Ein breyting á liðinu frá leiknum gegn Wolves, Kuyt kemur inn fyrir Henderson og því erum við að tala um 4-4-2.
Reina
Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique
Kuyt – Lucas – Adam – Downing
Carroll – Suarez
Bekkur: Doni, Coates, Gerrard, Henderson, Bellamy, Flanagan, Spearing.
Steven Gerrard er á bekknum og kemur pottþétt inná síðustu 20-30 mínúturnar.
Liðið hjá Everton er svona:
Howard
Hibbert – Distin – Jagielka – Baines
Coleman – Fellaini – Rodwell – Osman
Cahill
Saha
Bekkur: Mucha, Vellios, Neville, Bilyaletdinov, Barkley, Drenthe, Stracqualursi.
Saha og Cahill eru með í dag frá byrjun þannig að þeir eru a.m.k. með sóknarmenn inná. Sæmilega sterkt Everton lið og þeir verða klárlega tilbúnir í þennan leik.
Nákvæmlega liðið sem ég vildi sjá stillt upp í dag! 🙂 Nú er bara að flengja þá bláu og bitru 🙂 YNWA
Flott lið og nauðsunlegt að fá Kuyt í liðið. En hérna er svo everton liðið.
Everton: Howard, Hibbert, Baines, Jagielka, Saha, Distin, Cahill, Osman, Coleman, Fellaini, Rodwell.
Subs: Mucha, Vellios, Neville, Bilyaletdinov, Barkley, Drenthe, Stracqualursi.
Veit einhver um sopcast link á leikinn
Við verðum að vinna, ég er búinn að setja 2 á leikinn og mikið undir : )
Spái 4-2 fyrir Liverpool 🙂
Veit einhver hvar er best að horfa á live stream af leiknum ?
Spái því fyrirfram að Kuyt verði maður leiksins, hann er glorhungraður
Einhver með gott stream á leikinn?
6, Róbert
Ég myndi halda að sófinn heima hjá þér væri besti kosturinn, en ef þú ert að deyja úr þynnku mæli ég með rúminu með hátt undir höfði og smá treo á rúmborðinu 😛
Sopcast linkur: sop://broker.sopcast.com:3912/106723
Fyrir þá ekki með Sopcast hér eru aðrir hlekkir: http://www.livefootballol.com/streaming/epl/week-7-everton-liverpool-01-10-2011.html
Prófið þetta http://www.footballstreaming.info/streams/todays-links/
Glórulaust rautt spjald. Algjörlega glórulaust.
Aldrei rautt spjald
Þetta átti aldrei að vera rautt.
Maður skilur baul Nevertonmanna mætavel þessa stundina, þetta rauða spjald var algjört grín.
En það var kominn tími til að lélegur dómur félli okkur í vil og nú er bara að nýta það, það er ekki við okkur að sakast heldur dómarannn.
Hvað er að þessum þul á stöð 2 sport
Þessi dómari er með áráttu fyrir rauðum spjöldum, þetta var engan veginn rautt, samt þoli ég ekki Everton. Held samt að leikurinn verði jafn þrátt fyrir þetta (lesist: það verður annað rautt og þá á okkur).
Verður Skirtle að passa sig ?
Ef við náum sigri í dag, setur thetta spjald leidinlegan blett a thad ad minu mati …
Everton eru svo grófir, það er rosalegt !
Ef þetta var rautt spjald þá verða þau 10 í þessum leik áður en yfir lýkur. Þetta var ekki merkilegt brot. Algjörlega glórulaust spjald.
Brotið á Adam verðskuldaði mun frekar rautt heldur en brotið á Cahill að mínu mati, glórulaust hjá honum
Vá hvað þessi þlur hlítur að vera góður í fótbolta, hann veit og getur allt betur en aðrir. Hver er þetta ?
Lýsandinn er alveg hræðilegur. Er þetta ekki þarna KR-ingurinn…
Aldrei rautt spjald en áttum við þetta ekki bara inni?
Stöð 2 er svo til skammar að bjóða uppá Kristinn Kjærnested í lýsingum og hvað þá í svona veislu eins og þessum leik.
Mæli með að við allir hringjum og kvörtum eftir helgi og fáum þennan mann úr lýsingum, ohh hvað hann fer agalega í mig
þessi þulur er bara að kritisera leikmenn útí eitt, ömurlega pirrandi og nú er hann farin að skipta sér af hverjir koma inná hjá Liverpool. Ég þoli þetta ekki !
held að þulurinn sé í bláum evertonnærbuxum og búin að gera í þær
2 víti á tímabilinu og 0 mörk? ekki satt?
Mikið hlakkar mér til þegar Gerrard fer að taka víti
Vá hvað hann er mikill evertonmaður
Öll þau ljótu blótsyrði sem ykkur detta í hug, falla nú af mínum munni! En vel varið samt.
shitt.. vel varið… nokkuð góð spyrna 🙂
Ætlar Liverpool ekki að fara að byrja að nýta vítin á þessu tímabili?
Fokk. Önnur vitaspyrnan sem fer forgördum hja okkur !
Thetta a vonandi ekki eftir ad rada urslitum.
Kristinn er held ég púllari en það breytir því ekki að hann er ekki hæfur til þess að lýsa knattspyrnuleikjum, hann fer ekkert meira í mig þegar hann lýsir Liverpool leik eða Wigan – Sunderland..
Maður borgar fyrir þetta stórfé og það er bara lágmark að Stöð 2 láti mann þá hafa eitthvað fyrir peninginn, hafa td smá upphitun fyrir svona leik og kannski hæfan lýsanda
Kiddi er einn mesti Púllari sem þið finnið .
Þess vegna á hann ekki að lýsa liverpool leikjum, álíka góð hugmynd og láta Hödda magg lýsa liverpool leikjum.
Það er svo allt annað mál, en að kalla hann Everton mann hreinlega rangt
Frábær varsla hjá Howard.
Ég hef svolitlar áhyggjur af hversu ragir við erum við að klára sóknirnar okkar, skorum ekki einusinni úr víti!
Adam var nálægt því og vonandi heldur hann áfram að dúndra.
Lucas yfirburðamaður á vellinum í dag.
Djöfull er Carroll á hvínandi rassgatinu! Taka hann út af veliinum í einum grænum logandi hvelli og skella Fantastic inná! Sláni þarf að hugsa sinn gang! Ef maður kemst ekki í gang í derby slag þá verður það aldrei.
Væri gaman að sjá markahlutfall LFC þetta season ef markið væri 5 cm stærra.
Það fer allt í stöng og slá
Mikið er nú gott að vera með alvöru menn á bekknum, e-ð annað en í fyrra. Vera jákvæðir – við erum miklu betri.
Finnst líklegt að Atkinson fái orð í eyra frá dómaranefndinni (svo ekki sé minnst á fjölmiðla og litla, bláa bróður) eftir þennan leik. Hreinlega sárt að horfa upp á aumingja manninn þarna inná vellinum, samræmið farið algerlega út um gluggann.
Carroll er átakanlega lélegur og verður að fara útaf í hálfleik, ekki eftir neinu að bíða með það.
Síðan er greinilega ekkert sjálfstraust í liðinu, útaf með Adam og inn með Gerrard til að fá einhverja trú og stemmingu í þetta.
Aldrei rautt spjald en þetta var klárt víti.
Koma svo og hundskast til að taka þetta.
Já, ég er skít hræddur um Suárez, ef Neverton menn halda áfram að tækla svona eins og vitleysingar. En allavega þurfum við ekki mikið meira enn að klára sóknirnar okkar, eins og er altaf vandámál, og passa að fara ekki niður á þeirra level, það er að segja að fara ekki að tækla og fá spjöld.
klikkaður leikur,heppnir með dómarann.tækum þetta 3-0 góður linkur
sop://broker.sopcast.com:3912/106723
Þetta liggur ekki alveg fyrir okkur. Vorum heppnir með rauða spjaldið en við verðum að fara skora. Everton getur alveg sett eitt þótt þeir séu einum fleiri.
Láta bara Gumma ben lýsa öllum leikjunum !
Gummi er FAGMAÐUR og auðvitað væri best ef hann gæti lýst öllum leikjunum en svo gott er það ekki….
Andy Carroll alls ekki tilbúinn í svona verkefni. Spilar með hálfum huga og engin barátta. Drengurinn verður að fara að hugsa sinn gang.
Við skulum ekki gleyma því að dómarinn sér þetta bara einu sinni, klárlega rangur dómur þrátt fyrir að dómarinn hafi verið vel staðsettur.
Ég ætla ekki að kvarta.
Vil fá mörk !
Sælir félagar
Þulurinn er gegnsýrður Muari og lýsingin í samræmi við það. Rauða spjaldið var RÉTT, tveggja fóta tækling og takkarnir á lofti og ekki vafi á rauðu spjaldi þó Suarez hafi stokkið upp úr brotinu og sloppið við meiðsli.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er bara vandræðalegt að horfa á “sóknarleikinn” hjá okkur!
Haha að menn skuli þræta fyrir það að þetta sé ekki rautt spjald sýnir bara fáfræði sumra manna
Frábær málflutningur Fannar. Ég er sannfærður og klárlega sammála þér eftir þennan rökstuðning.
Inná með Bellamy!
Útaf með Carrol og Kuyt og inn með Gerrard og Bellami…
Alveg átakanlegt að sjá Kuyt og Carroll og svo Adam að ekki verjast…. Fá Gerrard og Bellamy inn strax
Bellamy og Gerrard inna og malid dautt! 🙂
Það verður bara að segjast eins og er að við erum alls, alls ekki sannfærandi fram á við.
Halló hvar eru skiptingarnar…
Bellamy og Gerrard inn NÚNA
LFC á ekki góðan dag í dag. Þeir eru staðir og seinir. Eins og þeir nenni þessu ekki.
Ég er ferlega fúll með þetta áhugaleysi.
Everton er bara að ná undirtökunum í leiknum, það er átakanlegt að sjá.
Þetta er horror, vantar alla sköpun, erum 1 fleiri og ekkert a ð gerast. Inná með Gerrard!!!!!!
Loksins, Gerrard og Bellamy að koma inná
Hrikalega eru Liverpool slappir, Carroll er bara grín
CARRRRRROLLLLLLLLLLLLLLLLLL
Hell Yeah!
Loksins sýndi Carroll eitthvað, glæsilegt
Það var kominn tími á þetta!
Ég sagði þetta herna a kop fyrir leik að ég hefði góða tilfinningu fyrir því að Carroll mundi gera eitt ef ekki 2 í dag..
kemur ekki bara annað frá honum
Þetta er ástæðan fyrir því að Kenny er stjóri en ekki ég… ég væri búin að taka Carrol útaf:) Flott sókn og gott mark.
Andy Carroll!! Vonandi verður þetta til þess að koma stráknum í gang 🙂 Núna gæti ég trúað að vörn Everton manna fari að opnast og okkar menn læði inn eins og tveim mörkum í viðbót, panta eitt í viðbót frá Carrol takk.
Skólabókardæmi um flotta skyndisókn …
Svakalega er Bellamy öflugur!!
Carrol átti að sjálfsögðu að vera með einu eLLi:)
þið verðið vonandi jákvæðir núna………………
Vá, það átti að standa þarna að sjálfsögðu EKKI með einu eLLi 🙂
Vá hvað maður er buinn að sakna Gerrard!
SÚÚÚÚÚÚÚÚARERRREEEEZZZZ
Mikið vona ég að þetta mark Carroll þaggi niður í mönnum sem þykjast vita betur en Dalglish.
Lucas farinn út af. Klárlega maður leiksins.
Grýta leikmann með peningum, lýsir skítlegu eðli toffíógeða ágætlega.
Flottur sigur ! 🙂
YNWA
Góður sigur hjá okkar mönnum, skiptingarnar gerðu gæfumuninn. Til hamingju.
Everton menn mega hreint ekki við því að vera að henda peningum. Þeir eiga að spara þá til að geta kannski einhvern tíma í framtíðinni keypt eitt stykki leikmann.
Snilldar sigur og stórkostlegt fyrra mark. Ótrúlega jákvætt að geta sett 2 leikmenn inná á ca 70. mínútu sem geta breytt leikjum! Það er gríðarleg framför frá síðustu árum!
P.s. til hamingju allir sem vildu Kuyt og Carroll útaf í hálfleik 😉
Kuyt hafði ekkert útaf að gera en krafan um skiptingu á Carroll er skiljanlega, markið núllar ekki út slaka frammistöðu, þó svo að það skyggi á hana. Vonandi er þetta sprautan sem hann þurfti í óæðri endann og hann fari nú að sýna það sem virkilega í honum býr.
Þrjú stig eru alltaf góð, enn betri ef þau vinnast á Goodison. YNWA