W.B.A. á morgun!

Eftir góðan útisigur á Stoke í Deildarbikarnum sl. miðvikudag leggja okkar menn í aðra „langferð“ á morgun og heimsækja West Bromwich Albion í Miðlöndunum. Þetta er leikur í tíundu umferð Úrvalsdeildarinnar þetta árið og Roy Hodgson Hodgson Roy fokking Hodgson Hodgson Roy Woy uncle Roy helvítis Roy Hodgson.

Djö. Ég kláraði næstum því heila málsgrein án þess að minnast á manninn sem þessi leikur snýst fyrst og fremst um. Eins og við vitum eru fáir jafn góðir í því að eyðileggja fyrir Liverpool og meistari Hodgson. Hann lét sér ekki nægja að skila Liverpool í neðri hluta deildarinnar eftir tuttugu leiki á síðustu leiktíð heldur vann hann okkur með þessu W.B.A.-liði í apríl. Árið þar áður vann hann okkur með Fulham. Eigum við því ekki bara að segja að Hodgson og WBA vinni þennan leik á morgun og láta það gott heita?


Ókei, slökum aðeins á hatrinu í garð þess gamla. Hann kom og reyndi sitt besta fyrir Liverpool en steig í rangan fót við næstum því hvert tækifæri, var rekinn og tók svo við W.B.A. og stýrði þeim upp úr fallbaráttunni og í miðja deildina. Við fengum King Kenny, þeir sluppu við fall, allir sáttir.

Þar eru W.B.A.-menn einmitt núna: um miðja deild. Eftir níu umferðir hafa þeir unnið 3, gert 2 jafntefli og tapað 4 leikjum og sitja í 11. sæti. Miðlungs. Bara það sem Roy Hodgson hefur alltaf verið góður í að gera og er prýðileg staða fyrir lið eins og W.B.A. sem hafa verið duglegir við að falla úr Úrvalsdeildinni síðustu árin.

Af þeim er það helst að frétta að Shane Long, markahæsti framherjinn þeirra, er meiddur eftir síðustu helgi og missir af þessum leik. Á móti kemur að Peter Odemwingie er allur að komast á flug eftir að hafa byrjað tímabilið í meiðslum, og þá verður Chris Brunt sem fyrr á kantinum en hann jarðaði okkur með tveimur vítaspyrnum (sem Odemwingie sótti) í vor. Þannig að við vitum nákvæmlega hverjum við eigum von á: Roy Hodgson-style skipulögðu liði af fjórum varnarmönnum, fimm miðjumönnum og Odemwingie að elta löngu boltana fremst. Basic.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að ég held að það séu allir heilir, nema Luis Suarez sem er meiddur á ökkla og er ekki víst hvort hann nái að byrja þennan leik.

Ég ætla að tippa á að Suarez byrji á morgun og þá get ég ímyndað mér að liðið líti svona út:

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Adam – Downing
Gerrard
Suarez

Auðvitað er erfitt að giska á þetta en ef maður tekur mið af því hverjir voru hvíldir í bikarleiknum og gefum okkur að þeir komi aftur inn í liðið, en leyfum þó bestu mönnum miðvikudagsins að halda sínu sæti (Kelly, Agger, Henderson) þá finnst mér þetta líklegt.

Það er samt til marks um það hversu langt liðið hefur komist á einu ári hvað það er erfitt að giska á byrjunarlið. Skrtel gæti hæglega byrjað í miðri vörninni, Johnson á alveg jafnt tilkall og Kelly í bakvörðinn og Kuyt, Bellamy og Carroll væru allir vel að því komnir að byrja á morgun. Þetta veltur á endanum allt á því hvaða taktík Dalglish ákveður að nota og ég held að hann leggi áherslu á Gerrard og Suarez (eða Carroll ef Suarez nær ekki að byrja) á morgun.

MÍN SPÁ: Við töpuðum 2-1 fyrir þeim í vor eftir að hafa komist yfir og ég spái því að þau úrslit snúist við á morgun. West Brom skora fyrsta markið en svo vöðum við yfir þá í seinni hálfleik og vinnum 3-1 sigur. Gerrard skorar tvö, Downing eitt og Hodgson nuddar andlitið á sér minnst tvisvar sinnum. Og við munum hlæja. Og gráta. Fokking Roy Hodgson.

Koma svo!

63 Comments

  1. Það er svo hressandi að fá svona föstudagsbrandara svona snemma dags, ég hló allavega mikið af myndinni.

    En annars er maður bara rólegur yfir þessum leik jafnvel þótt að Suarez spili ekki þá hef ég bara mikla trú á þessu liði. Ég spái að liðið haldi nú loksins hreinu og að þetta fari 0-2 fyrir Liverpool, sama hver skorar.

  2. Fínasta upphitun og þetta er sannarlega leikur sem ég er stressaður fyrir. Hodgson lætur Liverpool tapa.

    Tveir hlutir samt:
    A – Hvernig er hægt að skrifa pistil um WBA og Hodgson án þess að minnast á þetta http://www.kop.is/2011/07/16/20.02.53/ 😉

    B –

    Ókei, slökum aðeins á hatrinu í garð þess gamla. Hann kom og reyndi sitt besta fyrir Liverpool en steig í rangan fót við næstum því hvert tækifæri, var rekinn og tók svo við W.B.A. og stýrði þeim upp úr fallbaráttunni og í miðja deildina. Við fengum King Kenny, þeir sluppu við fall, allir sáttir.

    Nei, það er ekki eitt ár liðið síðan ég var að fá útbrot yfir þessum manni og hann er ekki gleymdur ennþá.

    Það gekk vel hjá mér að spá tapi fyrir síðasta leik svo ég segi að þessi tapist líka, 1-1 sigur hjá Hodgson og WBA.

  3. Það er skemmtilegt vandamál sem að Kenny er í enda er kominn góð og heilbrigð samkeppni um stöðu í liðinu og er sennilega bara Reina, Gerrard og Suarez sem eiga sín föstu sæti í liðinu.
    Við einfaldlega verðum að sigra Roy og félaga á morgun enda óþolandi að tapa fyrir fyrrverandi þjálfara liðsins aftur.

    Ég ætla að spá liðinu svona 

                     Suarez
    Downing     Gerrard     Hendinho
              Lucas       Adam
    Enrique  Agger  Skrtel  Johnson
                     Reina

    Spá: 1-3
       
    Edit: Öll mörkin sem að Suarez hefur skorað i vetur 7 stk hefur hann skorað með Carrol inná vellinum, nema á móti Arsenal. Kannski er Carrol að draga til sín leikmenn sem hjálpar Suarez að fá plás.

  4. Mitt álit er að Andy Carroll verði að byrja svona leik. Ef hann gerir það ekki er það merki um að hann verði seldur í janúar. Þetta er leikur þar sem hann á að skora og sýna sömu frammistöðu og með Newcastle.
     
    Ætla að spá að Suarez byrji á bekknum útaf meiðslunum og komi inná í seinni hálfleik ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.
     
    Liðið sem ég væri til í að sjá á morgun:
    Reina
    Johnson Agger CarraEnrique
    Kuyt Henderson Lucas Gerrard
    Carroll Bellamy
     
    Finnst kominn tími á að hvíla Downing og sýna honum að hann er langt í frá áskrifandi að byrjunarliðssæti. Er einnig gott að leyfa Adam að fá hvíld og byrja leikinn á bekknum og prófa Henderson á miðri miðjunni.
    Bellamy, Gerrard og Kuyt geta allir skipt um stöður til að flækja lífið fyrir leikmenn WBA.
     
    Ætla einu sinni að leyfa mér bjartsýni og spá leiknum 3-1 fyrir okkar menn. Carroll með tvennu og Henderson eitt.

  5. Flott upphitun.

    Ég er á því að vinn vinnum þennan leik og auðveldlega.
    Leikmenn Liverpool hreinlega hljóta að brenna í skinninu í þeirri von að taka Woy gríluna og salta ofaní tunnu.

    0-3 Adam, Gerrard og Suarez setjann.

  6. Yndisleg upphitun, meistari KAR. Algjörlega!
    Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 3:1 sigri okkar manna. Gerrard skorar þrennu og Suarez brennir af 13 færum 🙂
    Áfram Liverpool alltaf!
    (8 dagar: niðurtalning í það að ég sjái Liverpool leik í fyrsta skipti!)

  7. Þoli ekki wba og við töpum þessu ósanngjarnt 1-0 er mín spá ! Þetta lið og reyndar Stoke eru algjörlega óþolandi og við skilum sjaldan punktum í hús eftir útileiki við þessi lið !

    TR

  8. Held að KK stilli þessu svona upp;
                         Reina
    Johnson Carragher Agger Enrique
                Lucas    Adam
    Kuyt        Gerrard      Downing
                   Suarez 

  9. Ég vil Skrtel og Agger saman í vörninni, ekki Carra, Odgemwinge fer alltaf illa með hann.

  10. Hahahahaha seinni myndin er alltof fyndin.

    Liverpool verður annars að vinna þenna leik, Carroll með Gerrard fyrir aftan sig gæti gert gæfumuninn ef Suarez er meiddur.  

    Krizzi

  11. Ef Suarez er tæpur sé ég enga ástæðu fyrir að leyfa Bellamy ekki að byrja leikinn. Hann hefur komið með mikinn kraft þegar hann hefur komið inná, og gæti nýst vel með Carroll frammi og svo Adam, Downing og Henderson að mata boltum í þá. Gerrard inná vellinum er svo bara bónus.
     
    Eins er jafnvel kominn tími á að leyfa Agger og Skrtel að spila saman í miðri vörninni. Maður hefur haft það á tilfinningunni að Carra eigi í hvað mestum erfiðleikum með stóra og sterka sóknarmenn, e-ð sem Woy spilar alltaf uppá.
    0-2 sigur, Bellamy með bæði!

  12. Ég held að við eigum eftir að vera með boltann lungann af leiknum, fá fullt af færum – spurning hvernig nýtingin verður. En aðalspurningin er vörnin – náum við að drullast til að halda hreinu eins og einu sinni. Við getum ekki verið að fá mark á okkur í hverjum einasta leik ef að árangur á að nást….

  13. Fyrir utan comment nr 14 þá minnist enginn á Bellamy, hann ætti klárlega að byrja þennan leik til að brjóta upp vörnina hjá andstæðingunum með hraða sínum

  14. Mér fannst Spearing og Hendo standa sig vel í síðasta leik.
    Liðið sem ég vonast eftir verður svona
                 Reina
    Kelly Agger Skrtel Enrique
          Lucas Spearing
     Gerrard Suarez Downing
                Carroll
    Bekkur: Doni, Coates, Carra, Aurelio, Adam, Kuyt, Bellamy.
    Núna verður Carroll að sýna hvað hann getur. Ég spái WBA 1-3 Liverpool, Carroll, Suarez, Carroll aftur…. Carroll á eftir að sýna hvað hann getur og skorar tvö. Síðan er mér skítsama hver skorar fyrir WBA…. Bellamy kemur inn á í stöðunni 1-1 og leggur upp tvö.. 😉
    KOMA SVO LIVERPOOL !
     

  15. OA #16. Ég ætlaði einmitt að fara að minnast á Bellamy. Hann ætti að fá tækifæri í byrjunarliði í þessum leik. Þau fáu skipti sem hann hefur komið við sögu hefur hann annaðhvort skorað eða gert einhvern usla.
     
    Mín spá 0-2 fyrir Liverpool. Bellamy með fyrsta markið eftir stungu frá Adam og svo tekur Gerrard einn gamlan og góðan með neglu fyrir utan vítateig! Eitthvað í þessum dúr:  http://www.youtube.com/watch?v=22i3yGjFAHA

  16.  
    Ég held að það sú bjartir tímar framundan hjá okkur í þessum efnum og að leikurinn fari 0-3.
    Annars held ég að liðið verið svona.
                          Reina
    Kelly – Carragher – Agger – Enrique
    Henderson – Lucas – Adam – Bellamy
                          Gerrard

                          Carroll
    Held að hann láti Downing byrja á bekknum
     

  17. Carra á við meiðsli að stríða þannig að við sjáum líklegast Agger og Skrtel í hjarta varnarinnar á morgun á móti WBA.  Bellamy inn fyrir Suarez alveg klárlega til að halda hraða og pressu.

    Sá einmitt líka á netinu í dag að öll mörkin fyrir utan eitt á móti Arsenal hafa komið þegar að Carrol er inná.  Hann tekur til sín varnarmenn sem býr til pláss fyrir hinn framherjann (Suarez, Bellamy).

    Vona svo innilega að við tökum þennan leik.  Mikill prófsteinn fyrir okkar menn. 

  18. Mér er alveg sama hverjir byrja inná vellinum…ég vil bara að við rústum þessum leik 5-0 🙂

  19. Ég myndi vilja sjá Carroll byrja þennann leik, ekki spurning. Einnig Bellamy sem er yfirleitt ótrúlega ferskur þegar hann er inná og skapar ALLTAF usla. Held að það væri bara rétt að gefa Suarez smá hvíld, setja hann svo inná á 65mín og láta hann klára leikinn ef við erum í klandri. 

    Carroll verður ekkert betri með að sitja á tréverkinu, það er klárt mál. Annars langar mig að koma á framfæri að ég held að þessi kaup á Henderson hafi verið frábært. Ég hef mikla trú á piltinum og hann er svo sannarlega framtíðar miðjumaður Liverpool og enska landsliðsins. Ekki spurning !

  20. Það yrði nú eitthvað sagt ef maður myndi tala af sömu vanvirðingu um Rafa Benitez eins og pistlahöfundur talar um Roy Hodgson. Ég er alls ekki að líkja þeim saman sem stjórum, bara sína muninn á að sömu reglur gilda ekki um alla.

    Annars verður þetta easy 3-1 sigur. Andy Carroll, Bellamy og Gerrard… 

  21. Ég held að öll skot á Roy Hodgson séu leyfileg þar sem maðurinn fór langt með að rústa geðheilsunni hjá flest öllum ef ekki bara öllum Liverpool mönnum í þann stutta tíma sem hann var hjá klúbbnum.
    Ég meina hann gerði ekkert rétt nema þá kannski kaupin á Meireles og hann er farinn frá okkur þannig að eftir stendur nákvæmlega ekkert gott sem hann gerði.
     
    Ég prumpa í áttina að Hodgson!
     
    Leikurinn fer 0-3.

  22. Gunnar Á. Baldvinsson (#23) segir:

    Það yrði nú eitthvað sagt ef maður myndi tala af sömu vanvirðingu um Rafa Benitez eins og pistlahöfundur talar um Roy Hodgson. Ég er alls ekki að líkja þeim saman sem stjórum, bara sína muninn á að sömu reglur gilda ekki um alla.

    Góði farðu nú að hætta þessu röfli. Ég skrifaði nákvæmlega ekkert skítkast um Hodgson og hans persónu. Bölvaði honum aðeins og birti skopmynd af honum en ekkert sem brýtur reglurnar sem ég samdi sjálfur.

    Nefndu mér hins vegar eitt dæmi um gagnrýni á Rafa Benítez sem braut engar reglur og við fjarlægðum samt. Eitt. Eitthvað? Nei? Hélt ekki.

    Menn mega segja sínar skoðanir. Það á við um mig jafnt og ykkur. Ég braut engar reglur í pistlinum. Það er ekkert að því að skjóta á menn eins lengi og það er ekki skítkast. Ég talaði ekki um útlit Hodgson eða um persónu hans á neinn niðrandi hátt. Þannig að slepptu þessu bara.

    Ég skoðaði ummælin þín síðustu mánuði og megnið af þeim er skrifað í þeim tilgangi að æsa menn með svona mótbárum og rugli. Ég skora á þig að halda þig við vitsmunalega umræðu framvegis.

    Hafðu það líka á hreinu að þetta eru lokaorðin í þessa umræðu. Hér erum við að ræða leikinn á morgun og ef þú reynir að snúa þessu upp í frekari umræðu um okkur tvo loka ég á þig.

  23. reina
    Kelly – Skrtel – Agger – Enrique
    Henderson – Lucas – Adam – Gerrard
    Suarez – Carroll

    3-1 sigur suarez, carroll og henderson allir með eitt og odemwingie skorar fyrir wba 

  24. Sammála Þórir #17, miðað við hvernig Jay Spearing var að spila á móti Stoke að þá held ég að við séum að fara sjá hann mun meira í byjunarliðinu en kannski ekki í þessum leik en ég held að hann gæti nýst okkur rosa vel í leikjum þegar við þurfum að þétta miðjuna eins og á móti stærri liðum. Hann var frábær í þessum leik.

  25. Skal taka undir með þér Kristján Atli að hér á að ræða leikinn.

    Vil þó segja að mér finnst nú hálf kjánalegt að skrifa svona póst eins og þú skrifar, hótar mönnum síðan ef þeir voga sér að svara honum. Ég mótmæli algjörlega að ég sé á nokkurn hátt að reyna æsa menn upp, og að ég hafi verið að því núna, ég var einungis að benda á þetta, að það virðist ekki sama hver er þegar tala má niður til eða vanvirða.  …getum þó verið sammála um að vera guðslifandi fegnir að Hodgson er farinn og liðið virðist á uppleið.

    En snúum okkur nú alfarið að leiknum, ég var þegar búinn að setja inn mína spá og stend við hana. Er mjög bjartsýnn fyrir morgundaginn. Hef síðan einhvernveigin á tilfinningunni að Andy Carroll og Craig Bellamy verði í liðinu, Suarez verði hvíldur.  Áfram Liverpool 🙂 

  26. Væri til að sjá Johnson í hægri bak, Gerrard á miðjunni með Lucas, Suarez í holunni og Carroll frammi. Finnst Henderson ekki vera að gera sig á hægri kantinum en væri til í að sjá meira af honum á miðjunni.

                          Reina

    G Johnson Carra Agger Enrique

                    Lucas Gerrard

    Kuyt             Suarez        Downing

                        Carroll

    Ef Suarez byrjar ekki, setja þá Gerrard í holuna og Henderson á miðjuna með Lucas.
    Bekkur : Doni, Skrtl, Aurelio, Henderson/Suarez, Maxi, Adam, Bellamy,

  27. Ég held að Bellamy nýtist mikið betur sem super sub. Hann er varla með líkama í að spila heila leiki og hætta á meiðslum. Miklu betra að fá hann inn á í seinni hluta seinni hálfleiks og þann hraða sem hann færir liðinu. Fínt þegar varnarmenn andstæðingana eru farnir að þreytast þá er svo gott að hafa mann eins og Bellamy til að brjóta upp varnir mótherjans.

  28. Ef það er til einhver sanngirni í þessum heimi þá vinnur Liverpool þennan leik gegn Woy!

    Woy. Miðlungsstjóri, nær miðlungsárangri með miðlungslið.

    Það er algjört rannsóknarefni út af fyrir sig að komast að því hvernig og hver fékk þá snilldarhugmynd að ráða hann til félagsins á sínum tíma.

    Honum samt til vorkunar, þá var Liverpool á hraðleið í skítinn, orðið miðlungslið og framtíðin svört.

    Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði, segir einhversstaðar. Og það er nákvæmlega það sem Liverpool og Kenny eiga að gera á morgun. Þetta er ekki leikur gegn WBA, þetta er leikur gegn Woy. Nú er lag að sýna honum að Liverpool er svo “way out of his league” að það er ekki einu sinni fyndið!

    Ég vil sjá Carroll í liðinu á morgun, þó ég hafi undanfarið gagnrýnt hann mikið. Ég vil hinsvegar að hann stingi gagnrýni minni aftur þar sem hún á (ekki) heima, og ég skal taka því með brosi á vör!

    Spái þessu 3-0. Carroll með þrennu, takk fyrir 🙂

    Homer 

  29. reinaKelly – Skrtel – Agger – EnriqueBellamy – Lucas – Gerrard – DowningHenderson
    Carroll

    Væri til í að sjá Hendo spila í uppáhaldstöðunni hans stevieG sem svona amc bakvið strikerinn, bellamy er sömuleiðis búinn að vera drulllusprækur í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í og mætti alveg prófa ða hafa hann á öfugum kant við downing.

    Ég spái 2-0, kominn tími á að við höldum hreinu á móti þessum skítaliðum og drullumst til að vinna með smá stíl. 

  30. Eftir Stoke leikinn þá get ég ekki beðið eftir að sjá þessa snillinga spila aftur… Vona að Carroll og Suarez verði báðir í byrjunarliðinu 😀

    … já og Gerrard líka
    … og Henderson 😀

  31. Ég segi að það þurfi að koma Roy á óvart til að vinna hann.. ef KK kemur með fyrirsjáanlegt lið þá er Roy búinn að kortleggja þetta vel.. hann er ágætur í því gegn okkur!

    Ég segi að liðið ætti að vera svona!

    Carroll
    .
                  Henderson

    Bellamy Kuyt

        Gerrard  Lucas

    Enrique Agger Skrtle Johnson
     
                    Reina 

    Bekkur: Suarez,Adam,Downing,Kelly,Carra,Spearing,Doni

    R.H á að hvíða fyrir því að sjá Kenny færa menn inná af bekknum ef staðan er 0-0 í seinnihálf..
    Endar 1-2 og segjum að Skrtle setji eitt með skalla og Gerrard setji eitt og grettir sig framan í R.H.

    Annars er ég mjög sáttur við liðið hjá Ásmundi nr.4 

    YNWA 

  32. Bara að Carragher verði á bekknum, þá ættum við að taka þetta örugglega,.

  33. Gott að menn eru að vakna til lífsins.Auðvitað á Henderson að byrja einnig Suares og Gerrard ef þeir eru í lagi.Ég ætla að leyfa mér að spá því að Andy Carrol byrji inn á og skori og sennilega verður það eina markið sem kemur í þessum leik.Ég væri alveg til í að sjá Coates byrja líka,þó hann hafi gert hörmuleg mistök í stoke leiknum þá var hann að hreinsa á snilldarhátt,þetta virkaði einfalt hjá honum en hann var með snertingar sem maður hefur ekki séð hjá miðverði í (25)ár.Alla vega vona ég að King Kenny fagni á sinn frábæra hátt eins og sjö ára drengur sem er að opna pakkann sinn á jólunum og í honum er glæsilegt LIVERPOOL rautt reiðhjól

  34. P.S Roy Hodgson hafði ekki neina peninga til að kaupa alvöru leikmenn var með scum of the earth eigendur á bakinu en sammála mönnum með taktíkina (drullaði upp á bak þar)

  35. @Andri…Er það sem sagt Carragher að kenna að Liverpool nýtir ekki færin sín? Við erum nokkurn veginn á pari við topp liðin hvað varðar fjölda marka sem við fáum á okkur. Þegar kemur að skoruðum mörkum þá hins vegar stöndum við topp liðunum ekki snúning…Það er ekki Carragher sem er að klúðra færum í massavís er það?

  36. Ég hef áhyggjur af þessum leik á morgun. WBA eru erfiðir heim að sækja og við höfum verið að leka inn ansi mikið af mörkum í þeim fáu færum sem við höfum fengið á okkur. Ef allt gengur vel ættum við að taka þennan leik en ég er hræddur um 1-1 jafntefli. Vonandi að Suarez og Carroll byrji leikinn með Gerrard og Downing á vængjunum og Lucas og Adam á miðjunni. Þannig ætti þetta að hafast. Auðvitað verður Carra í vörninni ef hann er í lagi. 

  37. Hvaða sportbar með góðan matseðil miðsvæðið í rvk mæliði með til að horfa á leikinn á ?

  38. sammðu ræðumanni 23..   á ekki jafnt að ganga yfir alla men verða alveg brjalaðir her ef menn nota vitalus orð sem eru á svo lágu plani og bla bla svo hakka menn bara roy hodgson i sig i pistli her… hann reyndi sitt besta en skeit upp á bak og hafði ekkert traust leikmanna ne stjornar….. held þú ættir að gera nyjan pistil ef þú villt að menn takii þig alvarlega og hafi tal sitt á hærra plani eins og þið stjornedur biðjið oft um… ekki skita akveðna leikmenn ne stjora ut, þið gefið toninn þyðir ekki að skammast og henda okkar ummælum ut þega þið góðu pistlahöfundar skitið menn alveg jafnan eins og bið ut, eruð ekki skömminni skári áfram liverpool 4-1

  39. Roy Hodgson gerði kraftaverk fyrir Liverpool aðdáendur með því að sameina okkur í hatur og gremju gegn honum…

    Alveg óþarfi að reyna að skapa sundrung með því að skammast yfir því sem þó sameinaði okkur á síðustu leiktíð?… Engin má gleyma hversu ÖMURLEGAR helgarnar voru frá ágúst og fram í janúar.

    Annars langar mig bara ekkert til að rifja upp Hodgson tímabilið og vona að við jörðum þetta lið hans á morgun 😀 

  40. Getur einhver útskýrt þennan Woy-brandara fyri mér? Hvaðan er Woy-nafnið komið?

  41. Oft er sagt að maður eigi að láta sér hlakka til einhvers í lífinu, þess vegna er svo gott að vera Liverpool stuðningsmaður. Okkur hlakkar til á nánast hverjum einasta degi þar sem að okkar ástkæra lið spilar yfirleitt í hverri viku. Eftir vonbrigði síðasta laugardags fjaðraði það út á mánudagsmorgni, því manni fór strax að hlakka til næsta leiks. Við unnum á miðsvikudagskvöldi og aftur fór manni að hlakka til dagsins í dag og hvernig sem leikurinn fer í dag, þá hlakkar okkur alltaf til (mér alla veganna). YNWA

  42. Nr 41
    Úrilla Górillan er topp staður til að horfa á leikinn! Mjóg góður matur miðað við sportbar og líka heimavöllur Liverpool klúbbsins! 😀
    Annars ætla ég að spá 4-2 fyrir okkur, þar sem Suarez byrjar á bekknum og kemur svo inná í seinni og setur 2 stk þegar staðan er 2-2 !!
    YNWA

  43. Mér fynnst að Coates ætti klárlega að byrja þennan leik með agger sér við hlið þetta er hörku varnarmaður sem á skilið miklu fleyri sénsa ! 
    vill ekki sjá jhonson, hellst selja hann í jan bara, hann er bara ömurlegur varnarmaður !
    kelly er miklu betri og er kornungur og framtíðar bakvörður Liverpool.
    ég  vill gefa Downig aðeins meiri séns en koma svo með Bellamy á 65.
    síðan er það bara rugl ef Corroll byrjar ekki þenan leik eins og eitthver var búinn að nefna þá er hann ekkert að fara að komast í form á bekknum.
    Auralio er svo klassa bakvörður sem á klárlega að byrja, það þarf ekkert að þræta um Gerrad,lucas,Reina svo er það bara spurning um Henderson eða Kuyt hendum svo Suarez inná á 70. min og klárum þennan leik 6-0 herrar mínir og frúr

  44. Það er eitt að telja að Carra sé búin og hans spilatíma eigi að takmarka, en eitt hef ég aldrei og mun aldrei skilja – það eru þeir sem í alvöru telja gamlan Carra slakari kost en lélegan Skrtel. Í alvöru ?
    Carra er e.t.v. orðin hægari, hann er ekki eins spot-on í tæklingunum sínum og hann var hérna á árunum 2005-8 – en hann er samt ljósárum á undan Skrtel á öllum sviðum fótboltans. Þetta dæmi er auðvitað ekki hægt að nota til þess að alhæfa um skrtel – en halda menn að Carra hefði einhvertímann tapað öxl í öxl við litle Defoe og farið á beit í kjölfarið og feikað meiðsli ?
     
    En annars að leiknum á eftir – ég hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik, eins og ég hafði fyrir leikinn gegn þeim í fyrra. Vona svo sannarlega að við fylgjum eftir fínni spilamennsku síðustu vikurnar, með betri færanýtingu þó.
    Ætla að spá 1-1 í leik þar sem við lendum undir en Carroll jafnar undir lokinn.
    YNWA

  45. Jay Spearing á miklu frekar að byrja leikinn heldur en adam, spearing var miklu betri á móti stoke en adam hefur verið allt tímabilið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! og svo á að gefa maxi meiri sénsa!

  46. Já maður er stressaður fyrir þennan leik en samt eftir þennan frábæra sigur gegn Stoke og að hafa drepið þá grýlu held ég að við drepum líka Hodgson grýluna og vinnum 1-4..

    Vona innilega að Suarez sé heill og vil sjá Carroll með honum a vellinum….

    Gerrard – Adam – Lucas – Downing

    Suarez – Carroll ..

    Hefði samt frekar viljað sjá Bellamy vinstra megin í stað Downing en það er aldrei að fara gerast þar sem Downing fékk 100% hvíld gegn Stoke og varð eftir í Liverpool, vona bara að hann komi inní dag og sýni hvað hann getur eftir frekar daprar frammistöður í síðustu leikjum

  47. Eftir frammistöðu síðustu viku er erfitt að ákveða hverjir spili þar sem að hámarki má stilla upp 11 mönnum í senn.

    Ég held að á móti skipulögðu liði eins og WBA sé mikilvægt að hafa hafsenta sem geta borið boltann og þannig skapað ójafnvægi á miðsvæðinu á móti varnarliðinu.  Með það í huga væri ég til í að sjá liðið svona:

    Pepe,
    Johnson, Coates, Agger og Enrique í vörn,
    Lucas og Gerrard,
    Kuyt, Hendo og Dowming.
    Carroll 

    Svo er hægt að setja Bellamy inn eftir þörfum sem og Maxi.

  48. Ef það er einhver maður sem á skilið að vera í byrjunarliðinu þá er það Bellamy.Miklu meiri hraði og meira flot á boltanum milli þess sem hann á baneitraðar sendingar. Gegn óöruggum og seinum varnarmönnum eins og hjá W.B.A nýtist hann klárlega betur en Carrol. Það þýðir ekki að fara í eitthvert skalla tennis þegar þeir eru með háa og líkamlega sterka varnarmenn. Bellamy og kuyt frammi ef meistarinn er meiddur.

  49. Væri til í að sjá þetta lið spila í dag:

    Reina
    Kelly-Agger-Coates-Enrique
    Lucas-Adam
    Bellamy—–Downing
    Gerrard
    Carroll 

  50. Mér finnst þessi síða hafa sett verulega niður. Hún var góð í denn. Hroki og hleypidómar síðueigenda og hverjir eiga síðuna er aðalmálið.

    En það er nú einu sinni þannig að Liverpool er aðal málið. Það verður engin stærri en Liverpool.

    Slöpp leikskýrsla með stórum myndum.

    Rök eru ekki rök nema rök séu.

  51. Ótrúlegt væl alltaf í fólki. Það má gagnrýna á meðan menn halda sig fyrir innan velsæmismörk! Hodgson gerði hræðilega hluti með liverpool og fyrir það má gagnrýna hann að mínu mati. Frábær síða, þeir sem sjá um hana standa sig frábærlega og þeir sem halda öðru fram ættu bara að vera annars staðar. Orðið drullu þreytt að sama liðið kemur hérna inn með ekkert nema helv væl og almenn leiðindi. Væri mjög gott mál að fá aftur “þumla niður” kerfið og kæfa þessi leiðindi í fæðingu.
    Liverpool vinnur svo leikinn í dag 1-3 þar sem Carrol setur tvö og Downing kemur sterkur inn og leggur upp eitt á Carrol og setur eitt.
    ÁFRAM LIVERPOOL!

  52. Á heimavelli hefur WBA aðeins fengið fjögur af stigum sínum. Sigur gegn Wolves (16 sæti), jafntefli gegn Fulham (17 sæti), og töp gegn Stoke og Man.Utd (9 og 2 sæti). En þeir hafa hinsvegar fengið 7 stig á útivelli, svo þeir hafa ekki sýnt það þetta árið að heimavöllur þeirra sé eitthvað erfiður að fara á.

    Ef við ætlum að enda í einu af efstu fjórum sætunum þá verðum við að vinna svona lið á útivelli. Slakt lið, sem er laust við góðan árangur á heimavelli.

    Spá: 1-2 

  53. Dúlli (#44) spyr:

    Getur einhver útskýrt þennan Woy-brandara fyri mér? Hvaðan er Woy-nafnið komið?

    Hodgson er með sérkennilegan framburð á enskunni þannig að þegar hann segir Roy hljómar það eins og Woy þannig að í mörg ár hafa gárungarnir kallað hann Woy. Ég hef aldrei litið á þetta sem niðrandi uppnefni, við kölluðum hann þetta líka þegar hann var nýbyrjaður sem stjóri Liverpool (áður en allt fór illa). En þaðan kemur nafnið.

  54. ég er að horfa a sky og mer heyrðist lýsandin á chelsea-arsenal seigja að Liverpool og chelsea muni mætast í carling er það rétt

  55. Við ættum að vinna þennan leik í dag ef úrslit þessara liða eru skoðuð aftur í tíman, úrslitinn hafa verið sem hér segir.
    2.4.2011 W.B.A 2:1 Liverpool
    29.8.2010 Liverpool 1:0 W.B.A
    17.5.2009 W.B.A 0:2 Liverpool
    8.11.2008 Liverpool 3:0 W.B.A
    1.4.2006. W.B.A 0:2 Liverpool
    31.12.2005 Liverpool 1:0 W.B.A
    26.12.2004 W.B.A 0:5 Liverpool
    11.9.2004 Liverpool 3:0 W.B.A

    Það er því ekkert til fyrirstöðu en að vinna þennan leik 0-3 🙂

  56. Vonandi byrjar Suarez. Hann er búinn að skapa sér nóg af færum í undanförnum leikjum en ekki búinn að nýta þau vel þangað til í Stoke leiknum. En nú er hann kominn með blóð á tennurnar og þarf að fá að spila til að halda áfram að skora. Einnig vona ég að Carroll byrji og standi sig vel.

  57. Takk fyrir skýrsluna og góða síðu. Það er orðið doldið magnað hvað kop.is er orðinn stór partur af því að vera nútíma púllari 🙂

    Spennandi leikur framundan og það kemur ekki til greina að tapa fyrir þessum skemmdarvargi.

    0-1. Gerrard 67min! 

  58. Djöfull væri þetta ömurlegt.
    liam_tomkins Liam Tomkins
    Nothing confirmed but Gerrard reported to be out until Christmas.

  59. Staðfest byrjunarlið

     Reina, Johnson, Enrique, Skrtel, Agger, Adam, Lucas, Henderson, Downing, Carroll, Suarez 

    Subs: Doni, Maxi, Coates, Kuyt, Spearing, Flanagan, Bellamy.

    Enginn Gerrard

Opin umræða: óskamótherjar 8-liða úrslita

Deildarbikardráttur: Chelsea úti!