Liðin í dag:

Jæja, byrjunarliðin eru komin og eru sem hér segir:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Enrique

Gerrard – Lucas – Adam – Downing

Kuyt – Suarez

BEKKUR: Doni, Agger, Robinson, Henderson, Spearing, Bellamy, Carroll.

Gerrard byrjar sem sagt á kostnað Carroll. Líst vel á þetta!

Uppfært: Lið Man Utd er heldur betur sérstakt í dag:

De Gea

Smalling – Jones – Evans – Evra

Park – Giggs – Ferdinand – Fletcher – Young

Welbeck

BEKKUR: Lindegaard, Anderson, Carrick, Valencia, Nani, Rooney, Hernandez.

Þvílíkur bekkur hjá United. Rio Ferdinand á miðjunni? 3-5-2? Hvað er í gangi þarna?

Þetta verður eitthvað…

ÁFRAM LIVERPOOL!

50 Comments

  1. Gríðarlega gott, líst vel á þetta , við verðum að vinna koma svo.

  2. Mig dreymdi (ég lýg því ekki), að leikurinn færi 3-0 fyrir Liverpool. Kuyt með fyrsta markið eftir 2 mínútur, en gat ekki séð hverjir skoruðu hin tvö. Eftir lokaflautið leystist allt upp í slagsmál.

  3. Frekar varnarsinnað lið manU: De Gea, Evra, Jones, Ferdinand, Evans, Giggs, Smalling, Park, Young, Welbeck, Fletcher.

  4. Ljóst að Rauðnefur gamli óttast lið Liverpool Football Club.
     
    MIKIÐ!

  5. Hvers vegna er hann með Nani og Rooney á bekknum ?  Eru þetta ekki 2 bestu leikmenn MUTD ?

  6. Hvað er gamli rauðnefur nú að pæla. Stórfurðulegt lið hjá honum með 5 varnarmenn. Nú á ekki að tapa, setja svo Rooney, Nani og co inná í seinni og keyra á Skitle og félaga.

    Verðum bara að klára þetta í fyrri hálfleik !!

  7. Mjög undarleg liðsuppstilling hjá ManU. Sex leikmenn sem ættu að vera í liðinu á bekknum. Hvað er í gangi? Maður átti von á jöfnum og skemmtilegum leik en ekki úr þessu. Segi svona.

  8. váá hvað liðið hjá Man Utd er undarlegt….

    Kuyt hlýtur að vera á hægri og Gerrard í holunni…

    KOMA SVO       

  9. Taktík hjá Sir Alex að hafa Nani og Rooney á bekknum. Koma inná gegn Carragher og Enrique þreyttum.
    Rio er ekki á miðjunni heldur Phil Jones og hann getur leyst þá stöðu afar vel.

    Sir Alex vinnur þetta taktískt í dag.

  10. Hvurslags lið er Manchester United með? Lýst vel á leikinn samt sem áður, við eigum að taka hann!

  11. Mikið er ég glaður að Henderson sé ekki inná, dreymdi að hann fengi rautt og Liverpool myndi tapa 🙁 
    En mínir draumar rætast aldrei 😀

  12. Lið Liverpool kemur ekki á óvart, massíft og gott að fá Gerrard inn.
     
    Man U hljóta að vera að spila með 3 central backs, Ferdinand, Evans og Smalling, og svo Jones og Evra sem wing backs. Fletcher hlýtur að vera holding miðjumaður með Giggs, Park og Young fyrir aftan Welbeck. Mjög sérstök uppstilling, en gamli rauði Ferguson kann þetta og ef þetta United lið vinnur okkar menn í dag þá yrði það rosalegt. Sérstaklega fyrir þær sakir að Rooney og Nani komast ekki í liðið!
     
    Þetta fer 1-1, amk ein vítaspyrna dæmd og fullt af kortum sýnd.

  13. Ég veit að þið Liverpool menn viljð vera með United liðið á hreinu, þannig að ég vildi bara láta ykkur vita að Phil Jones er alveg örugglega á miðjunni í stað Rio. Hann hefur oft leyst þá stöðu með Blackburn og staðið sig með sóma í henni.

    En ég verð að viðurkenna það að stressið fyrir leik er búið að magnast svakalega eftir að ég sá byrjunarliðið hjá mínum mönnum. Ég samt von á mögnuðum leik og ég afþakka pent vafasama dóma sem ráða úrslitum, ég vil vinna þennan leik án þess að þið Liverpool menn hafið afsakanir.

    Góða skemmtun!!! 

  14. Ferguson ætlar líklega að liggja aftarlega og sækja hratt á okkur. Síðan koma líklega einhverjir af þessum betri leikmönnum á bekknum hjá honum inn á með ferska fætur þegar ca. 30 mín eru eftir. Ég er smeykur við vinstri vænginn hjá þeim. Evra-Young gegn Kelly gæti orðið erfitt. Þess vegna er kannski líklegt að Kuyt sé á hægri kanti til að hjálpa til baka og Gerrard sé í holunni. Mikið er annars gaman að sjá þann dreng aftur í liðinu.

  15. Er að pissa á mig úr spenningi! Gríðarlega flott uppstilling og ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. 2-0. Suarez og Gerrard! 49mín og 76mín.

  16. Mig dreymir nú ekki oft fótbolta, en í nótt dreymdi mig að Dalglish væri kominn í markið, og tók sig mjög vel út þar. Ég sá ekki stöðuna í leiknum, en veit bara að hann fékk ekkert mark á sig.

  17. Kraftmikil byrjun hjá okkar mönnum, verður frábær leikur í 90 mínútur. Game ON

  18. Vandræðalegasta dýfa sem éghef séð hjá Downing þarna síðan Vieira um árið

  19. LUcas með gult, missir af næsta leik þar sem hann er kominn með 5 gul. vont mál að hann fái gult í þessum leik þar sem hann verður þá að spila með það í huga

  20. Okkar menn eru að spila mjög vel í dag. Menn eru gríðarlega einbeittir og leikurinn er í töluverðu jafnvægi. Einstaka hálf-færi hjá báðum aðilum. Suarez búinn að vera sprækur og Gerrard er að koma sterkur inn. Og ég fann Adam :), hann átti sendingu á Suarez sem varð næstum því að marki….ég er með hjartað í buxunum…

  21. koma svo í seinni háflleik sýna þessum helvítis scums í tvo heimana.

  22. Verður athyglisvert hvað mun gerast ef Rooney og Nani koma inná í seinni hálfleik.
     
    Annars flottur leikur, hvorugt lið að taka sénsa samt.

  23. Henda bara Bellamy inná fyrir Downing og þá verður komið mark eftir hálfa mínótu.

  24. Ferguson er að drepa þennann leik. Hann stillir upp gífurlega varnarsinnuðu liði. Ég er ekkert viss um að hann setji bæði Rooney og Nani inná í seinni nema við skorum.

  25. Fyrst Ferguson er svo hræddur þurfum við bara að auka sóknarþungan og ná fyrsta markinu. Taka Lucas útaf fyrir Carroll, setja Gerrard á miðjuna og Suarez fyrir aftan Carroll. Styð svo að henda Bellamy inná fyrir Downing. All-Out Attack og vinnum 4-0…. 

  26. Það má gagnrýna kuyt fyrir margt, en mikið svakalega er hann mikilvægur í svona leikjum, berst eins og ljón út um allan völl! Liverpool er með 60% possession 🙂

  27. Jæja, þá fer að líða að því að Shrek komi inn á…Nani að koma inn á undan þó. Hvernig svarar Kóngurinn þessu?

  28. Spurning hvort að maður sem er búinn að vera spilandi í ensku úrvalsdeildinni í 20 ár eigi að vera boltahræddur? Skemmtilega gert hjá Giggs þarna.

  29. Fastir liðir eins og venjulega … Gerrard skorar gegn Utd. úr aukaspyrnu.  Gaman að þessu.

  30. Hversu oft ætlar Skrtel að kosta okkur mörk með því að gleyma að dekka manninn sinn…og hvað þáí svona leik, þetta er grátlegt…

    vill fá Bellamy inn, vantar smá kraft í þetta, hef trú á því að við getum ennþá sett eitt í viðbót! 

Man.Utd á morgun

Liverpool 1 Man Utd 1