Liðið gegn Stoke komið

Þá vitum við hvernig liðið lítur út, gerðar átta breytingar frá liði helgarinnar.

Byrjunarliðið í dag:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Agger

Henderson – Lucas – Spearing – Maxi

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Aurelio, Kuyt, Adam, Bellamy, Skrtel, Flanagan.

Fínt lið, en ljóst að það er töluvert ryð í leikmannahópnum – koma svo!!!

72 Comments

  1. Það er í raun bara að koma inn 3 menn sem hafa lítið spilað undanfarið og mér list vel á að fá Maxi og Coates inn en ég er ekki ánægður að fá Spearing litla inn á móti þessu liði. <frekar hefði ég viljað fá Bellamy á kantinn og Hendo á miðjuna.
     
    En við tökum þetta 0 1

  2. Stoke á útivelli og við með Lucas og Spearing til að finna glufur á varnarmúrnum þeirra og miðverði í bakvöðrum! Ekki beint heillandi en auðvitað langt í frá útilokað að vinna þá enda Stoke ekki lið sem við eigum að hræðast. Er baraað búa mig undir jafnvel ennþá leiðinlegri leik fyrir vikið.

    Verst finnst mér þó að “þurfa” að eyða mínútum sem við höfum Suarez og Agger heila í þennan leik. 

    Á móti er Suarez fullfær um að klára þá bara einn og nánast óstuddur.  

  3. ég persónulega hefði viljað hvíla suarez í þessum leik… en hvað veit ég :o)

  4. Sorensen; Huth, Shawcross (c), Woodgate, Wilson; Shotton, Whelan, Delap, Etherington; Walters, Jone

  5. Er einhver með gott stream á leikinn? Ekki eitthvað hikstandi í drasl gæðum…

  6. Ég hugsa að bakverðirnir hafi verið valdir vegna þess að þeir eru hvorir um sig yfir 1.90 á hæð og henta því vel gegn háloftabolta Stoke. Sama gildir um tveggja metra manninn frá Úrugvæ. 

  7. Þetta lítur ágætlega út, Hendo fær að njóta sín í þessum leik held ég. Vona svo sannarlega að hann eigi stórleik sem og Carroll.
    3-2 sigur í framlengingu. Carroll með 2 mörk og svo kemur Kuyt inn á og setur eitt í blálokin á framlengdum leik.

  8. Úff … þetta leggst illa í mig, ef ég á að segja eins og er. Fyrir mér er nokkuð augljóst að King Kenny er að stilla upp liði til að stöðva Stoke, ekki lið sem getur yfirspilað þá. Ég sé allavega ekki hvaðan mörkin eiga að koma, nema frá einstaklingsframtaki Suarez. Við getum ekki endalaust treyst á það.

    Allavega, tvö þétt og skipulögð lið. Vonum að okkar menn gefi þeim engar forgjafir í þetta sinn og að innkoma t.d. Bellamy og Kuyt í seinni hálfleik geti gert gæfumuninn.

    Koma svo!!!

  9. Hérna er samansafn af streamum á netinu fyrir alla leiki sem eru í gangi http://www.sportlemon.tv/c-1.html

    Setjið þetta endilega í bookmarks ! 

  10. er einhver að ná að finna gott steam á leikinn. Öll sem ég hef prófað núna í kvöld eru handónýt.
     

  11. Mjög góð byrjun! Þetta getur ekki endað með öðru en marki!

  12. Liverpool 10x betra liðið (líkt og í síðustu leikjum). Nú er bara að setja tuðruna í markið.

  13. Er engin í vandræðum með að finna tengil? Þessir sem hafa verið póstaðir hér virka ekkert og ég finn engan link á sopcast…..

  14. Úff, glimrandi bolti í gangi m.v. þetta litla sem ég hef séð af leiknum so far, en það ætlar að halda áfram að ganga skelfilega að koma boltanum fram hjá markverðinum en þó á rammann.

  15. Sammála flestum hér varðandi mannsæmandi linka. Maður var orðinn vanur að fá bara fína linka út um allt en kannski af því að þetta er í Carling cup þá eru menn ekki að spandera neinni bandbreidd í þetta í kvöld. Ætli við verðum ekki að sætta okkur við pixlaða hikstandi myndgæði í kvöld :/…enda svo sem ekki eins og maður sé að borga fyrir það 🙂

  16. Held að það hafi aldrei fleiri linkar verið í boði sem ekki virka sem skyldi. Og lendi síðan á þessum fína link með Wolves og City!!!!
     

  17. Liverpool er að ná að skapa sér færi en ennþá eru menn að klúðra þeim jafnóðum. Er skíthræddur um að Stoke vinni þetta svo úr týpísku föstu leikatriði án þess að eiga það skilið og okkar menn fara sárir og svekktir heim…”#$”#$%#$&/$%/&$&(

  18. í annað skipti á þessu tímabili vinnur Walters boltann af varnarmanni hjá okkur vegna kæruleysis. Djöfull er þetta pirrandi.

  19. úppps..skelfilega mistök hjá Coates en sama sagan og venjulega liðið nýtir ekki færin og er refsað.

    …og hver var að segja að Suarez væri diver….hefði betur sleppt því að reyna standa af sér tæklinguna.

    Hvað er eiginlega búið að minnka völlinn mikið fyrir þennan leik?

  20. Djöfulsins helv rugl alltaf hreint. Lið mega ekki fá einn séns gegn okkur og þá fáum við mark á okkur. En mikið svakalega var þetta lélegt hjá Urugvæanum !

  21. Þetta er ekkert flókið við erum einfaldlega ekki betri en þetta.  Náum upp engu spili, vantar tæknilega góða leikmenn til að spila boltanum, eini sem virðist geta það er Suarez.

    Það vantar allavega 2-3 topp leikmenn í þetta lið ef við ætlum að berjast um meistaradeildarsæti, endum væntanlega í 5-8 sæti… 

  22. Ef þetta verður endirinn þá bara kópíera ég og peista leikskýrsluna frá því síðast.
     
    Suarez og Carroll náttúrulega verða að fara að setja mörk, mín elskulegu…

  23. Við erum með enga burði í að gera atlögu af einnu né neinu þetta árið einfaldlega skítlélegir og okkur vantar Hiquin týpu á toppinn sem KLÁRAR færin

  24. Alveg er þetta nú týpískt. Jæja, það er bara að vona að okkar menn setji á Stók, nóg eru menn að skapa sér.

  25. Stórkostlegur varnaleikur hjá Coates

    Annars bara sama sagan og á tímabilinu hingað til. Erum betri, sköpum nóg af færum, en getum ekki skorað.  

  26. Alveg rólegur Sigurgeir, erum að ná upp fínu spili og skapa nóg af færum, þurfum bara að drulla þessu í netið. En þessi fyrri hálfleikur spilaðist nákvæmlega eins og buið er að gera hjá Liverpool á öllu tímabilinu, höldum bolta ágætlega, sköpum færi en refsað eftir einstaklingsmistök í vörninni.

  27. til #35 og #37

    það er ekki nokkur skapaður hlutur að spilamennskunni, liðið búið að fá 3-4 dauðafæri í fyrri hálfleik. Menn verða hins vegar að fara að nýta færin. 

    Ég hef samt engar áhyggjur af þessum leik. Við klárum þetta í seinni/frammara.

    Carrol með mark.

    PS. Djöfull þarf Suarez samt að fara að nýta færin, þetta er alveg skammarlegt. 

  28. Stór mistök hjá Coates… en hvernig hvernig stendur á því að Jones fær frían skalla? … meiriháttar klúður hjá Carragher líka sem lætur sig bara detta á rassinn?

  29. finnst markmaðurinn okkar eitthvað óöruggur í úthlaupum í síðustu leikjum…….

  30. Eitt skot,(skalli) á mark LFC og mark 🙁  Þetta virðist ætla að vera svona í þessum síðustu leikjum. Andstæðingurinn þarf ekki mörg færi til að skora mark gegn okkur, en við aftur á móti 20 marktækifæri til að ná í mesta lagi einu marki.

     DJÖF 🙁 

  31. Fínn fyrrihálfleikur fyrir utan markið. En ef Suarez hefði einhventíman mátt láta sig falla þá var það í lok fyrrihálfleiks. Þú færð nefnilega ekkert ef þú reynir að standa af þér tæklingu.

  32. Þessi leikur er bara tímabilið so far í hnotskurn.
    Ég ætla innilega að vona að okkar menn nái amk að jafna þetta í seinni hálfleik því ég bara höndla ekki að tapa aftur fyrir stók.

  33. Ég hef aðeins verið að velta þessu fyrir mér með Reina. Las einhverstaðar á óháðum stað þar sem var verið að tala um að Reina hefði oft verið sterkari en í undanförnum leikjum. Er ekki fjarri því að það sé eitthvað til í þessu.

    Annað hérna, er að horfa á leikinn á einhverju streami með enskum þul. Í hvert skipti sem Suarez fær boltann þá byrjar hann að tala “einkennilega” um hann þeas að hann sé alltaf eitthvað að væla, að það sé nú óvanalegt að sjá hann standa af sér tæklingu, að hann að sjálfsögðu láti sig detta þarna osfr osfr Frekar lélegt dæmi en verra að er að Suarez virðist vera búinn að koma sér upp þessu orðspori á stuttum tíma sem er ekkert spes verð ég að segja.

  34. sæaææalfæsldæglsdæflaæsdæaswldæalsæl SUUUAREZ MAÐURINN !! “!!!

  35. sop://broker.sopcast.com:3912/106723
    loksins góður sopcast linkur

    EDIT: opnaði hann 5 sekúndum fyrir markið 😀 géggjað mark

  36. Eini maðurinn í þessu liði sem getur eitthvað.  Spilamennskan fram að þessu marki búnað vera skelfileg og tilviljunakennd.

    Vantar hugsandi menn í þetta lið sem geta spilað boltanum og haldið honum… 

  37. frábært mark og þetta kveikir i þeim, vera svo jákvæðir i garð okkar liðs 

  38. ArnarL nr. 50 TAKKKKK TAKK TAKKK

    úFF…óf fljótur á mér að þakka fyrir….þetta er því miður ekkert betri linkur en aðrir hingað til… 🙁

  39. Á vellinum sést að þeir hafa minnkað völlinn fyrir þennan leik. Það sést að vítateigarnir eru um það bil meter framan en eldri línur sem eru á vellinum. 

  40. Kristján Kristinsson: Það er hlutur sem ég mun aldrei gera, mér er of annt um mitt lið.  En hvaða menn eiga að bera uppi spilið okkar… Það eru Lucas, Spearing, Henderson og Maxi, þetta eru nú ekki beint leikmenn sem hafa verið kosnir í lið ársins í deildinni og verða það sennilega seint.

    Okkur vantar leikmann/menn sem geta komið með óvænta loka sendingu sem brýtur upp varnir liða eins og Stoke, Sunderland og svoleiðis liða, þann leikmann höfum við ekki í dag.

    Nú er bara að vona að menn noti momentið eftir markið til að pressa hátt á Stoke.

    Yrði sennilega manna glaðastur ef þessir leikmenn sem eru inná mundi sanna að ég hef rangt fyrir mér!!! 

  41. Bjarni #59, þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Vítateigum má ekki breyta en það má hins vegar stytta völlinn og þrengja innan vissra marka, annað verður að halda sér.

  42. Hef ég ekki verið að horfa á sömu leiki og aðrir undanfarið. Ég man ekki til þess að Suarez hafi verið mikið að henda sér í grasið. Ég man aftur á móti að Ferguson gagnrýndi hann fyrir þetta og fullt af einföldum blaðamönnum hefur tekið þetta upp eftir það, þó ég sjái enn jafn lítinn fót fyrir þessu.  Ekki ætla Liverpool aðdáendur líka að taka þetta upp?
     

  43. Suarez er alls ekki mikið að láta sig detta, en hann vælir og tuðar hins vegar allt of mikið.  Sem gerir hann auðvitað óvinsælan og að leiðinlegum karakter. Ef hann myndi nú hætta því, þá væri hann fullkominn. En hver hefur ekki sína bresti.

    Ekki misskilja mig samt. ÉG ELSKA SUAREZ! 

  44. Það er algerlega óþolandi að horfa á aðfarirnar gegn Andy Carrol hérna á vellinum. Woodgate er búinn að hreiðra um sig á bakinu á honum eins og fokking kóalabjörn.

  45. Miðjan vissulega skurðstofu-steríl hjá Liverpool, en leikirnir þarna á Britania eru líka alltaf bara bögg og hnoð og barátta. Held meira að segja að Barca, guði sé lof að það dæmi er bara hypothetical, myndi ströggla þarna. Útivöllur Satans. Minnir mig alltaf á Siglufjörð. Og Mark Duffield, gufuruglaðan með Poler-Tork á hausnum. Á lítið skylt við fótbolta eins og ég skil hann og sé hann. En það má nálgast sportið út frá ólíkum vinklum og því verður maður bara að kyngja þessu Stók-djóki.

    Guði sé lof fyrir Suares. Nú er sénsanýtinging hans á leið upp og þá er von á góðu 🙂 Þetta er 20-30 marka maður í ár, ekki spuddari.

  46. yeeeesssss!!!! Hvað gera Stoke núna? Þrengja þeir völlinn enn frekar og freista þess að sækja á tveimur mönnum? eða kasta þeir handklæðinu?

  47. Góður sigur á erfiðum velli. Það voru s.s. ekki allir með sinn besta leik, en hvað með það. Áfram í bikarnum. Engin ástæða til að atyrða nokkurn.
    Áfram liverpool.

  48. Djöfull er gaman að vinna þetta ÓGEÐSLEGA leiðinlega lið ! ! ! !:-)

    YNWA

Stoke á morgun í deildarbikarnum

Stoke 1 – Liverpool 2