Suarez ákærður fyrir kynþáttaníð

Enska knattspyrnusambandið ákærði í dag Luis Suarez fyrir meint kynþáttaníð í garð Patrice Evra í leik Liverpool og Man Utd í október.

Liverpool FC svaraði með yfirlýsingu þar sem félagið ítrekaði stuðning sinn við Suarez.

Það ber að hafa í huga að Suarez hefur verið ákærður en ekki sakfelldur. Ekki enn að minnsta kosti. Það er því rétt að benda stuðningsmönnum Liverpool og United, sem eru þegar farnir að fella sleggjudóma á annan hvorn veginn, á það að við vitum ekki enn hvort hann gerði það sem hann er sakaður um. Bara að hann hefur verið sakaður um það og nú verður málið tekið formlega fyrir.

Ég ítreka skoðun mína frá því þegar atvikið kom fyrst upp: ég neita að styðja Suarez eða ásaka Evra á meðan ég veit ekki hvað gerðist. Kynþáttaníð er stærra mál en Liverpool vs United og ég styð ekki rasista, jafnvel þótt þeir spili fyrir Liverpool.

Ég held enn í vonina um að Suarez verði sýknaður af ákærunum og reynist ekkert hafa gert af sér. En þetta lítur ekki neitt sérstaklega vel út fyrir hann núna, og ef hann reynist sekur um kynþáttaníð mun ég standa við loforð mitt og drulla laglega yfir hann á þessari síðu.

Vonandi þarf ég þess þó ekki.

99 Comments

  1. Fjölmiðlar voru ekki lengi að birta af atvikinu með Terry, en ekki enn búnir að finna það út þegar Suarez átti að hafa verið með kynþáttaníð. FA og Evra verða að vera með ansi haldbær gögn til að ná þess að fá hann sekan. Það er ekki nóg fyrir Evra að segja Suarez hafa verið með kynþáttaníð, hann verður að styðja það. Ef Suarez verður ekki dæmdur sekur, þá vona ég innilega að hann kæri Evra.

  2. já en komandi frá Evra sem er já eins og hann er..  samanber hvernig hann hagaði sér á HM og hvernig maður hefur oft séð hann missa sig í eitthvað bull, þá hef ég ekki áhyggjur.  Og  ef maður hefur lesið allt sem fram hefur komið um málið, eins og t.d þegar Suarez lýsti því hvernig liðsfélagar Evra hefðu orðið steinhissa á viðbrögðum hans, þá verður maður enn rólegri.  

  3. já sannleikurinn getur verið sár þ.e.a.s ef hann er sekur og greinilega líka fyrir Evru.

    k.v Dolli sem skilur ekki svona í nútíma þjóðfélagi, þetta er svolítið 1800 og eitthvað þessi kynþáttaníð.
     

  4. Mér finsnt lítið til Evra koma og hann hefur ekki gott orð á sér síðan á HM2010 þegar hann var forsprakki uppreysnar gegn þjálfaranum.  Svo það hallar nú örlítið á hann.

    Á hinn veginn, ef Suarez verður fundinn sekur (hann er svo sem enginn engill, eflaust hjálpaði bannið sem hann fékk í Hollandi fyrir að hann kom til okkar) þá mun ég ekki líta hann sömu augum og áður.  Þá fellur hann alveg í flokk með Tevez.  Kynþáttaníð á ekki að líðast í þessari vinsælustu og skemmtilegu íþrótt.

    Tek þess vegna undir orð Kristjáns Atla:  þá pirrast maður all svakalega á Suarez. 

  5. æjji, finnst verið að gera úlfalda úr mýflugu. Menn eiga það til að missa sig í skapinu og hvað þá í þessum Slag, Stærsti leikur Englands, Verða menn ekki æstir og geta misst sig í einhverja orðaleiki. Held hins vegar að hann verði sýknaður, eða vona það.

    http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=117505

    Fannst þetta meika dálítið sense. ég er enginn rasisti taka það fram, eða allaveganna ekki eins og ég skilgreini Rasisma, það er nú einu sinni 2011.  

  6. er 1. apríl hjá þér? auðvitað styðjum við allir við bakið á Suarez og trúum sakleysi hans þangað til að annað er sannað og kemurr í ljós.. ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég las þetta

  7. Nú vil ég ekki hljóma eins og rasisti, en það sem mér finnst einkum skrýtnast í þessu máli er það, að Suárez er bæði dekkri en við norður Evrópubúar, og talar þar að auki næstum enga Ensku, svo ef hann hefur verið með einhvern kynþáttaníð, þá finnst mér það afskaplega furðulegt.
    Samt sem áður alls engir fordómar, og ef þetta reynist satt, þá missi ég agalega mikla virðingu fyrir honum. (Og ef þetta er ekki satt, þá missi ég alla virðingu fyrir Evra, sem er engin eins og er, svo hún fer í mínus)

  8. Ég stið Suarez 100% í þessu máli, ég trúi hans orðum miklu frekar en evra.

  9. Ég vona innilega að Suarez verði hreinsaður af þessum ásökunum en ef hann er sekur þá á sjálfsögðu að dæma hann í nokkura leikja bann. 

    Kynþáttaníð er ljótu hlutur en ég er ekki viss um að besta leiðinn til þess að berjast gegn því sé að ásaka mann og annann um kynþáttahatur og taka þá síðan af lífi í fjölmiðlum. Orð eins og “negri” eða “júði” hafa einungis áhrif meðan þeir sem eru kallaðir þessum orðum taka það nærri sér og kvarta yfir því (ekki misskilja mig, ef þér finnst á þér brotið á að sjálfsögðu að gera eitthvað í málinu). Ég myndi halda að besta leiðin til þess að útrýma kynþáttaníði á borð við þetta væri hreinlega að hunsa þá sem nota þessi orð. Ef að orðin eru hunsuð þá missa þau áhrifa mátt sinn en á meðan fólk tekur þau svona nærri sér verða þau alltaf sterkt vopn í vopnabúri fordómafullra vitleysinga.  

  10. Ef litið er til baka þá eru þessir einstaklingar báðir tveir líklega ekki alveg með öllu mjalla og hvorugur þeirra neinn eðalkarakter mér langar helst að segja að þarna leyði saman hesta sína tveir skíthælar en vonandi verður Suarez nú sýknaður af þessu og fær ekki bann því við megum alls ekki við að missa hann í næstu leikjum ! Lifi LFC

    TR 

  11. Suares er enginn kynþáttahatari, það er alveg ljóst. Það getur svo sem vel verið að hann hafi kallað Evra “niggara” í hita leiksins, en það standa engir kynþáttafordómar á bakvið það. Ef svo er þá er allt í lagi að skamma hann, sýna gott fordæmi og dæma hann í 1 leiks bann tops,  en ekki missi ég vitund álit á drengnum þrátt fyrir það, ekki vitund.

    Aftur á móti hefði Suarez setið heima hálft kvöld við að Photoshopa Evra inn í apabúning eða eitthvað álika þá myndi maður hugsa sinn gang.

    Alveg er ég svo 100% viss um að Evra situr heima og glottir yfir þessu öllu saman.

  12. Ef Suarez sagði eithvað við Evra var það í hita leiksins og mun álit mitt á Suarez ekkert breitast
    ég fucking elska kauðann!!

    Sjálfur hef ég kallað vini mína eitt og annað í fótbolta/körfu og allt er það bara i hita leiksins svo er
    einn kaldur eftirá enginn að gera stór mál.

    Enn Suarez no matter what i love you man! 

  13. Eins mikið og ég elska Suarez. Þá mun álit mitt á honum minnka til muna… þ.e.a.s. ef hann er sekur.
    Kynþóttafordómar eru viðbjóðslegir… skiptir þá engu hver á í hlut.

  14. ótúlegt að lesa það á stuðningsmannasíðu Liverpool að einn af stjórnendum síðunnar styðji ekki 100% við bakið á Suarez þartil annað sannast … saklaus uns sekt er sönnuð, og þetta mál er vafasamt vægast sagt 

  15. Ákaflega málefnalegur upphafspóstur verð ég að segja. Þetta mál er mjög leiðinlegt og vonandi tekur það enda sem fyrst. Mér finnst að við Poolarar sem og United menn ættum ekki að vera tjá okkur of mikið um þetta mál þar til eitthvað haldbært kemur fram.

    Sé Suarez saklaus að þá hefur þetta mál slæm áhrif, sama gildir um Evra.

    Það á að útrýma rasisma, hvort sem er í fótbolta eða öðru og við skulum ekki réttlæta þetta með því að segja að þetta sé eðlilegt því þetta gerðist í “hita leiksins”.

  16. Ég tek það ekki jafn nærri mér og margir aðrir þó ég heyri einhverja nota rasista”djóka” eða annað. Það er fúlt og leiðinlegt og á ekkert heima í knattspyrnunni, en fjandinn hafi það ef maður hefur sjálfur ekki heyrt ýmislegt fljúga á meðan maður var að spila og keppa, þó ég hafi aldrei náð langt á mínum ferli. Samt fékk maður að heyra margt miður fallegt, og það þrátt fyrir að ég sé ekki dökkur á hörund, laðast ekki af karlmönnum og svo framvegis. Ég var nú ekkert í því að fleygja mér í yfirvaldið út af því 🙂

    Já, ég legg þetta að jöfnu. Að því mín persónulega skoðun er sú að allt þetta “political correctness” er komið út fyrir allan þjófabálk. Auðvitað vil ég ekkert sjá þetta, en ég nenni ekki að taka þátt í einhvers konar hjarðhegðun eða múgæsingu gagnvart hinum eða þessum aðilanum. Ef Suarez er sekur þá þarf hann bara að lifa með því, og það er vandlifað í þeirri veröld sem fordæmir kynþáttaníð. Nú, ef Evra getur ekki bakkað neitt af þessu upp, þá hlýtur hann að vera sekur um falsaðar ásakanir, og það er ekkert betra en að vera ásakaður kynþáttahatari. Sannleikurinn kemur í ljós, en eflaust fyrr en síðar.

    Má ég samt benda á umrædda tilkynningu frá FA sem er ansi opin í báða enda:

    “The FA has today charged Liverpool’s Luis Suarez following an incident that occurred during the Liverpool versus Manchester United fixture at Anfield on 15 October 2011.
    “It is alleged that Suarez used abusive and/or insulting words and/or behaviour towards Manchester United’s Patrice Evra contrary to FA rules.
    “It is further alleged that this included a reference to the ethnic origin and/or colour and/or race of Patrice Evra.
    “The FA will issue no further comment at this time.”

    Út úr þessari tilkynningu má lesa ansi mikið, enda býsna opin fyrir túlkunum. Þannig við skulum ekkert hengja bakara hér, né smið, né KAR, né nokkurn annan fyrr en þetta mál verður leitt til lykta.

    OK? OK.

    Homer 

  17. Á þessu máli eru margar hliðar. Ekki misskilja mig; ég hef megnustu fyrirlitningu á kynþáttaníði. Allir menn eru jafnir óháð því hvaða kynþætti, kyni eða trú þeir tilheyra.

    En kynþáttaníð og kynþáttaníð þarf ekki að vera sami hluturinn. Ef Suarez hefur hreytt einhverjum ónotum í Evra í hita leiksins og notað óheppilegt orðalag, svo sem að kalla Evra negra, er það vissulega barnalegt og óþroskað en varla eitthvað stórkostlegt brot á mannréttindum leikmannsins eða kynþáttahatur per se.

    Hafi Suarez hins vegar ráðist á Evra með því að svívirða kynþátt hans og gert lítið úr uppruna hans sökum þess að leikmaðurinn er þeldökkur gegnir öðru máli.

    Það er leiðinlegt að þurfa að benda á þetta en ekki er hægt að líta fram hjá að línan á milli vanþroskaðra ummæla og kynþáttarhaturs er giska fín þótt regindjúp séu í rauninni þarna á milli. Hið sama gildir t.d. meðal harðra feminista þar sem stundum er dregið jafnaðarmerki á milli tiltölulega léttvægrar strákagreddu annars vegar og vændis og mansals hins vegar samanber uppákomuna á Players um helgina. Þótt viðkvæmt sé að ræða það þá gildir um sum mál harður pólitískur rétttrúnaður hvort sem okkur líkar betur eða verr.

    Ekki misskilja mig; ef Suarez hefur svívirt kynþátt Evra er það óafsakanlegt út frá þeim manngildissjónarmiðum sem ég hef tileinkað mér.

    Ég er bara að benda á að Evra er enginn engill og heldur einhver virkilega að hann sé að tóna niður samskiptin við Suares? Er ekki einnig sá möguleiki hugsanlegur að Evra sé að magna upp alvarleika málsins?

    Ég tel miklu líklegra er að Suarez hafi bölvað Evra eins og hverjum öðrum erfiðum andstæðingi. Evra valdi síðan að kæra Suarez eftir leikinn enda liggur okkar maður óneitanlega vel við höggi en Evra í góðri aðstöðu.

    Ekki minni maður en Sepp Blatter hefur í rauninni bent á þetta.

  18. Ekkert breyst ennþá. 
     
    Suarez karlinn hlýtur að hafa reiknað með að eitthvað væri í gangi því að málið hefði verið fellt niður ef að ekki væri eitthvað sem þeir vildu fá að vita af.
    Held nú samt að það að komin sé ákæra muni þýða að eitthvað verður að teljast líklegt að hafi fundist sem vísbending um óeðlileg samskipti þarna.  Suarez er “heit” týpa, það á ekki að koma á óvart og hvernig sem þetta mun enda hjá FA er ljóst að Suarez er að fá eldskírn í bresku fótboltaumhverfi – sem er ansi ólíkt öðurm held ég.
     
    Þessi orrahríð mun væntanlega leiða í ljós hversu sterk bein eru í Úrú-gæjanum okkar og ég virkilega hlakka til að sjá hann í næsta leik gegn Scums og Evra!

  19. Eg verd ad lysa yfir vonbrigdum minum med marga sem eru sannir poolarar en eru samt klarir ad drulla yfir besta leikmanninn okkar. Ekki misskilja mig, sa sem er kynthattahatari a ekkert betra skilid en ad vera hyddur a Austurvelli med Steingrimi J og Johonnu. En ad menn seu klarir i ad kalla Suarez kynthattahatara tho svo ad i hita leiksins hann hafi kallad evra vanhugsudum lysingarordum er hreint skammarlegt. er thad eitthvad verra en ad kalla einhvern hnottottan, apaheila eda skollottan. kynthattahatur er skelfilegt i allri sinni mynd en vid skulum alla vega gefa langbezta leikmanni okkar sma benefit of the doubt.

  20. Af hverju kom enska knattspyrnusambandið ekki með þetta bara á laugardaginn eða sunnudaginn t.d. kl 14:00? Gæti verið að ástæðan sé þessi http://liverpool.is/News/Item/14850
    Það er búið að vera ótrúlegt að sjá hvernig þetta samband kemur fram við Liverpool í vetur.
     
    þessi ákæra er bull!
     

  21. það er skítalykt af þessu máli í heild sinni og það sem hefur verið rosalega áberandi er að það keppast allir fjölmiðlar í bretlandi að taka viðtöl við hvern einasta vesaling sem suarez hefur klobbað og segja að hann sé ekki fair player!!!! dýfingameistari, kynþáttahatari þótt hann verði seint kallaður hvítur einstaklingur, þetta á ekki að koma neinum á óvart þótt það veri reynt að berja niður keppnisskapið í þessum manni.
    F.A er klárlega að láta undan þrýstingi varðandi þetta mál og þetta er ekkert annað en enn einn skrípaleikurinn, ég trúi klárlega á sakleysi hans í þessu máli þar sem evra hefur sýnt það áður að hann er væluskjóða…. það þarf að vera ansi sannfærandi gögn svo ég skipti um skoðun og hingað til þá hefur ekkert komið fram sem styðja þessar ásakanir hjá evra.
    fyrir mér er þetta bara rugl og ekkert annað

  22. Hversvegna fékk Liverpool suarez á góðu verði án samkeppni?

    Hann beit Bakkal.  Frá því að hann kom (ég fer ekki ofan af því að Suarez er með fimm bestu sóknarmönnum á Englandi og kannski einn af tíu bestu í heiminum) þá hef ég alltaf beðið eftir einhverju slæmu frá honum.  

    Þessvegna ætla ég ekki að styðja Suarez í þessu máli.  Hef skrifað það áður að Evra er ekki merkilegur pappír en ég hef það á tilfinningunni að Suarez eigi stundum í vandræðum með sjálfan sig.

    En það gerir hann ekki að slæmum knattspyrnumanni, bara knattspyrnumanni sem gæti átt það til að misstíga sig.

    Minni á að einn sá allra besti sem liðið sem við hötum hefur haft innannborðs, sparkaði í stuðningsmann upp í stúku og átti það til að vera víðáttu ruglaður.  Það gerir Canton þó ekki að slæmum fótboltamanni.

    Þetta er allt hið leiðinlegasta mál og ég á von á því að FA refsi Suarez, hef það svona á tilfinningunni.  Og menn verða þá bara að taka því. 

  23. Alex Ferguson & Evra eru að komast of langt með þetta mál að mínu mati! þvílíkt rugl

  24. Þetta N orð er notað í öðrum hverjum leik á Englandi, þetta er líka notað í stúkunni þegar maður fer á leiki, það mætti halda að þetta sé allt í einu nýtt.. Ef að Suarez kallaði Evra N orðinu þá hefði bara verið best fyrir Evra að svara fyrir sig með því að segja td: hélt mamma þín framhjá pabba þínum með hesti ?

    Þetta mál er svo mikið bull , Evra er ógeðslega skítugur gaur , þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er að klaga menn og svo er hann viðbjóðslegur sjálfur, nokkur dæmi: málið gegn Steve Finnan, málið með Franska landsliðið, málið gegn vallarstarfsmanni…

    Það fyndna við þetta er að ýminda sér Saur Alex labba með Evra eftir leik inní dómaraherbergið : jæja Evra segðu nú dómaranum hvað Suarez var vondur við þig 🙂

  25. Í guðanna bænum hlífið okkur við Jóhönnu og Steingrími hér inni og eins Hönnu Birnu, Sigmundi Davíð eða Bjarna Ben. Látið ykkar pólitísku skoðanir í ljós annars staðar en hér. Það er til fullt af síðum fyrir fólk sem þarf sínkt og heilagt að vera að ausa úr sínum pólitíska hlandkoppi.

  26. Mér þætti gaman að vita hvaða gögn FA telji sig hafa til þess að kæra Suarez.  Held að það sé bara orð a móti orði, að vísu eru orð fergie meira virði hjá FA heldur en orð einhverra frá Liverpool.  Mikill skýtafnykur af þessu máli.

     Hvort sem Suarez verði dæmdur eða ekki þá styð ég drenginn 100%  Hann þarf ekki að vera kynþáttahatari þó svo hann noti N…… orðið í hita leiksins.  evra litli er bara lítið grey, sem þarf snudduna sína svo hann hætti þessu væli.

    YNWA  

  27. Mér finnst Arsene Wenger af öllu mönnum hafa hitt naglann á höfuðið. Menn meina ekki rassgat það sem þeir garga í hita leiksins (átti hann þar við John Terry). 

    Ég sjálfur lifi mig inn í leikinn og hef alveg kallað mönnum öllum illum nöfnum inni á vellinum. Hins vegar meina ég ekkert með því og tek í spaðann á helvítis fíflunum eftir leikinn.

    Jújú það er alveg eðlilegt að reyna að útrýma orðum eins og nigger og allt það, aðeins að skamma Suarez kannski. En þeir sem halda að Suarez eða Terry séu einhverjir kynþáttahatarar þurfa að hugsa sinn gang. Þeir umgangast þeldökka menn og fara með þeim í sturtu á hverjum einasta degi. 

    Evra er eins og hann er og kannski viðkvæmur vegna einhvers sem hann eða fjölskylda hans varð fyrir á árum áður. Mér finnst skrýtnast að félögin hafi látið þetta farið í þennan farveg, gátu þau ekki reynt bara að ljúka þessu máli með einhverjum fundi og faðmlögum. 

  28. Hallur nr:25. Evra hefur ekki sakað menn áður um kynþáttaníð. Með Finnan þá voru það áhorfendur sem héldu því fram að kynþáttahatur hefði átt sér stað, gegn vallarstarfsmanni Chelsea voru það þjálfar United sem héldu þessu fram, Evra sagðist ekki hafa heyrt neitt.
    Af hverju þurfa menn alltaf að finna sökudólga einhversstaðar annarsstaðar?
    Hvernig í ósköpunum geta Ferguson og Evra verið ábyrgir fyrir því að FA sé að kæra Suarez? Suarez gekk of langt (ef hann verður fundinn sekur) og það er honum einum að kenna.
    Það er 100% eðilegt að styðja manninn, en mér dettur ekki í hug að verja hann enda er svona hegðun með öllu óásættanleg. Ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að gera lítið úr kynþáttahatri, og þá skiptir litarhaft Suarez ekki neinu máli, muna menn ekki eftir Eto’o þegar hann var á spáni? Hann fékk aldrei frið fyrir áhorfendum sem voru allir með sama litarhaft og Suarez.
    Og ég skil líka vel að Evra hafi ekki viljað líta undan og hunsa þetta, ef Suarez braut af sér þá á hann skilið refsingu, rétt eins og Evra ætti skilið refsingu ef hann væri að ljúga þessu. 

  29. Á spjallsíðum Facebook hef ég haldið ró minni yfir þessu máli og ekki viljað tjá mig mikið vegna þess við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist og málinu er ekki lokið. Það sló mig samt þegar man.utd menn fóru að ásaka okkur Liverpoolaðdáendur um að hafa verið með yfirlýsingar og skítkast áður en þessi kæra varð að veruleika. Ég benti þeim á að persónlega hef ég ekki verið með yfirgang og skítkast en hef aftur á móti orðið vitni af mikillri drullu yfir Suarez frá þeim. Bæði vegna ummæli Evra  í garð Suarez og meintar “dívur” Suarez inn á vellinum. -Margur heldur mig sig- segi ég nú bara.
     
    Sama hvernig fer þá skulum við taka á þessu máli af yfirvegun og ekki sökkva niður á sama level eins man.utd gera og hafa gert oft áður!

  30. Smá samsæriskenning varðandi hugsanlegt bann á Suarez. David Bernstein fyrrum stjórnarformaður City er auðvitað formaður FA í dag og er það ekki frekar hentugt fyrir City ef Suarez verði í banni gegn þeim útaf þessu máli? Ég vil auðvitað að hann fái refsingu (ef hann er dæmdur sekur) en mér finnst það nokkuð furðulegt hvað þetta mál hefur tekið langan tíma og það sé loksins verið að klára þetta þegar það er svona stutt í leik gegn City. Auðvitað er lang líklegast að þetta sé tilviljun en maður fer samt aðeins pæla 🙂

  31. Var ekkert heima í dag fyrr en í kvöld, hitti náunga á leið heim sem sagði mér þessar fréttir og ég fékk ÁFALL, þetta eru hrikalega slæmar fréttir fyrir okkur ef svo illa fer að okkar langbesti leikmaður verði nú kannski dæmdur í 2-3 eða 5-6 leikja bann…. Mér lýst bara ekkert á þetta……..

  32. Ég veit það ekki…ég mun standa við bakið á okkar manni allan tíman! Ég tel hinsvegar líklegt að eitthvað hafi farið þeirra á milli og persónulega held ég að Evra sé ekkert saklaus heldur…ætli hann hafi bara ekki svarað honum á svipaðan hátt en Suarez ekki haft huuuugmynd um hvað hann sagði?? Þetta er pæling.

    Verður fróðlegt að sjá hvað FA hefur í höndunum, hvort að það sé myndband, hljóðupptaka eða lókinn á Saur Alex sem hótun! Djöfull er maður pirraður.

    En er þetta eitthvað, kynþáttahatur, sem hægt er að útríma? Hefur þetta ekki bara þróast eins og ætlast var til á sínum tíma? Það er spurning og sumir eru bara viðkvæmari en aðrir….því miður!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  33. Ég styð að sjálfsögðu minn mann alveg fram í rauðan dauðan og finnst vera að gera úlfalda úr mýflugu. En ef Suarez verður fundinn sekur, hvað erum við að tala um langt bann? Þetta er væntanlega meira en þrír leikir. Einn mánuð, tvo? Maður hefur á tilfinningunni að FA muni, ef að þeir finna hann sekan gera eitthvað dæmi úr honum og virkilega vera harðir með refsinguna.

  34. Miðað við það sem ég hef lesið mér til um málið þá er það mín skoðun að þetta sé allt á misskilningi byggt. Ástæðan er einföld, samkvæmt því sem komið hefur fram á Suarez að hafa kallað Evra negrito í leiknum. Það orð á að hafa farið fyrir brjóstið á Evra og hann túlkað það sem kynþáttaníð í sinn garð. Ég hef skilning á afstöðu Evra, enda hefur hann ekki þekkingu á S-Amerískri málhefð. Þegar ég bjó í Paraguay bjó ég hjá þarlendri fjölskyldu (ég var s.s. skiptinemi). fósturmóðir mín (hvít/mestizo) kallaði samt alltaf fósturföður minn “mi negrito”, en hann er af arabískum og afríkönskum uppruna. Hennar merking í orðið sem hún notaði var “ástin mín” eða “elskan mín”. Því er það mín afstaða til þessa máls að um sé að ræða menningarlegan mun á orði sem einn menningarheimur notar sem jákvætt orðatiltæki á meðan þýðing annars skilur það sem kynþáttaníð.

  35. Við skulum hafa eitt á hreinu. Við eigum að styðja okkar mann í þessu máli en ekki taka heigulinn á þetta eins og sumir vilja gera. Þykjast vera eitthvað pc því það eigi að vera nýmóðins. Suarez er okkar maður og ég styð hann heilshugar. Hann er svakalega skapmikill leikmaður og það kæmi mér bara ekkert á óvart ef hann hefði sagt eitthvað við Euro sem gæti flokkast sem kynþáttaníð. Ég hins vegar vona að hann hafi ekki gert það og þekkjandi hversu mikill skíthaus Euro er þá kæmi það mér ekkert á óvart ef honum hefði bara dottið í hug eftir leikinn að koma með eitthvað svona.

    En það er svo langt í frá að það þýði að Suarez sé rasisti jafnvel þó eitthvað hefði verið sagt í hita leiksins. Hversu oft eru leikmenn að kalla aðra nöfnum sem gætu flokkast sem niðrandi um aðra þjóðfélagshópa, konur, homma eða scousers. Pólitíski rétttrúnaðurinn er bara kominn út í öfgar og þessi herferð gegn Suarez er að ná nýjum hæðum.
     
    Þannig að, ég styð Suarez heilshugar og finnst mér að allir ættu að gera það !

  36. Ef allir sem nota orðið nigger eða black-eitthvað inná vellinum í hita leiksins eiga að fara í bann þá verða bara svartir menn eftir inná, nei bíddu, það verður enginn inná nema kannski dómarinn.

    Evra er bara fáviti að fara með þetta í fjölmiðla að mínu mati. Af mörgum ástæðum. Leysið þetta með handabandi. 

  37. Suarez sagði í viðtali fyrir leikinn gegna paragvæ að hann hafði bara kallað Evra það sama og liðsfélagar evra gera og þeir haffi orðið stein hissa á þessu….. hvað er það sem þeir kalla hann ?
     

  38. annars fynnst manni þetta mál vera bara ein hringavitleysa.. ég héllt að negri væri bara orðið staðlað orð yfir svartfólk og ekki niðrandi. allavega tala ég um negra og er ekki að tala niður til þeirra, þeir kalla sig þetta líka sjálfir svo það getur ekki verið níð ! er þá spaníjóli níð því það er notað til að greina eithverja tegund manna ? 
     

  39. #39
    Góður punktur, er ekki vert að ákæra allt Man Utd liðið og senda þá alla í bann 🙂

  40. Að vera ákærður fyrir kynþáttaníð er eitt og sér ávísun á mjög erfitt tímabil. Stuðningsmenn mótherja Liverpool munu sérstaklega baula á Suarez. Það er þegar búið að brennimerkja hann sem dýfara, þannig að þetta verður erfitt.
    Ég veit líka ekki hvernig svona blóðheitur maður mun taka þessu “tvöfalda” áreiti.
    Ég er á því að það eina sem þú átt að segja við mótherjan er að þú sért betri, fljótari eða sterkari. Láta öll komment um útlit manna eiga sig, þau koma alltaf í bakið á þér.
    Nú ætla ég ekki að dæma Suarez fyrirfram. Hafi hann sannarlega verið með kynþáttaníð í garð Evra, þá á hann skilið að fara í bann sökum heimsku. Í fyrsta lagi átt þú að vita það að United og Ferguson virðast alltaf vera með knattspyrnusambandið og dómara í vasanum. Í öðru lagi átt þú að vita að Evra hefur spilað race spjaldinu áður. Síðast en ekki síst, þá kemur þér ekki við hvort mótherji þinn sé svartur, hvítur, fjólublár, lítill, stór, feitur, grannur eða leiðinlegur.
    Ég hef áhyggjur af þessu. Ef Suarez verður fundinn sekur, þá segi ég og skrifa það að það er bölvun á okkar klúbbi.
    YNWA

  41. Hvað er samt að gerast í þessum fótbolta. Þú getur kallað menn öllum illum nöfnum og beinlínis sagt það sem þú vilt en ef þú kallar einhvern negra í hita leiksins þá máttu eiga von á lögreglu rannsókn og banni. Ég er enginn rasisti en þetta finnst mér full mikið af því góða. Það er allavega ekki málfrelsi inn á vellinum það er nokkuð ljóst

  42. Væl og aftur væl.  Kynþáttafordómar eru ekki vandamál heldur vælið yfir þeim!

  43. Það versta við þetta blessaða internet er að það kemur í ljós hversu mikið vælukjóar er til
    bara fatta ekki afhveju fólk tekur svo margt inn á sig bara til að væla.
     
    Þú ræður engu um hvað aðrir segja um/við þig, afhverju í andskotanum þá þarftu að láta þér
    líða illa yfir því.
     
    Suarez er góður fótboltamaður og gaman að horfa og mér gæti ekki verið meira sama hvað hann sagði við Evra (sem ætti að mannast upp og hætta að væla)
     
    Orð hafa bara áhrif ef þú tekur þau inná þig.

  44. Svona er fólk misjafnt. Suarez fær á sig kæru. Liverpool FC setur strax fram traust- og stuðningsyfirlýsingu varðandi Suarez. Komment nr 15 er núna komið með 96 þumla upp. Mikið rosalega er ég sammála þessu tvennu og skil varla upphafið að þessum þræði.

    Það er fullkomlega furðulegt að Suarez skuli fá á sig kæru. Held að “fórnarlambið” Evra ætti að finna sér dimma og djúpa holu á gömlu dollunni þegar við mætum þar næst og koma ekkert fram aftur fyrr en liðið okkar er farið af þeim velli. Þetta er orðin ógeðfeld háttsemi hjá Rauðnef og hans mönnum í baráttu við andstæðinga sem ógna þeim á velli…….*spit*

  45. Er virkilega hægt að saka fólk um rasisma ef það segir eitthvað einu sinni ?  Fyrir mér er rasisti einhver sem talar ítrekað ílla til eða um fólk af ákveðnum kynstofni.

    Þetta er bara kjánalegt dæmi frá A-Ö 

  46. Hvað hefði verið gert ef Evra hefði kallað Gerrard “White trash” ? Nei ég bara spyr..

  47. Það sem ég ekki skil er af hverju Evra sagði ekkert við dómarann í leiknum. Mér finnst með miklum ólíkindum að hvergi sjáist til þessara orðaskipta þar sem þetta á að hafa gerst 10 sinnum í leiknum (ef marka má Evra). Samt heyrði enginn eða sá neitt!?!?!?

    Suarez er vissulega óútreiknanlegur en þetta mál lyktar voðalega af einhvers konar sálfræði a la Fergie og co.

    Enda var hann fljótur að drulla yfir Suarez eftir leik, þrátt fyrir tilmæli frá FA að gera það ekki.

    Herbragðið virðist líka vera að virka, búið er að “hengja” Suarez án dóms og laga, hann er úthrópaður sem svindlari og nú líka rasisti. Þetta kemur niður á spilamennskunni, maðurinn misnotar hvert færið á fætur öðru í deildinni en blómstrar með landsliðinu fjarri Englandi. Auk þess er liðið í heild að hiksta. 

    Það verður ekki af Fergie og co tekið að þegar kemur að sálfræðihernaði stendur enginn þeim framar. 

  48. @Andri nr:50. “Enda var hann fljótur að drulla yfir Suarez eftir leik, þrátt fyrir tilmæli frá FA að gera það ekki.”
    FA bannaði umfjöllun um þetta mál nokkrum dögum seinna, Ferguson braut því engar reglur þegar hann talaði um Suarez, aftur á móti hafa bæði Dalglish og Suarez tjáð sig um þetta mál eftir að FA bannaði það. Þess vegna held ég að Suarez hafi kjaftað af sér í viðtalinu fyrir landsleikinn.
    Eins og staðan er í dag þá vitum við lítið sem ekki neitt um sannleiksgildi þessara ásakana, menn kvarta undan því að það sé vegið að Suarez á ósanngjarnan hátt en gera aftur á móti það sama í garð Evra. 
    Og eins og ég hef sagt áður, þá er ekket að því að styðja við bakið á sínum manni, en að mönnum skuli detta í hug að verja þetta og gera lítið úr kynþáttafordómum finnst mér bara sorglegt. Ef það væri leyfilegt að kalla menn negra og slíkt á vellinum, mættu andstæðingarnir þá ekki líka vitna í Hillsborough eða Heysel á vellinum? Hvar á að draga línuna um hvað sé í lagi og hvað ekki?
    Ég ætla allavega að bíða með að dæma þá báða þar til dæmt hefur verið í málinu, þá þarf ég ekki að draga til baka stórar yfirlýsingar. 

  49. “Og eins og ég hef sagt áður, þá er ekket að því að styðja við bakið á sínum manni, en að mönnum skuli detta í hug að verja þetta og gera lítið úr kynþáttafordómum finnst mér bara sorglegt. Ef það væri leyfilegt að kalla menn negra og slíkt á vellinum, mættu andstæðingarnir þá ekki líka vitna í Hillsborough eða Heysel á vellinum? Hvar á að draga línuna um hvað sé í lagi og hvað ekki?Ég ætla allavega að bíða með að dæma þá báða þar til dæmt hefur verið í málinu, þá þarf ég ekki að draga til baka stórar yfirlýsingar. ”

    Það er stór munur á því að kalla einhvern “negra” og að svívirða minningu þeirra sem létust í hinum hörmulegu slysum á Heysel og Hillsborough. 

     

  50. já ég veit að það er munur á því, en hvar á að draga línuna?? Auðvitað var það ekki meiningin að bera þetta saman, biðst forláts ef menn hafa skilið það þannig.
    En hversu langt má ganga ef menn ætla að leyfa fordóma? Mér finnst bara ekkert réttlæta svona hegðun, sama hvort það komi frá stuðningsmönnum úr stúkunni eða leikmönnum á vellinum. 

  51. Kristján Atli í ruglinu…..auðvitað stendur maður á bakvið okkar mann 110%…..þar til annað kemur í ljós….in dubio pro reo – saklaus uns sekt er sönnuð…

    Annars væri hætta á að Suárez myndi Walk Alone á meðan okkar mottó er You´ll NEVER Walk Alone… 

  52. Ótrúlegt að lesa mörg comment hérna!!
     
    Allt í lagi að styðja Suarez eða leyfa honum (og Evra) að njóta vafans þangað til að þetta mál er leyst, eins og sumir hafa nefnt þá eru menn saklausir uns sekt er sönnuð réttilega. Vissulega eins og nefnt er hérna að ofan að það geti verið menningar munu/merking á orðinu negrito (ef hann hefur notað það) en það gæti auðvitað verið að Suarez viti að því og noti í leiknum á Evra. Ef hann lendir í vandræðum fyrir að vera með kynþáttaníð þá getur hann notað þennan mun sem “skjöld” eða afsökun, sama hvort það er þá er hann með kynþáttaníð í garð Evra og ætlar sér greinilega að ná til Evra með þessu orði.
     
    Orðið “negri” er niðrandi og var notað hér áður fyrr yfir blökkumenn, þegar þeir voru þrælar. Ef Gerrard er kallaður “white trash” þá auðvitað á hann að tilkynna það ef honum finnst það óþægilegt, samt sem áður er munur á þar sem að niðrandi orð eins og “negri” er notað á Evra en white trash á Gerrard þar sem að hann er það ekki þar sem að hann er milljónamæringur og er nýtur velgengni í lífinu.
     
    En eins og þetta kemur fyrir mig þá virðist Suarez hafa eitthvað á samviskunni sérstaklega eftir að hann kom fram í fjölmiðlum en við skulum bíða og sjá. Kynþáttaníð er alvarlegur hlutur í nútíma þjóðfélagi og ef eitt orð á að leyfast sem er niðrandi þá heldur það við kynþáttaníð í fótboltanum þess vegna á að taka hart á þessu strax! Sama með viðbjóðinn hann Blatter…
     
    En í alvöru talað, komið þessu spjallborði á hærra plan en að styðja mannin sama hvað verður bara út að því að hann er í Liverppol.
     
    Ps. 
    Þetta er mjög líklega ekki sálfræðistríð hjá United (Sir Alex) þar sem að Liverpool er í dag ekki keppinautur United (frekar en undanfarna áratugi) þannig að reynið ekki að klína þessu yfir á United.

  53. Raggi79 verð líka bara segja að etoo kommentið var heimskulegt… ekki sambærilegt þegar 50þús spánverjar í eigin heimalandi níðast á blökkumanni vegna litarhafts. 
    vs.
    suarez sem virðist vera af frumbyggja ættum (indjáni) að kalla evra negredo sem eins og áður hefur komið fram er ekki ætlað til að niðurlægja vegna litarhafts.

    svo tek ég undir hvað heysel/hillsborough kommentið var f***ing heimskulegt

    þetta lyktar allt af typískum úthugsuðum fergie herkænskuleik og til þeirra sem biðja okkur samsæriskenningar smiðina um að hætta láta okkur dreyma um hluti sem gerast ekki í raunveruleikanum þá svara ég.

    ekki halda í eina sekúndu að ferguson úthugsi ekki hvert einasta orð og hvert einasta múv sem hann púllar samanber að klaga í dómarann eftir leik og kalla luis dívara á blaðamannafundinum eftir leik þar sem hann var ekki einu sinni að díva sér.

    vonandi sér FA að sér. stend fyllilega með suarez og jafnvel þó að hann verði fundinn sekur annað en sumir sem eru búnir að plana langar ræður verði hann fundinn sekur. heat of the moment guys getur komið fyrir alla. gerir þá ekki sjálfkrafa af KKK meðlimum. 

  54. Ég held að það sé lítið hægt að gera né segja þangað til FA kemst til botns í þessu máli. Það er líka kjánalegt að fara snúa þessu upp í eitthvað sálfræðastríð milli liðanna, eða Liverpool vs. united – þetta snýst bara um allt annað og alvarlegri hlut – kynþáttaníð.
    Ég efast stórlega um að það hlakki í United mönnum að sjá Suarez dæmdan í bann fyrir kynþáttaníð. Sérstaklega þar sem það mynda valdi því að hann misst af leiknum við City.
     
     

  55. #56 Haukur Guðjónsson, einmitt það sem ég er að tala um. Fá málefnalegar umræður á hærra plani en þú kemur með! Annað ekki svaravert…

  56. Ég er alveg 100% sammála Blatter í þessu máli, þó ég sé það yfirleitt ekki.  Það sem gerist inná vellinum er búið þegar honum er lokið.  Þetta er bara væl í Evra.

    Margir leikmenn samkjafta ekki og reyna að koma mótherjum úr jafnvægi með allskonar rugli — það er bara partur af leiknum og ég vill ekki sjá að minn elskaði leikur verði útþynntur eitthvað frekar.    

  57. Verð að segja að þessi umræða gerir bara lítið úr raunverulegu kynþáttahatri… að mála einn einstakling sem kynþáttahatara fyrir að nota ákveðið orð finnst mér ekki sniðugt.

    Þetta virkar sem skjöldur fyrir alvöru kynþáttahatara og þjónernissinna að setja svona einstaklina í sama flokk.

    Að segja að allir sem nota orðið negri séu kynþáttahatarar finnst mér svipað og að segja að allir múslimar séu hryðjuverkamenn…

    Kynþáttahatur og nationalismi er alvöru vandamál eins og síðasta öld fékk til dæmis vel að kynnast.

    Allt þetta mál hefði alltaf átt að útkljást á milli Evra og Suarez eftir leik jafnvel með þjálfarana viðstadda… Þá hefði Evra getað tjáð að honum hafi verið misboðið hegðun Suarez og krafist afsökunarbeiðni ella farið með málið lengra!

  58.   Þið hafið greinilega flestir ekki nokkra einustu hugmynd um hvers vegna það er slæmt að nota kynþáttaníð á borð við ‘negri’ og ‘niggari’

  59. Og Evra svaraði: “Hey Luis, er Freddy Mercury pabbi þinn?”

    End of story..  

    Mér leiðist þetta væl. 

  60. Þið hafið greinilega flestir ekki nokkra einustu hugmynd um hvers vegna það er slæmt að nota kynþáttaníð á borð við ‘negri’ og ‘niggari’

    Ó, blessa þú oss þá með þinni þekkingu, Björn.  

    Ég hef sömu reynslu frá Suður-Ameríku og Björn Stóri, það er að orð einsog Negro og Chino eða Guero/Gringo eru miklu eðlilegri í umræðunni en þau þykja í Evrópu.  Ég kallaði einn besta vin minn í skólanum alltaf Chino (hann var Venezuela búi sem átti kínverska foreldra) og strákur í vinahópnum mínum var alltaf kallaður Negro og það þótti ekki hið minsta óeðlilegt.  

    Ekki frekar en að ég var alltaf kallaður nöfnum byggt á því hvernig ég leit út.  Svo sem rubio/guero (ljós eða ljóshærður) eða gringo (evrópu/ameríkanu) eða flaco (mjói).

    Semsagt, Suður-Ameríkubúi sem notar orð einsog negro er langt því frá að vera rasisti bara vegna þeirrar orðanotkunnar.  Þetta væri þveröfugt við til dæmis Bandaríkjamann sem myndi nota “n” orðið.

    Mín kenning: Evra kom inní þennan leik trylltur, Suarez asnaðist kannski til að segja “negrito” við Evra, sem Evra þótti ekki nógu merkilegt til að kvarta yfir við dómarann, en þegar að rauðnefur mætir á svæðið eftir leik, þá fara þeir saman og gera mál úr þessu, vegna þess að þeir vissu að þetta kæmi sér illa fyrir Suarez og Liverpool.  

  61. #64  Það vill nú svo skemmtilega til að ég veit það bara alveg nákvæmlega…..segji enn og aftur, þetta er bara eitt stórt væl! Það eina sem vakir fyrir Evra er að ná góðu höggi á Suarez, það þarf engin að segja mér að fullorðnum kallmanni sé ofboðið þó einhver kalli hann negra eða eitthvað svona(ef hann þá gerði það)…allavega er mér skítsama þó ég sé kallaður svona nöfnum, lýsir þeim er þau talar meira en mér.  Hver las ekki sem krakki söguna um litla negrastrákinn …auðvitað á að hengja þann höfund og stimpla hann sem alræmdan KKK meðlim og kynþáttahatara…eða hvað?

    Vil síðan lýsa  yfir ótrúlegum vonbrigðum með greinarhöfund og sem Liverpool manni er mér ofboðið hans orð….mér ofbýður þegar maður sem segist vera Liverpool aðdáandi neiti að styðja sinn mann og er tilbúinn að hengja hann hafi hann sagt eitt “saklaust” orð.  Þetta finnst mér SKAMMARLEGT!

  62. #66 Einar Örn

    Þetta finnst mér ekki ólíkleg atburðarás…. 

  63. Spjallaði við vinkonu mína sem var í S.Ameríku á sínum tíma og hún segir sömu sögu og Einar, en svo er að sjá hvort íhaldsamir Tjallar taka svoleiðis trúanlegt.
     
    Ef ekki þá verður bara Suarez að standa undir því…

  64. shit hvað ég nenni þessu ekki…

    Þetta mál snýst ekkert um hvort að Suarez sé kynþáttahatari eða ekki. Þetta snýst um hvort að hann hafi sagt e-ð niðrandi um litarhátt Evra, sem gerir hann ekki að kynþáttahatar að mínu viti. Er sammála þeim ræðumönnum sem hafa sagt hér á undan mér að það að kalla einhvern “negra” og að vera kynþáttahatari er tvennt ólíkt. Það er himinn og haf þarna á milli. Horfið á Ross Kemp on gangs… þar sjáiði kynþáttahatara.

    Erum við í alvöru að tala um að það að Suarez gæti fengið 6 leikja bann fyrir þetta? Það skal enginn segja mér það að í hita leiksins þá sé orðið “negri” ljótasta orðið sem heyrist á vellinum.  

  65. Af hverju er negri svona ljótt orð?  Var bara einhver maður sem ákvað það og allir ákváðu að herma eftir honum?

    Alveg furðulegt. Það er ekkert niðrandi við að segja negri.

  66. Mitt mat á þessu máli er einfalt. Fyrst Liverpool FC styður Suarez með yfirlýsingu… þá stend ég að sjálfsögðu einnig við bakið á honum. Geri mér fulla grein fyrir því að þeir hljóta að vita mun meira um málið en ég og ég fylgi þeirra fordæmi enda held ég að góðir menn séu þar að stjórn núna!

  67. Jæja snúum dæminu aðeins við. Svartur segir við svartan “negri” og allt er í góðu, hvítur segir við svartan “negri” þá er þetta móðgun. Gott og blessað orðið á sér ljóta merkingu úr sögunni.
     
    Er þetta ekki bara kynþáttafordómar á hvítt fólk, að hvítur maður hefur ekki rétt á að segja þetta orð ÚTAFÞVÍ HANN ER HVÍTUR.
     
    Ég veit að þetta er öfgakennt en allt þetta vesen útaf einu orði, og hvað svart fólk NÝTIR sér þetta orð til samúðar og vorkunar útaf merkingu orðs sem varð til útfrá hræðilegum hlut í sögunni, er bull.
    Ég myndi ekki vilja lifa á einhverji minnimáttakennd sem svart fólk (ekki allir) virðast gera útaf orði, frekar að líta á alla sem jafningja litarlega séð.
    Auðvitað eru hræðilegir hlutir sem gerast útaf litarhætti en þeir eru ekkert hræðilegri en margt sem hvítur gerir við hvítan eð svartur við svartan gulur við gulan o.s.fr. þetta er allveg eins morð er morð, ofbeldi er ofbeldi og það á ekki að skipta máli liturinn.
     
     

  68. Vissulega er þetta “bara” eitt orð, orð sem er almennt talið niðrandi. Það er heldur ekki verið að tala um Suarez sé kynþáttahatari þótt vissulega megi draga þá ályktun ef hann hefur notað slíkt orðbragð, þarf líklega meira til en að segja eitt, tvö orð í hita leiksins. En fyrst og fremst snýst málið um að hann var með kynþáttaníð sem þarf ekki endilega að þýða það sama og að einstaklingur sé rasisti.
     
    Suarez, ef hann hefur lagt sér einhversskonar orð sem flokkast undir kynþáttaníð, er greinilega að æsa Evra viljandi upp með því að kalla hann “negra” eða eitthvað álíka (mér persónulega finnst negri ljótara orð en niggari þótt þau séu bæði ljót). Að fara þá leið eins og hann er sagður hafa gert til að æsa Evra upp er einfaldlega röng, er ekki “leyfileg” í nútíma þjóðfélagi og einfaldelga siðferðislega röng þrátt fyrir að við vitum öll að það er margt sem er sagt og gert inn á vellinum… í hita leiksins.
     
    Þessi aðferð er einfaldlega ekki ásættanleg, þótt menn séu æstir, og sem fyrirmynd þá verður einfaldlega að taka fyrir þetta. Kynþáttaníð á að útrýma, hvort sem menn segja eitt orð eða áhorfendur kasta banana og eru með apa hljóð inn á völlinn eða hvort menn koma með heimskuleg svör í fjölmiðlum eins og Blatter! 

  69. Mér þætti nú sex leikja bann vera ansi þungur dómur (skv. þessari frétt myndi Suarez fá það að minnsta kosti ef hann yrði fundinn sekur) fyrir það að kalla einhvernn ljótu uppnefni miðað við það að menn fá sjaldnar meira en þriggja leikja bann fyrir stór hættulegar tæklingar sem oft á tíðum endar með því að andstæðingurinn stórslasast. Þar á ég t.d. við tæklingu Essien á Haman árið 2005, tæklingin frá Shawcross árið 2010 sem fótbraut Ramsey eða tæklingin Lucas Neill á Jamie Carragher árið 2003. Ég veit að sum af þessum brotum voru óvilja verk (Shawcross) en þrátt fyrir það myndi mér finnast það vera fáránleg skilaboð frá FA að dæma menn í sex leikjabann fyrir kynþáttaníð en einungis í þriggja leikjabann fyrir grófar líkamsárásir.

    Heimild: http://www.visir.is/faer-suarez-sex-leikja-bann-/article/2011111119034 

  70. Það eru nú engin ljósár síðan ég var gutti, en samt nokkuð mörg ár, en þá lásum við bókina og sungum um 10 litla negrastráka ! ! !

    Gus Poyet stjóri hjá Brighton er líka á því að þetta sé bara djöf væl í evra litla.  Ég bara spyr, kallaði Suarez evra ekki bara ræfil ? Ég meina hann segist hafa kallað hann því sama og liðsfélagar hans ???

    YNWA   

  71. Nú er komið að Balotelli að gera eitthvað fyndið svo við drepumst ekki úr leiðindum.

  72. Ef eg væri með um 100.000 pund á viku þá máttu kalla mig 3 tonna geimbelju hvítaruslshyski allan  dagin. EVRA HÆTTU AÐ VÆLA !

  73. Annars ver Gus Poyet Suarez í þessu viðtali.  Einsog við mátti búast standast blaðamenn þó ekki frestinguna og setja sig á háan hest.  Kalla þetta “an astonishing attack”.

     Poyet er líka Úrúgvæi.  Ég hefði gaman að heyra hvað Chicarito kallaði Evra meðal sinna vina.  Mig grunar að það sé það sama og Suarez.

  74. Átti samtal við mann ekki alls fyrir löngu sem hefur reynslu af því að vera “óbreskur” einstaklingur í enska boltanum, þar sem við ræddum töluvert um ólíka meðferð fjölmiðla á einstaklingum eftir þjóðerni.  Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að ræða bara um Liverpool þarna, enda viðkomandi ekki að vinna fyrir okkar ástkæra klúbb.
     
    Hann lýsti því fyrir mér að þrátt fyrir allan þennan hóp erlendra leikmanna þá séu blaðamenn margir hverjir drifnir af því að erlendir leikmenn séu annað hvort “overpayed primadonnas” eða “taking up space from young british talent” og það séu viðhorf sem leikmenn átta sig á – í flestum tilvikum sé nýliðum í boltanum þarna bent á þessa staðreynd þegar þeir mæta til vinnu fyrsta dag, í hans tilviki voru það meðlimir þjálfarateymisins sem bentu honum á það, auðvitað í góðu.  Samherjarnir göntuðust með þetta en viðhorfið er til staðar og er þekkt.
     
    Guardian hefði ekki talað um “astonishing attack” ef að t.d. Pat Nevin hefði verið að tjá sig um Terry-málið.  Ég er alveg sannfærður um það, eins og ég er líka viss um að orð Poyet um spænska boltann eru rétt, þar í landi (eins og í Portúgal) eru einfaldlega svakalegir fordómar í gangi, ekki bara um þeldökka leikmenn, heldur fá S.Ameríkumennirnir ansi oft að heyra það og þá stundum vísað í fyrri yfirráð þessara Evrópulanda yfir “indjánaþjóðunum”.
     
    Vandinn er nú oft sá að við hér heima eigum það til að elta þessa blaðamennsku Bretanna og tala um “cry-babies” eða “dýfara” í takt við umræðuna.  Tölum stundum um breska fótboltann sem hinn æðsta og trúum því jafnvel eins og enskir að þeir vinni alla HM og EM-titla í boði.  Nennum ekki að horfa á “pissufótbolta” í öðrum löndum.  Á sama hátt slá allir fréttamiðlarnir okkar hér upp þessu máli Evra og Suarez sem ofboðslegri fyrirsögn, og benda jafn heimskt á og Bretar að mál Terry “sé annars eðlis enda lögreglumál”!!!
     
    Luis Suarez er stórkostlegur knattspyrnumaður, ekki líkur neinum öðrum í Englandi og mörgum klössum ofar en allir enskir framherjar.  Hann er sparkaður reglulega niður, oft af “real british talent” og situr uppi með það að vera kallaður dýfari fyrir það.  Vinnur yfirburðakosningar á Íslandi fyrir það og núna er hann úthrópaður sem rasisti um allt, þó að ekki liggi fyrir viðlíka sannanir og í máli “aumingja” Terry, sem notaði tivísun í snillinginn Georg Bjarnfreðarson þegar hann sagði það vera mikinn misskilning að hann hafi meint “you fu**ing black c***” eitthvað illa, hann og Anton hafi verið miklir vinir eftir leik og allt bara í góðu.
     
    Ég hef áður lýst því að ég held að Einar Örn hitti fullkomlega naglann á höfuðið í þessu máli, en vandinn er sá að þeir sem dæma þetta mál eru ekki jafn víðsýnir og víðförlir og sá snillingur.  Dómstóllinn er skipaður íhaldssömum Bretum sem oft á tíðum vilja “make an example” og finnst gaman að nýta sinn heimsveldiskarakter í að sveifla refsivendinum í átt að “óþekkum útlendingi”.  Eru það kannski fordómar?  Ég ítreka að ég er þarna líka að vísa í þetta samtal sem ég átti við þann Íslending sem ég áður nefndi.  Ég held líka að Gaui Þórðar hafi rætt þetta einhvers staðar eftir veru hans í Stoke.  Þetta er ekki eitthvað svona “allir eru vondir við litla Liverpool-gæjann”, heldur upplifun af andrúmsloftinu.
     
    Það er það sem ég meina með að Suarez karlinn verður að búa sig undir það að þola slíka framkomu á þessari fínu eyju og í þessari flottu borg.  Ef að hann stendur þetta af sér er ég sannfærður um að við fáum enn sterkari einstakling sem mun leiða liðið okkar til vegsemdar á næstu árum, því mótlæti styrkir sigurvegarana.  Ég hata að vitna í einhvern Scum-ara en ég bendi á Cantona nokkurn og hans frammistöðu þegar hann gafst upp á svívirðingum breskra fótboltabullna sem kölluðu hann iðulega “garlic eating frog” og missti sig í að gera mistök.  Hann kom sterkari til baka eftir það og ég vona að Suarez bregðist eins við þeirri holskeflu neikvæðni sem á honum dynur þessa dagana.   Við vitum öll sem höfum komið nálægt fótboltaleikjum að það viðgengst ógeðslegt orðbragð úr stúkum og inni á grasinu og í öllum þeim hasar þurfa leikmenn og dómarar að vinna, nokkuð sem er ekki einfalt!
     
    Ég veit ekkert hvað var sagt inni á vellinum, en það er alveg ljóst að dómstólar götunnar hafa gengið þannig frá að Suarez karlinn þarf að vinna úr þessu máli á öllum útivöllum.  Ég treysti því að hann finni okkar stuðning þegar hann er hjá okkur, því í hans fótum liggur framtíð liðsins.
     
    Ég verð á Anfield 9.desember og vonandi fæ ég að sjá hann spila og þá treysti ég því að ég geti vitnað í “Just can’t get enough” og látið hann finna það að hann er  elskaður af bestu aðdáendum í heimi.

  75. Skilaboð frá Google
     

    Advisory provided by

    Safe Browsing
    Diagnostic page for kop.is/2011

    What is the current listing status for kop.is/2011?

    Site is listed as suspicious – visiting this website may harm your computer.

    What happened when Google visited this site?

    Google has not visited this site within the past 90 days. Suspicious activity was detected over 90 days ago, but no data is available for the past 90 days.

    Has this site acted as an intermediary resulting in further distribution of malware?

    Over the past 90 days, kop.is/2011 did not appear to function as an intermediary for the infection of any sites.

    Has this site hosted malware?

    No, this site has not hosted malicious software over the past 90 days.

    How did this happen?

    In some cases, third parties can add malicious code to legitimate sites, which would cause us to show the warning message.

    Next steps:

    Return to the previous page.
    If you are the owner of this website, you can request a review of your site using Google Webmaster Tools. More information about the review process is available in Google’s Webmaster Help Centre.

  76. Það hryggir mig í þessari umræðu að það sé verið að tala um kynþáttafordóma og kynþáttaníð. Slík hugtök eiga sér djúpar rætur í sögu mannkyns og skilgreina hörmulega hluti gagnvart minnihluta hópum. Því miður viðgengst slík hegðun enn þann dag í dag. Af því er mikill ósómi og skömm.

    Það má samt ekki láta allt falla undir þessi hugtök því hættan er sú að þau þynnist út og tapi merkingu sinni. Við höfum mörg slík dæmi yfir önnur hugtök, sbr. orðið einelti sem er notað til að skilgreina mjög alvarlegan hlut en hefur því miður verið misnotað með þeim hætti að allt er kallað einelti í dag. Fyrir vikið hefur þetta alvarlega hugtak tapað svolítið merkingu sinni eða a.m.k. hefur fólk varan á sér þegar einhver talar um slíkt.
    Ef að Suarez hefur sagt neikvætt orð við Evra eins og sá síðarnefndi ásakar hann um er það vissulega honum til vamms. Væri það sérstaklega slæmt ef hægt væri að rekja röð atvika þar sem Suarez hefur haldið uppi slíkri hegðun. Að mér vitandi, er ekki svo . Fyrir mér er þetta því í mesta lagi vanhugsuð orð sem hann lét falla í ákveðnu samhengi og segja ekkert um karakter hans að öðru leyti. Ég efast ekki um það að allir lesendur kop hafa einhverntímann sagt eitthvað óhugsað án þess að það sé til marks um þá sem persónur.
     

  77. Málið í dag er að maður má andsk, ekki neitt. Ef þú tekur í öxl á barninu þínu og ert að skammast, þá er barnavermdunarnefnd komin, ef þú situr með barn þá ertu dörtý gaur og þú mátt varla kalla einhvern nöfnum eins og Einar Örn bendir á þá ertu kærður. Ég lenti í því að kona ein gerði það ítrekað að leggj í merkt bílastæði við blokkina og lagði svo í mitt stæði. Eg skrifaði bréf sem á stóð” þú ert að leggja í merkt stæði, ertu að þessu til að vera með leiðindi ” Skömmu seinna tjáði hún mér að hún ætlaði að tala við lögfræðing af því að ég sé með hótanir. Eg bara fatta ekki svona rugl og í hita leiks þá segja menn ýmislegt td, asni, fífl, sauður, krulli, bolla, osf, og þetta N orð, afhverju er þetta eitthvað slæmt? Flest allt í dag er gengið út í öfgar, það liggur við að maður megi ekki tala.

  78. eg styð minn mann, sama hvað, þetta er stærsti leikur arsins, og menn geta sagt margt sem þeir meina ekki i hita leiksins, og þar sem það var kitingur þeirra a milli allan leikinn, þu ættir ad skammast þin fyrir þennan pistil þinn,  ef þu ert alvöru poolari þa stenduru með þinum manni sama hvað, og serstaklega i erjum vid fifl ur united.okkar verstu ovinum.  okkar madur er buin ad gefa það ut hann se engin rasisti og það  s sð vera nog fyrir okkur, stuðningsmenn liverpool. þá annaðhvort sagði hann þetta ekki, eða sagði þetta i hita leiksins, og ser eftir þvi og vill sættast strax eftir leik…..  burt með þennan pistil frá þér takk fyrir,

  79. Að segja “helvítis negrinn þinn” er alveg eins og að segja bara “djöfuls fitubolla” eða “andskotans gleraugnaglámur”. Samt er það álit fólks að það fyrsta séu kynþáttafordómar.

    Kynþáttafordómar eru allt, allt öðruvísi.

    Þeir eru miklu verri. 

  80. Ég er þeirrar skoðunar að það að segja “negri” sé ekki kynþáttaníð. Ég er einnig þeirrar skoðunar að Evra sé Negri og það sé alls ekki Suarez að kenna.  Not getting the whole fuzz!

  81. Ótrúleg sumt sem menn skrifa hérna. Málið er einfaldlega þannig, ef Evra vill ekki vera kallaður ‘negro’, eða ‘negrito’, þá á hann ekki að þurfa að sitja undir því hvernig sem orðið er notað í landi í annarri heimsálfu. Maður var 50/50 á þessu  máli, þegar ekki var ljóst hvort Suarez hefði á annað borð sagt þetta. En ef hann sagði þetta, þá hefði hann algjörlega átt að vita betur.

  82. Shearer….ég vil heldur ekki vera kallaður eða flokkaður sem “sumir” ….er að spá í að kæra þig!

  83. Ég er ekki alveg að átta mig á þess og það er bara eitt sem ég get engan veginn skilið alveg sama þó Suarez hafi sagt þetta eða ekki og er ég alveg sammála Poyet að það er eitthvað skrítið þegar orð standa á móti orði að þá skuli vera ákveðið kæra. Það sem ég hef kynnt mér í þessu máli er að það er enginn sem segjist hafa verið vitni að þess og engar sjónvarpsupptökur staðfesta þetta. Terry þá var þetta komið á netið 5 mínutum eftir leik. Kannski er FA með eitthvað tromp í hendinn en þetta lítur allt mjög furðulega út. Er það virkilega svo í enska boltanum að það sé nóg að segja að einhver hafi sagt eitthvað til að það sé ákært? Væri bara nóg fyrir mig ef ég væri leikmaður þarna að segja að Rooney hafi kallað mig einhverju niðrandi orði til að hann yrði ákærður og jafnvel dæmdur?

    Varðandi þetta orð þá get ég ekki sett mig í spor svartra varðandi merkinguna á þessu orði. Negro sem þetta orð er komið af þýðir svartur og er til í ýmsum tungumálum og t.d. eins og menn hafa bent á þykir ekki dónalegt í sumum löndum. Þá er líka spurning hvort orðið sem við notum “svartur” sé ekki niðrandi líka. En við sem hvítir getum ekki sett okkur í spor annarra og sagt að þetta orð sé ekki niðrandi af því að okkur finnst það ekki. Okkar forfeður voru ekki hafðir sem þrælar fram á 20. öldina og við erum sem betur fer ekki beitt misrétti vegna litarhafts eins og er gert við margt litað fólk. Það er því ómögulegt fyrir okkur setja okkur í þessi spor og segja að þetta sé allt bara helvítis væl. Orð geta meitt og geta oft haft verri áhrif en líkamlegt ofbeldi, getið bara spurt þá sem hafa orðið fyrir einelti og heimilisofbeldi þá er oft bara notast við orð því þau hafa meiri áhrif. Getið líka spurt Zidane um það. Þannig að við skulum alveg fara varlega í því að tala um að þetta orð sé ekki svo slæmt því við höfum bara ekki hugmynd um hvaða áhrif það hefur á aðra.

    Ég man eftir því að hafa einu sinni verið kallaður negri í fótbolta leik þó ég sé nú nánast eins hvítur og menn geta orðið. Ég steig þá óvart á tánna á einum mótherjanum sem brást svona við með að kasta í mig grjóti (vorum að spila á malarvelli) og kalla mig helvítis negra. Mér fannst þetta nú aðalega fyndið en ég er ekkert svo vissum að ef ég hefði verið svartur á hörund að mér hefði þótt þetta eins fyndið. 

    Það að vera kallaður Ásinn hefur til dæmis bara góð áhrif á flesta en fyrir kokkinn frá Hornafirði hefur það ansi slæma merkingu. Þar sem hann náði aðeins að vera með einn réttan í getraunaleiknum í vinnunni:) 

  84. Finnst engum þetta kynþátta dót vera að fara í eina átt? er ekki að sjá marga hvíta,asíska eða latino menn vera að kvarta yfir einhverju svona.

  85. #93 hvíti maðurinn er ekki minnihlutahópur og hefur drottnað yfir öðrum kynum frá upphafi mannkyns.

  86. Negri VAR notað sem niðrandi orð. En þökk sé svörtum negrum sem leika í bíómyndum, rappa og leika í sjónvarpi þá er negri ekkert lengur notað á niðrandi hátt. Þetta er svipað og kæra mann fyrir að segja að hann sé að fara ríða hesti og á hann þá að vera vísa til að hafa mök við hest. Negri er ekkert lengur niðrandi orð.

  87. Mér finnst málflutningur sumra hérna til háborinnar skammar, kynþáttaníð á ekki að líðast, sama í hvaða liði maðurinn spilar. Það skiptir engu máli hvað knattspyrnumaðurinn hefur í laun og hvort hann sé í United eða Liverpool. 

  88. Þetta er bara ekki rétt Ási #96

    Negri VAR notað sem niðrandi orð. En þökk sé svörtum negrum sem leika í bíómyndum, rappa og leika í sjónvarpi þá er negri ekkert lengur notað á niðrandi hátt.

    Það get ég staðfest eftir að hafa búið í suðurríkjum Bandaríkjanna í fjögur ár. Það er enn bullandi rasismi gegn svörtu fólku, bæði á yfirborðinu og undir niðri. Þó svo að svartir rapparar og leikarar og whatever séu að nota orðin “nigger” um sjálfa sig, þá er það ekki leyfi fyrir aðra að nota þetta hatursfulla orð. Þetta orð hefur mikla merkingu, sama hvað einhverju fólki hér á Íslandi sem hefur aldrei búið í landi margra kynþátta segir. Það getur vel verið að þér finnst það ekki sanngjarnt og asnalegt að þú og aðrir “megi” ekki nota þetta orð, en svona er þetta meðan verið er að “claima” orðið aftur og ná af því stimplinum sem því óneitanlega fylgir. Furðulegt að vera að ræða þetta mál á þessum nótum…

  89. Negri VAR notað sem niðrandi orð. En þökk sé svörtum negrum sem leika í bíómyndum, rappa og leika í sjónvarpi þá er negri ekkert lengur notað á niðrandi hátt.
     

    Ok er það samt ekki þekkt hjá hvítum negrum ? Skillst samt á Jay-Z að það er ekki niðrandi að nota nigga en nigger er bullandi móðgun.

Kop.is Podcast #9

Manchester City tilkynnir mesta tap sögunnar