Kop-gjörið – tíu vikur búnar

Þá er komið að þriðju yfirferðinni sem tengist Fantasy-leik Úrvalsdeildarinnar og eins og áður þá einblínum við á þá þátttakendur sem stunda leikinn hér á kop.is, annað skiptir auðvitað engu máli!

Nú er kominn ríflega fjórðungur af mótinu og línur teknar að skýrast hjá liðum og leikmönnum í Englandi, um leið þá færist meiri harka í keppni Kop-deildarinnar, nú er farið að ríða á að gleyma ekki að uppfæra liðið fyrir leikina, skipta út þeim sem eru að eiga lélegt mót og aðgæta vel leikina sem liggja fyrir leikmannahópnum sínum.

En hvað er ég að pípa, varla að ég geti nú kannski mikið verið að leiðbeina spilurum hér, er ekki bara best að byrja á að skoða stöðuna!

Nýtt nafn situr á toppi Kop.is – deildarinnar þessa vikuna, en eins og sjá má munar ansi litlu á 5 efstu sætunum:

1.sæti Ingi United – Ingi Thor Hallgrímsson – 583 stig
2.sæti Umf. Hrappur – Ásgeir Ólafsson – 580 stig
3.sæti Liverpool – Gunnar Björnsson – 579 stig
4.sæti FC Allra – Gísli Aðalsteinsson – 570 stig
5.sæti Refsarinn – Jón Orri Ólafsson – 568 stig
5.sæti Dalvík All Stars – Jón Ólafsson – 568 stig

Hægt að fullyrða að hörkukeppni sé framundan! Það er afar ánægjuleg breyting frá því í fyrra að nú eru Liverpoolleikmenn í öllum þessum efstu liðum, sem eitt og sér sýnir okkur að ástandið hjá klúbbnum sé töluvert betra.

Sterkustu leikmennirnir

Þegar hér er komið við sögu er ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða leikmenn það eru sem skorað hafa best í leiknum þessar fyrstu 10 umferðir. Þeir útreikningar byggja á stoðsendingum, mörkum, prúðmennsku, því að halda hreinu, fjölda leikmínútna og svo bónusstigum fyrir frammistöðu.

Draumalið Fantasy PL-leiksins í dag er:

Vorm (SWA)

R.Taylor (NEW) – S.Taylor (NEW)- Terry (CHE)/p>

Silva(MNC)-Vaart(TOT)-Lampard(CHE)-Larsson(SUN)

Van Persie (ARS) – Aguero (MNC) – Rooney (MNU)

Segja má að töluvert sé um óvænt nöfn þarna, markvörður Swansea hefði nú seint talist líklegur til afreka fyrir mót, tveir varnarmenn frá Newcastle og Larsson á kantinum. Mér finnst þó segja svolítið um þennan leik að Terry og Lampard séu í þessu liði. Seint myndu þeir nú hafa talist ná að leika mjög vel í vetur, en það að skora mörk og leggja upp skiptir jú mestu máli sýnist manni.

Robin Van Persie er stigahæstur leikmanna í leiknum í dag, með 73 stig.

Ef við skoðum leikmenn Liverpool þá eru þessir fimm hæstir í stigagjöfinni:

1.sæti Luis Suarez – 45 stig
2.sæti Charlie Adam – 44 stig
3.sæti José Enrique – 40 stig
4.sæti Pepe Reina – 38 stig
5.sæti Andy Carroll – 27 stig
5.sæti Jordan Henderson – 27 stig

Kop – pennar

Svo eru það mannvitsbrekkurnar á síðunni okkar allra!

Meiri keppni virðist nú ríkja í leiknum en stundum áður, það sjá þeir sem lesa tvítin okkar félaganna núna í vetur. Þar var tilkynnt um breytingu á toppsætinu í gær auk þess sem töluvert heyrðist af einum (lesist Steini) sem taldi sig vera kominn í gang og búinn að vinna sig úr botnsætinu. Sá hins vegar gleymdi því að einn leikur var eftir í umferðinni og þar náði ákveðinn Demba Ba að setja nokkur stig fyrir sína þjálfara og sendi þar með umræddan spilara (lesist aftur Steini) á botninn.

En eftir 9 vikna setu í efsta sæti leiksins lenti Södermalm United undir stjórn Einars Arnar í erfiðri leikviku og það nýtti gammurinn Kristján Atli sér og kom sínu liði á toppinn, um sinn allavega. En það er ansi stutt á milli sæta og ljóst að samkeppni í pennahópnum er mikil þessa stundina. Kíkjum á:

1.sæti Kristján Atli FC – KAR – 466 stig
2.sæti Södermalm United – Einar Örn – 458 stig
3.sæti Babu – Babu – 454 stig
4.sæti Sandur FC – Maggi – 442 stig
5.sæti Pass&Move – SSteinn – 430 stig

Við verðum nú þó seint kallaðir sigurstranglegir í heildarleiknum, árangur Kristjáns Atla skilar honum í sæti nr. 200 í Kop.is-deildinni…

En eins og alltaf þá teljum við okkur eiga töluvert inni!!!

6 Comments

  1. Þess ber að geta enn og aftur að sökum klíkuskapar, þá sáu hinir pennarnir til þess að ég náði ekki að skrá lið mitt til leiks í fyrstu umferð og hafa þeir því allir heila umferð í forskot.  Sé tekið meðaltal yfir skor mitt úr þessum 9 umferðum og bætt við fyrir þessa einu auka umferð, þá er morgunljóst að ég væri þar efstur með 478 stig.  Njóið á meðan þið getið…

  2. Láttu þá heyra það, Steini. Ég og mínir sveitungar höldum með þér. 
    Kristján Atli mun tapa þessari keppni. 

  3. Djöfull er sætt að sjá United mann á toppnum þarna
     

Opinn þráður á mánudegi

Kop.is Podcast #8