasta leik. Nei, þetta er tilkomið vegna þess að því miður þá hefur maður stundum þurft að taka á þeirri staðreynd að við höfum tapað svona leikjum, og ég vil bara ekki upplifa það aftur, þetta meira að segja tekur talsverða ánægju frá manni. Því er ég ósammála mjög mörgum sem maður talar við um boltann, að það væri ekkert gaman ef ekki væru þessir leikir allavega tvisvar á tímabili. Nei og aftur nei, ég gæti alveg hugsað mér lífið með þá bláu í deildinni fyrir neðan. Þá væri ég ekki með þennan bannsetta hnút í maganum núna, heldur fullur eftirvæntingar fyrir leik Liverpool FC á morgun.
Og nei, þetta hérna að ofan er ekki uppgert röfl í einhverjum sem er að þykjast vera meiri Poolari og meira innfæddur (sem ég hef alltof oft fengið að heyra). Þetta eru algjörlega genuine tilfinningar og menn skipa ekkert hver öðrum hvernig þeirra tilfinningar eru. Tilfinningar byggjast upp á mörgu og þar með talið reynslu í gegnum tíðina og á ég nóg af henni í bankanum, eiginlega meira en nóg. Þannig að þið getið alveg sleppt þessu í þetta skiptið. Ég þoli ekki þetta Neverton lið og mun aldrei gera, sama hver mun spila með þeim og sama hver muni stýra þeim. Ef við sjáum nú fyrir okkur skala á bilinu 1-10, þá myndi ég setja að Liverpool ynni Englandsmeistaratitilinn í númer 10, sama má segja um Meistaradeildina. 9 fengi svo FA bikarinn, en 8 væri fall hjá Everton og sigur í Carling Cup. Þetta er bara svona (og plííííís Gollum, hættu með þetta lið svo það fari nú að dragast neðar).
Og ef einhver vill fara að væla yfir þessu “ranti” hjá mér, þá vil ég benda á að þetta er BLOGG og að ég hef haldið mikið aftur af mér við þessa ritun og það bara vegna þess að ég á nokkra góða bleika vini hérna heima sem styðja mótherja okkar. En hvað um það, að leiknum sjálfum.
Lið mótherjanna inniheldur all nokkuð dass af harðhausum, en inni á milli leynast þar fínir fótboltamenn. Baines er einn allra besti vinstri bakvörðurinn í deildinni og Arte…nei, alveg rétt hann er farinn. Það leyndist sem sagt einn fínn knattspyrnumaður þarna inni á milli. Þeir Distin og Jagielka eru mjög öflugir miðverðir, en ein veikasta staðan þeirra er hægri bakvarðarstaðan og vonast ég til að menn eins og Downing og Suárez komi til með að keyra verulega á Hibbert. Ég er nokkuð viss um að þeir eigi eftir að verjast vel, en spurningin er hvar þeir ná inn mörkum. Saha er þeirra lang öflugasti framherji og svo er það auðvitað hann Cah*** sem hefur gert það að vana sínum að skora gegn okkur. En svona heilt yfir þá eru þeir ekki með neitt svaðalega öflugt lið, vandamálið er að Moyes virðist ná alveg með ólíkindum miklu úr því sem hann hefur að moða og hefur náð að búa til hrikalega öfluga liðsheild sem þeir fara alltaf langt á. Bara ekki á morgun takk.
Þeir bláu sitja í 11. sæti með 7 stig eftir 5 leiki, á meðan við erum í því 5. með 10 stig eftir 6 leiki. Við höfum skorað 8 mörk og fengið 8 á okkur, en þeir hafa skorað 6 og fengið 6 á sig. Það er alveg ljóst að þetta verður hörku leikur og það verður ekki gefin tomma eftir frekar en fyrri daginn þegar þessi lið mætast. Það verður lágmark eitt rautt kort á lofti, enda Atkinson að dæma og hann er frægur fyrir allt annað en að týna spjöldunum sínum.
Hvað okkar menn varðar, þá er Agger byrjaður að æfa á fullu aftur, en ég tel þennan leik koma aðeins of snemma fyrir hann. Ánægjulegt samt að hann virðist ætla að ná næsta leik á eftir. Glen Johnson er líka nálægt því að snúa tilbaka, en nær heldur ekki þessum leik. Stóra spurningamerkið er Steven nokkur Gerrard. Tekur Kóngurinn sénsinn og hendir honum inn? Ég ætla að tippa á að hann geri það ekki, kappinn er búinn að spila örfáar mínútur í næstum 7 mánuði og vitandi það hvernig þessir leikir eru, þá held ég að hann taki ekki áhættuna á því.
Það er eiginlega lífsins ómögulegt að spá fyrir um liðsuppstillinguna. Ég vil alltaf sjá Kuyt byrja þennan leik á kantinum, reyna að þrýsta verulega á Baines og tjóðra hann svolítið niður. En hvernig verður miðjan? Verður Spearing settur inn? Ég svo sannarlega vona ekki, en ég gæti svo algjörlega trúað því að hann yrði í byrjunarliðinu. Ég hef mikla trú á Henderson, en ég held að þessi leikur sé númeri of stór fyrir hann á þessum tímapunkti. Vörnin er sjálfskipuð, Enrique, Skrtel, Carra og Kelly munu standa þar vaktina, og mikið voðalega væri nú gaman að sjá þá girða sig vel í brók og mæta með krafti í leikinn og halda þessum bláu í skefjum og skaffa Pepé ekkert að gera.
Downing verður að vera vinstra megin, þannig að þetta snýst þá um þessar 4 stöður á miðju og í sókn. Ég ætla að tippa á að liðið verði svona (þó svo að ég sé nokkuð viss um að pláss finnist fyrir Spearing):
Reina
Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique
Kuyt – Lucas – Adam – Downing
Carroll – Suarez
Bekkurinn: Doni, Coates, Aurelio, Spearing, Henderson, Gerrard og Bellamy
Suárez mun detta talsvert tilbaka og í rauninni vera í holunni og Carroll verður kallaður aftur á völlinn þegar kemur að föstum leikatriðum hjá mótherjum okkar. Berum þetta saman við líklegt byrjunarlið hjá þeim bláu og bitru:
Howard
Hibbert – Jagielka – Distin – Baines
Neville – Fellaini – Rodwell – Osman
Cah*** – Saha
Mér er hund sama hvernig bekkurinn þeirra kemur til með að líta út. Það eina sem ég veit um er að það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur, sigur og sigur. Mér er líka nokk sama hvort það verði ljótur eða fagur sigur, svo framarlega sem við náum í öll stigin 3. Auðvitað væri gott trashing flottast, en slíkt gerist nú ekki á hverjum degi, hvað þá á hverjum derby degi. Ég ætla því að standa við þá spá sem ég kom með í síðasta podcast-i og spá okkur 0-2 sigri. Kuyt skorar að sjálfsögðu og svo mun Suárez setja hitt.
Það á ekki að þurfa að mótivera einn einasta mann fyrir svona leik, það er ekki í boði að spila bara annan hálfleikinn eða koma inná á hælunum. Þetta er bikarúrslitaleikur hjá mótherjum okkar og þeir reyna að gera allt til að ná fram úrslitum, við þurfum að beita svipaðri aðferð að því leitinu að menn verða að vera á freaking fullu allan leikinn. Við þurfum samt að spila okkar bolta, pass and move, en þegar við missum hann þá þurfa menn að vera á fullu og gefa þeim ekki þumlung. Það væri synd að segja að hnúturinn hafi eitthvað losnað við þessi skrif, þetta gerði bara illt verra. Koma svo, beat the bitters.
Þetta verður fjör… Við rúllum yfir þá á morgun.. Lið sem að er með menn eins og Hibbert, Neville og Distin í startinu á ekki að vera erfitt viðureignar. Ég ætla að tippa á að Gerrard fái að byrja leikinn á kostnað Carroll, hann er búinn að segja að hann sé tilbúinn í þetta og aðeins Dalglish ráði því hvort hann verðu í startinu eða á bekknum.
Læt fylgja með hérna eitt “Derby” marka myndband aðeins til að kveikja í mönnum!
http://www.youtube.com/watch?v=OkQyrNTicUI
Flott upphitun. Seamus Coleman verður þó á kantinum hjá (N)Everton og Saha á bekknum, leikkerfið 4-6-0.
Þessi leikur leggst vel í mig. Auðvitað er maður alltaf skíthræddur um að þetta tapist, það er fátt meira svekkjandi, en ég held að við eigum að geta sett á þá mörk í þessum leik og þá lendir þetta okkar megin. Ef Carra og co. ákveða hins vegar að gefa Cahill eitthvað rugl snemma í leiknum fer þetta illa.
Að lokum ætla ég að fara með bæn: kæri Fowler, ég hef áhyggjur af honum Steina vini mínum. Everton-tap, svo landsleikjahlé, svo Man Utd-tap? Það yrði honum um megn. Ég bið þig ekki oft um greiða, en tveir sigrar og að flýta klukkunni aðeins næstu tvær vikurnar gæti mögulega bjargað þessari góðu sál. Ég veit þú hlustar, Fowler. Heyr mína bæn.
Kuyt í liðið og keyra þetta í gang fyrir Manure leikinn. Ýmsir leikmenn þurfa nú að fara standa upp og sanna að þeir hafa eitthvað í þetta lið að gera. Ég spái 3-1 fyrir okkar mönnum auðvitað. Hvað er svo að með þennan dómara? Er þetta einhver spjaldaglaður andskoti? Súrt ef einhver lykilmaðurinn fær rautt og verður í banni gegn Manure.
Flott upphitun, missi því miður af leiknum, það eina neikvæða við hörkuflotta helgi framundan. Merseyside derby líkjast engu og það er ekkert skemmtilegra en að vinna á Woodiston Park (eða Shitty Ground ef menn kalla það frekar) og ég virkilega hef trú á að við náum því þessa helgi….
Carragher á ekki að koma nálægt þessum leik. Hann á ekki að vera áskrifandi af þessu sæti sínu. Verið með daprari mönnum á þessu tímabili.
En við vinnum þennan leik 0-4… Suarez með tvo og Gerrard og Kuyt sitt markið hvor.
Ég tel Bellamy verði settur í liðið á kostnað Carrol.
Held að við vinnum þetta 3-0. Gerrard kemur inn á 80 mín og setur eitt flott mark með langskoti rétt fyrir lok leiksins.
Tel það nánast víst að Henderson byrji þennan leik
ÞETTA VERÐUR ROSALEGT!!!
Mikið andsk…hlakkar mig til að sjá þennan leik! Alltaf hefur maður áhyggjur þegar að þessir leikir eru á dagskrá en ég hef fulla trú á því að við tökum þennan leik 0-3 þar sem Suarez, Adam og Kuyt skora.
Eina sem ég tel að breytist í þessari liðsuppstillingu hjá bróður vor er að Kuyt mun byrja á kostnað Carroll og Henderson verður á kanntinum, 100% viss.
Vona samt svo innilega að Bellamy byrji þennan leik þar sem Liverpool hjartað vantar ekki í þann mann og myndi hann gera mikin usla í vörn nEverton.
Carra er allan tíman að fara að byrja þennan leik. Hvern viltu hafa þarna inni Ronny? – Coates? Wilson? Kelly og Flanno á hægri?
Þessi maður, Carra, er eini hæfi miðvörðurinn okkar til þess að stjórna þessari vörn (mikið af mönnum sem sjá bara neikvæðu hluta einstaklinga, aðallega varnarmanna) því ekki myndi ég treista Skrtel til þess að stjórna henni! No, SIR!
YNWA – King Kenny we trust!
Mig langar að taka svartsýnina út strax bara og segja að það verður þungur róður að spila þar sem Rowan Atkinson dæmir
Mín spá, í fullri hreynskilni, er 1-1. Frammistaða liðanna hefur verið svipuð í mótinu hingað til, þeir eru á heimavelli, og þetta er eins og bikarúrslitaleikur fyrir þá eins og kemur fram í upphituninni.
og það á ekki að vera ypsilon í hreinskilni.
Flott upphitun.
Þetta leggst bara vel í mig og einhvernveginn hef ég góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ég er síðan mjög sammála liðinu sem að þú stillir upp. Kuyt inn fyrir Henderson er must fyrir mér , ég hef bullandi trú á Henderson , en Kuyt hefur bæði meiri reynslu af þessum leikjum og oftar en ekki reynst okkur vel í þeim. Þessir “Stóru” leikir virðast henta honum vel , hann stendur yfirleitt fyrir sínu.
Síðan held ég að það sé aðeins og snemmt að láta Gerrard byrja. Hann er búinn að vera lengi frá og hefur bara spilað í kringum 25-30 mínútur – býst við því að Kenny hendi honum inn af bekknum með smá kraft og ákveðni inn í þetta.
Persónulega vill ég sjá Carroll þarna inni. Hann hefur þurft að þola mikla gagnrýni undanfarið , en svaraði því bara ágætlega gegn Wolves. Mér fannst hann sýna fína taka þar , lagði sig allann fram og var óheppinn að skora ekki.
Að lokum ætla ég að spá þessu 0-2 fyrir okkar mönnum , Suarez og Kuyt sjá um þetta.
Ég ætla að slumpa á þetta 1-2 , Liverpool skorar sigurmarkið í blálokin og það eftir umdeilda vítaspyrnu. Neverton missir mann af velli á 70mín og við fáum að sjá fyrsta leikinn á tímabilinu þar sem dómgæslan er okkur í hag! Erfiður leikur en 3 stig morgun!!! Byrjum helgina á góðum sigri 😉
YNWA
Þetta verður fullkominn dagur. Kuyt heldur Baines á sínum vallarfjórðungi allan leikinn, Carragher úrbeinar Cahill inni í teig, Reina ver víti, Suarez hrekkur í markagírinn, Gerrard fær að spila síðasta hálftímann og tæklar Phil Neville upp í stúku, Downing fer framhjá varnarmanni, Carroll sýnir viðunandi knattækni og enginn á Kop.is skrifar “mig hlakkar til”.
Varðandi úldið lið þá kemst Everton ekki með tærnar þar sem United hefur hælana en Fellaini og Cahill komast samt ansi nærri því. Suarez er náttúrulega langhættulegast leikmaðurinn á vellinum og með hann í liðinu eru meiri líkur á sigri. Mér finnst vörnin frekar slök og ég vill sjá Coates bara í byrjunarliðinu, ekkert að bíða með hlutina. Taka smá áhættu. Kominn líka tími á að Carroll vinni stuðningsmennina á sitt band.
Kuyt á nær alltaf frábæra leiki gegn Everton, ef hann byrjar ekki þá er Kenny farinn að drekka eitthvað sterkara en malt á æfingasvæðinu.
Skiptir miklu að skora fyrsta markið. Við höfum pínu brotnað niður við að lenda undir, sjálfstraustið er viðkvæmt hjá þessum hóp meðan liðið er enn að spila sig saman.
Ætla spá því að Gerrard byrji óvænt. Tökum þetta 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 í upphafi seinni.
Þessi leikur verður einfaldlega að vinnast og það er því miður ekkert mikið flóknara en það. Ef að Henderson, Adam, Skrtel og Carroll byrja á bekk og inn koma Kuyt, Gerrard, Coates og Bellamy, alveg gersamlega snargeðveikir inn í liðið þá munum við fara nokkuð þægilega með þetta, jafnvel 3 – 1. Eitthvað föndur með liðið og gaurinn a flautunni á móti okkur, sem hefur nú ansi oft verið raunin, þá gæti þessi leikur orðið ströggl. Everton, með þennan pappakassahóp sem þeir hafa, og ekki verslað neitt að ráði undanfarin misseri, er bara slakt lið sem við Liverpoolmenn gerum lágmarkskröfu um ad vinna nokkuð sannfærandi hvað sem einhverjum grannaslag líður…
Þetta er leikur sem ég bíð alltaf eftir og það er ekkert skemmtilegra en að vinna bláu kvikindin á útivelli ! Þetta klárast held ég og við vinnum þetta örugglega ég er með mjög góðan fíling fyrir þessu og 0-3 væri algerlega í lagi, að mínu mati er það bara raunverulegi styrkleikamunurinn á þessum liðum í dag.
Get ekki beðið eftir að rúlla þeim upp í beinni á morgun !
TR
Öfugt við síðasta tímabil. ÉG HLAKKA TIL LEIKSINS ! ! ! :-))))))
YNWA
Massafín upphitun og gaman að sjá að þú hefur alveg náð að leggja hatur þitt á Everton til hliðar í pistlinum.
Ég er sæmilega bjartsýnn fyrir þennan leik en engu að síður þræl smeykur við þá taktík sem ég óttast að Kóngurinn treysti á. Persónulega vill ég ekki sjá 4-4-2 gegn liði sem spilar með 6 miðumenn og fína bakverði. Við þurfum að pressa þá af krafti og hlaupa hratt á þá held ég. Þannig er ég ekki með Andy Carroll inná í þessum leik. Eins tek ég undir með þeim sem vilja fá Kuyt inn fyrir Henderson en þá helst í sínu gamla AMR hlutverki. Ekki eins aftarlega og Henderson hefur verið að spila og ekki leysa eins mikið inn á miðju. Yrði svo alls ekkert hissa á að sjá Gerrard byrja á morgun og taka 60-70 mínútur.
Það lið sem ég vill sjá byrja á morgun væri því svona
Reina
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique
Lucas – Adam
Kuyt – Gerrard – Downing
Suarez
Ef Gerrard er ekki með þá sé ég Henderson fyrir mér í staðin og þetta held ég að sé nógu þétt miðja fyrir líkamlega sterka og kraftmikla miðjumenn Everton. Þetta er samt bara liðið sem ég myndi vilja sjá og leikkerfið sem ég myndi vilja, held að Dalglish fari samt ekki mikið að breyta út af vananum í undanförnum leikjum og haldi sig við 4-4-2 kerfið til að byrja með.
Carragher er auðvitað fyrsti maður á blað á eftir Reina enda Agger meiddur og Carra þ.a.l. okkar langbesti kostur í miðverði og sérstaklega gegn Everton. Trúi alls ekki að Spearing sé að fara byrja þennan leik eins og einhverjir hafa verið að velta fyrir sér og held hreinlega að þetta verði sama lið og gegn Wolves:
Reina
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique
Henderson – Lucas – Adam – Downing
Carroll – Suarez
Það er ástæða fyrir því að Dalglish er að stýra liðinu en ekki ég og hann sér vonandi eitthvað fyrir með þetta kerfi sem ég sé ekki alveg smella ennþá. Við þurfum að fá mikið meira út úr bakvörðunum í þessum leik og þar með köntunum. Downing og Carroll mættu sannarlega springa út í þessum leik og ef Carroll byrjar þá er kominn tími á mark frá honum og betri leik en hann hefur sýnt í vetur. Eins mættu þeir Lucas og Adam fara að slíta sig aðeins betur frá hvor öðrum og læra inn á hvorn annan, eru allt of mikið að reyna leysa sama hlutverk. Ég vill Adam mikið ofar og hinn aftar. Held samt að þeim vanti sárlega Gerrard þarna með sér inn á miðju eða í það minnsta styttra bil í annan af sóknarmönnunum. Núna hefur Carroll verið að detta aftar að hoppa eftir háum boltum eða hreinlega ekki fá boltann og það kemur ekki mikið út úr því.
Spái 1-2 í spennandi leik.
Liverpool > Everton
Steven Gerrard > Charlie Adam
Vona að Gerrard byrji þennan leik enda betri en Adam á öllum sviðum leiksins.
Vinnum þennan leik 0-3. Suarez með tvö og Gerrard eitt!
YNWA!
fyrir þá sem vilja meina að Carra eigi ekki að koma nálægt byrjunarliðinu þá er það RUGL! þetta er AKKURAT sá leikur sem Carra á að spila, hann er fyrstur í lið ! ég er sammála liðinu sem Babu setur upp nr#20 (fyrra liðið) en vil líka sjá Bellamy spila allavega 30 mín!
Mikið væri nú rosalega ljúft að vinna næstu tvo leiki!! það yrði svo gott fyrir blóðþrýstingin, hjartað, taugakerfið og geðheilsuna hjá mér. koma svo!! við tökum þetta 0-1 og svo scums 3-0! kæri guð !
Frábær upphitun að vanda. Spái 1-3 fyrir Okkar mönnum. Carrol með 2 og Downing eitt
Hvernig væri að halda hreinu í eitt skipti, vörnin hefur verið á köflum sofandi. Vill sjá Coates fyrir Skertl sem er eithvað svo oft mistækur og svo er Everton með sterka skallamenn( saha,-cahill-distin-jagielka og Fella) Liðið sem ég vonast til þess að sjá
Reina
Kelly-Carra-Coates- Jose
Lucas
henderson
adam
Gerrard/KuytDowning
Suarez
Ég vill ekki sjá Henderson spila á hægri kant, hann er miðjumaður og á að spila þar, ef það er ekki pláss fyrir hann þar þá á hann að vera á bekknum. Gerrard getur komið inn á miðju og verið í nokkurs konar free roll hlutverki, og svo er Adam svo slakur varnamaður en algjör krúsíal faktor framm á við, aukaspyrnur, horn og skot.Lucas og Henderson í sinni stöðu sem M(C). En mikilvægt að halda hreinu á morg. algjör lykill að sigri. Við vinnum þetta 0-1 hver annar en Suarez skorar mark okkar.
Held að þetta verði rosalegur leikur… þetta fer 4-2 þar sem suarez setur 2, gerrard 1 og kuyt 1
ætla að vona að liðið verði svona:
Reina
Kelly – Carra – Coates – Enrique
Lucas – Adam
Kuyt – Gerrard – Downing
Suarez
mér finnst carragher ennþá eiga skiilið byrjunarliðssæti þrátt fyrir mistök hans hingað til á leiktíðinni en skrtel er klaufalegur þannig að hann á ekki að vera í byrjunarliðinu. Carroll kemur inn í seinni hálfleik og leggur upp markið hans gerrard
Frábær upphitun, er skíthræddur við þennan leik og er eins og Steini, hata að vinna ekki Everton, á 2 góða vini sem elska Everton og nudda mér lengi og vel uppúr þvi ef okkar menn klikka.
Get þó fullyrt það að ég sturlast klukkan rúmlega 11 i fyrramálið ef Spearing verður i byrjunarliðinu, það væri GALIÐ og reyndar hef eg ekki nokkra trú á því að það gerist.
Vill Gerrard inn og þá helst með Lucas á miðjunni og Adam þá út en hef heldur ekki trú á að Adam verði settur út. Óttast að í vetur verði því miður Suarez og Carroll ekki oft saman á vellinum og það finnst mér afleitt ef svo fer, þá á ég við að Lucas og Adam taki miðjuna, Gerrrard holuna og svo annaðhvort Suarez eða Carroll frammi.
Ef Dalglish vill Adam og Lucas báða inn vill ég að annaðhvort Gerrard eða Suarez taki hægri vænginn og hinn holuna eða þá að þeir skipti þeim 2 stöðum á milli sín og Carroll frammi.
Draumurinn er samt að sjá Downing og Bellamy á vængjunum, Gerrard og Lucas á miðjunni og þá félaga Carroll og Suarez frammi, það verður samt aldrei raunin á morgun en vonandi fáum við að sjá það eitthvað í vetur.
Spái Kuyt hægra megin á morgun, Downing vinstra megin, Adam og Lucas á miðjunni, Gerrrard í holunni og Suarez frammi, tek það samt fram að ég verð hundfúll verði það raunin.
Verð eigilega bara sáttur ef Gerrard, Carroll og Suarez verða allir inni, ekki verra að hafa þrjá X faktora í liðinu á sama tíma…
En aðalmálið er að sækja þessi 3 stig og segi eins og Steini í upphituninni að mér er svo sem drullusama hvernig það verður gert ef þau koma með okkur frá þessari viðbjóðslegu ryðhrúgu sem Goodison Park er..
Spá 1-2 … Carroll skorar og Gerrard hitt…
Miðað við frammistöðu Bellamy í bikarleiknum á dögunum og hversu vel hann og Suarez náðu saman þar þá hlýtur hann að fá sénsinn á morgun. Við þurfum nauðsynlega á hraða og skarpskyggni að halda í okkar lið. Inná með Bellamy og Gerrard, skellum okkur í 4-3-3/4-5-1 og blásum til stórsóknar. 4-4-2 með Henderson, Lucas, Adam og Downing á miðjunni, ehh, nei takk.
Er ég virkilega einn um að vilja sjá Bellamy í byrjunarliði á kostnað Carroll ? maðurinn er Liverpool maður frá barnæsku, öskubrjálaður á því og tilbuinn að berjast fyrir málstaðinn!
Reina
Kelly – Skrtl – Carragher – Enrique
Kuyt – Adam – Lucas – Downing
Bellamy – Suarez
;Myndi rústa þessu Neverton plebbum!
Mér sýnist flestir vera sammála um að Kuyt eigi að vera í byrjunarliði á á kostnað Henderson. Ég er sammála því og held líka að svo verði. Varðandi Carroll þá verður hann pottþétt inná! Hann er mikilvægur þegar kemur að því að verjast í föstum leikatriðum, sem Everton leggja mikið upp úr, og svo er hann stór og sterkur og dregur varnarmenn Everton að sér sem flugur, sem hjálpar Suarez mikið.
Eins og ég hef sagt áður er ég alveg viss um að við náum góðum úrslitum. Þetta fer 3-2 fyrir okkur í krassandi leik þar sem Foringinn kemur inná síðasta hálftímann og gerir allt vitlaust í stöðunni 2-1 fyrir Everton. Sumsé, Suarez, Carroll og Adam, með “Riise neglu” og allir sáttir 🙂
Að lokum, Sigursteinn þakka þér kærlega fyrir mjög góða og einlæga upphitun en áhyggjur þínar fyrir morgundaginn eru þó óþarfar;-) Njóttu bara leiksins!
Virkilega góð upphitun hjá Steina. Það er ekki hægt að líta framhjá Kuyt í þessum leik en ég hugsa að það verði á kostnað Carroll.
Annars skil ég ekki alveg þetta Everton hatur hjá fullorðnum karlmönnum á Íslandi en þetta er víst misjafnt.
Jæja þetta verður flottur dagur, vaknaði með morgunbóner og konan er því sátt og er farin að baka kryddbrauð handa kallinum sínum, bjórinn er ískaldur á svölunum og ég er farinn að titra úr spennu, ég held að við tökum 3 stig í dag og mér er sama hvernig, væri gaman að fá sjálfsmark frá litu systur Gary badboy og sjá síðan badboy sjálfan fjalla um leikinn..
KOMA SVO!!!!
Er að sjá þetta á Fésinu:
LFC team: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Lucas, Adam, Kuyt, Downing, Suarez, Carroll.
Helst vildi ég fá Gerrard beint inn í byrjunarliðið, vil sjá hann næstum snoðaðann og númer 17
þetta stendur alltaf undir nafninu mínu eftir að ég hef póstað kommentinu. Your comment is awaiting moderation.
Svar (KAR): Þú lentir fyrir mistök á válista. Ég er búinn að laga þetta. Þú ættir að geta kommentað núna.
Skal sætta mig við þetta lið sem Jói er ad sja a Facebbok þó ég hefði helt vilja Gerrard inn en kannski ekki slæmt ad eiga hann inni sidasta halftimann…
Staðfest!! Rétt hjá Jóa#5, #32 😉
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kuyt-returns-listen-live-3
Hef einhverja góða tilfinningu um ad Carroll detti i girinn i dag og setji 1 ef ekki 2 kvikindi
Sælir félagar
Frábær upphitun og takk fyrir hana. Mér hefur aldrei verið illa við Everton enda kynntist ég því úti í Liverpool að nánast allar fjölskyldur eru klofnar í stuðningsmenn stóra liðsins okkar og litla liðsins. Þó fylgjendur Liverpool séu fleiri í þeim flestum. Hitt er svo annað mál að ég þoli alls ekki að tapa fyrir Everton. Aldrei!
Hvað sem því líður þá verður þetta mjög erfiður leikur og getur brugðið til beggja vona með úrslit. Okkar menn eig þó að vera þó nokkuð sterkari sóknarlega og mun það ráða úrslitum í leiknum. Niðurstaðan er því 1 – 3 og ekkert væl.
Það er nú þannig.
YNWA
Andy Carroll alls ekki tilbúinn í svona verkefni. Spilar með hálfum huga og engin barátta. Drengurinn verður að fara að hugsa sinn gang.