Chelsea 1 – Liverpool 2

ALGER GARGANDI SNILLD!!!!!!!!!!!

Af því að Kristján setti inn verulega verðskuldaða pirringsbyrjun síðast þá er kominn tími á að leiðrétta pirringinn.

ÞETTA ER ÞAÐ SEM HENRY OG FÉLAGAR BORGUÐU FYRIR!!!!!!!!

Og svei mér þá – blaðamennirnir fengu þá fyrirsögn sem þá langaði í….

Sigurmark leiksins skorað í blálokin af fyrrum leikmanni tapliðsins.

En það var hins vegar OKKAR handrit að fyrirsögninni og ég ætla bara að lofa því hér með að ég mun láta alla Chelsea – vini mína vita af mér á næstu mínútum, vikum og mánuðum. Þakka þeim fyrir þær 65 milljónir sem þeir réttu okkur fyrir leikmenn sem eru ekki nógu góðir í byrjunarliðið þeirra og aðeins rifja upp með þeim ummæli mín um stjörnurnar sem þeir ætluðu að væru í David Luiz og Juan Mata.

Not worthy of playing in a real shirt!!!

Nóg af grobbi, snúum okkur að leiknum.

Í síðasta podcasti vorum við allir sammála um að ef að kónginn vantaði eitthvað uppá í sinni stjórn á liðinu væri það taktísk hugsun. Eftir ömurlegan leik síðast er alveg ljóst að menn á Anfield lögðust yfir alls konar liðspælingar og útkoman kom allavega mér á óvart…

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Lucas – Adam
Bellamy – Kuyt – Maxi
Suarez

Bekkurinn: Doni, Downing, Carroll, Carragher, Henderson, Kelly, Spearing.

Semsagt, Maxi hefur ekki verið að fíflast í einhverri dóttur starfsmanna hjá félaginu, hann fékk að byrja í sennilega mikilvægasta leik tímabilsins. Við byrjuðum frekar aftarlega, en eftir um 10 mínútur færði liðið sig ofar í pressuna og fljótlega komu veikleikar varnarlínu Chelsea í ljós. Línan þeirra er eins bein og fjallgarður í Ölpunum, allir telja öftustu fjórir sig hafa yfir töluverðri tækni að ráða en þeir í rauninni hafa og flakka um vellinn eins og keisarar. Það var hjá þeim eins og þeim í sögu H.C. Andersen að þeir voru í raun berir og trekk í trekk hirtum við boltann inni á vallarhelmingi þeirra en því miður fórum við illa með þau færi sem við fengum lengst af. Sérstaklega átti draumurinn okkar, hann Suarez, erfitt lengi með að fókusa.

En á 33.mínútu náðum við forystunni í leiknum. John Obi Mikel bættist í keisarahópinn og taldi sig geta snúið með boltann 10 metrum utan teigs. Charlie Adam vann boltann af honum og eftir frábært einnar snertingar spil milli Bellamy og Suarez lagði #39 boltann þvílíkt óeigingjarnt á Maxi Rodriguez – hvern annan og sá vippaði boltanum yfir Cech og við verðskulað 0-1 yfir. Terry og Luiz litu ekki vel út og bakvörðurinn Ivanovic var einhvers staðar í burtu.

Vissulega óðum við ekki í færum en þriggja manna línan á bakvið Suarez var verulega öflug í pressunni, auk þess sem við fórum hratt á hæga vörnina. Þannig lauk fyrri hálfleik og við verðskuldað yfir.

Vilas-Boas breytti í hálfleik og þá kom í ljós að Torres vinur okkar er orðinn þriðji kostur í framherjalínuna! Sturridge kom inná og kraftur færðist í heimamenn. Það tók þá því miður alltof stuttan tíma að jafna og það gerði Sturridge á 55.mínútu eftir að Malouda fékk að komast óáreittur inn á okkar vítateig.

Fyrstu 25 mínúturnar í síðari hálfleik áttum við mjög erfitt. Þar fannst mér einmitt sú þriggja manna sóknarlína sem lék vel í fyrri vera vindlaus. Þeir vörðust mjög illa, fóru of aftarlega og Lucas og Adam urðu að vinna gríðarlega mikla vinnu sem sóparar. Þó urðu ekki mörg færi upp úr því og smám saman fannst mér draga af heimamönnum. Kóngurinn tók sig þá til og gerði góðar skiptingar, Maxi og Bellamy fóru útaf – báðir þreyttir eftir góða frammistöðu og Henderson og Downing komu inn fyrir þá.

Smátt og smátt náðum við tökum á leiknum og þegar Vilas-Boas ákvað að taka hættulegast mann Chelsea, Drogba útaf fyrir Júdas og minnkaði enn varnaráhersluna á miðjunni gerði ég mér vonir um að spá mín frá gærdeginum um sigurmark í lokin myndi rætast. Sérstaklega kom Henderson frískt inn í leikinn og á 85.mínútu átti hann frábæra rispu sem leiddi til þess að Kuyt skaut rétt framhjá eftir flotta lögn Downing og þá hugsaði maður, þar var sénsinn.

En 2 mínútum seinna kom svo sigurmark leiksins og svo það sé á hreinu að ef að einhver tippaði á markaskorara og úrslit í tölum eftir að hafa lesið upphitunina mína í gær, þá vill ég fá allavega einn öl fyrir!

Hægri vængurinn var mjög líflegur eftir innkomu Henderson og í stuttu máli æddi Glen Johnson upp allan kantinn, klobbaði varnarmann og sneiddi boltann með vinstri í fjærhornið, algerlega stórkostlega gert hjá drengnum, 1-2 og lítið eftir.

Carroll kom strax inná fyrir Suarez, sennilega til að verjast föstum leikatriðum, en Chelsea einfaldlega fékk ekki færi, enda Torres hreyfingarlaus upp á topp og eina skotfærið féll Meireles í skaut og hann minnti á sig og skaut næstum yfir stúkuna.

Gríðarlega mikilvægur sigur því í höfn, við höfum nú náð Chelsea að stigum og enn einn frábæri útisigurinn staðreynd. Þó Torres skipti okkur ekki miklu máli lengur þá var auðvitað extra mikil gleði að sjá hann jafn steindauðan og frá því hann fór frá okkur og það er morgunljóst að veikleikar Chelsealiðsins eru alltaf að verða augljósari.

Þetta lið er þungt og lítið samhæft, nær vissulega upp ágætum köflum inni í leikjum en halda ekki út heilan leik. Varnarlínan er bara einfaldlega slök og það þarf 3 – 5 leikmenn í þetta lið í heimsklassa á næstu árum.

En okkar menn áttu flottan dag, skipulag stjóranna gekk alveg upp og í dag hristir maður hausinn yfir að hafa efast. Varnarlínan lék afar vel og svei mér ef við getum ekki bara farið að hlýða Kristjáni og hafa Carra á bekknum. Mér fannst þeir tveir fyrir framan hafsentana leika feykivel, Lucas sópaði allt upp og Adam átti stóran þátt í báðum mörkunum. Bellamy, Kuyt og Maxi voru frábærir í fyrri hálfleik en sennilega er leikformið enn ekki nóg í 90 mínúturnar. Suarez átti erfiðan dag en náði þó nýjum mönnum í “klobbaklúbbinn” og er alltaf stanslaus höfuðverkur mótherjanna. Varamennirnir komu allir vel inná og vonandi er kóngurinn að fylgjast með því. SVONA á að nýta varamenn.

Mér gekk erfiðlega að velja mann leiksins en vel Lucas Leiva með Adam í öðru sæti og Johnson í þriðja.

Nú er bara komið að því að stíga enn eitt flott skrefið og vinna City í næsta leik, allt hjal um að við séum ekki á réttri leið hlýtur að þagna eftir þessa frammistöðu. Við erum með hörkulið.

Og aftur. Takk fyrir okkur Chelsea….

YOU SHOULD HAVE STAYED AT A BIG CLUB!!!!!!!

99 Comments

  1. Hahahahahahahahahahaha, gott að fá torres inná í vörnina þarna í restina 🙂

  2. Snilldin ein!!! Nú er bara að halda þessu áfram og detta ekki í meðalmennskuna aftur.
     
    YNWA

  3. Þetta var yndislegur leikur, og ekki skemmdi að sjá Torres og Meirales tapa þessu 🙂
     
    Vörnin var frábær og Suarez er einfaldlega geðveikur.

  4. Þetta voru Rafa menn sem sáu um að skora mörkin. Hann lifir hann lifir!!!

  5. Versta við þennan leik var að þurfa að hlusta á gary neville í 90 mín.

  6. Þvílík spá hjá Magga!  2-1 og Glen Johnson skorar sigurmark á seinustu tíu

  7. við vinnum þennan leik 1-2 og Suarez mun setja fyrra markið. Heimamenn jafna en á síðustu 10 mínútunum kemur mark úr óvæntri átt. Glen Johnson bara…

    Maggi klárlega með stórleik í uppphituninni

  8. Flottur fyrri hálfleikur og góð taktík að ganga upp.  Seinni ekki nærri því eins góður og þetta mark var alltof aulalegt – þegar maður skorar svona sjálfur í innanhúss old boys, þá hugsar maður “of auðvelt”.  Líka soldið kærulausar sendingar í fyrsta á köflum í seinni.
    Hægri bakvörður sem skorar með vinstri….notla bara rugl.

  9. þvílíkur leikur, var nýbúinn að skíta þegar ég kom og sá Glennaran skora en skeit samt á mig. JÁÁÁÁÁ 

  10. Frábær þrjú stig. Góður fyrri hálfleikur þótt sóknarleikurinn hafi ekkert verið sérstakur. En seinni hálfleikur var að mestu algjör hörmung hjá okkar mönnum. Ég blótaði Adam í sand og ösku en svo auðvitað átti hann þessa frábæru sendingu á Johnson, sem betur er. En ég fer ekki ofan af því að hann er alveg búinn á því eftir 60 mínútur í þessum leik sem öðrum. Og sóknarleikurinn byggist svo mikið á honum. Þegar hann hverfur þá hverfur sóknarleikurinn.

  11. Eigum við að ræða þetta þvílík snilld.Ekta gott að hafa meirrelles og torres inná þegar sigurmarkið kom COME ON YOU REDS

  12. Frábær leikur.
    Dásamlegt að þurfa ekki að hlusta á rekum Dalglish kórinn næstu vikuna.
     
    Kóngurinn tefldi djarft og kom Chelsea á óvart með uppstillingu sinni. Maxi nýtti færið sitt og kemur örugglega til með að byrja næst. Fyrsta markið var magnað, frábær pressa frá Adam og Bellamy gerði frábærlega að leggja upp markið.
     
    Mér fannst Adam besti leikmaður liðsins í dag, átti stóran þátt í fyrsta markinu og lagði upp annað markinu með frábæru marki. Hélt miðju Chelsea algjörlega útúr leiknum. Vonandi að hann nái að sýna stöðugleika og haldi áfram á sömu braut gegn City. 

  13. Frábær úrslit í mjög kaflaskiptum leik. Fyrri hálfleikur var okkar og seinni þeirra en við héldum út og kláruðum. Svakalega flott pressa í fyrri hálfleik sem skilaði góðu marki. Ég væri alveg til í að skila Carroll aftur og fá Torres til baka en það er kannski önnur saga. Frábær úrslit og endir á góðri helgi!

  14. Meiriháttar. Þeir eru búnir að sanna að þeir geta verið í toppbaráttu. Vinna Chelzki og Manjú heppið að sleppa með jafntefli um daginn. Nú þarf bara að ná í fleiri stig gegn “litlu” liðunum líka og þá er skútan komin í höfn og við í toppbaráttunni.

  15. Enrique var æðislegur.
    Skrtel var æðislegur.
    Adam var æðislegur.
    Suarez var klikkaður. 

  16. Skil ekki afhverju Johnson er ekki bara á kantinum og Kelly í bakverði… Glendan er bara ekki varnarmaður frekar er ég, en hann er btw hörku sóknarmaður

  17. Þetta var aldrei spurning eftir að við vorum orðinir 13 á móti 9 🙂

  18. Jáááááááá´

    Þvílík snilld að vera búnir að spila 2var við Torres og vinna í bæði skiptinn, en hvað er í gangi með leik lpool milli 55 mín til 70 í hverjum leik, held að dalglish þurfi að fara að athuga það……….

    En allavega 3 stig á móti Chelzki á stamford og Torres gat ekkert, er hægt að byðja um meira?

    YNWA 

  19. YYYEEESSSS!

    Geggjaður útisigur og flottur karakter að klára þetta! Liðin okkar sýnir stíganda og er heilsteypt.
    Reina var flottur eins og langoftast og liðið í heild sinni var flott. Hlakka til að sjá stóra prófið sem er framundan! Hræðist það ekki, er meira hræddur við leiki á móti Stoke, Swansea og Bristol Cream.
     

  20. Eftir Swansea-leikinn skammaði ég alla leikmenn liðsins utan Suarez fyrir að stíga ekki upp og hjálpa honum nóg, ætlast til að hann gerði allt saman sjálfur.

    Í dag þurfti Suarez lítið að gera. Félagar hans sáu bara um þetta.

    Sáttur. Bring on City!

  21. Verð að vera sammála #22 með Johnson. Mér fannst hann ekki nógu góður varnarlega í þessum leik og leikmenn chelsea fóru of oft fram hjá honum og náðu fyrirgjöf. Hann var hins vegar virkilega öflugur framávið sem skilaði sér í marki. Ég held að hann myndi alveg virka á kanntinum og hafa þá einhvern sem skilar betri varnarvinnu í hægri bak.
    En engu að síður mjög góður sigur… fannst svona heilt yfir allir standa sig vel í þessum leik. Enrique var magnaður eins og oftast og Suarez alltaf að gera varnarmönnum lífið leitt. Samt fannst mér við ekki pressa nógu mikið í seinni hálfleik eins og við gerðum í fyrri, en þetta skilaði sér þó í sigri, getum ekki verið ósáttir við það 😉
     
    YNWA

  22. Tær snild, og tala nú ekki um hvað þetta er mikilvægt fyrir næsta leik….

  23. Mér fannst Liverpool liðið vera lítið sem ekkert inní leiknum eftir að Sturridge var settur inná f. Mikel og Mata fór á miðjuna…
    Svo kom skipting þar sem Meireles og Torres komu inn og alltieinu fengum við meira pláss með boltan…

    Spurning hvort að Villa Boas eigi einhvern heiður að þessum sigri?

  24. veit einhver hvar hægt er að sækja leikinn?
    Gat ekki horft en langar mikið til að sjá þetta meistarastykki ;o) 

  25. Djöfull var virkilega gaman að sjá Johnson spæna sig upp völlinn, skapa usla og skora mark. Orðið alltof langt síðan maður hefur séð svona frá honum, djöfull líst mér á hann!

    Var virkilega ánægður með liðið í dag, leikmenn stóðu upp og unnu sína vinnu vel. Adam, maður leiksins að mínu mati, og Lucas voru frábærir á miðjunni, Skrtel var tveggja manna maki í miðverðinum og Reina frábær í markinu, restin af liðinu var svo mjög góð. Mjög ánægður með leikinn og úrslitin!

  26. Snilldar leikur og frábær úrslit…
    Mitt mat á manni leiksins er (þeir eru reyndar 2) Skrtel og Lucas…
    Lucas var að stoppa rosalega margar sóknir sem er eitthvað sem ekki anti Lucas menn sjá ekki, átti held ég aðeins eina feil sendingu og stóð sig mjög vel…Skrtel var rosalega duglegur að hreinsa og halda mönnum í burtu frá Reina. En annars voru allir góðir í liðinu, Adam var frábær og Suárez er náttúrulega eitthvað sem við þurfum ekkert að ræða frekar.
    Topp leikur og topp úrslit….ég er glaður (°°,)

  27. Þvílíka sendingin sem Adam átti í seinna markinu, Jálkurinn stóð sig bara vel í dag

  28. Magnaður sigur hjá okkar mönnum virkilega flott spill sérstaklega í fyrri hálfleik eina sem mér fannst ömurlegt við þennan leik var þegar Carroll kom inn á guð minn allmátugur maður var einfaldlega sorglegur 

  29. taldi 4 stig úr chelsea , city leikjunum stórgott. Nú vil ég fá 7 stig úr þessum 2 leikjum

  30. Yndislegt! En mikið þurfti Glen á þessu að halda. Hann náði ekki að stoppa eina einustu fyrirgjöf í vörninni og ég var orðinn verulega pirraður á honum.

  31. Reina er klárlega maður leiksins í mínum huga. Þvílík varsla. Hefði örugglega endað á annan veg ef Chelsea hefði komist í 2-1.

  32. Adam said: “I’d like to dedicate the win to Brad Jones who had a difficult week losing his son.
     
     

  33. Charlie Adam klárlega maður leiksins, stal boltanum sem endaði með því að fyrra markið var skorað og átti síðan frábæra sendingu á Johnson sem kláraði síðan leikinn.

  34. Þaaað sem að við lærðum af þessum leiik er að Andy Carroll er EKKI eitt mesta tæknitröll í heimi og Torres er með allt niðrum sig !

  35. sett hvad tetta var godur leikur en mer finnst ad jhonson eigi ad vera a kanntinum og kelly i bakverdi da er tetta gott lid en liverpool er med gott lid.

  36. Það er varla hægt annað en að velja Glen Johnson mann leiksins eftir að hafa skorað þetta sigurmark. Annars bara allt liðið maður leiksins í þetta skipti þó að það vanti alltaf eitthvað smá uppá að halda boltanum betur… Frábær sigur og vonandi fylgja þeir þessu eftir

  37. Það er langt síðan ég fagnaði svona vel yfir fótboltaleik.
     
    Jón: algjörlega sammála.
     
    Glen virðist vera miklu meiri kanntur í sér en bakvörður.

  38. Glæsilegur taktískur sigur hjá kónginum. Menn eru að þakka Rafa fyrir þennan leik… Johnson og Maxi gátu nú ekkert þegar hann var með liðið. Það var ekki fyrr en Kenny kom að menn einsog Skrtel og Maxi stigu upp. Ég er ánægður með impactið hjá Henderson af bekknum. Drengurinn á svo sannarlega að fá að spreyta sig inná miðju. Mun meira flæði þegar hann er þar. Snilldar sigur og Kenny er strax farinn að undirbúa liðið fyrir næsta leik. 

  39. Afskaplega sáttur við leikinn í dag, að undanskildu fyrri hluta seinni hálfleiks. 

    Ég sé að sumir hérna vilja fá Johnson á hægri kantinn í staðinn fyrir bakvörðinn. Ég er nú ekki alveg viss um að hann myndi funkera betur þannig. Hann er frábær sóknarbakvörður sem kann að nýta plássið með því að koma seint inní sóknir og overlappa kantmanninn sinn.

    Allt þetta pláss sem skildi Johnson eftir á auðum sjó í seinna markinu var vegna þess að hægri kantur Liverpool sótti inná miðjan völlinn og dró þannig varnarlínu Chelsea með sér. Þetta pláss nýtti bakvörðurinn Johnson sér með því að sækja fram og Adam með sendingargetu sinni náði að koma boltanum fljótt til hans í einni sendingu. Ef Johnson hefði verið á hægri kantinum í þessari sókn, þá hefði hann þurft að sinna því að sækja inná miðjuna og toga varnarlínu Chelsea með sér og treysta á að (sá sem margir vilja að sé fyrir aftan Johnson sem er Kelly) Kelly myndi sækja fram á restina af varnarlínu Chelsea. Ég veit ekki með ykkur, en ef við ætlum að spila með sóknarbakverði þá vil ég frekar sjá Johnson heldur en Kelly í þessari stöðu að sækja á markið eða með overlappi. Hins vegar tel ég að varnarvinnan hjá Johnson sé mjög svo ábótavant og Kelly sé betri varnarlega en Johnson.

    En þarna var sóknarbakvörðurinn Glen Johnson að spila sem bakvörður að nýta svæði sem kantmaðurinn fyrir framan skapaði fyrir hann, og einstaklega vel gert af honum að keyra svona beint á markið og klára þetta færi…

    afskaplega ánægður eftir leikinn í frábærri stemningu á Górillunni….

    kv.
    Andri Freyr 

  40. Það er mjög jákvætt þegar menn geta ekki komið sér saman um mann leiksins.

  41. Sammála þeim sem tala um varnarvinnuna hjá Glen, ef ég man rétt þá var hann flottur í fyrra sem eins konar “wing back” og þá með þrjá hafsenta. Mig minnir að þannig hafi kóngurinn stillt upp liðinu á móti united í einum af fyrstu leikjunum eftir að hann tók við. Sakna þess að hann noti það kerfi ekki meira, þ.e. 3-5-2

  42. Maður er kannski ekki alveg að slá í gegn í Fantasy leiknum en mér er svo sama þegar svona úrslit líta dagsins ljós. Frábært að loksins skuli þetta handrit eiga við okkur, þ.e. að við séum að skora sigurmark eða úrslitaráðandi mark í lok leiks. Alltof oft hafa nágrannarnir litlu í Manure gert þetta … nú var það okkar, og sætt… svo ótrúlega sætt … að vita til þess að Torres hefur tapað öllum viðureignunum á móti Liverpool sem hann hefur tekið þátt í …
    Áfram Liverpool!

  43. Adam er klárlega maður leiksins, þetta var hans besti leikur í rauðu treyjunni hingað til. Hann var endalaust á ferðinni, skapaði mörkin tvö og var sífellt vinnandi tæklingar á báðum vallarhelmingum. Annars finnst mér merkilegt að fáir skuli minnast á þá staðreynd að Liverpool vann þennan leik án hjarta og heila liðsins; Carra og Gerrard. Fyrir ári síðan hefði það verið ógerningu, fyrir þremur árum hefði maður bara gert eitthvað annað en að horfa á leik með liðinu ef þessa tvo vantaði. Það segir sitthvað um þá miklu liðsheild sem Kenny Dalglish er að skapa; þetta hefur verið mikil prófraun á liðið; versta útkoman var leikurinn gegn Swansea, besta útkoman; klárlega sigurinn á Chelsea og WBA. 
    Ef menn vilja hafa áhyggjur, sem er heimsins eðilegasti hlutur, þá er það sóknarleikurinn án Gerrard. Hann er eilítið einhæfur og það er, að mínu mati, lífsspursmál að hann verði með gegn City. Ég hef einhverja trú að Liverpool verði liðið sem nái að stöðva sigurgöngu City-liðsins en falli svo úr leik gegn Chelsea á þriðjudeginum (sem ég held að reki Andres Villas Boas áður en vikan er úti; það er svolítið öðruvísi að vera með Porto og vera með Chelsea og það getur verið ansi íþyngjandi að vera með eiganda liðsins á bakinu).
    Sigurinn er hins vegar klárlega sá mikilvægasti á tímabilinu og liðið hefur nú unnið bæði Chelsea og Arsenal á útivelli og gert jafntefli við United heima. Og þetta var stórsigur fyrir Kenny Dalgish og hans menn, áhættan hans borgaði sig…

  44. Reina er allan tíman maður leiksinns. hann bjargaði okkur að lenda ekki undir og þá hefði þetta orðið enn erfiðara fyrir okkur. en þetta náðist og 3 stig í hús í stað 0eða1 

  45. Frábær sigur, það verður ekki annað sagt, og flott að heyra Adam tileinka Brad Jones þennan sigur.

    Leikurinn var hinsvegar svona svona. Bara eins og tímabilið hefur eiginlega verið. Liverpool virðist ekki geta púslað saman góðum 90 mínútum í eina heild. Eins og fyrri hálfleikurinn var frábær, þá var bara eins og Liverpool hefði ekki mætt til leiks í seinni hálfleik.

    Ekki bjóst ég við miklu þegar Henderson og Downing komu inn – þetta eru ekki beint þeir leikmenn sem hafa hrifið mig á tímabilinu, og ekki heldur þessir “match”-winnera sem liðið þarf.

    Hviss bamm búmm! – Adam hefur klárlega horft á minn mann Alonso vera að spila, kóperað eina sendingu frá honum, negldi boltanum upp hægri, og Chelsea hefði alveg eins getað skellt öllum sínum milljón leikmönnum á marklínuna – Glen Johnson var alltaf að fara að skora úr þessu færi.

    Ömurlegur seinni hálfleikur kórónaður með frábærri sendingu, frábæru marki og sigur. Takk fyrir þrjú stig, Chelsea. Við hötum ekkert að vinna ykkur 🙂

    Hversu ömurlegt er það samt að geta labbað í burtu frá Stamford með 3 stig (og 65 milljónir punda) í farteskinu, en mega svo þakka fyrir ná jafntefli gegn nýliðum deildarinnar á okkar eigin heimavelli?!?!

    Homer 

  46. Frábært mark hjá Johnson í lokin. Annars fannst mér Adam vera maður leiksins. Þessi gaur á eitraðar sendingar sem gera oft gæfumuninn. Enrique var líka feikigóður. Það var við hæfi að Torres og Carroll kæmu inná undir lokin – báðir voru þeir sorglega lélegir. Annars var þetta frábær sigur.  Nú þurfum við bara líka að vinna litlu liðin. YNWA.

  47. veit einhver hvar maður getur fundið link á leikinn?…. væri til í að dl honum, þar sem maður gat ekki séð hann í beinni…

  48. Sælir félagar
     
    Frábær skýrsla, frábær leikur, frábær úrslit og frábær 3 stig á örlagastundu.  Treysti mér ekki til að velja mann leiksins en nokkrir koma til greina
    og þar á meðal Reina. 
    Til hamingju Púllarar fjær og nær og þetta er upphafið að rosalegu rönni hjá okkar mönnum.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  49. Ég var að horfa aftur á mörkin úr leiknum og tók þá eftir því að Malouda var sá eini sem fagnaði með Sturridge í Chelsea markinu, ætli mórallinn sé frekar neðarlega hjá þeim bláu um þessar mundir?

  50. 36. Dabbi says:
    20.11.2011 at 18:31
    Magnaður sigur hjá okkar mönnum virkilega flott spill sérstaklega í fyrri hálfleik eina sem mér fannst ömurlegt við þennan leik var þegar Carroll kom inn á guð minn allmátugur maður var einfaldlega sorglegur 
     
    Olllllli says:
    20.11.2011 at 18:48
    Þaaað sem að við lærðum af þessum leiik er að Andy Carroll er EKKI eitt mesta tæknitröll í heimi og Torres er með allt niðrum sig !
     
     
    Eru menn í alvöru að koma inn eftir að hafa unnið Chelsea á útivelli og commenta á að Carroll sem kom inná á 89 min hafi ekki verið góður………eruð þið að grínast??

  51. Oft koma kaflar byrjun eða miðjan seinni hálfleik þar sem liðið einfaldlega er ekki að standa sig og ég tel það vera svolítið tengt Adam þar sem hann virðist ekki hafa úthald í heilan leik ennþá og það tekur liðið 10-15 mínútur að aðlagast því þegar hann er ekki að hlaupa jafn mikið. Þá finnst mér að King Kenny ætti að prófa að gefa Hendersson tækifæri á miðjunni og einfaldlega hvíla Adam og sjá hvernig það kæmi út. Ég hef mikla trú á Hendersson tel hann betur nýttan á miðri miðjunni frekar en að vera hægri kantur sem sækir inn á miðju. 

    Þarf lítið að segja um leikinn, allir hér fyrir ofan búnir að segja það sem segja þarf 🙂

    YNWA 

  52. þarf að hrósa reina sérstaklega fyrir þessa vörslu hans eftir frekar rólegan dag. þetta einkennir heimsklassa markmenn, að hafa frekar náðugan dag og geta dregið svona vörslu uppúr skúffunni. drengurinn er einfaldlega 2-3 besti markmaður í heiminum í dag ! 

  53. Fór í sund í dag rétt fyrir leik sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég greip í flýti með mér bláleitt handklæði og skellti í pokann. Mér til mikillar skelfingar reyndist þetta vera Chelsea handklæði sem einhvernveginn dagaði uppi á mínu heimili. Ég var lengi að hugsa mig um hvort að ég ætti að hoppa til og frá þar til ég yrði þurr eða láta mig hafa það að nota handklæðið. Eftir smá umhugsun ákvað ég samt að þurrka mér en þrífa þess í stað sérlega vel alla óæðri staði líkamans (taldi þar með að ég væri að “undo-a” handklæðið). Mér fannst þetta allt saman tóna mjög vel saman þegar Liverpool tók þá síðan í r…… í lok leiksins í dag 🙂 

  54. Hvað haldið þið að Kenny komi til með að gera varðandi Carragher ?
    Á meðan að Agger helst heill og Skrtel spilar eins og engill þá sé ég allavega ekki tilgang í því að taka annan þeirra úr liðinu til þess að koma Carragher í liðið.
    Ég vona að vörnin verði bara eins í næstu leikjum enda gríðarlega mikilvægt að breyta ekki mikið varnalínunni og á meðan að Enrique, Agger, Skrtel og Johnson spila vel þá vil ég halda þessum mönnum.
    Spurning hvort að dagar Carra séu liðnir sem lykilmaður í vörninni hjá okkur ?

  55. það sjá það allir sem vilja að þetta er okkar sterkasta vörn sem við spiluðum með í dag

  56. Óþarfi að drulla yfir Carroll eftir þennan leik, það sást vel að drengurinn var virkilega stressaður þegar hann fékk boltann og panikkaði. Enda ekki auðveld að koma inná í svona leik þegar maður er pressaður í drasl. Mér fannst rétt hjá Dalglish að setja hann inná, um að gera að láta hann fá tilfinninguna fyrir þessum stóru leikjum.

  57. Frábær sigur og sannarlega gaman að geta fagnað með látum sigurmarki á erfiðum útivelli.
    Heilt yfir fannst mér Liverpool vera betri aðilinn í leiknum og sigurinn verðskuldaður, eina sem skyggði á annars flottann leik okkar manna voru þessar fyrirstu 20 mín í seinni hálfleik, þar sem pressa Chelsea manna skilaði jöfnunarmarki.
     
    Mér fannst allir sem einn spila vel í leiknum, Suarez var eins og vanalega að valda miklum vandræðum hjá andstæðingunum þrátt fyrir að ná ekki að skora.
    Adam, Enrique, Maxi, Lucas, Reina……..eins og ég segi allir voru að standa sig.
    Einstaklega gott að sjá Maxi nota tækifærið og Bellamy líka.
     
    Ég satt best að segja veit ekki hvernig Carra á að ganga inn í vörnina aftur að öllu óbreyttu, en það flokkast sem lúxus vandamál : )
     
    Til Lukku öll með sigurinn : )

  58. Til hamingju Liverpool aðdáendur með frábæran sigur! Samhryggist Brad Jones mjög með son hans.

    Er búinn að kalla eftir því lengi hér að nota 4-2-3-1 leikkerfið oftar, pressa andstæðinga okkar meira og nota Bellamy og Maxi. Loksins gerðist það og mjög mikilvægur útisigur var útkoman. Frábær pressa hjá Adam í fyrsta markinu og flott spil hjá liðinu en að sama skapi hræðileg dekkning hjá Adam í marki Chelsea. Bætir þetta svo upp með fínni sendingu í seinna markinu. Glen Johnson var keyptur á morðfjár til að gera einmitt þetta. Ekki besti varnarmaður í heimi en hefur þennan x-faktor og getur gert gæfumuninn í toppleikjum. Er þó ekki sammála þeim sem vilja setja hann á hægri kantinn.

    Ég spáði Glen góðu gengi á þessari leiktíð en hann hefur verið mikið meiddur eins og fleiri. Ef við hefðum heimklassa miðvörð við hlið hans til að loka og Johnson næði hraðanum og tækninni upp aftur og hefði 100% sjálfstraust þá gæti hann verið ómetanlegur fyrir Liverpool næstu ár. Kuyt hugsanlega seldur í janúar og þá er að finna teknískan hægri kantframherja sem er nógu hraður og klókur til að eigna sér hægri kantinn með rakettunni Glen Johnson. 

    En já þetta Chelsea lið. Það bara vantar eitthvað mikið hjá þeim í augnablikinu. Boas hugsanlega að breyta of miklu ríghaldandi í sitt leikkerfi. Liðið bara of gamalt og hrokafullt til að höndla þennan nýja fótbolta. Svo hef ég svipað álit á Brassanum Ramires og honum Lúkasi okkar. Chelsea er einhvern veginn bara búið að missa taktinn sem það hafði á miðjunni. Góðir og vinnusamir en líkamlega veikir brasilískir miðjumenn eru bara ekki sigurvegarar og vinna ekki titla á Englandi. 

    Sigur í næsta leik yrði algjörlega frábær. Þá yrði þetta season komið back on track.
    Bring on Man City segi ég nú bara! 

  59. Maður leiksins að mínu mati Reina varði í stöðunni 1-1.Varsla sem örfáir markmenn leika eftir.Johnson hefði komið til greina en átti slaka kafla í vörninni.Strax farinn að hlakka til næstu helgi Y.N.W.A

  60. Nr. 1 Frábær sigur hjá okkar mönnum – kominn tími til að Liverpool vinni leiki á síðustu mínutunum…
    Nr. 2 Mikilvægt að fá Reina aftur í gang – hann hefur verið slappur það sem af er tímabilinu og við þurfum klárlega 1-2 heimsklassa markvörslur í mikilvægum leikjum.
    Nr. 3 Frábært að sjá að Dalglish er að fatta að Carragher er að verða allt of hægur fyrir úrvalsdeildina… Eins mikil meistari og hann er þá er óumflýjanlegt að það hægist á mönnum með aldrinum.
    Nr. 4 Næst á Henderson að spila á miðjunni – Þetta er okkar framtíðarmiðjumaður.
    Nr. 5 Bellamy stóð sig vel sem er frábært upp á samkeppnina í liðinu.
    Nr. 6 Adam var góður í dag en manni fynnst samt vanta svoldið upp á formið.
    Nr. 7 City’s going down at Anfield!

  61. Rooooosalega er ég stoltur af okkar mönnum! Líður eins og stoltum faðir..

    Erfitt að velja mann leiksins því það voru margir flottir.
    Helstu nöfn að mínu mati: Skrtel(svaakaleg bæting á þeim manni!), Johnson (Kanntmaðurinn okkar), Enrique (Bestu sumarkaupin) og Reina (Ef hann hefði ekki bjargað okkur nokkrum sinnum alveg svakalega held ég að við hefðum farið með 0 stig af brúnni).

    YNWA 

  62. Yndislegur sigur.  Mér fannst við vera miklu betra liðið í fyrri hálfleik, en það er áhyggjuefni hvernig okkar menn koma útúr hálfleiknum.  Það gerist trekk í trekk að þá kemur slappur kafli.  Þetta mark hjá Sturridge var svo skelfilegt að fá á sig.

    En í heildina var miklu meira jákvætt í þessum leik en neikvætt.  Miðjan og mið vörnin eiga skilið mikið hrós – þeir fjórir voru allir frábærir, sem og Reina í markinu.

    Ég veit að maður á ekki að vera að spá of mikið í Torres eftir svona ánægjulega leiki hjá okkar mönnum, en maður getur ekki trúað öðru en að hann sjái verulega mikið eftir því að hafa skipt um lið.  Þetta Chelsea lið hefur ótrúlega marga galla og stemningin í liðinu virðist vera engin.  Sjáið til dæmis mun á því hvernig okkar menn tryllast í fagnaðarlátunum og svo “fögnuðinum” hjá Sturridge.  Hann dansar lítinn dans, sér svo að ENGINN kemur að fagna honum og því hleypur hann tilbaka, þar sem að Malouda klappar honum.  Fyrir mér segir þetta mikið um stemninguna hjá Chelsea.

    Ég veit að Chelsea eiga ennþá miklu meiri pening en Liverpool, en ég verð að segja að ég myndi miklu frekar vilja hafa þann hóp og þjálfara sem við eigum hjá Liverpool heldur en þennan Chelsea hóp.  Og hversu dauð getur stemningin á þessum velli eiginlega verið?  Það er átakanlegt.

    En frábær sigur hjá okkar mönnum! Bring on City!

  63. Stórkostlegur sigur. Ég var orðinn verulega stressaður í seinni hálfleik á þessu down-tímabili okkar þar sem Chelsea menn eignuðu sér miðjuna og menn eins og Lampard -sem Lucas og Adam PÖKKUÐU í fyrri halfleik- fóru að láta bera á sér fyrir framan teiginn hjá okkur. Þá voru Agger og Skrtel mikilvægir og stóðust pressuna vel utan við markið. Mér fannst skotið/sendingin vera þannig að það hefði átt að vera hægt að stíga fyrir mennina á fjær. Djöfull var svo ljúft að sjá Glen Johnson setja sigurmarkið!

    Eitt sem ég veit ekki hvort hefur verið nefnt hér… hryllilega er vinstri bakvörðurinn okkar solid leikmaður! Hann gjörsamlega hló að Mata aftur og aftur í leiknum og á endanum var Mata færður á miðju/vinstri þar sem hann náði nokkrum ágætis sprettum og plataði Johnson m.a. illa einu sinni. En hann komst bara ekki skrefi framúr Enrique allan leikinn.

    Er orðinn mjög spenntur fyrir City leiknum en er ekkert alltof sigurviss þó eftir að hafa horft á þá lulla yfir Newcastle. Við verðum klárlega að eiga toppleik. Ég er þó mun bjartsýnni á toppleik um næstu helgi eftir daginn í dag!

     

  64. Sælir

    Ég las ekki öll kommentin svo ég veit ekki hvort að þið eruð eitthvað búnir að vera að ræða þetta en hann Carragher okkar á bara að vera á bekknum! Skrtl og Agger eru betri saman finnst mér.
    Myndi svo vilja sjá Coates springa út og verða af heimsklassa og koma inn fyrir skrtl !  

    YNWO

  65. Frábær leikur. Kuyt var reyndar á hægri kantinum (hann hélt Cole í algjörri gíslingu) og Bellamy frammi: http://soccernet.espn.go.com/gamecast?id=318049&cc=5739 

    Í fyrri hálfleik spiluðu þeir nokkurskonar 4-4-2 þar sem Suárez og Bellamy skiptu reglulega um stöður: http://www.zonalmarking.net/2011/11/20/chelsea-1-2-liverpool-johnson-tactics/

    Verð að kommenta aðeins á Chelsea kaflann, vandamál þeirra er langt frá því að vera skortur á góðum varnarmönnum. Terry, Cole, Luiz og Ivanovic eru allt byrjunarliðsmenn í feiknasterkum landsliðsvörnum og spiluðu mjög vel bara síðast í vor. Það sem hefur breyst er að AVB lætur þá pressa mjög hátt á vellinum og það hentar einfaldlega ekki þessum leikmönnum (hraðinn er t.d. ekki beint sterkasta hlið John Terry). Hann er með öðrum orðum að breyta þessu liði alltof hratt, ekki ólíkt því sem “sá sem ekki má nefna” gerði við Liverpool síðasta haust.

    Charlie Adam átti hér stórleik en auk þess að vinna boltann í fyrra markinu átti hann frábæra sendingu á Johnson sem bjó til það seinna. Svo vann hann vel ásamt Lucas bæði í vörn og sókn. (Hann virðist vera svolítill big game player sbr. frammistöðu hans á Anfield á síðustu leiktíð).

    Varnarlínan var einnig frábær, báðir bakverðirnir flottir og Agger og Skrtel eru klárlega besta varnarpar liðsins í dag. Þessi lína, ásamt Reina, er hreinlega ein sú besta í deildinni sem sést á fáum mörkum sem liðið hefur fengið á sig á leiktíðinni (fæst allra liða).

    Þess má að lokum geta að þessi tvö mörk komu úr aðeins þremur skotum á ramman. Það er greinilegt að eitthvað er að skila sér, bæði á æfingasvæðinu og á teikniborðinu.

  66. Úff ég skil ekki hvernig menn geta ekki fundið pínulítið til með Torres. Mér finnst hann í raun ekki vera neinn Júdas, hann vildi vinna titla og átti ekki marga valkosti, fengum líka mikla peninga fyrir hann. Ber tetta ekki saman við Owen til dæmis. En þvílíkt feil hjá honum að fara til Chelsea. Hann dauðsér örugglega eftir þessu en getur aldrei tekið til baka. 

    En æðislegur sigur og óendanlega mikilvægur. 

  67. Flottur sigur hjá LFC í dag, en höldum okkur á jörðinni. Vörn Chelsea hefur verið í basli í allan vetur, en vörn City hefur aftur á móti verið sterk. En þetta ætti að koma mönnum í gírinn fyrir næstkomandi leik.

  68. Frábær sigur á erfiðum velli og hrikalega hressandi eftir “tapið gegn Swansea og þessa þrjá mánuði sem fóru í landsleiki eftir þann leik. 

    Loksins loksins fengum við að sjá sama Liverpool lið og var að spila á síðasta tímabili eftir að Dalglish bjargaði okkur frá #$% Hodgson. Tvo holding miðjumenn með fjóra sókndjarfa leikmenn sem pressa allir mjög vel og skipta stöðugt um stöður ásamt sókndjörfum bakvörðum. Stundum bara passar ekki að nota stóran lurk og einhæft kerfi. Ég var a.m.k. sæmilega sáttur við að sjá Carroll á bekknum í dag og eiga hann frekar inni ef á þyrfti að halda. Eins var ég sáttur við að sjá Henderson fá frí frá hægri kantinum enda hefur hann alls ekki náð að finna sig í þeirri stöðu og taka þátt í því flæði sem við viljum sjá frá þessari stöðu.

    Þetta var mikið líkara gamla góða 4-2-3-1 og þetta var ekta leikur til að spila það kerfi og persónulega vill ég sjá Liverpool leggja upp með þetta. Maxi kom frábærlega inn í leikinn og ég verð hissa ef hann hefur ekki slegið Carroll úr liðinu í smá tíma enda bara betri leikmaður eins og staðan er akkurat núna. Bellamy var einnig flottur í dag, alltaf ógnandi og gerði mjög vel í markinu. Þeir hafa í það allra minnsta sett rosalega pressum á þá Downing, Carroll og Henderson að standa sig í næsta leik því það er bullandi samkeppni um stöður í liðinu. 

    Með fjóra menn fyrir framan sig að pressa eins og þeir eigi lífið að leysa verður lífið auðveldara fyrir Lucas og Adam sem báðir voru mjög góðir í dag (Adam klár maður leiksins fyrir mér) og þeir þurfa á þessari hjálp að halda. Þeir hafa á köflum í vetur lent undir á miðjunni og vantar augljóslega hjálp frá miðjumanninum sem víkur er Suarez og Carroll spila saman upp á toppi. Seinni hálfleikur var alls ekki eins góður og sá fyrri og kannski eðlilega, Bellamy og Maxi hafa ekki spilað mikið og ráða ekki við 90 mín í svona leik og Suarez og Kuyt voru að ég held báðir í landsliðsverkefnum í vikunni og það dró af þeim. Chelsea breytti um kerfi og gekk aðeins á lagið og höfðu algjöra yfirburði fyrsta hálftímann í seinni eða þar til þeirra menn fóru að þreytast líka og Dalglsih tók upp á því að nýta varamannabekkinn sinn sem var ótrúlega ánægjuleg nýbreytni sem skilaði öllum þremur stigunum í dag.

    Varnarlínan er síðan að mínu mati sú sterkasta sem við eigum í dag þó ég vonist til að Coates slái Skrtel út fljótlega (þessu tímabili eða næsta). Johnson og Enrique er báðir fínir sóknarlega og Enrique reyndar frábær varnarlega líka, mikið mikið betri en ég hélt. Johnson er síðan ekki eins slæmur varnarlega og af er látið en hann skliur augljóslega eftir sig pláss þegar hann brunar fram völlinn og lítur hroðalega út þegar hann er ekki í leikæfingu. Hann er samt betri heilt yfir en Kelly og Flanagan og þá sérstaklega sóknarlega. Aurelio er síðan frábært back up fyrir Enrique ásamt auðvitað Robinson. Skrtel er síðan fínn leikmaður og var frábær í dag. Félagi hans í miðverðinum er þó sá sem er lykillinn af þessu öllu saman og við bara megun ekki við meiri meiðslum frá honum.

    Flottur sigur og alltaf gaman að taka svona leiki vitandi að við eigum Steven Gerrard alveg inni. Auðvitað eigum við líka Carragher inni og hann verður lykilmaður í liðinu held ég áfram og kemur líklega inn bara strax í næsta leik fyrir Skrtel (er ekki að óska eftir því). Engu að síður finnst núna loksins kominn tími á að setja Carra í 2. eða meira 3. sætið í goggunarröðina fyrir miðverði. Hann ásamt vinum sínum í Terry og Ferdinand eru komnir vel áleiðis yfir það besta og þurfa að fara hleypa yngri mönnum að mjög fljótlega á hæsta leveli. 

    Meira svona takk.  

    Aðeins varðandi Chelsea þá vona ég innilega að þeir losi sig fljótlega við AVB og gefi honum lítinn tíma. Ég hef ennþá bullandi trú á þessum manni og vona innilega að hann fái ekki að stjórna þeim nauðsynlegu aðgerðum sem þarf að hefja strax í janúar við að yngja upp þetta Chelsea lið og fá inn menn með alvöru karakter og ferska fætur. Þetta er mjög flottur hópur sem gæti komist mjög fljótt aftur í 1.sætið með réttri stemmingu…og ég er hræddur um að AVB geti búið þá stemmingu til fái hann traust og tíma til þess.

    Þakka honum þó fyrir að hafa geymt Torres á bekknum í dag, það eru hans mistök ef þú spyrð mig enda skrifað í skýin að Torres myndi skora í dag. Svakalegt að sjá hann svona andlausan eins og hann hefur verið undanfarið ár, mætti halda að hann haldi að hann sé ennþá að spila fyrir Liverpool með Hodgson við stýrið. Hann talaði um það í vikunni að Benitez hefði náð mestu út úr honum (engin geimvísindi að finna það út) og það held ég að sé stóra vandamálið með hann, það er ekki verið að nýta hann til fullnustu. Það var þannig í fyrra hjá okkur og er það í ár hjá Chelsea. Hann hefur síðan sýnt sinn karakter með því hvernig hann hefur tekið þessu, hengir haus, er pirraður út í allt og alla og aðeins skugginn af sjálfum sér. Útiloka alls ekki að hann springi út hjá Chelsea og poti inn nokkrum mörkum og ég myndi taka því í dag (hjartalaust) að skipta á honum og Carroll hvað leikmenn varðar en ég held samt að hann sé búinn með sitt besta og því náði hann hjá okkur…og Carroll verður að ná hápunkti á sínum ferli þegar Torres er að hætta.  

  69. Verð að bæta við smá um Maxi. Hversu mikill meistari er sá náungi? Þetta var áttunda markið hans í síðustu 8 byrjunarliðsleikjum í deildinni, úr aðeins 18 skotum á markið! Auk þess er hann með um 90% hlutfall heppnaðra sendinga. Hann hefur alveg sína galla en hann gerir það sem þarf að gera.

  70. Af þeim 9 mörkum sem Liverpool hafa skorað gegn Chelsea í deildinni frá tímabilinu 2007-2008, hafa aðeins 2 þeirra verið skoruð af leikmönnum sem hafa ekki spilað með Chelsea (Alonso 2008-2009, Maxi 2011-2012).

  71. Tók engin eftir varnarvinnunni hjá Dirk Kuyt og Charlie Adam í marki Chelsea?  Kuyt á skokkinu, nennti ekki að elta sinn mann sem gerði það að verkum að Johnson gat ekki farið í boltamanninn. Charlie Adam sömuleiðis með mjög báglega varnartakta.

    Fyrir utan þetta og ca 25mín af seinni hálfleik var þetta fínt.  Ekkert frábært eins og margir eru að tala um hérna, bara fínt og bara flottur sigur. 

  72. flottur leikur í alla staði ! við áttum þetta svo virkilega skilið. Torres getur farið grátandi heim til sín. og já takk fyrir þessar 65 Milljónir ! 

  73. Virkilega skemtilegt að vinna Che$#”#$#” á þeirra heimavelli. Er LIVERPOOL liðið betra á útivelli en heima, vonandi fer heimavöllurinn í gang hjá þeim. Mjög sáttur með þetta, áfram LIVERPOOL.

  74. Frábær sigur og ég er alveg viss um að við náum meistaradeildarsætinu langþráða í vor. Þetta er að verða hörkulið! Það er ekki sjálfgefið að fara á Brúnna og taka 3 stig, sérstaklega þegar Chelsea eru undir mikilli pressu og töpuðu þar síðasta leik, gegn Arsenal. Ég ætla ekki að láta aðeins of langan slakann kafla í seinni hálfleik skemma ánægjuna því við stóðumst prófið og ef maður skoðar leikinn aftur þá fjaraði þetta einfaldlega út hjá Chelsea þegar 10- 15 mín voru eftir og þeir gáfust upp. Knoll og tott komu inná í lokin en gerðu lítið og  mikið held ég að Chelsea aðdáendur og Roman A hafi verið pirraðir!

    En hugsa sér að klára dæmið og það án Gerrard og Carra og með Downing, Henderson og Carroll á bekknum!  Ég vil svo ekki pönkast á Carroll, maðurinn kom inná á 90 mín. En mér fannst Henderson standa sig mjög vel og sýndi nokkra frábæra takta.

    Maður leiksins: Allt liðið og Kenny og co.

  75. Ég hef ekkert nema gott um að segja um þennan leik, en eitt sem ég er að pæla í. Af hverju tekur Suarez aukaspyrnur á hættilegum stað? Mig finnst eins og hann skjóta alltaf langt yfir, ég get svo svarið það að ég hef ekki séð hann hitt á rammann á þessu seasoni. Er þetta bara bull í mér?

  76. Raul Meireles £12m. Fernando Torres £50m. A former Chelsea player scoring the winner? Priceless! 

    (stolið af twitter)

  77. Enn jafn glaður í dag og frábært að vera búin að fá 6 stig út úr þremur hunderfiðum London-ferðum, nokkuð sem ekki hefur alltaf gengið undanfarin ár.
     
    Vill aðeins bregðast við meistara Babu og umræðu um taktík.  4-2-3-1 kerfið varð í gær ansi fljótt 4-4-1-1 þar sem Bellamy studdi Suarez.  Það svínvirkaði í gær fyrst og fremst vegna þess að miðjan hjá Chelsea er hundhæg (fyrri hálfleik) og sóknarlínan okkar pressaði varnarmennina CFC vel.  Þá gengur það upp.  Hins vegar breyttist tempóið í hálfleik við skiptingu V-B og þegar að pressugeta okkar minnkaði vorum við í bullandi vandræðum, sem kom til vegna þess að vængmennirnir leystu mikið inn, Mata kom ofar og þá vantaði bakvörðunum aðstoð.  En Dalglish brást rétt við með skiptingunum og shape-ið okkar kom vel út aftur.
    Ég hef alveg fílað þetta kerfi, en við höfum í gegnum árin átt MJÖG erfitt með að vinna lítil lið þar sem að við höfum ekki haft getuna í það að brjóta upp lið sem einfaldlega hlóðu mönnum inn á miðjan völlinn og átu okkar drengi þar, boltarnir fóru þá út á kant þar sem ekkert gerðist.  Svo ég skil fullkomlega að verið sé að reyna að stilla upp fleiri senterum og 4-4-2 kerfi heima.
     
    Þá að vinum mínum Vilas-Boas og David Luiz.  Ég hef fylgst töluvert með portúgölskum fótbolta og bara lofa ykkur því að David Luiz hefur alls ekki það sem þarf til að ná árangri í enskum fótbolta.  Hann er ekki líkamlega sterkur, mjög stöðuvilltur og tekur kjánalegar ákvarðanir.  Þegar hann var hjá Benfica strögglaði hann mikið í leikjum gegn stórum senterum, en þar sem hann leit vel út gegn liðum sem lágu stanslaust til baka varð til reputation sem hann átti ekki fyrir.  Veit ekki hvort Roman hélt að Chelsea hefði svipaða stöðu og Benfica, en það er ljóst að hann á ENGAN séns í hraðann og hasarinn þarna.  Enda segja allar kjaftasögur að kaupin á honum hafi verið síðasta hálmstrá Ancelotti, sem veit betur en allir hvernig varnarmaður á að vera.  Andre Vilas-Boas hefur stjórnað liði á einu keppnistímabili.  Porto FC sem er eins og Rangers/Celtic í Skotlandi.  Sumarið 2010 fékk maður engar upphæðir fyrir að tippa á sigur þeirra heimafyrir, liðið hafði styrkt sig töluvert á meðan að flest hinna stóru voru í vanda.  Benfica stóð í þeim til að byrja með en meiðslavandi hrjáði þá og þeir duttu úr keppninni.  Porto Á að skila minnst einum titli hvert ár og það var í raun Europa League titillinn sem bjó til hans nafn þegar leið á veturinn.
    Og eins og við eigum að þekkja geta margir náð árangri eitt ár í Evrópudeildinni.  Roy Hodgson anyone???  Samanburðurinn varð til á honum og Mourinho, sem er fullkomin della.  Mourinho hafði sýnt afburðaárangur með lítið lið, fór þá til Porto og vann stærstu keppni í Evrópu.  Þar áður hafði hann gegnt veigamiklu hlutverki hjá stórliðum.  Vilas-Boas er einfaldlega langt frá því að vera tilbúinn í þetta starf og bara tímaspursmál hvenær hann verður rekinn.  Þá vonandi fær hann annan séns og þá sjáum við hvað verður úr honum.
    Svo ætla ég að vera ósammála með Torres.  Fernando Torres hefur aldrei náð sér eftir meiðslin 2010, þaðan frá hefur hann verið niðurdreginn andlega og hann er bara ekkert að sína sem þýðir það að ég vilji sjá hann aftur í rauðri treyju.  COME ON – við erum með meiri trú á honum en aðdáendur Chelsea, hann er með verra record en Shevchenko – for crying out loud!
     
    En svo treysti ég því að eftir frammistöðu gærdagsins hafi fækkað í grátkórnum varðandi Charlie Adam.  Það er auðvitað kjánalegt að tala um Carroll í einhverja átt, en í gær var Skotinn að leika mjög vel.  Ég er kannski blindur en ég sé hann ekki áberandi í minna formi en aðrir leikmenn í þessu liði.  Í gær var sprungið á Maxi og Bellamy og hann og Lucas þurftu að vinna svakalega varnarvinnu sem þeir leystu vel.  Og hann var í það góðu formi að hann bætti við sig svakalegu assist í blálokin – sendingu sem einungis Gerrard í núverandi liði mætti reikna með að geta og vissulega í anda Xabi Alonso.  Þó að hann sé ekki frá suðrænu landi og með stórt frekjuskarð er þarna kominn maður með afburða fótboltahaus, einungis 25 ára og mun þola það að búa og vinna í Liverpoolborg næstu árin.
     

  78. Flottur sigur um helgina, og sýnir enn og aftur að mönnum gengur mjög vel að gíra sig upp í stóru leikina.  Það er frekar fyndið að ég er orðinn miklu hræddari við að horfa á leiki á móti liðum í neðri hluta deildarinnar en liðunum sem eru fyrir ofan okkur.  Ég veit ekki við hverju maður á að búast þegar við mætum rugluðu City liði næstu helgi, ætli stig þar væri ekki bara frábært.  En þar á eftir eigum við leik við Fulham á útivelli í deildinni 5 des.  Það verður miklu meiri prófsteinn á liðið heldur en þessi leikur við Chelski í gær!  Ef liverpool vinnur þann leik sæmilega sannfærandi verð ég fyrst vongóður um að þeir séu komnir í gírinn.  Ég fokkíng þoli ekki að sjá það einu sinni enn menn haldi að það sé nóg að vinna bara stóru liðin og þá komi hitt bara að sjálfu sér!

  79. Djöfull líður mér vel í dag, en ég ætlaði einmit að segja það sem Svanur segir hér að ofan #93, ég er skíthræddur við næsta “litlu-liða-leik” í deild og svo eigum við Man. City og aftur Chelsea í bikar sem er gríðarlega mikilvægur leikur

    Ég hef fulla trú á okkar mönnum

    YNWA 

  80. Æðislegur sigur!
    Adam og Lucas virkilega góðir. Enrique líka helvíti seigur að halda Mata niðri.
    Það gerir mig alls ekki glaðari að Torres og Mereiles hafi báðir verið inná þegar sigurmarkið kom. Ég vorkenni þeim mjög mikið. Þeir gerðu báðir rangt með að fara til Chelsea. Torres er velkominn aftur til Liverpool hvenær sem er.

  81. Maggi Nr. 92

    Vill aðeins bregðast við meistara Babu og umræðu um taktík. 4-2-3-1 kerfið varð í gær ansi fljótt 4-4-1-1 þar sem Bellamy studdi Suarez.

    Kannski ekki stórt atriði en ég sagði að þetta var mikið líkara gamla góða 4-2-3-1 sem við höfum lengi viljað fá og mikið mikið betra flæði á fremstu 4 leikmönnum liðsins heldur en í undanförnum leikjum. Stend alveg við það og fannst Adam og Lucas fá miklu meiri hjálp í þessum leik heldur en t.d. heima gegn litlu liði Swansea þar sem við vorum með tvo sóknarmenn og þ.a.l. of fáa menn á miðjunni á löngum köflum. Kom inn á þetta í podcasti fyrir leik, þ.e. að ég hlakkaði til þegar við gætum notað Carroll sem squad player, ekki einhvern sem væri nauðsynlegt að tefla fram í hverjum leik því hann var svo dýr. Hann passar ekki í allar uppstillingar og t.d. í gær saknaði ég hans alls ekki og hefði viljað sjá hann fá hvíld fyrir t.d. Maxi í Swansea leiknum. Tek þó fram að ég hef ennþá bullandi trú á Carroll og finnst frábært að hafa hans týpu af leikmanni í hópnum en vill ekki endilega sjá hann byrja alla leiki, ekki frekar en ég vildi hafa Peter Crouch inná í hverjum leik.

    Hvað Torres varðar þá held ég að hann sé í fínu formi og alveg búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hann lenti í á HM 2010. Hann var meiddur það mót og því eðlilega ekki upp á sitt besta. Eftir það var hann með Hodgson sem stjóra og hann notaði hann vandræðalega illa. Mig minnir að hann hafi nú verið byrjaður að skora þegar Dalglish tók við (hef ekki tíma til að rannsaka) en stökk þá til Chelsea þar sem ekkert hefur gengið hjá honum. Segi það aftur að ef við myndum bara horfa á leikmennina í dag og fótboltahæfileika þá tæki ég Torres til baka fyrir Carroll eins og skot og er nokkuð viss um að hann myndi passa betur í okkar lið og þau færi sem við höfum verið að skapa heldur en þetta Chelsea lið í dag. Vona samt innilega að hann haldi áfram í því “þunglyndi” sem hann hefur verið hjá Chelsea og hrökkvi ekkert í gang hjá þeim, en ég hef ekki trú á því að hann nái að vera svona slappur mikið lengur. 🙂

  82. í fljótu bragði þá skoraði hann Torres tvö frábær mörk uppá sitt einsdæmi gegn Chelsea. í fyrrileiknum.

Byrjunarliðið komið

Opinn þráður – Breskir blaðamenn