Opinn þráður – Stuð

Blessunarlega höfum við ekki þurft að gera þetta jafn oft og á síðasta ári en þessi þráður er svona 100% til þess að færa þann síðasta neðar.

Umræðan er opin á allt tengt Liverpool en til að létta aðeins andann skulum við hlæja aðeins að Norðmönnum…af öllum mönnum.

Þetta er alveg ægilega gott

22 Comments

  1. Þetta er svo gargandi fyndið! Væri alveg til í að prufa þetta, samt bara stuttan leik 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

  2. Nr.2 Sjonni

    Það er hægt að sjá enskan texta með þessu ef þú horfir á þetta á youtube.

    FOR ENGLISH SUBTITLES – PRESS THE CC-BUTTON IN THE BOTTOM RIGHT CORNER !

    Annars er þetta ekkert sem maður þarf að skilja tungumálið til að hlæja af 🙂

  3. Væri nú ekki þjóðráð að síðuhaldarar í samstarfi við Liverpool klúbbinn á Íslandi standi að knattspyrnuleik með svipuðu fyrirkomulagi og er í videóinu hérna. Jafnvel væri þá hægt að rukka almenning fyrir að stuða leikmenn og sá peningur gæti runnið til góðs málefnis hérlendis s.s. mæðrastyrksnefndar, nú eða erlendis einstog t.d. justice for the 96 samtakanna. Pæling 😉

  4. Þetta myndband er fyndið.

    Í ljósi vandræða á miðjunn í komandi leikjum er áhugavert að skoða hverja við eigum í varaliðinu næst inn á miðjuna. Shelvey er klárlega maður sem ég myndi vilja sjá fá meiri spilatíma hjá Liverpool, virkilegt efni og held ég að verði framtíðarleikmaður hjá okkur. Hann er búinn að standa sig vel hjá flestum þeim liðum sem hann hefur verið lánaðar til og fær allstaðar mikið lof. 

    Svo er líka gaman að sjá Fernandez Suzo sem ef til vill er þó of ungur enn sem komið er en þar er virkilega spennandi leikmaður.

    http://www.youtube.com/watch?v=o_pSRZsGasw&feature=related

    Ég veit ekki með ykkur en ég sé mikinn David Silva í þessum leikmanni, mjög svipaðir í spilamennsku, yfirferð, sendingum og boltatækni, gaman til þess að hugsa að á komandi árum fáum við möguleika okkar David Silva á miðjuna sem yrði rosalegt. Hann er samt bara 18 ára í en ég held hins vegar að það fari að styttast í að þessi maður fari að banka á dyrnar hjá aðalliðinu, myndi ekki gráta það að fara sjá hann á bekknum í fjarveru Lucas og Spearing.

  5. Gargandi snilld Babu!
     
    Shelvey hlýtur að vera í hóp á morgun, Susu hins vegar finnst mér búinn að vera hundlélegur í leikjum vetrarins hingað til, þar fer bara annar Pacheco held ég því miður…Pacheco hefur komið þrisvar inná í leikjum Rayo Vallecano – samtals 76 mínútur – í miðri spænsku deildinni í vetur og við þurfum töluvert öflugri leikmenn í liðið okkar en hann eða þann Suso sem við höfum horft á núna að undanförnu.

  6. Mig langar aðeins að ræða Glen Johnson en mér finnst hann ofmetinn leikmaður. Hann er frábær sóknarlega en alveg hrikalega slappur varnarlega. Ég skelf alltaf á beinunum þegar hann lendir maður á móti manni og í Chelsea leiknum þá sólaði Mata hann alveg hægri vinstri. Gamli kallinn hann Danny Murphy plataði síðan Johnson upp úr skónum í Fulham markinu í síðasta leik.

    Persónulega vil ég að Martin Kelly sé fyrsti kostur í þessari stöðu og jafnvel að Johnson verði seldur eða notaður sem backup.

    Hvað finnst ykkur? Hvort finnst ykkur Glen Johnson eða Martin Kelly betri kostur sem fyrsti maður í hægri bak?

  7. Ég er kannski eitthvað blindur eða upptekinn af sjálfum mér, nema hvort tveggja sé, en ég sé að það er komin mynd af Lucas hér efst á síðuna, í kop.is-borðann.

    Er það eitthvað nýtt?

    Ef svo er, langar mig bara að segja “kúdos” til eigenda síðunar fyrir það – enda einn mikilvægasti hlekkur liðsins. Það er margt líkt með Lucas og Didi Hamann (sem er einn af mínum uppáhalds!). Báðir láta lítið fyrir sér fara á vellinum, vinna mjög óeigingjarna vinnu – eiginlega sjá þeir bara um skítverkin á meðan aðrir baða sig í ljóma sviðsljóssins. En mikilvægi þeirra kemur best í ljós þegar þá vantaði í liðið. Mig grunar að við eigum eftir að sjá það afskaplega vel það sem eftir lifir tímabils, hversu mikilvægur Lucas er.

    Og ef þetta er ekki nýtt – þá er ég bara blindur og upptekinn af sjálfum mér, en það breytir ekki því að Lucas á þennan heiður skilinn. 🙂

    Homer 

  8. Persónulega finnst mér Kelly skárri kostur en G.Johnson.. Sérstaklega í ljósi þess að Kelly hatar það ekkert að vera að fara fram völlinn, og hann er náttúrulega alltaf betri en Johnson varnarlega, sem að mínu mati er það sem bakverðir LFC þurfa að hafa eins og liðið stendur í dag. Við megum ekkert við því að menn séu eins og Dani Alves.. Því að þó okkar spilamennska með KingKenny sé vissulega í áttina að því sem Barca spilar, ATH í áttina, þá erum við ekki að skora nóg til að vera með þannig bakvörð.
    Ég vil sjá Kelly fá fleiri sénsa á kostnað Glen, því ég held að hann sé ekkert það lélegur varnarlega, en ég tel að hann þurfi gott spark í rassinn..
     
    Svo bíð ég slefandi eftir að Kenny gefi kjúllum tækifæri.. Menn eins og Shelvey, Sterling og svona strákar.. Ég sé ekkert að því að henda þeim í djúpu laugina, þeir læra mest af því, og miðað við það sem ég hef horft uppá sóknarleik okkar ástkæra liðs það sem af er vetri, þá eru þeir aldrei að fara að gera verri hluti en þeir sem hafa verið að fá sénsinn.. Ungir, graðir í að sanna sig = ávísun á 150% effort, þó ekki sé meira sagt..
    Einnig langar mig að minnast aðeins á Carroll.. Mikið búið að vera rætt og ritað um þann mann, og vissulega hefur hann hellings pláss til að bæta sig, en ég er ekki að sjá neitt frá honum sem réttlætir þessa sénsa..
    Auðvitað þarf hann að fá að spila, en hann virkar, í þeim leikjum sem ég hef séð sem eru aðvísu ekki margir, en mér finnst hann virka hægur og bara uppgefinn.. Sjálfstraustið spilar eflaust stórann part þar inn, en afhverju þá ekki að gefa honum leiki í varaliðinu til að fara aðeins yfir basicin.. Skora mörk og hafa gaman? Ég get ekki ímyndað mér að það sé gaman og auðvelt að spila svona “illa” með þennan verðmiða á sér.. Frekar að chilla aðeins í reserves og gera frábæra hluti þar, og koma svo fullur sjálfstrausts í aðalliðið eftir einhverja stund.. Bara pæling en ég er alls ekki að fíla hann karlgreyið, þó ég efist ekki um að hann geti bætt sig alveg heilan helvítis helling eftir því sem fram líða stundir
     
    Takk fyrir frábæra síðu enn og aftur

  9. #7 og #11

    Hvað er það sem gefur ykkur svona mikla trú á því að Daglish gefi kjúklingunum séns? Hefur hann sýnt það eitthvað að hann sé til í það? Eða bara gefið einhverjar vísbendingar um að það muni gerast?

    Nú hef ég afar takmarkaðan áhuga á að setja mig inn í málefni vara- og unglingaliðsins, enda nægir mér sú kvöl og pína að horfa á aðalliðið henda frá sér hverjum leiknum á fætur öðrum 🙂 Ég veit þó að Suso, Eccelston, Sterling og eflaust einn eða tveir til viðbótar eru mikil efni. En það er bara ekki nóg að vera efni, þú þarft að vera góður, og þú þarft að fá þín tækifæri til að láta ljós þitt skína.

    Ég vil ekkert kenna Daglish sérstaklega um að gefa þeim ekki tækifæri, en þeir þurfa að henda í burtu margmilljóna fjárfestingum til þess að eiga séns. Carroll og Henderson, þeir tveir leikmenn sem hafa valdið mér hvað mestum vonbrigðum á þessu tímabili … ég sé Daglish ekki hafa hreðjarnar til þess að gefa þeim pásu og setja kjúklingana inn á í staðinn. Ef einhver spyr mig þá væri það ekki svo mikil áhætta, enda hefur liðið valdið vonbrigðum á tímabilinu og varla geta þessir ungu leikmenn valdið meiri vonbrigðum en hinir.

    Ég veit ekki hvað menn sjá við Henderson og – já ég ætla að segja það – Carroll. Við getum líka vel fleygt Downing inn í þessa jöfnu. Þetta eru allt leikmenn með reynslu, mismikla þó, úr ensku deildinni en samt er bara eins og þeir séu að stíga sín fyrstu skref í þeirri deild.

    Það hefur stundum heyrst frá þjálfaraliðinu hvað þeir séu með mikinn efnivið í unglinga- og varaliðinu. Mikið rosalega yrði ég glaður ef það væru ekki bara innantóm orð, en á meðan þessi efniviður fær 0 tækifæri til þess að láta að sér kveða með aðalliðinu þá eru það einmitt bara innantóm orð.

    Homer 

  10. Sælir félagar.
    Ég ætla að misnota þessa góðu aðstöðu til að henda inn einni auglýsingu sem ég vona að menn taki vel í.

    Sportvitinn opnar á Akureyri
                Nú er verið að opna alvöru sportbar á Akureyri og auðvitað var okkur í Liverpool klúbbnum boðið að koma þangað inn með heimavöllinn okkar. Það er skemmst frá því að segja að samningar hafa náðst, allir Liverpool leikir koma til með að ganga fyrir og 20% afsláttur verður á matseðli sem og 10% af tilboðum, fyrir þá sem eru skráðir í klúbbinn.
                    Sportvitinn, sem er staðsettur neðst í Strandgötunni, þar sem Oddvitinn var, tekur 200 manns í sæti. Á Sportvitanum verður boðið uppá fullkomnustu gæði sem í boði eru í dag, bæði í hljóð og mynd. Myndvarpinn sem settur var upp er einn sá allra öflugasti á markaðnum í dag en um er að ræða HD varpa með mjög miklum ljósastyrk og góðri upplausn. Myndinni er svo varpað á bíótjald sem er heilir 30 fermetrar.
                    Við vígjum nýja heimavöllinn okkar með pomp og prakt laugardaginn 10.des yfir heimaleik Liverpool gegn Heiðari Helgusyni og félögum í QPR sem hefst klukkan 15:00.
    Í tilefni flutningsins ætla staðarhaldarar að taka á móti okkur með óvæntum glaðning frá Carlsberg.
    Þeir sem enn eru ekki búnir að skrá sig í klúbbinn gefst kjörið tækifæri til þess fyrir leikinn.
    Til hamingju með nýja heimavöllinn.        

  11. #14 Homer, ég er eiginlega sammála þér í því sem þú skrifar þarna. Það er alltaf mikið talað um styrkleika akademíunar og þar eftir götunum.. En einhvernveginn virðist efniviðurinn þar ekki skila sér í aðalliðið.. Ég vill meina að þeir fá ekki séns til að sanna sig..
    Það er svosem lítið sem bendir til þess að Kenny sé að fara að hafa hreðjar í það að frysta Carroll aðeins, og gefa kjúllunum séns, en maður verður að láta sig dreyma..

  12. Mér finnst Henderson allur hafa verið að koma til í síðustu leikjum.

  13. Mér finnst Henderson lofa mjög góðu og algjörleg viss um að hann eigi eftir að bera uppi miðjuspil Liverpool næsta áratuginn !!

  14. Hvað eru menn að meina að frysta Henderson og Carroll? Hvað á það að gefa þeim? aukið sjálfstraust eða gera þá að betri leikmönnum?
     
    Henderson finnst mér hafa verið að spila betur og betur en Carroll hefur því miður verið talsvert frá sínu besta. Báðir þessir leikmenn eru ungir og þurfa spilatíma. Með auknum spilatíma eiga þeir eftir að bæta sig og fá aukið sjálfstaust. Menn verða að hafa þolinmæði gagnvart ungum leikmönnum en eitt af því sem einkennir leik ungra leikmanna er óstöðugleiki. Persónulega vil ég sjá Henderson taka stöðu Lucasar í næsta leik, ekki í vafa að hann á eftir að skila þeirri stöðu sómasamlega. Carroll vil ég sjá byrja uppi á toppi þar sem mér hefur fundist QPR hafa átt í vandræðum varnarlega í föstu leikatriðum. Tel að hann geti nýst vel þar sem og að dekka Heiðar hinum meginn á vellinum í föstum leikatriðum.

  15. Homer (#10) spyr:

    Ég er kannski eitthvað blindur eða upptekinn af sjálfum mér, nema hvort tveggja sé, en ég sé að það er komin mynd af Lucas hér efst á síðuna, í kop.is-borðann.

    Er það eitthvað nýtt?

    Já, það er nýtt. Við skiptum Suarez út fyrir Lucas í haus síðunnar af því að Lucas er maðurinn og við söknum hans. 🙂

    Þakka hrósið. Við gerum okkar besta.

  16. Jæja drengir.
     
    Í gær horfði á ég Man Utd detta útúr meisaradeildinni á móti Basel. Er það sérstaklega tveim mönnum Basel að þakka, það er Kabel á miðjunni, rosalega duglegur varnarsinnaður leikmaður, hreinsaði alla bolta þarna. Síðan er það sá sem lagði upp bæði mörkin og var alltaf hætturlegur, væri leikmaður sem væri rosalega gaman að sjá hjá Liverpool, hann er held ég 22 ára Svisslenduringur sem heitir Shaqiri, vakti strax athygli mína á HM u21 og núna aftur, er þetta ekki leikmaður sem væri gaman að sjá í holuni hjá Liverpool, ungur, tæknilegur og eldsnöggur?
     
    – Jón Árni

Fulham 1 – Liverpool 0

Suarez kærður – LFC áfrýjar ekki Spearing-dómnum