Alveg kominn tími á að flytja leikskýrslu vonbrigða gærdagsins neðar.
Í fréttum er svosem lítið nýtt. Landsleikjahlé framundan og lungi leikmannahópsins búinn að kveðja Liverpoolborg í bili.
Dalglish og Downing báðir búnir að kvitta undir það að síðasti leikur hafi verið slakur og menn ætli sér að taka á þeirri frammistöðu í næstu leikjum.
Að öðru leyti held ég að best sé að leyfa þeim sem hafa meira vit á þessu en við fimm, labba um í raunveruleikanum í stað stjarnanna og eru meiri stuðningsmenn félagsins en pennarnir á þessari síðu að stjórna þessum þræði.
Gjörið svo vel…
Eftir leiðindi gærdagsins er rétt að benda á það að janúar er handan við hornið og liðið verður eflaust styrkt með einum eða tveimur mönnum, vonandi einhverjum ungum og spennandi. ég er ekki að vonast eftir einhverju risa nafni, er ekki vissum að ég vilji sjá þannig mann, frekar einhvern ungan sem er tiltölulega óþekktur en mun eiga góðar rispur og ýta kannski aðeins undir hjá þeim sem eru áskrifendur að sætum sínum í byrjunarliðinu, að gera betur.
Lumar einginn á jákvæðum fréttum eða einhverju spennandi slúðri?
“Að öðru leyti held ég að best sé að leyfa þeim sem hafa meira vit á þessu en við fimm, labba um í raunveruleikanum í stað stjarnanna og eru meiri stuðningsmenn félagsins en pennarnir á þessari síðu að stjórna þessum þræði.”
Voðaleg fórnarlömb getið þið verið. =)
Annars bíð ég spenntur eftir janúar-glugganum, vonandi kaupir KD/DC hægri kantara þar sem Henderson er ekki alveg að skila þeirri stöðu nægilega vel. Öll kaupin þeirra fyrir utan Suarez og Coates hafa einungis verið frá Enskum liðum. Vonandi líta þeir félagar út fyrir landssteinana.
“Að öðru leyti held ég að best sé að leyfa þeim sem hafa meira vit á þessu en við fimm, labba um í raunveruleikanum í stað stjarnanna og eru meiri stuðningsmenn félagsins en pennarnir á þessari síðu að stjórna þessum þræði.”
Ég fatta þetta nú ekki alveg? Svakalega eru þið alltaf mikil fórnalömb. Ég skoðaði þessa síðu fyrst fyrir nokkrum mánuðum og það er alltaf stanslaus þrá til þess að hafa rétt fyrir sér og skjóta niður þá sem eru ósammála. Síðan sjálf er vel uppsett, greinarnar eru oftast góðar og allavega rökstuddar þó að maður sé ekki alltaf sammála en mér finnst ég vera endalaust að lesa eintómar hótanir um hitt og þetta frá stjórnendunum. Alveg magnað. Þetta er svolítið klíku fílingur í þessu öllusaman.
Þið ættuð nú aðeins að chilla meira og leyfa fólk að tjá sig svo lengi sem það hefur rök fyrir því.
Swansea-Norwich-QPR-Wigan-WBA-Wolves eru dæmi um lið sem LFC ætti að slátra á “any given day” Nei..sýnd veiði en ekki gefin. Lágmarkskrafa er að slátra þessum liðum á Anfield. SLÁTRA sagði ég. Leikmenn LFC eiga að koma inn á völlinn með það viðhorf að þeir séu ósigrandi á heimavelli og sýna af hverju. Grimmdina vantar alveg. Þeir sem ekki sýna hana með því að hlaupa úr sér lungun,slást um alla bolta, gefa af sér í hverjum leik, þeir einfaldlega eiga að fara.
Það er of mikið lagt upp með leikskipulag,fram og aftur,þetta lið spilar svona og svona, í stað þess að spá í andlegu hliðina eða réttara sagt stoltið. Þetta er því miður orðið dáldið þannig að þessir menn eru bara í vinnunni og fá greitt
sama hvernig úrslit leikja fara eða hvort liðið nær árangri eða ekki. Það eitt að komast í ,,stórlið” er hálfur sigur fyrir
þessa gutta því þá eru þeir komnir með feita samninga. Ég legg til að taka upp það skipulag að leikmenn fái einungis
greitt svokölluð ,,grunnlaun” tapist leikir. Lítill vandi er að búa til launakerfi sem skilar háum tekjum til leikmanna náist
árangur. Þá þurfa þessir pungar að fara að hlaupa. Það er líklegast til árangurs að tengja hag leikmanna við gengi
liðsins á vellinum. Eins og þetta er í dag þá eru alltof margir sem ekki standa undir því sem þeir fá greitt. Því miður.
Hef fylgst með þessari síðu ansi lengi… og sé ekki að stjórnendur hennar hafa gert neitt annað en að hafa trú á liðinu og taka hlutunum með ákveðnu æðruleysi. Þeir koma ekki og öskra og gagnrýna og heimta að einhver verði afhausaður einsog alltof margir sem tjá sig í ummælakerfinu…
Ekki get ég heldur séð að þetta sé einhver keppni um að hafa rétt fyrir sér… enda koma lítið af fullyrðingum um einstaka leikmenn frá þeim… Þetta eru bara sannir stuðningsmenn sem ætla að styðja leikmannin og hafa trú á liðinu.
En hér hefur engin bannað neinum að gagnrýna eða tjá sig… mönnum leiðist bara þessar upphróparnir… Til hvers þarf að afskrifa leikmenn og væla svona heiftarlega yfir lélegum úrslitum… og stóra spurningin er HVAÐ ÆTLAST MENN TIL? (afsakið caps)
Ég er allavegana í þeim hópi að ég reyni að taka þessu með ákveðnu æðruleysi… Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast á æfingasvæðinu og það er engu sem ég get breytt þó ég öskri á internetinu eftir lélegan leik… Eina sem ég ætlast til er að Liverpool leiki alltaf til sigurs og berjist allan leikinn…það fannst mér hinsvegar vanta um helgina… Já og ég hef ákveðnar skoðanir á því hvernig mér finnst að Dalglish hefði átt að bregðast við með skiptingum og ég ræði það við mína félaga… jú og hugsanlega tjái ég mig hér… og þarf ekki einu sinni tölfræði til þess að bakka upp skoðun mína… En ég kem ekki með þessa endalausu neikvæðni og ætlast síðan til að fá það viðurkennt að hafa haft rétt fyrir mér og níða aðra í leiðinni. (hoddij?)
Engin hótun þarna vinir mínir og engin fórnarlömb. Svo er ekki ástæða til að nota orðið “þið”. Ég skrifaði þennan opna þráð og er því í eintölu. Annars var nú síðasta efnisgreinin bara aukahlutis sem fólk verður þá bara að pirra sig á.
En ég held bara að það sé fínt tækifæri núna fyrir þá sem vilja búa til sína umræðu undir opnum þræði að gera það og blanda ekki leik gærdagsins í hana. Það eru opnar umræður á þessari síðu.
ég held að það séu fáir eins raunsæir stuðningsmenn Liverpool eins og ég er … neikvæðni er því miður það sem það er að vera raunsær stuðningsmaður liðsins í dag, gæfi mikið fyrir það að hlutirnir væru ekki þannig. en ég er ekki að níðast á mönnum, einfaldlega að “skamma” þá fyrir að hafa varið ákveðna leikmenn og hraunað á menn fyrir að hafa gagnrýnt þá, leikmenn sem hafa bara ekki það sem til þarf til að spila fyrir þetta lið. eitthvað sem flestir stuðningsmenn annara liða hafa séð og brosa yfir margir hverjir
Eru kaupin á Andy Carroll ekki bara verstu kaup í sögu Liverpool miðað við fjárhæð og getu ?
Eflaust er hægt að flokka kaupin á Andy Carroll sem verstu kaup Liverpool þegar gefnar eru ákveðnar forsendur…
En hvað hefðu menn sagt í Janúarglugganum ef við hefðum engan keypt?
…og hvað höfðu menn eins og Pepe Reina hugsað?…
Fyrir mér snérist þetta um að nýir eigendur sýndu ákveðinn vilja… og upphæðin skipti ekki öllu máli enda var hún að fremstu í höndum Newcastles og Chelsea… Liverpool er er bara ekkert verra félag þrátt fyrir þessi kaup.
Ég skal leiðrétta það sem ég skrifaði: Þú, ekki þið. Biðst afsökunar á að hafa alhæft yfir ykkur alla.
Einsog stendur, þá er Andy Carroll líklega lélegustu kaup í sögu Liverpool. Ég vorkenni honum samt að þurfa standa undir þessum verðmiða. Hann var klárlega algjör panic kaup. Við þurftum hann samt sem áður ekki þar sem hann var meiddur meirihluta síðasta leiktímabils og var meiddur þegar við keyptum hann. Hefðum alveg eins geta beðið með þessi kaup til sumars. Margir segja að við verðum að bíða í 2-3 ár eftir að Carroll og Henderson verði góður, afhverju vorum við að kaupa þá? Afhverju ekki frekar að kaupa full stálpaða leikmenn til að koma okkur í toppbaráttuna. Að mínu mati er forgangsröðunin ekki alveg að gera sig.
Í næsta leik, vill ég sjá Maxi og Bellamy á kostnað Henderson og Downing. Einnig vil ég sjá Kelly koma inn fyrir Glen Johnson.
Birkir: Liðið er kannski ekki verra, en það hefði klárlega geta verið betra. En hvað veit maður, maður er bara sófadýr =)
hoddij (#7) segir:
Neikvæðni er ekki raunsæi. Jákvæðni er ekki raunsæi. Raunsæi er raunsæi. Það er núllpunkturinn. Jákvæðni er +1 og þar fyrir ofan, neikvæðni er -1 og þar fyrir neðan. Raunsæi er núllið. Þú ert ekkert raunsærri en aðrir bara af því að þú ert neikvæðari en aðrir. Þú ert bara raunsær ef þú sérð hlutina eins og þeir eru, ekki ef þú sérð hlutina í neikvæðu ljósi.
Höddi, ég stofnaði þessa síðu fyrir rúmum sjö árum ásamt Einari Erni. Auk þess að skrifa á hana hef ég lesið alla pistla eftir Einar Örn frá stofnun og handvalið sjálfur, ásamt Einari, alla hina sem skrifa á þessa síðu. Það fer í taugarnar á mér þegar við pennar Kop.is erum felldir undir sama hatt og kallaðir já-menn af því að við vogum okkur að taka ekki undir takmarkalausa neikvæðni á síðunni.
Ekki misskilja mig – stundum á neikvæðni klárlega rétt hjá sér. Þú sérð það sjálfur að ég lét Dalglish og liðið heyra það í leikskýrslunni í gær. Stundum er maður ánægður með liðið og stundum ósáttur, en alltaf raunsær. Ég get hins vegar vottað það að ég og strákarnir sem skrifum hér inn stundum það ekki að „hrauna yfir“ þá sem gagnrýna ákveðna leikmenn.
Það er munur á að vera ósammála matri sumra á ákveðnum leikmönnum og því að hrauna yfir þá sem eru ósammála manni. T.d. þegar Lucas Leiva er gagnrýndur, leikmaður sem við pennarnir fimm erum sammála um að sé vanmetinn og hafi fengið of harða gagnrýni undanfarin ár, þá kannski komum við hér inn og rökræðum málið eða lýsum því yfir að við séum ósammála. Það er allt í lagi að gera það. Við megum vera ósammála án þess að vera stimplaðir já-menn eða Pollýönnur. En það er alltaf ákveðinn hópur spjallara – og hingað til hefur mér sýnst þú vera í þeim hópi – sem stimplar okkur alla fimm strax sem óraunsæja já-menn af því að við erum ekki alltaf sammála niðurrifi sumra leikmanna.
Og svo er það hunsað þegar við gagnrýnum leikmenn þess á milli. Við erum ekki til í að rakka Lucas niður (eða Kuyt, eða Carroll, eða hver sem það er) og þá erum við bara já-menn. Skiptir engu þótt við gagnrýnum aðra leikmenn, við erum bara já-menn af því að við viljum ekki gagnrýna alla sem eru nefndir á síðunni.
Það pirrar. Það er bara svoleiðis.
Nú eru liðnar ellefu umferðir í deildinni. Okkar menn hafa tapað tveimur á útivelli og unnið aðra þrjá þar – viðunandi árangur, rétt svo, á þessum tímum óstöðugleika. Samt létum við ákveðna leikmenn hafa það óþvegið eftir töpin gegn Stoke og Tottenham. Á heimavelli hefur liðið gert fjögur jafntefli – óviðunandi, hvernig sem stendur á. Þar voru menn ekki mikið að blammera eftir United-jafnteflið og Einar Örn (einn okkar, ekki allir) skrifaði pistil um óheppni eftir Norwich-leikinn. Að öðru leyti höfum við gagnrýnt leikmenn og Dalglish eftir þessa jafnteflisleiki. Þetta er samt allt hunsað og við kallaðir já-menn, af því að sumir okkar eru kannski ekki alveg reiðubúnir að afskrifa Downing eða Carroll eða Adam strax eins og sumir vilja gera.
Allavega, þetta er orðið allt of langt svar hjá mér. Við verðum stundum að vera sammála um að vera ósammála, en þú getur alveg verið ósammála öðrum hér inni án þess að fara að búa til ásakanir eða tala niður til okkar eins og við séum með hausinn fastan í rassgatinu, fyrir það eitt að vera ekki jafn neikvæðir og þú.
Þú mátt vera eins ósammála okkur og þú vilt á þessari síðu, eins lengi og þú brýtur ekki reglurnar og sýnir virðingu. Með virðingu á ég við að þú gerir okkur ekki upp skoðanir og ljúgir ekki upp á okkur, til dæmis.
Vonandi verða umræðurnar áfram líflegar, og vonandi getum við fljótlega farið að vera ósammála um ástæður sigurhrinu, ekki ástæður jafnteflishrinu. 🙂
Hoddij…
Sjálfur held ég að sumir stuðningsmenn liðsins þurfi að stíga niður af þeim háa palli sem þeir setja liðið sitt á… stíga til jarðar, í raunveruleikann…
Liverpool er í uppbyggingu og er ekki að keppa um úrvalsdeildartitilinn á þessari leiktíð… Markmiðið er sett á Meistaradeildarsæti og með því hugarfari að byggja til framtíðar.
Liverpool er ekki í þeim klassa að geta fengið hvaða leikmann sem er… og það er eflaust ekki einfalt né endilega vilji til að kaupa stórstjörnur og rugla mikið í launastrúktúrnum… sérstaklega þar sem það er aldrei gefið hvernig menn munu standa sig.
Ég upplifi sjálfan mig þeim megin við línuna sem stuðningsmaður að ég STYÐ liðið en gagnrýni líka… svo upplifi ég marga aðra sem eru alltof uppteknir af því að rífa niður og gagnrýna…
Ég gef líka algjört frat í hvað stuðningsmönnum annarra liða finnst um Liverpool og þeirra leikmenn… Verði þeim að góðu… þeir mega benda og hlægja ef það kætir þá.
Sælir félagar
Eg vil byrja á að þakka fyrir að opna nýjan þráð til að færa úrslit gærdagsins neðar og úr byrjunaraugsýn síðurnnar. Þá sker ekki lengur í augun þegar maður kemur hér inn á bestu fótboltasíðu í öllu universinu.
Mér finnst ómaklega vegið að síðuhöldurum í þræðinum á undan og ég hefi aldrei orðið fyrir ritskoðun né útilokun á þessarri síðu. Hefi ég þó (sérstaklega á Benitez tímanum) tekið æði stórt upp í mig og ekki alltaf verið málefnalegur. Hins vegar hafa síðuhaldarar rétt til þess að verja hendur sínar – ekki sízt ef á þá eru bornar sakir sem í besta falli eru hæpnar og í versta falli ósannar.
Hvað leikinn í gær varðar var niðurstaða hans óásættanleg. Það held ég að allir séu sammála um. Enda man ég ekki eftir að nokkur maður hafi varið hana sem slíka. Hitt hafa ýmsir gert, og það að gefnu tilefni, að benda mönnum á að anda með nefinu. Leiktíðin er ekki runnin að einum þriðja ennþá og spyrjum að leikslokum.
Sjálfur var ég alveg brjálaður efit leikinn. Ég er sammála þeim sem segir að í leikjum á Anfield eiga leikmenn Liverpool að koma inn á völlinn bókstaflega froðufellandi með það í eitt huga að gefa allt sem þeir eiga á þeim velli. Þeir sem gera það ekki eiga ekki skilið að bera rauða búningin á herðum sér. “Þeim væri sæmra að sitja heima og stanga úr tönnum sér rassgarnarenda merarinnar sem þeir átu í gær”.
Leikmenn og stjóri gera mistök og ekkert fær því breytt. Það er sama hvaða menn eða lið það eru. En að tapa 8 stigum á Anfield eftir 11 umferðir eru ekki mistök. Það er skandall og skiptir þá ekki máli við hvað lið er að eiga á þessum tíma. Það er hvorki liði né stjóra sæmandi. Því eiga þeir aðilar alla gagnrýni skilda. Stuðningmenn eiga rétt á að ausa sér yfir liðið þegar það gerir ekki betur en í gær á sínum (okkar) eigin heimavelli. Og það ekki fyrsta- ekki í annað og ekki einusinni í þriðja heldur fjórða sinn. Frammistaða sem er til skammar og því fær ekkert breytt að heldur.
Félagar verum brjálaðir eftir svona leiki – ausum úr skálum reiði okkar, tæmum brunn vonskunnar en verum samt ekki með skítkast út í þá sem ekki voru í liðinu né í teyminu sem stjórnar því. Höldum okkur við að skammast út í þá sem eiga það skilið en berumst ekki á banaspjót hvers annars. A morgun kemur nýr dagur og munum að eftir storminn, hretið, óveðrið mun sólin skína á ný. Þá verður bjart á Anfield og í hugum okkar allra.
Það er nú þannig.
YNWA
Já , ég hélt ekki að ég væri að ljúga uppá ykkur neinu í hinni færslunni sem ég commentaði á. Auðvitað er hverjum frjálst að hafa sína skoðun, mér hefur oft fundist það að menn hafa fengið að heyra það fyrir að gagnrýna leikmenn liðsins, og miðað við mörg comment hérna þá eru fleiri en ég um þá skoðun. Að sjálfsögðu er það einföldun að fella ykkur alla undir sama hatt, enda 5 einstaklingar, ekki líklegt að þið hafið allir sömu skoðun á eins umfangsmiklum hlut eins og fótbolti er .
Eins hljóta menn að skilja þegar að hlutirnir eru að ganga eins og þeir hafa verið að ganga, haldandi með þessum risa enska boltans, að það verða ekki allir kátir þegar að það er reynt að benda á jákvæðar hliðar í úrslitum sem eiga ekki að vera ásættanleg. Þótt þetta sé “work in progress” þá í mínum augum er þolinmæði lúxus sem við getum varla leyft okkur, án þess að ná þessu béskotans 4 sæti, þá eru leikmennirnir sem standa okkur til boða ekkert mörgum klössum fyrir ofan þá sem við höfum í dag. Þannig myndi þessi vítahringur halda áfram og við dragast enn lengra frá topp klúbbunum, og þessi langþráði titill verða að litlum punkti við sjóndeildarhringinn.
Ég er samt ekki einn af þeim sem hef ekki trú á King Kenny, og ég hef trú á bæði Henderson og Carroll, enda er fáránlegt að afskrifa þetta unga leikmenn. En hvort við hefðum átt að eyða þessum upphæðum í framtíðarleikmenn á þessum tímapunkti er stórt spurningarmerki. Allir vonumst við samt til þess að allt fari að ganga upp, og ég vonast til þess að allir leikmenn liðsins, þeir sem ég hef gagnrýnt jafnt sem aðrir fari að spila besta fótboltann á ferlinum, er það raunhæft ? Líklega ekki, en ég vonast til þess alveg eins mikið og þeir sem hafa varið leikmennina í von um að þeir sýni afhverju þeir voru keyptir
Mæli virkilega með því að menn lesi þessa grein hér: http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/978528/norman-hubbard:-counting-the-cost-at-liverpool?cc=5739
Klárlega eiga þessi kaup Liverpool að vera að skila meiru til en nettó niðurstaðan samkvæmt þessari grein er að Liverpool sé ekki langt frá því að vera búið að fá peninga sinna virði. Það er líka full snemmt að afskrifa nýja menn eftir 11 leiki þó ég skilji vel að menn sé ekki alveg sáttir. En hins vegar er líka alveg augljóst að það vantar ennþá smá uppá þennan leikmannahóp til þess að alvöru árangur náist. Hins vegar er ekki spurning að liðið er með mun sterkari hóp en það var með fyrir ári síðan þannig ég sé ekki ástæðu til að fara á taugum yfir núverandi stöðu. Sérstaklega þar sem peningar eru til staðar til frekari leikmannakaupa, 1 toppklassa leikmaður í janúar væri ekki leiðinlegt 🙂
Langar að benda á að með því að halda hreinu í leiknum gegn Swansea náði Pepe Reina þeim merka áfanga að vera búinn að halda hreinu í 150 leikjum.
Komst hann þar með í félagskap ekki ómerkari einstaklinga í sögu Liverpool en Ray Clemence and Bruce Grobbelaar.
Reina náði 150 clean sheets í 323 leikjum.
Clemence í 305 leikjum
Grobbelar í 333 leikjum
Ef að þetta er ekki eitthvað til að gleðjast yfir………………..
Það vantar ekki færin í leikjunum sem Liverpool hafur verið að spila.. fint spil.. siðustu sendingarnar ekki alveg að skila sér, Færin skapast samt í leikjunum Suarez hefur verið frábær,, hrein unum að horfa á hann en honum vantar heimsklassa skorara.. eins og Hiquain, til dæmis.. Carrol er eiginlega ekki alveg að passa i þetta um þessar mundir,, kannske of mikil pressa á honum.. Januar..gluggi,, klassa skorara og kantmann. er skotmarkið…
Það er bara einn svalur poolari
Stærsta vandamálið á laugardaginn var að það var enginn til að taka af skarið og keyra liðið áfram…enda vantaði báða foringjana okkar þá Gerrard og Carra. Þetta var svolítið höfuðlaus her þarna inná.
En ég ætla ekki að afskrifa neitt ennþá þrátt fyrir vond úrslit. Ég er mjög ánægður með viðbrögð King Kenny. Hann sættir sig ekki við svona frammistöðu og ég hef trú á að hann og hans gengi muni laga það sem þarf að laga.
Hún verður oft svolítið skrýtin umræðan hérna. Fyrir leiki keppast menn við að spá þrjú og fjögur núll sigrum og þegar liðið tapar stigum þá tjúnast allt upp og kommentin verða einnar setningar upphrópanir og yfirdrull hjá fjölda manna. Sennilega er þetta fylgifiskur fótboltans því stuðningsmenn eru rétt eins og eigendur og stjórnarmenn félaganna, misþolinmóðir, misæstir og misrökfastir. Margir vilja að hlutirnir gerist hratt og örugglega og gera ekki ráð fyrir því að í raunverulegum fótbolta ganga hlutirnir ekki alltaf upp og þeir taka óratíma. Maður kippir ekkert færanýtingu í liðinn með því að hafa liðið á brjáluðum skotæfingum í heila viku.
Eins og bent er á í skýrslunni eftir Swansea leikinn þá er liðið enn frekar óstöðugt sem kemur til fyrst og fremst vegna þess að Enrique, Adam, Downing, Henderson, Suarez og Carroll, 6 af 11 byrjunarliðsmönnum hafa spilað innan við 20 leiki með liðinu. Suarez er yfirburðamaður í þessum hópi enda spilaði hann hvað mest með liðinu eftir að hann kom í lok janúar. Það þarf mun meiri tíma fyrir leikmenn að spila sig saman en það. Vörnin hefur í síðustu leikjum verið nokkuð góð, enda er hún að mestu óbreytt, leikmenn hafa ekki þurft að læra upp á nýtt á nýja samherja.
Sóknarleikurinn hefur fyrir mína parta verið furðu góður miðað við það að allir nema Lucas eru nýir. Dirk Kuyt er hinn leikmaðurinn sem er ekki nýr og hann er töluvert á bekknum á þessu tímabili. Henderson er að spila út úr stöðu og svo hefur liðið verið með skelfilega færanýtingu. Það er í sjálfu sér ótrúlegt hversu mikið af færum liðið hefur skapað miðað við allt þetta. Og að halda því fram að liðið sé andlaust þegar það spilar fyrir framan 43000 manns á Anfield er fjarstæða. Það kann að virðast svo í sjónvarpinu en menn hlaupa eins og skepnur, 10-12 kílómetra, fórna sér í tæklingar og reyna eftir fremsta megni að finna samherja. Það eru mjög mikil gæði í liðinu þótt það virðist ekki vera eftir svona leik eins og í gær þar sem einfaldlega of margir leikmenn áttu slæman dag.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá finnst mér þetta rökrétt staða sem við erum í núna. Í klúbbnum eru greinilega langtíma og skammtímamarkmið, skammtímamarkmiðið fyrir þetta tímabil er að komast í meistaradeildina og helst að vinna aðra hvora bikarkeppnina. Langtímamarkmiðið er að vinna ensku deildina en ég reikna með því að liðið verði 3-4 ár hið minnsta að því. Þessvegna tel ég að þessi fjöldi tiltölulegra ungra leikmanna hafi verið keyptur, til að vera einmitt að toppa þegar liðið verður í titilbaráttu. En jafnframt eiga þeir að vera nógu sterkir núna til að skila okkur fjórða sætinu. Ef við skoðum hópinn eftir 4 ár, þá verður Suarez 28 ára, Carroll og Henderson 25 ára, Adam 30 ára, Reina 32 ára, Agger 29, Skrtel 31, Coates 24, Johnson 27, Downing 31, Enrique 29, Lucas 28 og svo framvegis. Þeir sem verða hættir fyrir aldurssakir verða Carragher, Maxi, Bellamy, Gerrard og Kuyt. Með sterkum viðbótum í þennan hóp verður liðið ansi sigurstranglegt. Þessvegna fá Bellamy og Maxi lítið að spila, þeir eru ekki hugsaðir sem lykilmenn til langs tíma.
“ég held að það séu fáir eins raunsæir stuðningsmenn Liverpool eins og ég er” segir hoddij. Það er ansi stórt upp í sig tekið svo ekki sé meira sagt. Ef þú ert svona raunsær, af hverju gefurðu liðinu þá ekki þann tíma sem það tekur að spila sig saman?
Verð að vera sammála Úlfi hérna nr. 3. Það hefur verið mikil tilhneiging á þessu spjallborði að taka allri gagnrýni á leikmenn og stjórnendur sem svartstýnisröfli og neikvæðni. Það sama virtist ekki upp á teningnum fyrir ári síðan þegar Roy nokkur Hodgson fékk heldur betur að finna fyrir tevatninu, m.a. frá mér, og ekki var það mikið gagnrýnt ef ég man rétt, heldur þvert á móti.
Núna 100 milljón pundum seinna, má maður einfaldlega ekkert segja, því “in king Kenny we trust”. Ekki misskilja mig, ég elska Dalglish, maðurinn er goðsögn og mun alltaf eiga sess í mínu stóra Liverpool-hjarta.
En ég er kröfuharður, og Liverpool aðdáendur eiga að krefjast þess besta! Ef við gerum það ekki, þá smám saman förum við að venjast því að vera bara miðlungslið og kröfur um titla munu með tímanum breytast í kröfur um Evrópusæti. Guð forði okkur frá slíku metnaðarleysi. Og í guðanna bænum hættið með þessa afsökun að liðið “sé í uppbyggingu”. Livepool-liðið er búið að vera í “uppbyggingu” síðan að Benítez byrjaði með liðið.
Það sem maður bölvar sölunni á Meireles á dögum eins og í gær. En þrátt fyrir að stigafjöldinn sé óásættanlegur, þá er að mínu mati aðeins hægt að segja um gærdaginn og Spursleikinn að þar eigi andstæðingur okkar skilið meira en 0 stig frá viðureigninni. Það er mesta framförin sem ég sé á milli ára.
Vandamálið er augljóslega það að við skorum allt of lítið. Slæmu tímabilin okkar í fyrra og hitt í fyrra, þá vorum við að skora 1,55 (fyrra) og 1,61 mark að meðaltali í leik. Núna þrátt fyrir oft á tíðum flotta spilamennsku erum við komnir með 1,27 mörk að meðaltali í leik. City eru með 3,55 🙂 og United með 2 mörk fyrir hvert mark hjá okkur.
Geti Dalglish ekki komið markaskoruninni í lag á næstu 2 mánuðum með núverandi mannskap er nokkuð ljóst að hann mun versla í janúar.
Með Lucas og Adam á miðju í 4-4-2 er ekki alveg að gera sig þar sem að hvorugur er nógu góður að taka á skarið sóknarlega og brjóta upp varnir með hlaup án bolta,þurfum að fá annan Gerrard eða breita kerfinu í 5 manna miðju.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2058304/Daniel-Agger-Liverpools-headless-chickens-forget-Champions-League-carry-like-this.html#ixzz1cyAO09fB
Dagger er með þetta.
#20 ,,Og í guðanna bænum hættið með þessa afsökun að liðið “sé í uppbyggingu”. Livepool-liðið er búið að vera í “uppbyggingu” síðan að Benítez byrjaði með liðið”
Hvað meinaru ? Hefur þú ekki verið að fylgjast með því sem hefur verið að gerast eftir að Benítez var rekinn? Liðið varð næstum því gjaldþrota og var til að mynda skipað 6 leikmönnum af 11 í gær sem hafa verið hjá félaginu í minna en ár. Á síðustu árum hafa stór nöfn yfirgefið félagið og því þurft að fylla upp í þau skörð og hefur það tekist misjafnlega vel upp, þannig að auðvitað er hellings uppbyggingingarstarf í gangi.
Adal vandamal LFC er vanmat a svokølludum minni lidum…Og thad vandamal liggur hja stjoranum…KK verdur ad vidurkenna fyrir ser og ødrum ad LFC er ekki topplid lengur…Og nalgast alla leiki med thad i huga….Gud blessi enska boltann , Messi og C.Ronaldo…
Ég verð nú að segja að mér finnst stjórnendur/pistlahöfundar þessarar síður vera í mörgum tilfellum fórnarlömb. Þegar ekki gengur allt í haginn þá virðist oft vera eins og það sé þeim að kenna, af því að þeir kusu að líta á glasið hálf fullt frekar en hálf tómt, sbr.Meireles söluna.
Þó vissulega hefði verið betra hafa hann heldur en ekki þá er hann ekki að gera neinar rósir á sínum nýja vinnustað.
@Úlfur.Fyrir mitt leyti þá finnst mér einstaklingar hérna inni vera að tjá sig hægri vinstri með mjög misjafnar skoðanir, sem fá í 99% tilfellum að standa óhreyfðar. En svo ef pistlahöfunar síðunnar eru á öndverðu meiði þá er þeir skotnir í kaf. Allir þeir sem kommenta hér telja sína skoðun vera rétta og að þeir hafi rétt fyrir sér í það skiptið, rétt eins og ég með mínu kommenti og þú með þínu. Ég get ekki séð að þrá þeirra sem hér stjórna sé eitthvað meiri en hver annars.
Bill Shankly : “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”
Þetta quote virðist fara sem eldur um netheima núna, og menn eru ekki 100% vissir um að Shankly hafa sagt þetta. En mér finnst þetta skemmtilegt í og viðeigandi. Vonandi girða leikmennirnir sig í brók og spila betur næst.
Verulega skemmtilegt innlegg hjá einum þriggja Íslendinga sem hafa unnið fyrir Liverpool FC og hefur það klárlega umfram okkur öll…
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=117117
Capello búinn að velja enska landsliðshópinn. Valdi Glen Johnson í stað Micah Richards. En valdi ekki Carroll og valdi t.a.m. Zamora í staðinn. Er mjög sáttur við það. Carroll á ekki skilið að vera í hópnum og svo er það óþarfa pressa á hann. Hefði sjálfur viljað að Johnson hefði ekki verið valinn. Annars eru framherjarnir hjá Englandi alls ekki þeir hæfileikaríkustu þegar Rooney vantar.
Downing er svo einnig í hópnum. Vonandi fær hann tækifæri. Hann hefur ekki ennþá náð stoðsendingu í deildinni né hefur hann skorað deildarmark. Ótrúlega slakt það.
Ágætt að fá opinn þráð eftir lélegan leik um helgina. Mér finnst að stjórnendur síðunnar megi ekki vera of viðkvæmir fyrir þessari umræðu. Ég sagði í kommenti um Swansea leikinn að þrátt fyrir Pollý-Önnu pistla á þessari síðu væri liðið að spila illa. Ég vil samt taka sérstaklega fram að ég ber virðingu fyrir ykkur sem haldið úti síðunni og ég kem hingað inn daglega. Mér finnst samt eins og þið hafið tekið ákvörðun um að sinna sálgæslu fyrir stuðningsmenn þegar illa gengur og það hefur farið í taugarnar á mér. Kannski er ég bara að misskilja ykkur en þetta er tilfinningin. En nóg um það.
Mér finnst Ívar Örn #19 vera alveg með þetta. Það er plan í gangi á Anfield, komast í meistaradeild þetta árið með leikmönnum sem kunna á ensku deildina. Þess vegna voru kaupin í sumar eins og þau voru. Einnig erfiðara að draga útlenda leikmenn að klúbbi sem spilar ekki í evrópu.
En það er tvennt sem mér finnst hafa klikkað.
Í fyrsta lagi hafa kaup á leikmönnum í sumar ekki gengið upp. Adam er held ég búinn að byrja inn á í öllum deildarleikjunum og hann hefur kannski átt tvo góða (ágæta) leiki. Annars hefur hann alls ekki verið að standa sig. Þetta er leikmaður með reynslu úr deildinni. En hann var ekki nógu góður fyrir Rangers í Skotlandi og því miður held ég að hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Henderson er kannski efnilegur, hann er reyndar orðinn 21 árs og margir á þeim aldri hafa þegar slegið í gegn. En við máttum ekki við því sl. sumar að setja 20 milljónir punda í efnilegan leikmann. Kannski eftir 2-3 ár en ekki í sumar. Downing fór vel af stað en hefur dalað og ég held að hann hefði gott af því að víkja fyrir Bellamy í 1-2 leiki. Enrique hefur staðið sig mjög vel og ég held að Coates verði góður. Bellamy hefur lítið fengið að spila en staðið sig vel þegar hann hefur fengið mínútur.
Í heild hafa sumarkaupin styrkt okkur of lítið. Þegar síðan er horft til þess að Meireles var seldur, Aqua lánaður og Maxi settur í frysti þá auðvitað velta menn fyrir sér hvort mistök hafi verið gerð. Ég er a.m.k. þeirrar skoðunar að með Meireles og Maxi hefði sóknarleikur okkar verið beittari.
Miðjan er vandamál liðsins. Mér finnst varnarlínan vera góð. Reina er besti markmaður í heimi, Johnson og Enrique flott bakvarðarpar bæði sóknar- og varnarlega og miðvarðarstöðurnar vel mannaðar. Sóknarlega erum við mjög sterkir með Suarez og ég hef enn trú á að Carrol eigi eftir að blómstra. En það er miðjan sem er veikleikinn bæði sóknar- og varnarlega. Og þá kem ég að hinu atriðinu sem mér finnst hafa klikkað í vetur en það er uppstillingin á liðinu.
Ég tel að þetta 4-4-2 kerfi sem Kóngurinn er að þráast við að spila sé alls ekki að virka. Lucas og Adam eru ekki nógu sterkir tveir inni á miðsvæðinu í því kerfi. Ég hef trú á því að ef við værum að spila “kerfið hans Rafa” þ.e. 4-2-3-1 þá værum við í miklu betri málum. Með Carrol uppi á toppi og Suarez / Bellamy / Maxi / Downing / Kuyt / Gerrard fyrir aftan í þremur stöðum værum við mikinn sóknarþunga. En allir þessir leikmenn skila líka mikilli varnarvinnu. Bakverðirnir Johnson og Enrique myndu báðir virka vel enda fljótir og sókndjarfir. Það sem vantar upp á að leika skv. þessu kerfi er sterkari leikmaður með Lucas. Kannski myndi Adam virka í þessari uppstillingu en ég hef efasemdir. En með kaupum á sterkum manni í þessa stöðu í janúar, t.d. Javi Martinez (draumaleikmaður), gæti liðið orðið mjög sterkt. Einnig mætti spila Gerrard við hliðina á Lucas.
Þetta tvennt hefur að mínu mati klikkað, sumarkaupin ekki gengið eftir og liðinu alls ekki rétt stillt upp.
ps. Og af því að menn eru alltaf að tala um að það séu 6-7 leikmenn í byrjunarliði sem eru nýkomnir þá er rétt að benda á að það er auðvelt að gefa mönnum lengri tíma til að aðlagast. Láta t.d. Kuyt og Maxi spila meira og halda Meireles fram í janúar. Þá hefðum við verið að byrja með þrjá nýja leikmenn inná í hverjum leik.
“ég held að það séu fáir eins raunsæir stuðningsmenn Liverpool eins og ég er” segir hoddij. Það er ansi stórt upp í sig tekið svo ekki sé meira sagt. Ef þú ert svona raunsær, af hverju gefurðu liðinu þá ekki þann tíma sem það tekur að spila sig saman?”
eins og ég tala um hérna fyrir ofan, þá er þolinmæði lúxus sem við getum ekki leyft okkur, þeas ef okkur langar að ná í leikmenn sem eru í hærri klassa en þeir sem við höfum hjá okkur núna. mér finnst ég ekki vera að fara út fyrir mörkin í raunsæi með því að krefjast að leikmenn sem eru komnir á ákveðinn aldur, þurfi ekki 20 leiki til þess að spila sig í gang, held að það snúist frekar um gæði leikmannanna en eitthvað annað .
Downing hefur átt sendingar á bæði Kuyt og Carroll sem í 95% tilfella hefðu skilað honum stoðsendingu. Hann hefur verið mjög nálægt því að skora líka, þetta hefur verið stönginn út hjá honum í byrjun tímabils. Mér finnst þetta á nokkuð eðlilegu róli hjá honum, hann er ágætis leikmaður þegar hann er uppá sitt besta og það tekur flesta leikmenn tíma að aðlagast. Þetta er leikmaður sem gott er að hafa í hópnum næstu ár meðan við eltumst við meistaradeildarsæti.
Leikmenn þurfa meira en 20 leiki til að spila sig saman. Þú sérð margoft í leikjum að það kemur sending í ákveðna tegund af hlaupi en hlaupið kemur ekki, sendingin kemur í fót í staðinn fyrir svæði, sendingin kemur í svæði í staðinn fyrir fót. Þetta lagast eftir því sem menn spila meira saman.
Lausnin hefði líklega verið, eins og Palli #31 bendir á að láta Maxi og Kuyt spila meira og geyma söluna á Meireles + það að spila 4-2-3-1 kerfi. Dalglish, Clarke, Keen, Comolli og aðrir telja að þetta lið muni ná meistaradeildarsætinu með leikaðferðinni 4-4-2 og það er ótímabært að segja að þolinmæði sé lúxus sem við getum ekki leyft okkur. Við erum nálægt fjórða sætinu og eigum eftir að styrkjast en kannski hefur þú rétt fyrir þér hoddij. Tíminn á eftir að leiða það í ljós. Fyrst við erum á raunsæisnótunum þá skulum við gefa okkur sjálfum dass af þolinmæði og raunsæi og leyfa þessu að þróast til áramóta. Ef skammtímaplanið virðist ekki vera að nást þá þarf að styrkja liðið í janúar.
Ég hef sjálfur alltaf verið hrifinn af 4-4-2, kantspili og krossum en líklega verð ég að éta það ofan í mig, það hentar ekki, a.m.k. ekki með þessum tveimur miðjumönnum sem spila núna. Þeir eru ekki nógu ráðandi og ekki nógu miklir box-to-box miðjumenn til að höndla þetta. Sennilega eru slíkir miðjumenn liðin tíð.
Jæja þetta er ljótt en við verðum að hafa húmor fyrir okkur, sá þennan í dag og brosti létt þar sem þetta gæti orðið niðurstaðan ef okkar menn fara ekki að girða sig í brók og þetta verður vonandi ekki niðurstaðan.
Eini evrópuleikur liverpool á næsta ári verður seinni leikurinn við Swansea!!
Gæti endað svoleiðis en ég hef trú á að okkar menn mæti brjálaðir í næstu leiki og ég heimta 4 stig úr næstu 2 leikjum…. sigur á brúnni og svo missum við sigraðan leik niður á móti olíufurstunum!
Við sáum nú bara best í fyrra á Chelsea að allt getur skeð. Þeir tóki leiki og flengdu þá hreinlega á fyrsta þriðjungi seinasta tímabils! Svo eftir það var ekkert að ganga hjá þeim en náðu sér svo aftur á strik.
Ég held að við meigum ekki fara að éta leikmenn eða mann og annan vegna þess hve illa okkur gengur núna í byrjun. Leikmennirnir eru að pússa sig saman, læra að lesa hreyfingar hvers og annars og það endar með því að það dettur inn…vitiði til.
Það vantaði Gerrard í þennan leik um helgina sem og Carra, allavega mann til þess að draga liðið á asnaeyrunum framar á völlinn og klára þetta (Carra ekki að fara að klára neitt en ég myndi hlaupa frá honum ef hann myndi öskra á mig og segja mér að hunskast fram).
Þeir sem hafa heyrt/lesið það sem Haukur Ingi hefur að segja um t.d Torres. 50millz verðmiði og takk fyrir pennt, ÞÚ ÁTT AÐ STANDA ÞIG! Jújú, þetta eru kröfur sem menn gera en þetta getur bugað menn líka.
Carroll á eftir að detta í 6 gír og hamra á þessu…leifum honum að mótast sem leikmanni áður en hann er jarðaður af stuðningsmönnum. Hann er góður, það hefur hann sýnt, en undir þessari pressu sem hann hefur verið síðan að hann var keyptur á svona mikinn pening, það hefur ekki gengið jafn vel…eins og gefur kannski að skilja?
Gefum þessu tíma, þetta er marathon, ekki 100 metra sprettur.
YNWA – King Kenny we trust!
Þetta er erfitt ástand en ég fatta ekki eitt. Menn hér virðast tala þannig að það hafi verið ákvörðun K/C og félaga að selja Meireles. Ég man nú ekki betur en að hann hafi viljað fara. Sérstaklega til litla landa síns hjá chel$ki.
Ég er einn af þeim sem varð mjög fúll yfir því að hann fór og vildi að við hefðum hann í dag en ég kenndi forráðamönnum Liverpool aldrei um það. Fór bara í fýlu við Meireles sjálfan og get nú haldið áfram að hata allt við portúgalskan fótbolta skuldlaust.
Svo eitt með Adam. Mér finnst hann hafa bara gert nákvæmlega það sem ætlast var til af honum. Ég meina, hann er ekki world class, menn vissu það, hann er ólympíusendingamaður (reynir alltaf glory pass) og getur tekið eitraðar aukaspyrnur og horn. Þetta er hann að gera. 4 stoðarar og hvað 2 mörk eða eitthvað. Ekki eins og hann hafi kostað 20 millz. Ég er bara sáttur við Adam kallinn. Svo er annað mál hvort við viljum hafa hann þarna eða hvort við teljum að Liverpool eigi að hafa betri skapandi mann á miðjunni.
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=282747.0
Ég held að menn ættu aðeins að slaka á þessari gagnrýni á Carrol og aðra nýja leikmenn Liverpool. Það var alltaf vitað mál að það þyrfti einhverja leiki fyrir liðið til að ná almennilega saman og þekkja inná hvern annan. Let´s face it, það gekk mjög vel fyrst eftir að Suarez kom, en í sumar kom meira en hálft lið til okkar. Auðvitað verður maður svekktur eftir leiki eins á á laugardaginn, en við erum að minnsta kosti að skapa okkur færi.
Ég held að þetta komi hjá Kenny og “stákunum” hans. Það er allavega tilhlökkun hjá manni fyrir leiki núna og það er bara gaman 🙂
Eitt mál sem skrýtið er að heyra ekkert af er mál evru litlu gegn SUAREZ, hvernig stendur það eiginlega. Ætlar þetta að vera eins og síðast þegar litla evran sakaði mann um kynþáttanýð. Á meðan engin niðurstaða er komin í þetta mál, þá er SUAREZ enn talin kynþáttahatari af mönnum. Vonandi fer FA að komast að niðurstöðu í þessu máli og þá á eftir að koma í ljós að evra litli var bara að fela skíta frammistöðu sína bak við litarhátt sinn.
YNWA
Ef að Tottenham vinna leikinn sinn á móti Everton sem verður að teljast nokkuð líklegt þá eru sex stig í fjórða sætið sem er einu stigi meira en eftir ellefu leiki í fyrra og næstu tveir leikir eru á móti Chelsea og Man City. Já og þar erum við að bera saman Dalglish sem er búinn að eyða meira en 100 millum og með ríka eigendur á bak við sig og Hodgson sem var búinn að eyða 22 millum og klúbburinn nánast gjaldþrota og allt í tómu tjóni hjá eigendum og mörgum leikmönnum. Stjórnendur hér hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á Hodgson en ekki sagt eitt stigðaryrði um Kenny hvernig getur það verið svo?
Við vorum líka í fyrra um þetta leiti 10 stigum á eftir toppliðinu og þá töluðu menn um að tímabilið væri búið en núna er þetta allt að koma þó að nú séu 12 stig í toppliðið,þarf bara að slípa til liðið og svona. Ég ætla nú ekki að vera með nein leiðindi en kanski þurfa sumir stuðningmenn að fara að vakna því að Liverpool leikur í dag ekki eins og lið sem ætlar að spila um einhverjar medalíur í vor og fjórða sætið virðist tálvon ein og sennilegra að við endum í sjöunda sæti en því fjórða.
#39 – Skoðaðu linkinn sem ég setti inn í #38
#40 – Það er ýmislegt sem verður að taka til greina, fleirri breytur frá síðasta tímabili. Eins og t.d. við hvaða lið er liverpool búið að spila, miðað við síðasta timabil og það að deildin í ár virðist miklu sterkari en í fyrra.
Veit einhver ástæðuna fyrir því að Maxi fær ekki að spila? meira kjaftæðið..
Ég er sammála því að fengin stig eru allt of fá. Og reyndar líka því að framförin er lítil þegar horft er til fenginna stiga. Spilamennskan er heldur ekkert stórkostleg. Hins vegar er liðið að sækja, skjóta á markið, og að skjóta í stangir og þverslá. Nokkuð sem mér fannst liðið gera lítið af í fyrra. Síððustu mínúturnar í síðasta leik voru menn klárlega að reyna að vinna leikinn. Hjá Hodgeson fannst mér þetta snúast um það hversu góð hin lðin voru……öll liðin voru verðugir andstæðingar. Nú er liðið hins vegar að rembast við það að reyna að vinna!….mér alla vega finnst þetta vera grundvallar munur. Ég er ekki ánægður…en þetta er að koma…vonandi.
#41. Takk fyrir þetta Gísli. Einmitt það sem ég hélt.
Það þarf að skella ungum og ferskum mönnum eins og Raheem Sterling inn í liðið og gefa mönnum eins og Maxi og fleirum tækifæri. Sýna hinum að þeir þurfa að vinna fyrir sætinu sínu. Henderson, Downing, Adam og Carroll eiga að sitja á bekknum næstu leiki þá kannski hugsa þeir sinn gang.
Hvað þarf síðan Bellamy að gera til að fá byrjunarliðs sæti í þessu liði? Kenny verður svo að fara að nota fleiri skiptingar og fyrr. Það er alveg á hreinu að skiptingar breyta gangi leikja eins og í leiknum á móti Arsenal. Sá leikur er sá eini sem ég man eftir þar sem Kenny hefur gert breytingar sem eitthvað vit er í.
Þetta er líka langhlaup og hópurinn hefur breyst gríðarlega á milli ára. Þannig auðvitað þurfum við að sýna meiri þolinmæði. Það þyrfti jafnvel að styrkja hópinn enn frekar í janúar. Ég vona að Gerrard fari að ná sér góðum því ef hann spilar reglulega þá held ég að það komi meiri stöðuleiki inn í liðið.
Það er alveg kristal tært að Kenny verður að gera eitthvað til að fá menn í gang! Agger segir að menn hafi spilað eins og hauslausar hænur í síðasta leik og það er stjórinn sem á mótevía menn í gang. Ég hef fullu trú á að Dalghlish takist það!
Nú eftir 11 umferðir erum við með næstbestu vörnina í deildinni, 10 mörk í 11 leikjum og er það vel.
Því ætti öllum að vera morgunljóst að vandamálið er hinumegin á vellinum.
Af þeim 10 liðum í efri hluta deildarinnar er aðeins lið Swansea með skorar minna en Liverpool.
14 mörk í 11 leikjum (1,2 mark í leik) er einfaldlega ekki nógu gott.
Nú er það langt liðið á mót að ekki duga afsakanir lengur, enda sést það hvað best á Arsenal að lið þurfa ekkert heilu árin til að spila sig saman þrátt fyrir magninnkaup.
Vandamál síðustu ára virðast enn loða við okkur ef skoðuð eru nöfnin sem vildu losna frá klúbbnum á þessu ári (Torres, Meireles, Aqualini) og sýnist manni á öllu að meistaradeildarbolti skiptir öllu þegar leikmannakaup eru annars vegar. Og er þá spurning hvort betri leikmenn muni skrifa undir fyrr en sæti í deild þeirra bestu er tryggt.
Var Dalglish að sólunda peningum í sumar eða gerði hann það besta sem hægt var án þess að geta boðið mönnum evrópukeppni??
Það eru fleiri vandamál sem enn virðast óleyst og er það því miður enn skortur á kanntmönnum. Downing hefur átt fína spretti enn flestir eru þó sammála um að hann hafi ekki átt gott mót hingað til, Dalglish hefur prufað að færa hann yfir á hægri kannt með þeim afleiðingum að hann hverfur það sem eftir lifir leiks.
Hægri kannturinn er þó enn verri, með Henderson einhverra hluta vegna spilað úr stöðu þar (hann er ekki meiri kanntmaður en Meireles var) og Kyut til skiptana… nema hann hefur enga kosti sem prýða nútíma kanntmann (eða knattspyrnumann:)
Einnig munar mikið um hvað G.Johnson virðist vera orðinn geldur framávið við hvern sem það er svosem að sakast.
Frammi er svo enn beðið eftir að Carrol detti í gang en touchið hans hefur ekki verið til að auka neina bjartsýni um það hingað til. Við vitum að hann getur skorað mörk, en eigum enn eftir að sjá hvort hann sé maðurinn sem henti leikstíl Liverpool, þó hann líði líka fyrir dapra kanntmenn í liðinu.
Það er kanski spörning hvort þessi svarti í liði Swansea sem Gummi Ben sagði hafa runnið á bananahýði verði ekki falur í Janúar ?
Annaðhvort verða leikmenn að fara að borga sig inn ef þeir ætla bara að fylgjast með hvað Suarez gerir næst með boltann eða koma sér í almennilegt leikform, þar sem flestir litu út fyrir að vera að spila bumbubolta síðustu helgi.
Kv. sá sem er svo sniðugur að skíra um landsleikjahelgi.
Það er svo sem ekkert skýtið að menn séu ennþá að læra hver á annan. Suarez og Carrol koma í janúar og þá er Carrol meira og minna meiddur og spilar ekkert með liðinu. Í sumar fáum við svo alveg nýja miðju í liðið, Downing, Adam og Henderson spila svo með Lucas á miðjunni.
Það er svo bara einn nýr í vörninni og hún er það eina sem er að virka þessa stundina, það er alls ekki slæmt að vera búnir að fá á okkur 10 mörk í 11 leikjum.
Hópurinn hjá okkur er sterkur og það á ekki að þurfa að kaupa inn fjölda hér eftir heldur gæði og það munum við fara að sjá á næstunni. Eins og það er pirrandi að horfa á liðið svona getulaust leik eftir leik þá verðum við bara að vona að þetta komi eftir því sem að liðið spilar meira saman.
Mikið rosalega er ég ánægður að sjá þessa umræðu hérna.
Mér hefur í vetur dauðleiðst alveg hreint að sjá endalaust nöldur og bölspár í kommentum hérna í miklum meiri hluta eftir hvern einasta leik, meira að segja stundum eftir sigurleiki líka. Maður fær stundum á tilfinninguna að sumum tækist að draga upp neikvæða mynd þó við myndum vinna deildina…..lélegt, af hverju unnum við ekki Meistaradeildina líka…
Þar að auki ber að hafa í huga að öll höldum við með sama liðinu, hér eru sárafáir sem ekki halda með Liverpool og þess vegna finnst mér persónulegar aðdróttanir og rifrildi hálf barnaleg og ekki eiga heima á jafn góðri síðu og þessari.
Vona að Daglish taki á þessu agamáli.Þegar ég segji agamál þá á ég við hvernig hugarfarið var hjá leikmönnum þegar þeir mættu til leiks.Einnig afgreiðslan hjá Carrol hvað var hann að spá ætlaði hann að þruma boltanum upp í þaknetið af því að það er svo flott?Það eina sem menn eiga að gera í svona stöðu er að koma boltanum öruggt yfir marklínuna þó svo að það (looki ekki flott).Jæja nóg um það erfiðir leikir framundan chelsea og city nú reynir á KING KENNY en hann mun samt aldrei ganga einsamall:)
Kannski er það bara ég, en mér finnst áberandi hvað vantar uppá hlaupin hjá miðjumönnunum. Þá á ég ekki við hversu mikið þeir hlaupa, heldur til að opna svæði eða fara í opin svæði. Kannski er það þetta passíva hlutverk Lucas og Adam sem gerir það að verkum að ekki kemur meira út úr miðjunni. Kannski er 4-2-3-1 lausnin á þessum vanda, ekki að það sé mitt að ákveða það.
Þegar horft er á leik liðsins í samanburði við lið á borð við Tottenham, City og stórlið Swansea (ætla ekki að nefna fleiri), þá finnst mér hraðinn og ákveðnin í spilinu ekki vera næg. Mér fannst gaman að fylgast með mótherjum okkar á laugardaginn, í knattspyrnulegum skilningi, þeir voru einfaldlega mjög skemmtilegir. Ég er ekki endilega að biðja um að LFC stefni á einhvern samba-bolta en mér finnst ekki óraunsætt (orð dagsins) að krefjast meira flæðis í spilinu og að með fylgi meiri útsjónarsemi í hlaupum manna.
Það er líklegt að hluti af vandanum felist í takmörkuðum skilningi manna á hugsunarhætti annarra (vona að þið skiljið hvað ég á við), skorti á samspili, samæfingu. En ég held að sumir hafi hitt naglann á höfuðuð, þó ekki hafi verið kafrekið, þegar þeir sögðust sakna Carra og Gerrard. Það er ekki sérstaklega vegna knattspyrnugæðanna (Carra má muna sinn fífil fegurri) heldur hugarfarsins og baráttuandans sem þeir bera með sér. Ekki skaðar þó að hafa Gerrard í áðurnefndum hlaupum og ýmsu öðru smálegu;-)
Ég er syfjaður þegar þetta er skrifað og biðst því velvirðingar ef einhverjar rangfærslur eða fásinnur leynast í þessu. Ég vil ekki vera neikvæður en vil engan veginn sjá endurtekningu á leik laugardagsins. Ég er rólyndismaður en konan ákvað að fara með börnin í bíltúr í seinni hálfleik!
Mér finnst margir hérna aaaaaallt of stressaðir. Ekki það að ég hati ekki alveg jafn mikið að tapa stigum en þá þarf bara að lýta raunsætt á hlutina. Berum okkur saman við shitty, þeir eyddu og eyddu en samt tók það þá nokkur tímabil að komast á toppinn, held að þeir sjái ekki eftir að hafa “tekið þolinmæðina á þetta” amk eins og staðan er í dag. CHILLAX.
Það er auðvitað fáránlegt að bera okkur saman við shittí, fjármagnið sem þeir höfðu til þess að raða inn alvöru leikmönnum, þrátt fyrir að vera ekki í cl, bara vegna þess að þeir gátu boðið laun sem við getum aldrei boðið er auðvitað strax til þess að gera þetta ósamanburðarhæft. Erum í kapphlaupi við tímann um að dragast ekki enn lengra frá þessum topp liðum varðandi gæði, eitthvað sem allir virðast ekki alveg skilja.